Leita í fréttum mbl.is

Færsluflokkur: Fjölmiðlar

Brú á milli þings og þjóðar

Áramótagrein fyrir Fréttablaðið: Birgitta Jónsdóttir

picture_2_1050972.pngÞað er ófriður á Íslandi. Í ranglátu samfélagi ríkir ófriður. Stór hluti almennings hefur glatað trausti á æðstu stofnanir landsins, aðeins 9% aðspurðra treysta Alþingi. Vantraustið hríslast um allt samfélagið, því ráðamenn og stofnanir hafa brugðist trausti fólksins. Við lifum í samfélagi þar sem ljóst er að lögin ná ekki til allra þeirra sem landið byggja. Hinir ósnertanlegu ganga enn um göturnar og halda áfram að þiggja greiða frá stjórnmálafólki sem þykist ekki, þrátt fyrir að sitja að völdum, geta gert neitt til að breyta því ástandi óréttlætis sem við búum við. Til að endurheimta traust þurfa þeir sem hafa völdin að sýna í verki að þeir séu traustsins verðir. Orð skulu standa en ekki vera föl fyrir völd.

Skipta þarf út efstu lögum stjórnenda26512_10150116884270542_768090541_11338875_6784502_n.jpg
Það hafa margir furðað sig á að það fólk sem flestir treystu til að mynda skjaldborg um heimilin í landinu, hafi brugðist því trausti á jafn afgerandi hátt og raun ber vitni. En það er ekkert furðulegt við það. Kerfið sjálft er ónýtt. Hefð hefur skapast fyrir því að ráða fólk eftir flokkskírteinum í efstu lögin á kerfinu. Þeir sem fara með æðstu völdin eru ekki ráðnir eftir menntun, hæfni eða getu. Ef kerfið er eins og skemmt móðurkartafla þá er ljóst að þeir sem standa henni næst skemmast. Það er nákvæmlega sama hverjir komast til valda – þeir munu skemmast ef ekki verður alvöru uppstokkun í kerfinu. Til hvers að reyna stöðugt að tjasla í götin á ónýtu kerfi þegar tækifæri til endurnýjunar er til staðar? Það er ekki aðeins hérlendis sem fólk hefur gert sér grein fyrir því að kerfi sem þjónar alltaf hinum ósnertanlegu er ekki lengur ásættanlegt. Samhljómur almennings víðsvegar um heim verður sífellt sterkari. Fólk er hætt að bærast sem einstök hálmstrá í vindi. Samstaða er möguleg á víðtækum grunni vegna tilkomu netsins og þar má finna sístækkandi hópa fólks sem er byrjað að undirbúa breytingar í takt við þá staðreynd að við eigum bara eina plánetu og ef heldur fram sem horfir, þá munu lífsgæði barna okkar og barnabarna verða mjög slæm miðað við það sem við höfum fengið að njóta.

Stefnuskrá Hreyfingarinnar er einfaldur tékklisti490581_1050977.jpg
Við í Hreyfingunni höfum stundað tilraunapólitík. Við skilgreinum okkur hvorki til hægri né vinstri. Það er ljóst að sú hugmyndafræði er að renna sitt skeið á enda. Við skilgreinum okkur útfrá málefnunum. Þegar stefna Hreyfingarinnar var mótuð í árdaga Borgarahreyfingarinnar var ákveðið að setja saman stefnuskrá sem er tékklisti. Þessari tiltölulegu einföldu stefnu fylgjum við en hún lýtur fyrst og fremst að því að koma hér á víðtækum lýðræðisumbótum. Að færa völd og ábyrgð til almennings. Þetta er hægt að gera með því að lögfesta réttinn til að kalla eftir þjóðaratkvæðagreiðslum, persónukjöri þvert á flokka, skera á tengslin á milli fyrirtækja og flokka og nýrri stjórnarskrá sem tryggir að auðlindir þjóðar tilheyra henni en ekki hinni ósnertanlegu valdamafíu sem hefur hrifsað til sín þessar auðlindir á markvissan hátt allt frá upphafi hins unga lýðveldis okkar.

Almenningur taki þátt í að móta samfélagiðvik-burt-rikistjorn_-kosningar-strax-_28-of-81.jpg
Stefnuskráin er grunnstoðin sem við í þinghópnum virðum og vorum kosin út á. Önnur mál sem ekki falla undir þessa stefnu fylgjum við sem einstaklingar rétt eins og kveður á um í því drengskaparheiti sem við skrifum undir sem nýir þingmenn. Við sækjumst ekki eftir völdum. Sú blinda foringjahollusta sem hefur einkennt mannkynið um árþúsundir er eitthvað sem almenningur verður að láta af. Þessi öld verður öld almennings ekki leiðtoga. Völdum fylgir mikil ábyrgð. Er almenningur tilbúinn að taka við völdum með því að gefa þau ekki frá sér heldur verða virkir þátttakendur í að móta samfélagið sitt? Ég vona það. Sífellt fleiri kalla eftir því. Ég mun gera mitt besta til að skapa nauðsynleg verkfæri til að það sé hægt. Þegar stefnumálum Hreyfingarinnar verður náð getum við með góðri samvisku lagt hana niður, því þá hefur traust brú á milli þings og þjóðar hefur verið smíðuð.


Er ekki mál að linni þingheimur, er ekki mál að linni?

Ræða sem ég flutti í gærkvöldi um frumvarp iðnaðarráðherra um skattaívilnanir til fyrirtækis í eigu Björgólfs Thor, mér tókst að semja um að atkvæðagreiðslu yrði frestað þangað til eftir sveitastjórnarkosningar, finnst mikilvægt að það sé ekki kosið um svona umdeilt mál á miðnætti eins og til stóð. Enn og aftur er lítil sem engin fjölmiðlaumfjöllun um mikilvægt mál eins og þetta, það var til dæmis ekki stafkrókur um frumvarp sem forsætisráðherra flutti um fjármál flokkanna, en meira um það síðar. 

Frú forseti
 

Hér fjöllum við um mál sem ríkisstjórn og ríkisstjórnarþingmenn með dyggri aðstoð meirihluta minnihlutans hafa þurft að beita skapandi hugsun við að koma í gegnum þingið. Þetta er líka þannig mál að það er erfitt að réttlæta fyrir sér að styðja það eins og því er fyrirkomið hér á lokastigum þess hér í þinginu.

Hér eru nokkur atriði sem mér svíður undan: Það vita það allir sem hér sitja inni að það getur bara ekki verið rétt að verðlauna þá aðila sem hér tóku með einbeittum brotavilja þátt í því að koma þjóðinni í þá háskalegu stöðu sem við stöndum frammi fyrir. Hvernig er hægt að réttlæta að maður sem einsýnt er samkvæmt skýrslu rannsóknarnefndar alþingis flokkast undir að vera fjárglæframaður, hvernig er hægt að réttlæta það að hann fái yfir höfuð að halda áfram að fjárfesta í framtíð landsins, og ekki nóg með það þá á að gefa honum skattaívilnanir. Nú kunna aðrir þingmenn að réttlæta þennan fáránlega gjörning með að blessaður maðurinn hefur afsalað sér afsláttinn í tíu ár og hafi skrifað auðmjúkt afsökunarbréf til þjóðarinnar. Flestir réttlæta þetta fyrir sér með því að það sé mikið atvinnuleysi á Reykjanesi og því verði þetta mikil búbót og mörg störf um að ræða. En það verður nú að segjast ágæti forseti að enginn virðist hafa hugmynd um hve mörg störf skapist eða hvernig störf þetta séu. Það hlýtur að vera hægt að finna aðra lausn, kannski væri lag að aðstoða íslensk fyrirtæki sem vilja setja upp smærri einingar af gagnaverum með því að gefa þeim sambærilega skattaafslætti og líta svo á að þau erlendu fyrirtæki sem hér munu hýsa gögn sín hafi um fjölbreytta kosti að velja í hýsingu og komi þar af leiðandi hér inn með fjölbreyttari störf sem slíkt umhverfi gæti leitt af sér.

4670_106795851718_722836718_2745093_5524593_n.jpgÉg vil vekja athygli á því að málið minnir mig á sögu sem hefur verið spunnin áfram af spunameisturum og kannski eru þeir spunameistarar kannski í stjórn fyrirtækisins sem vill gagnaverið byggja og tengjast auðvitað flokki með völd? Ó, hve dásamlegt þetta fjórflokkakerfi er - allir fá einhvern tíman tækifæri á að hygla sér og sínum.

Það að geta ekki hugsað handan stóriðju hvort heldur hún heitir álver eða gagnaver er sorgleg þróun. Sorgleg vegna þess að ef þetta fyrirtæki gengur illa, þá mun þetta sveitarfélag aftur líða fyrir stórmennskudrauma sem breyttust í martröð, ég hef hugleitt mikið hvernig hægt væri að bregðast við afleiðingum þeim sem maðurinn sem á að fá að halda áfram að fjárfesta í íslensku vinnuafli og nota þjóðina áfram sem veð – ég hef mikið hugleitt frú forseti hvort að það sé virkilega svo að það sé bara ein leið fær. Og ég hef komist að þeirri niðurstöðu að svo er ekki. Það er aldrei bara ein leið fær. Mörg lítil og meðalstór fyrirtæki eru miklu öruggari leið til að viðhaldi stöðugleika en ein risalausn. Ef eitt meðalstórt fyrirtæki af mörgum rúllar þá mun það hafa lítil áhrif á samfélagið, en ef fyrirtæki gerast svo stór að þau geta ekki axlað ábyrgð af óráðsíu eins og við upplifum nú, þá lendir baggi einkafyrirtækja sem fá afskriftir á skattborgurum og bökin er núna orðin ansi fá og veikburða og við getum ekki leyft okkur að halda svona áfram. Einhver þarf alltaf að borga fyrir uppgufun fjármagns þó íhaldsmenn haldi öðru fram.

Frú forseti, hvernig hefur verið staðið að því að finna annan aðila til að fjárfesta í þessu gagnaveri en Björgólf Thor og hans fyrirtæki? Frú forseti, ég veit að þessi spurning hefur borið á góma en ekki hafa fengist nægilega skýr svör við henni. Ég myndi með sanni styðja þetta mál ef Björgólfur Thor hefði sýnt þann manndóm að sleppa tökunum af þessum draumi og gefið öðrum kost á að fjárfesta í stað sín.

Best væri hreinlega ef að það á að halda áfram að gefa manninum gulleggin okkar að bíða í það minnsta uns rannsókn er yfirstaðin á gamla bankanum hans. Ég get ekki stutt þetta verkefni vegna þess að mig hreinlega svíður undan þessu í minni réttlætiskennd. Er þetta nýja Ísland frú forseti, er þetta sá hornsteinn að uppbyggingu landsins sem við viljum leggja? Ef Björgólfur Thor fær enn að fjárfesta í framtíð Íslands þrátt fyrir það sem kemur fram í skýrslunni, þá verður varla hægt að segja nei við hina fjárglæframennina, og til hvers þá að vera með einhverja sýndarmennsku varðandi réttarhöld og handtökur, hættum þessu bara og látum strákana okkar aftur við stjórntaumana og leyfum þeim að halda áfram í útrás og innrás.

Mér skilst að ríkissjóður hafi ábyrgst nokkra milljarða lán út af farice-strengsins sem flytur gögn á milli landa, móðurfélag Verne Holding fékk lán upp á nokkur hundruð milljónir sem nú er verið að afskrifa, ríkisábyrgðin mun því falla á herðar skattborgara eins og svo mörg önnur ævintýri út- og innrásar víkinganna.

Er ekki mál að linni frú forseti, er ekki mál að linni?

Ég skora á þingmenn að kanna innra með sér af hverju það sé svo að þingið nýtur ekki meiri trausts en svo að aðeins 1 af hverjum 10 landsmönnum treysta þingheimi  eins og kom fram í skoðanakönnun í dag: gæti það verið út af því að svona vinnubrögð sýna skort á siðgæði og almennri skynsemi.

Frú forseti er ekki mál að vitleysunni linni og að háttvirtir þingmenn og hæstvirtir ráðherrar beiti örlítið meiri skapandi hugsun til að koma í veg fyrir að þeir sem rændu okkur fái að halda áfram að ræna okkur?

William Black sagði til að ræna þjóð, skaltu kaupa banka… nú er það svo að við vitum ekki hverjir eiga nýju bankana, vitum ekki hvort að Magma Energy sé skúffufyrirtæki bankaræningja og áfram heldur leikurinn áfram og enn og aftur líður almenningi sem nóg sé komið en engin björg sé í boði nema að taka þessari siðblindu því það sé ekkert annað í boði.

Sýnum nú þjóðinni aðeins meiri virðingu en þetta, sýnum hugrekki, og höfnum því að gefa bankaræningja gullin úr tönnum okkar – því við eigum ekkert meira að gefa. Nú þegar verið er að seilast enn og aftur í tóma vasa öryrkja og ellilífeyrisþega til að borga fyrir sukkið hjá þessum sama aðila og við erum að gefa tækifæri á að fjárfesta áfram.


Nú er mál að linni frú forseti, nú er mál að linni.


Fjölmiðlafríríkið Ísland!

Opinn hádegisfundur Félags stjórnmálafræðinga.

Félag stjórnmálafræðinga efnir til opins hádegisfundar í samstarfi við stjórnmálafræðideild Háskóla Íslands, Blaðamannafélag Íslands og Félag fréttamanna.

Fundurinn verður föstudaginn 5. mars í stofu 101 í Lögbergi í Háskóla Íslands.  Hann hefst klukkan 12:00 og lýkur klukkan 13:00.

Á fundinum verða ræddar hugmyndir um að gera Ísland að griðastað alþjóðlegrar fjölmiðlunar, fjórða valdið og tengsl frjálsrar fjölmiðlunar og lýðræðis.

Kynnt verður tillaga til þingsályktunar um að Ísland skapi sér afgerandi lagalega sérstöðu varðandi verndun tjáningar- og upplýsingafrelsis sem nú er í meðförum Alþingis.

Að loknum stuttum framsögum verða umræður og tekið verður við spurningum úr sal.


Eftirfarandi verða gestir í pallborði:

Birgitta Jónsdóttir, alþingismaður og 1. flutningsmaður þingsályktunartillögu.

Elva Björk Sverrisdóttir, varaformaður Blaðamannafélags Íslands.

Julian Assange, blaðamaður og stofnandi vefsíðunnar Wikileaks.

Katrín Jakobsdóttir, menntamálaráðherra.

Stefanía Óskarsdóttir, stjórnmálafræðingur.

Fundarstjóri er Svavar Halldórsson formaður félags stjórnmálafræðinga.

Allir velkomnir

Nánari upplýsingar: Icelandic Modern Media Initiative


Ísland marki sér lagalega sérstöðu á heimsvísu í þágu tjáningar- og upplýsingafrelsi

Flutti þessa ályktun á þinginu í síðustu viku, þetta er ræða númer 2 í þeirri umræðu, ályktunin er núna til umfjöllunar í allsherjarnefnd.

Ráðgjafar og stuðningsmenn ályktunarinnar eru aðilar sem hafa víðtæka reynslu og yfirsýn yfir ástand mála þegar kemur að skerðingu tjáningar og upplýsingafrelsi í heiminum. Ber þar helst að nefna Evu Joly, Julian Assange aðalritstjóra wikileaks, hinn virta breska rannsóknarblaðamann Martin Bright, Smára McCarthyfrá félagi um stafrænt frelsi og David Dadge en hann veitir TheInternational Press Institute forstöðu.

Eva Joly sagði um ályktunina eftirfarandi með leyfi forseta:
“Ég er stolt af því að vera til ráðgjafar til að tryggja alþjóðlega vernd fyrir rannsóknarblaðamennsku. Í huga mér inniber þessi ályktun sterk skilaboð og hvatningu til eflingar heilinda og gagnsæis hjá ríkisstjórnum víðsvegar um heim, þ.á.m. á Íslandi. Í starfi mínu við rannsóknir á spillingu hef ég orðið vitni af því hve mikilvægt það er að hafa öflugt regluverk til tryggja aðgengi almennings að upplýsingum. Ísland getur með nýstárlegri sýn á samhengi tilverunnar og vegna tilhneigingar til að fara sínar eigin leiðir orðið hinn fullkomni staður til að hrinda af stað verkefni af þessu tagi sem yrði til þess að efla gagnsæi og réttlæti á heimsvísu. “

Hrunið varð til þess að þjóðin vaknaði og þurfti að horfast í augu við að ekki var allt sem sýndist í samfélaginu okkar, en með því að taka höndum saman náðum við að koma á sögulegum breytingum. Ríkisstjórnin var þvinguð til að segja af sér, seðlabankastjórinn og stjórn fjármálaeftirlitsins voru jafnframt neydd til afsagnar. Íslendingar áttuðu sig á því að með samtakamætti gætu raunverulegar breytingar orðið að veruleika.

Fólk áttaði sig á því að innviðir samfélagsins sem það hafði reitt sig á höfðu brugðist. Akademíska stéttin, ríkisstjórnin, þingheimur, Seðlabankinn og fjölmiðlar brugðust öll hlutverki sínu. Almenningur áttaði sig á því að fjölmiðlar landsins voru máttlausir, að gagnsæi skorti, að spillingin var víðtækari en menn óruðu fyrir og til þess að getað lifað í heilbrigðu samfélagi yrði almenningur að taka þátt í að móta það.

Fólkið í landinu hefur áttað sig á því að það þarf að gera grundvallarbreytingar sem lúta að lýðræðisumbótum og að ný löggjöf sem byggir á gagnsæi og pólitískri ábyrgð er nauðsynleg.

Vegna þess hve heimurinn er samofinn á flestum sviðum, sér í lagi þegar kemur að frjálsu flæði fjármála og upplýsinga er deginum ljósara að þær tálmanir á birtingu upplýsinga sem almenningur á rétt á að hafa aðgang að er ekki aðeins okkar vandamál, heldur hnattrænt vandamál. Réttur almennings til að skilja hvað er að gerast í samfélögum þeirra þarf að verða styrktur. Með því að setja hér bestu mögulegu löggjöf sem völ er á til að tryggja öruggt starfsumhverfi fyrir þá hugrökku blaðamenn og rithöfunda sem margir hverjir hafa misst vinnu sína við að fjalla um efni þeirra sem eitthvað hafa að fela og vilja leggja allt í sölurnar til að halda huldu, með því erum við að standa vörð um réttlæti, heiðarleika og mannréttindi.

Julian Assange aðalritstjóri Wikileaks hafði eftirfarandi að segja um þingsályktun þessa: með leyfi forseta;

Wikileaks er álitið leiðandi afl þegar kemur að birtingu efnis sem oft er haldið frá almennri umræðu og varðar spillingu. Til að afhjúpa spillingu höfum við þurft að leggja mikið á okkur. Til að mynda höfum við þurft að dulkóða samskipti okkar, dreifa starfseminni um víða veröld og verja hærri fjárhæðum til málareksturs fyrir dómstólum en gagnaðilar okkar sem í einu tilfelli var stærsti svissneski einkabankinn.

En það er ekki hægt að ætlast til að allir útgefendur og félagasamtök geti staðið undir slíku fjárhagslegu álagi. Jafnvel stórir fjölmiðlar á borð við BBC og mörg stærri dagblöð veigra sér reglulega við að birta fréttir af ótta við íþyngjandi kostnaði við málarekstur. Smærri baráttuaðilar gegn spillingu, allt frá GlobalWitness til TCI Journal eru hundeltir heimshorna á milli til að koma í veg fyrir þessir aðilar geti flutt fréttir eða komið upplýsingum til almennings. Það er kominn tími til að slíkum ofsóknum verði hætt. Það er kominn tími til að alþjóðasamfélagið spyrni við fótum og segi hingað og ekki lengra, sannleikurinn þarf að vega þyngra en fjárhagslegur styrkur, sagan verður að haldast varðveitt án tilrauna til að fjarlægja hana úr upplýsingasamfélaginu. Við sem stöndum að baki wikileakserum stolt af því að hafa verið til ráðgjafar við gerðþingsályktunartillögun
nar, sem hér er flutt. Íslendingar virðast hafa djúpstæðan skilning á mikilvægi gagnsæis og heiðarleika eftir hrunið, það þarf hugrekki til að standa með mannréttindum og sannleikanum, það er eitthvað sem Íslendingum virðist ekki skorta.”

Index on Censorship, leiðandi bresk samtök á sviði frjálsrar fjölmiðlunar lýstu stuðningi á eftirfarandi máta, með leyfi forseta, “Samhæfing og nútímavæðing upplýsinga og málfrelsislöggjafar sem þessi ályktun felur í sér tekur á lykilatriðum varðandi tjáningarfrelsi á stafrænum tímum og gæti reynst farvegur lagalegra umbóta sem eru öllum lýðræðisþjóðfélögum nauðsynleg á 21. öldinni. “

Í nýlegri grein í New York Times er haft eftir David Ardia, sem hefur umsjón með verkefni um lagaumhverfi borgaralegrar fjölmiðlunar í Harvard, með leyfi forseta; Ef Ísland gerir þessa löggjöf að veruleika er líklegt að áhrifa hennar muni gæta til langframa. Hann laut lofi á þá skynsemi sem lægi á baki þess að búa til heildræna löggjöf um öflun, dreifingu og lesningu frétta í hinu stafræna umhverfi. Hin heildræna sýn og löggjöf er dýrmætt verkfæri þegar kemur að því að skapa umhverfi til að hlúa að vandaðri blaðamennsku. Valdamiklar stofnanir hafa sýnt í verki vilja sinn til að notfæra sér völd sín til að hindra að fréttir sem þeim hugnast ekki séu fluttar. Allt það sem tryggir jafnræði í þeim ójafna leik er til hins góða.”

Aldrei hefði mig órað fyrir þeim mikla stuðning og athygli sem þetta verkefni hefur fengið um heiminn allan. Það sýnir svo ekki er um að villast að rík þörf er á að leggja fram heildræn lög, ekki bara um þennan málefnaflokk heldur öllu jafna um allt sem þarf að endurskoða í ljósi þess hve ört heimurinn okkar breytist. Ég vona að sú góða samvinna sem um þetta mál hefur mótast muni halda áfram innan þings sem utan. Það er ljóst að þessi löggjöf mun ekki leysa þann vanda sem íslenskir fréttamenn standa frammi fyrir þegar kemur að starfsöryggi, en þetta mun með sanni efla aðgengi þeirra að upplýsingum og verndun á samskiptum heimildarmanna og fréttamanna er eitthvað sem er afar brýnt hérlendis vegna fámennis.

David Dadge, forstöðumaður, International Press Institute: sendi frá sér eftirfarandi stuðningsyfirlýsingu,með leyfi forseta;
Félagasamtök okkar hafa barist fyrir frelsi fjölmiðla í hjartnær 60 ár, þess vegna fögnum við af fullri einurð ályktun sem fara mun fyrir íslenska þingið á næstunni. Með því að velja það besta frá núgildandi lögum víðsvegar um heim og setja þau saman í heilstæða mynd, getur Ísland orðið að sterku leiðarljósi fjölmiðlafrelsis á heimsvísu. Þingsályktunin býður upp á trausta löggjöf til verndar málfrelsi, gagnsæi, vernd heimildarmanna, vernd innri samskipti fjölmiðla, vernd frá meinyrðamálaflakki, vernd fyrir þá sem reka vefþjóna og hýsa efni fyrir fjölmiðla, sem og vernd gegn lögbannskröfum á efni áður en það er birt. Ísland hafði mjög gott orð á sér í alþjóðasamfélaginu þegar kom að frelsi fjölmiðla, þessi löggjöf mun renna styrkari stoðum undir fjölmiðla landsins og endurheimtur á þeim góða orðstír sem fór af landinu áður en til bankahrunsins kom.

Við hjá IPI vonum að restin af heimbyggðinni, sér í lagi þau lönd sem hafa verið hve öflugust í að tryggja vernd fjölmiðlunar, munu taka sér Ísland til fyrirmyndar og skapa áþekka löggjöf, viðbíðum spennt eftir að sjá hvernig þessu muni farnast á íslenska þinginu.

Við verðum að vera búin að koma okkur saman um það hvert við stefnum varðandi upplýsingar og gagnsæi áður en skýrslan kemur frá rannsóknarnefndinni. Það er mikilvægt að finna tón samstöðu til að fyrirbyggja að við stöndum aftur í sömu sporum og við gerum núna. Það er einlæg von mín að við getum risið upp úr rústum fjárglæfra, siðrofs og niðurlægingar með stefnu á eitthvað í farateskinu sem færir okkur aftur einskonar stolt yfir því að tilheyra þessu örsamfélagi okkar úti við jaðar heimsins á forsendum sem sýna hvað það er sem þjóðin vill hlú að eins og kom fram á þjóðfundinum: heiðarleiki, frelsi, jafnrétti og réttlæti.


Smelltu hér til að sjá þessa ræðu í samhengi á Skuggaþingi

 


Ítarefni fyrir þá sem lesa ensku

Vek sérstaka athygli á lið 6 og 7
Classified cable from US Embassy Reykjavik on Icesave dated 13 Jan 2010
01/13/2010
FM AMEMBASSY REYKJAVIK
TO RUEHC/SECSTATE WASHDC PRIORITY
INFO RUEHZL/EUROPEAN POLITICAL COLLECTIVE PRIORITY
RUEKJCS/SECDEF WASHDC PRIORITY
RHEHNSC/NSC WASHDC PRIORITY
RUEATRS/DEPT OF TREASURY WASHINGTON DC PRIORITY

SIPDIS

TREASURY FOR SMART AND WINN, NSC FOR HOVENIER, DOD FOR FENTON

E.O. 12958: DECL: 01/13/2020
TAGS: ECON, EFIN, IC, PGOV, PREL
SUBJECT: LOOKING FOR ALTERNATIVES TO AN ICESAVE REFERENDUM

REF: REYKJAVIK 9

Classified By: CDA SAM WATSON FOR REASONS 1.4 (B) AND (D)

1. (C) Summary. CDA met with Ministry of Foreign Affairs PermanentSecretary Einar Gunnarsson and Political Advisor Kristjan Guy BurgessJanuary 12 to discuss Icesave. After presenting a gloomy pictureof Iceland's future, the two officials asked for U.S. support. Theysaid that public comments of support from the U.S. or assistance ingetting the issue on the IMF agenda would be very much appreciated. Theyfurther said that they did not want to see the matter go to a nationalreferendum and that they were exploring other options for resolving theissue. The British Ambassador told CDA separately that he, as well as theMinistry of Finance, were also looking at options that would forestalla referendum. End Summary.

2. (C) CDA met with Permanent Secretary Einar Gunnarsson and PoliticalAdvisor Kristjan Guy Burgess at the Icelandic Ministry of Foreign Affairson January 12 for a two hour marathon meeting to discuss Icesave. TheIcelandic officials painted a very gloomy picture for Iceland'sfuture. They suggested that the most likely outcome for the countrywas that the Icesave issue would fail in a national referendum. Shouldthat occur, they suggested, Iceland would be back to square one withthe British and the Dutch. The country, however, would be much worseoff because it would have lost international credibility and access tofinancial markets. Gunnarsson suggested that the Icesave issue, if itcontinues along its present course, would cause Iceland to default in 2011when a number of loans become due and could set Iceland back 30 years.

3. (C) The two government officials stressed that Iceland needsinternational support. CDA reiterated that the United States was neutralon this bilateral issue and hoped for a speedy resolution. Moreover,the U.S. had supported Iceland's position at the last IMF Review andexpected to do so again depending on the circumstances. Gunnarsson andBurgess responded that they understood the United States' stated positionof neutrality on the issue; however, they expressed the view that itwas impossible to remain neutral regarding the Icesave matter. Iceland,they said, was being bullied by two much larger powers and a positionof neutrality was tantamount to watching the bullying take place. Theysuggested that a public statement from the U.S. in support of Icelandwould be very helpful. They also felt that U.S. intervention in theIMF could be of assistance, specifically if it was targeted at gettingIceland's review placed on the IMF agenda. Gunnarsson acknowledged thatU.S. support during the review was appreciated but, realistically,the issue would never make it on the agenda unless external pressurewas applied on the IMF.

4. (C) Gunnarsson and Burgess were extremely pessimistic regardingthe national referendum and said that the Government of Iceland wasexploring other options to resolve the Icesave situation. They hintedthat renegotiation might be a viable alternative and referenced recentmeetings between the government and the opposition at which this optionwas discussed. Everyone could potentially save face, they suggested,if a new repayment agreement was reached with the British and Dutch thatcould possibly include a lower interest rate for the loan. This solution,they felt, would be palatable to the Icelandic people and potentiallyto the opposition as well. They did not know, however, whether theBritish and Dutch would agree to another round of negotiations. Theyalso acknowledged that any new agreement would have to be approved inparliament and, of course, signed by the president.

5. (C) On January 13, CDA also discussed the situation with BritishAmbassador Ian Whiting who said that Britain might consider options thatwould forestall a national referendum on the Icesave issue. The Ambassadorsaid, however, that the British Government was receiving mixed messagesfrom the Icelanders who, one week ago, seemed content to move forward witha referendum (as the Prime Minister had conveyed to her UK counterpart)but now appeared to be looking at other options. For example, the Ministryof Finance was already looking at ways to improve the agreement but notundermine the obligation or certainty of payment. He outlined for CDAa potential solution that he was exploring that would involve Norwayloaning Iceland the money to cover the Icesave debt. This idea, he felt,had merit because it would create a situation in which the IcelandicGovernment was dealing with a country that it perceived to be sympatheticto its situation, a fact that could remove some of the animosity from therenegotiations. Negotiating a good loan repayment agreement with Norway,said Whiting, would allow both sides to claim victory. The British andDutch would receive their money and Iceland would be able to repay itsdebts under more favorable terms. He was going to discuss the idea withthe Norwegian Ambassador that same day.

6. (C) On January 13, CDA also met Iceland's Ambassador to the UnitedStates Hjalmar Hannesson who was in Iceland. The Ambassador describedthe potential constitutional crisis that would likely ensue should thereferendum go forward and fail, in essence a vote of no confidence. Inthat case, the constitutionally apolitical Head of State would havebrought down the elected government, a possibility that several formerpoliticians in both parties had long ago agreed should not happen. Despitehis and his family's long association with the Progressive Party,Hannesson said that this was not the time for elections or a change ofgovernment. He added that he did not sense a willingness on the partof the opposition to take control of the government. Noting that thePresident, whom he has known for years, is considered "unpredictable,"he hoped that a solution palatable to all sides in Iceland could providea way out.

7. (C) Comment: It is quickly becoming clear that very few of theinvolved parties are comfortable with the Icesave issue being put toa vote in a national referendum. Both the ruling coalition and theopposition appear to understand that they must present a united frontfor there to be any possibility of discussing alternative solutions withthe British and Dutch. At present, such cooperation remains elusive;however, a number of closed door meetings between the opposition andgovernment will take place in the coming days to explore the full rangeof potential solutions and, hopefully, to forge consensus. All of this,however, remains in flux. WATSON

mbl.is Vildu ekki þjóðaratkvæði
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Hætt á moggabloggi

Ég hef verið lengi að spá í að hætta á moggabloggi - hef ekki viljað hætta vegna þess að ég er mjög hrifin af kerfinu sem hannað var í kringum mbl.is - vil hrósa þeim sem settu þetta kerfi upp og þróuðu.

Það hefur oft komið fyrir að mér hafi ofboðið vinnubrögðin á þessum miðli. Nú er mér allri lokið - ég hef ekkert persónulegt við DO að sakast og margt af því sem hann hefur sagt er alveg hárrétt - en hann er samt allt of stór persóna í aðdraganda og í sjálfu hruninu til að hægt sé að réttlæta þá stöðu sem hann hefur ákveðið að þiggja. 

Blað sem eitt sinn hafði smá trúverðugleika hefur glatað þeim trúverðugleika með þessari ráðningu og uppsögnum sem fylgdu í kjölfarið.

Mér stendur til boða að flytja mig á eyjuna en ég ætla ekki að þiggja það boð - ætla að nota gamla bloggið mitt á blogspot um sinn og sjá hvort að þeir sem hafa skrifað beittar og fræðandi blogg greinar muni ekki finna sér stað í netheimum sem er ekki háð pólitísku reiptogi. 

Takk öll sem hafið gert bloggið að áhugaverðum miðli -takk öll sem hafið verið bloggvinir mínir og ég hef skipst á skoðunum við um langa og skamma hríð. 

Þetta er síðasta færslan mín hér og ég mun jafnframt loka öllum hinum bloggunum sem ég hélt úti á mbl.is.


Að læra nýtt tungumál

Dagbók þingmanns - hin vikulega dagbók mín fyrir DV.

Að fara inn á þing með nýja hreyfingu er snúið mál. Undanfarnir mánuður hafa verið með lærdómsríkustu tímum lífs míns. Að koma inn á þing með nýjan þinghóp þar sem allir eru nýgræðingar er eins og að vera lokaður inni í veruleika þar sem allir tala framandi tungumál sem við þurfum öll að leggja okkur fram við að skilja á einhverjum þeim örlagaríkustu tímum sem þjóðin stendur frammi fyrir. Sumarþing sem átti að standa í viku hefur nú staðið yfir í þrjá mánuði og enginn endir er í sjónmáli þó margir séu orðnir fullir vonar um að hægt verði að ljúka þingstörfum í komandi viku. Ég er ekki viss um að það sé endilega skynsamlegt að ljúka þingi útfrá einhverri fyrirfram gefinni dagsetningu – nær væri að ljúka þessu stóra máli sem við erum að glíma við með sóma. Þetta er annars furðulegt starf og maður þarf að hafa þykkan skráp til að þola allt illa umtalið og reiðina sem dynur á manni ef manni verður á að misstíga sig eða fylgja sannfæringu sinni. Ég get alveg skilið af hverju ákveðið fólk velst inn á þing, það er ekki fyrir viðkvæma að vinna þessa vinnu eða fólk sem vill eiga eitthvað einkalíf. Þetta er vinna þar sem maður fær aldrei frí og þetta er vinna sem krefst þess af manni þ.e.a.s. ef maður vill sinna henni vel að maður nái því að halda áttum þó allt sé logandi í kringum mann. Þetta er vinna þar sem maður þarf að hafa náð því meistaralega vel að taka hlutina ekki persónulega og þar sem innsæið verður að fá að vega þungt. Mikið er ég rosalega þakklát fyrir að Borgarhreyfingin hefur eftirfarandi í sinni stefnu: Borgarahreyfingin leggur sig niður og hættir störfum þegar markmiðum stefnuskrár hennar hefur verið náð eða augljóst er að þeim verður ekki náð.

Hvenær kemur réttlætið?

Það er alveg makalaust að ekki er búið ennþá að frysta eigur eða af hverju bankarnir eru ekki teknir út sem þær svikamyllur sem þeir greinilega eru. Það er ömurlegt að vita til þess að sumt fólk kemst upp með það að svíkja og pretta á siðlausan en löglegan hátt – því vinir og vandamenn þeirra hafa samið regluverkið sem þeir fara eftir eða hafa ekki sett það í forgang að laga það. Það er ömurlegur veruleiki fyrir þá sem eru að glata öllu sínu að vita til þess að þeir sem eru að stela lífsgæðin frá börnunum þeirra fái enn að leika lausum hala í fjármálaheiminum með leppa sér til handa. Auðvitað kallar slíkt á almennt siðrof. Á meðan ekkert réttlæti fyrirfinnst í samfélagi okkar þá er ósanngjarnt og óréttlátt að ætlast til þess að almenningur fórni sér með lakari lífsgæðum og lifi í dauðans óvissu um afkomu sína næsta áratuginn. Það verður hreinlega að hætta þessum hvítþvotti og láta einhverja sæta raunverulegri  ábyrgð. En það hefur aldrei verið sterka hlið okkar ráðamanna að taka pokann sinn sama hvað viðkomandi hefur verið uppvís af siðlausri framkomu. Hættum að vera eins og stór Sikiley og förum að haga okkur eins og siðmenntað fólk – það mun enginn – ekki nokkur maður taka mark á okkur á erlendri grund ef við höldum áfram á þessari braut. Það er líka alveg ótrúlegt að sá flokkur sem átti sinn stóra hlut í hruninu hafi í stað þess að vera látinn axla ábyrgð fengið meirihluta og þessi sami meirihluti hafi sett í æðstu embætti ríkisvaldsins og þingvaldsins fólkið sem sofnaði á vaktinni. Hvenær kemur réttlætið – kemur það kannski ekki fyrr en næsta bylting brestur á? Framundan er greiðsluverkfall og fólksflótti. Hlutverk ráðamanna er að skapa réttlátt samfélag en þannig samfélag verður aldrei hér á meðan AGS ræður för.

p.s. ég þigg ekki greiðslur fyrir þessi greinaskrif... smá samfélagsþjónusta:)


leyndo.is

Úr dagbók þingmanns sem ég skrifa og er birt í viku hverri í helgarblaði DV - ég tek það fram að ég þigg engar greiðslur fyrir þessa pistla aðrar en að fá blaðið í áskrift.

Afbrigðileg afbrigði

Þingið nær ekki að hafa stjórn starfáætlun sinni vegna þess að ríkisstjórnin sem lemur þingið áfram með því að ítrekað misnota svokölluð afbrigði á þingstörfum. Ég veit ekki hvort að almenningur sé meðvitaður um hvað þessi afbrigði eru eiginlega, í stuttu máli eru þau einfaldlega leið framkvæmdavaldsins að keyra mál í gegnum þingið á afbrigðilega stuttum tíma. Stundum er vissulega þörf á að afgreiða lagafrumvörp á stuttum tíma en oftast er það nú svo að þingmál verða að fá nauðsynlegan tíma í nefndum til að koma í veg fyrir mistök vegna of mikils hraða í úrvinnslu. Því hef ég tekið þá ákvörðun að greiða helst ekki atkvæði með þessum afbrigðum. Ég skil ekki af hverju þingmenn samþykkja alltaf þetta fyrirkomulag, þó svo að þeir segjast vera á móti flýtimeðferð af þessu tagi. Vandamálið við svona hraðmeðferð er að manni er gert það ómögulegt að kynna sér til þaula frumvarpið og kanna hvort að það sé með sanni til bóta fyrir þjóðina. Mér skilst á þeim sem hafa starfað lengi á þinginu að þetta sé einskonar herkænsku aðgerð hjá stjórnvöldum til að halda þingmönnum óupplýstum og fá sínu fram. Það getur varla verið skynsamlegt að haga málum þannig.

leyndo.is

Aðferðinni til að halda þingmönnum óupplýstum er einmitt beitt í einu stærsta máli íslandssögunnar: Icesave. Við fengum gögnin afhent um hálftíma eftir að blaðamannafundur ríkisstjórnarinnar átti að byrja – gegnsæisblaðamanafundur. En gögnin voru heldur rýr, það var að finna frumvarpið um ríkisábyrgðina, samninginn og lista yfir gögn sem við mættum sækja inn á nefndarsvið sem væru hugsanlega mögulega trúnaðargögn. Á þessum tíma stóð yfir þingfundur en á hann var gert stutt  stutt hlé á meðan Jóhanna spjallaði við blaðamenn um gögnin sem við vorum ekki enn farin að sjá. Síðan hélt þingfundur áfram og ég fór heim án þess að ná því að fá hugsanleg trúnaðargögn í hendurnar. Fann þau reyndar inni á island.is, öll með tölu og skyldi ekki af hverju við gátum ekki bara fengið senda slóðina í þetta í stað þess að standa í þessu ljósritunarveseni inni á nefndarsviði. Þegar ég svo mætti í vinnuna næsta dag beið mín þykk mappa sem á stóð Icesave-gögnin frá Utanríkisráðuneytinu með rauðum stimpli sem á stóð: TRÚNAÐARMÁL – ég opnaði möppuna góðu og sá þá að þarna voru engin trúnaðargögn heldur allt það sem ég hafði rekist á inni á island.is – m.a. fréttatilkynningar og annað sveipað miklum dularhjúp. Kannski var þetta leyndó dæmi einhver svona embættismannahúmor☺ Annars þá sat ég í dag í herbergi með einstaklega indælum starfsmanni nefndarsviðs sem mun víst vera mesti alþingisnörd landsins en hans hlutvert er að gæta þess að við þingmenn hlaupumst ekki á brott með aðra möppu sem er með “alvöru” trúnó upplýsingum. Mappan innihélt slatta af skjölum sem ég botna ekkert í að séu trúnaðarskjöl og að þjóðin megi ekki vita hvað innihaldi. Það var ekkert í þessari möppu sem kom mér á óvart – í raun og veru þá staðfesti innihald hennar bara það sem ég hef heyrt víðsvegar um samfélagið: við erum ekki lengur sjálfstæð þjóð. Við erum undir landshöfðingja komin sem er einskonar hlutafélag og þetta hlutafélag heitir Alþjóðagjaldeyrissjóðurinn og stórir hluthafar í þessu hlutafélagið eru Bretland og Holland, það skyldi því ekki koma neinum á óvart ef samningurinn sé okkur ekki í hag ef þeir sem sátu í samninganefndinni nutu ráðgjafar AGS. Það má auðvitað aldrei gleymast að AGS er með sanni engin góðgerðasamtök og það kann ekki góðri lukku að stýra ef yfirvöld rugla þeim við ABC samtökin.

Ég ætla að róa ríkisstjórnina aðeins, því það er ekkert gaman að standa í þessu Icesave máli fyrir þau: ég mun aldrei gera atlögu að henni þó að ICESlave samningurinn verði felldur, né aðrir félagar mínir í þinghópi Borgarahreyfingarinnar.


mbl.is Ekki öll gögn komin fram
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

John Perkins og Micael Hudson á Íslandi

Í dag mun Egill Helgason spjalla við þessa merku menn í Silfri Egils. Ég skora á alla sem lesa þetta að láta það ekki fram hjá sér fara.

Að auki mun John Perkins halda eftirfarandi erindi klukkan 17:00 á mánudaginn í stofu 102, Háskólatorgi.

Er allt uppi á borðinu ? / Is everything on the table?

Síðastliðin 40 ár hefur Ísland, lítið land í norðurhöfum, leitað stórra lausna í orku-, atvinnu-, og efnahagsmálum.  Á þessu málþingi verður fjallað um stóriðjustefnu stjórnvalda í ljósi náttúruverndar, hnattvæðingar og efnahaglegs sjálfstæðis.

Sérstakur gestur á málþinginu verður bandaríski rithöfundurinn John Perkins, höfundur The Confessions of an Economic Hitman.  Perkins er staddur hér á landi í tilefni af frumsýningu heimildamyndarinnar Draumalandið, sem byggð er á samnefndri bók Andra Snæs Magnasonar, en Perkins kemur fram í myndinni.                

17:00Introduction
 17:10 John Perkins, höfundur Confessions of an Economic Hitman
 Economic crisis: Hitmen hit Iceland and the world
 18:00 Sigurður Jóhannesson, hagfræðingur
 What is Iceland´s benefit when dealing with foreign investors?
 18:15 Hjálmar Gíslason, DataMarket
 What does the data tell us?
 18:30  Pallborðsumræður/Panel Discussion
19:00 Fundarlok/End

 


Vonlaus í vonleysinu

Það fór eitthvað fyrir brjóstið á sumum félögum mínum að SME setti okkur undir hatt vonlausu framboðana. Ég er bara þannig að eðlisfari að ég er frekar vonlaus í því að vera vonlaus:)

Þetta var merkileg upplifun fyrir mig - fyrstu útvarpsumræðurnar fyrir XO og fyrstu svona umræður sem ég hef tekið þátt í yfirhöfuð í útvarpi. Í þættinum voru ásamt mér, Bjarna Harðar og Grétari Mar - þátturinn heitir  Sprengisandur og er í umsjón Sigurjóns M. Egilssonar. Þessi þáttur var sunnudaginn 22. mars. Smellið hér til að hlusta.

Ég skemmti mér bara mjög vel og held að ég drífi mig bara í fleiri svona þætti ef mér verður boðið.


Næsta síða »

Höfundur

Birgitta Jónsdóttir
Birgitta Jónsdóttir

Ég vil gjarnan láta eitthvað gott af mér leiða í samfélagi manna. Ég mun einbeita mér að því að því að búa til vettvang fyrir þjóðina að vinna að þeim lýðræðisumbótum sem hún krefst og vill leggja sína krafta í. Ég starfa sem þingmaður og þingflokksformaður fyrir Hreyfinguna - fyrir fólkið í landinu. Ég er formaður vina Tíbets.

Ég vil hafa athugasemdakerfið opið - bið fólk samt um að tjá sig eins og það myndi gera ef við stæðum augnlitis til augnlitis. Ég mun því miður ekki alltaf hafa tíma til að svara kommentum eða tölvupósti en ég reyni að lesa allt með opnum huga. Vil gjarnan nota þetta sem vettvang fyrir fólk að koma með hugmyndir um hvað mætti betur fara í samfélginu okkar.

Ég aðhyllist engin sérstök trúarbrögð, ég tilheyri engu sérstöku flokkakerfi, ég tilheyri engu sérstöku nema þessu stórmerkilega mannkyni og þessari yndislegu jörð. Ég er þakklát fyrir að lifa á sögulegum tímum þar sem allt getur gerst. 

Netfang: birgitta@this.is

Bækur

Bækurnar mínar

  • Bók: Tuttugasta öldin og lærdómar hennar
    Mikhail Gorbatsjov og Daisaku Ikeda : Tuttugasta öldin og lærdómar hennar (ISBN: 9979-772-77-8 )
    Þýddi þessa ásamt Jóni Karli Stefánssyni
  • Bók: Lífsreglurnar fjórar - the Four Agreements
    don Miguel Ruiz: Lífsreglurnar fjórar - the Four Agreements (ISBN: 9979768835)
    Lífsreglurnar fjórar er ævaforn indjánaspeki sem hefur farið sigurför um heiminn. Bókin er byggð á fornri visku Tolteka-indjána og útskýrir sannindi sem er að finna í helgum dulspekihefðum víðsvegar um heim. Lesanda eru kynntar fjórar einfaldar en magnaðar lífsreglur sem vísa leiðina að frelsi og sjálfstæði einstaklingsins. Höfundurinn, don Miguel Ruiz, er af ætt græðara og seiðmanna sem hafa iðkað Toltekafræðin frá aldaöðli. Hann er heimsþekktur fyrir bækur sínar og fyrirlestra.
  • Bók: Dagbók kameljónsins
    Birgitta Jónsdóttir: Dagbók kameljónsins (ISBN: 9979973307)
    Dagbók kameljónsins er þroskasaga stúlku sem hefur þurft að berjast við að sogast ekki inn í geðveiki ættmenna sinna, en sjálfsvíg þeirrar manneskju sem hún leit á sem klettinn í lífi sínu verður til þess að hún gerir sér ljóst hve dýrmætt lífið er. Með því að þvinga sig til að muna fortíðina skapar hún möguleika á að eiga sér einhverja framtíð. Alkóhólismi móður hennar vegur jafnframt þungt í þessu verki og hefur afgerandi áhrif á sjálfmeðvitund söguhetjunnar sem á endanum öðlast þroska til að sjá manneskjuna handan sjúkdómsins sem brýst oft út í mikilli sjálfhverfu þess sem er haldin honum og skilur aðra fjölskyldumeðlimi eftir með því sem næst ósýnilegan geðrænan sjúkdóm sem jafnan er kenndur við meðvirkni. En þetta er engin venjuleg bók, hún er brimfull af von og lausnum, ævintýrum og einlægni og fellur aldrei inn í pytt sjálfsvorunnar. Bókin er tilraun til að brúa bilið á milli þess myndræna sem oft fyrirfinnst í dagbókum, en formið bíður upp á vægðarlausan heiðarleika og gefur lesandanum tækifæri á að nota sitt eigið hugarflug.

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (24.4.): 0
  • Sl. sólarhring: 1
  • Sl. viku: 18
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 16
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Nýjustu myndir

  • ...011-02-25_l
  • ...unknown
  • ...581_1050977
  • ...x-_28-of-81
  • ...490581
Apríl 2024
S M Þ M F F L
  1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30        

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband