Leita í fréttum mbl.is

Kreppuljóð: úr byltingabálki

Á föstudagsmorgunn fór ég í stutt viðtal hjá Morgunvaktinni og spjallaði aðeins um stjórnmál og skáldskap. Þar viðurkenndi ég að ég hefði alltaf verið frekar hallærislegt skáld - því ég hef alltaf haft þörf á að skrifa pólitísk skotin ljóð:)

Ég hef verið að skrifa heilmikinn ljóðabálk sem heitir einfaldlega Kreppuljóð og hef haldið þeim sið að skrifa um tilveruna þegar hún er að rótast upp í nútímanum. Var orðin hundleið á að skrifa um fallið - gat loks skrifað um byltinguna okkar og ákvað korter fyrir viðtal að skrifa ljóð um byltinguna sem ég deili hér með ykkur.

byltingin

pottar og pönnur
lamin
í taktfastri reiði
undiraldan svo þung
að ekkert fær hana stoppað

skríllinn umbreyttist í hetjur
felldi vanhæfa ríkisstjórn

þúsundir streymdu út
óttaþögnin rofin

enda sverfur hungrið að
hungur eftir réttlæti
heiðarleika
von

og vonin vann
þegar þeir stigu niður úr hásætum
hroka og yfirgangs

og réttlætið mun sigra
stjórnsýslan skal verða spúluð
við erum ekki þögnuð
við erum rétt að vakna

flokkaveldið fellur
höggvum það fúatré spillingar niður
í herðar
með sannleika
með heiðarleika

við erum rétt að vakna
almenningur
ég og þú
við
verðum stórfljót
breytinga
á siðspilltu sjálfstökukerfi

við eigum kerfið
við erum þjóðin


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Við erum sameinuð.  Fyrirgefðu Birgitta, fannst það passa við. Glæsilegt ljóð sem sprettur fullskapað, já korter fyrir útsendingu. Til hamingju með það. Sýnir kraft sköpunargleðinnar. Þú segir í fyrri hlutanum það sem gerðist. Nú vantar að gera það sem þú segir í seinni hlutanum. 82 dagar til stefnu. Takk.

Einar Áskelsson (IP-tala skráð) 1.2.2009 kl. 11:56

2 Smámynd: Margrét Sigurðardóttir

Taktfastur samhljómur almennings heldur vonandi áfram. Flott ljóð frá flottri konu.

Margrét Sigurðardóttir, 1.2.2009 kl. 12:40

3 Smámynd: Sigrún Jónsdóttir

Þú ert hér með tilnefnd sem "hirðskáld" byltingarinnar....sem er samt án "hirðar"

Sigrún Jónsdóttir, 1.2.2009 kl. 13:41

4 Smámynd: Soffía Valdimarsdóttir

Ég vona svo sannarlega að þú reynist sannspá Birgitta.

Óttast þó að sjálftökuhefðin sé svo rótgróin og vel tryggð með fjármagnsvaldi að það verði seinlegt og jafnvel ógerlegt að uppræta hana.

Um það snúast martraði mínar nú en ég vona að byltingin muni lifa.

Soffía Valdimarsdóttir, 1.2.2009 kl. 16:37

5 Smámynd: Katrín Snæhólm Baldursdóttir

Við verðum stórfljót breytinga....en ekki hvað??

Núna erum við litlar lækjarsprnur hér og þar hver að renna í sína átt en vitum að einhverstaðar þarna fyrir naðan eða framan munum við mætast og bæstast í hvor aðra alveg þar til við verðum svona stórfljót eins og þú talar um. Og þá verður sko náttúru og stjórnsýslufjör. úgí búgía la Birgitta.

Katrín Snæhólm Baldursdóttir, 1.2.2009 kl. 17:18

6 Smámynd: Katrín Snæhólm Baldursdóttir

Ehh afsakaðu stafsetningavillur..ég er alveg glötuð á tölvu kallsins.

Katrín Snæhólm Baldursdóttir, 1.2.2009 kl. 17:19

7 Smámynd: Margrét Birna Auðunsdóttir

Flott

Margrét Birna Auðunsdóttir, 1.2.2009 kl. 17:19

8 Smámynd: Birgitta Jónsdóttir

Þakka ykkur fyrir orðin og hólið - ég fer eiginlega alveg hjá mér:)

En það stendur sem ég skrifa - við verðum að muna að ríkið er búið til úr okkur og að við meigum ekki sofna á vaktinni núna... höldum vöku okkar og þrýstum á þar sem þarf að þrýsta.

Birgitta Jónsdóttir, 2.2.2009 kl. 20:19

9 Smámynd: Ásthildur Cesil Þórðardóttir

Hlustaði á þig lesa það í útvarpsviðtali, glæsilegt Birgitta mín, ég var reyndar mjög ánægð með viðtalið í heild.

Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 3.2.2009 kl. 09:36

10 Smámynd: Sigurgeir Jónsson

Það er enginn vafi að Lenin hefði orðið stoltur af svona ljóði.En ekki má slaka á.Gagnbyltingarsinnar eru ávallt hættulegastir byltingum.Þeir liggja í leyni og ætla að hrifsa til sín völdin.Því þarf að vera vakandi.Nú þarf byltingin að sína mátt sinn á Austurvelli og starfa á sínum forsendum en ekki láta endurskoðunarsinna stjórna sér þótt gott hafi verið að nota hann meðan byltingin var að ganga yfir.

Sigurgeir Jónsson, 3.2.2009 kl. 23:48

11 Smámynd: Birgitta Jónsdóttir

Takk Ásthildur mín - fyrir hlý orð - gaman að einhver hlustaði á og líkaði við:)

Hjálpi mér, Lenín! Sammála ekki má slaka á - ég mæli með að við beitum þrýstingi varðandi breytingu á kosningalöggjöf, prófkjör afnema þann andskota og svo auðvitað stjórnarskrár breytingar, sér í lagi þær er lúta að verndum náttúruauðlinda okkar. Ég mæli með því að við höfnum því að borga ICESAVE á kurteisan og sanngjarnan máta annars verðum við þrælar um aldur og eilífð.

Birgitta Jónsdóttir, 4.2.2009 kl. 09:35

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Birgitta Jónsdóttir
Birgitta Jónsdóttir

Ég vil gjarnan láta eitthvað gott af mér leiða í samfélagi manna. Ég mun einbeita mér að því að því að búa til vettvang fyrir þjóðina að vinna að þeim lýðræðisumbótum sem hún krefst og vill leggja sína krafta í. Ég starfa sem þingmaður og þingflokksformaður fyrir Hreyfinguna - fyrir fólkið í landinu. Ég er formaður vina Tíbets.

Ég vil hafa athugasemdakerfið opið - bið fólk samt um að tjá sig eins og það myndi gera ef við stæðum augnlitis til augnlitis. Ég mun því miður ekki alltaf hafa tíma til að svara kommentum eða tölvupósti en ég reyni að lesa allt með opnum huga. Vil gjarnan nota þetta sem vettvang fyrir fólk að koma með hugmyndir um hvað mætti betur fara í samfélginu okkar.

Ég aðhyllist engin sérstök trúarbrögð, ég tilheyri engu sérstöku flokkakerfi, ég tilheyri engu sérstöku nema þessu stórmerkilega mannkyni og þessari yndislegu jörð. Ég er þakklát fyrir að lifa á sögulegum tímum þar sem allt getur gerst. 

Netfang: birgitta@this.is

Bækur

Bækurnar mínar

  • Bók: Tuttugasta öldin og lærdómar hennar
    Mikhail Gorbatsjov og Daisaku Ikeda : Tuttugasta öldin og lærdómar hennar (ISBN: 9979-772-77-8 )
    Þýddi þessa ásamt Jóni Karli Stefánssyni
  • Bók: Lífsreglurnar fjórar - the Four Agreements
    don Miguel Ruiz: Lífsreglurnar fjórar - the Four Agreements (ISBN: 9979768835)
    Lífsreglurnar fjórar er ævaforn indjánaspeki sem hefur farið sigurför um heiminn. Bókin er byggð á fornri visku Tolteka-indjána og útskýrir sannindi sem er að finna í helgum dulspekihefðum víðsvegar um heim. Lesanda eru kynntar fjórar einfaldar en magnaðar lífsreglur sem vísa leiðina að frelsi og sjálfstæði einstaklingsins. Höfundurinn, don Miguel Ruiz, er af ætt græðara og seiðmanna sem hafa iðkað Toltekafræðin frá aldaöðli. Hann er heimsþekktur fyrir bækur sínar og fyrirlestra.
  • Bók: Dagbók kameljónsins
    Birgitta Jónsdóttir: Dagbók kameljónsins (ISBN: 9979973307)
    Dagbók kameljónsins er þroskasaga stúlku sem hefur þurft að berjast við að sogast ekki inn í geðveiki ættmenna sinna, en sjálfsvíg þeirrar manneskju sem hún leit á sem klettinn í lífi sínu verður til þess að hún gerir sér ljóst hve dýrmætt lífið er. Með því að þvinga sig til að muna fortíðina skapar hún möguleika á að eiga sér einhverja framtíð. Alkóhólismi móður hennar vegur jafnframt þungt í þessu verki og hefur afgerandi áhrif á sjálfmeðvitund söguhetjunnar sem á endanum öðlast þroska til að sjá manneskjuna handan sjúkdómsins sem brýst oft út í mikilli sjálfhverfu þess sem er haldin honum og skilur aðra fjölskyldumeðlimi eftir með því sem næst ósýnilegan geðrænan sjúkdóm sem jafnan er kenndur við meðvirkni. En þetta er engin venjuleg bók, hún er brimfull af von og lausnum, ævintýrum og einlægni og fellur aldrei inn í pytt sjálfsvorunnar. Bókin er tilraun til að brúa bilið á milli þess myndræna sem oft fyrirfinnst í dagbókum, en formið bíður upp á vægðarlausan heiðarleika og gefur lesandanum tækifæri á að nota sitt eigið hugarflug.

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (9.5.): 0
  • Sl. sólarhring: 4
  • Sl. viku: 19
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 19
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Nýjustu myndir

  • ...011-02-25_l
  • ...unknown
  • ...581_1050977
  • ...x-_28-of-81
  • ...490581
Maí 2024
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31