Leita í fréttum mbl.is

Færsluflokkur: Ljóð

Árlegir minningartónleikar til heiðurs mömmu

Ég hlakka til að heyra lögin hennar mömmu færð í algerlega nýjan búning í kvöld. Hefði auðvitað átt að láta vita af þessu fyrr - en tíminn er eitthvað svo fljótur að renna úr greipum mínum þessa dagana. Lofa að skrifa næst um pólitík. Mamma hefði orðið 62 ára í dag og hennar er sárt saknað, sér í lagi á svona dögum. 

Nýi Kvartettinn á árlegum minningartónleikum til heiðurs Bergþóru Árnadóttur

Kápan af bókinniFrumfluttar verða nýjar útsetningar Nýja Kvartettsins á lögum Bergþóru við ljóð hennar og margra þjóðkunnra skálda. Hér verður einstakt tækifæri til að heyra nýjar og áður óþekktar hliðar á lögum Bergþóru í flutningi þeirra Gissurar Páls Gissurarsonar tenórs, Hjörleifs Valssonar fiðluleikara, Örnólfs Kristjánssonar sellóleikara og Árna Heiðars Karlssonar píanóleikara sem saman skipa Nýa Kvartettinn. Þeir eru allir mjög virkir í íslensku tónlistarlífi og hafa sem kvartett vakið athygli fyrir vandaðan flutning og skemmtilega sviðsframkomu.

Óhætt er að mæla með þessum sögulegu tónleikum sem hefjast í Salnum kl 20 á afmælisdegi Bergþóru 15. febrúar.

Hægt að kaupa miða hér: 
http://midi.is/tonleikar/1/5830/


Ókeypis TíbetBíó í dag

Ég fór í gærkvöldi á ókeypis bíó sem skartaði hlaðborði af nýjustu myndum sem tengjast Tíbet. Þessar myndir eru hverri annarri betri og láta engan ósnortin. TíbetBíó er á vegum Vina Tíbets og liður í að kynna fyrir Íslendingum málefni Tíbets. Það voru sorglega fáir í gærkvöldi og því vil ég hvetja fólk til að mæta í dag því við munum ekki eiga kost á að sýna þessar myndir aftur í bráð án endurgjalds. TíbetBíó er haldið í kjallaranum á Kaffi Rót sem er staðsett að Hafnarstræti 17. Allir velkomnir á meðan húsrúm leyfir.

Nánari upplýsingar um bíómyndirnar hér fyrir neðan á ensku.  Sýningar eru ókeypis en frjáls fjárframlög til styrktar Tíbetsku flóttafólki eru vel þegin.... Hlökkum til að sjá ykkur!

sun.14.júní, kl 16 - 17.20: The Unwinking Gaze (2008)
sun.14.júní, kl 17.20 - 17.40: Leaving Fear Behind (2008)
sun.14.júní, kl 17.40 - 18.30: Breaking the Wall of Silence (2008)
sun.14.júní, kl 18.30 - 19.20: Tibet´s Cry for Freedom (2008)

l23246935344_5708.jpg    The Unwinking Gaze (2008): www.unwinkinggaze.com
“The Unwinking Gaze was filmed over a period of three years with exceptional access showing the daily agonies of the [Dalai Lama] as he tries to strike a balance between his Buddhist vows and the realpolitik needed to placate China.”

leavingfearbehind4.jpg•    Leaving Fear Behind (2008): www.leavingfearbehind.com
“Leaving Fear Behind (in Tibetan, Jigdrel) is a heroic film shot by Tibetans from inside Tibet, who longed to bring Tibetan voices to the Beijing Olympic Games.  With the global spotlight on China as it rises to host the XXIX Olympics, Tibetans wish to tell the world of their plight and their heartfelt grievances against Chinese rule.  The footage was smuggled out of Tibet under extraordinary circumstances.  The filmmakers were detained soon after sending their tapes out, and remain in detention today.”

back_800.jpg•    Breaking the Wall of Silence (2008): www.mpowermedia.no
“A small radio station in the Himalayas creates waves that rock Beijing:  Voice of Tibet in Dharamsala in Northern India broadcasts free and independent news into Tibet daily.  China is doing everything possible to stop it.  Breaking the Wall of Silence is a documentary about a few that dare to challenge the monopoly of information in China...They are all speaking through Voice of Tibet, trying to break China's Great Wall of Censorship.” 

ticrfr.jpg•    Tibet's Cry for Freedom (2008): www.tibetscryforfreedom.com
“Through the eyes of the Dalai Lama and exiled Tibetans in 2007 and 2008, Tibet's Cry for Freedom explores both past and present in Tibet's long suffering non-violent freedom struggle.  Discover the truth about Tibet's history and ponder the future of a nation whose time is fast running out.”



Borgarahreyfingin hélt sinn fyrsta opna fund

Fjölmiðlar sáu ekki ástæðu til að senda fulltrúa sína á hann - Ég ákvað því að skrifa stutta frétt um fundinn:)

n714951225_1978551_6021335-300x199Við héldum opinn fund í Iðnó til að kynna framboðið. Mætingin var góð þrátt fyrir að við auglýstum hann helst í netheimum og í útvarpi. Herbert Sveinbjörnsson, Birgitta Jónsdóttir og Hjálmar Hjálmarsson héldu ræður við góðar undirtektir. Eftir það var fólki útí sal boðið að spyrja fólkið í pallborðinu sem samanstóð af fyrrnefndum ásamt Þór Saari, út í stefnu og markmið  Borgarahreyfingarinnar - þjóðin á þing. Spurningarnar voru jafn fjölbreyttar og fólkið var margt.

Við erum venjulegt fólk sem sér ekki fram á að byltingin hafi leitt til neins nema uppfærslu á sömu hugmyndafræðinni og hér hefur verið allt of lengi við lýði - skreytt slagorðum byltingarinnar.

Það sem brennur greinilega á almenningi er óvissan sem þjóðin býr við um framtíð sína í kjölfar hrunsins sem engan endi virðist ætla að taka. Miðað við þá miklu þátttöku í mótmælum og andófi við Þingvallastjórnina svokölluðu virðist fólk almennt hafa sætt sig við ríkjandi ástand nema þeir sem mættu til dæmis á fundinn okkar - þar mátti sjá fólk sem hefur verið mjög virkt í baráttunni fyrir að hér verði gagngerar lýðræðisumbætur til að koma í veg fyrir annað eins stórslys og við erum að vinna okkur úr.

Kærar þakkir til allra sem mættu á þriðjudagskvöldið.

Hér er svo ræðan mín

Byltingin

Pottar og pönnur
lamin
í taktfastri reiði
undiraldan svo þung
að ekkert fær hana stoppað

Skríllinn umbreyttist í hetjur
felldi vanhæfa ríkisstjórn

Þúsundir streymdu út
óttaþögnin rofin

Hungrið sverfur að
hungur eftir réttlæti
heiðarleika
von

Og vonin sigraði óttann
þegar valdhafar
stigu niður úr hásætum
hroka og yfirgangs

Og réttlætið mun sigra
stjórnsýslan verður hreinsuð
við erum ekki þögnuð
við erum rétt að vakna

Flokkaveldið mun falla
höggvum það fúatré spillingar
í herðar niður
með sannleika
með heiðarleika

Við erum rétt að vakna
almenningur
ég og þú
VIÐ
verðum stórfljót breytinga
á siðspilltu sjálftökukerfi

Við eigum kerfið
við erum þjóðin

Við trúum því að til að byggja upp heilbrigt samfélag eftir hrunið þurfum við, fólkið í landinu, að þrýsta á þær meginbreytingar sem þjóðin kallar eftir og öruggt er að fjórflokkurinn er vanhæfur til að gera án eftirlits og þrýstings frá þjóðinni, innan þings sem utan:
Það þarf raunverulega rannsókn á efnahagshruninu til að gera upp spillta fortíð – spillingin þrífst í stjórnsýslunni sem er sýkt af hringormsmynduðum hagsmunatengslum.
•    Ef það reynist rétt að þingmenn og þeirra fólk hafi fengið óeðlilegar fyrirgreiðslur frá fjármálastofnunum, er ljóst að raunveruleg rannsókn á efnahagshruninu án eftirlits og þrýstings óháðra aðila mun ekki skila neinum árangri.
Það þarf að tryggja raunverulegar lýðræðisumbætur til framtíðar.
•    Sama hvar í flokki stjórnmálamenn standa munu þeir aðeins láta frá sér þau völd sem þeir er þvingaðir til að láta frá sér. Stærsta efnahagshrun heimsins miðað við höfðatölu var ekki nóg, það þurfti margra mánaða mótmæli og á endanum ofbeldi til að þvinga síðustu ríkisstjórn til að láta af völdum.
•    Látum ekki fjórflokkinn stela frá okkur stjórnlagaþinginu með því að búa til nánast óyfirstíganlegar reglur sem hindra þátttöku almennings í því.

Hvaða verkfæri höfum við almenningur til að hafa áhrif: eins og staðan er í dag framseljum við vald okkar á fjögurra ára fresti – þess á milli erum við algerlega upp á náð og miskunn valdhafa komin. Það verður að gera grunnbreytingar á kosningalögum svo við lendum ekki aftur í þeirri stöðu að hafa yfir okkur vanhæfa, ráðalausa ríkisstjórn þegar þjóðin lendir í hamförum eins og við höfum upplifað. Það er aðeins hægt með því að færa valdið aftur til þjóðarinnar. Það er aðeins hægt ef við fáum það meitlað í stein að við getum kallað eftir breytingum ef nægilega stór hluti þjóðarinnar krefst þjóðaratkvæðagreiðslu.

Almenningur kallar eftir upplýsingum en fær þær ekki. Hvað er þá til ráða? Hvernig í ósköpunum eigum við að fá upplýsingar sem gefa okkur hugmynd um hver staða okkar er nákvæmlega í dag? Við fáum þær ekki með því að standa fyrir utan þing og hrópa okkur hás eða beita annarskonar ytri þrýstingi. Eina leiðin sem ég sé færa í þessari stöðu er að fara inn á þing og ná í þær. Það voru ekki stjórnvöld sem fengu Evu Joly til landsins heldur og það voru án efa háværar kröfur almennings um að hún yrði fengin til að aðstoða okkur, sem urðu til þess að stjórnvöld sáu sig knúin til að fá hana til liðs við sig. Gleymum ekki mætti okkar. Eva mun verða okkur mikill styrkur í baráttunni við að uppræta spillinguna. Höldum áfram að þrýsta dag hvern – verum broddflugur samvisku og réttlætis.

Borgarahreyfingin – þjóðin á þing ætlar að byggja brú fyrir almenning inn á þing – vera rödd ykkar – talsmenn ykkar, en síðast en ekki síst – fá ykkur sem hafið unnið að samfélagsumbótum og mannúð bak við tjöldin til að bjóða ykkur fram. Við þurfum ekki leiðtoga – við þurfum samstöðu og samvinnu – við sem einstaklingar, getum breytt heiminum en það mun ekkert gerast nema að við gerum eitthvað. Við erum þjóðin – við erum kerfið – við eigum þingið.

 


mbl.is Lítil hreyfing á fylgi flokkanna
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Minningartónleikar um mömmu: Bergþóru Árnadóttur

Kæru félagar - á morgunn sunnudaginn 15. febrúar verða haldnir tónleikar til að heiðra minningu móður minnar, Bergþóru Árnadóttur. Þetta er afmælisdagurinn hennar en hún hefði orðið 61 á morgunn. Hennar er sárt saknað en mikil gjöf að sjá lög hennar glædd lífi í flutningi frábærra listamanna. Komið nú endilega ef þið hafið tök á - þætti vænt um að sjá ykkur:) Hér er fréttatilkynningin: 

Kápan af bókinniMinningartónleikar um söngkonuna og tónsmiðinn Bergþóru Árnadóttur verða haldnir í Fríkirkjunni í Reykjavík sunnudaginn 15. febrúar kl. 20 Á tónleikunum verður eingöngu flutt efni eftir Bergþóru en tónleikana ber einmitt upp á afmælisdag hennar.

Þeir listamenn sem heiðra minningu Bergþóru að þessu sinni eru: Eyjólfur Kristjánsson, Ellen Kristjánsdóttir, Eyþór Gunnarsson, Hjörleifur Valsson, Guðrún Gunnarsdóttir og Valgeir Skagfjörð, Kristjana Stefánsdóttir, Svavar Knútur og þríeykið Elín Ey, Myrra Rós og Marta Sif, sem allar standa framarlega meðal ungra og upprennandi íslenskra söngvaskálda.

Á tónleikunum verður ennfremur brugðið upp mynd af Bergþóru gegnum stuttar frásagnir frá samverkamönnum, þar sem varpað verður ljósi á hina mannlegu þætti í hennar listamannsferli, hvort sem um er að ræða tregafulla eða gleðilega. Leitast verður við að sýna fram á þau áhrif sem Bergþóra hafði sem listamaður og einnig hvernig hún snerti líf samverkamanna sinna.

Það er nýstofnaður minningarsjóður um Bergþóru sem stendur að tónleikunum. Sjóðurinn var stofnaður í framhaldi af tvennum velheppnuðum tónleikum sem haldnir voru á síðasta ári og í kjölfar veglegrar heildarútgáfu með verkum söngkonunnar, en tilgangur sjóðsins er að stuðla að því að tónlist Bergþóru og minning lifi meðal þjóðarinnar.

Bergþóra Árnadóttir (1948-2007) var einn af frumkvöðlum vísnatónlistar á Íslandi og lengi vel atkvæðamesta konan í hópi söngvaskálda. Hún samdi gjarna lög við ljóð þekktra skálda, þ.á.m. Steins Steinarrs, Tómasar Guðmundssonar og Jóhannesar úr Kötlum. Á ferli sínum sendi hún frá sér sér allmargar hljómplötur og hélt fjölda tónleika hérlendis og í Skandinavíu.

Miðaverð krónur 1.500 og fer forsala aðgöngumiða á minningartónleikana fram á vefsíðunni midi.is.


Kreppuljóð: úr byltingabálki

Á föstudagsmorgunn fór ég í stutt viðtal hjá Morgunvaktinni og spjallaði aðeins um stjórnmál og skáldskap. Þar viðurkenndi ég að ég hefði alltaf verið frekar hallærislegt skáld - því ég hef alltaf haft þörf á að skrifa pólitísk skotin ljóð:)

Ég hef verið að skrifa heilmikinn ljóðabálk sem heitir einfaldlega Kreppuljóð og hef haldið þeim sið að skrifa um tilveruna þegar hún er að rótast upp í nútímanum. Var orðin hundleið á að skrifa um fallið - gat loks skrifað um byltinguna okkar og ákvað korter fyrir viðtal að skrifa ljóð um byltinguna sem ég deili hér með ykkur.

byltingin

pottar og pönnur
lamin
í taktfastri reiði
undiraldan svo þung
að ekkert fær hana stoppað

skríllinn umbreyttist í hetjur
felldi vanhæfa ríkisstjórn

þúsundir streymdu út
óttaþögnin rofin

enda sverfur hungrið að
hungur eftir réttlæti
heiðarleika
von

og vonin vann
þegar þeir stigu niður úr hásætum
hroka og yfirgangs

og réttlætið mun sigra
stjórnsýslan skal verða spúluð
við erum ekki þögnuð
við erum rétt að vakna

flokkaveldið fellur
höggvum það fúatré spillingar niður
í herðar
með sannleika
með heiðarleika

við erum rétt að vakna
almenningur
ég og þú
við
verðum stórfljót
breytinga
á siðspilltu sjálfstökukerfi

við eigum kerfið
við erum þjóðin


Að vera kvöldgestur hjá Jónasi

towardsnewbeginnings.jpgÉg ákvað loks að láta verða af því að mæta í spjall í útvarpsþáttinn Kvöldgestur sem Jónas Jónasson hefur umsjón með. Mér tókst að tala svo mikið að ég verð víst gestur hans í þrjú föstudagskvöld í röð. Þeir sem vilja kynnast hinni hliðinni á mér geta svo sem alveg hlustað á þetta - er hálf feimin við þetta enda miklu feimnari en flest fólk heldur.

Fyrsti þátturinn verður annað kvöld klukkan 23:00 á rás 1. Þar spjalla ég vítt og breitt um líf mitt. Fyrstu mótmælin mín sem ég stóð fyrir þegar ég var 14, sjálfsvíg, ljóð, Tíbet, sjálfskipaða útilegukvendislíf í Danaveldi, Ástralalalalíu, sterkar skoðanir, réttlætiskennd, sjálfsæviskáldsöguna mína: Dagbók kameljónsins og sitthvað fleira. Ég hreinlega man ekki hvað ég talaði um og ég vona að það sem ég segi muni gefa einhverjum von - enda lífshlaupið mitt eins og argasta skáldsaga og þó er ég rétt að byrja:) Hef alltaf verið heppin með það að vera bjartsýnismanneskja þótt öll sund virðist lokuð.

Jónas les smá upp úr Dagbók kameljónsins og gerir það vel. Ég les einhver ljóð og vel lag með mömmu sem mér finnst fallegasta lagið hennar. 

Það hefur verið áhugavert að kynnast Jónasi aðeins enda einstakur maður. Ég spjallaði líka aðeins við tæknimanninn hann Jan sem var látinn fjúka í undarlegum uppsögnum RÚV. Vona að hann verði endurráðinn enda fagmaður með ástríðu fyrir þeim gildum sem RÚV á að standa fyrir, annálaður rúvari eins og það er kallað. 

 

 


Viðskiptabann

Ég veit að það er erfitt fyrir ríkisstjórnina að slíta stjórnmálasambandi við Ísrael. EN það hljóta að vera komnar nægilegar forsendur fyrir því að slíta viðskiptatengsl við Ísrael. Við flytjum inn vörur og hráefni frá Ísrael fyrir 600 milljónir á ári. Við getum hætt viðskiptum við þá og notað sömu tækni og þjóðir heims notuðu til að binda enda á aðskilnaðarstefnu Suður-Afríku.

Ég hvet fólk sem er búið að fá nóg af barnamorðunum á Gaza að skrifa viðskiptaráðherra og höfða til mannúðar og réttlætiskenndar hans. Ég ætla að gera það. 

Það er afar erfitt að horfa upp á fjöldamorð í beinni og sjá hvað öryggisráðið virðist vera vita gagnslaust - hef nú reyndar vitað það lengi og skildi ekki af hverju við vorum að reyna að komast þarna inn með tilheyrandi kostnaði sem og atkvæðaveiðum hjá vafasömum aðilum. Öryggisráðið er gjörsamlega gagnslaust á meðan að þjóðir eins og USA og Kína hafa neitunarvald. 

Getum við sem einstaklingar gert eitthvað til að stöðva þessi voðaverk? Já, við getum í það minnsta sent Björgvini bréf og hvatt til viðskiptabanns. Við getum skrifað undir Stop the Bloodshed hjá alþjóðasamtökunum Avaaz.org. Þar hafa rúmlega 340.000 skrifað undir. Markmiðið er að ná 500.000 eins hratt og mögulegt er - hver dagur sem líður kostar fleiri mannslíf og börnin eru nú þegar orðin allt of mörg sem hafa verið myrt eða eru stjörf að hræðslu - stöndum með börnunum á Gaza - þau hafa ekki gert neitt sem réttlætir þann hrylling sem þau búa við.

 

picture_15.png
 palestinian20mother20and20her20two20babie.jpg
 

 


mbl.is Öryggisráðið krefst vopnahlés
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Stöðvið fjöldamorðin á Gazaströnd

Ég var að horfa á morð í beinni á CNN í gærkvöldi og þó ég heyrði aðeins sprengjugný og sæi eldhaf og heyrði í sjúkrabílum þá gat ég ekki annað en hugsað til barnanna á Gaza, til almennings á Gaza og ég táraðist. Það sem er svo hryllilegt við þetta fjöldamorð, er að fólkið á Gaza getur ekkert flúið. Þau eru innilokuð á ofurlitlu landsvæði sem þau upplifa sem heimsins stærsta fangelsi. Ég bið ykkur um áður en þið farið að réttlæta það sem fer fram á Gaza - að hugsa til ykkar eigin fjölskyldu - að setja ykkur í spor Palestínumanna. Landinu þeirra var stolið og enn þann dag í dag er verið að taka land þeirra og það er EKKERT sem réttlætir það sem Ísraelsmenn eru að gera í dag. Hvet alla til að mæta á fundinn í  dag og sýna í verki að við styðjum ekki þennan ójafna leik Davíðs og Golíats.

Félagið Ísland-Palestína hefur boðað til útifundar í dag klukkan 16:00 á Lækjartorgi undir yfirskriftinni: Stöðvið fjöldamorðin á Gazaströnd - Slítum stjórnmálasambandi við Ísrael

Fundarstjóri: Gylfi Arnbjörnsson forseti Alþýðusambands Íslands

Ræðumenn: María S. Gunnarsdóttir formaður Menningar- og friðarsamtaka íslenskra kvenna
Ögmundur Jónasson alþingismaður, Sr. Örn Bárður Jónsson sóknarprestur

Enough!


enough blood
has been spilled
enough hatred
has been bred


enough weapons
have been created
enough children
have died


enough, enough
the womb of the mother
is bleeding
her breasts dry


time
now
for the peoples of this world
to unite


our world on the verge of collapse
into darkness
time to unite
for real changes
for us all
not just the chosen few


time
for us
to choose for us all
for we are all chosen
to lead our world into another reality


mbl.is Ban Ki-moon fordæmir árásir
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Mig langar að heyra sannleika frá vörum ráðamanna

Þeim hefur tekist að rugla mig svo hressilega í ríminu að ég veit ekki lengur hvort að ég eigi að hamstra eða ekki. Ég veit ekki hvort að allt sé gufað upp eða hvort að við séum stöndug. Ég veit ekki hvort að við erum lögð í alheimseinelti eða hvort að við höfum kallað þessa hörku yfir okkur.

Eitt veit ég þó að ég harma ekki að við komumst ekki í öryggisráðið. Við þurfum að sýna aðhald í fjármunum og höfum ekki efni á einhverjum útávið flottræfilshætti lengur.

Annars þá ætla ég að frumflytja fyrsta kafla Kreppuljóða á Rosenberg í kvöld í samfloti við biblíubeltishljómsveitina Southside, sem státar stormhviðum eins og Mikka Pollock og Ron Whitehead.

Mun líka lesa Wake up ljóðið mitt sem ég samdi fyrir 10 árum síðan og er akkúrat um þessa tíma sem við erum að fara í gegnum núna... það er ekki hægt að þýða það með góðu móti en ég bjó til heila ljóðalistaverkabók með þessum titli. Heimavinnubók sem ég saumaði með ærum sársauka að japönsku sniði... nú er í tísku að gera heimagert, það er eins og ég segi alltaf, ef ég þrjóskast við að vera í samhljómi við sjálfa mig þá kemst ég alltaf að lokum í tísku;) engin ástæða að eltast við slíkt....

 

 

Wake UP

 


mbl.is Rétt að fara í framboðið
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Næsta síða »

Höfundur

Birgitta Jónsdóttir
Birgitta Jónsdóttir

Ég vil gjarnan láta eitthvað gott af mér leiða í samfélagi manna. Ég mun einbeita mér að því að því að búa til vettvang fyrir þjóðina að vinna að þeim lýðræðisumbótum sem hún krefst og vill leggja sína krafta í. Ég starfa sem þingmaður og þingflokksformaður fyrir Hreyfinguna - fyrir fólkið í landinu. Ég er formaður vina Tíbets.

Ég vil hafa athugasemdakerfið opið - bið fólk samt um að tjá sig eins og það myndi gera ef við stæðum augnlitis til augnlitis. Ég mun því miður ekki alltaf hafa tíma til að svara kommentum eða tölvupósti en ég reyni að lesa allt með opnum huga. Vil gjarnan nota þetta sem vettvang fyrir fólk að koma með hugmyndir um hvað mætti betur fara í samfélginu okkar.

Ég aðhyllist engin sérstök trúarbrögð, ég tilheyri engu sérstöku flokkakerfi, ég tilheyri engu sérstöku nema þessu stórmerkilega mannkyni og þessari yndislegu jörð. Ég er þakklát fyrir að lifa á sögulegum tímum þar sem allt getur gerst. 

Netfang: birgitta@this.is

Bækur

Bækurnar mínar

  • Bók: Tuttugasta öldin og lærdómar hennar
    Mikhail Gorbatsjov og Daisaku Ikeda : Tuttugasta öldin og lærdómar hennar (ISBN: 9979-772-77-8 )
    Þýddi þessa ásamt Jóni Karli Stefánssyni
  • Bók: Lífsreglurnar fjórar - the Four Agreements
    don Miguel Ruiz: Lífsreglurnar fjórar - the Four Agreements (ISBN: 9979768835)
    Lífsreglurnar fjórar er ævaforn indjánaspeki sem hefur farið sigurför um heiminn. Bókin er byggð á fornri visku Tolteka-indjána og útskýrir sannindi sem er að finna í helgum dulspekihefðum víðsvegar um heim. Lesanda eru kynntar fjórar einfaldar en magnaðar lífsreglur sem vísa leiðina að frelsi og sjálfstæði einstaklingsins. Höfundurinn, don Miguel Ruiz, er af ætt græðara og seiðmanna sem hafa iðkað Toltekafræðin frá aldaöðli. Hann er heimsþekktur fyrir bækur sínar og fyrirlestra.
  • Bók: Dagbók kameljónsins
    Birgitta Jónsdóttir: Dagbók kameljónsins (ISBN: 9979973307)
    Dagbók kameljónsins er þroskasaga stúlku sem hefur þurft að berjast við að sogast ekki inn í geðveiki ættmenna sinna, en sjálfsvíg þeirrar manneskju sem hún leit á sem klettinn í lífi sínu verður til þess að hún gerir sér ljóst hve dýrmætt lífið er. Með því að þvinga sig til að muna fortíðina skapar hún möguleika á að eiga sér einhverja framtíð. Alkóhólismi móður hennar vegur jafnframt þungt í þessu verki og hefur afgerandi áhrif á sjálfmeðvitund söguhetjunnar sem á endanum öðlast þroska til að sjá manneskjuna handan sjúkdómsins sem brýst oft út í mikilli sjálfhverfu þess sem er haldin honum og skilur aðra fjölskyldumeðlimi eftir með því sem næst ósýnilegan geðrænan sjúkdóm sem jafnan er kenndur við meðvirkni. En þetta er engin venjuleg bók, hún er brimfull af von og lausnum, ævintýrum og einlægni og fellur aldrei inn í pytt sjálfsvorunnar. Bókin er tilraun til að brúa bilið á milli þess myndræna sem oft fyrirfinnst í dagbókum, en formið bíður upp á vægðarlausan heiðarleika og gefur lesandanum tækifæri á að nota sitt eigið hugarflug.

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (22.11.): 0
  • Sl. sólarhring: 1
  • Sl. viku: 12
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 7
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Nýjustu myndir

  • ...011-02-25_l
  • ...unknown
  • ...581_1050977
  • ...x-_28-of-81
  • ...490581
Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband