Leita í fréttum mbl.is

Hve margir lögregluþjónar brutu lög?

Stundum vantar í umræðuna að margir lögregluþjónar, sér í lagi úr hinni svokölluðu óeirðarsveit brutu lög og fóru offorsi gegn mótmælendum. Þeirra ofbeldi var fyrst og fremst kveikjan af því að reiðialda braust út, því það er mikið óréttlæti að vita til þess sem brutu í það minnsta sínar eigin verklagsreglur munu aldrei þurfa að sæta ábyrgð.

Þetta fólk eyðileggur það traust sem almenningur ber til lögreglu og eyðileggur fyrir félögum sínum sem starfa við löggæslu landsins. Rétt eins og almenningur (mótmælendur) þarf að sæta ábyrgð stundum fyrir það eitt að vera á staðnum með líkamstjóni, finnst mér að þeir lögreglumenn sem höguðu sér langt fyrir utan þann ramma sem þeim ber og ollu fólki andlegu og líkamlegu tjóni án ástæðu eigi að sæta ábyrgð. Því kalla ég eftir tafarlausri rannsókn á þessu frá alþjóðasamtökum. Þá væri nú maklegt ef blaðamannafélagið fordæmi þá aðför sem greinileg var að ljósmyndurum og upptökufólki sem voru á staðnum. 

Tek það fram að ég er ekki fylgjandi ofbeldi í neinni mynd - hvort heldur hjá lögreglu eða mótmælendum. Það voru mistök að senda óeirðarsveitina á staðin - fólkið sem vinnur við þau störf virðast hafa fengið þjálfun sem á ekkert erinda á friðsamleg hávaðamótmæli.

Svo vil ég minna á að þeir sem sækja um vinnu við löggæslu ættu að vera meðvitaðir um það álag sem því getur fylgt. 

Ég hef rekist á minni lífsleið á marga lögregluþjóna sem eru vel gerðar manneskjur, rétt eins og í öllum starfsstéttum. En það væri nú skynsamlegt af yfirmönnum lögreglunnar að láta sitt fólk sem fór yfir strikið sæta ábyrgð. Nóg er til af ljósmyndum og vitnum af því.


mbl.is Sátt um hávaðamótmæli?
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Hermann Karl Björnsson

segjum sem svo að þú værir einn af lögreglumönnunum þarna...

1000-6000 manns standa fyrir framan þig.... 300 af þeim eru að grýta þig fyrir að vera að sinna skyldustarfi þínu... 

piparúða er beytt... það er ekki hægt að velja einn og einn útúr stórum hópi sem á ekki að vera úðaður....

ef að maður vill ekki vera úðaður.... ekki vera á fremstu víglínu.

ef að yfirmaður þinn segði þér að gera eitthvað verkefni þá gætir þú að öllum líkindum ekki neitað að vinna verkið.

nákvæmlega svona var þetta hjá óeirðarsveitinni.

þeir fá fyrirmæli og þeir verða að fylgja þeim hvort sem þeim líkar það betur eða verr...

og óeirðarlögreglan hafði ekkert val um að vera þarna eða ekki...

Hermann Karl Björnsson, 27.1.2009 kl. 08:26

2 identicon

Ég sá lögregluna vera að sparka í sitjandi mótmælanda, ég reyndi að ná mynd af því með videokameru og fékk piparúða í augun. Engin viðvörun og ég sá aldrei árásmanninn. Miðað við þær myndir sem hafa birst af lögreglumönnum miðandi á ljósmyndara þá held ég að ég hafi verið valinn úr hópnum.

Óli Gneisti (IP-tala skráð) 27.1.2009 kl. 08:29

3 Smámynd: Kristján Logason

Sæl Birgitta

Fagna grein þinni en bendi á að blaðamannafélagið hefur þegar fordæmt aðgerðir. 

Kristján Logason, 27.1.2009 kl. 08:42

4 Smámynd: Birgitta Jónsdóttir

Takk fyrir þetta Kristján - mér finnst að blaðamannafélagið eigi að ganga lengra og kalla eftir alvöru rannsókn á þessu. Það þýðir ekkert að kæra þetta til saksóknara, hef reynslu af því varðandi ofbeldi lögreglu á mótmælendum.

Hermann - varstu þarna á staðnum?

Takk Óli Gneisti fyrir þitt innlegg, ég las einmitt færsluna þína um náin kynni þín við piparúða og vona að augun þín séu í lagi.

Birgitta Jónsdóttir, 27.1.2009 kl. 08:50

5 Smámynd: Kristján Logason

Hermann:

Ef þeir fengu beina skipun um að úða á ljósmyndara eins og þú ýjar að og einnig að berja á saklausu fólki þá fagna ég því ef þeir koma fram og segja frá.

Ég geri mér fyllilega grein fyrir því að þeir voru í vinnunni en sem lögreglumönnum ber þeim að meta aðstæður hverju sinni og fylgja verlags reglum og lögum.

Ef þeim hefur verið breytt með skipun að ofan þá verður það að koma fram og sá sem ábyrð ber á þeirri skipun að sæta ábyrgð. 

Sú krafa er þegar farin að heyrast í þjóðfélaginu um að leyfi þeirra til að nota piparúða verði afturkallað. Ég er ekki viss um að allir geri sér grein fyrir því hvaða erfiðleika það getur skapað fyrir lögreglu í sínu daglega starfi. Sérstaklega um helgar.

Því þurfa málin að koma upp á borðið og menn verða að skoða minotkun úðans sem og barsmíðar að óþörfu. 

Kristján Logason, 27.1.2009 kl. 08:52

6 Smámynd: Guðmundur Ásgeirsson

Eitt lítið dæmi:

Stefán Eiríksson sagði sjálfur í Kastljósinu að það samrýmdist ekki reglum þeirra að úða beint í augun á fólki, og á sama tíma rúlluðu á skjánum myndir af lögregluþjónum ítrekað að úða beint í augun á fólki og eltandi uppi ljósmyndara til að lumbra á þeim sérstaklega. Það ætti að vera hægðarleikur að rannsaka þetta, nóg til af myndefni, og sönnunargögnin óyggjandi. Af fenginni reynslu tel ég hinsvegar engar líkur á hlutlausri rannsókn sem snúi að vinnubrögðum lögreglu. Það á sama við hér eins og víðar, að spillingarkerfið er vanhæft til að rannsaka sjálft sig.

Guðmundur Ásgeirsson, 27.1.2009 kl. 09:12

7 Smámynd: corvus corax

Hermann Karl sem skrifar athugasemd hér fyrir ofan lokar algjörlega augunum fyrir því að það er mörg dæmi frá mótmælunum til á myndböndum þar sem greinilega kemur fram að lögreglan valdi sérstaklega einn og einn út úr til að sprauta á piparúða, sparkaði í liggjandi fólk í járnum eða plastbenslum og barði fólk sér til skemmtunar. Beitinga piparúða var örugglega réttmæt í mörgum tilfellum en einnig í mörgum tilfellum var greinilega um að ræða útrás fyrir kvalalosta skemmdu eplanna í lögreglunni því miður. Og þessir einstaklingar í lögreglunni sem eru þar að því er virðist til að fá útrás fyrir annarlegar og glæpsamlegar kenndir eyðileggja þá virðingu sem flestir mótmælendanna báru almennt fyrir lögreglunni. Þetta má persónulega þakka Birni skaufhala Bjarnasyni og Stefáni Eiríkssyni lögreglustjóra sem virðast ekki skilja ástandið og líta á almenna borgara sem skríl upp til hópa ef þeir ekki segja halelúja við öllu sem kemur frá þessari gjörspilltu og óhæfu yfirstjórn spillingarlögreglunnar.

corvus corax, 27.1.2009 kl. 09:15

8 Smámynd: Jenný Anna Baldursdóttir

Sammála þér Birgitta.

Jenný Anna Baldursdóttir, 27.1.2009 kl. 09:24

9 identicon

15 ára sonur minn var meðal þeirra sem voru fremstir í hópnum á þriðjudaginn var og hann var handtekinn. Lögreglan var í lagalegum rétti að handtaka hann þar sem hann braut reglur með því að hlýða ekki fyrirmælum lögreglu.

Það er þó umdeilanlegt hversu mikilli hættu stafaði af grannvöxnum unglingi sem lamdi með berum höndum á skjöld fullorðins og fílelfds lögreglumanns sem var duðaður í varnarbúning og með hjálm á höfði. Strákurinn hafði eins og svo margir aðrir klút fyrir vitunum og hafði sett upp varnargleraugu vegna þess að áður hafði verið beitt piparúða í mótmælaaðgerðunum. Hvort tveggja var rifið af honum og úða sprautað í andlit hans, hann snúinn niður og handjárnaður. Í járnum sat hann svo í kuldanum, fyrst úti og síðan bílageymslunni þar sem ekki var hlýrra, í rúma sex klukkutíma. Mótmælendur máttu þola niðurlægjandi meðferð, meðal annars voru krakkarnir látin sitja í klofinu hvert á öðru - nokkuð sem erfitt er að sjá að hafi nokkurn tilgang annan en að vanvirða þau.

Eflaust finnst ýmsum þetta réttlætanleg meðferð á þeim sem þarna létu í sér heyra og mótmæltu framkomu stjórnvalda. Persónulega hefði ég frekar viljað sjá ýmsa aðra í járnum en þá sem þarna mótmæltu af heitu hjarta og réttlátri reiði.

Lögreglan braut hins vegar væntanlega reglur með því að láta ekki forráðamenn vita af handtöku barna undir lögaldri. Mér var ekki svarað þegar ég spurðist fyrir um drenginn á staðnum, ýmist stóðu lögreglumenn eins og steingerðir eða sögðu mér að þegja og fara burt. Eldri sonur minn fékk piparúða sem svar þegar hann spurði eftir bróður sínum.

Þegar ég heyrði loks í fréttum að fangarnir hefðu verið færðir á lögreglustöðina fór ég þangað til að spyrjast fyrir og þar mætti mer allt annað viðmót. Þar virtust menn harla undrandi á því að ekki hefði verið haft samband við forráðamenn eins og lög gera væntanlega ráð fyrir, eða alla vega verklagsreglur. Ekki virðist þurfa að ná í barnaverndaraðila nema barnið sé yfirheyrt, en ef það er ekki lagaleg skylda að láta foreldra vita um handtöku barns innan skamms tíma er það eitthvað sem þarf að bæta út hið snarasta.

Öldur hefur nú lægt, en við verðum að læra af því ástandi sem skapaðist. Það getur komið upp aftur. Íslendingar munu ekki framar láta hvað sem er yfir sig ganga. Það sýnir væntanlega bara hversu fáránlegt ástandið er orðið að börn skuli hafa legið í járnum meðan bankabófarnir ganga enn lausir með glott á vörum. Það er ekki víst að eins vel gangi að yfirbuga þá eins og unglingana.

Ragnheiður Gestsdóttir (IP-tala skráð) 27.1.2009 kl. 09:48

10 identicon

Óháð öllum deilum um stjórnmál þá hefur lögreglan að öllu leyti staðið sig vel undanfarið. Þið getið vælt eins og þið viljið. Það nennir bara enginn að hlusta og dómstólar eru ekki gjarnir á að hlusta á tilfinningarök.

Þorgeir Ragnarsson (IP-tala skráð) 27.1.2009 kl. 10:04

11 Smámynd: Héðinn Björnsson

Ég vona að bæði mótmælendur og ákæruvaldið geri það sem í sínu valdi stendur til að ná sáttum. Ég var sjálfur einn af þeim sem var táragasaður en ber þó engan illan vilja til lögreglumanna sem aðeins fóru að skipunum háttsettra manna í valdakerfinu sem í dag hefur verið komið frá. Við byggjum ekki betra samfélag með illdeilum!

Héðinn Björnsson, 27.1.2009 kl. 10:46

12 identicon

Ragnheiður. Þú segir að hann hafi verið að berja á skjöld lögreglumanns... Er það í lagi? Finnst þér td. í lagi að fólk sem er á röltinu einhverstaðar og sér lögreglubíl vera stopp í vegkannti fari að berja á lögreglubílnum? Fólk virðist halda að það hafi einhvern rétt til þess að kasta matvælum í lögguna bara afþví að það eru mótmæli. Það dytti ekki nokkrum heilvita manni það í hug svona á venjulegum degi. Lögreglan stóð sig með stakri prýði þarna um daginn og ef það er eitthvað sem er hægt að kvarta undan hjá þeim þá er það einna helst að þeir voru ekki nógu harðir. 

Gummi (IP-tala skráð) 27.1.2009 kl. 11:29

13 Smámynd: Birgitta Jónsdóttir

Gummi minn - varstu þarna? Mér finnst þessi samanburður svolítið skringilegur og sé ekki samhengið. Það eru engar sérstakar ósættir á milli almennrar lögreglu og almennings - það sem ég er bara að benda á að það er nauðsynlegt að það fari fram óháð rannsókn á því sem þarna fór úrskeiðis og sú rannsókn ætti ekki að vera gerð af lögreglunni sjálfri.

Lögreglan er væntanlega að rannsaka þá sem brutu lög og teljast til almennings en ekki löggæslumanna?

Birgitta Jónsdóttir, 27.1.2009 kl. 11:49

14 Smámynd: Birgitta Jónsdóttir

Ragnheiður: þakka þér innilega fyrir þessa lýsingu á atburðarásinni - hún er heiðarleg og hugrökk - þú dregur ekkert undan til að reyna að fegra atburðarrásina og mér finnst þú Gummi sem þorir ekki að koma undir nafni frekar ómaklegur að virða það ekki.

Birgitta Jónsdóttir, 27.1.2009 kl. 11:51

15 Smámynd: Haraldur Davíðsson

Hermann og Gummi, báðir missið þið af aðalatriðinu. Það er algjört grundvallaratriði að traust ríki milli lögreglu og almannings, það traust hefur beðið hnekki og það ber að laga.

Ég var viðstaddur þessa daga þar sem sló í brýnu milli lögreglunnar og mótmælenda. Það getur enginn neitað því sem þarna var, að einstaklingar úr beggja röðum gengu of langt, en áberandi var að óeirðalögreglumenn virtust, sumir hverjir, halda að um þá gildi engar reglur. Margoft sáust þeir beita bæði kylfum og gasi án nokkurrar sýnilegrar ástæðu, ég er einn af þeim sem voru ap mótmæla friðsamlega, en var samt bæði laminn með lögregluskildi, og táragasaður.

Þrátt fyrir það eyddum við félagarnir mestum tíma í að koma í veg fyrir ofbeldi og skýla lögreglunni....og taka á okkur eitthvað af hættunni sem lögreglu stafaði af einstaka ofbeldissegg.

Stefán Eríksson kaus í sjónvarpsviðtali að bera fyrir sig lygum og innantómu blaðri um ofbeldi, en neitar að nokkur hafi beitt ofbeldi nema ofbeldisseggir úr röðum mótmælenda. Þetta var ákaflega klaufalegt af honum, og við sem vorum á staðnum vitum vel að Stefán er að ljúga. Að hann ætli ekki að fordæma ofbeldið sjálft, og sleppa því að skoða ofbeldisseggi úr sínum röðum er afar slæmt, hann fórnar með því æru heiðvirðra lögreglumanna, og sátt almennings og lögreglu. Það er ekki sæmandi að ekki verði skoðað hvaða lögreglumenn brugðust trausti fólksins og svertu heiður embættisins og starfsfélaganna, og Stefán ætti að koma fram og biðjast afsökunar á ósannindum sínum. Það er að mínu mati nóg að vanhæf stjórnvöld stilli lögreglunni upp sem fulltrúa síns eigin fánýtis og ósvífni, á vettvangi, og ætlist til að lögreglan staki skellinn.

Það er óþarfi að lögreglustjórinn fullkomni svo gjörninginn, með því að gera alla lögreglumenn tortyggilega, með lygum sínum.

Hermann og Gummi, ef ykkur er annt um lögregluna þá hljótið þið að sjá mikilvægi þess að eyða öllum vafa, og þess að lögreglustjóri  sýni það að ofbeldi verði ekki liðið, sama hver beitir því.....

Haraldur Davíðsson, 27.1.2009 kl. 12:28

16 identicon

Ég var þarna og var fyrir aftan í Alþingisgarðinum mest allan tímann þar sem óeirðarlögreglan var. Ég sá lögregluna rífa í strák sem stóð við hliðiná mér þar sem við snérum baki í lögregluna til að handtaka hann, hann var að tala við mig, hann var ekkert að gera við lögregluna, það vorum við mótmælendurnir sem náðum að halda í hann þar til lögreglan sleppti honum og þá var liðið yfir hann. Lögreglan reyndi ekki að ná honum aftur, það segir mér að hann hafi greinilega ekki brotið lögin, ég sá lögreglu rífa í einn og lemja hann, ég sá lögreglu taka hlífðargleraugu af einum á meðan önnur lögga sprautaði beint í augun á honum, ég stóð við hliðiná Ómari Ragnarssyni þegar lögregla var að beyta úða og ég sá að ein lögregla hafði fyrir því að beina honum beint á okkur en ekki yfir hópinn eins og hún á að gera. Þrátt fyrir að fólk snéri við og var að reyna í troðninginum að komast í burtu og hlíða löggunni þá sprautuðu þeir samt. EEEN einnig sá ég lögregluna taka þennan 11 ára strák sem var þarna á fremstu víglínu frá og forða honum áður en hún beytti táragasi á hópinn svo að ég er ekki að segja að þeir allir hafi verið að beyta óþarfa ofbeldi en það eru greinilega slæm epli inná milli þar eins og annarsstaðar og eitthvað þarf til að laga það. Við eigum að geta treyst þeim.

Brynja Dögg (IP-tala skráð) 27.1.2009 kl. 13:32

17 identicon

Gummi - ég sagði að lögregla hefði haft fullan rétt á að handtaka drenginn þar sem hann hlýddi ekki fyrirmælum lögreglu um að færa sig. Það sem orkar tvímælis er nauðsyn þess að handtaka ungt fólk sem stendur frammi fyrir vel vörðum lagann vörðum með raddböndin og berar hendur einar að vopni - í öðrum tilfellum þegar lögregla hefur haldið ró sinni hefur það ekki reynst nauðsynlegt. Óumdeilanlegt er svo að meðferð fanganna var óvægin og að þar voru reglur brotnar, alla vega hvað varðar þau sem voru undir lögaldri.

Þessir krakkar vissu vel að þau voru að brjóta reglur og að þau ættu á hættu að vera handtekin. Það hafa allir þeir sem standa í fremstu víglínu í friðsamlegum mótmælum alltaf vitað. Ég kýs að kalla það friðsamleg mótmæli þegar lífi og limum er ekki stefnt í hættu, ég tek auðvitað eindregna afstöðu gegn líkamsárásum eins og þeim sem síðar urðu og veit að það gera þessir krakkar sem þarna voru líka.

Það að brjóta reglur eins og að færa sig úr stað vegna tilmæla lögreglu er ansi léttvægt að margra mati miðað við það sem hefur gengið á í þjóðfélaginu og miðað við þau brot bæði á lögum og siðsemi sem látin eru óátalin. Fáar umbætur á mannréttindum eða í lýðræðisátt í sögunni hafa náðst fram án þess að reglur hafi verið brotnar. Á fólk bara að láta hvað sem er yfir sig ganga án þess að láta í sér heyra?

Gummi, settu þig í spor foreldris sem fær ekki að vita hvort barn þess sé heilt á húfi og mætir fyrirlitningu og skætingi frá yfirvöldum þegar spurt er. Ég sagði áðan að allt annað viðmót hefði mætt mér um kvöldið á lögreglustöðinni og verð að segja að það virðist gilda um þessi mótmæli yfirleitt, að lögreglan hefur langoftast sýnt stillingu og þolinmæði. En sumir virðast halda að þeir séu einhvers staðar í útlandinu og að nú eigi bara að vera töff ... mér var sagt að óeirðalöggan hefði verið send á námskeið í Ameríku, kannski var þeim kennt það að henda krökkunum í klofið hvert á öðru ...

Ragnheiður Gestsdóttir (IP-tala skráð) 27.1.2009 kl. 14:02

18 identicon

Því Miður eru Menn Stundum heilalausir

ekki allir en það þarf bara einn

Fordæmi Valdníðslu

Ekki færi ég að Berja á Þeim sem borga mér launin

en því miður eru menn sem stjórna ekki heilir í hausnum og gefa rangar skipanir ekki er við þrælana að sakast heldur yfirvald þeirra

Hinn almenni Lögreglumaður vill alls ekki berja á samborgurum sínum

en til er einn og einn heilalaus þræll

Kveðja

Æsir (IP-tala skráð) 27.1.2009 kl. 17:28

19 Smámynd: Rakel Sigurgeirsdóttir

Full ástæða til að vekja athygli á þessu og vona að þeir innan lögreglunnar sem sannanlega gerðust sekir um ofbeldi verði ekki síður dregnir til ábyrgðar en þeir hinir.

Rakel Sigurgeirsdóttir, 27.1.2009 kl. 17:30

20 identicon

"Það er þó umdeilanlegt hversu mikilli hættu stafaði af grannvöxnum unglingi sem lamdi með berum höndum á skjöld fullorðins og fílelfds lögreglumanns sem var duðaður í varnarbúning og með hjálm á höfði. Strákurinn hafði eins og svo margir aðrir klút fyrir vitunum og hafði sett upp varnargleraugu".

Hvar er uppeldið? Ég var þarna alla dagana en hélt mér frá vitleysingum sem voru að henda í lögguna og berja á skildi löggunar vegna þess að ég vildi ekki fá piparúða í augun og vildi ekki lenda í táragasi. Ég fékk hvorugt, en skilaboðin mín komust ábyggilega vel til skila. Ég lamdi enga löggu, henti engu í hana og hélt mér bara aðeins frá henni og skrílnum sem var að bögga hana.

Hvað var fólk að bögga löggur yfirhöfuð? Hvað er svona erfitt við það að fara eftir því sem lögreglan segir? Hún segir fólki að færa sig, ekki berja í rúður og svo framvegis með það að markmiði að allt fari friðsamlega fram! eins og á að gera. Hvernig væri að fólk sem er að rífast yfir löguofbeldi taki til í eigin ranni, ali upp í börnunum virðingu fyrir annarra störfum og svo framvegis og svo framvegis?

Spyr sá sem ekki veit.

Jón Eggert (IP-tala skráð) 27.1.2009 kl. 18:13

21 Smámynd: Birgitta Jónsdóttir

Jón Eggert við erum ekki að ræða hér barnauppeldi heldur þá staðreynd að svo virðist sem að enn einu sinni mun ekki fara fram rannsókn á því að lögregla brýtur sínar eigin starfsreglur - beitti óþarfa ofbeldi sem nauðsynlegt er að rannsaka og sækja til saka þá lögreglumenn sem fóru yfir strikið.

Það er alveg örugg eins og kemur fram í fréttinni sem ég tengdi við að þeir sem beittu lögreglu ofbeldi verði sóttir til saka - ég bara spyr: er ekki eðlilegt að starfshættir lögreglu verði rannsakaðir af óháðum aðilum. Þetta er ekki mjög flókið. 

Birgitta Jónsdóttir, 27.1.2009 kl. 18:25

22 Smámynd: Haraldur Davíðsson

Jón Eggert, þetta er kannski líka svolítið spurning um nærveru.

Almenna lögreglan stóð sig af stakri prýði, nærvera hennar var "passív" , og þessvegna sluppu þeir, svo best ég viti, við allt ofbeldi og bögg, þeir áttu oftast bara í spjalli við fólk.

Fullbúin óeirðalögregla sem ryðst inn í leikmyndina og stillir sér upp, er " aggressív" nærvera, og það hlýtur hver að sjá að það verða alltaf einhverjir vitleysingar sem taka því sem ögrun.

Ein af ástæðum þess að ofbeldið ( á báða bóga) byrjaði, er að lögreglunni var stillt upp þarna sem fulltrúum spilltrar og illa liðinnar stjórnar, sem ætlaðist til að lögreglan tæki við " kvörtunum " fólksins í þeirra stað. Þarna vil ég meina að mesta ofbeldið gegn lögreglunni hafi farið fram, enda sáu allir glöggt eftir atburði aðfararnætur 22. sl. að þetta væri fáránleg staða sem komin var upp..fólkið að berja á fólkinu...fólkið á að standa saman, og ég held að allir séu nú með á því í dag......við eru þjóðin, verum ein þjóð!

.....en það breytir ekki því að eigi að fordæma ofbeldið sem átti sér stað þessa nótt, ber að fordæma ofbeldið sama hver beitir því, það er þessvegna mjög sorglegt ef Stefán Eiríksson ætlar ekki að tækla þá lögregluþjóna sem verða að teljast til ofbeldisseggjanna.

Haraldur Davíðsson, 27.1.2009 kl. 18:37

23 identicon

Hvað kom fyrir ykkur í æsku sem varð þess valdandi að vera svona andfélagsleg og á móti lögreglunni???

Eiríkur (IP-tala skráð) 27.1.2009 kl. 19:50

24 identicon

Haraldur .... það skiptir ákaflega litlu máli hvort þér finnst lögreglan hafa passíva eða agressíva nærveru, þeir hafa einfaldlega hlutverk t.d. að koma í veg fyrir og sporna við eingaspjöllum ég var reyndar ekki á staðnum þar sem ég bý ekki á landinu en ég held að það sé nákvæmlega sama hvað lögreglan gerir í svona aðstöðu þeir geta ju ekki gert bara ekki neitt en það sprettur alltaf upp fólk sem finnst löggan hafa verið ákaflega vond við sig

Ég hef orðið vitni að nokkrum svona "lögregluaðgerðum" í mismunandi löndum og það er farið með þessa mótmælendur á íslandi nánast eins og hvítvoðunga ef tekið er tillit til þess hvernig svona mál eru meðhöndluð í nágrannalöndum, t.d í Dk hef ég séð þá taka mun mun harðara á mótmælendum ( sem einungis voru að mótmæla því að fótboltaliðið þeirra tapaði) og nu bý ég í þýskalandi og hér hefðu reikna ég fastlega með einhverjar kúlur flogið.....

Og þið ljósmyndarar sem kvartið sáran yfir meðferðinni, ég er smiður og hef t.d. lennt í því að fá steypu í augun.......þetta fylgir vinnunni:)

Hannes Már Jónsson (IP-tala skráð) 27.1.2009 kl. 19:51

25 Smámynd: Haraldur Davíðsson

Hvernig færðu út að ég sé á móti lögreglunni Eiríkur ?

Það er ég alls ekki, en ég er  á móti ofbeldi hver sem beitir því, enda væri annað ekkert nema hræsni...ekki satt?

Haraldur Davíðsson, 27.1.2009 kl. 19:55

26 Smámynd: Eiríkur Sjóberg

Það er rétt og eðlileg krafa að skoðuð verði samskipti lögreglu og mótmælenda.  EKki er hagur lögreglunnar síst fólginn í því að koma hreint fram.

Mér hefur þótt undarlegt að sjá sumt fólk og heyra, hversu auðvelt því reynist að gagnrýna lögregluna og setja sig upp á móti henni, en sjá ef til vill ekki bjálkann í auga fólks sem virðir ekki störf og hlutverk lögreglunnar.

Ég er viss um að störf lögreglu eru oft erfið og stöðugt undir gagnrýni fólks og fjölmiðla.  Það getur ekki verið hagur lögreglunnar að koma fram við fólk af offorsi eða óréttlæti - slíku yrði hafnað á stundinni af samfélaginu.  Því er víst að lögreglan reynir að vanda sig sem mest hún má, í því er hagur hennar fólginn.

Og þar er mergurinn málsins.  Mér sýnist lögreglan hafa staðið sig afar vel við að sinna hlutverki sínu við mjög erfiðar aðstæður á stundum.  Jafnframt verð ég að segja að mér finnst megin þorri mótmælenda hafa hagað sér mjög vel, raunar er ég mjög stolltur af því hversu stór hluti mótmælenda hafnar ofbeldi og berst gegn því - hversu stór hluti mótmælenda skilur alvöruna og hættuna sem slíkri hegðun fylgir.

Lögreglumenn eru venjulegir menn og konur.  Þetta eru ekki ofurmenni sem ekkert bítur á.  Stundum finnst mér eins og ákveðinn hópur fólks telji það eðlilegt hlutverk lögreglu að vera undir hótunum og ofbeldi annarra - að það sé bara svona eðlilegur fylgifiskur starfs lögreglunnar.  En þá gleymist að skoða, gagnrýna og hafna hegðun þeirra sem þannig vaða uppi gegn lögreglunni.  Því hvert er hlutverk lögreglunnar?  Lögreglan starfar í þágu fólksins, verndar eigur þess og limi - en verður samtímis fyrir barðinu á illgirni fólks.  Þetta er sérkennilegt hlutskipti sem hlýtur að vera súrt á stundum.

Tilefnislaus árás einstakra lögreglumanna á fólk er að sjálfsögðu óásættanleg og ólögleg.  Slíkri hegðun verður að hafna og rétt er að hafa aðhald að slíku.  Ég velti þó fyrir mér hver niðurstaða fólks væri setti það sig í spor þeirra venjulegu manna og kvenna sem klæðast lögreglubúningi við störf sín.  Er ekki staðreyndin sú að lögreglumenn voru að standa sig mjög vel á löngum vöktum við erfiðar aðstæður?  Er úr vegi hreinlega að þakka fyrir slíkt?

 Ég tek undir með þeim öðrum hér að ofan sem spyrja sig hvað orðið hefur um ábyrgð foreldra barna sem fóru jafnvel framarlega í flokki við að vanvirða störf og hlutverk lögreglu.  Og ég spyr, er í lagi og sjálfsagt mál að vanvirða lögregluna og hlutverk hennar?  Er það samfélaginu til framdráttar?

Einhver gagnrýnir lögregluna fyrir það að hafa klæðst hlífðarbúningi og borið skildi - að það hafi ögrað fólki!?  Skildir eru ekki notaðir til að berja á fólki heldur verja þann sem skjöldinn ber!  Mér finnst lögreglan nefnilega akkúrat hafa leyft málum að þróast nokkuð langt áður en til slíks búnaðar hefur veirð gripið.  Ekki eiga lögreglumenn að láta henda yfir sig grjóti og skyri án þess að verja sig, eða hvað?  Og hvor er þá verri, hegðu lögreglumanna eða þeirra fáu einstaklinga sem ekki hugsa lengra en nefið nær?

Eiríkur Sjóberg, 27.1.2009 kl. 20:17

27 Smámynd: Haraldur Davíðsson

Hannes eins og þú sagðir, þá varstu ekki á staðnum, og ofbeldi milli lögreglu og mótmælenda í Þýskalandi hefur fengið að gerjast lengi..óskandi að slíkt gerist ekki hér.

Eiríkur Sjóberg, ég talaði um passíva og aggressiva nærveru, og munurinn á viðmótinu sást glögglega við þjóðleikhúsinu, þar sem óeirðalögreglan settist niður álengdar og fylgdist með, og fyrir vikið fengu þeir algjöran frið...ekkert bögg, engin jógúrt eða egg... bara allt í spekt millum manna.

Nei, ég er ekki að lýsa yfir almennri óánægju með lögregluna, heldur ofbeldi. Eins og ég tók fram fyrr, finnst mér mesta ofbeldið sem lögreglan verða fyrir, vera það að vera stillt upp sem fulltrúum illa séðrar stjórnar, þeim gert að takast á við óánægju almennings, í stað þess að stjórnin sjálf tæki sínar skammir.

Þetta þykir mér afar sorglegt, og ítreka að það er ekkert annað en bölvuð vitleysa að halda því fram, að ekkert hafi verið athuga vert við framgang einstakra lögreglumanna..og það hlýtur að taljast vafasamt að lögreglan sjálf rannsaki sig...

Haraldur Davíðsson, 27.1.2009 kl. 20:36

28 identicon

Það er rétt og eðlileg krafa að skoðuð verði samskipti lögreglu og mótmælenda. EKki er hagur lögreglunnar síst fólginn í því að koma hreint fram.....

Tilefnislaus árás einstakra lögreglumanna á fólk er að sjálfsögðu óásættanleg og ólögleg. Slíkri hegðun verður að hafna og rétt er að hafa aðhald að slíku." Eiríkur

Koma hreint fram....aðhald??????

Hvaða aðhald Eiríkur? Það er EKKERT eftirlit með lögreglunni hér á Íslandi!

Koma hreint fram? Eins og hvenær?

Eigum við þá ekki, Eiríkur, að athuga öll kærumálin á lögregluna sem hafa komið upp síðustu ár???? Eigum við svo ekki að athuga hvernig gengur fyrir hinn almenna borgara að vinna mál gegn lögreglunni, eða bara hve mörg kærumál komast á dómstigið?

Eigum við ekki að hvetja til þess að fréttamenn athugi þessi mál, tali við fórnalömb lögreglunnar? Það væri hægt að fylla Kastljósið út árið ef það væri gert.......

Koma hreint fram...aðhald...

Ertu þá ekki sérstakur áhugamaður um það að hér verði komið upp ÓHÁðU innra eftirliti fyrir lögregluna????

Nei shit maður, ef við förum að athuga skítinn í skúffunum hjá lögreglunni þá gæti einhver talið rétt að taka fíknó fyrir.......nei shit maður það yrði ALLTOF mikil skítalykt ef það væri gert......

Kannski bara best að lögreglan rannsaki sjálfa sig áfram!

Lögreglumenn og konur, ef þið viljið virðingu þá þarf að taka ÆRLEGA til hjá ykkur og henda burt skítalöbbunum sem eru bara of áberandi hjá ykkur, koma upp óháðu innra eftirliti og snúa baki við löngu úreltum fasista viðhorfum sem virðast ennþá lifa góðu lífi hjá ykkur, einnig þekkt sem "bandarísk lögregluviðhorf"! ÞAð mun kannski hjálpa ykkur að losna við dómsmálaráðherra sem horfir of mikið á bandarískar kvikmyndir.......

magus (IP-tala skráð) 27.1.2009 kl. 22:14

29 Smámynd: MacGyver

"Því kalla ég eftir tafarlausri rannsókn á þessu frá alþjóðasamtökum."

Ég held nú að alþjóðasamtök myndi hlæja að þessu. Íslenska lögreglan hlýtur að vera meðal mildustu lögreglumenn heims. Á öllum stöðum í heiminum hefði t.d. árásin á lögreglustöðina endað í barsmiðar og heiftarlaust lögregluofbeldi þangað til ekki einasta mótmælandi sæist. Við ættum að vera heppinn að búa á landi með eins góða lögreglu og við erum með.

MacGyver, 27.1.2009 kl. 22:19

30 Smámynd: Haraldur Davíðsson

Og þannig endar þetta McGyver, ef við kæfum þetta ekki í fæðingu...

Haraldur Davíðsson, 27.1.2009 kl. 22:24

31 Smámynd: Hlédís

Það þarf að hreinsa arfann úr lögreglunni reglulega, en ekki vökva hann og bera á.

Ofbeldismenn sækja í störf dyravarða, lögreglu- og gæslu-manna ýmiskonar. Í sömu störf fara sem betur fer líka mjög góðir menn - en mest venjulegt fólk.  Föntum fjölgar í þessom stéttum, sé hilmt yfir gerðir þeirra. Það er óásættanlegt.

Hlédís, 27.1.2009 kl. 22:47

32 identicon

barsmíðar og heiftarlegt ofbeldi þar til engin mótmælandi sæist MacGyver....Er það þín draumasýn? Kannski rétt hjá þér að einhverstaðar í heiminum hefðu viðbrögðin orðið þannig, t.d. á vissum stöðum í hámenningunni í Ameríkunni.....

Þar er lögregluofbeldið orðið hræðilegt, en það eru engin rök fyrir því að við eigum að taka það ástand okkur til fyrirmyndar.

Mundu útlendingar hlægja að téðri rannsókn? Eigum við ekki bara að athuga það?

Eigum við kannski að biðja erlendar fréttastöðvar að kynna sér mál íslensku lögreglunnar? Til dæmis BBC eða Norsku stöðvarnar? Hversu fyndin er lögregla án innra eftirlits, og hversu fyndin eru öll týndu kílóin hjá fíknó?

VAr það ekki Norska lögreglan sem furðaði sig á því hvernig stjórnvöld hér dirfðust að setja svo illa menntaða lögreglumenn á götuna eins og raun ber vitni?

Já MacGyver, ef lögreglan hér er svona æðisleg þá er engin ástæða til að hræðast eftirlit eða það að rannsóknir séu gerðar af óháðum aðilum......

Við bara opnum bækurnar og stofnum óháð eftirlit og leyfum öllum að skoða málið, íslendingum jafnt sem útlendingum, og athugum síðan hversu hlægilegt þetta er alltsaman........

Við sendum bara Nossurunum og BBC og CNN og öðrum boðskort til Íslands og segjum þeim að við ætlum að sýna þeim hvernig á að reka fyrirmyndarlögreglu!

Hverjir mundu hlægja eftir það karlinn minn?

magus (IP-tala skráð) 28.1.2009 kl. 01:47

33 identicon

"ef að yfirmaður þinn segði þér að gera eitthvað verkefni þá gætir þú að öllum líkindum ekki neitað að vinna verkið..........nákvæmlega svona var þetta hjá óeirðarsveitinni." Hermann

Hér er verið að tala um að mótmælendur sem EKKERT gerðu af sér hafi verið barðir, og það að svo virðsist sem lögreglan hafi sérstaklega tekið fyrir ljósmyndara........

Ef það er staðan að þessir lögreglumenn hafi lamið einstaklinga sem ekkert gerðu af sér, miðað piparúða í augun á fólki og svo reynt að hindra störf ljósmyndaranna á staðnum í því að taka myndir af þeim vegna þess að þeirra yfirmenn skipuðu þeim að gera það, þá er það alls ekki eðlilegt ástand!

Ef þetta er málið þá eiga viðkomandi yfirmenn heima í jailinu, því hlutverk ykkar er að viðhalda lögum í landinu, en ekki að haga ykkur eins og mafíósar sem berja á mönnum eftir skipunum frá yfirvaldinu!

Eru þið lögreglumenn svona óskaplega HRÆDDIR við yfirmenn ykkar, hvað er málið? Ef yfirmenn ykkar eru svona ofsalega spilltir, sem reyndar er nú augljóst, þá þurfið þið lögreglumenn bara að spjalla við fréttamenn og viðurkenna ástandið! Ég er viss um að mótmælendurnir væru meira en til í að hjálpa ykkur við það að losa ykkur við pakkið á toppnum ef það er málið??? Þetta er allt í lagi, Don Björn "Bruce Willys" Bjarnason er að hverfa úr embætti sínu.......

Það þarf að hreinsa til hjá ykkur.......Það er fullt af góðu fólki í lögreglunni en illgresið er bara yfirgnæfandi eins og stendur. Hættið að þagga niður skítamálin sem koma upp........takið á þessu! Það mundi gjörbreyta aðstæðum hér og viðhorfi almennings til ykkar. Viljiði meiri virðingu og betri laun? Þetta byrjar allt hjá ykkur kæru lögreglumenn!

magus (IP-tala skráð) 28.1.2009 kl. 02:18

34 Smámynd: Hlédís

Hreinsa lögreglugarðinn, takk!  

Þar eru nokkur mjög falleg blóm og mikll eðlilegur gróður, en arfann verður að reyta burt jafnóðum. Þetta þýðir án myndlíkinga : Í lögregluliðinu eru nokkrir mjög góðir menn og fjöldi venjulegs fólks. Fantana þarf að fjarlæja jafnóðum og þeir sýna sína takta.

Þetta eru ekki nýjar fréttir - hérlendid né erlendis.

Hlédís, 28.1.2009 kl. 08:55

35 Smámynd: Birgitta Jónsdóttir

Ég þakka fyrir líflegar umræður hér og er ánægð að sjá að það eru fleiri en ég sem líta svo á að það þurfi að fara fram utanaðkomandi rannsókn. Það er ótækt að lögreglan rannsaki sjálfa sig. Kannski lagast svona siðspillt verklag ef við náum að fá nauðsynlegar umbætur á stjórnsýslu landsins. Veitum nýrri ríkisstjórn þétt aðhald. Sláum hvergi af kröfum okkar um stjórnsýslubreytingar sem og breytinga á kosningalöggjöf, við þurfum lýðræðisumbætur... takk

Birgitta Jónsdóttir, 28.1.2009 kl. 09:10

36 Smámynd: MacGyver

Magus, ég hef aldrei sagt að þessi lögregla væri til fyrirmyndar. Ég sagði að hún væri mildasta lögregla í heiminum og að mótmælendur ættu að vera heppnir yfir að hafa eins milda lögreglu á móti sér. Td finnst mér ekki til fyrirmyndar hversu lengi lögreglan oft bíður þangað til hún notar piparúða eða gas. Ég myndi allavega nota piparúða við fyrstu merki um lagabrot.

MacGyver, 28.1.2009 kl. 11:01

37 identicon

Dómstólar eru algerlega óháðir lögreglunni og ef lögreglumenn brutu svona af sér fá þeir að gjalda og meira að meiri hörku en hinn almenni borgari af því að það er eðlilega ætlast til meira af þeim.

Það er algjör fásinna að lögreglan hafi farið með offorsi gegn mótmælendunum/óeirðarseggjunum. Svo virðist sem fleiri lögreglumenn hafi hlotið áverka en mótmælendur og ég er nokkuð viss að þessir menn/konur sem eru í nákvæmlegu sömu stöðu fjárhagslega og aðrir, hlutu meiri andlegan skaða en mótmælendurnir. Þarna var vísvitandi ráðist á þá með ofbeldi, hótunum og niðrandi orðum.

Varðandi fordæmingu blaðamannafélagsins að þá mættu þeir vera duglegir við það að útdeila blaðamannapössum. Myndavél gerir þig ekki sjálfkrafa að blaðamanni. Það voru líka óeirðarseggir með myndavélar. Þú getur alveg verið glæpamaður en átt myndavél.

Mótmælendur mega þakka fyrir það að lögreglan hér er jafn smáborgaraleg og raun ber vitni. Háþrýstidælur og gúmmíkúlur hefði án nokkurs vafa verið beitt annars staðar.

Það er fólk eins og þú, Birgitta, sem gerir starf hins venjulega lögreglumanns erfiðara með því að grafa undan því trausti sem við verðum að bera til þeirra.

Benedikt (IP-tala skráð) 28.1.2009 kl. 11:01

38 Smámynd: Haraldur Davíðsson

Stefán Eiríksson grefur mest Benedikt, með því að ljúga að þlóðinni!

Það er lögreglunni mest í hag af öllum, að þessi mál séu án alls vafa...

...en smásálir sjá auðvitað ekki fram úr eigin augum....

Haraldur Davíðsson, 28.1.2009 kl. 11:20

39 identicon

Haraldur, hverju laug Stefán?

Já það er lögreglunni mest í hag af öllum, að þessi mál séu án alls vafa......

Benedikt (IP-tala skráð) 28.1.2009 kl. 11:25

40 Smámynd: Haraldur Davíðsson

Sástu ekki sjónvarpsviðtalið, þar sem myndskeið eftir myndskeið sýndi lögregluþjóna gera akkurat það sem Stefán sagði að ALDREI væri gert?

Við sem höfum fylgst með sáum það sama á vettvangi, piparúða beitt án aðvörunar, maður handleggbrotnar er hann ber hönd fyirir högg sem beint var að höfði hans, ég sá lögregluþjón sparka í liggjandi ungling sem var járnaður fyrir aftan bak, ég sá hóp óeirðelögregluna ryðjast inn í hóp fólks, berjandi af handahófi með kylfunum.....

Það eru ótal dæmi Benedikt, og það er ótækt annað en að Stefán fordæmi  ALLT ofbeldi, líka sinna manna. Það græðir enginn á því að þetta verði látið óátalið.

Nú vil ég ítreka að almennt stóð lögreglan sig með prýði við erfiðar aðstæður, en af hverju kýs Stefán að sverta æru heiðviðra lögreglumanna, með því að taka ekki á þessum fáu??

Stefán á ekki embættið, við eigum það, og það má ekki leyfa neinum að bletta sjálft embættið.....en það gersit ef ekkert er gert til að viðhalda þeirri staðreynd að lögreglan og fólkið eru algjörlega háð því að það ríki traust.

Haraldur Davíðsson, 28.1.2009 kl. 11:43

41 identicon

Ég heyrði jú þegar hann talaði um piparúðann, þ.e. að það ætti ekki að beina honum í andlit. Ég kannaði málið og þar kemur vankunnáta Stefáns í ljós, þ.e. hann er ekki lærður lögreglumaður. Hann er vel lesinn en las gömul fyrirmæli um piparúða sem er ekki lengur notaður. Var hann það kraftmikill að augu gátu hlotið skaða af. Sá piðarúði sem notaður er af lögreglu í dag er allt annar og er lögreglunemum í lögregluskólanum kennt að beina bununni í andlit.

Hin dæmin get ég ekkert sagt um því að ég sá þau ekki. En ef svo mörg vitni voru af atburðunum ætti það ekki að vera mikið mál að taka á því.

Benedikt (IP-tala skráð) 28.1.2009 kl. 12:50

42 identicon

Ég ætla einu sinni en að leggja orð í belg - lofa að það er í síðasta sinn! Hvað uppeldi míns barns varðar, þá veit hann að það sem hann gerir er á hans ábyrgð og hann tekur afleiðingunum. Það gerði hann þegar hann var handtekinn. Það er ekkert nýtt að unglingar sjást ekki alltaf fyrir, þeir þurfa að læra og reka sig á og frekar vil ég að barnið mitt taki þátt í mótmælum sem hann trúir á en að honum sé sama um allt nema sjálfan sig. - Það breytir engu um aðalmálið sem er ekki að krakkarnir hafi verið tekin föst heldur hvernig komið var fram við þau.

Það var eins og menn misstu sig í nokkur skipti í þessum mótmælum þótt oftast kæmi lögreglan fram af hófsemi og stillingu. Hvort það var vegna viðbragða einstaklinga á staðnum eða skipana yfirmanna veit ég ekki. Ég er hrædd um að það leynist fólk innan vébanda lögreglu sem þyrfti á endurmenntun að halda þótt flestir sinni starfi sínu með prýði. Eins og Hlédís segir er alltaf hætta á að fólk sæki í slík störf á röngum forsendum og þeir eiga ekki heima þarna.

Það var stórkostlegt þegar mótmælendur gengu fram fyrir lögreglumenn og vörðu þá og hvernig tókst að snúa dæminu við af beggja hálfu. Við vorum að læra á mótmæli báðum megin við borðið og allir gera mistök. Sem betur fer gróa sárin. Það var alla vega óborganleg sjón að sjá svipinn á andliti lögreglumannsinns sem sonur minn faðmaði að sér á Austurvelli í fyrradag!

ragnheiður Gestsdóttir (IP-tala skráð) 28.1.2009 kl. 13:20

43 Smámynd: Nanna Katrín Kristjánsdóttir

Ég held að lögreglan hafi verið í sett afar erfiða stöðu og mjög mannlegt að einhver af þeim missti sig á einhverjum tímapunkti.  Að standa undir slíkum öskrum í 20 tíma er ekki fyrir neinn mann.

Það græðir engin á því að fara í stríð við lögregluna, þeir eru fólkið í landinu eins og við hin. Margir þeirra óskuðu þess eflaust að vera hinu megin í þessum mótmælum.

En það er eins og með önnur störf sem snúa að því að sinna og bera ábyrgð á fólki að þau hljóta ekki þá virðingu sem þau eiga skilið.  Sorglegt að störf sem eru erfið andlega og líkama og líklegast þau mikilvægustu í samfélaginu séu ekki verðlaunuð á þann hátt sem þau eiga skilið, meðan störf sem snúast um að bera ábyrgð á penningum(sem þarf svo ekkert að bera þegar að því kemur) fá öll þau hlunindi sem fólk getur óskað sér.

Nanna Katrín Kristjánsdóttir, 28.1.2009 kl. 14:35

44 Smámynd: Eiríkur Sjóberg

Nanna Katrín,

Heyr, heyr!

Eiríkur Sjóberg, 28.1.2009 kl. 15:11

45 Smámynd: Hlédís

Við ætlum ekki að GRÆÐA hér, Nanna! - Við erum að benda á þá staðreynd að lögreglu-óeirða-menn réðust að fyrra bragði á friðsamt fólk sem stóð fyrir utan Alþingishúsið kl 13:30 þriðjudaginn 20. jan sl. Þannig var fólk espað upp og síðan piparúðað. kylfulamið í höfuð, beinbrotið, sparkað í það fallið. . . Upptalningu lýkur hér, en ofbeldið var MEIRA!  -  Gróði er okkur ekki síst í huga - heldur að  fantur/fantar sem kom/u þessu af stað víki úr lögreglunni!   Svo einfalt er það  -  heimildir til á tímasettum myndum og munnlegar.

Hlédís, 28.1.2009 kl. 15:55

46 Smámynd: Haraldur Davíðsson

Heyr Hlédís, missum ekki sjónar af aðalatriðunum.

Haraldur Davíðsson, 28.1.2009 kl. 16:09

47 Smámynd: Nanna Katrín Kristjánsdóttir

Hlédís það er mikil einföldun að segja að lögreglan hafi komið þessu af stað.  Þeim var stillt þarna upp í þetta óþverra starf.  Auðvita getur verið að innan um lögregluna eins og annars staðar leynast svartir sauðir sem erfitt er að eiga við en að setja upp þessa slæmu mynd af lögreglunni finnst mér fyrir neðan allar hellur.

Það hefur engin komið fram beinbrotinn eða alvarlega slasaður nema lögreglumenn, hitinn er slíkur að fjölmiðlar myndu ekki hika við að fjalla um slíkt lögregluofbeldi ef til hefði komið.  

Nanna Katrín Kristjánsdóttir, 28.1.2009 kl. 16:21

48 Smámynd: Haraldur Davíðsson

Þetta er ekki rétt Nanna, handleggsbrot, brotnar tennur, illa marið fólk, ótal höfuðhögg með kylfum....

...þó nokkuð mörg dæmi hafa komið upp.

Beiting táragass án tillits til hverjir yrðu fyrir því er líka býsna alvarlegt, ég vil hvetja þig til að kynna þér á netinu áhrif CS og CN gass á líkamann...t.d. áhrif á æxlunarfæri bæði karla og kvenna.

En eins og fram hefur komið hjá mér þá áfellist ég fyrst og fremst framgang einstakra manna, og misnotkun stjórnvalda á lögreglunni.

Lögreglan sem slík er ekki skotmark minnar gagnrýni, en það er algjörlega ótækt að ofbeldi og reglubrot einstakra manna innan lögreglunnar verði látin óátalin...

Haraldur Davíðsson, 28.1.2009 kl. 16:38

49 Smámynd: Nanna Katrín Kristjánsdóttir

Ég allavega hef ekki heyrt eða séð nein dæmi frá fyrstu hendi, ef þetta er rétt hjá þér vona ég svo sannarlega að þessir einstaklingar kæri þá sem gengu of langt.

Lögreglan varaði við og bað fólk um að færa sig áður en þeir notuðu gas-ið, það er alveg ljóst að þeir voru í talsverðri hættu þegar þeir notuðu það, þó svo ég sé á móti öllu ofbeldi og hefði viljað að þeir slepptu því.

Nanna Katrín Kristjánsdóttir, 28.1.2009 kl. 16:47

50 Smámynd: Haraldur Davíðsson

Nanna, ég stóð á Austurvelli kvöldið sem táragasi var beitt. Rétt er að lögreglan varaði við yfirvofandi gasnotkun og skipaði fólki burt af Austurvelli, en þar sem við gengum á brott, var sprengjum skotið allt um kring og engin leið að sleppa við það. Gasinu var beint að okkur sem stóðum aðgerðarlaus og spjölluðum um atburði dagsins, gassprengjum var hiklaust skotið beint að fótum fólks sem ekkert var að gera af sér, fólki sem var að fara að fyrirmælum lögreglu, þeir sem voru að angra lögreglu stóðu vestan við Alþingishúsið, en sprengjunum var dreift yfir okkur sem stóðum á Austurvelli sunnan Alþingishússins.

Að kæra lögregluþjóna sem ekki eru númeraðir og neita að segja til nafns er vonlaust mál, að kæra lögreglu til lögreglu er vonlaust.

Þessvegna er það lögreglustjóra að laga til hjá sér, honum ber skylada til þess, og það er, svo ég segi það einu sinni enn, ótækt að lögreglustjóri láti eins og ekkert sé athugavert. Ef einstaka lögreglumönnum er leyft að brjóta á samborgurum sínum, mun það bitna á ÖLLUM lögreglumönnum, og á embættinu sjálfu....og það er óverjandi.

Haraldur Davíðsson, 28.1.2009 kl. 17:13

51 identicon

Varðandi fordæmingu blaðamannafélagsins að þá mættu þeir vera duglegir við það að útdeila blaðamannapössum. Myndavél gerir þig ekki sjálfkrafa að blaðamanni. Það voru líka óeirðarseggir með myndavélar. Þú getur alveg verið glæpamaður en átt myndavél." Benedikt

Menn með myndavélar GÆTU verið glæpamenn! Þannig að það er bara gott mál að löggan berji alla nærstadda sem eru með myndavélar, svona forvarnargildi!

Já einmitt Benedikt, er ekki í lagi með hausinn?

Ef lögreglan verður fyrir barsmíðum án þess að hafa ögrað fólki eins og þú heldur, þá væru nú ljósmyndararnir á staðnum bestu vinir lögreglunnar! Þá væru það nú líklega mótmælendurnir sem væru í því að' berja alla ljósmyndara á staðnum til að fyribyggja sönnunargögn!

En staðan er ekki þannig. Afhverju er lögreglan svona HRÆDD við ljósmyndara?

Þessi ummæli hér að ofan að lögreglan sé óháð dómstólum er svo barnaleg að hún er NÆSTUM því fyndin!

magus (IP-tala skráð) 28.1.2009 kl. 18:24

52 identicon

Magus, ég hef aldrei sagt að þessi lögregla væri til fyrirmyndar. Ég sagði að hún væri mildasta lögregla í heiminum og að mótmælendur ættu að vera heppnir yfir að hafa eins milda lögreglu á móti sér. Td finnst mér ekki til fyrirmyndar hversu lengi lögreglan oft bíður þangað til hún notar piparúða eða gas. Ég myndi allavega nota piparúða við fyrstu merki um lagabrot.

MacGyver, 28.1.2009 kl. 11:01

Mildasta lögreglan í heiminum já. Ég hef nú ferðst víða, en hvaða lönd ert þú að tala um? Ameríka er ekki allur heimurinn.

Nú jæja, eigum við þá ekki að "opna bækurnar", stofna til óháðrar rannsóknar og bjóða erlendum fréttastofum að koma og sjá dýrðina??

Nota piparúða við fyrstu merki um lagabrot já.......það mundi nú laga ástandið.

Ertu kannski búin að horfa á of margar amerískar bíómyndir/þætti eins og BB....

MACGYVER?

magus (IP-tala skráð) 28.1.2009 kl. 18:36

53 Smámynd: Haraldur Davíðsson

Haraldur Davíðsson, 28.1.2009 kl. 21:21

54 Smámynd: Hlédís

Nú er að halda rónni, ágæti Haraldur!  "... fyrirgef þeim af því þau vita ekki..... !"  eins og góður maður sagði, svona um það bil orðrétt, forðum ;)

 Es: Nú fær Bj. bj... betri tíma fyrir hasarmyndirnar

Hlédís, 28.1.2009 kl. 22:39

55 identicon

Magnús, "Blaðamaður" sem öskrar "STRÍÍÍÐ!!!" framan í upptökuvélar sjónvarps er greinilega ekki friðsamur óhlutdrægur mótmælandi. Ef einhver stendur með myndavél úti í rigningu er út í hött að öskra á Guð  ef myndavélin blotnar. Það eru heldur engar bækur lokaðar þegar viðkemur aðkomu lögreglunnar af þessum mótmælum. Mótmælin voru nánast í beinni og fréttaskot og blaðagreinar voru jafnvel skrifaðar af mótmælendum þannig að ef eitthvað er þá hallar á lögregluna í þessu öllu.

Þú vilt líka halda því fram að það sé bara lögreglan í USA sem er harðari. Þú ert greinilega ekki búinn að kynna þér málið. Fyrir nokkrum vikum síðan var t.d. hent grjóti í lögreglubíl í Danmörku. Til að koma í veg fyrir frekari uppþot voru 100 manns handteknir. Leitið og þér munuð finna.

Benedikt (IP-tala skráð) 29.1.2009 kl. 07:41

56 Smámynd: Hlédís

Er "Benedikt" vinsælt nafn hjá Ippum (ip-tala birt) ' - eða er allsstaðar sá sami á ferð? 

Hlédís, 29.1.2009 kl. 08:19

57 identicon

Ó Guð minn.......

öskraði ljóti blaðamaðurinn, með opinn kjaftinn og myndavél að vopni.....?? Og þetta dirfist algjörlega óvopnaður maður að gera, framan í greyið sérsveitina og svo skilur fólk bara ekki afhverju vopnaðir lögreglumenn pissa í buxurnar??

"Ef einhver stendur með myndavél úti í rigningu er út í hött að öskra á Guð ef myndavélin blotnar."Benedikt

Á þessi myndlíking ekkert við lögregluna sem er send á staðinn?

Engar bækur lokaðar? Nei nei bara stór hættulegir ljósmyndarar út um allt sem greinilega eru ekki vel liðnir af lögreglunni.....

Hvað um öll kærumálin sem hafa hrannast upp síðustu ár og týnast svo? "Lokaðar bækur" á ekki bara við um einhver ákveðin mótmæli um daginn, heldur störf lögreglunnar síðustu ár......

Og jú Benedikt, það eru til mörg ljót dæmi af lögreglumönnum frá hinum ýmsu löndum, fólk drepið með Taser í Kanada vegna þess að það var að svindla sér í lestarnar og álíka viðbjóður...... fólki nauðgað í lögreglubílum og á lögreglustöðvum........

En það eru líka til svona ógeðsleg dæmi um lögregluna hér, sem fólk fær ekki að heira í Mogganum eða fréttunum í imbanum....

Kannski komi tími til að fólk verði frætt um störf lögreglunar, með opnun bókanna........

Ef þér leitið þá munu þér finna!

Mér er svo skít-drullusama að kannski sé hægt að finna grófari dæmi í útlöndum.....Þó að t.d. lögreglan í USA sé vangefin þá eru engin rök fyrir því að hér eigi lögreglan að vera eins!

magus (IP-tala skráð) 29.1.2009 kl. 22:40

58 Smámynd: Haraldur Davíðsson

Magus þér mælið vel...

Haraldur Davíðsson, 29.1.2009 kl. 22:50

59 identicon

Ragnheiður

Það sem þú ert að spá í athugasemdinni frá 27/1 kl 09:48 varðandi skyldur lögreglunnar þegar sá handtekni er yngri en 18 ára þá gilda mjög skýrar reglur.  Það er ekki hægt að misskilja þær. Sjá aðra málsgrein 1 greinar.

http://www.reglugerd.is/interpro/dkm/WebGuard.nsf/aa0d47377abc977400256a090053ff91/7d0cbb313c71e8d200256a0800320c66?OpenDocument&Highlight=0,395%2F1997

"Tinni" (IP-tala skráð) 29.1.2009 kl. 23:37

60 Smámynd: Birgitta Jónsdóttir

Þakka þér fyrir Þór - gott að fá að heyra frá yfirveguðum reynslubolta um þessi mál - sýnist við vera á sama máli ...

Þessi umræða er greinlega hitamál og er ég bara glöð að sjá að ég hef skapað hér vettvang til að finna þessari umræðu farveg. Þakka öllum fyrir að viðra sínar skoðanir þó mér hugnist þær ekki allar.

Birgitta Jónsdóttir, 2.2.2009 kl. 20:16

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Birgitta Jónsdóttir
Birgitta Jónsdóttir

Ég vil gjarnan láta eitthvað gott af mér leiða í samfélagi manna. Ég mun einbeita mér að því að því að búa til vettvang fyrir þjóðina að vinna að þeim lýðræðisumbótum sem hún krefst og vill leggja sína krafta í. Ég starfa sem þingmaður og þingflokksformaður fyrir Hreyfinguna - fyrir fólkið í landinu. Ég er formaður vina Tíbets.

Ég vil hafa athugasemdakerfið opið - bið fólk samt um að tjá sig eins og það myndi gera ef við stæðum augnlitis til augnlitis. Ég mun því miður ekki alltaf hafa tíma til að svara kommentum eða tölvupósti en ég reyni að lesa allt með opnum huga. Vil gjarnan nota þetta sem vettvang fyrir fólk að koma með hugmyndir um hvað mætti betur fara í samfélginu okkar.

Ég aðhyllist engin sérstök trúarbrögð, ég tilheyri engu sérstöku flokkakerfi, ég tilheyri engu sérstöku nema þessu stórmerkilega mannkyni og þessari yndislegu jörð. Ég er þakklát fyrir að lifa á sögulegum tímum þar sem allt getur gerst. 

Netfang: birgitta@this.is

Bækur

Bækurnar mínar

  • Bók: Tuttugasta öldin og lærdómar hennar
    Mikhail Gorbatsjov og Daisaku Ikeda : Tuttugasta öldin og lærdómar hennar (ISBN: 9979-772-77-8 )
    Þýddi þessa ásamt Jóni Karli Stefánssyni
  • Bók: Lífsreglurnar fjórar - the Four Agreements
    don Miguel Ruiz: Lífsreglurnar fjórar - the Four Agreements (ISBN: 9979768835)
    Lífsreglurnar fjórar er ævaforn indjánaspeki sem hefur farið sigurför um heiminn. Bókin er byggð á fornri visku Tolteka-indjána og útskýrir sannindi sem er að finna í helgum dulspekihefðum víðsvegar um heim. Lesanda eru kynntar fjórar einfaldar en magnaðar lífsreglur sem vísa leiðina að frelsi og sjálfstæði einstaklingsins. Höfundurinn, don Miguel Ruiz, er af ætt græðara og seiðmanna sem hafa iðkað Toltekafræðin frá aldaöðli. Hann er heimsþekktur fyrir bækur sínar og fyrirlestra.
  • Bók: Dagbók kameljónsins
    Birgitta Jónsdóttir: Dagbók kameljónsins (ISBN: 9979973307)
    Dagbók kameljónsins er þroskasaga stúlku sem hefur þurft að berjast við að sogast ekki inn í geðveiki ættmenna sinna, en sjálfsvíg þeirrar manneskju sem hún leit á sem klettinn í lífi sínu verður til þess að hún gerir sér ljóst hve dýrmætt lífið er. Með því að þvinga sig til að muna fortíðina skapar hún möguleika á að eiga sér einhverja framtíð. Alkóhólismi móður hennar vegur jafnframt þungt í þessu verki og hefur afgerandi áhrif á sjálfmeðvitund söguhetjunnar sem á endanum öðlast þroska til að sjá manneskjuna handan sjúkdómsins sem brýst oft út í mikilli sjálfhverfu þess sem er haldin honum og skilur aðra fjölskyldumeðlimi eftir með því sem næst ósýnilegan geðrænan sjúkdóm sem jafnan er kenndur við meðvirkni. En þetta er engin venjuleg bók, hún er brimfull af von og lausnum, ævintýrum og einlægni og fellur aldrei inn í pytt sjálfsvorunnar. Bókin er tilraun til að brúa bilið á milli þess myndræna sem oft fyrirfinnst í dagbókum, en formið bíður upp á vægðarlausan heiðarleika og gefur lesandanum tækifæri á að nota sitt eigið hugarflug.

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (27.4.): 2
  • Sl. sólarhring: 2
  • Sl. viku: 9
  • Frá upphafi: 508729

Annað

  • Innlit í dag: 2
  • Innlit sl. viku: 9
  • Gestir í dag: 2
  • IP-tölur í dag: 2

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Nýjustu myndir

  • ...011-02-25_l
  • ...unknown
  • ...581_1050977
  • ...x-_28-of-81
  • ...490581
Apríl 2024
S M Þ M F F L
  1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30