Leita í fréttum mbl.is

Tilkynning frá Samstöðu - bandalagi grasrótarhópa

Í ljósi þess að treglega gengur að ná samkomulagi milli stjórnmálaflokka um breytingar á kosningalögum vill Samstaða - bandalag grasrótarhópa koma eftirfarandi tilkynningu á framfæri:

Samstaða og grasrótarhópar í framboðsundirbúningi krefjast þess að fá að leggja fram óraðaða lista fyrir alþingiskosningarnar í apríl. Hefðbundnir stjórnmálaflokkar gætu eftir sem áður haldið sínu ólýðræðislega striki og boðið fram raðaða lista að eigin vild. Ef þessi breyting nær ekki fram að ganga verður það að skoðast sem enn ein aðförin að lýðræðislegum leikreglum. Eftir sem áður væri 5% lágmarksreglan í gildi og grófleg mismunun hvað varðar opinberar fjárveitingar til kynningarmála og innra starfs. Þessu yrði ekki þegjandi tekið.


Með kveðju,

F.h. framkvæmdastjórnar Samstöðu,

Sigurður Sigurðsson


mbl.is Vinna áfram að persónukjöri þótt ekki náist sátt
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Jón Valur Jensson

Birgitta, komdu mér í samband við þennan Sigurð Sigurðsson.

Jón Valur Jensson, 19.2.2009 kl. 11:20

2 Smámynd: Jón Valur Jensson

Birgitta, lýðræðisníðingum tókst ekki aðeins með klókindum að véla þingmenn til að binda 5% regluna inn í stjórnarskrána (sett þar inn með lögum nr. 77/1999), heldur einnig þá afkáralegu, ólýðræðislegu, fjórflokksþægu skipan mála, að "[k]jördæmi skulu vera fæst sex, en flest sjö" (hvort tveggja í 31. gr. stjskr.), sem þýðir í verki, að Reykjavíkurkjördæmin eru og verða tvö (hin eru NV-, NA-, Suður- og SV-kjördæmi). Þessu er því ekki unnt að breyta með einfaldri breytingu á lögunum um kosningar til Alþingis (nr. 24/2000).

Það er einungis ein góð leið fær fyrir þessi nýju samtök öll. Hafið samband við mig.

PS. Það er skoðanakönnun núna á utvarpsaga.is (búin eftir 10 mín.!): "Getið þið hugsað ykkur að kjósa nýtt, óháð framboð?" eða e-ð á þá leið.

Jón Valur Jensson, 19.2.2009 kl. 11:39

3 Smámynd: Jón Valur Jensson

Búinn að kjósa!

PS. Allt eins vondur þröskuldur eins og 5% reglan er að hafa Reykjavík tvö kjördæmi – þá duga ekki um 4 til 5% atkvæða þar til að fá þingsæti (eins og vera myndi, er Reykjavík væri eitt, óskipt kjördæmi), heldur þarf um 8–10% atkvæða til. Og til þess voru refirnir skornir hjá þeim, sem settu þessa ólýðræðislegu nýbreytni inn í stjórnarskrá og kosningalög um síðustu aldamót. Allt til þess gert að bægja nýjum hreyfingum frá Alþingi og halda völdunum í höndum Fjór- eða Fimmflokksins, en einkum þeirra stærstu ... og einkum þess langstærsta! Eins og þeim ætti ekki að vera nóg að hafa á 4. hundr. millj. kr. í skattpeningum frá okkur til að hafa forskot fram yfir öll ný framboð í kosningum, auk háu launanna hjá atvinnupólitíkusunum 63!

Jón Valur Jensson, 19.2.2009 kl. 11:52

4 Smámynd: Jón Valur Jensson

Niðurstaða úr nefndri skoðanakönnun, eins og hún var tilkynnt á Útvarpi Sögu rétt fyrir hádegi í dag:

Spurt var: "Getur þú kosið nýtt framboð sem er óháð ríkjandi stjórnmálastétt?" Já sögðu 72%, nei 23%, hlutlausir 4%. En þetta eru greinilega svolítið "rúnnaðar" tölur.

Heldur fyrr, kl. 11.42 voru niðurstöðurnar orðnar þessar: Já: 71,89%, nei 23,18%, hlutlausir 4,94%. 466 höfðu þá greitt atkvæði.

Ef þetta segir mönnum ekki neitt, þá eru margir sofandi á landi hér. En í sumum skoðanakönnunum í vetur hafa 40–50% ekki sagzt myndu kjósa þá flokka, sem í boði voru.

Jón Valur Jensson, 19.2.2009 kl. 15:38

5 Smámynd: Birgitta Jónsdóttir

Þú getur skrifað honum Sigurði á samstada@gmail.com - þá er hann líka með blogg hér á moggabloggi: http://siggi-hrellir.blog.is/blog/siggi-hrellir/

það er alveg ömurlegt að ekki er sé búið að breyta þessum atriðum í kosningalögum - við verðum að beita öllum tiltækum ráðum svo þessu verði breytt - það er helst að þrýsta á Jóhönnu en hún átti að koma með einhverjar tillögur um úrbætur...

Birgitta Jónsdóttir, 19.2.2009 kl. 15:39

6 Smámynd: Jakobína Ingunn Ólafsdóttir

Sæl Birgitta. Það þarf að berja í gegn persónukosningu. Prófkjör og uppstillinganefndir flokkana sýna að það er lítill áhugi á persónukjöri innan þeirra raða.

Jakobína Ingunn Ólafsdóttir, 19.2.2009 kl. 16:14

7 Smámynd: Guðni Karl Harðarson

Sæl Birgitta. Ég hef verið mikið ýmislegt að gera. Set þetta á bloggið mitt líka.

 Rosalegar tölur eru þetta!

Guðni Karl Harðarson, 19.2.2009 kl. 17:20

8 identicon

Vel mælt....það er ólíðandi að raddir almennings nái ekki til eyrna stjórnmálaflokkanna. Sjálfur mun ég ekki vera ánægður ef minn flokkur lætur sitt eftir liggja í þessum málum.

Nú þegar er ég hundfúll að sömu þingmennirnir í mínum ranni vilja halda áfram. Endurnýjunarröddin hefur ekki náð til þeirra. Ég treysti flokksfélögum til að sýna annað í verki. 

Það er lýðræðisleg skylda stjórnmálaflokka að hlusta á raddir almennings og breyta sér í takt við þjóðarsálina. 

kv. Vgunnar

Gunnar Sigurðsson (IP-tala skráð) 19.2.2009 kl. 17:39

9 Smámynd: Birgitta Jónsdóttir

sammála þér Gunnar - ég hef orðið fyrir nokkrum vonbrigðum með þetta - mér finnst að þingmenn eigi ekki að sitja lengur en í 8 ár...

Birgitta Jónsdóttir, 19.2.2009 kl. 19:17

10 Smámynd: Sigurgeir Jónsson

Borgaraleg sjónarmið geta ekki gengið innan byltingahreyfingar.Þá er hreyfingin komin í sama farið og þau borgaralegu auðvaldsöfl sem hún er að berjast gegn.Kosningar auðvaldsstéttarinnar eru þess eðlis að þær treysta fyrst og fremst auðvaldsoflin í sessi.Byltingarhreyfingin verður að koma á kosningum sem byggja á hennar eigin hugmyndum.

Sigurgeir Jónsson, 19.2.2009 kl. 22:03

11 Smámynd: Birgitta Jónsdóttir

ég er algerlega sammála þér Sigurgeir... við munum hafa okkar fyrsta Samstöðu-stjórnarfund í kvöld og þá mun yfirlýsingagleði okkar aukast - það er búið að vera mikill barningur að finna réttu fletina að starfa saman - en þeir eru núna kristaltærir...

nú verður lögð mikil áhersla að fá svör frá flokkaveldinu varðandi persónukjör og þær breytingar á stjórnarskrá sem þurfa að fara í gegnum þetta þing svo ný framboð eigi einhverja möguleika á að koma á nauðsynlegum breytingum hérlendis.

Birgitta Jónsdóttir, 20.2.2009 kl. 07:43

12 Smámynd: Jón Valur Jensson

Upplýstu mig, Birgitta, betur um málin.

  1. Er Samstaða regnhlífarsamtökin um allar hreyfingarnar um nýtt lýðræði og öll nýju (hugsanlegu) framboðin, þ.e.a.s. er hún þau samtök sem stofnuð voru eina helgina nýlega og framhaldsstofnfundur næstu helgi á eftir?
  2. Hvað eru mörg samtök eða framboðshreyfingar innan Samstöðu, og hver eru þau?

Með fyrir fram þökk,

Jón Valur Jensson, 20.2.2009 kl. 09:45

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Birgitta Jónsdóttir
Birgitta Jónsdóttir

Ég vil gjarnan láta eitthvað gott af mér leiða í samfélagi manna. Ég mun einbeita mér að því að því að búa til vettvang fyrir þjóðina að vinna að þeim lýðræðisumbótum sem hún krefst og vill leggja sína krafta í. Ég starfa sem þingmaður og þingflokksformaður fyrir Hreyfinguna - fyrir fólkið í landinu. Ég er formaður vina Tíbets.

Ég vil hafa athugasemdakerfið opið - bið fólk samt um að tjá sig eins og það myndi gera ef við stæðum augnlitis til augnlitis. Ég mun því miður ekki alltaf hafa tíma til að svara kommentum eða tölvupósti en ég reyni að lesa allt með opnum huga. Vil gjarnan nota þetta sem vettvang fyrir fólk að koma með hugmyndir um hvað mætti betur fara í samfélginu okkar.

Ég aðhyllist engin sérstök trúarbrögð, ég tilheyri engu sérstöku flokkakerfi, ég tilheyri engu sérstöku nema þessu stórmerkilega mannkyni og þessari yndislegu jörð. Ég er þakklát fyrir að lifa á sögulegum tímum þar sem allt getur gerst. 

Netfang: birgitta@this.is

Bækur

Bækurnar mínar

  • Bók: Tuttugasta öldin og lærdómar hennar
    Mikhail Gorbatsjov og Daisaku Ikeda : Tuttugasta öldin og lærdómar hennar (ISBN: 9979-772-77-8 )
    Þýddi þessa ásamt Jóni Karli Stefánssyni
  • Bók: Lífsreglurnar fjórar - the Four Agreements
    don Miguel Ruiz: Lífsreglurnar fjórar - the Four Agreements (ISBN: 9979768835)
    Lífsreglurnar fjórar er ævaforn indjánaspeki sem hefur farið sigurför um heiminn. Bókin er byggð á fornri visku Tolteka-indjána og útskýrir sannindi sem er að finna í helgum dulspekihefðum víðsvegar um heim. Lesanda eru kynntar fjórar einfaldar en magnaðar lífsreglur sem vísa leiðina að frelsi og sjálfstæði einstaklingsins. Höfundurinn, don Miguel Ruiz, er af ætt græðara og seiðmanna sem hafa iðkað Toltekafræðin frá aldaöðli. Hann er heimsþekktur fyrir bækur sínar og fyrirlestra.
  • Bók: Dagbók kameljónsins
    Birgitta Jónsdóttir: Dagbók kameljónsins (ISBN: 9979973307)
    Dagbók kameljónsins er þroskasaga stúlku sem hefur þurft að berjast við að sogast ekki inn í geðveiki ættmenna sinna, en sjálfsvíg þeirrar manneskju sem hún leit á sem klettinn í lífi sínu verður til þess að hún gerir sér ljóst hve dýrmætt lífið er. Með því að þvinga sig til að muna fortíðina skapar hún möguleika á að eiga sér einhverja framtíð. Alkóhólismi móður hennar vegur jafnframt þungt í þessu verki og hefur afgerandi áhrif á sjálfmeðvitund söguhetjunnar sem á endanum öðlast þroska til að sjá manneskjuna handan sjúkdómsins sem brýst oft út í mikilli sjálfhverfu þess sem er haldin honum og skilur aðra fjölskyldumeðlimi eftir með því sem næst ósýnilegan geðrænan sjúkdóm sem jafnan er kenndur við meðvirkni. En þetta er engin venjuleg bók, hún er brimfull af von og lausnum, ævintýrum og einlægni og fellur aldrei inn í pytt sjálfsvorunnar. Bókin er tilraun til að brúa bilið á milli þess myndræna sem oft fyrirfinnst í dagbókum, en formið bíður upp á vægðarlausan heiðarleika og gefur lesandanum tækifæri á að nota sitt eigið hugarflug.

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (3.5.): 3
  • Sl. sólarhring: 4
  • Sl. viku: 26
  • Frá upphafi: 508753

Annað

  • Innlit í dag: 3
  • Innlit sl. viku: 26
  • Gestir í dag: 3
  • IP-tölur í dag: 3

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Nýjustu myndir

  • ...011-02-25_l
  • ...unknown
  • ...581_1050977
  • ...x-_28-of-81
  • ...490581
Maí 2024
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband