Leita í fréttum mbl.is

Færsluflokkur: Stjórnmál og samfélag

Borgarafundur um persónukjör & kosningalög

Vil minna fólk á að ef það vill skýr svör varðandi kosningalög og möguleika á að breyta þeim þá heldur Samstaða bandalag grasrótarhópa almennan borgarafund í Iðnó þar sem formenn flokkana eru boðaðir til að svara þessum spurningum. Það er enn allt svo loðið með hvað bæði stjórn og stjórnarandstaða ætla sér varðandi þessi mál. Við vildum fá úr því skorið hvort að gömlum hefðum verði haldið við eða hvort að raunverulegur vilji til breytinga sem almenningur hefur kallað eftir verði að veruleika.

 Borgarafundur um persónukjör & kosningalög

Iðnó fimmtudagskvöldið 26. febrúar kl. 20:00

Ríkisstjórnin lofaði persónukjöri og breytingum á kosningalögum. Er það mögulegt? Samstaða –bandalag grasrótarhópa boðar til almenns borgarafundar til að fá úr því skorið.

Ræður: Þorkell Helgason - útbjó núverandi kosningalög
Ómar Ragnarsson - talsmaður persónukjörs & breytinga á kosningalögum
Fundarstjóri: Magnús  Björn Ólafsson - ritstjóri

Formenn flokkana hafa verið boðaðir  á fundinn til að fá afdráttalaus svör varðandi þessi mál. Hvaða flokkar ætla að verða við kröfum almennings um persónukjör? Mikilvægt er að almenningur fái skýr svör nú þegar. Nú er tækifæri fyrir almenning að fá svör við spurningum sínum.

Sýnum samstöðu og mætum öll
mbl.is Framsókn kynnir hugmyndir sínar í efnahagsmálum
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Frábært framtak

Ég var þarna í dag og kom heim fyllt bjartsýni gagnvart framtíðinni - þarna var fólk úr öllum áttum - ég þekki nánast engan en samt var samhljómurinn slíkur að ætla mætti að þjóðin væri miklu stamtengdari en ég hefði þorað að vona:)

Kærar þakkir til þeirra sem stóðu fyrir þessu - ég vona að það verði meira af svona tækifærum til að stilla saman strengi og vinna hugmyndum farveg í virku lýðræðis þar sem almenningi gefst kostur á að vinna úr hugmyndum sínum. Vona svo að menntamálaráðherra taki til greina það sem þarna var fjallað um og brann greinilega mest á viðstöddum.


mbl.is „Allsherjar endurmenntun nauðsynleg“
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Einar Kr enn sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra

Stundum er erfitt að horfast í augu við veruleikann en er ekki full langt gengið að titla sig enn sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra á blogginu sínu?
Getur ekki einhver tölvufær vinur hans lagað þetta fyrir manninn? 
Finnst þetta eiginlega pínlegt.
 
picture_2.png

Tilkynning frá Samstöðu - bandalagi grasrótarhópa

Í ljósi þess að treglega gengur að ná samkomulagi milli stjórnmálaflokka um breytingar á kosningalögum vill Samstaða - bandalag grasrótarhópa koma eftirfarandi tilkynningu á framfæri:

Samstaða og grasrótarhópar í framboðsundirbúningi krefjast þess að fá að leggja fram óraðaða lista fyrir alþingiskosningarnar í apríl. Hefðbundnir stjórnmálaflokkar gætu eftir sem áður haldið sínu ólýðræðislega striki og boðið fram raðaða lista að eigin vild. Ef þessi breyting nær ekki fram að ganga verður það að skoðast sem enn ein aðförin að lýðræðislegum leikreglum. Eftir sem áður væri 5% lágmarksreglan í gildi og grófleg mismunun hvað varðar opinberar fjárveitingar til kynningarmála og innra starfs. Þessu yrði ekki þegjandi tekið.


Með kveðju,

F.h. framkvæmdastjórnar Samstöðu,

Sigurður Sigurðsson


mbl.is Vinna áfram að persónukjöri þótt ekki náist sátt
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Þrælakistur - ruslakistur

trash_feature_796134.jpgÞað er kominn tími til að við förum aðeins að hugsa okkar gang hér í vestrinu. Við viljum fá ódýrt dót sem unnið er af barnaþrælum eða í þrælabúðum fyrir risafyrirtæki - flestir hugsa aldrei um aðbúnað þeirra sem vinna vöruna - eða raunvirði hennar. Við neytum svo mikið að við getum ekki lengur notað okkar eigin víðfeðmu lönd til að losa okkur við úrganginn okkar. Ég hef reyndar lesið það að vesturblokkin sendi ekki bara sorp til Afríku og Indlands, heldur sé vinsælt að senda þangað eiturefnaúrgang.

Þessar þjóðir sem voru ekki allt fyrir löngu undir hæl heimsvaldastefnu hafa aldrei losnað undan viðjum þrælahaldara sinna. Auðvelt er að semja við sveltandi þjóðir og viðhafa siðlausa viðskiptahætti.

Nú þegar við erum komin á sama level og þessar þjóðir ættum við að geta haft töluvert upp úr því að bjóða USA og Evrópu að losa sig við sorpið sitt hér - nóg er nú af óbyggðum bólum og margar sveitir nánast í eyði.


mbl.is Losa eitraðan úrgang í Afríku
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Að rekja IP tölur

Mun hér eftir birta raunnöfn þeirra sem skrifa óhróður í kommentakerfið mitt undir leyninöfnum. Þá vil ég bjóða þeim sem þurfa að láta rekja slíka orðsóða aðstoð mína að hafa upp á þeim með því að kenna þeim að gera það - það er afar einfalt - það er löglegt fyrir einstaklinga að rekja IP tölur samkvæmt grein úr visir.is frá því 2006.

Það er alveg dæmalaust hvað fólk getur leyft sér að ganga langt með skrifum sínum undir dulnefni - ég er reyndar algerlega fylgjandi því að fólk geti bloggað um skoðanir sínar undir dulnefni en þegar fólk er farið að segja meiðandi hluti og er jafnvel með hótanir þá er gott að vita af því að hægt er rekja viðkomandi. Það verður kannski til þess að þetta fólk hefur sig aðeins hægar.

Viðbót: Því miður er það þannig að ef fólk situr heima hjá sér að spinna róg og svívirðingar þá er ekki hægt að rekja það lengra en á símafyrirtækis þess  - ég hvet fólk sem verður fyrir hótunum eða ærumeiðingum að hafa samband við það símafyrirtæki og fá upplýsingar um viðkomandi eða setja viðvörun við viðkomandi. 

Ég hef aftur á móti rekist á nokkra sem hafa verið að koma með óheflaðar færslur inn til mín sem eru greinilega að blogga frá sínu fyrirtæki og þá eru þeir auðrekjanlegir. Aðal markmið mitt með þessari færslu er að vekja fólk til umhugsunar um það að það er enginn ósnertanlegur á netinu þó fólk ferðist undir fölsku flaggi.


Gervigengi

Það er furðulegt að horfa upp á það að fjölmiðlar landsins séu enn að leita til greiningadeilda bankana eftir fréttum. Það voru margir sem útskýrðu þessar deildir á þann veg eftir fallið að þetta væru einfaldlega auglýsingastofur sem einfaldlega segðu það sem væri hagkvæmast til að halda blóðmjólkuninni áfram.

Þetta gengi okkar er ekki alvöru gengi því þegar maður fer á alþjóðabankavefi þá þarf maður að borga 255 krónur fyrir hvern dal samkvæmt þeirra reiknivélum. Hvað mun gerast þegar gjaldeyrishöftum verður aflétt? Gaman væri að fá svör við því.


mbl.is Gengi krónunnar styrkist
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Leikið tveimur skjöldum?

bianche20twoface20croppmj5.jpgÉg skora á fjórflokkana að upplýsa okkur um það hið snarasta til hvers verið er að tala um forval í 5 efstu sætin og prófkjör ef á sama tíma er verið að tala um að beita sér fyrir persónukjöri.

Hverjir ætla að bjóða upp á persónukjör? Veit það einhver? Hafa komið skýr svör um það? Persónukjör er það sem þjóðin vill - ætli flokkarnir beri gæfu til að hlusta á vilja þjóðarinnar? 

Annars þá var ég að fá það staðfest að 5% reglan sé stjórnarskrábundið fyrirbæri og er það miður. Óskandi væri að ný framboð bindist tryggðarböndum með það að samnýta atkvæði svo engin falli niður dauð. 

Er það enn regla hjá RÚV að framboð þurfi að bjóða fram í öllum kjördæmum til að fá aðgang að umræðum í sjónvarpi? Mér finnst að það ætti að rýmka um þá reglu núna, því framboð hafa lítinn tíma til að safna meðmælum og frambjóðendum um land allt þó auðvitað væri æskilegt að þau gætu boðið fram sem víðast. 


mbl.is Persónukjör í kosningunum?
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Hættulegt sinnuleysi

Ég er afar skilningssljó í dag og botna eiginlega ekki neitt í því hvaða áherslur eru í gangi inná þinginu. Ég hélt satt best að segja að þessi nýja stjórn hefði meiri tilfinningu fyrir mikilvægi þess að vera í góðum og diplómatískum samskiptum við lánadrottna okkar.

Það væri afar snjallt að hringja í Gordon Brown og ræða við hann um hve bagalegt það hafi verið að beita hryðjuverkalögum á Landsbankann - það er reyndar alrangt að segja að það hafi verið aðgerð beint að Íslandi eða íslensku þjóðinni - því Landsbankinn var síðast þegar ég vissi ekki Ísland og stjórnendur þeirrar gjörspilltu stofnunar ekki þjóðin. 

Það væri okkar embættismönnum holt að sýna smá iðrun yfir afglöpunum bæði gagnvart þjóðinni sem og þeim þjóðum sem hafa varið illa út úr vanhæfni þeirra.

Það er mikilvægt að við sinnum okkar alþjóðasamskiptum af meiri kostgæfni nú þegar augu heimsins beinast að okkur. Ég skil ekki af hverju ráðamenn hér hafa ekki nýtt sér tilboð frá alþjóðasérfræðingum um að veita okkur ráðgjöf og sérþekkingu. Veit til þess að þeim hafi verið boðin slík ráðgjöf frá nóbelsverðlaunahöfum en slegið hefur verið á þær hendur og ráðalausir ráðamenn sem geta ekki einu sinni komið böndum á sína eigin embættismenn halda virkilega að þeir geti komið skútunni á flot án slíkrar aðstoðar. 

Ég vona að fólk fari að skilja að barátta okkar fyrir breytingum er hvergi nærri lokið - hún er rétt að byrja. Heyrði að það ætti að slá stjórnlagaþingskosningu af og að flokkarnir væru lítið hrifnir af því að bjóða upp á persónukjör. Þá finnst mér bagalegt að VG hafi algerlega lúffað fyrir þeirri skoðun Samfó að ekki mætti rugga IMF bátnum - getum við ekki í það minnsta fengið leyndinni aflétt og útskýrt á mannamáli hvað IceSave mun verða mikill fórnarkostnaður fyrir þjóðina?


mbl.is Jóhanna ekki heldur rætt við Brown
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Skilningsvana

BananalýðveldiÉg verð að viðurkenna að ég skil ekki alveg þennan þátt í leikritinu. Af hverju er ekki búið að fjarlægja þessa menn? Var það ekki eitt af því sem okkur var lofað með þessari nýju stjórn? Af hverju er verið að leita umsagna frá fólki sem er búið að biðja um að segja af sér?

Mér sýndist að það starfsfólk sem var rekið í kjölfar hrunsins í bönkunum hefði verið leitt í burtu af vinnustað sínum af öryggisvörðum - það var lokað samstundis fyrir síma þeirra og tölvupóst sem var vinnutengt - um Davíð og co virðast aðrar reglur - þeir líma sig á SÍ eins og blóðsugur og það þarf að losa okkur við þetta fólk nú þegar. Af hverju er ekki lögreglan notuð til að fjarlægja DO fremur en að ræsa út 30 lögreglumenn í fullum skrúða með táragas og alles til að verja DO fyrir hávaða og pottloka mótmælum. 

Ég skil þetta bara ekki. Er semsagt ekki hægt að losa sig við DO? Gerir fólk sér ekki grein fyrir því að maðurinn er að valda okkur óbætanlegum skaða á alþjóðavettvangi. Út um allan heim er hlegið að þjóðinni - við erum algerlega rúin trausti og þessi skrípaleikur er okkur ekki til sóma. 

Af hverju er Davíð maðurinn sem ASG hefur samband við? Af hverju er ekki leyndinni létt af ASG skilmálum nú þegar? Af hverju getur þessi blessaða ríkisstjórn sem átti að vera dúsa upp í þjóðina ekki gert eitthvað af því sem þau lofuðu? Af hverju skipta loforð engu máli - af hverju er fólk að lofa einhverju sem það getur ekki staðið við? 


mbl.is Gagnrýna Seðlabankafrumvarp
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Fyrri síða | Næsta síða »

Höfundur

Birgitta Jónsdóttir
Birgitta Jónsdóttir

Ég vil gjarnan láta eitthvað gott af mér leiða í samfélagi manna. Ég mun einbeita mér að því að því að búa til vettvang fyrir þjóðina að vinna að þeim lýðræðisumbótum sem hún krefst og vill leggja sína krafta í. Ég starfa sem þingmaður og þingflokksformaður fyrir Hreyfinguna - fyrir fólkið í landinu. Ég er formaður vina Tíbets.

Ég vil hafa athugasemdakerfið opið - bið fólk samt um að tjá sig eins og það myndi gera ef við stæðum augnlitis til augnlitis. Ég mun því miður ekki alltaf hafa tíma til að svara kommentum eða tölvupósti en ég reyni að lesa allt með opnum huga. Vil gjarnan nota þetta sem vettvang fyrir fólk að koma með hugmyndir um hvað mætti betur fara í samfélginu okkar.

Ég aðhyllist engin sérstök trúarbrögð, ég tilheyri engu sérstöku flokkakerfi, ég tilheyri engu sérstöku nema þessu stórmerkilega mannkyni og þessari yndislegu jörð. Ég er þakklát fyrir að lifa á sögulegum tímum þar sem allt getur gerst. 

Netfang: birgitta@this.is

Bækur

Bækurnar mínar

  • Bók: Tuttugasta öldin og lærdómar hennar
    Mikhail Gorbatsjov og Daisaku Ikeda : Tuttugasta öldin og lærdómar hennar (ISBN: 9979-772-77-8 )
    Þýddi þessa ásamt Jóni Karli Stefánssyni
  • Bók: Lífsreglurnar fjórar - the Four Agreements
    don Miguel Ruiz: Lífsreglurnar fjórar - the Four Agreements (ISBN: 9979768835)
    Lífsreglurnar fjórar er ævaforn indjánaspeki sem hefur farið sigurför um heiminn. Bókin er byggð á fornri visku Tolteka-indjána og útskýrir sannindi sem er að finna í helgum dulspekihefðum víðsvegar um heim. Lesanda eru kynntar fjórar einfaldar en magnaðar lífsreglur sem vísa leiðina að frelsi og sjálfstæði einstaklingsins. Höfundurinn, don Miguel Ruiz, er af ætt græðara og seiðmanna sem hafa iðkað Toltekafræðin frá aldaöðli. Hann er heimsþekktur fyrir bækur sínar og fyrirlestra.
  • Bók: Dagbók kameljónsins
    Birgitta Jónsdóttir: Dagbók kameljónsins (ISBN: 9979973307)
    Dagbók kameljónsins er þroskasaga stúlku sem hefur þurft að berjast við að sogast ekki inn í geðveiki ættmenna sinna, en sjálfsvíg þeirrar manneskju sem hún leit á sem klettinn í lífi sínu verður til þess að hún gerir sér ljóst hve dýrmætt lífið er. Með því að þvinga sig til að muna fortíðina skapar hún möguleika á að eiga sér einhverja framtíð. Alkóhólismi móður hennar vegur jafnframt þungt í þessu verki og hefur afgerandi áhrif á sjálfmeðvitund söguhetjunnar sem á endanum öðlast þroska til að sjá manneskjuna handan sjúkdómsins sem brýst oft út í mikilli sjálfhverfu þess sem er haldin honum og skilur aðra fjölskyldumeðlimi eftir með því sem næst ósýnilegan geðrænan sjúkdóm sem jafnan er kenndur við meðvirkni. En þetta er engin venjuleg bók, hún er brimfull af von og lausnum, ævintýrum og einlægni og fellur aldrei inn í pytt sjálfsvorunnar. Bókin er tilraun til að brúa bilið á milli þess myndræna sem oft fyrirfinnst í dagbókum, en formið bíður upp á vægðarlausan heiðarleika og gefur lesandanum tækifæri á að nota sitt eigið hugarflug.

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (24.11.): 0
  • Sl. sólarhring: 5
  • Sl. viku: 15
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 8
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Nýjustu myndir

  • ...011-02-25_l
  • ...unknown
  • ...581_1050977
  • ...x-_28-of-81
  • ...490581
Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.