Færsluflokkur: Stjórnmál og samfélag
26.1.2009 | 15:33
Utanþingsstjórn takk
Þjóðstjórn er ekki boðlegt í þessari stöðu - það er líka hæpið að þjóðin treysti þeim sem eru inni á þingi til að gera nauðsynlegar breytingar til að uppræta þá spillingu sem hefur fengið að grassera í skjóli þingsins. Utanþingsstjórn er í mínum huga eina raunhæfa lausnin.
Þjóðin fagnar í dag að nú loks sjáum við fram á að alvöru breytingar - en við munum ekki þagna nema kröfum okkur um upprætingu spillingar verði mætt og að aðstoð erlendra sérfræðinga verði nýtt. Þarf varla að taka það fram að Davíð ætti að fara að pakka og að mér finnst alveg nauðsynlegt að Jónas hjá FME hætti samstundis. Ég er ekki alveg sátt við að borga honum 20 milljónir fyrir vanhæfni sína.
Núna ætla ég að fara niðrí bæ og fagna með þjóðinni:) Mikið er ég ánægð með að í fyrsta skipti í sögu okkar hafa mótmæli haft raunveruleg áhrif. Takk allir sem hafa staðið vaktina.
Stel hérna einni af eðalmyndunum hans Jóhanns Þrastar sem hann hefur tekið á mótmælum undanfarið.
Fundað um framhaldið | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 15:41 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (12)
26.1.2009 | 12:59
Er Morgunblaðið ríkisrekið?
Ég las það í leyniskýrslu sem DV birti að ríkið héldi lífinu í rekstri Morgunblaðsins. Samkvæmt þeirri skýrslu kemur fram að Árvakur skuldar 4,4 milljarða króna til Glitnis og Landsbanka. Þessir tveir bankar eru nú í eigu ríkisins. Merkilegt svona í ljósi sögunnar að það sé staðreynd, að sjálft frjálshyggjumálgagnið sé tæknilega séð: ríkisstyrkt.
Kannski væri bara best að við myndum hreinlega þjóðnýta þetta blað:)
Laun lækka um 5% hjá Árvakri | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 13:01 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (10)
26.1.2009 | 11:36
Undiralda samstöðu eflist
Það er mikið fundað um landið allt meðal almennings - vil minna fólk á að grasrótin er almenningur og vettvangur fyrir alla sem hafa áhuga á að breyta samfélaginu. Grasrótin er einmitt það sem orðið gefur til kynna - línulaga hreyfingar fólks, þar sem allir eiga að hafa sama vægi og þannig er það yfirleitt alltaf, þó með örfáum undantekningar tilfellum eins og vera ber í samfélagi manna:)
Ég hef ferðast um í grasrótinni undanfarna mánuði og verið svo lánsöm að finna og upplifa að allir eru nánast að hugsa það sama. Gagngerar breytingar á stjórnarskrá og kosningalöggjöf. Uppræting spillingar í stjórnsýslu, að hér verði komið á þrískiptingu valds, að hér fari fram alvöru rannsókn á hruninu með aðstoð erlendra sérfræðinga, að uppræta gerræði flokkaveldisins, að almenningur eigi þess kost að kjósa um málefni er varða alla þjóðina, að hér verði komið á neyðaraðgerðum til að vernda heimilin í landinu.
Í gær var haldinn fundur þar sem öllum mögulegum grasrótarhreyfingum landsins var boðið að koma saman til að finna út hvort að það væru forsendur fyrir því að búa til afl sem væri einskonar bandalag allra þessa hreyfinga þar sem við gætum unnið að sameiginlegum markmiðum án þess þó að steypa okkur öllum saman. Það er nefnilega svo mikilvægt að öll sú vinna sem nú á sér stað í sértækum grasrótarhópum haldi áfram.
Vegna þess að talsmenn hópanna eiga enn eftir að bera þessa tillögu undir sína félaga þá er ekki tímabært að segja hvaða fulltrúar mættu á fundinn og tóku þátt í að skrifa undir yfirlýsinguna - en ég get alveg haldið því fram fullum fetum að ég fór heim með mikla von um að hægt sé að hrinda þessum mikilvægum breytingum í framkvæmd því þarna voru manneskjur með mikla sameiginlega reynslu og yfirsýn sem höfðu allar hug á að vinna saman að því að endurreisa landið okkar. Fann að undiraldan var orðin af afli sem brátt mun ýta þjóðarskútunni upp á yfirborðið. Ef almenningur í grasrótinni með dyggri aðstoð fagfólks getur komið sér saman eins og er að gerast - þá eru okkur allir vegir færir og okkur mun takast að skapa hér samfélag þar sem sameiginlegur hagur þjóðarinnar er mikilvægasta verkefnið.
Það skal tekið fram að Raddir fólksins sendu ekki fulltrúa í gær enda hefur Hörður alltaf verið talsmaður þess að halda mótmælunum utan við alla pólitík.
Unnið að framboði grasrótarhreyfinga | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
25.1.2009 | 19:32
Nýtt framboð
Ályktun fundar ýmissa grasrótarhreyfinga í dag
Á glæsilegum fundi talsmanna fjölmargra grasrótarhreyfinga um lýðræðisumbætur var samþykkt að tengja saman grasrótina og mynda samstöðu breiðfylkingar með það meginmarkmið að koma á nauðsynlegum breytingum og umbótum á íslensku samfélagi. Breytingum sem ekki verður
undan vikist að gera í kjölfar efnahagshruns þjóðarinnar, allt frá bráðaaðgerðum til varnar heimilum og atvinnulífi til endurreisnar lýðræðis á Íslandi.
Fundurinn samþykkti að vinna að framboði
grasrótarhreyfinga við næstu kosningar.
Útilokum ekki breytingar | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 19:35 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (4)
22.1.2009 | 11:42
Styð þessar aðgerðir Harðar
Við viljum ekki ofbeldi | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
22.1.2009 | 09:44
Um tilgangsleysi allra hluta
Er fólk ekki farið að missa sjónar af því sem skiptir máli? Ég skil bara ekki tilganginn með þessum mótmælum - 99% þeirra sem mæta á önnur mótmæli eru þarna til að upplifa samstöðu og skapa þrýsting á stjórnvöld um að axla ábyrgð og taka poka sinn. Mér finnst alveg ógurlega kjánalegt að mótmæla öðrum mótmælendum enda alveg víst að nákvæmlega sama fólk myndi mæta á bæði fyrir utan kannski 1% sem eru á móti hver öðrum.
Einbeitum okkur að því að skipið er að sökkva og hættum að spá í hver er á hvaða þilfari. Við verðum að fá hér nýja stjórnarskrá, nýja kosningalöggjöf og neyðaraðgerðir fyrir almenning í landinu - höldum áfram að mótmæla því að það er ekkert verið að gera sem stuðlar að þjóðarhagsmunum.
Mótmæli gegn ofbeldi og eignaspjöllum | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 10:04 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (10)
22.1.2009 | 09:04
Ekkert grjótkast fyrr en eftir að táragasi var beitt
Fann eftirfarandi inn á this.is/nei og finnst mikilvægt að þessi vitnisburður mótmælenda fari sem víðast. Virðist sem enginn fjölmiðill hafi séð tilefni til að tala við þá sem voru vitni að atburðarrásinni.
Góðan daginn
Ég var þarna og af hálfu mótmælenda var ekkert ofbeldi fyrr en eftir að þeir sprengdu gasið. Vissulega voru einn og einn að atast í löggunni en það var bara í formi þess að ýta á skildina þeirra og einstaka sinnum að kalla þá illum nöfnum.
Ef þeir vildu losna við þetta bögg (sem ég myndi alveg skilja) þá áttu þeir að mazea viðkomandi og taka einstaklinga úr umferð en ekki gasa hundruðir friðsamra mótmælenda sem voru að tromma og syngja.
Algjörlega tilefnislaus árás með baneitruðu gasi. Ég forðaði mér eftir að þeir héldu áfram að sprengja táragas aftur og aftur og aftur. Hátt í 20 bombur sprengdar fyrir kl. 1. Engu grjóti hent í lögguna fyrr en eftir táragasið.
Þetta er auðvitað ekki ákvörðun einstakra lögreglumanna sem flestir standa sig eins og hetjur við mjög erfiðar aðstæður. Þetta er stjórnvaldsákvörðun til að sýna hver ræður. Ruddaleg aðferð og baneitruð til þess að dreifa mannfjöldanum.
Og já, eftir að þeir gösuðu ÞÁ kom ofbeldi frá mótmælendum. Fólk varð skiljanlega mjög reitt við þessa fullkomlega tilefnislausu árás.
Þarna var fólk á öllum aldri, vissulega yngist þegar líður á kvöldið en engu að síður fullt af fullorðnu fólk, þar á meðal ég.
22.1.2009 | 08:43
Blöndum ekki saman djammi og mótmælum
Fékk eftirfarandi póst áðan og styð þessa tillögu heilshugar:
"Engin mótmæli föstudagskvöld eða laugardagskvöld. Látum ekki
djammmenninguna blandast mótmælunum og byltinguna blandast fylleríi.
Látið ganga sem víðast."
Ég held að eitthvað af þeim voðaverkum sem áttu sér stað í nótt megi rekja til þess að fólk hafi komið af börunum á mótmælin - það fer ekki vel að standa í mótmælum og drekka. Sá slíkt gerast í stórum mótmælum í Ástralíu og ofbeldið byrjaði fyrir alvöru þegar fólk sem hafði setið að sumbli byrjaði að taka þátt. Fyrr um daginn höfðu mótmælin einmitt verið alveg frábær fyrir utan nokkrar löggur sem virtust þurfa að sýna vald sitt án tilefnis en ofbeldi og meiðsl urðu ekki fyrr en drukkið fólk sem virtist bara koma til að búa til uppþot fór að verða áberandi - þá fór ég heim.
Ég vil getað haldið áfram að mótmæla án þess að eiga á hættu að verða fyrir ofbeldi hvort heldur það sé af hendi lögreglu eða mótmælendum. Mér finnst alveg jafn ömurlegt að ráðast á lögregluna tilviljanakennt eins og löggan ræðst á mótmælendur tilviljanakennt.
Munið að auga fyrir auga verður aðeins til þess að við verðum blinduð af hatri.
Lögreglumaður enn á sjúkrahúsi | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 09:15 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (3)
22.1.2009 | 07:40
Harma ofbeldi í öllum myndum
Finnst mér rétt að lögregla beita ofbeldi: nei
Finnst mér rétt að mótmælendur beita ofbeldi: nei
Innan lögreglunnar er fólk sem er prýðisfólk og vinnur vinnuna sína af heilindum, en þar eru líka ofbeldisseggir sem njóta þess að beita annað fólk ofbeldi.
Innan raða mótmælenda er prýðisfólk sem mætir í mótmæli af heilindum, en þar eru líka ofbeldisseggir sem njóta þess að beita annað fólk ofbeldi.
Á meðan innan raða lögreglu þessir einstaklingar komast upp með vanhæfni og ofbeldi, þá mun það bitna á því löggæslufólki sem síst skildi og það sama má segja um mótmælendur.
Þeir sem hafa sýnt mótmælendum ofbeldi bæta eldi á reiðibálið - og það sama má segja um samskipti mótmælenda og lögreglu.
En gleymum ekki því að lögreglan hefur farið offari í beitingu piparúða og að það sé alltaf réttlætt án þess að neinn þurfi að axla ábyrgð á því lætur fólk upplifa svo mikinn vanmátt þegar það hefur ekkert brotið af sér.
Núna er þetta allt að fara úr böndunum og ég hygg að margir sem hafa sleppt sér með grjótkasti og ofbeldi hafi aldrei mætt á mótmæli en hafi skroppið niðrí bæ til að næla sér í hasar.
Ég var reyndar fjarri í gær - nældi mér í flensu og fékk því tækifæri til að skoða þetta utanfrá eins og margir aðrir og verð að segja að mér hugnast ekki þessi þróun.
Ég vil að þær lögreglur sem hafa beitt mótmælendum ofbeldi og jafnvel handleggbrotið mótmælendur eða hótað lífsláti, verði látnar sæta ábyrgð - og það sama gildir um þá mótmælendur sem hafa valdið lögreglu líkamsskaða.
En við skulum ekki hætta að mótmæla - við skulum halda áfram að mæta með hávaðatól og tæki þangað til að ríkisstjórnin víki. Látum hvorki mótmælendur eða lögreglu sem fara yfir strikið stoppa okkur.
Þeir sem fyrst og fremst bera ábyrgð á þessari ömurlegu þróun er ríkisstjórnin sem neitar að sæta ábyrgð.
Táragasi beitt á Austurvelli | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 07:42 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
21.1.2009 | 07:30
Höldum áfram
Ég ætla að fara aftur á eftir. Í gær var fólk þarna á öllum aldri - frá öllum samfélagsstéttum - frá öllum flokkum - frá öllum trúfélögum - hef aldrei séð annan eins þverskurð af fólki á mótmælum. Sumir dönsuðu í kringum eldinn - aðrir stóðu í þvögunni og slógu á potta og pönnur og hrópuðu "vanhæf ríkisstjórn", enn aðrir stóðu utar og sýndu stuðning með viðveru sinni - það er pláss fyrir alla í mótmælum sem ekki er hægt að kalla annað en lýðveldisbyltingu - þetta er mótmælin okkar allra.
Ekki vera feiminn að koma ef þú vilt breytingar - ef réttlætiskennd þín hrópar hingað og ekki lengra. Ekki vera hræddur við okkur - því á mótmælunum erum við öll eitt - þarna rekst maður á ættingja og vini, þjóðþekkt andlit og fólk sem maður hefur aldrei skilið - en það skiptir ekki máli - því í grunninn erum við öll eins þó skoðanir okkar séu ekki alltaf eins. Okkur dreymir um réttlátt samfélag og til þess að fá það verður við að sýna það í verki - því það gerir það enginn fyrir okkur.
Ef þið eigið ekki potta og pönnur til að framkalla hávaða - takið þá vatn og brauð handa þeim sem standa kannski vaktina allan daginn - sýnum að okkur er ekki sama um hvort annað - Í dag er ég þakklát og stolt af þjóðinni minni - höldum áfram - ekki gefast upp - við erum alveg að ná markmiði okkar.
Sjáumst á eftir:) - kæru mótmælendur.
Mótmæli fram á nótt | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Tenglar
Nýja Ísland
Ég les:
Tíbet
- Fréttir frá Tibet
- Tibet Info Net An Independent Information Service on Contemporary Tibet
- Undercover in Tibet Ný heimildarmynd frá Channel 4 um hvernig ástandið er í raun og veru í Tíbet
- Leaving Fear Behind Viðtöl við Tíbeta í Tíbet stuttu fyrir mótmælin í mars
- Cry of the Snow Lion Margverðlaunuð heimildarmynd um Tíbet
- Yeti - heimildarmynd
- Yogis of Tibet Heimildarmynd um Jógameistara Tíbets sem eru óðum að hverfa
- Students for a Free Tibet
- Dalai Lama
- Tibetan Uprising
- Kerti fyrir Tíbet
- Tibet TV
- Central Tibetan Administration
- Om mani padme hum
Ýmsar slóðir
sem ég man eftir í andartakinu
- The Hunger Site
- THE MEATRIX
- Myspace síðan mín
- Úgáfan Beyond Borders Alþjóðleg útgáfa sem ég stofnaði árið 1999 í netheimum
- Hitt bloggið mitt
- Félagið Ísland-Palestína
- Womb of Creation Vefurinn minn sem ég hef haldið við síðan 1995
- Myspace síðan hennar mömmu
- Saving Iceland
- Be the change:)
- Náttúra vefur með umhverfisvitund
- Nattura info
- Care 2 make a Difference
Bækur
Bækurnar mínar
-
: Tuttugasta öldin og lærdómar hennar (ISBN: 9979-772-77-8 )
Þýddi þessa ásamt Jóni Karli Stefánssyni -
: Lífsreglurnar fjórar - the Four Agreements (ISBN: 9979768835)
Lífsreglurnar fjórar er ævaforn indjánaspeki sem hefur farið sigurför um heiminn. Bókin er byggð á fornri visku Tolteka-indjána og útskýrir sannindi sem er að finna í helgum dulspekihefðum víðsvegar um heim. Lesanda eru kynntar fjórar einfaldar en magnaðar lífsreglur sem vísa leiðina að frelsi og sjálfstæði einstaklingsins. Höfundurinn, don Miguel Ruiz, er af ætt græðara og seiðmanna sem hafa iðkað Toltekafræðin frá aldaöðli. Hann er heimsþekktur fyrir bækur sínar og fyrirlestra. -
: Dagbók kameljónsins (ISBN: 9979973307)
Dagbók kameljónsins er þroskasaga stúlku sem hefur þurft að berjast við að sogast ekki inn í geðveiki ættmenna sinna, en sjálfsvíg þeirrar manneskju sem hún leit á sem klettinn í lífi sínu verður til þess að hún gerir sér ljóst hve dýrmætt lífið er. Með því að þvinga sig til að muna fortíðina skapar hún möguleika á að eiga sér einhverja framtíð. Alkóhólismi móður hennar vegur jafnframt þungt í þessu verki og hefur afgerandi áhrif á sjálfmeðvitund söguhetjunnar sem á endanum öðlast þroska til að sjá manneskjuna handan sjúkdómsins sem brýst oft út í mikilli sjálfhverfu þess sem er haldin honum og skilur aðra fjölskyldumeðlimi eftir með því sem næst ósýnilegan geðrænan sjúkdóm sem jafnan er kenndur við meðvirkni. En þetta er engin venjuleg bók, hún er brimfull af von og lausnum, ævintýrum og einlægni og fellur aldrei inn í pytt sjálfsvorunnar. Bókin er tilraun til að brúa bilið á milli þess myndræna sem oft fyrirfinnst í dagbókum, en formið bíður upp á vægðarlausan heiðarleika og gefur lesandanum tækifæri á að nota sitt eigið hugarflug.
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (24.11.): 0
- Sl. sólarhring: 5
- Sl. viku: 15
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 8
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Tónhlaða
Bloggvinir
- ADHD
- Agný
- Alfreð Símonarson
- Andrea J. Ólafsdóttir
- Alexandra Briem
- Andrés Magnússon
- Anna Ragna Alexandersdóttir
- Anna Ólafsdóttir Björnsson
- Ari Sigurðsson
- Baldvin Björgvinsson
- Baldvin Jónsson
- Baldvin Jónsson
- Bara Steini
- Bergur Sigurðsson
- Bergur Thorberg
- Bergur Þór Ingólfsson
- Bergþóra Árnadóttir - RIP 15.2.48 - 8.3.07
- Binnan
- Birgir Þórarinsson
- Birna Rebekka Björnsdóttir
- Bjargandi Íslandi
- Bjarkey Gunnarsdóttir
- Björgvin R. Leifsson
- SVB
- Brjánn Guðjónsson
- Brosveitan - Pétur Reynisson
- Bryndís Ísfold Hlöðversdóttir
- Brynja skordal
- Brynjar Hólm Bjarnason
- Bókaútgáfan Salka ehf
- Dagrún Steinunn Ólafsdóttir
- Daníel Haukur
- Dorje
- Dísa Dóra
- Egill Bjarnason
- Egill Jóhannsson
- Einar Guðjónsson
- Einar Indriðason
- Einar Vignir Einarsson
- Einar Ólafsson
- Eiríkur Bergmann Einarsson
- Eldur Ísidór
- Elyas
- Elín Sigurðardóttir
- Elísabet Markúsdóttir
- Erna Friðriksdóttir
- Erna Hákonardóttir Pomrenke
- Eva Benjamínsdóttir
- Eydís Hentze Pétursdóttir
- Eyjólfur Kristinn Vilhjálmsson
- FLÓTTAMAÐURINN
- Finnur Bárðarson
- Friðrik Hansen Guðmundsson
- Friðrik Þór Guðmundsson
- Fríða Eyland
- Félag Anti-Rasista
- Félag um stafrænt frelsi á Íslandi
- Gaukur Úlfarsson
- Georg P Sveinbjörnsson
- Gerður Pálma
- Gestur Guðjónsson
- Goggi
- Greta Björg Úlfsdóttir
- Gunnar Pétursson
- Gunnar Rögnvaldsson
- Gunnar Skúli Ármannsson
- Gunnlaugur B Ólafsson
- Gunnlaugur Stefán Gíslason
- Guðjón Baldursson
- Guðjón Bergmann
- Guðjón Heiðar Valgarðsson
- Guðmundur Helgi Helgason
- Guðmundur M Ásgeirsson
- Guðmundur Ragnar Guðmundsson
- Guðmundur Steingrímsson
- Guðmundur Ásgeirsson
- Guðný Lára
- Guðrún S Sigurðardóttir
- Guðsteinn Haukur Barkarson
- Gísli Hjálmar
- Haffi
- Halldór Sigurðsson
- Hannibal Garcia Lorca
- Haukur Már Helgason
- Heidi Strand
- Heilsa 107
- Heiða Þórðar
- Helga Auðunsdóttir
- Kaleb Joshua
- Hildur Helga Sigurðardóttir
- Himmalingur
- Hilmar Gunnlaugsson
- Hjálmtýr V Heiðdal
- Hjörleifur Guttormsson
- Hlekkur
- Hlynur Hallsson
- Hlynur Jón Michelsen
- Hlédís
- Hrafnhildur Ýr Vilbertsdóttir
- Hrannar Baldursson
- Hrólfur Guðmundsson
- Hulla Dan
- Hólmfríður Guðlaug Einarsdóttir
- Hörður B Hjartarson
- Húmoristaflokkurinn
- Ingibjörg Álfrós Björnsdóttir
- Ingibjörg Helga
- Ingibjörg SoS
- Ingibjörg Stefánsdóttir
- Ingigerður Friðgeirsdóttir
- Isis
- Jakob Falur Kristinsson
- Jakob Smári Magnússon
- Jakob Þór Haraldsson
- Jakobína Ingunn Ólafsdóttir
- Jens Guð
- Johann Trast Palmason
- Jóhannes Ragnarsson
- Jón Bjarnason
- Jón Gerald Sullenberger
- Jón Sigurgeirsson
- Jón Svavarsson
- Jón Valur Jensson
- Jón Þór Ólafsson
- DÓNAS
- Katrín Mixa
- Katrín Snæhólm Baldursdóttir
- Ketill Sigurjónsson
- Ketilás
- Kjartan Pétur Sigurðsson
- Konráð Ragnarsson
- Kristbergur O Pétursson
- Kristján B. Jónasson
- Kristján Kristjánsson
- Kristján Logason
- Kristín Dýrfjörð
- Kristín Snorradóttir
- Krummi
- Kári Harðarson
- Landvernd
- Laufey Ólafsdóttir
- Lovísa
- Lára Hanna Einarsdóttir
- Lýður Árnason
- Mafía-- Linda Róberts.
- Margrét Guðjónsdóttir
- Margrét Lóa Jónsdóttir
- Margrét Sigurðardóttir
- Markús frá Djúpalæk
- María Kristjánsdóttir
- María Pétursdóttir
- Methúsalem Þórisson
- Morgunblaðið
- Myndlistarfélagið
- Mál 214
- Máni Ragnar Svansson
- Neo
- Oddi
- Paul Nikolov
- Perla
- Pjetur Hafstein Lárusson
- Pálmi Gunnarsson
- Pálmi Guðmundsson
- Ragnar Þór Ingólfsson
- Rannveig H
- Ransu
- Róbert Björnsson
- Rögnvaldur Hreiðarsson
- Rúnar Sveinbjörnsson
- Rúnar Þór Þórarinsson
- Salvör Kristjana Gissurardóttir
- Samstaða - bandalag grasrótarhópa
- SeeingRed
- Sema Erla Serdar
- Sigga
- Signý
- Sigrún Jónsdóttir
- Sigurgeir Orri Sigurgeirsson
- Sigurgeir Þór Hreggviðsson
- Sigurjón Sigurðsson
- Sigurður Hrellir
- Sigurður Sigurðsson
- Sigurður Þór Guðjónsson
- Skuldlaus
- Snorri Sturluson
- Soffía Valdimarsdóttir
- Stefán Friðrik Stefánsson
- Þorsteinn Briem
- Steinunn Helga Sigurðardóttir
- Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir
- Stríða
- Sveinbjörn Eysteinsson
- Sveinn Hjörtur
- Sveinn Ólafsson
- Sverrir Stormsker
- Swami Karunananda
- Sæmundur Bjarnason
- Sævar Finnbogason
- Sævar Einarsson
- Sæþór Helgi Jensson
- Sóldís Fjóla Karlsdóttir
- Sóley Tómasdóttir
- Sólveig Klara Káradóttir
- TARA
- Tilkynning
- Tinna Jónsdóttir
- Trausti Traustason
- Tryggvi Gunnar Hansen
- Tína
- TómasHa
- Valgeir Skagfjörð
- Valgerður Halldórsdóttir
- Vefritid
- Vilborg Eggertsdóttir
- Vilhelmina af Ugglas
- Vilhjálmur Árnason
- Villi Asgeirsson
- Vinir Tíbets
- Viðar Eggertsson
- Viðar Freyr Guðmundsson
- Vér Morðingjar
- Vésteinn Valgarðsson
- arnar valgeirsson
- fingurbjorg
- hreinsamviska
- leyla
- molta
- oktober
- Einhver Ágúst
- Ágústa Kolbrún Jónsdóttir
- Ár & síð
- Árni Þór Sigurðsson
- Ásgeir Rúnar Helgason
- Ásgerður
- Ásta Hafberg S.
- Ásthildur Cesil Þórðardóttir
- Ævar Rafn Kjartansson
- Íbúasamtökin Betra Breiðholt
- Ólaf de Fleur Jóhannesson
- Ólafur fannberg
- Ólöf de Bont
- Ómar Ragnarsson
- Óskar Arnórsson
- Örlygur Hnefill Örlygsson
- Þorsteinn Mar Gunnlaugsson
- Þröstur Unnar
- Þór Jóhannesson
- Þór Saari
- Þórhildur og Kristín
- Þórður Björn Sigurðsson
- Þórólfur S. Finnsson
- Andrés.si
- Anna Karlsdóttir
- Anna Margrét Bjarnadóttir
- Ari Jósepsson
- Aron Ingi Ólason
- Axel Þór Kolbeinsson
- Barði Bárðarson
- Bergþór Gunnlaugsson
- Billi bilaði
- Bjarki Steingrímsson
- Bjarni Kristjánsson
- Bogi Jónsson
- brahim
- Daði Ingólfsson
- Daníel Sigurður Eðvaldsson
- Dóra litla
- Dúa
- Einar Björn Bjarnason
- Elsabet Sigurðardóttir
- Esther Anna Jóhannsdóttir
- Frosti Sigurjónsson
- Grétar Eiríksson
- Guðbjörg Hrafnsdóttir
- Guðmundur Óli Scheving
- Gunnar Helgi Eysteinsson
- Héðinn Björnsson
- Hreyfingin
- Hulda Haraldsdóttir
- Högni Snær Hauksson
- Ingvi Rúnar Einarsson
- Ísleifur Gíslason
- Jack Daniel's
- Jóhann Ágúst Hansen
- Jóhannes Þór Skúlason
- Jóhann Pétur
- Jóna Kolbrún Garðarsdóttir
- Jónas Bjarnason
- Jón Kristófer Arnarson
- Jón Lárusson
- Karl Gauti Hjaltason
- Lísa Björk Ingólfsdóttir
- Lúðvík Lúðvíksson
- Madhav Davíð Goyal
- Magnús Ragnar (Maggi Raggi).
- Morten Lange
- Óðinn Kári Karlsson
- Ólafur Eiríksson
- Ólafur Ingi Hrólfsson
- Pjetur Stefánsson
- Rafn Gíslason
- Rannsóknarskýrslan
- Rúnar Freyr Þorsteinsson
- Sigurbjörn Svavarsson
- Sigurður Einarsson
- Sigurður Jónsson
- Sigurður Sigurðsson
- Sigurður Þórðarson
- Sigþrúður Þorfinnsdóttir
- Sveinbjörn Ragnar Árnason
- Vaktin
- Vilhjálmur Sveinn Björnsson
- ÞJÓÐARHEIÐUR - SAMTÖK GEGN ICESAVE
- Þorsteinn Helgi Steinarsson
- Þorsteinn Valur Baldvinsson