Leita í fréttum mbl.is

Færsluflokkur: Vinir og fjölskylda

Hvað getur ÞÚ gert?

Ég finn fyrir ákveðnu vonleysi eins og margir aðrir hér í samfélaginu - Enginn hefur verið dreginn til ábyrgðar - enginn hefur axlað ábyrgð. Geir er skipstjóri í björgunarleiðangri að sokkinni þjóðarskútu sem hann sigldi í strand. Nú siglir þessi blindi maður björgunarbátnum í strand á sömu skerjunum sem þjóðarskútan marar í kafi.

dscf3953.jpgÞjóðin kallar eftir því að Geir og restin af þinginu fari - að seðlabankastjóri fari - að fjármálaeftirlitið fari - að fjárglæframennirnir í bönkunum fari - að hér fari fram rannsókn af erlendum ÓHÁÐUM fagaðilum en ekkert gerist - Geir og ISG líta af vanþóknun á mótmælendur og þátttakendur á borgarafundum sem um skítugu börnin hennar Evu sé að ræða í stað þess að horfast í augu við að meirihluti þjóðarinnar treystir þeim ekki lengur og vill þau burt. 

Fólk hefur gert ýmislegt til að sameina þjóðina til að hætta að láta kúga sig til hlýðni. En ekki hefur það tekist. Þjóðin mín er vön að láta taka ákvarðanir fyrir sig og nennir ekki að standa í þessu mótmælaveseni. Það geta aðrir séð um það. En það er ekki þannig. Það kemur enginn okkur til bjargar nema við sjálf. Fólk er duglegt að hengja sig í smáatriðunum og segist ekki mótmæla ástandinu ef ákveðið orðalag er notað, eða þessi eða hinn er með, fólk notar allar mögulegar afsakanir til að bjarga sér EKKI vegna þess að það hefur enga trú á að það sé mögulegt. En það er ekki rétt. Ef við stöndum saman þá erum við gríðarlega mikið afl sem hvorki stjórnvöld eða útrásarvíkingar hafa bolmagn til að hunsa. En hvað þarf til að þjóðin standi saman? Ég veit það ekki. Ég held að það sé kominn tími til að þeir sem ákveða að gera ekki neitt en vonast til að þetta reddist geri sér grein fyrir að þetta mun ekki reddast í þetta sinn, nema að við tökum til hendinni og gerum eitthvað sem ekki er hægt að horfa fram hjá. 

Nú er búið að boða til þjóðfundar þann 1. desember klukkan 15. Ég skora á fólk að mæta, ég skora á fólk að skoða innra með sér hvaða rök það hefur EKKI fyrir því að mæta og spyrja sig svo hverju það hefur að tapa. Í hverri vikunni sem líður sökkvum við dýpra niður í hyldýpi skulda og smánar. Alvarleg mistök eru framin sí og æ af ráðherraliðinu. Heimsbyggðin er dolfallinn yfir langlundargeði okkar gagnvart þeirri spillingu sem upplýst samfélag myndi aldrei láta yfir sig ganga án aðgerða. 

mynd eftir Jóhann ÞröstHvað þarf til að þú standir upp og segir: hingað og ekki lengra? Við skiptum öll máli og ég er sannfærð um ef við mætum svo tugum þúsunda skiptir á Arnarhól á mánudaginn að það verði á okkur hlustað. Ef við viljum breytingar og ætlum að vonast til þess að einhver annar sjái um það fyrir okkur, þá erum við á villigötum.

Ég er búin að fá nóg af siðspillingu og krosstengslum. Mér finnst þessi ríkisstjórn og allt liðið inni á alþingi vanhæft vegna ofangreindra atriða. Ég kalla eftir neyðarstjórn og kosningum í vor og ætla að gera allt sem er í mínu mannlega valdi til þess að það verði að veruleika. Ég vil ekki flokkaklíkur inn á þing. Ég kalla eftir núllstillingu á kerfinu svo hægt sé að fyrirbyggja áþekk afglöp og hér hafa farið fram. Ég kalla eftir nýju kerfi þar sem einstaklingar eru ráðnir í þessar mikilvægu stöður og miklu ráðvandari lögum í kringum stjórnsýsluna. Við verðum að smíða lög sem gera ráð fyrir krosstengslum viðskipalífs og þingheims. 

Valið er á milli þess að ekkert breytist: þjóðargjaldþrot og landsflótti verður afleiðing þess eða algera og gagngera uppstokkun á því kerfi sem við búum við: ef fólk heldur að það valdi óstöðugleika, þá spyr ég getum við búið við meiri óstöðugleika en nú?

Ef fólk trúir því að þeir sem stjórna núna séu best til þess fallnir þá verðum við bara að búa við það. En ef ÞÚ vilt breytingar, gerðu þá eitthvað, enginn gerir þetta fyrir okkur - við verðum að gera eitthvað. Sameiningarmáttur okkar er eina vopn okkar að svo stöddu.

Ég kalla eftir hugmyndum um hvað skal gera - þær þurfa að vera einfaldar og auðveldar í framkvæmd en síðast en ekki síst þá þarf að felast í þeim sameiningarmáttur. Elsku, elsku þjóðin mín, hættum að láta þeim eftir valdið - það er augljóst að þau valda því ekki.


mbl.is Allt opið í gjaldeyrismálum
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Sendið IMF bréf

Bréf sem fjölmargir eru að senda IMF: 

Dear sirs

I, the undersigned citizen of Iceland request that you do not submit the IMF loan to the government of Iceland until it has been investigated who is responsible for the economic collpase of the country and until those found responsible have been removed from all authoritative positions

Warm regards,

XXXX XXXXXXXXXX

Ef ykkur hugnast að senda bréfið þá skaltu skrifa undir og senda það á publicaffairs@imf.org. Ég hvet alla að senda svona bréf. Réttlætið þarf fram að ganga með góðu eða illu.


mbl.is Mikil óvissa um Ísland
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Skömm

Það er eina orðið sem ég finn til að lýsa því hvernig mér líður sem Íslending þessa dagana. Kannski finnst þarna líka skömm. Ég skammast mín fyrir að búa í landi þar sem hælisleitendur eru meðhöndlaðir eins og glæpamenn. Ég skammast mín að búa í landi þar sem við hikum ekki við að hlaupast frá okkar eigin manngerðu vandamálum og ætlumst til að önnur lönd taki við okkur sem efnahagslegum flóttamönnum. Höfum við sýnt því erlenda fólki sem hér hefur komið í sömu erindagjörðum virðingu eða mannúð?

Það vita allir svarið við því. 

Ég fór og heimsótti hælisleitendur um daginn og ég fór heim með svo mikla hryggð í hjartanu, því vonleysi mannanna þar um að fá réttláta meðferð hér var algert. Margir hafa verið hér árum saman í heljargreipum óvissu um örlög sín. Nú er íslenska þjóðin að upplifa mikla óvissu um örlög sín, því ættum við að geta fundið þann stað í hjarta okkar sem skilgreindur er sem samhygð og við ættum að sýna fólkinu sem hefur búið hér í ótta og smán vinarbragð og krefjast þess að það fái tækifæri á að hefja nýtt líf þar sem það þarf ekki að óttast pyntingar og hryllilegan dauðadaga. 

Ég styð þessa friðsamlegu leið Mehdi Kavyan til að fá athygli á þeirri ómennsku sem hann þarf að búa við hér og vildi með sanni að ég gæti gert eitthvað til að hjálpa honum og þessum örfáu manneskjum sem hér hafa sótt um hæli til að fá að vera hluti af samfélaginu okkar. Sendi þessu hugrakka fólki birtu og samkennd. En það er ekki nóg. Hvað get ég gert meira?


mbl.is Vill frekar deyja en snúa aftur
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Ættartré ríkisvalds og bankabákns

Kæri bloggheimur

Í bígerð er að útbúa ættartré nokkuð - þar sem tengsl ríkisvaldsins eru rakin á myndrænan hátt við einkavinavæðinguna. Óska eftir upplýsingum um slík tengsl - fyrsta tréð mun fyrst og fremst fjalla um banka- og ráðherratengsl. En allar upplýsingar eru vel þegnar um tengsl almennt frá ríkisvaldi inn í einkageira. Hægt að senda mér þessar upplýsingar á netfangið: fjallkonan@riseup.net

Hef verið þögul á blogginu undanfarið - en hef verið að sinna mínum borgaralegu skyldum á annan hátt. Finnst fátt eins mikilvægt núna og að miðla réttum upplýsingum til almennings -mér til mikillar ánægju hefur netið sannað ágæti sitt - en þar fær maður þær upplýsingar sem maður þarf en ekki í íslenskum fjölmiðlum. Margir bloggarar hafa verið ötulir við að miðla réttum upplýsingum og það eina sem vantar upp á vegna þess að magnið af upplýsingum er svo mikið er staður sem helstu punktar eru teknir saman. Verið er að þróa slíka upplýsingagátt og mun ég láta ykkur vita þegar hún kemst í loftið.


Kannski gerist ég farfugl enn á ný

Miðjarðarhafið eða vestfirðir?Mér hefur tekist að lifa spart og náði að borga eina upp eina stóra skuld sem karlinn minn fyrrverandi skildi eftir handa mér fyrir nokkrum árum. Ég var að fara að skuldbreyta yfirdrættinum mínum þegar bankakreppan skall á, var komin með gott flæði verkefna og ákveðið jafnvægi í fjármálum. Vissi nákvæmlega hvað ég gat leyft mér en nú er svo komið að það eina sem ég get skorið niður er maturinn - því hafði nánast skorið alla aðra neyslu niður. Ekki gengur að losa sig við sparibílinn minn því þó lánin séu ekki ýkja há, þá hefur það hækkað um þriðjung. 

Ég var búin að taka ákvörðun um að flytja EKKI aftur frá landinu - hef alltaf fengið ákveðið óþol eftir að hafa búið hér í 3 ár. Var búin að ná því að vera hér í næstum því í 5 ár, sem er nýtt met hjá mér:)

Ég sé marga góða kosti við kreppuna og vona að fólk læri eitthvað af þessum hamförum. Ég mun ekki fara héðan nema ég sjái fram á að skapist óreiða í fjármálum mínum, vil ekki þurfa að lenda í fyrsta skipti á ævinni á vanskilaskrá. 

Þrjú á fjalliFinnst sárara en tárum tekur að hrægammar reyni nánast að sölsa undir sig allt sem tengist þessari kreppu. Mér finnst svo mikilvægt að við hættum að vera eiginhagsmunaseggir og þróum með okkur samkennd. Ég ætla því að nota yfirvofandi atvinnuleysi mitt til að sinna samfélagsmálum enn meir en ég hef gert og hvet alla sem lenda í þannig stöðu að hafa ekki vinnu að leggja sitt af mörkunum í endursköpun þessa samfélags, þá á ég ekki við að fólk fari að moka skurði, heldur miklu frekar að fólk nýti sér sköpunarkraft sinn til að byrja að móta í huga sér, hvernig samfélagi það vill búa við. 

Það er svo margt sem gleymdist eða trosnaði í góðærinu. Fjölskyldumynd sú sem ég ólst upp við er nánast ekki til. Það er búið að stofnanavæða börnin okkar og eldri kynslóðina. Fólk hefur unnið allt of mikið og oft án þess að þurfa - vinna til að fá meira af dóti sem endar í Sorpu. 

Ég myndi gjarnan vilja taka þátt í að búa hér til betra samfélag, ég veit bara ekki alveg um neinn vettvang - hef drifið mig á öll möguleg málþing og hugsprettur og borgarafundi og finn að þessu meira sem ég skoða samfélagið hér að aldrei hefur verið meiri þörf á að hreinlega byrja upp á nýtt. Henda út gatslitinni stjórnarfarsmyndinni og valdskiptingunni. 

Nú er verið að skipuleggja fleiri borgarafundi, mótmæli og málþing. Við getum öll tekið þátt. Samfélagið er okkar, samfélagið er við, hvernig viljum við hafa það. 

Ég verð að viðurkenna að mig langar ekki að fara frá eyjunni minni, enda er svo margt við hana sem ég elska, svo margt fólk sem mér þykir undurvænt um og náttúran hefur alltaf togað í mig. Ég vona að ég neyðist ekki til að verða efnahagslegur flóttamaður í framandi landi:)


mbl.is Möguleiki á landflótta?
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Sameinuð stöndum við!

poster-final.png
 
Allir að mæta í mótmælagöngu á laugardaginn klukkan 14:00 sem mun enda á Austurvelli með hitafundi og snörpum ræðum. Ekki gera ekki neitt kæra þjóð, sýnum samstöðu. Enginn rígur á milli skipuleggjenda mótmæla lengur: allir að vinna saman og það eina sem þarf til að þetta verði fullkomið að þjóðin sýni þann kraft sem í henni býr og finna farveg fyrir reiði sína með því að krefjast þess sem lýðræði á að standa fyrir: kjósa nýja stjórn því þessi sem er í vinnu fyrir okkur er handónýt.
 
Úr frétt á visir.is

"Sigurlaug segir að gangan á laugardaginn verði litrík [...]. Að vinnunni komi ýmsir hönnuðir og fleiri góðir aðilar. „Unga fólkið sem mun erfa þetta land er að rísa ... upp. Þetta er fólkið sem hefur verið með litlu fyrirtækin og þekkir allar leiðir til að koma skilaboðum sínum á framfæri. Ég hvet þetta fólk til þess að flytja ekki af landinu heldur taka þátt í uppbyggingunni," segir Sigurlaug."

Nýir tímar hafa opnað heimasíðu, nyirtimar.com

 

mbl.is Formaco segir upp 70
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Að sjá það sem gott er:)

Skemmtilegt að fólk geri eitthvað til að létta sér lund. Það er svo sannarlega af nógu að taka í þessu leikhúsi fáránleikans sem við virðumst vera stödd í þessa dagana.

Í gær fórum við yngri sonur minn í göngutúr út í myndbandsleigu hér í vesturbænum. Hún heitir 107 Reykjavík og er ein af þessum fáu sem enn eru í eigu einstaklinga en ekki bónusvídeó keðjunnar. Við förum afar sjaldan á myndbandsleigur en þegar við gerum það, þá verður það að smá ævintýri. Við vorum með frostbit í kinnum eftir ágætlega langan göngutúr og ákváðum að fá okkur Hulk og Ironman. Það kostaði bara 550 krónur og þegar við vorum búin að borga þá bauð starfsstúlkan okkur að fá ís í kaupbæti að eigin vali. Við urðum auðvitað alveg himinlifandi og þakklát. 

hulk.jpgHvet fólk að versla við kaupmanninn á horninu, því þar er oftast besta þjónustan og síðast en ekki síst, þá eru hlutirnir oft á betri kjörum þar :) Langaði bara að þakka fyrir mig, því það er fátt betra en að finna til þakklætis.

Mér líður pínupons eins og innra með mér búi Hulk sem þurfi að fá útrás fyrir það sem undan er gengið, held að það verði ágætt að skreppa í kyndilgöngu á eftir og finna að maður er ekki einn um að vera nóg boðið. Ætla að taka ömmu með mér. 


mbl.is Innstæður frystar
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Sjálfsvíg í kreppu

Nú heyrir maður að fólk hafi tekið sitt eigið líf út af þessum sérkennilegu tímum sem við búum við. Aðstandendur þeirra eru fremja sjálfsvíg er týndur hópur í samfélaginu okkar og fá lítinn stuðning. Enn er alið á mikilli skömm varðandi sjálfsvíg. Það auðveldar ekki sorgarferlið fyrir þá sem missa ástvini sína á þann hátt.

Ég hef í gegnum tíðina talað við ýmsa aðila í heilbrigðisgeiranum og lagt til að aðstandendum sjálfsvíga verði veitt einskonar fagleg áfallahjálp. Fólk sem lendir í því að missa ástvini á þennan hátt er alveg jafn lamað og aðrir sem lenda í áföllum. Ég stakk líka upp á því að útbúinn yrði bæklingur með upplýsingum um hvert fólk gæti leitað. Ég hef ekki séð neitt slíkt framkvæmt ennþá. Legg til að þeir sem vinna að geðheilsu landsins geri nú eitthvað í þessu. Því án efa munu fleiri en áður falla í valinn á þennan hátt og afar mikilvægt að styðja við bakið á þeim fjölskyldum sem eiga sárt um að binda ekki aðeins út af fjárhagskrísu heldur bætist það ofan á að upplifa sektarkennd og skömm sem oft tengist sjálfsvígum aðstandenda.


mbl.is Mikilvægt að sofa nóg á tímum sem þessum
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Ljóð inn í svartnættið

lovers.jpgÆtla að halda uppteknum hætti og bjóða upp á ljóð og lög - aðallega lög eftir móður mína heitna Bergþóru Árnadóttur á þessum miklu umbreytingatímum. 

Ég mæli með því að gera eitthvað fallegt - þó ekki sé nema eitt lítið bros gagnvart einhverjum sem þú þekkir ekki neitt. Hér er mikil spenna og reiði í lofti. Skiljanlega. En við gerum bara illt verra ef við festumst í vef reiðar. Hefndar. Efnahagsfárviðrið mun ganga yfir. Það er ekkert annað að gera en að byrja upp á nýtt vonandi með einhvern lærdóm að leiðarljósi.

 

 

 

Álagaskógur

 

Við læddumst inn í skóginn

Skárum nöfnin okkar
í voldugasta tréð
um niðdimma nótt

Sáum ekki
morknaðar ræturnar
að greinarnar hófu sig
ekki mót himni,
heldur héngu niðurlútar

Við skárum und í lófa
Blönduðum blóði
sem varð að þunnri húð.
Storknaði í sári trésins.

Blinduð í glýju heitstrenginga
byggðum við fallegar draumaborgir
úr efniviði hverfulleikans

Þegar þeir hrundu
vaknaði skógurinn

Álfadrottningin kom til mín í draumvöku
með rúnum ristan hring
smeygði honum
á vísifingur minn

Augun brostu breytingum.


Að gefnu tilefni

god.jpgNú virðast margir vera uppteknir að því að benda á sökudólga. Margir eiga um sárt að binda. Hef heyrt um að nú þegar hafi nokkrir einstaklingar fallið í kreppuvalinn og gjaldið með lífi sínu.

Ég ætla ekki að taka þátt í þessum bölmóð og reiði, lærði eitt sinn að hægt sé að breyta eitri í meðal með hugarorkunni einni saman. Öll þessi reiði beinist yfirleitt að okkur sjálfum, því þeir sem við reiðumst eru ekki einu sinni meðvitaðir um reiði okkar. 

Ég ætla að nota tækifærið og deila með ykkur ljóðum og tónlist á þessum víðsjárverðu tímum ... því ljóðið hefur bjargað mér oftar en einu sinni og það hefur tónlistin gert líka.

Fyrsta ljóðið sem ég ætla að deila með ykkur heitir, "Aldrei gefast upp" og er byggt á skilaboðum Dalai Lama fyrir allmörgum árum til skáldsins Ron Whitehead, sem hann færði í ljóðabúning. Ég þýddi þetta í snarhasti þegar Ron var hér á landi í sumar og við lásum það saman á ensku og íslensku fyrir utan kínverska sendiráðið. Mér finnst þetta ljóð eiga vel við og beini ég því til þjóðarinnar allrar:)

Aldrei gefast upp
sama hvað gerist
Aldrei gefast upp

Ræktaðu hjarta þitt

Of mikilli orku er eytt
í að rækta hugann
í stað hjartans
í heiminum

Ræktaðu hjarta þitt
Sýndu umhyggju
ekki aðeins gagnvart
vinum þínum
heldur gagnvart öllum

Sýndu umhyggju
Stuðlaðu að friði
í hjarta þínu og
um heimsbyggð alla
Stuðlaðu að friði

Og ég endurtek
Aldrei gefast upp
Sama hvað er í gangi
Sama hvað gerist
í kringum þig

Aldrei gefast upp 

e. HH Dalai Lama og Ron Whitehead


mbl.is Um 500 missa vinnuna
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Fyrri síða | Næsta síða »

Höfundur

Birgitta Jónsdóttir
Birgitta Jónsdóttir

Ég vil gjarnan láta eitthvað gott af mér leiða í samfélagi manna. Ég mun einbeita mér að því að því að búa til vettvang fyrir þjóðina að vinna að þeim lýðræðisumbótum sem hún krefst og vill leggja sína krafta í. Ég starfa sem þingmaður og þingflokksformaður fyrir Hreyfinguna - fyrir fólkið í landinu. Ég er formaður vina Tíbets.

Ég vil hafa athugasemdakerfið opið - bið fólk samt um að tjá sig eins og það myndi gera ef við stæðum augnlitis til augnlitis. Ég mun því miður ekki alltaf hafa tíma til að svara kommentum eða tölvupósti en ég reyni að lesa allt með opnum huga. Vil gjarnan nota þetta sem vettvang fyrir fólk að koma með hugmyndir um hvað mætti betur fara í samfélginu okkar.

Ég aðhyllist engin sérstök trúarbrögð, ég tilheyri engu sérstöku flokkakerfi, ég tilheyri engu sérstöku nema þessu stórmerkilega mannkyni og þessari yndislegu jörð. Ég er þakklát fyrir að lifa á sögulegum tímum þar sem allt getur gerst. 

Netfang: birgitta@this.is

Bækur

Bækurnar mínar

  • Bók: Tuttugasta öldin og lærdómar hennar
    Mikhail Gorbatsjov og Daisaku Ikeda : Tuttugasta öldin og lærdómar hennar (ISBN: 9979-772-77-8 )
    Þýddi þessa ásamt Jóni Karli Stefánssyni
  • Bók: Lífsreglurnar fjórar - the Four Agreements
    don Miguel Ruiz: Lífsreglurnar fjórar - the Four Agreements (ISBN: 9979768835)
    Lífsreglurnar fjórar er ævaforn indjánaspeki sem hefur farið sigurför um heiminn. Bókin er byggð á fornri visku Tolteka-indjána og útskýrir sannindi sem er að finna í helgum dulspekihefðum víðsvegar um heim. Lesanda eru kynntar fjórar einfaldar en magnaðar lífsreglur sem vísa leiðina að frelsi og sjálfstæði einstaklingsins. Höfundurinn, don Miguel Ruiz, er af ætt græðara og seiðmanna sem hafa iðkað Toltekafræðin frá aldaöðli. Hann er heimsþekktur fyrir bækur sínar og fyrirlestra.
  • Bók: Dagbók kameljónsins
    Birgitta Jónsdóttir: Dagbók kameljónsins (ISBN: 9979973307)
    Dagbók kameljónsins er þroskasaga stúlku sem hefur þurft að berjast við að sogast ekki inn í geðveiki ættmenna sinna, en sjálfsvíg þeirrar manneskju sem hún leit á sem klettinn í lífi sínu verður til þess að hún gerir sér ljóst hve dýrmætt lífið er. Með því að þvinga sig til að muna fortíðina skapar hún möguleika á að eiga sér einhverja framtíð. Alkóhólismi móður hennar vegur jafnframt þungt í þessu verki og hefur afgerandi áhrif á sjálfmeðvitund söguhetjunnar sem á endanum öðlast þroska til að sjá manneskjuna handan sjúkdómsins sem brýst oft út í mikilli sjálfhverfu þess sem er haldin honum og skilur aðra fjölskyldumeðlimi eftir með því sem næst ósýnilegan geðrænan sjúkdóm sem jafnan er kenndur við meðvirkni. En þetta er engin venjuleg bók, hún er brimfull af von og lausnum, ævintýrum og einlægni og fellur aldrei inn í pytt sjálfsvorunnar. Bókin er tilraun til að brúa bilið á milli þess myndræna sem oft fyrirfinnst í dagbókum, en formið bíður upp á vægðarlausan heiðarleika og gefur lesandanum tækifæri á að nota sitt eigið hugarflug.

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (21.11.): 0
  • Sl. sólarhring: 3
  • Sl. viku: 19
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 11
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Nýjustu myndir

  • ...011-02-25_l
  • ...unknown
  • ...581_1050977
  • ...x-_28-of-81
  • ...490581
Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband