Leita í fréttum mbl.is

Sjálfsvíg í kreppu

Nú heyrir maður að fólk hafi tekið sitt eigið líf út af þessum sérkennilegu tímum sem við búum við. Aðstandendur þeirra eru fremja sjálfsvíg er týndur hópur í samfélaginu okkar og fá lítinn stuðning. Enn er alið á mikilli skömm varðandi sjálfsvíg. Það auðveldar ekki sorgarferlið fyrir þá sem missa ástvini sína á þann hátt.

Ég hef í gegnum tíðina talað við ýmsa aðila í heilbrigðisgeiranum og lagt til að aðstandendum sjálfsvíga verði veitt einskonar fagleg áfallahjálp. Fólk sem lendir í því að missa ástvini á þennan hátt er alveg jafn lamað og aðrir sem lenda í áföllum. Ég stakk líka upp á því að útbúinn yrði bæklingur með upplýsingum um hvert fólk gæti leitað. Ég hef ekki séð neitt slíkt framkvæmt ennþá. Legg til að þeir sem vinna að geðheilsu landsins geri nú eitthvað í þessu. Því án efa munu fleiri en áður falla í valinn á þennan hátt og afar mikilvægt að styðja við bakið á þeim fjölskyldum sem eiga sárt um að binda ekki aðeins út af fjárhagskrísu heldur bætist það ofan á að upplifa sektarkennd og skömm sem oft tengist sjálfsvígum aðstandenda.


mbl.is Mikilvægt að sofa nóg á tímum sem þessum
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Sæl Birgitta,

ÉG vil sérstaklega þakka þér að koma með þetta upp á yfirborðið,því nú er alvarleg umræða milli fólks víða um bæ í gangi.

 Ég býð þér að taka þátt í umræðunni til góðs á síðunni minni í dag.

Takk fyrir.

Þórarinn Þ Gíslason (IP-tala skráð) 13.10.2008 kl. 08:11

2 Smámynd: Stefán Þór Steindórsson

Það er væntanlega aukning á sjálfsvígum á tímum sem þessum og hárrétt hjá þér að mínu mati að veita ætti aðstandendum hjálp því þetta hlýtur að vera erfitt að skilja hvenær sem þetta ríður yfir.

Stefán Þór Steindórsson, 13.10.2008 kl. 09:02

3 Smámynd: Soffía Valdimarsdóttir

Hugsaðu þér alla þá peninga sem eru settir í Þjóðkirkjuna. Heldurðu að þeir ættu ekki að nýtast í svona tilfellum ef allt væri sem skyldi? Þeir gera það ekki enda kirkjan dauð og ómerk - því miður kannski.

Sammála þér með geðheilbrigðismálin, nú þarf að taka á því.

Soffía Valdimarsdóttir, 13.10.2008 kl. 12:24

4 Smámynd: Sólveig Klara Káradóttir

Þetta er alveg hárrétt hjá þér og mikil þörf á þessu. Það er stór hópur fólks í kring um hvern einstakling sem mikilvægt er að ná til og hjálpa í slíkum hremmingum. Það hefur líka mikið forvarnargildi þar sem sjálfsvígshætta er aukin hjá einstaklingum sem átt hafa fjölskyldumeðlim sem framdi sjálfsvíg. Hugsa að það gæti verið gott að virkja landlækni og lýðheilsustöð til að koma fræðslubæklingi af stað og vinna að því hvernig best er að nálgast aðstandendur í heilbrigiðskerfinu, þ.e. koma á nk vinnuskipulagi sem hentar okkar aðstæðum.

Kirkjan hefur staðið sig held ég nokkuð vel og styður við aðstandendur og er með fundi fyrir fólk sem hefur misst ástvini. Auðveldar sorgarúrvinnslu og fleira.

Kærkomin umræða hjá þér Birgitta

Sólveig Klara Káradóttir, 25.10.2008 kl. 09:49

5 Smámynd: Birgitta Jónsdóttir

Mér finnst afar mikilvægt að blanda ekki trú við þessa frumhjálp. Ég er til dæmis ekki í þjóðkirkjunni og þegar minn maður framdi sjálfsvíg þá var það eina aðstoðin sem var í boði, að tala við prest. Fannst það ekki viðeigandi - ég veit að það er fullt af góðum andans sálgæslumönnum í kirkjunni en kirkjan ætti að vera síðara tíma úrræði eða einn af nokkrum valkostum:) Ég skil ekki af hverju það er ekki búið að koma á einhverju vinnuskipulagi á þetta, hef talað við fullt af fólki í gegnum tíðina um þetta. Spurning um að tala við Jóhönnu eða landlækni. Það ætti ekki að vera flókið að setja saman bækling, ég bíð mína þjónustu fram án endurgjalds. Það ætti heldur ekki að vera flókið að setja upp vinnuferli þá þeim sem koma fyrst að svona málum. Bara spurning um að hrinda þessu í framkvæmd.

Þetta er svo sannarlega smitandi fjölskyldusjúkdómur og afar mikilvægt að aðstoða aðstendur. Það er svo rosalega erfitt fyrir fólk að þurfa að kljást við bæði sorg og sektarkennd.

Birgitta Jónsdóttir, 25.10.2008 kl. 10:01

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Birgitta Jónsdóttir
Birgitta Jónsdóttir

Ég vil gjarnan láta eitthvað gott af mér leiða í samfélagi manna. Ég mun einbeita mér að því að því að búa til vettvang fyrir þjóðina að vinna að þeim lýðræðisumbótum sem hún krefst og vill leggja sína krafta í. Ég starfa sem þingmaður og þingflokksformaður fyrir Hreyfinguna - fyrir fólkið í landinu. Ég er formaður vina Tíbets.

Ég vil hafa athugasemdakerfið opið - bið fólk samt um að tjá sig eins og það myndi gera ef við stæðum augnlitis til augnlitis. Ég mun því miður ekki alltaf hafa tíma til að svara kommentum eða tölvupósti en ég reyni að lesa allt með opnum huga. Vil gjarnan nota þetta sem vettvang fyrir fólk að koma með hugmyndir um hvað mætti betur fara í samfélginu okkar.

Ég aðhyllist engin sérstök trúarbrögð, ég tilheyri engu sérstöku flokkakerfi, ég tilheyri engu sérstöku nema þessu stórmerkilega mannkyni og þessari yndislegu jörð. Ég er þakklát fyrir að lifa á sögulegum tímum þar sem allt getur gerst. 

Netfang: birgitta@this.is

Bækur

Bækurnar mínar

  • Bók: Tuttugasta öldin og lærdómar hennar
    Mikhail Gorbatsjov og Daisaku Ikeda : Tuttugasta öldin og lærdómar hennar (ISBN: 9979-772-77-8 )
    Þýddi þessa ásamt Jóni Karli Stefánssyni
  • Bók: Lífsreglurnar fjórar - the Four Agreements
    don Miguel Ruiz: Lífsreglurnar fjórar - the Four Agreements (ISBN: 9979768835)
    Lífsreglurnar fjórar er ævaforn indjánaspeki sem hefur farið sigurför um heiminn. Bókin er byggð á fornri visku Tolteka-indjána og útskýrir sannindi sem er að finna í helgum dulspekihefðum víðsvegar um heim. Lesanda eru kynntar fjórar einfaldar en magnaðar lífsreglur sem vísa leiðina að frelsi og sjálfstæði einstaklingsins. Höfundurinn, don Miguel Ruiz, er af ætt græðara og seiðmanna sem hafa iðkað Toltekafræðin frá aldaöðli. Hann er heimsþekktur fyrir bækur sínar og fyrirlestra.
  • Bók: Dagbók kameljónsins
    Birgitta Jónsdóttir: Dagbók kameljónsins (ISBN: 9979973307)
    Dagbók kameljónsins er þroskasaga stúlku sem hefur þurft að berjast við að sogast ekki inn í geðveiki ættmenna sinna, en sjálfsvíg þeirrar manneskju sem hún leit á sem klettinn í lífi sínu verður til þess að hún gerir sér ljóst hve dýrmætt lífið er. Með því að þvinga sig til að muna fortíðina skapar hún möguleika á að eiga sér einhverja framtíð. Alkóhólismi móður hennar vegur jafnframt þungt í þessu verki og hefur afgerandi áhrif á sjálfmeðvitund söguhetjunnar sem á endanum öðlast þroska til að sjá manneskjuna handan sjúkdómsins sem brýst oft út í mikilli sjálfhverfu þess sem er haldin honum og skilur aðra fjölskyldumeðlimi eftir með því sem næst ósýnilegan geðrænan sjúkdóm sem jafnan er kenndur við meðvirkni. En þetta er engin venjuleg bók, hún er brimfull af von og lausnum, ævintýrum og einlægni og fellur aldrei inn í pytt sjálfsvorunnar. Bókin er tilraun til að brúa bilið á milli þess myndræna sem oft fyrirfinnst í dagbókum, en formið bíður upp á vægðarlausan heiðarleika og gefur lesandanum tækifæri á að nota sitt eigið hugarflug.

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (1.5.): 1
  • Sl. sólarhring: 5
  • Sl. viku: 18
  • Frá upphafi: 508744

Annað

  • Innlit í dag: 1
  • Innlit sl. viku: 18
  • Gestir í dag: 1
  • IP-tölur í dag: 1

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Nýjustu myndir

  • ...011-02-25_l
  • ...unknown
  • ...581_1050977
  • ...x-_28-of-81
  • ...490581
Maí 2024
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband