22.11.2008 | 19:39
Ég var gösuð
Ég fór eins og fjöldi annarra upp að lögreglustöð til að mótmæla handtöku Hauks. Það var mikil reiði í fólki enda vissu allir að aðgerðin sem slík væri næsta gagnslaus þegar kæmi að því að fá pólitískan fanga lausan. Því það má ekki gleymast í öllum fordæmingunum sem ég hef séð hér að Haukur hafði ekkert annað brotið af sér en að stunda borgaraleg mótmæli gegn Kárahnjúkavirkjun. Handtaka hans var bara til að kveikja eld í báli reiðinnar sem þegar er til staðar í samfélaginu.
Vil taka það skírt fram að Hörður Torfason hafði ekkert með þessi mótmæli að gera og fáránlegt að vera að kenna honum um að tilkynna að fyrirhugað væri að mótmæla þarna eftir hin. Hann tilkynnti fullt af öðrum mótmælum á fundinum sem fyrirhuguð eru.
Hópur fólks ætlaði að þrýsta sér inn á lögreglustöðina og fá að tala við einhvern og reyna að frelsa Hauk. Við vorum alveg pökkuð í litla anddyrinu og það var ekki möguleiki á að komast út. Skyndilega var komið með stóra spýtu og átti að nota hana til að brjóta leið inn - þegar ég sá það - ætlaði ég að forða mér sem og aðrir í kringum mig en það var ekki hægt að komast út vegna mannfjölda. Þá tók löggan upp á því að piparúða okkur fyrirvaralaust í þessu litla rými - þannig að fólk fékk þetta nánast beint í augun og þetta var eins og þeir væru með vatnsbyssur - þvílíkur var krafturinn í þessu.
Ég var svo heppin að það voru nokkrir stæðilegir karlmenn fyrir framan mig og ég náði að beygja mig niður þegar ég hljóp út - ég fékk þetta samt í andlitið en augun mín sluppu nánast. En mikið rosalega er þetta andstyggilegt tæki til að dreifa fólki. Það hefði náðst sami árangur með því að notast við vatn. Eða bara hreinlega vara fólk við að þeir væru að fara að úða. Þessi aðgerð lögreglunnar var algerlega tilhæfulaus. Ég aðstoðaði ungan strák við að finna vatn en hann fékk mikinn piparúða í augun og var viðþolslaus af kvöldum.
Hringt var í 911 til að biðja um sjúkrabíl en konunni sem hringdi var tjáð að það kæmi ekki sjúkrabíll því að löggan hafði sagt að þeir hefði bara spúlað vatni á mótmælendur - löngu seinna kom svo loks sjúkrabíll - en maður sá fólk liggja kvalið í götunni - en sem betur fer var þarna fólk með vatn til að hjálpa við að skola úr augum og taka mesta sviðann úr andlitum. En það sem gerist er að þetta fer mjög illa í slímhúð í nefi og munni. Þessu er best líst sem miklum bruna og sviða í húðinni.
Ég er orðin góð núna - fór í sjúkrabílinn þegar ég frétti að hann var kominn og fékk þá til að skola á mér ennið því piparúðinn var farinn að leka í augun á mér út af rigningunni. Ég var bara mjög heppin að fá þetta ekki full on í augun.
Ég skil reiði fólksins mjög vel - ég var alveg logandi reið eftir að vera gösuð án viðvörunar. Ég reyndi að tala við lögguna - spyrja þá hvort að þeir væru ekki að fara eins illa út úr þessu og við. Í löndum þar sem mikil spilling hefur leitt til slíks þjóðargjaldþrots þá eru mörg dæmi þess að lögreglan snúist með mótmælendum. Mér finnst að lögreglan ætti að hugleiða það - að það er verið að troða á þeirra réttindum rétt eins mikið og á okkar. Það er verið að veðsetja þeirra vinnu rétt eins og okkar langt inn í framtíðina fyrir skuldir manna sem brutu á þjóðinni án þess að blikna og eru enn að kasta bolta ábyrgðar sín á milli eins og í einhverjum leik - og boltinn er fjöregg þjóðarinnar.
Ég hrópaði að þeim: skamm: því þeir ráðast á sitt eigið fólk á meðan glæpamennirnir ganga lausir og halda áfram að valda óbætanlegum skaða gagnvart þjóðinni. Af hverju er í lagi að handtaka mótmælenda fyrirvaralaust án þess að fara eftir landslögum við slíka handtöku? Af hverju er í lagi að ljúga aftur og aftur eins og lögreglustjórinn gerði og af hverju ganga fjölmiðlamenn ekki harðar að þessu fólki sem þeir vita að ljúga upp í opið geðið á þeim og alþjóð?
Ég er búin að fá svo mikið upp í kok að ég er tilbúin að segja að ég vil byltingu - ég vil þetta fólk í burt og ef það er ekki tilbúið að fara þá ber okkur að bera það út eins og þeir þúsundir íslendinga sem munu missa heimili sín vegna þess að valdhafar eru vanhæfir til að huga að þjóðarheillum - til þess er þetta fólk bara of tengt inn í valdaklíkur fjárglæframannanna.
![]() |
Mótmæli við lögreglustöðina |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
22.11.2008 | 11:28
Hvar er þessi frétt?
Ég hef bara ekki séð neina umfjöllun um dæmalausa handtöku á mótmælanda sem fór fram í gærkvöld. Það er aðeins DV og Nei sem fjalla um það. Ekkert á visir.is ekkert á eyjan.is, ruv.is eða mbl.is
Eru þessir fjölmiðlar að bíða eftir tilkynningu frá löggunni sem þeir geta copy peistað inn á miðla sína? Það er reyndar ekki neitt fjallað um þetta í dagbókum sem kenndar eru við lögregluna. Það þykir alltaf svo fréttnæmt að stútar séu teknir.
Ég veit ekki með ykkur, en ég er búin að fá upp í kok af fréttamennsku sem viðgengst hér á landi - kalla eftir minna stýrðum umfjöllunum hjá helstu fréttaveitum landans. Hvet ykkur til að lesa bloggið hennar Evu og svo er afar góð umfjöllun um undarlegar áherslur í meðferð "glæpamanna" hjá Láru Hönnu sem tekst alltaf að setja hlutina í vitrænt samhengi.
Ungi maðurinn sem handtekinn var í gær er sá sem flaggaði Bónusfána á flaggstöng alþingishússins við mikinn fögnuð þeirra þúsunda mótmælenda sem voru á staðnum og annarra sem ekki upplifðu gjörninginn. En ætlun gjörningsins var að sýna fram á hin nánu tengsl ráðherra og þeirra sem eiga allt hérlendis. Miðað við hve seint gengur að klófesta þá er stolið hafa milljörðum frá þjóðinni - þá virðist þessi gjörningur vera algerlega réttlætanlegur en vafalaust hefur hann komið við einhverja dulda kennd í brjóstum ráðamanna og því brýnt að koma stráknum á bak við lás og slá svo hann taki ekki upp á því að mótmæla meira, eins og til dæmis í dag.
Mætti kalla gjörning lögreglu og yfirvalds gerræðislegan? Allir út að mótmæla klukkan 15. Við höfum engu að tapa.
![]() |
Hætti að greiða af lánum sínum |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
22.11.2008 | 08:09
Efla skal rannsóknir á spillingu
Hér er eitthvað fyrir þig að skoða Björn minn - sem ráðherra dóms og laga:
![]() |
Telur vantrauststillögu efla samstarf ríkisstjórnarinnar |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 08:25 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
22.11.2008 | 07:49
Hroki Geirs Haard (e)
![]() |
Óska eftir launalækkun |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 07:58 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
21.11.2008 | 14:52
Hlátur á gapastokkum
21.11.2008 | 07:23
Allir þræðir liggja til ...
![]() |
Saga Sterling öll |
Tenging við þessa frétt hefur verið rofin vegna kvartana. |
20.11.2008 | 12:27
Sendið IMF bréf
Bréf sem fjölmargir eru að senda IMF:
Dear sirs
I, the undersigned citizen of Iceland request that you do not submit the IMF loan to the government of Iceland until it has been investigated who is responsible for the economic collpase of the country and until those found responsible have been removed from all authoritative positions
Warm regards,
XXXX XXXXXXXXXX
Ef ykkur hugnast að senda bréfið þá skaltu skrifa undir og senda það á publicaffairs@imf.org. Ég hvet alla að senda svona bréf. Réttlætið þarf fram að ganga með góðu eða illu.
![]() |
Mikil óvissa um Ísland |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
19.11.2008 | 17:38
Fréttaritarinn Björn Bjarna
Rétt skal vera rétt. Eggjum var kastað af einum einstaklingi, það hafði ekkert að gera með skjaldborgarmótmælin á vegum Nýrra tíma. Jón Magnússon sá það sjálfur að þarna var bara einn maður með einn lítinn eggjabakka að fá útrás fyrir reiði sína.
Það er alltaf betra að kanna hvað er að baki slíkum fréttum áður en dregnar eru rangar ályktanir. Ég ætla hvorki að mæla á með eða móti eggjakasti. En vegna þess að ég tók þátt í að koma þessari skjaldborg saman þá finnst mér betra að upplýsa að ekki var kallað eftir eggjakasti né neinu öðru kasti. Þetta voru þögul mótmæli og tilraun til að standa vörð um lýðræðið sem virðist eiginlega vera dautt.
Ég persónulega hefði ekkert á móti því að henda eggjum, steinum, fjöllum í spillingarliðið en eins og kurteis og spéhræddur Íslendingur myndi ég seint láta það eftir mér.
p.s. fyrst að Björn er svona duglegur fréttaritari, þá gæti hann kannski upplýst okkur um af hverju Rússar vilja lána okkur mest, jafnvel meira en allir hinir samanlagt og af hverju hér eru nærri 30 rússneskir auðmenn að skemmta sér og hafa tekið 101 hótelið hans Jóns Ásgeirs á leigu út af fyrir sig?
p.s. p.s. rússneskir sjónvarpsfréttamenn tjáðu mér að enginn af ráðherraliðinu vildi tala við þá. Lýðræðið okkar fannst þeim vera keimlíkt sínum.
![]() |
Eggjum kastað í ráðherrabifreið Björns Bjarnasonardi |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
19.11.2008 | 07:15
Vanhæft fólk
Sagt er að ríkisstjórnir séu spegill þjóðarsálar. Hvað finnst ykkur, er þetta vanhæfa fólk spegillinn ykkar? Enginn tekur á sig ábyrgð - við eigum að taka alla ábyrgðina segja þau með því að láta blóðmjólka okkur enn frekar.
Róm er að brenna kæra þjóð og það er búið að taka bitið úr sverðum okkar - rétt eins og hjá nývíkingum er berjast af mikilli færni sýndarbardaga. Erum við að gera hið sama, er allt málskrúðið okkar bitlaus sverð. Það er ekkert annað hægt að gera en að brýna sverðin og leggja til atlögu án miskunnar. Sverð okkar eru raddir okkar, sverð okkar eru fjöldi okkar, sverð okkar eru samhæfðar aðgerðir okkar. Það er ekki nóg að brotabrot mæti á laugardögum, það er ekki nóg að blogga, það er ekki nóg að mæta á borgarafundi. Við þurfum að gera eitthvað samhæft og stórt á hverjum degi. Við þurfum að horfast í augu við lygalaupana. Mætum fyrir utan þinghúsið í dag og horfumst í augu við þingheim og krefjumst þess að þau láti hæfara fólki það verk í hendur að reisa landið við.
Í dag fá spilafíklarnir í yfirstjórn landsins milljónir að láni til að spila krónupóker með sem við eigum að borga, hvort heldur að krónan muni sökkva eða fljóta.
Ég bið ykkur kæra fólk sem þykist hafa vald til að stjórna að fara. Þið eruð svo upptekin af því að hvítþvo ykkur að þið eruð ekki stjórntæk.
![]() |
6 fundir með seðlabankastjórn |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
18.11.2008 | 13:39
Elsku þjóðin mín ...
... nú verðum við öll sem eitt að hætta að gera ekki neitt. Hvet alla til að lesa þetta skjal hér og bregðast svo við á viðeigandi hátt: með aðgerð en ekki bara tuði. Þeir sem komast ekki í neðangreinda aðgerð geta skipulagt sínar eigin aðgerðir, þeir geta gert eitthvað í sínu byggðarlagi, þeir geta skrifað ráðamönnum bréf, skrifað greinar í blöð, safnað undirskriftum, búið til áskorun til þingheims að gera eitthvað ellegar eru þau öll jafn samsek þessu hræðilega glæfraspili með framtíð landsins sem er vægast sagt ekki björt ef óráðsían heldur áfram. Við höfum ekki efnislega né andlega efni á fleiri mistökum.
Vilji okkar er að við högum okkur eins og siðmenntuð þjóð. Að við hröðum rannsókn á þessum grafalvarlegu málum, hugsanlegum lögreglurannsóknum og dómsmálum sem mest má til að þjóðin finni aftur til innri friðar og geti hafið það uppbyggingarstarf, sem framundan er. Ef það gerist ekki mun samfélag okkar bíða varanlega skaða, skaða sem við teljum ósanngjarnan, siðlausan og engan veginn bjóðandi komandi kynslóðum!
Við viljum fá að velja fært fólk en ekki flokka fyrir framtíð okkar og afkomenda okkar!
Við bendum á rétt okkar að krefjast inngripa af hendi Alþingis sbr. 14. Gr. Stjórnarskrárinnar og 1. grein landslaga, Það þýðir að láta ákveðna ráðherra svara til saka og það tafarlaust.
Við viljum að Ríkisstjórnin víki því strax frá og að hér verði skipuð tímabundin þjóðstjórn til að bjarga því sem bjargað verður.
Fjölmörg ríki hafa sýnt áhuga á að koma okkur til hjálpar en það er óframkvæmanlegt á meðan núverandi ríkisstjórn situr og sýnir engan veginn á sér fararsnið.
Botninum er löngu náð, þjóðin sættir sig ekki lengur við lögbrot, lygar, spillinu og falsanir sem eru bornar hér á borð daglega fyrir almenning á Íslandi. Ríkisstjórnin hefur ekki lengur traust okkar, hún starfar ekki lengur í umboði okkar og ekkert réttlætir setu hennar lengur inn veggja Alþingis.
Hún verður því að hlýða kalli þjóðarinnar og víkja, afneitun og þrot ráðamanna er gersamlega orðið þjóðinni til háborinnar skammar um allan heim.
Íslenskur almenningur, heimili og fyrirtæki glíma við ónýta krónu og grafalvarlegan gjaldeyrisvanda í kjölfar bankahrunsins.
Sá vandi leggst ofan á skæða verðbólgu, lækkandi húsnæðisverð, gríðarlega vexti, hækkandi húsnæðislán, kvíða, óöryggi, vaxandi fátækt og félagsleg vandamál.
Flestir þeir, sem kunna að bera ábyrgð á því hvernig komið er, hafa haft sjálfdæmi um að vera áfram við völd, skipuleggja neyðaraðgerðir og móta efnahagsstefnu.
Á sama tíma er Alþingi, löggjafarvaldið og æðsta umboð kjósenda, algerlega óstarfhæft og vanhæft á alla kanta.
Þingmenn úr öllum flokkum kvarta yfir ráðherraræði og upplýsingasvelti, til að mynda fékk stjórnarandstaðan að lesa um þegar frágengna samninga við IMF , líkt og restin af þjóðinni í dagblaðinu DV. Í Úkraínu fær almenningur að vita nákvæmlega allt um lántökuna hjá IMF en ekki við íslendingar, við erum eina þjóðin í heiminum sem fáum ekki að vita neitt sem við eigum samkvæmt
lögum rétt á að fá að vita en hér eru lögin margbrotin daglega á almenningi þessa lands og erlendir ráðamenn eru orðlausir yfir þeirri ósvífni sem okkur er sýnd - daglega, í ofan álag þá flokkumst við sem þjóð undir það eftirsóknarverða hugtak "að vera lýðræðisríki" sem við erum ekki og við krefjumst þess að lýðræðislegur réttur okkar verði virtur hér og nú, með tilvitnun í íslensk lög og þeim ber að fylgja:
Alþingi getur sótt ráðherra til saka og látið rétta yfir þeim
Það er unnt að gera á grundvelli 14. greinar stjórnarskrárinnar.
Þar segir:
Ráðherraábyrgð er ákveðin með lögum.
Alþingi getur kært ráðherra fyrir embættisrekstur þeirra.
Landsdómur dæmir þau mál.
1. gr.
Landsdómur fer með og dæmir mál þau, er Alþingi ákveður að höfða gegn ráðherrum út af embættisrekstri þeirra.
Á grundvelli þessarar greinar stjórnarskrárinnar voru sett lög árið 1963 um ráðherraábyrgð og landsdóm
Sjá lögin í heild sinni á vef alþingis: www.althingi.is
Fyrsta grein laga um landsdóm hljóðar svo:
Landsdómur fer með og dæmir mál þau, er Alþingi ákveður að höfða gegn ráðherrum út af embættisrekstri þeirra.
Eftir hrun þriggja stærstu banka þjóðarinnar og gríðarlegt tap þjóðarbúsins, með tilheyrandi rýrnun lífskjara virðast lög um ábyrgð ráðherra frá 1963 auðveldlega geta átt við um störf og gjörðir þeirra nú.
Hirðuleysi ráðherra varðar við lög og þeim ber að fylgja eftir!
Í fyrstu grein laganna segir að ráðherra megi krefja ábyrgðar hafi hann annaðhvort af ásetningi eða stórkostlegu hirðuleysi farið í bága við stjórnarskrá lýðveldisins, önnur landslög eða að öðru leyti stofnað hagsmunum ríkisins í fyrirsjáanlega hættu.
Í áttundu grein d-liðar sömu laga segir að það varði ábyrgð ráðherra ef hann verður þess valdandi að nokkuð það sé ráðið eða framkvæmt er skert getur frelsi eða sjálfsforræði landsins.
Loks verður ráðherra sekur eftir b-lið 10. greinar sömu laga ef hann framkvæmir nokkuð eða veldur því að framkvæmt sé nokkuð, er stofnar heill ríkisins í fyrirsjáanlega hættu, þótt ekki sé framkvæmd þessi sérstaklega bönnuð í lögum, svo og ef hann lætur farast fyrir að framkvæma nokkuð það, er afstýrt gat slíkri hættu, eða veldur því, að slík framkvæmd ferst fyrir.
Í þrettándu grein laganna segir að hafi ráðherra bakað almenningi eða einstaklingi fjártjón með framkvæmd eða vanrækslu, sem refsiverð er samkvæmt lögunum, skal dæma hann til að greiða skaðabætur jafnframt refsingunni.
Hvetjið alla til að mæta, taka sér hádegishlé og sýna samstöðu Þetta eru Friðsamleg Mótmæli!
Tökum höndum saman og myndum SKJALDBORG utan um Alþingishús okkar íslendinga klukkan 12:00 á morgun, miðvikudag - þann 19. nóvember.
Ríkisstjórnin víki NÚ Þegar!
www.nyirtimar.com
http://www.facebook.com/inbox/?ref=mb#/event.php?eid=34050269559
![]() |
Arnór: Áfallið meira hér |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 13:49 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (5)
18.11.2008 | 10:47
Skömm
Það er eina orðið sem ég finn til að lýsa því hvernig mér líður sem Íslending þessa dagana. Kannski finnst þarna líka skömm. Ég skammast mín fyrir að búa í landi þar sem hælisleitendur eru meðhöndlaðir eins og glæpamenn. Ég skammast mín að búa í landi þar sem við hikum ekki við að hlaupast frá okkar eigin manngerðu vandamálum og ætlumst til að önnur lönd taki við okkur sem efnahagslegum flóttamönnum. Höfum við sýnt því erlenda fólki sem hér hefur komið í sömu erindagjörðum virðingu eða mannúð?
Það vita allir svarið við því.
Ég fór og heimsótti hælisleitendur um daginn og ég fór heim með svo mikla hryggð í hjartanu, því vonleysi mannanna þar um að fá réttláta meðferð hér var algert. Margir hafa verið hér árum saman í heljargreipum óvissu um örlög sín. Nú er íslenska þjóðin að upplifa mikla óvissu um örlög sín, því ættum við að geta fundið þann stað í hjarta okkar sem skilgreindur er sem samhygð og við ættum að sýna fólkinu sem hefur búið hér í ótta og smán vinarbragð og krefjast þess að það fái tækifæri á að hefja nýtt líf þar sem það þarf ekki að óttast pyntingar og hryllilegan dauðadaga.
Ég styð þessa friðsamlegu leið Mehdi Kavyan til að fá athygli á þeirri ómennsku sem hann þarf að búa við hér og vildi með sanni að ég gæti gert eitthvað til að hjálpa honum og þessum örfáu manneskjum sem hér hafa sótt um hæli til að fá að vera hluti af samfélaginu okkar. Sendi þessu hugrakka fólki birtu og samkennd. En það er ekki nóg. Hvað get ég gert meira?
![]() |
Vill frekar deyja en snúa aftur |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
17.11.2008 | 16:47
Fasistalandið mitt
Samkvæmt skilgreiningum á fasisma - þá er næsta ljóst að við búum ekki við lýðræði heldur fasisma. Það sem er kannski ömurlegast við þetta alltsaman að það tókst að koma honum á, án þess að beina byssum að þjóðinni. Við létum plata okkur svo rækilega að við samþykktum skilyrðislaust vef sifjaspella á milli ríkisvalds og atvinnulífs sem er svo þéttriðinn og náin að útkoman er eitthver sá versti óskapnaður sem sögur fara af í hinum vestræna heimi.
Fólk saurgar nafn lýðræðis með því að halda því fram að við búum við slíkt stjórnarfar.
Merkilegt nokk þá er DV eina blaðið sem er að stunda rannsóknar og skúbb blaðamennsku sem snúast um eitthvað er varðar þjóðarhagsmuni og upplýsir almenning um hvað leynist handan við málskrúðið. Það er virðingavert.
ef þið googlið define:Fascism er þetta fyrsta línan sem kemur upp: A philosophy or system of government that is marked by stringent social and economic control, a strong, centralized government usually ...
![]() |
DV birtir yfirlýsingu stjórnvalda til IMF |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 17:04 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (18)
17.11.2008 | 08:27
Lygahringrás
Það er góð og gild regla að ljúga ekki, það getur verið snúið að ljúga mikið, því það er erfitt að halda utan um alla lygaþræðina og muna hverjum maður laug að. Nú er búið að ljúga svo mikið af þjóðinni að ráðamenn eru komnir í margfalda lygahringi. Það er nánast ómögulegt fyrir almenning að fylgjast með þessum lygaþráðum án þess að missa augun af rauða þræðinum sem mætti kalla almannahagsmuni.
Ég sé eiginlega bara sérhagsmunagæslu og valdasjúkt fólk sem hefur framið landráð. Af hverju var ICESAVE málið ekki tekið fyrir á alþingi. Ég mæli með því að alþingismenn labbi út í dag í mótmælaskyni. Mér finnst ansi innantómt hjá þingmönnum að kvarta og kveina yfir því að fá ekki að taka þátt í lýðræðinu en vera svo ekki tilbúið að gera eitthvað róttækt til að breyta ástandinu. Ef þið hafið ekkert að gera - leggið þá niður vinnu, farið í verkfall, hættið að kóa með ástandinu.
Það verður aftur borgarafundir haldinn og hann verður á Nasa í kvöld klukkan 20. Þá fær maður kannski tækifæri að spyrja eða fá einhver skýrari svör. Hér er fréttatilkynningin:
OPINN BORGARAFUNDUR #3 á NASA við Austurvöll, mánudaginn 17. nóvember klukkan 20:00.
Í pallborði verða ritstjórar og fréttastjórar helstu fjölmiðla landsins, auk fulltrúa frá Blaðamannafélagi Íslands.
Hvetjum ríkisstjórn Íslands og alla alþingismenn til að mæta á svæðið, hlusta á sína kjósendur og vera með í umræðunni. Hvetjum ennfremur alla fjölmiðlamenn og konur til að mæta og taka þátt.
Til hvers?
- Til að hinn almenni borgari geti komið hugmyndum sínum og skoðunum á framfæri á óvissutímum.
- Öllum stjórnmálamönnum, seðlabankastjórum, bankastjórum, fréttastjórum og öðru fjölmiðlafólki er boðið að mæta til að svara spurningum Íslendinga, milliliðalaust.
- Til að almenningur fái skýr skilaboð og sé ekki hafður útundan í umræðunni.
- Til að leita spurninga og svara um efnahagsástandið.
Fyrirkomulag:
Fjórir frummælendur hefja umræðuna (5 mínútur hver):
Irma Erlingsdóttir, bókmenntafræðingur
Eggert Briem, stærðfræðingur
Björg Eva Erlendsdóttir, blaðamaður
Davíð A. Stefánsson, bókmenntafræðingur
Þegar frummælendur hafa lokið máli sínu er orðið gefið laust og hver sem vill fær tvær mínútur til að tjá sig úr sal eða spyrja þátttakendur í pallborði spurninga.
Fundarstjórn og tímavarsla verður sem fyrr tekin föstum tökum í nafni lýðræðislegrar umræðu.
Sýnum stuðning með þátttöku spyrjum og heimtum svör látum í okkur heyra.
![]() |
Icesave-deilan leyst |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
16.11.2008 | 10:09
Hvað er verið að fela?
Í Ungverjalandi og í Úkraínu var fjallað um skilmála IMF láns þeirra á þinginu. Af hverju ekki hér? Hvað er verið að fela? Af hverju er ekki lýðræðislega fjallað um skilyrði lánsins hér - nú er næsta víst að allir sem vilja getað hjá IMF séð skilmálana. Af hverju er þess krafist að við fáum ekkert að vita? Ef það er skilyrði frá sjóðnum þá finnst mér það afar ólýðræðislegt og geræðislegt.
Annars þá var ég sammála Andra Snæ í gær þegar hann sagði að það væri ef til vill mikið vinabragð þjóða þeirra sem valdaklíkan hér hefur leitað til að veita þeim ekki lán. Fólk í hinum stóra heimi skilur ekki af hverju allt spillingarsettið er enn við völd. Ég skil það ekki heldur og finnst eins og það sé verið að vonast til að allt sjóði upp úr hér nema að valdhafar séu svo þjáðir af hubris syndrome að þeim sé fyrirmunað að sjá þann skaða sem þeir hafa tekið þátt í að skapa.
![]() |
Lánsumsókn Íslands hjá IMF afgreidd á miðvikudag |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
15.11.2008 | 08:13
Töfralausnir ekki til
Ég hef tekið eftir því að nánast sama við hvern ég tala, að það er alltaf sama viðkvæðið: við treystum ekki núverandi flokkakerfi og það á jafnt við það gamla sem og hið nýja flokka sem munu vafalaust spretta upp eins og gorkúlur á næstu misserum. Það er bara þannig að núverandi kerfi er handónýtt og við ættum að taka það eins og aðrar gatslitnar tuskur og henda því í ruslið. Byrja að vefa nýjan klút og kalla hann íslensku leiðina og þora að horfast í augu við, að þetta bananalýðræði, sem við búum við, bjuggum við sjálf til með sofandahætti og einskærri leti. En rétt eins og við bjuggum til þennan óskapnað getum við tekið hann í sundur, enda úldinn og fúinn og morandi í bakteríum spillingar.
Ég hef verið þessarar skoðunar á mörg ár og hlotið nokkra vandlætingu fyrir, en það er aukaatriði. Ef maður leyfir sér að hlusta á þann merkilega hlut sem oft er kenndur við innsæi, kemur í ljós að maður hefur yfirleitt rétt fyrir sér. Því ætti maður kannski að vera duglegri að þora að láta í sér heyra ef maður sér að eitthvað er meira en lítið skringilegt og rangátt, þó svo að það kalli á tilraunir til mannorðsmorðs eða aðhláturs: litli fávitinn: betra er að vera fáviti en í náhirðinni.
Þær raddir gerast sífellt háværari um að ríkistjórnin segi af sér og sú aðstoð sem við erum ekki að fá og bíðum eftir komi, mun ekki koma, nema að einhver sæti ábyrgð í stjórnsýslunni. Mér finnst ekkert vit í því að láta bara einn eða tvo hverfa, það væri heiðarlegast og stórmannlegast ef fólkið sem nú er við völd sýni okkur í verki að við búum við lýðræði en ekki einræði og segi af sér.
Reynt hefur verið að hræða fólk um að ofan á allt saman þolum við ekki stjórnarkreppu? Ég get ekki betur séð en að hér ríki stjórnarkreppa.
Mér sýnist ISG vera komin með ESB jafn mikið á heilann og hún var með öryggisráðið á heilanum. Það kemst ekkert annað að. Eðlilegast væri að við fengjum að kjósa um hvort að við förum í aðildarviðræður. Kosningar um slíkar ákvarðanir kalla eftir opinni umræðu og fræðslu. Ég veit ekki hvort að ég vilji eða vilji ekki fara í ESB. Ég hef hreinlega ekki nægilega þekkingu á þessu, veit ekki nægilega vel hverjir kostir þess og gallar eru. Ég kalla því eftir kosningu um það svo ég geti fengið vonandi á mannamáli þessar upplýsingar til að vega og meta með innsæi mínu.
Ég hef heimildir fyrir því, að þegar við gengum í EES, frá prentsmiðjunni sem sá um að prenta allar upplýsingarnar sem útskýrðu í þaula kosti og galla og hvað það allt innibar, að enginn náði sér í allt lesefnið nema Hjörleifur Guttormsson. Þannig að gengið var til þeirrar aðildar án þess að þingheimur upplýsti sig eða þjóðina. Það er afar alvarlegt mál. Það er EKKI lýðræðislegt. Ég kýs ekki til að láta taka frá mér valdið sem felst í því að vera upplýstur. En við höfum verið deyfð og týnd í góðæri sem aldrei var raunverulegt, því góðæri á ekki að snúast um að fá meira veð í vinnu okkar, lán kalla á veð í framtíðarvinnu okkar. Góðærið byggðist á myntkörfulánum og verðtryggðum lánum.
Það eru engar töfralausnir til á þeim vandamálum sem við stöndum frammi fyrir. En það er einlæg krafa að fá að vita nákvæmlega hvað við stöndum frammi fyrir. Það er almenningur ekki að fá og þess vegna er almenningur reiður og óttasleginn.
Að þurfa að hlusta á einræðisherra og kvendi halda því fram að það sjái ekki ástæðu til þess að hér verði efnt til kosninga sýnir fádæma valdahroka og almenningur upplifir það þannig að enginn leið er að losna við skemmdarvargana nema með handafli. Það er hættuleg og óþörf staða.
ISG og Geir sýnið nú í verki að þið metið þjóðarhag ofar ykkar hagsmunum og meitluðu skoðunum. Látið okkur fá lýðræðið til baka annars er næsta ljóst að við verðum að taka það til baka.
Við erum valdið - ekki þið
Við erum ríkið - ekki þið
Við erum fólkið
Ást og virðing
Birgitta
![]() |
Framfaraflokkurinn stofnaður á næstu dögum |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Tenglar
Nýja Ísland
Ég les:
Tíbet
- Fréttir frá Tibet
- Tibet Info Net An Independent Information Service on Contemporary Tibet
- Undercover in Tibet Ný heimildarmynd frá Channel 4 um hvernig ástandið er í raun og veru í Tíbet
- Leaving Fear Behind Viðtöl við Tíbeta í Tíbet stuttu fyrir mótmælin í mars
- Cry of the Snow Lion Margverðlaunuð heimildarmynd um Tíbet
- Yeti - heimildarmynd
- Yogis of Tibet Heimildarmynd um Jógameistara Tíbets sem eru óðum að hverfa
- Students for a Free Tibet
- Dalai Lama
- Tibetan Uprising
- Kerti fyrir Tíbet
- Tibet TV
- Central Tibetan Administration
- Om mani padme hum
Ýmsar slóðir
sem ég man eftir í andartakinu
- The Hunger Site
- THE MEATRIX
- Myspace síðan mín
- Úgáfan Beyond Borders Alþjóðleg útgáfa sem ég stofnaði árið 1999 í netheimum
- Hitt bloggið mitt
- Félagið Ísland-Palestína
- Womb of Creation Vefurinn minn sem ég hef haldið við síðan 1995
- Myspace síðan hennar mömmu
- Saving Iceland
- Be the change:)
- Náttúra vefur með umhverfisvitund
- Nattura info
- Care 2 make a Difference
Bækur
Bækurnar mínar
-
: Tuttugasta öldin og lærdómar hennar (ISBN: 9979-772-77-8 )
Þýddi þessa ásamt Jóni Karli Stefánssyni -
: Lífsreglurnar fjórar - the Four Agreements (ISBN: 9979768835)
Lífsreglurnar fjórar er ævaforn indjánaspeki sem hefur farið sigurför um heiminn. Bókin er byggð á fornri visku Tolteka-indjána og útskýrir sannindi sem er að finna í helgum dulspekihefðum víðsvegar um heim. Lesanda eru kynntar fjórar einfaldar en magnaðar lífsreglur sem vísa leiðina að frelsi og sjálfstæði einstaklingsins. Höfundurinn, don Miguel Ruiz, er af ætt græðara og seiðmanna sem hafa iðkað Toltekafræðin frá aldaöðli. Hann er heimsþekktur fyrir bækur sínar og fyrirlestra. -
: Dagbók kameljónsins (ISBN: 9979973307)
Dagbók kameljónsins er þroskasaga stúlku sem hefur þurft að berjast við að sogast ekki inn í geðveiki ættmenna sinna, en sjálfsvíg þeirrar manneskju sem hún leit á sem klettinn í lífi sínu verður til þess að hún gerir sér ljóst hve dýrmætt lífið er. Með því að þvinga sig til að muna fortíðina skapar hún möguleika á að eiga sér einhverja framtíð. Alkóhólismi móður hennar vegur jafnframt þungt í þessu verki og hefur afgerandi áhrif á sjálfmeðvitund söguhetjunnar sem á endanum öðlast þroska til að sjá manneskjuna handan sjúkdómsins sem brýst oft út í mikilli sjálfhverfu þess sem er haldin honum og skilur aðra fjölskyldumeðlimi eftir með því sem næst ósýnilegan geðrænan sjúkdóm sem jafnan er kenndur við meðvirkni. En þetta er engin venjuleg bók, hún er brimfull af von og lausnum, ævintýrum og einlægni og fellur aldrei inn í pytt sjálfsvorunnar. Bókin er tilraun til að brúa bilið á milli þess myndræna sem oft fyrirfinnst í dagbókum, en formið bíður upp á vægðarlausan heiðarleika og gefur lesandanum tækifæri á að nota sitt eigið hugarflug.
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (24.5.): 0
- Sl. sólarhring: 1
- Sl. viku: 10
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 8
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Tónhlaða
Bloggvinir
-
ADHD
-
Agný
-
Alfreð Símonarson
-
Andrea J. Ólafsdóttir
-
Alexandra Briem
-
Andrés Magnússon
-
Anna Ragna Alexandersdóttir
-
Anna Ólafsdóttir Björnsson
-
Ari Sigurðsson
-
Baldvin Björgvinsson
-
Baldvin Jónsson
-
Baldvin Jónsson
-
Bara Steini
-
Bergur Sigurðsson
-
Bergur Thorberg
-
Bergur Þór Ingólfsson
-
Bergþóra Árnadóttir - RIP 15.2.48 - 8.3.07
-
Binnan
-
Birgir Þórarinsson
-
Birna Rebekka Björnsdóttir
-
Bjargandi Íslandi
-
Bjarkey Gunnarsdóttir
-
Björgvin R. Leifsson
-
SVB
-
Brjánn Guðjónsson
-
Brosveitan - Pétur Reynisson
-
Bryndís Ísfold Hlöðversdóttir
-
Brynja skordal
-
Brynjar Hólm Bjarnason
-
Bókaútgáfan Salka ehf
-
Dagrún Steinunn Ólafsdóttir
-
Daníel Haukur
-
Dorje
-
Dísa Dóra
-
Egill Bjarnason
-
Egill Jóhannsson
-
Einar Guðjónsson
-
Einar Indriðason
-
Einar Vignir Einarsson
-
Einar Ólafsson
-
Eiríkur Bergmann Einarsson
-
Eldur Ísidór
-
Elyas
-
Elín Sigurðardóttir
-
Elísabet Markúsdóttir
-
Erna Friðriksdóttir
-
Erna Hákonardóttir Pomrenke
-
Eva Benjamínsdóttir
-
Eydís Hentze Pétursdóttir
-
Eyjólfur Kristinn Vilhjálmsson
-
FLÓTTAMAÐURINN
-
Finnur Bárðarson
-
Friðrik Hansen Guðmundsson
-
Friðrik Þór Guðmundsson
-
Fríða Eyland
-
Félag Anti-Rasista
-
Félag um stafrænt frelsi á Íslandi
-
Gaukur Úlfarsson
-
Georg P Sveinbjörnsson
-
Gerður Pálma
-
Gestur Guðjónsson
-
Goggi
-
Greta Björg Úlfsdóttir
-
Gunnar Pétursson
-
Gunnar Rögnvaldsson
-
Gunnar Skúli Ármannsson
-
Gunnlaugur B Ólafsson
-
Gunnlaugur Stefán Gíslason
-
Guðjón Baldursson
-
Guðjón Bergmann
-
Guðjón Heiðar Valgarðsson
-
Guðmundur Helgi Helgason
-
Guðmundur M Ásgeirsson
-
Guðmundur Ragnar Guðmundsson
-
Guðmundur Steingrímsson
-
Guðmundur Ásgeirsson
-
Guðný Lára
-
Guðrún S Sigurðardóttir
-
Guðsteinn Haukur Barkarson
-
Gísli Hjálmar
-
Haffi
-
Halldór Sigurðsson
-
Hannibal Garcia Lorca
-
Haukur Már Helgason
-
Heidi Strand
-
Heilsa 107
-
Heiða Þórðar
-
Helga Auðunsdóttir
-
Kaleb Joshua
-
Hildur Helga Sigurðardóttir
-
Himmalingur
-
Hilmar Gunnlaugsson
-
Hjálmtýr V Heiðdal
-
Hjörleifur Guttormsson
-
Hlekkur
-
Hlynur Hallsson
-
Hlynur Jón Michelsen
-
Hlédís
-
Hrafnhildur Ýr Vilbertsdóttir
-
Hrannar Baldursson
-
Hrólfur Guðmundsson
-
Hulla Dan
-
Hólmfríður Guðlaug Einarsdóttir
-
Hörður B Hjartarson
-
Húmoristaflokkurinn
-
Ingibjörg Álfrós Björnsdóttir
-
Ingibjörg Helga
-
Ingibjörg SoS
-
Ingibjörg Stefánsdóttir
-
Ingigerður Friðgeirsdóttir
-
Isis
-
Jakob Falur Kristinsson
-
Jakob Smári Magnússon
-
Jakob Þór Haraldsson
-
Jakobína Ingunn Ólafsdóttir
-
Jens Guð
-
Johann Trast Palmason
-
Jóhannes Ragnarsson
-
Jón Bjarnason
-
Jón Gerald Sullenberger
-
Jón Sigurgeirsson
-
Jón Svavarsson
-
Jón Valur Jensson
-
Jón Þór Ólafsson
-
DÓNAS
-
Katrín Mixa
-
Katrín Snæhólm Baldursdóttir
-
Ketill Sigurjónsson
-
Ketilás
-
Kjartan Pétur Sigurðsson
-
Konráð Ragnarsson
-
Kristbergur O Pétursson
-
Kristján B. Jónasson
-
Kristján Kristjánsson
-
Kristján Logason
-
Kristín Dýrfjörð
-
Kristín Snorradóttir
-
Krummi
-
Kári Harðarson
-
Landvernd
-
Laufey Ólafsdóttir
-
Lovísa
-
Lára Hanna Einarsdóttir
-
Lýður Árnason
-
Mafía-- Linda Róberts.
-
Margrét Guðjónsdóttir
-
Margrét Lóa Jónsdóttir
-
Margrét Sigurðardóttir
-
Markús frá Djúpalæk
-
María Kristjánsdóttir
-
María Pétursdóttir
-
Methúsalem Þórisson
-
Morgunblaðið
-
Myndlistarfélagið
-
Mál 214
-
Máni Ragnar Svansson
-
Neo
-
Oddi
-
Paul Nikolov
-
Perla
-
Pjetur Hafstein Lárusson
-
Pálmi Gunnarsson
-
Pálmi Guðmundsson
-
Ragnar Þór Ingólfsson
-
Rannveig H
-
Ransu
-
Róbert Björnsson
-
Rögnvaldur Hreiðarsson
-
Rúnar Sveinbjörnsson
-
Rúnar Þór Þórarinsson
-
Salvör Kristjana Gissurardóttir
-
Samstaða - bandalag grasrótarhópa
-
SeeingRed
-
Sema Erla Serdar
-
Sigga
-
Signý
-
Sigrún Jónsdóttir
-
Sigurgeir Orri Sigurgeirsson
-
Sigurgeir Þór Hreggviðsson
-
Sigurjón Sigurðsson
-
Sigurður Hrellir
-
Sigurður Sigurðsson
-
Sigurður Þór Guðjónsson
-
Skuldlaus
-
Snorri Sturluson
-
Soffía Valdimarsdóttir
-
Stefán Friðrik Stefánsson
-
Þorsteinn Briem
-
Steinunn Helga Sigurðardóttir
-
Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir
-
Stríða
-
Sveinbjörn Eysteinsson
-
Sveinn Hjörtur
-
Sveinn Ólafsson
-
Sverrir Stormsker
-
Swami Karunananda
-
Sæmundur Bjarnason
-
Sævar Finnbogason
-
Sævar Einarsson
-
Sæþór Helgi Jensson
-
Sóldís Fjóla Karlsdóttir
-
Sóley Tómasdóttir
-
Sólveig Klara Káradóttir
-
TARA
-
Tilkynning
-
Tinna Jónsdóttir
-
Trausti Traustason
-
Tryggvi Gunnar Hansen
-
Tína
-
TómasHa
-
Valgeir Skagfjörð
-
Valgerður Halldórsdóttir
-
Vefritid
-
Vilborg Eggertsdóttir
-
Vilhelmina af Ugglas
-
Vilhjálmur Árnason
-
Villi Asgeirsson
-
Vinir Tíbets
-
Viðar Eggertsson
-
Viðar Freyr Guðmundsson
-
Vér Morðingjar
-
Vésteinn Valgarðsson
-
arnar valgeirsson
-
fingurbjorg
-
hreinsamviska
-
leyla
-
molta
-
oktober
-
Einhver Ágúst
-
Ágústa Kolbrún Jónsdóttir
-
Ár & síð
-
Árni Þór Sigurðsson
-
Ásgeir Rúnar Helgason
-
Ásgerður
-
Ásta Hafberg S.
-
Ásthildur Cesil Þórðardóttir
-
Ævar Rafn Kjartansson
-
Íbúasamtökin Betra Breiðholt
-
Ólaf de Fleur Jóhannesson
-
Ólafur fannberg
-
Ólöf de Bont
-
Ómar Ragnarsson
-
Óskar Arnórsson
-
Örlygur Hnefill Örlygsson
-
Þorsteinn Mar Gunnlaugsson
-
Þröstur Unnar
-
Þór Jóhannesson
-
Þór Saari
-
Þórhildur og Kristín
-
Þórður Björn Sigurðsson
-
Þórólfur S. Finnsson
-
Andrés.si
-
Anna Karlsdóttir
-
Anna Margrét Bjarnadóttir
-
Ari Jósepsson
-
Aron Ingi Ólason
-
Axel Þór Kolbeinsson
-
Barði Bárðarson
-
Bergþór Gunnlaugsson
-
Billi bilaði
-
Bjarki Steingrímsson
-
Bjarni Kristjánsson
-
Bogi Jónsson
-
brahim
-
Daði Ingólfsson
-
Daníel Sigurður Eðvaldsson
-
Dóra litla
-
Dúa
-
Einar Björn Bjarnason
-
Elsabet Sigurðardóttir
-
Esther Anna Jóhannsdóttir
-
Frosti Sigurjónsson
-
Grétar Eiríksson
-
Guðbjörg Hrafnsdóttir
-
Guðmundur Óli Scheving
-
Gunnar Helgi Eysteinsson
-
Héðinn Björnsson
-
Hreyfingin
-
Hulda Haraldsdóttir
-
Högni Snær Hauksson
-
Ingvi Rúnar Einarsson
-
Ísleifur Gíslason
-
Jack Daniel's
-
Jóhann Ágúst Hansen
-
Jóhannes Þór Skúlason
-
Jóhann Pétur
-
Jóna Kolbrún Garðarsdóttir
-
Jónas Bjarnason
-
Jón Kristófer Arnarson
-
Jón Lárusson
-
Karl Gauti Hjaltason
-
Lísa Björk Ingólfsdóttir
-
Lúðvík Lúðvíksson
-
Madhav Davíð Goyal
-
Magnús Ragnar (Maggi Raggi).
-
Morten Lange
-
Óðinn Kári Karlsson
-
Ólafur Eiríksson
-
Ólafur Ingi Hrólfsson
-
Pjetur Stefánsson
-
Rafn Gíslason
-
Rannsóknarskýrslan
-
Rúnar Freyr Þorsteinsson
-
Sigurbjörn Svavarsson
-
Sigurður Einarsson
-
Sigurður Jónsson
-
Sigurður Sigurðsson
-
Sigurður Þórðarson
-
Sigþrúður Þorfinnsdóttir
-
Sveinbjörn Ragnar Árnason
-
Vaktin
-
Vilhjálmur Sveinn Björnsson
-
ÞJÓÐARHEIÐUR - SAMTÖK GEGN ICESAVE
-
Þorsteinn Helgi Steinarsson
-
Þorsteinn Valur Baldvinsson