Færsluflokkur: Stjórnmál og samfélag
16.2.2009 | 16:32
Glatað sjálfstæði
Elsku kæru samlandar mínir - það er ekki neitt sem skiptir meira máli en að losna undan klóm IMF. Ég segi þetta ekki í hálfkæringi eða án þess að hafa rannsakað feril þessarar stofnunar - Það sem ég hef séð eftir rannsóknir mínar sannfærir mig um það að ef við skilum ekki láninu undir eins þá erum við einfaldlega búin að glata sjálfstæði okkar.
Klassískt vinnubrögð í kringum IMF lán er að aðrir lánveitendur neita að veita lán nema að IMF sé við stýrið og síðan neita þessi lönd eða stofnanir að taka þátt í IMF lánahringamynduninni nema að lánþiggjandi taki á sig skuldbindingar eins og í okkar tilfelli IceSave. Við munum aldrei getað borgað þetta til baka nema að fórna náttúruauðlindum okkar.
Við verðum að fá nú þegar til starfa teymi af innlendum sem erlendum sérfræðingum sem þekkja til vinnubragða IMF og alþjóðasamfélagsins og finna aðrar lausnir á þessu. Við getum fylgt ramma IMF en láninu eigum við skila. Við þurfum annan gjaldmiðil nú þegar - það er sárara en tárum taki að við ætlum að fórna öllu sem við eigum fyrir krónu sem er táknmynd fyrir kórónu danska konungsveldisins.
Það er gjarnan talað um að IMF skipti sér ekki að pólitík þeirra landa sem lánað er. Þetta er auðvitað bara lygi og lygi ofan. Veit ekki betur en að þeir hafi verið að skipta sér að því hvernig við högum okkur varðandi seðlabankastjóraskipan. Er það hlutleysi? Ég las afar athyglisverða aðsenda grein í blaðinu Nei sem er ágætis samantekt á því sem ég hef líka komist að með mínum rannsóknum. Ég hef enn ekki fundið neinar vísbendingar um að IMF geri neitt annað við þjóðir enn að skuldsetja þær svo rækilega að þær verði að þróast yfir í algert einkavinavæðingarfélag án sjálfræðis. Vinsamlegast lesið þessa samantekt hans Auðuns og ef að ykkur setur óhug - gerið eitthvað til að stoppa þessar hamfarir sem eiga eftir að dynja á okkur ef ekki verður lagður fullur þungi á að stoppa aðförina að sjálfstæði okkar.
Úlfur í gjaldeyrissjóðsgæru
Hvað er Alþjóðagjaldeyrissjóðurinn?
World Bank (WB) og International Monetary Fund (IMF), eða Heimsbankinn og Alþjóðagjaldeyrissjóðurinn, eru fjármálastofnanir sem voru stofnaðar árið 1944 með mjög skýrt markmið: að standa saman að uppbyggingu og endurbyggingu eftir seinni heimsstyrjöld og að lána reiðufé til landa í fjárhagserfiðleikum.
Fljótlega byrjuðu þessar stofnanir að sníða skilyrðin fyrir aðstoð, að aðstæðum í lántökulöndunum. Yfirleitt snerust þessi skilyrði um einkasamninga við erlend fyrirtæki, oftast bandarísk, um framkvæmd uppbyggingar, ásamt brunaútsölu ríkisfyrirtækja, sem voru þá keypt upp af erlendum aðilum með hagvöxt að leiðarljósi en ekki hag fólksins. Yfirleitt hefur þetta leitt til lækkunar launa, hækkaðs verðs á vörum og þjónustu, yfirtöku auðlinda og gereyðingu lífsgæða í viðkomandi landi.
Skilyrðin eru að meðaltali 114 og eru í megindráttum eins fyrir öll lönd, en þó alltaf sveigð aðeins til eftir aðstæðum og auðlindum hvers lands. Nokkur atriði eru þó eins í öllum tilfellum. Viðskiptahömlur og verndartollar eru fjarlægðir, þjóðarbúið selt í hendur erlendra fjárfesta, velferðarkerfið skorið verulega niður og vinnumarkaðurinn gerður sveigjanlegur (sem í reynd þýðir að leggja niður stéttarfélög).
Ef lántökulandið býr yfir miklum auðlindum sem AGS eða önnur stórfyrirtæki ágirnast, og takist landinu að standa skil á greiðslum til sjóðsins, þá beitir sjóðurinn vöxtum sem vopni. Þeir hafa sjálfir rétt á að endurskoða vexti lánanna reglulega, og hafa ekki hikað við að hækka vextina nógu mikið, þegar til þarf, til að landið komist í vanskil. Þá er það leikur einn fyrir AGS að gera kröfu til auðlinda landsins, og selja þær í hendur erlendra fjárfesta sem blóðmjólka svo lántökulandið svo lengi sem þeir geta.
Margir virtir hagfræðingar og fjármálasérfræðingar hafa bent á að ekki sé nóg með að skilyrðin sem AGS setur á lönd hefti samfélagshæfni landanna heldur auka þau einnig á neyð og fátækt lántökuþjóðanna. Hvort tveggja hindrar landið í að uppfylla kröfurnar sem sjóðurinn setur um fjárhagslega uppbyggingu, samtímis því að torvelda löndunum að standa í skilum.
Langflest lán sem AGS hefur gefið út eru ekki fjárhagsleg aðstoð til endurbyggingar, heldur fjárhagslegt valdarán
Árið 1983 höfðu auðmenn Ecuador sökkt landinu á kaf í skuldafen við erlendra banka vegna áhættusamra fjárfestinga. Þetta kann að láta kunnuglega í íslensk eyru.
Ecuador var þvingað af AGS til að taka að láni 1,5 milljarða bandaríkjadala til að borga skuldirnar. Í lánasamningnum við AGS voru ákvæði um það hvernig Ecuador ætti að fara að því að borga skuldina. Þau voru að hækka verð á rafmagni og öðrum nauðsynjum upp úr öllu valdi. Þegar það skilaði ekki nægum hagnaði til að standa undir skuldbindingunni var Ecuador þvingað til að leggja niður 120.000 störf.
Í framhaldinu hefur AGS blandað sér í alla þætti stjórnsýslunnar á Ecuador. Yfirleitt gera þeir slíkt eftir að lönd lenda í vanskilum við sjóðinn. Þá stíga sérfræðingar AGS inn með ábendingar um hvernig megi bæta efnahaginn, ásamt hótunum um yfirtöku auðlinda sé ábendingunum ekki fylgt og vanskilin greidd.
Frá 1983 hefur Ecuador, samkvæmt ábendingum AGS, einkavætt fjármálageirann og bankana en það hefur leitt til himinhárra persónulegra skulda og vaxtahækkana. Gas til eldamennsku og hita hefur síhækkað í verði, á sama tíma og laun hafa lækkað um nær helming og störfum fækkar með hverju árinu. Allar stærstu vatnslagnir landsins hafa verið seldar til erlendra fyrirtækja og BP Arco hefur verið veitt einkaleyfi til að leggja og eiga gaslagnir yfir Andesfjöllin.
Í allt hefur AGS sett Ecuador minnst 167 skilyrði, eftir að gengið var frá láninu, skilyrði sem Ecuador hefur ekkert val um annað en að fylgja. Öll miða skilyrðin að því að færa allt landið í einkaeign erlendra, aðallega bandarískra, fyrirtækja.
Tanzanía fékk einnig stórt lán frá AGS árið 1985, og hefur AGS í raun stjórnað landinu alveg síðan. Meðal þeirra fyrstu verka var að einkavæða öll ríkisfyrirtæki, aflétta öllum viðskiptahömlum og gera nýja inn/útflutningssamninga, sem færði öll viðskipti til alþjóðlegra fyrirtækja.
Í Apríl 2000 skrifaði ríkisstjórn Tanzaníu undir og gekk að öllum 158 skilyrðum AGS fyrir uppbyggingu efnahagsins, sem eins og venjulega hljóða upp á einkavæðingu stofnanna og fyrirtækja, þar á meðal heilsugæslunnar sem áður var ókeypis og sölu á öllum helstu náttúruauðlindum. Ráðstöfunarfé heimilanna hefur dregist saman um meira en 30% síðan AGS tók yfir efnahag landsins, ásamt því að ólæsi hefur aukist gífurlega og yfir helmingur landsmanna lifir nú við skort.
Jamaica var og er algjörlega ósjálfbær og háð miklum innflutningi. Þegar landið var á barmi gjaldþrots kom AGS inn með lánveitingu, skilyrðin sín og viðskiptapakka. Sá pakki hljóðaði uppá einkasamninga við ameríska birgja sem myndu sjá Jamaica fyrir vörum á miklu lægra verði heldur en hjá þáverandi birgjum. Þetta varð til þess að stórskaða landbúnað á Jamaica, því erlendu fyrirtækin fluttu einnig inn þær vörur sem Jamaica ræktaði fyrir og undirbuðu bændurna verulega. Bændur lögðu umvörpum niður landbúnað eða tóku upp kannabisræktun í staðinn. En 2 árum eftir undirritun samningsins og eftir að landbúnaður var nánast dáinn út hækkuðu amerísku fyrirtækin verðið aftur, og almennt varð verðlag miklu hærra en það hafði verið fyrir inngrip sjóðsins. Almenningur upplifði fátækt og neyð sem aldrei fyrr, þökk sé hjálparstarfi AGS.
Moldovíu, sem er einn af kúnnum AGS, var hótað að sjóðurinn mundi hætta lánagreiðslum og slíta tengslum við Moldovíu ef þeir ekki einkavæddu landbúnað í landinu.
Eftir að S-Kórea tók á móti lánum og fór eftir endurskipulagsskilyrðunum árið 1998 misstu að jafnaði 8000 manns vinnuna dag hvern, og að meðaltali sviptu 25 þeirra sig lífi.
Keníu var hótað að AGS mundi hætta við lán sem búið var að lofa landinu, ef ríkisstjórnin féllist á kröfu kennara sem voru í verkfalli til að krefjast launahækkunar.
Þessi saga endurtekur sig í sífellu, og þegar liggja lönd eins og Argentína, Tanzanía, Ecuador, Jamaica, Íraq, Íran, Bolivia, Brasilía, Indland og Zimbabwe í valnum, ásamt fjölda annarra. Þessi lönd hafa öll misst fullræði sitt, tapað auðlindum í hendur erlendra fjárfesta sem hafa nauðgað landinu til að vinna þessar auðlindir. Lífsgæðin hafa minnkað, meðalaldur lækkað, ólæsi aukist og stærri og stærri hluti íbúa landana þurft að skrimta á upphæðum langt undir fátæktarmörkum.
Aðrir glæpir sjóðsins
Auk fjárhagsumsvifanna hefur Alþjóðagjaldeyrissjóðurinn oft brotið gegn mannréttindum og almennu siðferði beint, án þess að um fjárhagslega lömun landa sé að ræða.
Árið 1994 reif sjóðurinn niður kirkju í Washington sem var skýli fyrir heimilislausa ásamt að sjá þeim fyrir matarúthlutunum. Kirkjan var rifin til að skapa pláss fyrir nýja skrifstofu sjóðsins fyrir 600 starfsmenn.
Davit Makonen, starfsmaður sjóðsins, var í maí 1998 dæmdur fyrir að hafa borgað starfsmanni sem að vann hjá honum í Bandaríkjunum 3 sent á tímann í 8 ár.
Sjóðurinn hefur heldur enga siðferðisvitund þegar kemur að lánveitingum, það eina sem gildir er að það sé nóg að auðlindum til að mjólka úr landinu. Þeir hafa lánað og styrkt herveldi út um allan heim, þ.á.m. aðskilnaðarstjórn S-Afríku, Mobutu í Congo, Assad í Sýrlandi, Pinochet í Chile og einræðisstjórnvöld í löndum á borð við El Salvador, Haíti, Eþíópíu, Paragvæ, Filippseyjum, Sómalíu, Malaví, Tælandi og Súdan meðal annarra.
Þetta eru bara fá dæmi um umsvif og arðrán AGS víðs vegar í heiminum, sannanlegar staðreyndir sem opinberar upplýsingar finnast um. Öðru máli gegnir til dæmis um sögur um morð sem AGS hefur staðið beint og óbeint fyrir, þar sem engar sannanir liggja fyrir. Fyrir vikið er auðvelt að ógilda rök fyrir þeim og kalla slíkar ásakanir brjálaðar samsæriskenningar.
John Perkins, hagfræðingur skrifaði bókina Confessions of an economic hitman eða Játningar hagmorðingja? Þar fjallar hann um sín störf hjá ráðgjafarfyrirtæki, við það sem hann kallar efnahagsleg launmorð. Hann segist hafa verið sendur til landa sem eiga auðlindir sem fyrirtæki hans ágirntist, til að breyta viðhorfum stjórnenda svo fyrirtæki hans gætu unnið óáreitt í landinu. AGS og Heimsbankinn eru fyrstu verkfæri slíkra fyrirtækja, og takist þeim ekki að knésetja stjórnvöld í skuld, og með skuldinni til hlýðni um að gera eins og stórfyrirtækin segja, þá eru hagmorðingjarnir sendir inn til að tryggja árangurinn. Þetta er samkvæmt frásögn Perkins, gert í gegnum mútur, kúganir, hótanir og að lokum morð ef allt annað bregst.
Fær Ísland sérsamning?
AGS og Heimsbankinn hafa nú starfað í 65 ár, og ferill þeirra verður blóðugri og ómanneskjulegri með hverju árinu sem líður, ásamt því að starfsemi þeirra hefur tekið á sig mynd einhvers konar alþjóðlegrar mafíu. Þetta eru ekki menn sem óhætt er að stunda viðskipti við.
Ísland er gjaldþrota, við höfum ekki efni á því að gera samninga sem skuldbinda okkur til að einkavæða það litla sem eftir er, eins og t.d. orkuveiturnar og Landsvirkjun. Við erum samfélag jafningja, og viljum jafnan aðgang að heilbrigðiskerfinu, óháð ríkidæmi, en því er ómögulegt að viðhalda með einkareknum sjúkrahúsum. Við höfum ekki efni á að kasta auðlindum okkar á borð við fiskikvóta og jarðhita í gin ókindarinnar og við höfum heldur engan rétt til þess. Auðlindirnar eru sameign, ekki bara okkar heldur líka niðja okkar og okkur ber að standa vörð um rétt ókominna kynslóða til að nýta þær.
Þó þess væri helst óskandi að enginn samningur yrði gerður við AGS þá lítur nú samt út fyrir að búið sé að binda svo um hnútana að það sé óhjákvæmilegt. Það er þá lágmarkskrafa að okkur, íbúum þessa land sé gerð grein fyrir þeim skilyrðum sem við erum að gangast að. Erum við að slást í hóp þriðja heims ríkja, sem AGS og stórfyrirtækin hafa rúið inn að skinni, eða erum við með einhvern einkasamning án þessara arðránsskilyrða sem ávallt hanga föst á peningaseðlum frá sjóðnum? Ef við erum á sérsamningi fyrir það að vera iðnvædd, hvít og styðja hernaðarbrölt Vesturveldanna, þá eigum við rétt á því að hafa það uppi á borðinu.
Tenglar: wikipedia.org - Ágætur úrdráttur um sjóðinn. ** Mjög góð tafla yfir herveldi sem sjóðurinn hefur veitt fé **
imfsite.org/ - Góð, hlutlaus og vel uppsett síða sem fylgist með IMF
nadir.org - Margar góðar greinar
whirledbank.org - Góðar greinar og húmor í kringum IMF & WB
thinkquest.dk/verdensbanken - Vægur úrdráttur á starfsemi stofnananna á dönsku
globalexchange.org/campaigns/wbimf/ - Greinar og fleira
zeitgeistmovie.com/ - Frítt niðurhal á Zeitgeist og Zeitgeist Addendum myndunum www.imf.org heimasíða AGS
Láta hýða sig í mótmælaskyni | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
11.2.2009 | 15:42
Leikhús fáránleikans
95 milljóna gjaldeyristekjur af hval | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
11.2.2009 | 10:31
Þöggun um mótmæli við SÍ
Ég hef ekki séð neitt um mótmælin við Seðlabanka Íslands í fjölmiðlum landsins í dag nema á RÚV, þar var að finna áhugaverða nýja taktík hjá lögreglunni. En hún hefur bannað hávaðamótmæli og fólk getur átt von á að verða handtekið ef það stundar búsáhaldamótmæli.
Gott væri að vita nákvæmlega hvað má og hvað má ekki varðandi mótmæli. Ég hef heyrt að ekki þurfi að fá leyfi til að mótmæla nema maður trufli umferð og þurfi aðstoð lögreglu og borgaryfirvalda. Ég hef heyrt að betra sé að láta lögreglu vita af mótmælum en það sé ekki nauðsynlegt. Ég hef ekki séð nein lög um það að bannað sé að vera með hávaðamótmæli. Gott væri að fá það svart á hvítu. Annars finnst mér stórkostlega skringilegt að starfi fólk fyrir almenn fyrirtæki og sé látið víkja að þá séu öryggisverðir látnir fylgja starfsfólki út - lokað sé fyrir fyrirtækjasíma sem og tölvupóst umsvifalaust en við losnum ekki við tröllið í himnabjörgum og ekki nóg með það þá fær hann sérstaka lögregluvernd sem og fær að nota bíl skattgreiðenda og starfsmenn til að fara í feluleik við mótmælendur og blaðasnápa.
Staðreyndin er þessi: Sá sem ekki má nefna hefur og er enn að valda þjóðinni mikinn skaða. Þjóðin er búin að segja honum upp. Við viljum að hann fari í frí og erum meira að segja til í að borga honum pening til að losna við hann, reyndar skrifaði hann sjálfur lögin sem tryggja honum og hans yfirstéttalífsstíl um aldur og ævi.
Hér er fréttin af RÚV. Myndirnar tók ég í gær og fyrradag af hættulegu mótmælendunum sem þurfa gæslu um 30 lögreglumanna með táragasbrúsa og kylfur sér við hönd.
"Lögreglan bannar læti við mótmæli
Um 30 manns eru við Seðlabanka Íslands og krefjast þess að Davíð Oddsson og Eiríkur Guðnason, seðlabankastjórar, segi af sér. Þetta er þriðji morgunninn í röð sem mótmælt er við bankann. Fólkið ber á potta og pönnur sem fyrr til að skapa sem mest læti. Lögreglan hefur dreift blaði til mótmælenda þar sem fram kemur að bannað sé að vera með læti á almannafæri og að sækja þurfi um leyfi til þess.
Hörður Torfason, talsmaður Radda fólksins, sagði í samtali við fréttastofu að mótmælunum verði haldið áfram.
Sturla Jónsson, vöruflutningabílstjóri sem hefur verið áberandi við mótmæli síðustu mánaða, segist búast við að verða handtekinn."
10.2.2009 | 06:56
Fullkomin tímasetning
Það er mikið fagnaðarefni að fá friðarhöfðingjann Dalai Lama til okkar á tímum sem þessum - Nú þegar réttlát reiðin kraumar, biturðin og vonleysið er hverjum manni gott að horfa á lífshlaup og hlusta á visku Dalai Lama.
Ég las ævisöguna hans fyrir margt löngu og hreifst að þeirri lífssýn hans að þó hörmungar þær sem kínversk yfirvöld hafa lagt á tíbesku þjóðina væru svo miklar að það séu vart til orð til að lýsa þeim, var hvergi að sjá biturð eða reiði gagnvart kínversku þjóðinni - Dalai Lama hefur þá gæfu að bera að hlægja dátt að vandamálunum og takast síðan á við þau, fordómalaust.
Það er merkilegt til þess að hugsa að maður sem hefur fengið slík lífsins próf sem hann frá unga aldri hafi alltaf getað séð heildarmyndina og hvatt til friðsamlegrar lausnar á þeim hörmungum sem þjóðin hans hefur þurft að ganga í gegnum.
Nú er staðan sú að Tíbetar eru minnihlutaþjóð í sínu eigin landi og enn horfir heimsbyggðin á og gerir ekki neitt. Hvet ykkur til að kynnast þeim bakgrunni sem skóp Dalai Lama - er með slatta af slóðum í heimildarmyndir um ástandið í Tíbet í dag. Ég vona að heimsókn hans til Íslands muni einnig vekja fólk til umhugsunar um þá áþján sem Tíbetar búa við í dag og hvetji okkar ráðamenn til að setja kröfur á kínversk yfirvöld um að í það minnsta hefja alvöru samræður við Dalai Lama um lausn á þeim gríðarlega mikla vanda sem Tíbet stendur frammi fyrir. Menningarlegt þjóðarmorð blasir við.
Tökum vel á móti Dalai Lama en fyrst og fremst opnum huga og hjarta fyrir þeirri visku sem hann býr yfir. Það er gott að fá leiðsögn og von í öllu þessu myrkri sem hefur lagst yfir þjóðina okkar eins og mara.
Þeir sem hafa áhuga á að vera virkir í starfi fyrir Tíbet ættu endilega að skrá sig í félagið Vinir Tíbets sem var stofnað í apríl í fyrra til að vekja athygli á ástandinu í Tíbet og treysta böndin á milli þjóðana.
Sendið mér bara línu ef áhugi er á að ganga í félagið: birgitta@tibet.is - tek það fram að Vinir Tíbets standa ekki að komu Dalai Lama þannig að ég get ekki reddað einu eða neinu varðandi hitting eða neitt slíkt:)
Dalai Lama kemur til Íslands | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 06:57 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (3)
5.2.2009 | 18:19
Bloggið virkar
Áríðandi leiðrétting: fékk símtal frá Bónusvídeó og fyrirtækið er ekki farið í gjaldþrot. Mun birta hér bréf frá þeim þegar ég fæ það. En maðurinn var almennilegur og baðst innilegrar afsökunar á mínum óförum og virði ég það. Ég mun því leiðrétta þessa færslu í takt við innihald bréfsins. Vinsamlegast ekki senda haturspóst á fyrirtækið. Ég er allavega ánægð með að þessi bloggfærsla var til þess að fyrirtækið er fúst til að lagfæra vinnubrögð sín í framtíðinni og slíkt ber að virða og fagna.
Hér er bréfið: ég ætla ekki að ritskoða færsluna mína en strika yfir rangfærslur. Ég er sátt að máttur neytanda er að aukast og að það virki að blogga ef maður lendir í vandræðum. Ég hefði ekki skrifað þessa færslu ef ég hefði ekki reynt allt sem ég gat til að hafa upp á forsvarsmönnum fyrirtækisins. Segið svo að bloggið virki ekki:)
Sæl Birgitta,
Mér þykir mjög leitt að myndin hafi ekki borist til þín á réttum tíma og biðst innilegrar afsökunar á því. Að þú hafir ekki náð til okkar er einnig mjög slæmt en við erum búnir að vera í vandræðum með símakerfið í nokkra daga. Við erum þjónustufyrirtæki og viljum standa okkur 100% enda þrífumst við eingöngu á ánægðum viðskiptavinum. Takk fyrir hressilega ábendingu og ég get lofað þér því að við tökum alla punktana þína til greina strax...endilega láttu mig vita beint á bjarki@bonusvideo.is ef ég get gert eitthvað fyrir þig í framtíðinni.
Enn og aftur, takk fyrir þína gagnrýni. Hún verður til þess að við lögum okkar mál strax.
Virðingarfyllst,
Bjarki Pétursson
P.s. myndin er á leiðinni til þín.
----------------------------------
Gjaldþrota Bónusvídeó rænir fólk á vef sínum
Siðleysið virðist vera algerlega takmarkalaust hérlendis. Ég var að leita að DVD mynd fyrir yngri son minn sem ég hafði lofað honum í verðlaun fyrir góða frammistöðu. Fann loks myndina hérlendis á vefnum bonusvideo.is sem heyrir undir Bónusvídeó ehf. Þar keypti ég myndina í góðri trú fyrir rúmlega viku. Skildi ekki af hverju myndin skilaði sér ekki á tilgreindum tíma og hóf því að hringja í símanúmer sem gefið var upp á vefnum. Það var alltaf á tali og prófaði ég því að hringja beint á skrifstofu fyrirtækisins. Þar var líka á tali. Prófaði ég því að senda tölvupóst en fékk engin svör. Þá prófaði ég að hringja í allar leigurnar sem eru í símaskránni og heyra undir Bónusvídeó. Alls staðar á tali, uns ég loks næ sambandi við eina af þessum leigum.
Spyr viðmælanda minn hvort að það geti verið að Bónusvídeó sé farið í þrot. Maðurinn sagðist halda það, því búið sé að loka fyrir símanúmer þeirra. Ég fór svo inn á vefinn þeirra áðan og viti menn enn hægt að kaupa sér myndir eða leigja þrátt fyrir að fyrirtækið sé augljóslega í þroti. Þetta er siðlaust með öllu. Ég hafði samband við einn af bönkunum mínum og vildi fá að vita hvort að hægt væri að bakfæra þessa greiðslu en það er ekki hægt. Þá bað ég starfsmanninn um að vinsamlegast að láta Valitor vita af þessu svo aðrir lendi ekki í sama óláni og ég. Auðvitað á að loka fyrir þetta drasl samstundis. Ég tapaði ekki miklum peningum en mér finnst þetta bara svo ótrúlega grófur þjófnaður.
Svo labbar þetta lið um og strýkur sínu frjálsa höfði, keyrir um að Game Over bílunum sínum og hlær að okkur fábjánunum sem þurfum að borga allar þeirra skuldir á meðan þeir þjóðnýta okkur á allan mögulegan hátt. Kannski ætti ég að skreppa niðrí 1011 og ná mér í mynd þar á sama verði og ég keypti þessa á sem ég mun aldrei fá og sjá hvort að ég verði ákærð fyrir þjófnað.
1011 og Bónusvídeó er sama fyrirtækið að nokkrum kennitölum aðskildum.
En sem sagt í guðanna bænum ekki versla við þetta fyrirtæki. Það mun sennilega láta sig gossa og sleppa því að borga starfsfólkinu sínu eins og þeir gerði með BT.
Ekkert fellur á skattgreiðendur hér | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Stjórnmál og samfélag | Breytt 6.2.2009 kl. 12:24 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (15)
1.2.2009 | 10:50
Kreppuljóð: úr byltingabálki
Ég hef verið að skrifa heilmikinn ljóðabálk sem heitir einfaldlega Kreppuljóð og hef haldið þeim sið að skrifa um tilveruna þegar hún er að rótast upp í nútímanum. Var orðin hundleið á að skrifa um fallið - gat loks skrifað um byltinguna okkar og ákvað korter fyrir viðtal að skrifa ljóð um byltinguna sem ég deili hér með ykkur.
byltingin
pottar og pönnur
lamin
í taktfastri reiði
undiraldan svo þung
að ekkert fær hana stoppað
skríllinn umbreyttist í hetjur
felldi vanhæfa ríkisstjórn
þúsundir streymdu út
óttaþögnin rofin
enda sverfur hungrið að
hungur eftir réttlæti
heiðarleika
von
og vonin vann
þegar þeir stigu niður úr hásætum
hroka og yfirgangs
og réttlætið mun sigra
stjórnsýslan skal verða spúluð
við erum ekki þögnuð
við erum rétt að vakna
flokkaveldið fellur
höggvum það fúatré spillingar niður
í herðar
með sannleika
með heiðarleika
við erum rétt að vakna
almenningur
ég og þú
við
verðum stórfljót
breytinga
á siðspilltu sjálfstökukerfi
við eigum kerfið
við erum þjóðin
1.2.2009 | 08:34
Hvernig IMF/AGS rústuðu Jamaíka
Var að horfa á afar athyglisverða heimildarmynd um hvernig IMF/AGS hreinlega rústaði bændastéttinni sem og öðrum leiðum til sjálfbærni hjá Jamaíka. Það er margt hægt að læra hvaða víti ber að varast. Það er oft samtrygging ASG og alþjóðabankans sem og reglna um innflutning og útflutning sem gæti einnig farið illa með okkur, því við erum svo veik fyrir rétt eins og ástandið var á þessari eyju sem oft er kennd við paradís.
Ég held að almenningur geri sér almennt ekki grein fyrir þeim hörmungum sem þessi stofnun hefur kallað yfir þjóðir með sínum skilyrtu lánum en við erum með sanni að upplifa upphafið af því ef ekki verður samið af fagmennsku við þessa hörmulegu stofnun.
Mér finnst reyndar að það ætti umsvifalaust að frelsa þróunarríki heims undan því oki að þurfa að borga himinháa vexti af okurlánum því í raun hafa þessi lönd aldrei öðlast frelsi. Við vorum eins og þessi lönd - land sem var fórnarlamb heimsveldastefnu nokkurra landa og vorum óvenju heppin að fá Marshall aðstoð sem gaf okkur ákveðið forskot stuttu eftir að við öðluðumst sjálfstæði. Þessi lönd voru þrælar nýlenduherra um langa hríð og það er skammarlegt hvernig heimurinn heldur áfram að blóðmjólka þau þegar við ættum ef eitthvað er að gefa þeim sömu tækifæri og til dæmis við fengum til að taka okkar fyrstu skref til frelsis.
Life and debt - Globalization & Jamaica
Smellið á googlevideo takkann lengst til hægri til að sjá myndina í fullri stærð
Alþjóðabankinn og AGS úreltir? | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
28.1.2009 | 09:05
Áskorun til mbl.is
Eruð þið til í að nota þennan fjölmiðil sem er tæknilega í eigu þjóðarinnar sem fréttamiðil en ekki áróðursvef fyrir Sjálfstæðisflokkinn.
Ég skora líka á fjölmiðla landsins að taka viðtöl við til dæmis stjórnmálafræðinga fremur en fólk eins og Jón Baldvin sem mun alltaf sem álitsgjafi vera hlutdrægur og því ekki mikið mark á honum takandi.
Einbeitum okkur að því að veita þessari nýju tímabundnu ríkisstjórn stíft aðhald fremur en að reyna að sverta mannorð þeirra sem ætla að taka að sér þetta erfiða verkefni. Það er svo mikið í húfi og engum hagur að því að þau stígi feilspor nema ef til vill sjálftökuflokknum.
Jóhanna vinnusöm en þröngsýn" | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
27.1.2009 | 07:43
Hve margir lögregluþjónar brutu lög?
Stundum vantar í umræðuna að margir lögregluþjónar, sér í lagi úr hinni svokölluðu óeirðarsveit brutu lög og fóru offorsi gegn mótmælendum. Þeirra ofbeldi var fyrst og fremst kveikjan af því að reiðialda braust út, því það er mikið óréttlæti að vita til þess sem brutu í það minnsta sínar eigin verklagsreglur munu aldrei þurfa að sæta ábyrgð.
Þetta fólk eyðileggur það traust sem almenningur ber til lögreglu og eyðileggur fyrir félögum sínum sem starfa við löggæslu landsins. Rétt eins og almenningur (mótmælendur) þarf að sæta ábyrgð stundum fyrir það eitt að vera á staðnum með líkamstjóni, finnst mér að þeir lögreglumenn sem höguðu sér langt fyrir utan þann ramma sem þeim ber og ollu fólki andlegu og líkamlegu tjóni án ástæðu eigi að sæta ábyrgð. Því kalla ég eftir tafarlausri rannsókn á þessu frá alþjóðasamtökum. Þá væri nú maklegt ef blaðamannafélagið fordæmi þá aðför sem greinileg var að ljósmyndurum og upptökufólki sem voru á staðnum.
Tek það fram að ég er ekki fylgjandi ofbeldi í neinni mynd - hvort heldur hjá lögreglu eða mótmælendum. Það voru mistök að senda óeirðarsveitina á staðin - fólkið sem vinnur við þau störf virðast hafa fengið þjálfun sem á ekkert erinda á friðsamleg hávaðamótmæli.
Svo vil ég minna á að þeir sem sækja um vinnu við löggæslu ættu að vera meðvitaðir um það álag sem því getur fylgt.
Ég hef rekist á minni lífsleið á marga lögregluþjóna sem eru vel gerðar manneskjur, rétt eins og í öllum starfsstéttum. En það væri nú skynsamlegt af yfirmönnum lögreglunnar að láta sitt fólk sem fór yfir strikið sæta ábyrgð. Nóg er til af ljósmyndum og vitnum af því.
Sátt um hávaðamótmæli? | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Tenglar
Nýja Ísland
Ég les:
Tíbet
- Fréttir frá Tibet
- Tibet Info Net An Independent Information Service on Contemporary Tibet
- Undercover in Tibet Ný heimildarmynd frá Channel 4 um hvernig ástandið er í raun og veru í Tíbet
- Leaving Fear Behind Viðtöl við Tíbeta í Tíbet stuttu fyrir mótmælin í mars
- Cry of the Snow Lion Margverðlaunuð heimildarmynd um Tíbet
- Yeti - heimildarmynd
- Yogis of Tibet Heimildarmynd um Jógameistara Tíbets sem eru óðum að hverfa
- Students for a Free Tibet
- Dalai Lama
- Tibetan Uprising
- Kerti fyrir Tíbet
- Tibet TV
- Central Tibetan Administration
- Om mani padme hum
Ýmsar slóðir
sem ég man eftir í andartakinu
- The Hunger Site
- THE MEATRIX
- Myspace síðan mín
- Úgáfan Beyond Borders Alþjóðleg útgáfa sem ég stofnaði árið 1999 í netheimum
- Hitt bloggið mitt
- Félagið Ísland-Palestína
- Womb of Creation Vefurinn minn sem ég hef haldið við síðan 1995
- Myspace síðan hennar mömmu
- Saving Iceland
- Be the change:)
- Náttúra vefur með umhverfisvitund
- Nattura info
- Care 2 make a Difference
Bækur
Bækurnar mínar
-
: Tuttugasta öldin og lærdómar hennar (ISBN: 9979-772-77-8 )
Þýddi þessa ásamt Jóni Karli Stefánssyni -
: Lífsreglurnar fjórar - the Four Agreements (ISBN: 9979768835)
Lífsreglurnar fjórar er ævaforn indjánaspeki sem hefur farið sigurför um heiminn. Bókin er byggð á fornri visku Tolteka-indjána og útskýrir sannindi sem er að finna í helgum dulspekihefðum víðsvegar um heim. Lesanda eru kynntar fjórar einfaldar en magnaðar lífsreglur sem vísa leiðina að frelsi og sjálfstæði einstaklingsins. Höfundurinn, don Miguel Ruiz, er af ætt græðara og seiðmanna sem hafa iðkað Toltekafræðin frá aldaöðli. Hann er heimsþekktur fyrir bækur sínar og fyrirlestra. -
: Dagbók kameljónsins (ISBN: 9979973307)
Dagbók kameljónsins er þroskasaga stúlku sem hefur þurft að berjast við að sogast ekki inn í geðveiki ættmenna sinna, en sjálfsvíg þeirrar manneskju sem hún leit á sem klettinn í lífi sínu verður til þess að hún gerir sér ljóst hve dýrmætt lífið er. Með því að þvinga sig til að muna fortíðina skapar hún möguleika á að eiga sér einhverja framtíð. Alkóhólismi móður hennar vegur jafnframt þungt í þessu verki og hefur afgerandi áhrif á sjálfmeðvitund söguhetjunnar sem á endanum öðlast þroska til að sjá manneskjuna handan sjúkdómsins sem brýst oft út í mikilli sjálfhverfu þess sem er haldin honum og skilur aðra fjölskyldumeðlimi eftir með því sem næst ósýnilegan geðrænan sjúkdóm sem jafnan er kenndur við meðvirkni. En þetta er engin venjuleg bók, hún er brimfull af von og lausnum, ævintýrum og einlægni og fellur aldrei inn í pytt sjálfsvorunnar. Bókin er tilraun til að brúa bilið á milli þess myndræna sem oft fyrirfinnst í dagbókum, en formið bíður upp á vægðarlausan heiðarleika og gefur lesandanum tækifæri á að nota sitt eigið hugarflug.
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (24.11.): 0
- Sl. sólarhring: 5
- Sl. viku: 15
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 8
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Tónhlaða
Bloggvinir
- ADHD
- Agný
- Alfreð Símonarson
- Andrea J. Ólafsdóttir
- Alexandra Briem
- Andrés Magnússon
- Anna Ragna Alexandersdóttir
- Anna Ólafsdóttir Björnsson
- Ari Sigurðsson
- Baldvin Björgvinsson
- Baldvin Jónsson
- Baldvin Jónsson
- Bara Steini
- Bergur Sigurðsson
- Bergur Thorberg
- Bergur Þór Ingólfsson
- Bergþóra Árnadóttir - RIP 15.2.48 - 8.3.07
- Binnan
- Birgir Þórarinsson
- Birna Rebekka Björnsdóttir
- Bjargandi Íslandi
- Bjarkey Gunnarsdóttir
- Björgvin R. Leifsson
- SVB
- Brjánn Guðjónsson
- Brosveitan - Pétur Reynisson
- Bryndís Ísfold Hlöðversdóttir
- Brynja skordal
- Brynjar Hólm Bjarnason
- Bókaútgáfan Salka ehf
- Dagrún Steinunn Ólafsdóttir
- Daníel Haukur
- Dorje
- Dísa Dóra
- Egill Bjarnason
- Egill Jóhannsson
- Einar Guðjónsson
- Einar Indriðason
- Einar Vignir Einarsson
- Einar Ólafsson
- Eiríkur Bergmann Einarsson
- Eldur Ísidór
- Elyas
- Elín Sigurðardóttir
- Elísabet Markúsdóttir
- Erna Friðriksdóttir
- Erna Hákonardóttir Pomrenke
- Eva Benjamínsdóttir
- Eydís Hentze Pétursdóttir
- Eyjólfur Kristinn Vilhjálmsson
- FLÓTTAMAÐURINN
- Finnur Bárðarson
- Friðrik Hansen Guðmundsson
- Friðrik Þór Guðmundsson
- Fríða Eyland
- Félag Anti-Rasista
- Félag um stafrænt frelsi á Íslandi
- Gaukur Úlfarsson
- Georg P Sveinbjörnsson
- Gerður Pálma
- Gestur Guðjónsson
- Goggi
- Greta Björg Úlfsdóttir
- Gunnar Pétursson
- Gunnar Rögnvaldsson
- Gunnar Skúli Ármannsson
- Gunnlaugur B Ólafsson
- Gunnlaugur Stefán Gíslason
- Guðjón Baldursson
- Guðjón Bergmann
- Guðjón Heiðar Valgarðsson
- Guðmundur Helgi Helgason
- Guðmundur M Ásgeirsson
- Guðmundur Ragnar Guðmundsson
- Guðmundur Steingrímsson
- Guðmundur Ásgeirsson
- Guðný Lára
- Guðrún S Sigurðardóttir
- Guðsteinn Haukur Barkarson
- Gísli Hjálmar
- Haffi
- Halldór Sigurðsson
- Hannibal Garcia Lorca
- Haukur Már Helgason
- Heidi Strand
- Heilsa 107
- Heiða Þórðar
- Helga Auðunsdóttir
- Kaleb Joshua
- Hildur Helga Sigurðardóttir
- Himmalingur
- Hilmar Gunnlaugsson
- Hjálmtýr V Heiðdal
- Hjörleifur Guttormsson
- Hlekkur
- Hlynur Hallsson
- Hlynur Jón Michelsen
- Hlédís
- Hrafnhildur Ýr Vilbertsdóttir
- Hrannar Baldursson
- Hrólfur Guðmundsson
- Hulla Dan
- Hólmfríður Guðlaug Einarsdóttir
- Hörður B Hjartarson
- Húmoristaflokkurinn
- Ingibjörg Álfrós Björnsdóttir
- Ingibjörg Helga
- Ingibjörg SoS
- Ingibjörg Stefánsdóttir
- Ingigerður Friðgeirsdóttir
- Isis
- Jakob Falur Kristinsson
- Jakob Smári Magnússon
- Jakob Þór Haraldsson
- Jakobína Ingunn Ólafsdóttir
- Jens Guð
- Johann Trast Palmason
- Jóhannes Ragnarsson
- Jón Bjarnason
- Jón Gerald Sullenberger
- Jón Sigurgeirsson
- Jón Svavarsson
- Jón Valur Jensson
- Jón Þór Ólafsson
- DÓNAS
- Katrín Mixa
- Katrín Snæhólm Baldursdóttir
- Ketill Sigurjónsson
- Ketilás
- Kjartan Pétur Sigurðsson
- Konráð Ragnarsson
- Kristbergur O Pétursson
- Kristján B. Jónasson
- Kristján Kristjánsson
- Kristján Logason
- Kristín Dýrfjörð
- Kristín Snorradóttir
- Krummi
- Kári Harðarson
- Landvernd
- Laufey Ólafsdóttir
- Lovísa
- Lára Hanna Einarsdóttir
- Lýður Árnason
- Mafía-- Linda Róberts.
- Margrét Guðjónsdóttir
- Margrét Lóa Jónsdóttir
- Margrét Sigurðardóttir
- Markús frá Djúpalæk
- María Kristjánsdóttir
- María Pétursdóttir
- Methúsalem Þórisson
- Morgunblaðið
- Myndlistarfélagið
- Mál 214
- Máni Ragnar Svansson
- Neo
- Oddi
- Paul Nikolov
- Perla
- Pjetur Hafstein Lárusson
- Pálmi Gunnarsson
- Pálmi Guðmundsson
- Ragnar Þór Ingólfsson
- Rannveig H
- Ransu
- Róbert Björnsson
- Rögnvaldur Hreiðarsson
- Rúnar Sveinbjörnsson
- Rúnar Þór Þórarinsson
- Salvör Kristjana Gissurardóttir
- Samstaða - bandalag grasrótarhópa
- SeeingRed
- Sema Erla Serdar
- Sigga
- Signý
- Sigrún Jónsdóttir
- Sigurgeir Orri Sigurgeirsson
- Sigurgeir Þór Hreggviðsson
- Sigurjón Sigurðsson
- Sigurður Hrellir
- Sigurður Sigurðsson
- Sigurður Þór Guðjónsson
- Skuldlaus
- Snorri Sturluson
- Soffía Valdimarsdóttir
- Stefán Friðrik Stefánsson
- Þorsteinn Briem
- Steinunn Helga Sigurðardóttir
- Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir
- Stríða
- Sveinbjörn Eysteinsson
- Sveinn Hjörtur
- Sveinn Ólafsson
- Sverrir Stormsker
- Swami Karunananda
- Sæmundur Bjarnason
- Sævar Finnbogason
- Sævar Einarsson
- Sæþór Helgi Jensson
- Sóldís Fjóla Karlsdóttir
- Sóley Tómasdóttir
- Sólveig Klara Káradóttir
- TARA
- Tilkynning
- Tinna Jónsdóttir
- Trausti Traustason
- Tryggvi Gunnar Hansen
- Tína
- TómasHa
- Valgeir Skagfjörð
- Valgerður Halldórsdóttir
- Vefritid
- Vilborg Eggertsdóttir
- Vilhelmina af Ugglas
- Vilhjálmur Árnason
- Villi Asgeirsson
- Vinir Tíbets
- Viðar Eggertsson
- Viðar Freyr Guðmundsson
- Vér Morðingjar
- Vésteinn Valgarðsson
- arnar valgeirsson
- fingurbjorg
- hreinsamviska
- leyla
- molta
- oktober
- Einhver Ágúst
- Ágústa Kolbrún Jónsdóttir
- Ár & síð
- Árni Þór Sigurðsson
- Ásgeir Rúnar Helgason
- Ásgerður
- Ásta Hafberg S.
- Ásthildur Cesil Þórðardóttir
- Ævar Rafn Kjartansson
- Íbúasamtökin Betra Breiðholt
- Ólaf de Fleur Jóhannesson
- Ólafur fannberg
- Ólöf de Bont
- Ómar Ragnarsson
- Óskar Arnórsson
- Örlygur Hnefill Örlygsson
- Þorsteinn Mar Gunnlaugsson
- Þröstur Unnar
- Þór Jóhannesson
- Þór Saari
- Þórhildur og Kristín
- Þórður Björn Sigurðsson
- Þórólfur S. Finnsson
- Andrés.si
- Anna Karlsdóttir
- Anna Margrét Bjarnadóttir
- Ari Jósepsson
- Aron Ingi Ólason
- Axel Þór Kolbeinsson
- Barði Bárðarson
- Bergþór Gunnlaugsson
- Billi bilaði
- Bjarki Steingrímsson
- Bjarni Kristjánsson
- Bogi Jónsson
- brahim
- Daði Ingólfsson
- Daníel Sigurður Eðvaldsson
- Dóra litla
- Dúa
- Einar Björn Bjarnason
- Elsabet Sigurðardóttir
- Esther Anna Jóhannsdóttir
- Frosti Sigurjónsson
- Grétar Eiríksson
- Guðbjörg Hrafnsdóttir
- Guðmundur Óli Scheving
- Gunnar Helgi Eysteinsson
- Héðinn Björnsson
- Hreyfingin
- Hulda Haraldsdóttir
- Högni Snær Hauksson
- Ingvi Rúnar Einarsson
- Ísleifur Gíslason
- Jack Daniel's
- Jóhann Ágúst Hansen
- Jóhannes Þór Skúlason
- Jóhann Pétur
- Jóna Kolbrún Garðarsdóttir
- Jónas Bjarnason
- Jón Kristófer Arnarson
- Jón Lárusson
- Karl Gauti Hjaltason
- Lísa Björk Ingólfsdóttir
- Lúðvík Lúðvíksson
- Madhav Davíð Goyal
- Magnús Ragnar (Maggi Raggi).
- Morten Lange
- Óðinn Kári Karlsson
- Ólafur Eiríksson
- Ólafur Ingi Hrólfsson
- Pjetur Stefánsson
- Rafn Gíslason
- Rannsóknarskýrslan
- Rúnar Freyr Þorsteinsson
- Sigurbjörn Svavarsson
- Sigurður Einarsson
- Sigurður Jónsson
- Sigurður Sigurðsson
- Sigurður Þórðarson
- Sigþrúður Þorfinnsdóttir
- Sveinbjörn Ragnar Árnason
- Vaktin
- Vilhjálmur Sveinn Björnsson
- ÞJÓÐARHEIÐUR - SAMTÖK GEGN ICESAVE
- Þorsteinn Helgi Steinarsson
- Þorsteinn Valur Baldvinsson