Leita í fréttum mbl.is

Fasistalandið mitt

corporatefascism.gifSamkvæmt skilgreiningum á fasisma - þá er næsta ljóst að við búum ekki við lýðræði heldur fasisma. Það sem er kannski ömurlegast við þetta alltsaman að það tókst að koma honum á, án þess að beina byssum að þjóðinni. Við létum plata okkur svo rækilega að við samþykktum skilyrðislaust vef sifjaspella á milli ríkisvalds og atvinnulífs sem er svo þéttriðinn og náin að útkoman er eitthver sá versti óskapnaður sem sögur fara af í hinum vestræna heimi.

Fólk saurgar nafn lýðræðis með því að halda því fram að við búum við slíkt stjórnarfar.

Merkilegt nokk þá er DV eina blaðið sem er að stunda rannsóknar og skúbb blaðamennsku sem snúast um eitthvað er varðar þjóðarhagsmuni og upplýsir almenning um hvað leynist handan við málskrúðið. Það er virðingavert.

ef þið googlið define:Fascism er þetta fyrsta línan sem kemur upp: A philosophy or system of government that is marked by stringent social and economic control, a strong, centralized government usually ...


mbl.is DV birtir yfirlýsingu stjórnvalda til IMF
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Heidi Strand

Þetta er rétt og höfum við fundið fyrir því.
Ég er alin upp undir stjórn norska verkamannaflokksins og það var mig gott.
Ég skildi aldrei hvers vegna verkafólk og lálaunahópar hér kusu sama flokk og auðvaldið. Þetta var alveg nýtt fyrir mér.
Það hugsar allir um sin hag, og dauði eins er brauði annars.

Den enes død er en annens brød.

Heidi Strand, 17.11.2008 kl. 17:25

2 Smámynd: Greta Björg Úlfsdóttir

Ég hef heldur aldrei skilið hvers vegna verkafólk kaus Sjálfstæðisflokkinn. Einhverjar leifar af því þegar útgerðarmenn áttu plássin og stjórnuðu þeim eins og litlir kóngar, kannski.

Þetta er það óhugnanlega, hvernig þessu var komið á hljóðlega og án þess að fólk eins og ég, sem hingað til hef ekki hugsað mikið um pólitík út yfir að álíta mig sósíaldemókrata og hafa aldrei fundið mér almennilega neinn stað innan flokkanna hér, fattaði hvað var að gerast fyrir framan nefið á því. Datt ekki í hug að þó maður væri ekki sáttur við stefnu ríkisstjórnarinnar, allra síst stjóriðjuna, þá væri verið að setja landið á hausinn að því er að sjá með fullri vitundþeirra sem völdin höfðu/hafa !, þeir einfaldlega lokuðu augunum og tóku fyrir eyrun.

Greta Björg Úlfsdóttir, 17.11.2008 kl. 17:50

3 Smámynd: Agný

 Þetta hér er hluti af 12 merkjum um fasista stjórnunarhætti.. Það eru held ég orðin 4 ef ekki 5 ár síðan ég þýddi þetta ...

Ég man ekki til þess að ég hafi nokkurn tíma kosið sjlfstæðisflokkinn...þó það virðist nú ansi litlu máli hverjir sitja í þessum stólum á Alþingi..skítafýlan virðist lengi loða við þá....

12 varúðar merki um fascisma.

http://agny.blog.is/blog/agny/entry/517349

5.Hervald lofsungið.
Yfirburðir hervalds- 
Stofnsetning hervalds fær í röngu hlutfalli, hlut af auðlindalögsögu ríkisins, jafnvel þannig, að brýnar þarfir fjölskyldunnar eru vanræktar. 
Þetta tryggir tilgang bæði til vegsamar opinberlega, sem og skarprar viðvörunar, gegn mögulegum óróa borgaranna, það að veldi ríkisins er nálægt,  tilbúið til að nota sína stórkostlegu yfirburði til ofbeldis.



6.Fyrirtækjum hlíft.
Vald fyrirtækjanna er verndað –
Að jafnaði er það hluti af heldra fólki sem leikur aðalhlutverkið í viðskiftunum, við að koma fasistum til forystu yfir þjóðinni, oft með óþverra brögðum. 
Hjónaband mikilla auðæfa og hreins ofbeldis, er oft talið af sagnfræðingum, 
aðalsmerki og uppistaða fasisma.
Þegar þessi viðskifta- stjórnvalda – hernaðar hagsmunir sameinast, þá verður sú ógn þegar að verkalýðurinn sameinist greinilega augljós.
Verkalýðsfélög og þeirra stuðningssamtök velja sér aðstoðarmenn sem hallast að þessum  stjórnunaraðferðum
 ef ekki þá eru þau miskunnarlaust bæld niður og upprætt eins fljótt og mögulegt er.


7.Spilling látin viðgangast.
Siðspilling fær að vaxa hömlulaust-
Fasista ríki halda utan um vald sitt í gegnum tiltölulega litla hópa sem hafa sameinast, sem kjósa eða útnefna hvern annan innbyrðis í stjórnunarstöður í ríkisstjórninni, viðskiftum eða hernum.

http://agny.blog.is/blog/agny/entry/707188/

 

Warning signs of fascism

http://www.anarkismo.net/newswire.php?story_id=1068

14 signs of fascism

http://www.yikers.com/video_14_signs_of_fascism.html

Agný, 18.11.2008 kl. 02:15

4 identicon

úff...

Bestu kveðjur.

alva (IP-tala skráð) 18.11.2008 kl. 02:37

5 identicon

Athugasemd við texta sem ég er að sjá aftur og aftur á netsíðum moggabloggara.

 Við búum ekki við lýðræði heldur lýðveldi. Það er mikill munur þarna á. Skil að fólk sé á móti lýðræði, enda er það alls ekki sniðug stefna, en lýðveldi er skásta stjórnarfarið sem hefur verið fundið upp.

Gunnar Þór (IP-tala skráð) 18.11.2008 kl. 08:47

6 identicon

Finnst þú vera að ganga svolítið langt Birgitta að vera að kalla Ísland fasistaríki, því með því ertu að segja að Ísland sé eins og Ítalía var á tímum Mussolinis. Þú varst bara hálfnuð með skigreininguna áðan og hérna er hún öll:

"A philosophy or system of government that is marked by stringent social and economic control, a strong, centralized government usually headed by a dictator, and often a policy of belligerent nationalism."

Þarna segir ströng félagsleg og efnahagsleg stjórnun, sem mér finnst Ísland ekki hafa, þar sem efnahagsmál hafa verið frekar frjálslynd hér og félagsmálin ekkert eitthvað hörð.   Einnig hefur fasisminn fáa aðila í stjórn (Ísland er með einn mesta fjölda þingmanna í heimi miðað við höfðatölu) og þeir eru ekki kosnir í almennum kosningum eins og hér á Íslandi. Það eru oftast einræðisherrar sem fara með völdin í fasistaríkjum og það er ekki mál og prentfrelsi, sem er hér og er bundið í stjórnarskrá.  

 Fann fleiri skilgreiningar

  • A social and political ideology with the primary guiding principle that the state or nation is the highest priority, rather than personal or individual freedoms.
  • A political movement that believes in an extreme form of nationalism: denying individual rights, insisting upon the supremacy of the state, and advocating one-party rule with ultimate authority resting in the hands of a dictator

 Þarna er aftur komið inn á þetta einstaklingsfrelsi sem er ekki til staðar í fasistaríkjum og aðeins einn flokkur er í stjórn.  Þetta er alls ekki líkt Íslandi og það er bara fáránlegt að bera Ísland saman við fasismann.

Guðmundur Heiðar (IP-tala skráð) 18.11.2008 kl. 09:51

7 Smámynd: Greta Björg Úlfsdóttir

Guðmundur, er ekki einstaklingsfrelsi á Íslandi heft? Eru því ekki settar skorður til framkvæmda út frá því hvaða stefnu þú aðhyllist í pólitík varðandi fjárhagslegar fyrirgreiðslur? Ég held að það sé ekki erfitt fyrir þig að sjá að svo er ef þú grúskar í því eins og skilgreiningunum.

Einn flokkur í stjórn. Er ekki raunin sú að Sjálfstæðisflokkurinn hefur ráðið hér flestu því sem hann vill s.l. 17 ár?

Greta Björg Úlfsdóttir, 18.11.2008 kl. 10:01

8 Smámynd: Birgitta Jónsdóttir

Takk fyrir öll kommentin... sérstaklega vil ég þakka Agný og Skorrdal sem hafa sýnt fram á skyldleika stjórnarfars hér við fasisma. Þó svo við séum ekki í ríki Mussolíni þá erum við alltaf að færast nær því og mikilvægt að fólk geri sér grein fyrir alvarlega misbresti í lýðræðinu svokallaða. Það er orðið svo gatslitið að kúgarar hafa átt greiða leið að því að ná heljargreipum utan um öll 4 völd þjóðfélagsins.

En við erum fólkið, við erum valdið og kominn tími til að við nýtum það.

Birgitta Jónsdóttir, 18.11.2008 kl. 10:11

9 identicon

Greta, ég hef bara því miður ekki orðið vitni að einstaklingsfrelsi sé skert út af hvaða flokk þú aðhyllist.  Aðal skilgreiningin á einstaklingsfrelsi þá er verið að tala um frelsi einstaklingsins til að gera það sem hann vill, trúfrelsi, málfrelsi og annað svo lengi sem hann skaði ekki annan.  Ég veit ekki alveg hvað þú ert að tala um eð fjárhagslegar fyrirgreiðslur flokkanna, en hún tíðkaðist reyndar þegar bankarnir voru í ríkiseigu.

Og já sjálfstæðismenn hafa verið í stjórn síðustu 17 ár, en ekki einir í stjórn.  Annað hvort með Framsókn, Alþýðuflokki og nú Samfylkingu . Þú verður líka að gera þér grein fyrir því að hann hefur alltaf verið stærsti flokkurinn og er kosinn lýðræðislega, því hefur alltaf verið eðlilegt að mynduð sé ríkisstjórn með honum...Það fer líklegast öðruvísi í næstu kosningum þar sem hann á örugglega eftir að tapa þingsætum, en þannig virkar lýðræðið.  Það situr enginn flokkur í 17 ár vegna þess að enginn styður hann...fáránleg staðhæfing.  

Guðmundur Heiðar (IP-tala skráð) 18.11.2008 kl. 14:51

10 Smámynd: Greta Björg Úlfsdóttir

Guðmundur,

"Greta, ég hef bara því miður ekki orðið vitni að einstaklingsfrelsi sé skert út af hvaða flokk þú aðhyllist"

Guðmundur, þykir þér það miður? Hélt þú værir hæst ánægður!

Þó það nú væri að ekki sé lokað á alla persónulega tjáningu í landinu. Þá fyrst myndi einræðið opinbera sitt rétta andlit. Nei, það er betra að hafa borgarana góða, gefa þeim leika og brauð, svo einhverjir vilji kjósi það áfram.

Af hverju heldurðu að fylgið hrynji af S-flokknum núna? Getur það haldist í hendur við það að hann hefur brugðist væntingum? Að forystumenn hans þegja og veita ekki svör? Getur verið að kjósendur flokksins sjái nú loksins í gegnum þann blekkingavef og orðagjálfur sem hann hefur beitt? Er það ekki réttur okkar sem frjálsra borgara að fá svör um hverjir hagir okkar verða á næstu árum, eftir því sem hægt er að sjá fyrir um það samkvæmt fyrirhuguðum aðgerðum ríkisstjórnarinnar?

"...fáránleg staðhæfing.  "

Hvar staðhæfi ég að "enginn" styðji Sjálfstæðisflokkinn?

Nær lagi væri hjá þér að halda því fram að ég hefði haldið því fram að það væru bara aular sem kysu xD.

Hver er kominn til með að segja að ég hafi verið hrifin af samstarfsflokkum stóra S-ins? Þeir flokkar hafa undantekningarlaust sett niður við samstarfið.

Greta Björg Úlfsdóttir, 18.11.2008 kl. 15:53

11 Smámynd: Greta Björg Úlfsdóttir

Ja, nema Samfylkingin samkvæmt skoðanakönnunum núna, sem fær mesta fylgi hingað til í þeim.

Sem er fylgi sem er tilkomið vegna þess hve margir eru ginkeyptir fyrir því akkúrat núna að hlaupa beinustu leið í fang Evrópusambandsins á þessum erfiðu tímum.

Ég er smeyk um að það fang muni reynast kaldara en margir reikna með núna; það gætu jafnvel sýnt sig að vera ískaldir hrammar sem lítið gefa en hrifsa til sín og halda fast.

Við höfum "lítillega" kynnst hinu fasta taki Sambandsins síðustu daga í deilunni um Icesave-reikningana.

Greta Björg Úlfsdóttir, 18.11.2008 kl. 16:02

12 identicon

Get verið alveg sammála um fylgi samfylkingarinnar og ESB, lýst heldur ekki neitt á það. 

Ég var að undirstrika bara að fólk studdi sjálfstæðisflokkinn því að þú hafðir verið að hneykslast á að hann væri svona lengi í stjórn.  

 En það er ekkert skrýtið að fylgið hjá flokknum er að hrynja núna, mikið af því sem hann hefur staðið fyrir hefur brugðist.  Fólk er óánægt og mun ekki kjósa hann lengur, og þannig sést lýðræðið best.

"Nei, það er betra að hafa borgarana góða, gefa þeim leika og brauð, svo einhverjir vilji kjósi það áfram"

Verður að fyrirgefa, skyl ekki alveg þessa staðhæfingu hjá þér..Er einræðið eitthvað dulið eða?

Guðmundur Heiðar (IP-tala skráð) 18.11.2008 kl. 19:27

13 Smámynd: Greta Björg Úlfsdóttir

Það hneykslast fleiri en ég í dag, Guðmundur.

Þetta um brauð og leika er vísun til Rómarveldis, sem eins og kunnugt er þeim sem lært hafa mannkynssögu hrundi innanfrá vegna spillingar.

Í Róm stendur enn byggingin Colosseum (að vísu aðeins að hluta), sem var hringleikahús sem Rómarveldi byggði til skemmtunar þegnum sínum. Þar börðust Gladitorar til ólífis, þar var kristnum varpað fyrir ljón, allt til skemmtunar fyrir lýðinn sem hyllti keisarann og hirti ekki um óstjórn hans á meðan.Þaðan er það komið að snúa niður vísifingri ef manni hugnast ekki. Mannfjöldinn réð nefnilega hvort skylmingarþrælar (gladítorar) veittu föllnum andstæðingi banahögg/stungu. Þumall upp, lífgjöf, þumall niður, dauði. Mig grunar að hið seinna hafi verið vinsælla.

Í nútímanum er fólk drepið í sjónvarpsþáttum til skemmtunar, flokkast undir leiklist. En í stríðum í öðrum álfum er fólk drepið í alvörunni. Stundum má sjá myndir af því í fréttatímum. Á síðasta áratug seinustu aldar var stundum bein útsending frá stríði sem BNA áttu í.

Man nú reyndar ekki sögur af brauðgjöfum í Róm, hins vegar er sagt að María Antúanetta hin auturríska hafi spurt, þegar æstur og hungraður múgur tók völdin í Frakklandi 1789 og hrópaði að hann vildi fá brauð: "Nú, því borðar fólkið ekki kökur, ef það á ekki brauð?" Einhvern veginn svona er sagan, sel hana hins vegar ekki dýrar en ég keypti hana.

Greta Björg Úlfsdóttir, 18.11.2008 kl. 19:48

14 identicon

Er þá Sjálfstæðisflokkurinn skylmingarþrællinn og Íslendingar mannfjöldinn? ;)

Guðmundur Heiðar (IP-tala skráð) 18.11.2008 kl. 21:08

15 Smámynd: Greta Björg Úlfsdóttir

Nei, Guðmundur, ríkisstjórnin, með Geir Haarde í fararbroddi, er Neró sem lék á hörpu á meðan Róm brann. - Þú hefur ekki tekið vel eftir í sögutímum.

Ingibjörg Sólrún líkti kröfum almennings um afsagnir manna í lykilembættum við það að hann vildi láta gera út um hlutina eins og um líf skylmingarþræla væri að ræða.  Almenningur á Íslandi hlýtur þá í þessu tilfelli að vera lýðurinn (pöbullinn).

Greta Björg Úlfsdóttir, 18.11.2008 kl. 21:25

16 Smámynd: Birgitta Jónsdóttir

Þér er fyrirgefið Skorrdal - skil gremju þína vel:) og er sammála þér - það er allt í lukkunnar velstandi ef maður hefur réttar skoðanir.

Guðmundur: mig langar að benda þér á að skoða framgöngu Illvirkjunar aka Landsvirkjunar gagnvart bændum sem neita að láta kúgast sem og fræðimönnum sem hafa verið mannorðsmyrtir á þeirra vegum. Illvirkjun er fyrirtæki sem þjóðin á víst að eiga og er táknmynd fyrir það sem ég myndi kalla corporate fasisma.

Ég, ásamt félögum mínum í umhverfisbaráttunni sem notuðum borgaralega óhlýðni vorum miskunnarlaust kölluð hryðjuverkamenn árið 2005 - sú ófrægingarherferð gagnvart þeim er hafa gefið spillingunni rautt spjald áður en allt féll er vissulega til umhugsunar - líka fyrir þig sem kýst að vera blindur á rætur ástandsins.

Birgitta Jónsdóttir, 19.11.2008 kl. 08:36

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Birgitta Jónsdóttir
Birgitta Jónsdóttir

Ég vil gjarnan láta eitthvað gott af mér leiða í samfélagi manna. Ég mun einbeita mér að því að því að búa til vettvang fyrir þjóðina að vinna að þeim lýðræðisumbótum sem hún krefst og vill leggja sína krafta í. Ég starfa sem þingmaður og þingflokksformaður fyrir Hreyfinguna - fyrir fólkið í landinu. Ég er formaður vina Tíbets.

Ég vil hafa athugasemdakerfið opið - bið fólk samt um að tjá sig eins og það myndi gera ef við stæðum augnlitis til augnlitis. Ég mun því miður ekki alltaf hafa tíma til að svara kommentum eða tölvupósti en ég reyni að lesa allt með opnum huga. Vil gjarnan nota þetta sem vettvang fyrir fólk að koma með hugmyndir um hvað mætti betur fara í samfélginu okkar.

Ég aðhyllist engin sérstök trúarbrögð, ég tilheyri engu sérstöku flokkakerfi, ég tilheyri engu sérstöku nema þessu stórmerkilega mannkyni og þessari yndislegu jörð. Ég er þakklát fyrir að lifa á sögulegum tímum þar sem allt getur gerst. 

Netfang: birgitta@this.is

Bækur

Bækurnar mínar

  • Bók: Tuttugasta öldin og lærdómar hennar
    Mikhail Gorbatsjov og Daisaku Ikeda : Tuttugasta öldin og lærdómar hennar (ISBN: 9979-772-77-8 )
    Þýddi þessa ásamt Jóni Karli Stefánssyni
  • Bók: Lífsreglurnar fjórar - the Four Agreements
    don Miguel Ruiz: Lífsreglurnar fjórar - the Four Agreements (ISBN: 9979768835)
    Lífsreglurnar fjórar er ævaforn indjánaspeki sem hefur farið sigurför um heiminn. Bókin er byggð á fornri visku Tolteka-indjána og útskýrir sannindi sem er að finna í helgum dulspekihefðum víðsvegar um heim. Lesanda eru kynntar fjórar einfaldar en magnaðar lífsreglur sem vísa leiðina að frelsi og sjálfstæði einstaklingsins. Höfundurinn, don Miguel Ruiz, er af ætt græðara og seiðmanna sem hafa iðkað Toltekafræðin frá aldaöðli. Hann er heimsþekktur fyrir bækur sínar og fyrirlestra.
  • Bók: Dagbók kameljónsins
    Birgitta Jónsdóttir: Dagbók kameljónsins (ISBN: 9979973307)
    Dagbók kameljónsins er þroskasaga stúlku sem hefur þurft að berjast við að sogast ekki inn í geðveiki ættmenna sinna, en sjálfsvíg þeirrar manneskju sem hún leit á sem klettinn í lífi sínu verður til þess að hún gerir sér ljóst hve dýrmætt lífið er. Með því að þvinga sig til að muna fortíðina skapar hún möguleika á að eiga sér einhverja framtíð. Alkóhólismi móður hennar vegur jafnframt þungt í þessu verki og hefur afgerandi áhrif á sjálfmeðvitund söguhetjunnar sem á endanum öðlast þroska til að sjá manneskjuna handan sjúkdómsins sem brýst oft út í mikilli sjálfhverfu þess sem er haldin honum og skilur aðra fjölskyldumeðlimi eftir með því sem næst ósýnilegan geðrænan sjúkdóm sem jafnan er kenndur við meðvirkni. En þetta er engin venjuleg bók, hún er brimfull af von og lausnum, ævintýrum og einlægni og fellur aldrei inn í pytt sjálfsvorunnar. Bókin er tilraun til að brúa bilið á milli þess myndræna sem oft fyrirfinnst í dagbókum, en formið bíður upp á vægðarlausan heiðarleika og gefur lesandanum tækifæri á að nota sitt eigið hugarflug.

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (24.4.): 0
  • Sl. sólarhring: 1
  • Sl. viku: 18
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 16
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Nýjustu myndir

  • ...011-02-25_l
  • ...unknown
  • ...581_1050977
  • ...x-_28-of-81
  • ...490581
Apríl 2024
S M Þ M F F L
  1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30        

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.