Færsluflokkur: Vinir og fjölskylda
1.1.2010 | 15:35
Einstök stund í sögu þjóðarinnar ! Mætum öll á morgun á Bessastaði og látum alla vita um atburðinn
Laugardaginn 2. janúar næstkomandi, kl. 11, mun Indefence hópurinn afhenda forseta Íslands, herra Ólafi Ragnari Grímssyni undirskriftir fólks sem skorað hefur á hann að synja nýjum Icesave lögum staðfestingar.
Enn eru Íslendingar að skrá sig í þessa áskorun á vefslóðinni: www.indefence.is sem verður opin fram að undirskrift Ólafs Ragnars Grímssonar.
Við í hópnum erum nú að leggja drög að skipulagningu þessa fundar og köllum eftir fólki sem er tilbúið til þess að taka þátt í afhendingu undirskriftanna.
Tekið skal fram að um er að ræða virðulega athöfn ekki mótmæli.
Þetta á að vera söguleg stund fyrir alla fjölskylduna sem seinna verður líklega fjallað um í sögubókum.
Byrjað verður á því að hlýða á kór " InDefence " undir stjórn Egils
Ólafssonar þar sem fundargestir taka undir.
Að því búnu mun almenningur á svæðinu tendra rauð neyðarblys sem ákall til alþjóðasamfélagsins um að Íslendingar séu að ganga að nauðarsamningum sem þjóðin vill fá að taka afstöðu til.
Lykilatriðið nú er að þeir sem við getum treyst að muni taka þátt í þessari athöfn láti skipuleggjendur vita í netfangið olaf@simnet.is.
Best væri ef hver og einn komi með bíl fullan af fólki og tveimur rauðum blysum á mann.
Ath, bara rauð blys og enga skotelda.
Búið er að kaupa 300 blys og hjáparsveitirnar segjast eiga nóg til að selja okkur í dag eða laugardagsmorgun. Við skulum leggja áherslu á að þetta séu ekki mótmæli heldur fjölskyldufundur sem krakkarnir hafi gaman af að vera á.
Frábær útivist fyrir fjölskylduna. (mörg hundruð blys , mjög áhrifamikið)
Einnig skulum við leggja áherslu á virðulega framkomu.
Afhendingin verður auglýst opinberlega og þjóðin hvött til þátttöku en við viljum þó geta tryggt að ákveðinn hópur fólks sé á staðnum til að tryggja ákveðið yfirbragð.
Bestu kveðjur,
f.h. Indefence,
Ólafur Elíasson, píanóleikari
Hvetjum alla til að mæta, mann á mann !
Vilji þjóðarinnar hornsteinninn | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
21.4.2009 | 16:06
Stór helgi framundan
Á sunnudaginn næstkomandi verður frumburðurinn minn 18 ára og dóttir mín mun fermast að borgaralegum sið. Kosningadagurinn fellur smá í skuggann á þessum stóru viðburðum í lífi barnanna minna:)
En því er ekki að neita að ég er rosalega spennt að vita hvað mun koma upp úr kjörkössunum - ég vona að það verði breytingar - ekki stöðnun. Ég vona að flokkarnir beri gæfu til að horfa á aðalatriðin en ekki gleyma sér í einhliða stefnum og ofsatrú á einhæfum lausnum. Það er svo mikilvægt að þjóðin utan þings sem innan geti einbeitt sér að því að finna lausnir sem við getum verið sammála um. Það er hörmulegt til þess að vita að það eigi að draga fólk í skotgrafir varðandi ESB.
Ég held að farsælast sé að fá að vita hvað stendur í boði og leyfa þjóðinni svo að taka upplýsta ákvörðun. En best væri ef þjóðin hefði rétt á að kalla eftir þjóðaratkvæðagreiðslum óháð þessum tilteknu deilum. Það myndi taka þessar umræður frá flokkunum til fólksins.
18.3.2009 | 00:06
Vorið kom í dag
Var einmitt að ræða það við yngri son minn þegar ég labbaði með honum út í skóla, að það væri vorangan í lofti - hann var ekki alveg að fatta hvað ég átti við - en ég heyrði eitthvað í söngvum fuglanna í morgunn sem minnti mig á vorið og ákvað að í það minnsta væri mitt huglæga vor hafið:)
Undanfarið hefur hver önnur hörmungarfréttin dunið yfir þjóðina og ég er sannfærð um að sú von sem fæðist alltaf með vorinu og birtunni muni hjálpa okkur að halda heiðríkju í huganum þrátt fyrir að á móti blási úr öllum áttum eins og jafnan gerist hér á Íslandi.
Þetta eru erfiðir tímar, en það er samt eitthvað stórmerkilegt að gerast í þjóðarsálinni og einhver spakur sagði að maður eflist með hverri raun. Þetta getur átt jafnt við einstaklinga sem þjóð. Það eina sem maður þarf að gera er að læra af reynslunni og gera ekki sömu mistökin aftur, ef mistök mætti kalla. Einhver annar spakur sagði að það væru ekki til mistök heldur aðeins tækifæri til þroska.
Vorboðar koma til landsins | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
14.2.2009 | 21:35
Minningartónleikar um mömmu: Bergþóru Árnadóttur
Kæru félagar - á morgunn sunnudaginn 15. febrúar verða haldnir tónleikar til að heiðra minningu móður minnar, Bergþóru Árnadóttur. Þetta er afmælisdagurinn hennar en hún hefði orðið 61 á morgunn. Hennar er sárt saknað en mikil gjöf að sjá lög hennar glædd lífi í flutningi frábærra listamanna. Komið nú endilega ef þið hafið tök á - þætti vænt um að sjá ykkur:) Hér er fréttatilkynningin:
Minningartónleikar um söngkonuna og tónsmiðinn Bergþóru Árnadóttur verða haldnir í Fríkirkjunni í Reykjavík sunnudaginn 15. febrúar kl. 20 Á tónleikunum verður eingöngu flutt efni eftir Bergþóru en tónleikana ber einmitt upp á afmælisdag hennar.
Þeir listamenn sem heiðra minningu Bergþóru að þessu sinni eru: Eyjólfur Kristjánsson, Ellen Kristjánsdóttir, Eyþór Gunnarsson, Hjörleifur Valsson, Guðrún Gunnarsdóttir og Valgeir Skagfjörð, Kristjana Stefánsdóttir, Svavar Knútur og þríeykið Elín Ey, Myrra Rós og Marta Sif, sem allar standa framarlega meðal ungra og upprennandi íslenskra söngvaskálda.
Á tónleikunum verður ennfremur brugðið upp mynd af Bergþóru gegnum stuttar frásagnir frá samverkamönnum, þar sem varpað verður ljósi á hina mannlegu þætti í hennar listamannsferli, hvort sem um er að ræða tregafulla eða gleðilega. Leitast verður við að sýna fram á þau áhrif sem Bergþóra hafði sem listamaður og einnig hvernig hún snerti líf samverkamanna sinna.
Það er nýstofnaður minningarsjóður um Bergþóru sem stendur að tónleikunum. Sjóðurinn var stofnaður í framhaldi af tvennum velheppnuðum tónleikum sem haldnir voru á síðasta ári og í kjölfar veglegrar heildarútgáfu með verkum söngkonunnar, en tilgangur sjóðsins er að stuðla að því að tónlist Bergþóru og minning lifi meðal þjóðarinnar.
Bergþóra Árnadóttir (1948-2007) var einn af frumkvöðlum vísnatónlistar á Íslandi og lengi vel atkvæðamesta konan í hópi söngvaskálda. Hún samdi gjarna lög við ljóð þekktra skálda, þ.á.m. Steins Steinarrs, Tómasar Guðmundssonar og Jóhannesar úr Kötlum. Á ferli sínum sendi hún frá sér sér allmargar hljómplötur og hélt fjölda tónleika hérlendis og í Skandinavíu.
Miðaverð krónur 1.500 og fer forsala aðgöngumiða á minningartónleikana fram á vefsíðunni midi.is.
21.1.2009 | 07:30
Höldum áfram
Ég ætla að fara aftur á eftir. Í gær var fólk þarna á öllum aldri - frá öllum samfélagsstéttum - frá öllum flokkum - frá öllum trúfélögum - hef aldrei séð annan eins þverskurð af fólki á mótmælum. Sumir dönsuðu í kringum eldinn - aðrir stóðu í þvögunni og slógu á potta og pönnur og hrópuðu "vanhæf ríkisstjórn", enn aðrir stóðu utar og sýndu stuðning með viðveru sinni - það er pláss fyrir alla í mótmælum sem ekki er hægt að kalla annað en lýðveldisbyltingu - þetta er mótmælin okkar allra.
Ekki vera feiminn að koma ef þú vilt breytingar - ef réttlætiskennd þín hrópar hingað og ekki lengra. Ekki vera hræddur við okkur - því á mótmælunum erum við öll eitt - þarna rekst maður á ættingja og vini, þjóðþekkt andlit og fólk sem maður hefur aldrei skilið - en það skiptir ekki máli - því í grunninn erum við öll eins þó skoðanir okkar séu ekki alltaf eins. Okkur dreymir um réttlátt samfélag og til þess að fá það verður við að sýna það í verki - því það gerir það enginn fyrir okkur.
Ef þið eigið ekki potta og pönnur til að framkalla hávaða - takið þá vatn og brauð handa þeim sem standa kannski vaktina allan daginn - sýnum að okkur er ekki sama um hvort annað - Í dag er ég þakklát og stolt af þjóðinni minni - höldum áfram - ekki gefast upp - við erum alveg að ná markmiði okkar.
Sjáumst á eftir:) - kæru mótmælendur.
Mótmæli fram á nótt | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
15.1.2009 | 14:46
Að vera kvöldgestur hjá Jónasi
Ég ákvað loks að láta verða af því að mæta í spjall í útvarpsþáttinn Kvöldgestur sem Jónas Jónasson hefur umsjón með. Mér tókst að tala svo mikið að ég verð víst gestur hans í þrjú föstudagskvöld í röð. Þeir sem vilja kynnast hinni hliðinni á mér geta svo sem alveg hlustað á þetta - er hálf feimin við þetta enda miklu feimnari en flest fólk heldur.
Fyrsti þátturinn verður annað kvöld klukkan 23:00 á rás 1. Þar spjalla ég vítt og breitt um líf mitt. Fyrstu mótmælin mín sem ég stóð fyrir þegar ég var 14, sjálfsvíg, ljóð, Tíbet, sjálfskipaða útilegukvendislíf í Danaveldi, Ástralalalalíu, sterkar skoðanir, réttlætiskennd, sjálfsæviskáldsöguna mína: Dagbók kameljónsins og sitthvað fleira. Ég hreinlega man ekki hvað ég talaði um og ég vona að það sem ég segi muni gefa einhverjum von - enda lífshlaupið mitt eins og argasta skáldsaga og þó er ég rétt að byrja:) Hef alltaf verið heppin með það að vera bjartsýnismanneskja þótt öll sund virðist lokuð.
Jónas les smá upp úr Dagbók kameljónsins og gerir það vel. Ég les einhver ljóð og vel lag með mömmu sem mér finnst fallegasta lagið hennar.
Það hefur verið áhugavert að kynnast Jónasi aðeins enda einstakur maður. Ég spjallaði líka aðeins við tæknimanninn hann Jan sem var látinn fjúka í undarlegum uppsögnum RÚV. Vona að hann verði endurráðinn enda fagmaður með ástríðu fyrir þeim gildum sem RÚV á að standa fyrir, annálaður rúvari eins og það er kallað.
Vinir og fjölskylda | Breytt s.d. kl. 14:48 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (12)
2.1.2009 | 15:29
Að vera eða vera ekki með hettu?
Miklar umræður hafa spunnist um það hvort að fólki sé stætt á því að láta sjá sig á almannafæri með hettur. Það þykir samkvæmt fjölmörgum sem tjáð hafa sig um það, fádæma dónaskapur að mæta með hettu eða klút fyrir vitum sér ef maður mætir í mótmæli.
Hér er myndasyrpa af hettumönnum Íslands og ég spyr af hverju eru þeir með hettur? Er það kannski af sömu forsendum og sumir mótmælendur kjósa að hylja andlit sitt? Það þýðir lítið fyrir mig að hylja andlit mitt en ég mun mæta í næstu mótmæli með trefil og sundgleraugu - bara svona til öryggis - vil helst ekki fá piparúða aftur í mitt smetti.
Ég hef kynnst henni Evu í gegnum mitt andóf undanfarið árið og finnst þar fara sómakona með hjartað á réttum stað. Ég mun strika út komment ef þau eru níð á þessa góðu konu eða son hennar sem mér finnst alveg frábærlega gaman að spjalla við. Ég skora á fólk að mæta á námskeið í borgaralegri óhlýðni, lesa um borgaralega óhlýðni, hægt að finna margar góðar greinar um það á netinu.
Það hefði nú verið miklu mun flottara hjá þeim sem fóru í skjóli nætur og brutu rúður af slíku offorsi að þeir hinir sömu kæmu nú fram undir nafni og útskýrðu verknað sinn. Kannski gætu þeir sent frá sér yfirlýsingu eða eigum við kannski að fremja borgaralega handtöku á þeim - hélt að það væri í verkahring lögreglunnar en mér skilst á því sem ég hef lesið að þeir hafi engan áhuga á því.
Ráðist gegn Nornabúðinni | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
24.12.2008 | 08:41
Gleðilega birtuhátíð og þakklæti
Vinir og fjölskylda | Breytt s.d. kl. 08:51 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (15)
4.12.2008 | 10:41
Hann sem ekki má nefna
Sumir segja að Davíð eigi bágt, aðrir segja að maður eigi ekki að tala um hann og er nafn hans orðið nánast eins og nafn Voldemort - betra er ekki að nefna það. Ég vorkenni ekki Davíð, ég vorkenni ekki neinum sem er ábyrgur af þeim landráðum sem hér hafa verið framin. Ég hef engar lausnir fyrir þessa þjóð, því samkvæmt öllu er hreinlega ekki til hæft fólk innan landsteina til að stýra landinu og þess vegna engin ástæða til að mynda hér neyðarstjórn. Allir landsmenn algerlega vanhæfir til að taka við og stoppa spillinguna. Þá er annað hvort að trúa hræðsluáróðrinum eða gera eitthvað.
Ég verð að viðurkenna að ég er alveg að gefast upp á þessu rugli og langar bara helst að gleyma þessu öllu - fara að dæmi múmínálfa og leggjast í hýði yfir svartasta skammdegið. Ég þoli ekki alla þessa refaskák sem er landlæg hér - getur fólk ekki bara verið ærlegt og hætt þessu eilífa leikriti? Mikið værum við betur sett ef fólk gæti komið sér saman um að vinna að þeim málefnum sem það er sammála um. Allir eru sammála þeirri staðreynd að spillinguna þarf að hreinsa út úr samfélaginu. Ef við erum öll svona óheiðarleg að engum er treystandi að stýra þjóðarskútunni nema þeim sem sigldu henni í kaf, er þá ekki lag að við færum í vægðarlausa heiðarleika naflaskoðun og skoðuðum í leiðinni siðferðisvitund okkar.
Það er augljóslega eitthvað að hjá okkur sem þjóð að leyfa svona víðtækri spillingu að grassera. Við höfum alltaf skotið sendiboðana umsvifalaust sem hafa reynt að benda á siðspillinguna hérlendis og héldum því fram á alþjóðavettvangi að enginn þjóð væri siðvandari en við og montuðum okkur af því að vera minnst spillta þjóð í heimi. Nú er komið að skuldaskilum. Hvað ætlum við að gera. Þetta mun ekki reddast í þetta sinn. Hver í ósköpunum á að redda þessu nema við sjálf? Varla förum við að láta fólk eins og hann sem ekki má nefna taka við stjórn landsins? Það nýjasta nýtt er að spillingaröflin munu rannsaka sig sjálf og hvað getum við gert? Látið þetta yfir okkur ganga? Sennilega mun fólk ekki gera nokkurn skapaðan hlut fyrr en fokið er í ÖLL skjól. Það er hryggilegt að vita og geta ekki gert neitt til að sporna við því. Þjóðin verður að vakna áður en það er orðið of seint en mikill er dróminn sem yfir henni marar.
Ég skrifaði eftirfarandi ljóð fyrir Írak stríðið en merkilegt nokk þá gæti það allt eins átt við okkur í dag.
Hin daglegu stríð hverdagsleikans
Í mótspyrnu þess sem
glatað hefur öllu
er kraftur sem fáir skilja
Harðstjórarnir fleiri en einn
handsal
blóðugar hendur
einræðisríkja hins frjálsa heims
Fánar brenndir
með iðandi táknum
blátt svo blátt
bláar hendur
hvítt svo hvítt
rautt svo rautt
blóðug kvika
skotmörkin
ekki lengur fjarlæg
Þar sem eitt sinn var heimili
þar sem eitt sinn fjölskylda hjúfraði
sig saman í gleði og sorg
er ei meir
Konur og menn sem eiga enginn tár
eftir í vonlausum augum
Kvöl þeirra
nær til mín
í kraftmiklum táknum
Í þeirri auðn sem áður var
fæðist von
takmarkalaus innri ólga
Það er hafin bylting í hjarta mínu
hún einkennist af alúðlegum litlum
breytingum í hinu daglega lífi
Mín hverdagslegu stríð
hjákátlega innantóm
Davíð: Þá mun ég snúa aftur" | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Vinir og fjölskylda | Breytt s.d. kl. 10:44 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (9)
Tenglar
Nýja Ísland
Ég les:
Tíbet
- Fréttir frá Tibet
- Tibet Info Net An Independent Information Service on Contemporary Tibet
- Undercover in Tibet Ný heimildarmynd frá Channel 4 um hvernig ástandið er í raun og veru í Tíbet
- Leaving Fear Behind Viðtöl við Tíbeta í Tíbet stuttu fyrir mótmælin í mars
- Cry of the Snow Lion Margverðlaunuð heimildarmynd um Tíbet
- Yeti - heimildarmynd
- Yogis of Tibet Heimildarmynd um Jógameistara Tíbets sem eru óðum að hverfa
- Students for a Free Tibet
- Dalai Lama
- Tibetan Uprising
- Kerti fyrir Tíbet
- Tibet TV
- Central Tibetan Administration
- Om mani padme hum
Ýmsar slóðir
sem ég man eftir í andartakinu
- The Hunger Site
- THE MEATRIX
- Myspace síðan mín
- Úgáfan Beyond Borders Alþjóðleg útgáfa sem ég stofnaði árið 1999 í netheimum
- Hitt bloggið mitt
- Félagið Ísland-Palestína
- Womb of Creation Vefurinn minn sem ég hef haldið við síðan 1995
- Myspace síðan hennar mömmu
- Saving Iceland
- Be the change:)
- Náttúra vefur með umhverfisvitund
- Nattura info
- Care 2 make a Difference
Bækur
Bækurnar mínar
-
: Tuttugasta öldin og lærdómar hennar (ISBN: 9979-772-77-8 )
Þýddi þessa ásamt Jóni Karli Stefánssyni -
: Lífsreglurnar fjórar - the Four Agreements (ISBN: 9979768835)
Lífsreglurnar fjórar er ævaforn indjánaspeki sem hefur farið sigurför um heiminn. Bókin er byggð á fornri visku Tolteka-indjána og útskýrir sannindi sem er að finna í helgum dulspekihefðum víðsvegar um heim. Lesanda eru kynntar fjórar einfaldar en magnaðar lífsreglur sem vísa leiðina að frelsi og sjálfstæði einstaklingsins. Höfundurinn, don Miguel Ruiz, er af ætt græðara og seiðmanna sem hafa iðkað Toltekafræðin frá aldaöðli. Hann er heimsþekktur fyrir bækur sínar og fyrirlestra. -
: Dagbók kameljónsins (ISBN: 9979973307)
Dagbók kameljónsins er þroskasaga stúlku sem hefur þurft að berjast við að sogast ekki inn í geðveiki ættmenna sinna, en sjálfsvíg þeirrar manneskju sem hún leit á sem klettinn í lífi sínu verður til þess að hún gerir sér ljóst hve dýrmætt lífið er. Með því að þvinga sig til að muna fortíðina skapar hún möguleika á að eiga sér einhverja framtíð. Alkóhólismi móður hennar vegur jafnframt þungt í þessu verki og hefur afgerandi áhrif á sjálfmeðvitund söguhetjunnar sem á endanum öðlast þroska til að sjá manneskjuna handan sjúkdómsins sem brýst oft út í mikilli sjálfhverfu þess sem er haldin honum og skilur aðra fjölskyldumeðlimi eftir með því sem næst ósýnilegan geðrænan sjúkdóm sem jafnan er kenndur við meðvirkni. En þetta er engin venjuleg bók, hún er brimfull af von og lausnum, ævintýrum og einlægni og fellur aldrei inn í pytt sjálfsvorunnar. Bókin er tilraun til að brúa bilið á milli þess myndræna sem oft fyrirfinnst í dagbókum, en formið bíður upp á vægðarlausan heiðarleika og gefur lesandanum tækifæri á að nota sitt eigið hugarflug.
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (21.11.): 0
- Sl. sólarhring: 3
- Sl. viku: 19
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 11
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Tónhlaða
Bloggvinir
- ADHD
- Agný
- Alfreð Símonarson
- Andrea J. Ólafsdóttir
- Alexandra Briem
- Andrés Magnússon
- Anna Ragna Alexandersdóttir
- Anna Ólafsdóttir Björnsson
- Ari Sigurðsson
- Baldvin Björgvinsson
- Baldvin Jónsson
- Baldvin Jónsson
- Bara Steini
- Bergur Sigurðsson
- Bergur Thorberg
- Bergur Þór Ingólfsson
- Bergþóra Árnadóttir - RIP 15.2.48 - 8.3.07
- Binnan
- Birgir Þórarinsson
- Birna Rebekka Björnsdóttir
- Bjargandi Íslandi
- Bjarkey Gunnarsdóttir
- Björgvin R. Leifsson
- SVB
- Brjánn Guðjónsson
- Brosveitan - Pétur Reynisson
- Bryndís Ísfold Hlöðversdóttir
- Brynja skordal
- Brynjar Hólm Bjarnason
- Bókaútgáfan Salka ehf
- Dagrún Steinunn Ólafsdóttir
- Daníel Haukur
- Dorje
- Dísa Dóra
- Egill Bjarnason
- Egill Jóhannsson
- Einar Guðjónsson
- Einar Indriðason
- Einar Vignir Einarsson
- Einar Ólafsson
- Eiríkur Bergmann Einarsson
- Eldur Ísidór
- Elyas
- Elín Sigurðardóttir
- Elísabet Markúsdóttir
- Erna Friðriksdóttir
- Erna Hákonardóttir Pomrenke
- Eva Benjamínsdóttir
- Eydís Hentze Pétursdóttir
- Eyjólfur Kristinn Vilhjálmsson
- FLÓTTAMAÐURINN
- Finnur Bárðarson
- Friðrik Hansen Guðmundsson
- Friðrik Þór Guðmundsson
- Fríða Eyland
- Félag Anti-Rasista
- Félag um stafrænt frelsi á Íslandi
- Gaukur Úlfarsson
- Georg P Sveinbjörnsson
- Gerður Pálma
- Gestur Guðjónsson
- Goggi
- Greta Björg Úlfsdóttir
- Gunnar Pétursson
- Gunnar Rögnvaldsson
- Gunnar Skúli Ármannsson
- Gunnlaugur B Ólafsson
- Gunnlaugur Stefán Gíslason
- Guðjón Baldursson
- Guðjón Bergmann
- Guðjón Heiðar Valgarðsson
- Guðmundur Helgi Helgason
- Guðmundur M Ásgeirsson
- Guðmundur Ragnar Guðmundsson
- Guðmundur Steingrímsson
- Guðmundur Ásgeirsson
- Guðný Lára
- Guðrún S Sigurðardóttir
- Guðsteinn Haukur Barkarson
- Gísli Hjálmar
- Haffi
- Halldór Sigurðsson
- Hannibal Garcia Lorca
- Haukur Már Helgason
- Heidi Strand
- Heilsa 107
- Heiða Þórðar
- Helga Auðunsdóttir
- Kaleb Joshua
- Hildur Helga Sigurðardóttir
- Himmalingur
- Hilmar Gunnlaugsson
- Hjálmtýr V Heiðdal
- Hjörleifur Guttormsson
- Hlekkur
- Hlynur Hallsson
- Hlynur Jón Michelsen
- Hlédís
- Hrafnhildur Ýr Vilbertsdóttir
- Hrannar Baldursson
- Hrólfur Guðmundsson
- Hulla Dan
- Hólmfríður Guðlaug Einarsdóttir
- Hörður B Hjartarson
- Húmoristaflokkurinn
- Ingibjörg Álfrós Björnsdóttir
- Ingibjörg Helga
- Ingibjörg SoS
- Ingibjörg Stefánsdóttir
- Ingigerður Friðgeirsdóttir
- Isis
- Jakob Falur Kristinsson
- Jakob Smári Magnússon
- Jakob Þór Haraldsson
- Jakobína Ingunn Ólafsdóttir
- Jens Guð
- Johann Trast Palmason
- Jóhannes Ragnarsson
- Jón Bjarnason
- Jón Gerald Sullenberger
- Jón Sigurgeirsson
- Jón Svavarsson
- Jón Valur Jensson
- Jón Þór Ólafsson
- DÓNAS
- Katrín Mixa
- Katrín Snæhólm Baldursdóttir
- Ketill Sigurjónsson
- Ketilás
- Kjartan Pétur Sigurðsson
- Konráð Ragnarsson
- Kristbergur O Pétursson
- Kristján B. Jónasson
- Kristján Kristjánsson
- Kristján Logason
- Kristín Dýrfjörð
- Kristín Snorradóttir
- Krummi
- Kári Harðarson
- Landvernd
- Laufey Ólafsdóttir
- Lovísa
- Lára Hanna Einarsdóttir
- Lýður Árnason
- Mafía-- Linda Róberts.
- Margrét Guðjónsdóttir
- Margrét Lóa Jónsdóttir
- Margrét Sigurðardóttir
- Markús frá Djúpalæk
- María Kristjánsdóttir
- María Pétursdóttir
- Methúsalem Þórisson
- Morgunblaðið
- Myndlistarfélagið
- Mál 214
- Máni Ragnar Svansson
- Neo
- Oddi
- Paul Nikolov
- Perla
- Pjetur Hafstein Lárusson
- Pálmi Gunnarsson
- Pálmi Guðmundsson
- Ragnar Þór Ingólfsson
- Rannveig H
- Ransu
- Róbert Björnsson
- Rögnvaldur Hreiðarsson
- Rúnar Sveinbjörnsson
- Rúnar Þór Þórarinsson
- Salvör Kristjana Gissurardóttir
- Samstaða - bandalag grasrótarhópa
- SeeingRed
- Sema Erla Serdar
- Sigga
- Signý
- Sigrún Jónsdóttir
- Sigurgeir Orri Sigurgeirsson
- Sigurgeir Þór Hreggviðsson
- Sigurjón Sigurðsson
- Sigurður Hrellir
- Sigurður Sigurðsson
- Sigurður Þór Guðjónsson
- Skuldlaus
- Snorri Sturluson
- Soffía Valdimarsdóttir
- Stefán Friðrik Stefánsson
- Þorsteinn Briem
- Steinunn Helga Sigurðardóttir
- Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir
- Stríða
- Sveinbjörn Eysteinsson
- Sveinn Hjörtur
- Sveinn Ólafsson
- Sverrir Stormsker
- Swami Karunananda
- Sæmundur Bjarnason
- Sævar Finnbogason
- Sævar Einarsson
- Sæþór Helgi Jensson
- Sóldís Fjóla Karlsdóttir
- Sóley Tómasdóttir
- Sólveig Klara Káradóttir
- TARA
- Tilkynning
- Tinna Jónsdóttir
- Trausti Traustason
- Tryggvi Gunnar Hansen
- Tína
- TómasHa
- Valgeir Skagfjörð
- Valgerður Halldórsdóttir
- Vefritid
- Vilborg Eggertsdóttir
- Vilhelmina af Ugglas
- Vilhjálmur Árnason
- Villi Asgeirsson
- Vinir Tíbets
- Viðar Eggertsson
- Viðar Freyr Guðmundsson
- Vér Morðingjar
- Vésteinn Valgarðsson
- arnar valgeirsson
- fingurbjorg
- hreinsamviska
- leyla
- molta
- oktober
- Einhver Ágúst
- Ágústa Kolbrún Jónsdóttir
- Ár & síð
- Árni Þór Sigurðsson
- Ásgeir Rúnar Helgason
- Ásgerður
- Ásta Hafberg S.
- Ásthildur Cesil Þórðardóttir
- Ævar Rafn Kjartansson
- Íbúasamtökin Betra Breiðholt
- Ólaf de Fleur Jóhannesson
- Ólafur fannberg
- Ólöf de Bont
- Ómar Ragnarsson
- Óskar Arnórsson
- Örlygur Hnefill Örlygsson
- Þorsteinn Mar Gunnlaugsson
- Þröstur Unnar
- Þór Jóhannesson
- Þór Saari
- Þórhildur og Kristín
- Þórður Björn Sigurðsson
- Þórólfur S. Finnsson
- Andrés.si
- Anna Karlsdóttir
- Anna Margrét Bjarnadóttir
- Ari Jósepsson
- Aron Ingi Ólason
- Axel Þór Kolbeinsson
- Barði Bárðarson
- Bergþór Gunnlaugsson
- Billi bilaði
- Bjarki Steingrímsson
- Bjarni Kristjánsson
- Bogi Jónsson
- brahim
- Daði Ingólfsson
- Daníel Sigurður Eðvaldsson
- Dóra litla
- Dúa
- Einar Björn Bjarnason
- Elsabet Sigurðardóttir
- Esther Anna Jóhannsdóttir
- Frosti Sigurjónsson
- Grétar Eiríksson
- Guðbjörg Hrafnsdóttir
- Guðmundur Óli Scheving
- Gunnar Helgi Eysteinsson
- Héðinn Björnsson
- Hreyfingin
- Hulda Haraldsdóttir
- Högni Snær Hauksson
- Ingvi Rúnar Einarsson
- Ísleifur Gíslason
- Jack Daniel's
- Jóhann Ágúst Hansen
- Jóhannes Þór Skúlason
- Jóhann Pétur
- Jóna Kolbrún Garðarsdóttir
- Jónas Bjarnason
- Jón Kristófer Arnarson
- Jón Lárusson
- Karl Gauti Hjaltason
- Lísa Björk Ingólfsdóttir
- Lúðvík Lúðvíksson
- Madhav Davíð Goyal
- Magnús Ragnar (Maggi Raggi).
- Morten Lange
- Óðinn Kári Karlsson
- Ólafur Eiríksson
- Ólafur Ingi Hrólfsson
- Pjetur Stefánsson
- Rafn Gíslason
- Rannsóknarskýrslan
- Rúnar Freyr Þorsteinsson
- Sigurbjörn Svavarsson
- Sigurður Einarsson
- Sigurður Jónsson
- Sigurður Sigurðsson
- Sigurður Þórðarson
- Sigþrúður Þorfinnsdóttir
- Sveinbjörn Ragnar Árnason
- Vaktin
- Vilhjálmur Sveinn Björnsson
- ÞJÓÐARHEIÐUR - SAMTÖK GEGN ICESAVE
- Þorsteinn Helgi Steinarsson
- Þorsteinn Valur Baldvinsson