Færsluflokkur: Vinir og fjölskylda
28.9.2008 | 09:28
Neyslufráhvörf þjóðarinnar
Vikan sem var að líða var afar viðburðarík sem og lærdómsrík fyrir mig og mína. Það er allt of mikið að gera hjá mér og þess vegna hafði ég ekki tök né orku til að blogga neitt. Þrátt fyrir að klæja í puttana út af mörgu fréttaefni sem um mbl.is flæddi. Ég er nefnilega háð þeim ósköpum að þurfa að hafa skoðun á öllu og það er engum manni hollt.
Merkilegt hve logandi illdeilur og grimmd er vinsælt lesefni hér í heimi. Allir eru að rífast, Björn B og Jóhann, flestir í FF við aðra í FF. Mér finnst póltíkin vera oft á tíðum eins og Leiðarljós og ég hef aldrei nennt að horfa á sápuóperur þrátt fyrir tilraunir til slíks í veikindum.
Mikið er talað um kreppu. Ég kýs að kalla þetta eitthvað annað og leyfi mér að vera frekar ánægð með að neyslugeðveikin sé að brá af fólki. Það er ekki til neitt sem heitir endalaust góðæri sér í lagi ef fólk tekur alltaf meira en það getur torgað.
Ég hef tamið mér það alla tíð að lifa frekar spart. Hef ekki þörf á að kaupa mér eitthvað eins og tískuvarning eða skemmtun. Hef ekki þörf á að vera í samkeppni við nágranna eða vini um flottara heimili eða bíl. Hef ekki þörf á að fá handsnyrtingu eða strípur. Hef ekki þörf á að liggja á sólarströnd eða ferðast á fyrsta farrými. Hef ekki þörf á að eiga eitthvað, vegna þess að allir eiga það eða upplifa eitthvað út af því að allir eru að upplifa það.
Ég hef tamið mér að elda flestan mat frá grunni og fer nánast aldrei út að borða. Fer sjaldan í bíó eða á dýra tónleika. Ég nota bílinn stundum ekki dögum saman og valdi mér sparneytinn bíl. Því er þessi svokallaða kreppa ekki endilega að koma eins hart niður á mér og mörgum. Auðvitað finn ég fyrir því að matvara er orðin dýrari og hver poki af mat er dýrari en síðast. En ég er svo lánsöm að líta á það sem tækifæri til að einfalda líf mitt og læra eitthvað nýtt. Sá að risadósin af salsa sem ég keypti oft á góðu verði og nota til matargerðar var kominn upp í meira en 700 krónur. Finnst ekki réttlætanlegt að kaupa slíkt aftur og ætla því að búa til mitt eigið salsa sem er hvort er eð miklu betra en dósasalsa.
Það er ekki til nóg af hráefnum handa öllum á jörðinni ef við slökum ekki á neyslunni. Það er hrikaleg pressa að þurfa að taka þátt í þessu og fyrir vikið nýtur maður ekki þessarar einstöku stundar sem andartakið er. Maður er alltaf með hugann við hvað maður á eftir að gera, upplifa, kaupa.
Ég er að vona að með þessari "kreppu" að fólk endurskoði verðmætamat sitt. Við vinnum óhóflega mikið og oft án tilefnis. Við þurfum ekki svona mikið, við hendum og sóum og réttlætum vinnuálagið með meiri neyslu. Hrikalegur vítahringur. Á sama tíma og við neytum eins og fíklar eru burðarstoðir samfélags okkar að fúna og hafa ekki fengið nauðsynlega endurnýjun. Skólakerfið er sprungið og ekki í stakk búið að sinna námskrá og miklum fjölda barna með sérþarfir. Miklir biðlistar á sjúkrahús í lífsnauðsynlegar aðgerðir til að eiga möguleika á grunn lífsgæðum segja sína sögu.
Enginn mun breyta þessu ástandi nema við. Ef við erum ekki til í að endurskoða hvað raunveruleg lífsgæði eru, hvað ætti að vera í forgrunni þá mun ekkert breytast og fólk mun þjást mikið vegna þess að það lét hafa sig út í þetta mynstur sem í raun og veru læddi sér inn í líf okkar án þess að við værum endilega þess vör. Ég hef ekki tölu á hve oft ég heyri fólk segja að það sé brjálað að gera hjá þeim. Ég gerist oft sek um hið sama og ef ég ætti að segja frá mínum helsta lesti þá er það án efa stöðug þörf á að gera meira og meira og meira. Veruleikaflótti í gegnum vinnu hefur svo sannarlega sett sitt mark á mitt líf. Ég hef bara verið afar lánsöm að hafa búið svo í haginn að flest mín vinna fer fram hér heima fyrir framan tölvufressið mitt og því hef ég sveigjanlegri tíma en flestir.
Ég valdi þetta fyrir mörgum árum síðan, þess vegna heillaðist ég af netvinnu og annarri vinnu sem hægt er að gera í fjarvinnu. Ég sá fram að það að vera sjálfstætt foreldri, þyrfti ég að vera sjálfstæðari í því hvernig ég haga vinnustundum mínum. Nú lifum við í þannig veruleika að miklu fleiri ættu að hafa tök á að vinna á þennan hátt. Það að vera á vinnustað og sitja fyrir framan tölvu eða við síma er alger óþarfi, maður gæti hæglega gert þetta heima. Þegar maður vinnur heima, þá eru engir starfsfélagar sem maður freistast til að fara að spjalla við. Maður kemur miklu meira í verk og á meiri tíma til að vera með börnum sínum eða sinna áhugamálum sínum.
Það virðist vera tregða hjá yfirmönnum að sjá gildi þess að fólk vinni meira á heimilum sínum. Þó er þetta miklu skilvirkari vinnuaðferð en að sitja í opnum rýmum eins og er nýjasta tíska hérlendis. Ég þoli ekki opin rými. Hávaðinn og erillinn allt í kring er afar truflandi til lengdar.
Ég sá fyrir mér í árdaga netbólunnar að miklu fleiri tölvutengd störf myndu verða flutt út á land en raunin hefur verið. Skil ekki af hverju áherslan hefur verið eingöngu á að skapa láglaunastörf út á landi þegar svo miklir möguleikar felast í því að skapa atvinnutækifæri fyrir fólk sem hefur sótt í stærri samfélög til að mennta sig.
Við þurfum meiri nýsköpun í úrlausn vandamála en að sama skapi er heilmargt sem við getum lært af þeim kynslóðum sem kunnu að fara með hráefni og voru dugleg að búa til eitthvað úr nánast engu.
Það er talað um mikið álag á börnum og foreldrum. Börn eru oft í meira en 9 tíma á dag í leikskólum. Það er bara ekki ásættanleg. En ef foreldrar láta það yfir sig ganga og gera ekkert til að knýja á breytingar á þessum ósköpum þá mun lítið gerast. Okkur hefur verið talið í trú um að börn verði nánast félagsleg afstyrmi ef þau eru ekki sett ung að aldri í leikskóla. Ef sú er raunin þá eru ansi margar kynslóðir af félagslega vanhæfu fólki til um allan heim.
Við þurfum að endurlæra að hlusta á innsæi okkar og ekki taka öllu sem rétt er að okkur sem einhverjum algildum sannleik. Allt sem ég hef dælt út úr mér hér er auðvitað byggt á mínum veruleika og á kannski alls ekki við aðra. En ég ákvað að deila þessum með ykkur - því satt best að segja þá er ég bara nokkuð hamingjusöm mannvera og þarf ekki mikið til að gera mig glaða, þrátt fyrir dynjandi kreppudans allt í kring.
Þetta er orðið miklu lengra en ég ætlaði mér:) Ég vona að innan þessa dags leynist tilefni gleði og brosa í ykkar veruleika. Tek mér svo vikuhlé frá bloggi en fæ að fylgjast með þeim bloggvinum sem gjarnan fá mig til að hlæja eða hugsa:)
3.9.2008 | 11:03
12 strengja steingítar
Fór í gær að skoða legsteininn sem snillingurinn Óskar hjá Sólsteinum vann fyrir okkur. Læt mynd fylgja af honum. Ég er svo ánægð með hvað þessi hugmynd hefur orðið falleg í hinu efnislega. Ef þið skoðið myndina vel - þá er að finna andlit í mynstrinu á steininum. Þeir sem þekkja muninn á 12 og 6 strengja gíturum geta séð að við klikkuðum ekki á að hafa hann 12 strengja.
Mér fannst vel við hæfi að hafa þetta vísubrot með - enda má segja að mamma blessunin hafi villst langt af leið til Danaveldis en er loksins komin aftur heim. Þá fannst mér steingítar vera vel við hæfi, hennar helsta skáld til lagagerðar var Steinn Steinarr - því er steingítarinn einskonar tilvísun í það...
Á von á að hann verði kominn upp við Kotströnd um helgina.
29.8.2008 | 22:33
Legsteinn og Snæljón
Jæja þá er lokins að koma mynd á legsteininn fyrir hana mömmu. Þetta verður að sjálfsögðu enginn venjulegur legsteinn enda var hún engin venjuleg mannvera:) Fannst við hæfi að hafa grjótið í laginu eins og tólf strengja gítar og brot úr ljóði Steins Steinars ... Afturhvarfi á honum. Tek ljósmynd af listaverkinu þegar hann er klár, sem ætti að vera í næstu viku.
Annars þá finnst mér þetta orð legsteinn eitthvað svo niðurdrepandi - komið endilega með tillögur að betra orði. Ég breytti orðinu jarðaför í himnaför þegar við kvöddum mömmu. Væri gaman að fá áþekktan umsnúning:)
Ég þarf að hafa mikið fyrir því að horfa á heimildarmyndir um Tíbet og sé það alltaf betur og betur að aðgerða er þörf núna og ég heiti því að ég muni gera allt sem í mínu mannlega valdi er til að hjálpa þessari sérstæðu og friðelskandi þjóð til að öðlast frelsi til að fá að lifa og stunda sína menningu.
Ég var að horfa á mynd áðan sem heitir "The Cry of the Snow Lion". Ég var eiginlega komin með ekka á fyrstu mínútunum vegna þeirra miklu fórnar sem þessi þjóð hefur fært til þess eins að vera refsað fyrir umburðarlyndi sitt og þann einstaka hæfileika að geta fyrirgefið þeim sem brjóta á þeim.
Myndin er annars ekki tilefni til eintómra tára, gefur manni einstaka innsýn í þessa merku menningu og ég hló líka innilega og hreyfst. Ég er svo þakklát fyrir að hafa tekið þessa stefnu að gera eitthvað fyrir Tíbeta. Þakklát vegna þess að ég hef þráð að kynnast þessari menningu um langa hríð en ekki vitað hvernig og um leið og ég fór að gera eitthvað þá má segja að Tíbet hafi komið til mín. Lífið er töfrum líkast og hvert sem maður fer og hvað sem maður gerir blasa við lítil kraftaverk til að örva gleðistöðvarnar sem og samkenndina með öllu lífi, nema kannski moskítóflugum:)
Hér er slóð í myndina: Cry of the Snow Lion
Vinir og fjölskylda | Breytt 30.8.2008 kl. 08:14 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
29.8.2008 | 10:18
Af sápuóperum í daglegu lífi kameljónsins
Það hefur oft verið sagt um lífshlaup mitt að það minni einna helst á fremur illa skrifaða sápuóperu og svo sem margt sem gæti rökstutt það. Hér áður fyrr fannst mér þessi sápuóperu tilfelli nánast óþolandi og næsta víst að ég ornaði mér við elda sjálfsvorkunnar oft á tíðum þegar þessi tilfelli komu upp:)
Sápuóperuplottið sem ég stend frammi fyrir í dag er þannig háttað að sjö ára sonur minn kemst ekki í skóla í okkar ástkæra vesturbæ vegna þess að skólastigið hans er sprungið og það er bara ekki pláss fyrir eitt barn í viðbót nema í þeim skóla sem hann getur ekki sótt vegna eineltis og vanlíðunar. Eina lausnin sem Menntasvið hafði fyrir okkur eftir árangurslausar tilraunir að fá pláss fyrir hann í smærri skólunum var að senda hann aftur í það umhverfi sem veldur honum vanlíðun og átti ég þá jafnframt að svíkja barnið og senda hann aftur þangað... -Þvílík steypa.
Ég sótti um með góðum fyrirvara, strax í febrúar en það er svo troðið í hans bekkjastig að mér finnst furðu sæta að skólinn láti þetta yfir sig ganga. Engan skal þó furða að svona sé ástatt um skólamál borgarinnar eða menntamála almennt, enda kostar sitt að hafa 4 borgarstjóra á launum. Ég skora á þessa borgarstjóra sem ekki eru lengur í vinnunni að afþakka biðlaun sín. Það er eitthvað svo siðlaust að þiggja peninga fyrir ekki neitt þegar fólk er ekki á flæðiskeri statt og grunnþjónusta í molum.
Ég á því enga aðra úrkosti en að senda hann í einkaskóla, fjarri hverfinu okkar og fjarri vinum hans.
En það tekur allt tíma og því er ég með barnið enn heima og veit enn ekki hvenær hann fær að setjast á skólabekk. Ég verð að segja að úrræðaleysi í grunnþjónustu er ekkert einsdæmi og ég heyri stöðugt sögur af fólki sem á það reglulega erfitt og hefur nánast engin úrræði og allt þeirra líf hangir á þræði sem misfaglegt fólk heldur á og tilvera þeirra er bundin dyntum borgarstarfsmanna. Fólkið sem vinnur í borginni okkar á ekki sjö daga sæla, það er stöðugt verið að skipta um stefnur og yfirmenn. Illa tekst til að halda fólki í starfi þar sem engar lausnir eru að finna og á hverjum bitnar þessi óráðsía? Við vitum það öll: börnum, gamalmennum og þeim sem þurfa á stuðning að halda í þessu óvelferðarsamfélagi.
Það sem er auðvitað ömurlegast við þetta allt er að maður getur ekki gert neitt til að breyta þessu fyrr en um næstu kosningar og satt best að segja þá veit maður ekki hvað það mun taka langan tíma að laga allt það sem hefur úr skorðum farið - grunnþjónustan er götótt og fúin og í mínum huga er það undirstaða borgarmála að sjá til þess að við fáum það sem við borgum fyrir með sköttum og gjöldum.
Það sem er klikkaðast við þetta allt saman er að maður óskar þess núna að hafa ekki beðið um hjálp því sú hjálp sem ég átti að fá hefur aðeins gert málin sýnu verri.
15.8.2008 | 15:59
Tannrótarbólgan sem lagði mig að velli
Ég er búin að vera eins og drusla í heilan mánuð - alltaf eitthvað slöpp og hitasækin. Komst svo loks í gær að ástæðunni: tannrótarbólgusýkingarskrímsli hafði laumast í gegnum klakatönnina mína.
Ég átti reyndar ekki að fá tíma fyrr en í september en kraftaverksfyrirspurn minni var svarað í gær og ég fékk að hitta eina af uppáhalds frænkum mínum sem mundaði bora og sprautur og hjakkaði á rótarskömminni eins og brjáluð væri svo ég myndi sleppa við að taka fúkkalyf. Ég var orðin svo aum að ég næstum farin að grenja þegar deyfingin komst loks inn fyrir bólgna taugaenda. En ég var vafinn inn í mjúkt bleikt teppi og fékk smá vorkunn frá mínum yndislega tannlækni.
Mætti svo heim með þrefalda deyfingu og íbúfen og stalst til að sofa ekki en liðast um eins og þokuslæða og vera óendanlega þakklát fyrir að hafa ekki sýkingaróværuna að lama úr mér alla löngun til að skrifa.
Ég er ein af þeim sem er alltaf óskaplega ánægð að hafa efni á því að fara til tannlæknis og finnst alveg ótrúlega furðulegt að tennur og munnmál séu ekki hluti af því sem fellur undir skatta þá sem ég borga í kerfið. Það er nánast eina læknaþjónustan sem ég nota eitthvað. Og ég upplifi með sanni að tannvernd er ekki síður hluti af almennri heilsuvernd en aðrir líkamshlutar.
10.8.2008 | 16:37
Stundum sakna ég þeirra afskaplega mikið
10.8.2008 | 16:25
Áhugaverð heimildarmynd um olíukreppuna yfirvofandi
3.8.2008 | 12:37
Arnarfjörður og arnarunginn
Ég fór í örferðalag í vikunni og er enn að melta allt það sem ég fékk að upplifa. Hápunktarnir voru án efa Arnarfjörður og arnarunginn sem ég hitti á Snæfellsnesi.
Ég og einn besti vinur minn hann Friðgeir ásamt Neptúnusi og Delphin fórum á jazzbílnum Vernharði á vesturland til að byrja með. Tókum stefnuna á bóndabæ á Snæfellsnesi. Þar á stjúpi minn hlut í gömlum bóndabæ rétt við hafið. Við lögðum í hann á þriðjudag og vorum komin með góðum hléum um eftirmiðdaginn. Það var alveg yndisleg blíða og stillur. Fórum með Valda í smá ferð um spegilslétt hafið á gúmmíbát. Ætlunin var að fara í litla eyju og kíkja á arnarunga og athuga hvort að við myndum sjá selina sem synda þarna um. Og viti menn þrír selir kíktu á furðulega fólkið sem var á ferð. Lyftu sér hátt upp af forvitni og létu sig hverfa bara til að koma aðeins nær.
Það var að fjara svo við þurftum að drífa okkur út í eyju, yfir henni hringsólaði magnaðasti fuglinn í ríki fugla; örninn. Við fórum á eyjuoddann og sáum þar ófleygan arnarunga. Hann var þó engin smásmíði og vænghafið ótrúlega umfangsmikið. Greinilega vel nærður, stór kjötstykki í hreiðri og rándýrsblik í augum. Ég var hjá honum ein í smástund, fékk að ræna hann einni fjöður sem hann hafði misst og hugsaði um indíánablóðið í æðum mínum á meðan ég horfði í augu hans um stund. Það var á einhvern hátt eins og helgistund. Hljómar kannski furðulega en ég er auðvitað náttúrudýrkandi og fannst mikil forréttindi að fá að horfast í augu við örn um stund:)
Við skoðuðum lundana sem voru svo þungir af öllu æti dagsins að þeir ætluðu varla að geta hafið sig til flugs. Tókum svo stefnuna heim á bæ að fá okkur sjálf eitthvað í gogginn. Kíktum svo aðeins við á Stykkishólm í blíðunni og keyptum ís til að snæða með grilluðum banönum og suðusúkkulaði. Ég var orðin eitthvað veik en góður nætursvefn hressti mig við. Vaknaði klukkan 6 og náði að skrifa eitt ljóð í dagbókina mína, drakk í mig fegurðina allt um kring og vakti svo mannskapinn. Ég hafði sem betur fer keypt miða í ferjuna Baldur áður en ég fór á netinu - nokkrir þurftu greinilega frá að snúa. En strax klukkan hálf 9 var löng biðröð í ferjuna. Merkilegt hvað er hægt að troða mörgum bílum í þessa litlu ferju. Það er reyndar skömm frá því að segja að ég hafi aldrei farið í ferjuna áður á þann stað á landinu sem ég ber svo miklar og stórar tilfinningar til, þ.e.a.s. vestfjarða.
Mér finnst ferjan snilld og ætla að notfæra mér þessa þjónustu oft og mörgu sinnum. Það var gjóla og frekar kalt um morguninn en þegar við náðum landi á Brjánslæk var orðið vel heitt og kom síðar í ljós að slegin voru hitamet þennan dag líka fyrir vestan.
Stefnan var tekin á Arnarfjörð en mér lék forvitni að sjá þann stað sem búið er að taka frá fyrir olíuhreinsunarstöð. Við fórum fyrst yfir Dynjandisheiði og sáum þar líka þessa merkilega flottu styttu. Kom í ljós að hún var gerð af vegavinnumönnunum sem unnu við gerð brúarinnar yfir Pennu árið 1958. Mér finnst þetta flottasta stytta sem ég hef séð á vegum úti hérlendis.
Við stöldruðum aðeins við í botni Þernudals og hámuðum í okkur allskonar spikfeit ber. Delphin ofurhugi vildi endilega leggjast til sunds í kaldri ánni. Hann var á sundskýlunni mest allan daginn, alsæll í þessari vatnaveröld. Sá bregða fyrir stórum löxum í ljósgrænum hyl. Skemmtum okkur vel þarna í gróðurreit á hjara veraldar. Ofurhuginn varð reyndar svo yfir sig hræddur við geitung að það þurfti að bera hann að hellisbúa sið upp úr litla gilinu.
Við komum við í Bíldudal eftir að hafa heillast af glæsilegum flugvelli við bæjarmörkin. Ég reyndar heillaðist enn frekar af Bíldudal. Yndislegur bær og mér þótti furðu sæta að þar var enga ferðamenn að finna á þessum fallega degi. Ég mun með sanni koma aftur til
Bíldudals og vonandi hafa tök á að dvelja um einhvern tíma þar. Við rákumst á athafnamanninn Jón Þórðarson sem rekur skemmtilegt gallerí og vefsíðu bæjarins, hvet alla til að kíkja á vefinn, bildudalur.is. Ég ætla að skrifa meira um ferðalagið mitt. Þetta er bara að verða svo mikil ritgerð. Setti inn slatta af myndum frá ferðalaginu en á eftir að setja inn myndirnar frá Selárdal.
Verð að hætta núna en tek upp þráðinn á morgunn. Er að fara að hitta fyrsta internet vin minn sem ég kynntist árið 1995 og hef ekki enn hitt. Hlakka til að sjá hann í þrívídd:) Hann er skemmtilegur persónuleika af netnördakyni sem ferðast um heiminn með brúðleikhús í sérkennilegri kantinum.
Vinir og fjölskylda | Breytt 6.8.2008 kl. 13:57 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (8)
28.7.2008 | 11:55
Ég ætla að dansa indíánadans um verslunarmannahelgina
Ég hef aldrei verið mikið fyrir það að fara út úr bænum um verslunarmannahelgina en ætla að bregða út af vananum í ár og taka þátt í þessu.
Hjörtu okkar og hjarta jarðarinnar eru eitt.
Sunray námskeið haldið að Búlandi A Landeyjum
Verslunarmannahelgina 1-3 ágúst.
INDÍÁNA ÆFINGAR, dans HÖFUÐÁTTANNA,
OG HUGLEIÐSLA
Á tímamótum mikilla umbreytinga á jörðinni og hjá mannkyninu fáum við nú tækifæri til að marka spor friðar og jafnvægis í sérvöldum huldum náttúruperlum í næsta nágrenni við Búland.
Ven Dhyany Ywahoo hefur tjáð okkur að Ísland sé að kalla eftir hjálp hún hefur beðið okkur að hlusta á landið okkar.
Við hjónin á Búlandi ákváðum að bregðumst við því með því að bjóða þátttakendum Sunray aðstöðu á Búlandi.
Angelika Salberg Sunray kennari leiðir námskeiðið.
Ven Dhyany Ywahoo Indíánahöfðingja Cherokee ættbálksins
var barn að aldri valin af þeim eldri innan ættbálksins, til að kenna áfram heilög fræði forfeðra þeirra um samspil mannsins við himininn, jörðina og mannkynið.
Þetta nám hæfir öllum aldurshópum. Hafir þú áhuga á að taka þátt í að styrkja, styðja og hreinsa okkar yndislega land af áhrifum sem hafa orðið af manna eða náttúruvöld þá er þetta.
Einstakt tækifæri til gera eitthvað algerlega öðruvísi, komast í snertingu við sjálfan sig án vímuefna í faðmi fjölskyldunnar og náttúrunnar.
Verð: 21.000 fyrir hjón
Einstaklingar 11.000
Ókeypis fyrir 18 ára og yngri.
Skráning.
Guðný Halla / Guðmundur 4878527 - 8936698 -8684500
20.6.2008 | 06:55
Nóg að gera hjá aðgerðasinna á næstu dögum
Í kvöld 20. júní er opinn félagsfundur hjá Vinum Tíbets - við munum hittast á Kaffi Hljómalind klukkan 20:00. Allir velkomnir.
Á morgunn 21. júní verður okkar vikulega staða fyrir utan kínverska sendiráðið klukkan 13:00. Þetta er mikill örlagadagur fyrir Tíbeta, því Ólympíukyndillinn sem á að vera táknrænn fyrir frið og sameiningu þjóða mun þrátt fyrir allt fara í gegnum Tíbet. Kínversk yfirvöld hafa hótað engri miskunn þeim sem voga sér að mótmæla ástandinu í landinu á meðan hlaupið verður með kyndilinn í gegnum Lhasa. Krafa okkar er enn hin sama: við viljum að alþjóðafjölmiðlum verði hleypt inn í Tíbet nú þegar.
Ég mun jafnframt eftir stöðuna fyrir utan kínverska sendiráðið taka þátt í RÚST - og lesa upp úr ímyndarskýrslunni sem forsætisráðherra okkar lét gera og er vægast sagt undarleg og óþægileg lesning. Þessi skýrsla hljómar afar fallega ef maður gleymir því að þetta er markaðssetningarskýrsla. En mikilvægt er að gleyma því ekki og mikilvægt að þjóðin viti meira um þessa skýrslu.
Ég ætla svo að taka þátt í alheimsföstu á sunnudaginn ... undir yfirskriftinni.... heilbrigði og menntun, ekkert stjörnustríð.
Svo fer ég í barnaafmæli og mun þurfa að hefja hina miklu leit að leikföngum sem ekki eru búin til í Kína... Það er ekki auðvelt, eyddi heilum klukkutíma í það um daginn... fann bara eitt púsl sem búið var til í Tékklandi og eina barnabók sem var prentuð annarsstaðar en í þrælakistu heimsins.
Fór í gær að skoða leiðið hennar mömmu. Við ætlum að láta búa til gítar úr steini. Táknrænt að sjálfsögðu enda samdi hún flest lögin sín við ljóð Steins Steinars:)
Í nótt dreymdi mig Dalai Lama. Þetta var skringilegur en magnaður draumur. Þarf að finna draumaráðningarmanneskju hið fyrsta.
Finnst ekkert eins mikilvægt á þessari stundu í heiminum okkar en að við náum sem flest að verða meðvituð um að hamingja okkar er fólgin í því að komast handan sjálfshyggjunnar og leggja okkar á vogskálarnar í að skapa hamingjuríka framtíð fyrir alla, ekki aðeins okkur sjálf. Já ég veit að þetta hljómar fremur væmið en svona er Birgitta - alveg hrikalega væmin mannvera þrátt fyrir pönkið í mér:)
Tenglar
Nýja Ísland
Ég les:
Tíbet
- Fréttir frá Tibet
- Tibet Info Net An Independent Information Service on Contemporary Tibet
- Undercover in Tibet Ný heimildarmynd frá Channel 4 um hvernig ástandið er í raun og veru í Tíbet
- Leaving Fear Behind Viðtöl við Tíbeta í Tíbet stuttu fyrir mótmælin í mars
- Cry of the Snow Lion Margverðlaunuð heimildarmynd um Tíbet
- Yeti - heimildarmynd
- Yogis of Tibet Heimildarmynd um Jógameistara Tíbets sem eru óðum að hverfa
- Students for a Free Tibet
- Dalai Lama
- Tibetan Uprising
- Kerti fyrir Tíbet
- Tibet TV
- Central Tibetan Administration
- Om mani padme hum
Ýmsar slóðir
sem ég man eftir í andartakinu
- The Hunger Site
- THE MEATRIX
- Myspace síðan mín
- Úgáfan Beyond Borders Alþjóðleg útgáfa sem ég stofnaði árið 1999 í netheimum
- Hitt bloggið mitt
- Félagið Ísland-Palestína
- Womb of Creation Vefurinn minn sem ég hef haldið við síðan 1995
- Myspace síðan hennar mömmu
- Saving Iceland
- Be the change:)
- Náttúra vefur með umhverfisvitund
- Nattura info
- Care 2 make a Difference
Bækur
Bækurnar mínar
-
: Tuttugasta öldin og lærdómar hennar (ISBN: 9979-772-77-8 )
Þýddi þessa ásamt Jóni Karli Stefánssyni -
: Lífsreglurnar fjórar - the Four Agreements (ISBN: 9979768835)
Lífsreglurnar fjórar er ævaforn indjánaspeki sem hefur farið sigurför um heiminn. Bókin er byggð á fornri visku Tolteka-indjána og útskýrir sannindi sem er að finna í helgum dulspekihefðum víðsvegar um heim. Lesanda eru kynntar fjórar einfaldar en magnaðar lífsreglur sem vísa leiðina að frelsi og sjálfstæði einstaklingsins. Höfundurinn, don Miguel Ruiz, er af ætt græðara og seiðmanna sem hafa iðkað Toltekafræðin frá aldaöðli. Hann er heimsþekktur fyrir bækur sínar og fyrirlestra. -
: Dagbók kameljónsins (ISBN: 9979973307)
Dagbók kameljónsins er þroskasaga stúlku sem hefur þurft að berjast við að sogast ekki inn í geðveiki ættmenna sinna, en sjálfsvíg þeirrar manneskju sem hún leit á sem klettinn í lífi sínu verður til þess að hún gerir sér ljóst hve dýrmætt lífið er. Með því að þvinga sig til að muna fortíðina skapar hún möguleika á að eiga sér einhverja framtíð. Alkóhólismi móður hennar vegur jafnframt þungt í þessu verki og hefur afgerandi áhrif á sjálfmeðvitund söguhetjunnar sem á endanum öðlast þroska til að sjá manneskjuna handan sjúkdómsins sem brýst oft út í mikilli sjálfhverfu þess sem er haldin honum og skilur aðra fjölskyldumeðlimi eftir með því sem næst ósýnilegan geðrænan sjúkdóm sem jafnan er kenndur við meðvirkni. En þetta er engin venjuleg bók, hún er brimfull af von og lausnum, ævintýrum og einlægni og fellur aldrei inn í pytt sjálfsvorunnar. Bókin er tilraun til að brúa bilið á milli þess myndræna sem oft fyrirfinnst í dagbókum, en formið bíður upp á vægðarlausan heiðarleika og gefur lesandanum tækifæri á að nota sitt eigið hugarflug.
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (21.11.): 0
- Sl. sólarhring: 3
- Sl. viku: 19
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 11
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Tónhlaða
Bloggvinir
- ADHD
- Agný
- Alfreð Símonarson
- Andrea J. Ólafsdóttir
- Alexandra Briem
- Andrés Magnússon
- Anna Ragna Alexandersdóttir
- Anna Ólafsdóttir Björnsson
- Ari Sigurðsson
- Baldvin Björgvinsson
- Baldvin Jónsson
- Baldvin Jónsson
- Bara Steini
- Bergur Sigurðsson
- Bergur Thorberg
- Bergur Þór Ingólfsson
- Bergþóra Árnadóttir - RIP 15.2.48 - 8.3.07
- Binnan
- Birgir Þórarinsson
- Birna Rebekka Björnsdóttir
- Bjargandi Íslandi
- Bjarkey Gunnarsdóttir
- Björgvin R. Leifsson
- SVB
- Brjánn Guðjónsson
- Brosveitan - Pétur Reynisson
- Bryndís Ísfold Hlöðversdóttir
- Brynja skordal
- Brynjar Hólm Bjarnason
- Bókaútgáfan Salka ehf
- Dagrún Steinunn Ólafsdóttir
- Daníel Haukur
- Dorje
- Dísa Dóra
- Egill Bjarnason
- Egill Jóhannsson
- Einar Guðjónsson
- Einar Indriðason
- Einar Vignir Einarsson
- Einar Ólafsson
- Eiríkur Bergmann Einarsson
- Eldur Ísidór
- Elyas
- Elín Sigurðardóttir
- Elísabet Markúsdóttir
- Erna Friðriksdóttir
- Erna Hákonardóttir Pomrenke
- Eva Benjamínsdóttir
- Eydís Hentze Pétursdóttir
- Eyjólfur Kristinn Vilhjálmsson
- FLÓTTAMAÐURINN
- Finnur Bárðarson
- Friðrik Hansen Guðmundsson
- Friðrik Þór Guðmundsson
- Fríða Eyland
- Félag Anti-Rasista
- Félag um stafrænt frelsi á Íslandi
- Gaukur Úlfarsson
- Georg P Sveinbjörnsson
- Gerður Pálma
- Gestur Guðjónsson
- Goggi
- Greta Björg Úlfsdóttir
- Gunnar Pétursson
- Gunnar Rögnvaldsson
- Gunnar Skúli Ármannsson
- Gunnlaugur B Ólafsson
- Gunnlaugur Stefán Gíslason
- Guðjón Baldursson
- Guðjón Bergmann
- Guðjón Heiðar Valgarðsson
- Guðmundur Helgi Helgason
- Guðmundur M Ásgeirsson
- Guðmundur Ragnar Guðmundsson
- Guðmundur Steingrímsson
- Guðmundur Ásgeirsson
- Guðný Lára
- Guðrún S Sigurðardóttir
- Guðsteinn Haukur Barkarson
- Gísli Hjálmar
- Haffi
- Halldór Sigurðsson
- Hannibal Garcia Lorca
- Haukur Már Helgason
- Heidi Strand
- Heilsa 107
- Heiða Þórðar
- Helga Auðunsdóttir
- Kaleb Joshua
- Hildur Helga Sigurðardóttir
- Himmalingur
- Hilmar Gunnlaugsson
- Hjálmtýr V Heiðdal
- Hjörleifur Guttormsson
- Hlekkur
- Hlynur Hallsson
- Hlynur Jón Michelsen
- Hlédís
- Hrafnhildur Ýr Vilbertsdóttir
- Hrannar Baldursson
- Hrólfur Guðmundsson
- Hulla Dan
- Hólmfríður Guðlaug Einarsdóttir
- Hörður B Hjartarson
- Húmoristaflokkurinn
- Ingibjörg Álfrós Björnsdóttir
- Ingibjörg Helga
- Ingibjörg SoS
- Ingibjörg Stefánsdóttir
- Ingigerður Friðgeirsdóttir
- Isis
- Jakob Falur Kristinsson
- Jakob Smári Magnússon
- Jakob Þór Haraldsson
- Jakobína Ingunn Ólafsdóttir
- Jens Guð
- Johann Trast Palmason
- Jóhannes Ragnarsson
- Jón Bjarnason
- Jón Gerald Sullenberger
- Jón Sigurgeirsson
- Jón Svavarsson
- Jón Valur Jensson
- Jón Þór Ólafsson
- DÓNAS
- Katrín Mixa
- Katrín Snæhólm Baldursdóttir
- Ketill Sigurjónsson
- Ketilás
- Kjartan Pétur Sigurðsson
- Konráð Ragnarsson
- Kristbergur O Pétursson
- Kristján B. Jónasson
- Kristján Kristjánsson
- Kristján Logason
- Kristín Dýrfjörð
- Kristín Snorradóttir
- Krummi
- Kári Harðarson
- Landvernd
- Laufey Ólafsdóttir
- Lovísa
- Lára Hanna Einarsdóttir
- Lýður Árnason
- Mafía-- Linda Róberts.
- Margrét Guðjónsdóttir
- Margrét Lóa Jónsdóttir
- Margrét Sigurðardóttir
- Markús frá Djúpalæk
- María Kristjánsdóttir
- María Pétursdóttir
- Methúsalem Þórisson
- Morgunblaðið
- Myndlistarfélagið
- Mál 214
- Máni Ragnar Svansson
- Neo
- Oddi
- Paul Nikolov
- Perla
- Pjetur Hafstein Lárusson
- Pálmi Gunnarsson
- Pálmi Guðmundsson
- Ragnar Þór Ingólfsson
- Rannveig H
- Ransu
- Róbert Björnsson
- Rögnvaldur Hreiðarsson
- Rúnar Sveinbjörnsson
- Rúnar Þór Þórarinsson
- Salvör Kristjana Gissurardóttir
- Samstaða - bandalag grasrótarhópa
- SeeingRed
- Sema Erla Serdar
- Sigga
- Signý
- Sigrún Jónsdóttir
- Sigurgeir Orri Sigurgeirsson
- Sigurgeir Þór Hreggviðsson
- Sigurjón Sigurðsson
- Sigurður Hrellir
- Sigurður Sigurðsson
- Sigurður Þór Guðjónsson
- Skuldlaus
- Snorri Sturluson
- Soffía Valdimarsdóttir
- Stefán Friðrik Stefánsson
- Þorsteinn Briem
- Steinunn Helga Sigurðardóttir
- Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir
- Stríða
- Sveinbjörn Eysteinsson
- Sveinn Hjörtur
- Sveinn Ólafsson
- Sverrir Stormsker
- Swami Karunananda
- Sæmundur Bjarnason
- Sævar Finnbogason
- Sævar Einarsson
- Sæþór Helgi Jensson
- Sóldís Fjóla Karlsdóttir
- Sóley Tómasdóttir
- Sólveig Klara Káradóttir
- TARA
- Tilkynning
- Tinna Jónsdóttir
- Trausti Traustason
- Tryggvi Gunnar Hansen
- Tína
- TómasHa
- Valgeir Skagfjörð
- Valgerður Halldórsdóttir
- Vefritid
- Vilborg Eggertsdóttir
- Vilhelmina af Ugglas
- Vilhjálmur Árnason
- Villi Asgeirsson
- Vinir Tíbets
- Viðar Eggertsson
- Viðar Freyr Guðmundsson
- Vér Morðingjar
- Vésteinn Valgarðsson
- arnar valgeirsson
- fingurbjorg
- hreinsamviska
- leyla
- molta
- oktober
- Einhver Ágúst
- Ágústa Kolbrún Jónsdóttir
- Ár & síð
- Árni Þór Sigurðsson
- Ásgeir Rúnar Helgason
- Ásgerður
- Ásta Hafberg S.
- Ásthildur Cesil Þórðardóttir
- Ævar Rafn Kjartansson
- Íbúasamtökin Betra Breiðholt
- Ólaf de Fleur Jóhannesson
- Ólafur fannberg
- Ólöf de Bont
- Ómar Ragnarsson
- Óskar Arnórsson
- Örlygur Hnefill Örlygsson
- Þorsteinn Mar Gunnlaugsson
- Þröstur Unnar
- Þór Jóhannesson
- Þór Saari
- Þórhildur og Kristín
- Þórður Björn Sigurðsson
- Þórólfur S. Finnsson
- Andrés.si
- Anna Karlsdóttir
- Anna Margrét Bjarnadóttir
- Ari Jósepsson
- Aron Ingi Ólason
- Axel Þór Kolbeinsson
- Barði Bárðarson
- Bergþór Gunnlaugsson
- Billi bilaði
- Bjarki Steingrímsson
- Bjarni Kristjánsson
- Bogi Jónsson
- brahim
- Daði Ingólfsson
- Daníel Sigurður Eðvaldsson
- Dóra litla
- Dúa
- Einar Björn Bjarnason
- Elsabet Sigurðardóttir
- Esther Anna Jóhannsdóttir
- Frosti Sigurjónsson
- Grétar Eiríksson
- Guðbjörg Hrafnsdóttir
- Guðmundur Óli Scheving
- Gunnar Helgi Eysteinsson
- Héðinn Björnsson
- Hreyfingin
- Hulda Haraldsdóttir
- Högni Snær Hauksson
- Ingvi Rúnar Einarsson
- Ísleifur Gíslason
- Jack Daniel's
- Jóhann Ágúst Hansen
- Jóhannes Þór Skúlason
- Jóhann Pétur
- Jóna Kolbrún Garðarsdóttir
- Jónas Bjarnason
- Jón Kristófer Arnarson
- Jón Lárusson
- Karl Gauti Hjaltason
- Lísa Björk Ingólfsdóttir
- Lúðvík Lúðvíksson
- Madhav Davíð Goyal
- Magnús Ragnar (Maggi Raggi).
- Morten Lange
- Óðinn Kári Karlsson
- Ólafur Eiríksson
- Ólafur Ingi Hrólfsson
- Pjetur Stefánsson
- Rafn Gíslason
- Rannsóknarskýrslan
- Rúnar Freyr Þorsteinsson
- Sigurbjörn Svavarsson
- Sigurður Einarsson
- Sigurður Jónsson
- Sigurður Sigurðsson
- Sigurður Þórðarson
- Sigþrúður Þorfinnsdóttir
- Sveinbjörn Ragnar Árnason
- Vaktin
- Vilhjálmur Sveinn Björnsson
- ÞJÓÐARHEIÐUR - SAMTÖK GEGN ICESAVE
- Þorsteinn Helgi Steinarsson
- Þorsteinn Valur Baldvinsson