Færsluflokkur: Bloggar
31.12.2008 | 20:45
Atburðarrásin á atburðunum við Hótel Borg í dag
Ég er ein af þeim sem Ingibjörg lítur ekki á sem þjóðina. Því er ég væntanlega óþjóðleg. Ég fer aldrei í mótmæli til að mótmæla fyrir aðra. Ég fer eingöngu vegna þess að siðferðiskennd minni er misboðið. Í dag mætti ég vegna þess að ég er búin að fá svo mikið upp í kok á spillingunni sem ráðamenn leggja blessun sína á með aðgerðaleysi sínu. Enginn hefur axlað ábyrgð og ég held svei mér þá að fólkið í dag hafi gert þjóðinni stórkostlegan greiða með því að hlífa henni við bráðaþunglyndi sem Geir veldur henni með því að opna sinn óheiðarleikamunn, svo lygaloðinn að það getur ekki verið heilbrigt.
Mér finnst leitt að lögreglumaður kinnbrotnaði - ég hef aldrei verið samþykkt ofbeldi. En við skulum hafa það hugfast að það var lögreglan sem hleypti þessu upp eins og henni er einni lagið.
1. Fyrst voru fyrir í anddyrinu starfsfólk Hótel Borgar - ásamt einhverju af starfsfólki stöðvar 2 - þetta fólk leit svo á að það ætti að verja hótelið (skil það svo sem alveg) og gekk fram af mikilli ákefð og var frekar ofbeldisfullt. Mótmælendur sem ég sá beittu þau ekki ofbeldi en þröngvaði sér inn.
2. Lögregla kom á staðinn og lokaði inn á Hótelið en mótmælendur voru þarna inni í anddyri og það var hrópuð slagorð í ca. 10 mínútur. Ég var aftast og hafði góða yfirsýn og sá ekki nokkurn mann skemma eitt eða neitt eða sýna ofbeldisfulla hegðun. Fólk sat á gólfinu mest allan tímann.
3. Markmiðið með að vera þarna - var að þetta var eini staðurinn á svæðinu þar sem var einhver möguleiki að það myndi heyrast í okkur. Fólk hefur væntanlega haft mismunandi forsendur fyrir því að vera þarna. Flestir voru þó sammála um slagorð eins og vanhæf ríkisstjórn og þannig held ég að stórum hluta þjóðarinnar líði: að stjórnin sé vanhæf. Markmið mitt var að láta ráðamenn vita að ég er ekki sátt á aðgerðaleysi þeirra, í aðdraganda hrunsins sem og gagnvart allri þeirri spillingu sem hefur komið upp á yfirborðið.
4. Eftir 10 mínútur var kominn mikill fjöldi að lögreglu fyrir utan og ruddust þeir út og hentu fólkinu út sem var næst útihurðinni með miklu og tilefnislausu ofbeldi. Þeir hentu meðal annars mér út - ég fann reiði við það enda hefði verið alveg nóg að biðja mig um að færa mig. Ég settist niður fyrir framan hurðina og lögreglan tók sér stöðu í hurðinni. Ég spurði einn lögreglumann hvort að það væri ólöglegt að sitja þarna, því einhver önnur lögga hafði hrópað að við ættum að fara því þetta væru ólögleg mótmæli. Gaman væri að vita hvað ólögleg mótmæli séu. Á þessum punkti var fólkið inni að syngja og við kölluðum slagorð. Ég hafði áhyggjur af fólkinu þarna inni því það var innikróað en hugsaði, "þeir hljóta að hafa lært eitthvað af aðgerðunum við lögreglustöðina."
5. Lögreglan biður okkur sem sitjum og stöndum fyrir utan hurðina að færa okkur. Ég vissi þá að þeir ætluðu að rýma inni í anddyri. Færði mig til að hleypa fólkinu út. Það sem tekur við næst er algerlega óafsakanlegt. Fólkið inni í anddyri var innilokað - því var sagt að fara en komst ekkert því lögreglan stóð í vegi fyrir þeim þegar þeir sem voru inni í húsinu hófu að úðaði á þau - sum flæktust í snúrum sem voru á gólfinu og duttu í gólfið en löggan virðist alltaf missa sig í einhverskonar paník og ótta í svona aðstæðum. Það var reyndar greinilegt á myndbandi sem ég tók upp að merkjasendingar á milli þeirra sýndu að þeir ætluðu að ráðast á mótmælendur á óvæntan hátt.
6. Loks kemst fólkið út og það vorum við mótmælendur enn og aftur sem létum vita af gasinu en ég heyrði bara lögguna öskra út út út. Fólk reiddist, ég reiddist yfir þessu og ég er enn reið. Ég myndi ekki fara út í að berja einhvern enda er það alveg ljóst að þeir aðgerðasinnar og atvinnumótmælendur sem ég þekki hafa aldrei mælt með ofbeldi og standa ekki fyrir slíku.
7. Ég var þarna um einhverja hríð og sá hvernig ég var allt í einu stödd í einhverju öðru landi en ég hélt að ég byggi við. Óeirðalöggur og þvílíkur fjöldi lögreglu hef ég aldrei séð. Þeir voru í raun og veru fleiri en mótmælendur. Þeir voru að passa upp á að við myndum ekki hrópa slagorð að ráðamönnum enda erum við óþjóðlegur skríll sem þau geta ekki hugsað sér að horfast í augu við. Þessi skríll var á öllum aldri, frá öllum þjóðfélagsstigum enda hafa þau landráð sem við stöndum frammi fyrir komið við kaunin á öllum í samfélaginu.
8. Það er hryggilegt að sjá að fólk eins og Sigmundur Ernis lýgur án þess að blikna, en það sannar það bara enn og aftur að hann hefur gert það um langa hríð. Ég bið fólk um að setja hlutina í samhengi. Það var ekki ráðist á neina upptökumenn áður en piparúðanum var beitt. Það voru engar snúrur eyðilagðar áður en piparúðanum var beitt. Ég sá ekki neina ráðast á upptökumenn frá stöð 2 en kannski hefur það gerst í dimmu húsasundi, gaman væri að sjá upptökur eða myndir af því. Ég sá að eftir að búið var að úða á fólkið í tvígang að einhver sprengdi flugeld á snúrum sem lágu í tæknibíl sagafilm en ekkert var eyðilagt áður en lögreglan réðst á fólkið algerlega að tilefnislausu.
9. Þetta voru friðsamleg mótmæli áður en lögreglan beitti fólkið ofbeldi. Höldum því til haga. Það sem truflaði mig var að horfa á andlit lögreglumanna og sjá hve þeir gátu ekki leynt eða reyndu ekki einu sinni að leyna óbeitina á mótmælendum. Við skulum líka halda því til haga að fólk mætir á svona mótmæli á eigin forsendum og hver og einn er aðeins ábyrgur fyrir sínum eigin gjörðum. Ég vona að þeir sem köstuðu múrstein á lögregluna gefi sig fram. Ég vona líka að þeir sem beittu úðanum á fólk að tilefnislausu munu verða áminntir um afglöpp í starfi.
Gas Gas Gas á gamlársdag | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (36)
31.12.2008 | 12:03
NEYÐAR-BLYSFÖR Á GAMLÁRSDAG
Ég ætla að taka þátt í þessu og verandi atvinnumótmælandi mun ég að taka undir slagorð göngunnar og ætla hér með að mótmæla ÖLLU. Af nógu er að taka:)
NEYÐAR-BLYSFÖR Á GAMLÁRSDAG - MÆTING KL. 13.30
VIÐ STJÓRNARRÁÐIÐ Í LÆKJARGÖTU - allir með blys á lofti!
Á gamlársdegi anno horribilis MMVIII söfnumst við saman við Stjórnarráðið kl. 13.30,
kveikjum á neyðarblysum og lýsum þannig yfir andúð okkar á andvaralausum stjórnmála- og embættismönnum sem með aðstoð ábyrgðarlausra bankastjórnenda og siðlausra auðmanna komu á því nöturlega ástandi sem nú brennir upp heimili okkar, sviptir okkur atvinnutækifærum og framtíð. Síðan höldum við á Austurvöll, að Alþingi og Hótel Borg þar sem formenn stjórnmálaflokkanna bulla í beinni, í Kryddsíld Stöðvar tvö.
Þar tendrum við fleiri blys og viðrum lýðræðið.
ÓGÖNGUR 2008 - NEYÐARBLYSFÖR - Gamlársdag kl. 13.30 - Látum það ganga!
Senn líður að Neyðarblysför Ógöngu 2008. Öllum sem á blysi geta haldið er stefnt að gamla tukthúsinu við Lækjartorg, öðru nafni Stjórnarráð Íslands kl. 13.30 á Gamlársdag.
Tendruð verða blys og síðan gengið að Alþingi við Austurvöll. Að lokum förum við að Hótel Borg (sem enn hýsir góðærisveitingastaðinn Silfur), þar sem formenn stjórnmálaflokkanna bulla í beinni útsendingu í Kryddsíld Stöðvar 2, sem hefst kl. 14.00. Þar eru göngumenn hvattir til að tendra enn fleiri neyðarblys og hávaðasama kínverja. Eins er tilvalið að banka á glugga, skekja spjöld og fána, sleikja rúður eða eins og hver hefur geð til.
Áhugaverur um kröfugöngur, sem hafa mótmælt öllu síðan 1999, skora á landsmenn að sýna hug sinn í verki og minna valdhafa, sem hafa komið okkur á enn kaldari klaka, að við erum þjóðin og þau eru í vinnu hjá okkur en ekki öfugt.
Þjóð gengur þá þrír ganga! - Lifi hugarfarsbyltingin!
Vakin er athygli á því að flugeldasalan Gullborg, Bíldshöfða 18 gefur þátttakendum í Ógöngum 25% afslátt á neyðarblysum. 2-3 blys væru gott veganesti.
- - - - - - - - - - - - - - - - - -
Upphaflegt markmið hinnar galopnu kröfugöngu var að skapa vettvang til að viðra lýðræðið og tjáningarfrelsið. Fyrst með Meðgöngu 1999, svo Afturgöngu 2000, síðan var það Afganga 2001 og Lausaganga 2002 (með afbrigðunum Svalaganga, Sniðganga og Útganga) og síðast fór fram Leynigánga 2003 (eða ekki).
Nú er svo komið í lýðveldi okkar ef lýðveldi skyldi kalla að nauðsynlegt er að bera í bakkafullan lækinn. Það gerum við hér á Fésbókinni - með því að fylla hér síður af kröfum okkar (með veggjakroti eða með ljósmyndum o.fl - sjá neðar hér á síðunni) hverjar sem þær nú eru og endum svo með blysför að stjórnarráðinu á gamlársdag með viðkomu í Kryddsíldinni.
Slagorð Áhugamanna um kröfugöngur:
Vér mótmælum öllu!
Látum það ganga!
Þjóð gengur þá þrír ganga!
Byltingin bloggar sig sjálf!
Sjá nánar sögu Galopnu kröfugöngunnar á vefslóðinni: http://this.is/gangan
Níu brennur í borginni | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Breytt s.d. kl. 12:05 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
30.12.2008 | 08:13
Stöðvið fjöldamorðin á Gazaströnd
Ég var að horfa á morð í beinni á CNN í gærkvöldi og þó ég heyrði aðeins sprengjugný og sæi eldhaf og heyrði í sjúkrabílum þá gat ég ekki annað en hugsað til barnanna á Gaza, til almennings á Gaza og ég táraðist. Það sem er svo hryllilegt við þetta fjöldamorð, er að fólkið á Gaza getur ekkert flúið. Þau eru innilokuð á ofurlitlu landsvæði sem þau upplifa sem heimsins stærsta fangelsi. Ég bið ykkur um áður en þið farið að réttlæta það sem fer fram á Gaza - að hugsa til ykkar eigin fjölskyldu - að setja ykkur í spor Palestínumanna. Landinu þeirra var stolið og enn þann dag í dag er verið að taka land þeirra og það er EKKERT sem réttlætir það sem Ísraelsmenn eru að gera í dag. Hvet alla til að mæta á fundinn í dag og sýna í verki að við styðjum ekki þennan ójafna leik Davíðs og Golíats.
Félagið Ísland-Palestína hefur boðað til útifundar í dag klukkan 16:00 á Lækjartorgi undir yfirskriftinni: Stöðvið fjöldamorðin á Gazaströnd - Slítum stjórnmálasambandi við Ísrael
Fundarstjóri: Gylfi Arnbjörnsson forseti Alþýðusambands Íslands
Ræðumenn: María S. Gunnarsdóttir formaður Menningar- og friðarsamtaka íslenskra kvenna
Ögmundur Jónasson alþingismaður, Sr. Örn Bárður Jónsson sóknarprestur
Enough!
enough blood
has been spilled
enough hatred
has been bred
enough weapons
have been created
enough children
have died
enough, enough
the womb of the mother
is bleeding
her breasts dry
time
now
for the peoples of this world
to unite
our world on the verge of collapse
into darkness
time to unite
for real changes
for us all
not just the chosen few
time
for us
to choose for us all
for we are all chosen
to lead our world into another reality
Ban Ki-moon fordæmir árásir | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (8)
29.12.2008 | 09:00
Aumingja vesalings blóðsugan
Mér ofbýður Jón Ásgeir, að þú notir ekki tækifærið og axlar ábyrgð. Þú ættir frekar EN að láta eins og saklaust fórnarlamb að biðja okkur afsökunar á þeirri stöðu sem þú ásamt öðrum hefur komið þjóðinni í. Þú tókst svo sannarlega þátt í að koma okkur á hausinn og gera okkur að alþjóða athlægi.
Auðvitað tóku flestir þátt, en eingöngu vegna þess að fjölmiðlarnir þínir sáu um að koma aldrei fram með sannleikann. Allt var í himnalagi og spilað var á lægstu hvatir mannskepnunnar. Þú tókst þátt í því. Þínar verslanir ólu t.d. á ótta almennings um að hér yrði vöruskortur og þínir menn hvöttu fólk til að hamstra, svo þú fengir meiri pening til að eyða í spillingarhýt þína. Jón Ásgeir þú ættir að skammast þín. Ég vorkenni ekki blóðsugum. Þér og þínum hefur tekist að mergsjúga þetta samfélag og svo spilar þú þig sem fórnarlamb. Þú ert siðblindur það er harla augljóst. Ef þú ert svona góður ættir þú að taka undir þinn verndarvæng þær fjölmörgu fjölskyldur sem nú standa frammi fyrir því að eiga ekki í sig og á vegna þeirrar kreppu sem þú tókst þátt í að skapa.
Þú minnir mig um margt á spilafíkil sem er kominn út í horn og getur ekki horfst í augu við að hann hefur sett fjölskyldu og vini á hausinn. Spilafíkillinn hugsar um það eitt í þeirri stöðu að hann hafi verið óheppinn en ef hann kæmist nú í eitt spil enn, þá er öruggt að hann vinni stóra vinningin. Munurinn á þér og hefðbundnum spilafíkli er hinsvegar sá að þjóðin treysti þér fyrir sínum fjöreggjum en þú falbauðst þau fyrir meiri gróða handa þér sem var víst samkvæmt þér ekki raunverulegur.
Aumingja vesalings litla blóðsugan. Hvenær ætlar þú að vakna upp við þá staðreynd að við höfum séð hvað þú ert veikur og viljum ekkert frekar en að þú farir í meðferð og ástundir vægðarlaust heiðarleika prógram. Komir svo vonandi andlega heill út úr þessu og skilir því sem þú hafðir af þjóðinni með auðmýkt.
Jón Ásgeir tekur dóma nærri sér | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (3)
24.12.2008 | 08:41
Gleðilega birtuhátíð og þakklæti
Bloggar | Breytt s.d. kl. 08:51 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (15)
20.12.2008 | 11:37
Bónus EKKI lagt í einelti
Bónus er ekki lagt í einelti. Þeir sem eiga fyrirtækið, hafa verið með siðlausa viðskiptahætti um langt árabil og lagt margan kaupmanninn í einelti með því að beita þá afarkostum og reynt að setja marga þeirra í þrot.
Fólk ætti að hafa það hugfast að Bónus er í þeirri stöðu að eiga líka heildsölurnar sem nú kallast birgjar. Ekki halda að við höfum ekki borgað fyrir peningagjafir Bónus með aukakrónum á helstu nauðsynjar. Bónus er ekki og hefur aldrei verið góðgerðastofnun. Engin stórfyrirtæki eru þannig uppbyggð. Peningastyrkir til vinsælla stofnana er yfirleitt vandlega úthugsað af markaðsdeild þeirra um hvernig þeir geti keypt sér góðvild í samfélaginu sem þeir eru á sama tíma tilberar á.
En hér er Íslenska spilaborgin: ótrúleg ormagryfja
Dapurleg jólagjöf | |
Tenging við þessa frétt hefur verið rofin vegna kvartana. |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (13)
20.12.2008 | 10:30
Hvað er borgaraleg óhlýðni?
"Að brjóta lög viljandi í þeim tilgangi að draga athygli að eða réttlæta sýnilegt óréttlæti í lögum eða pólitískum framgangi ríkisins.
Opinber ólögleg hegðun sem er hönnuð til þess að höfða til réttlætiskenndar meirihlutans til þess að breyta lögum án þess að vanvirða reglu við lög þ.e. óofbeldisfullar aðgerðir svo og vilji til að sæta lagalegri refsingu eru oft meðhöndlaðar sem skilgreining á borgaralegri óhlýðni.
Hvenær er lögbrot borgaraleg óhlýðni?
* Hún er ávallt laus við beint ofbeldi og fer fram opinberlega en ekki í skjóli nætur.
* Hún snýst um að brjóta lög til að bæta lög.
* Hún hefur það að markmiði að bæta samfélagið.
* Hún krefst undirgefni við lögin, þ.e. að sæta refsingu án andmæla fyrir brot sitt.
Hvenær réttmæt?
* Ef athöfnin er án ofbeldis.
* Mótmælendurnir sætta sig við refsingu.
* Góðar líkur (reasonable prospect) á að athöfnin verði til að leiðrétta óréttlætið.
* Mótmælendur hafa fyrst reynt að fara löglegar leiðir...
* Óréttlætið er meiriháttar.
* Mótmælendur viðurkenna að aðrir samfélagsþegnar kunna að vera í sömu stöðu og þeir."
Röng forgangsröðun | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (4)
15.12.2008 | 09:19
Við erum að bregðast ykkur – núna
Bloggbindindi mitt því rofið. Þetta er grein af NEI - serverinn er kominn í lag, en datt út í morgunn - sennilega vegna álags:)
"Við erum að bregðast ykkur núna
Yfirlýsing frá Jóni Bjarka Magnússyni
Ég finn mig knúinn, samvisku minnar vegna, að segja frá því að frétt sem ég skrifaði fyrir DV þann 6. nóvember síðastliðinn um Sigurjón Þ. Árnason fyrrverandi bankastjóra Landsbankans var stöðvuð. Þetta geri ég vegna þess að það er skylda mín gagnvart lesendum og fólkinu í landinu að upplýsa um slík mál. Ég hef reynt að sannfæra sjálfan mig í meira en mánuð um hið gagnstæða. Að best væri að gleyma þessu og þegja. Ég hef hinsvegar ekki gleymt þessu atviki, og ég get ekki þagað yfir því lengur. Ég tel það ekki vera ásættanlegt að einhverjir ónefndir aðilar úti í bæ geti stöðvað eðlilegan fréttaflutning. Ég get ekki gerst sekur um að vera þátttakandi í leynimakki og blekkingu í krafti auðvalds á þessum síðustu og verstu tímum.
Þann 6. nóvember skrifaði ég grein um Sigurjón Þ. Árnason fyrrverandi bankastjóra Landsbankans sem hafði komið sér fyrir á skrifstofu í húsnæði Landsbankans við Pósthússtræti 7. Reynir Traustason ritstjóri DV hafði beðið mig um að vinna þetta verkefni.
Eftir tvær heimsóknir og fleiri tilraunir til þess að ná tali af Sigurjóni í gegnum síma náði ég loksins að spyrja hann nokkurra spurninga. Í kjölfarið skrifaði ég grein þar sem meðal annars kom fram að Sigurjón væri að koma á fót ráðgjafarfyrirtæki í húsnæði Landsbankans. Einnig að hann vonaðist eftir verkefnum frá Landsbankanum.
Ég skilaði fréttinni til fréttastjóra eins og vanalegt er og bjóst ekki við öðru en að hún myndi birtast í blaðinu daginn eftir. Þegar ég mætti daginn eftir kallaði Reynir Traustason mig inn á skrifstofu og tjáði mér að stórir aðilar úti í bæ hefðu stöðvað hana. Hann sagðist ekki vera sáttur við þá ákvörðun að bakka með fréttina en ákvað samt að gera það. Ég varð hugsi yfir þessum fregnum en taldi mér trú um að eflaust væri best að láta þetta liggja á milli hluta.
Nokkru áður eða þann 10. október síðastliðinn birtist leiðari í DV undir yfirskriftinni Við brugðumst ykkur. Þar sagði Jón Trausti Reynisson annar tveggja ritstjóra blaðsins fjölmiðla hafa brugðist þjóðinni. Ég sé ástæðu til þess að rifja leiðarann aðeins upp.
Hann hefst svona: Hrun íslenska efnahagslífsins stafar ekki af hagfræðilegum ytri aðstæðum, heldur af lýðræðislegum ástæðum. Þjóðfélagið hefði aldrei farið á fullri ferð fram af brúninni ef það hefði ekki verið gegnsýrt af blekkingu í áraraðir. Blekkingin kom frá stjórnmálamönnum, viðskiptamönnum og líka þeim sem áttu að verja þjóðfélagið gegn blekkingunni, fjölmiðlamönnum.
Ég lít svo á að með því að stöðva þessa frétt hafi DV ekki varið þjóðfélagið gegn blekkingunni, heldur viðhaldið henni. Fyrirsögnin mætti því vera: Við erum að bregðast ykkur núna.
Frjáls fjölmiðlun er eitthvað sem þjóðin þarfnast nú. Á tímum sem þessum, við áfall á borð við það sem íslenska þjóðin er að ganga í gegnum, á að vera algerlega skilyrðislaus krafa að fjölmiðlar séu frjálsir og geti sagt hvaða þær fréttir sem þeim sýnist og hvernig sem þeim sýnist. Séu óbundnir af hagsmunum fárra, peningum, styrktaraðilum, stjórnmálaöflum eða lánadrottnum. Og ef þetta bregst tel ég að fólki beri skylda til þess að láta vita.
Ég geri mér ekki grein fyrir því hver eða hverjir það voru sem sannfærðu ritstjóra DV um að birta greinina ekki. En Reynir sagði mér á fundi sem við áttum saman, að þessir aðilar væru valdamiklir og að þetta hefði hreint og beint snúist um líf eða dauða blaðsins. Af orðum hans að dæma er ljóst að haft var í hótunum við hann. Hann þyrfti að hlýða. Ég vil ekki gera lítið úr þeirri klemmu sem ritstjóri minn var settur í: að birta ekki frétt, eða stofna ella lífi sjálfs blaðsins í hættu. Það er erfitt að vera í slíkri stöðu.
En ég er ósammála ákvörðun hans. Ég tel að best sé fyrir hann, DV, þjóðfélagið allt, að fram komi hver sú atburðarás hafi verið sem hann vísaði til í samræðum við mig, þegar hann útskýrði að fréttin yrði ekki birt. Að þetta sé jafnvel eina tæka vörnin við slíkar aðstæður. Og að stóra fréttin hljóti að vera þessi: Ónefndir aðilar réðust gegn því sem á að vera einn af hyrningarsteinum lýðræðis á Íslandi. Krafa mín og okkar allra hlýtur því að vera ófrávíkjanleg að eftirfarandi verði svarað:
Hvers eðlis er hótunin sem ritstjóri DV var beittur, og hver eða hverjir hótuðu?
Frá því að þetta átti sér stað hef ég velt því fyrir mér hversu algengt slíkt sé í íslenskum fjölmiðlum. Að ákveðnar greinar sem hafi verið unnar séu teknar úr umferð vegna þess að þær skaði á einhvern hátt hagsmuni valdamikilla aðila. Sögur ganga um slíkt, en fáar ef nokkrar rata fyrir sjónir almennings. Ef enginn stígur fram og segir opinskátt frá slíkum dæmum í frjálsum fjölmiðlum er líklegt að stór hluti fólks standi í þeirri trú að ekki sé stunduð ritskoðun í íslenskum fjölmiðlum, að allt sé í himnalagi.
Það skiptir í raun minnstu máli hvað fram kemur í þessari frétt. Líklega er ekkert í henni sérstaklega afdrifaríkt, en þó er ljóst að á þessum tíma var eftirspurnin eftir fréttum um athafnir Sigurjóns Árnasonar geysilega mikil, meðal annars vegna vangaveltna Egils Helgasonar um Sigurjón, og hvað fram færi á skrifstofunum við Pósthússstræti. Og hversu mörgum stórfréttum er þá kippt úr umferð við að einhverjir menn úti í bæ meti það sem svo að birting kæmi sér illa fyrir þá?
Á Eyjunni var fjallað um skrifstofu Sigurjóns þann fjórða og sjötta nóvember Á vefsíðunni T24 var meðal annars fullyrt að Sigurjón væri að vinna ötullega að því að greiða úr skuldaflækjum fyrirtækja sem tengjast Baugi við Landsbankann.
Þar sagði meðal annars þetta:
Á götuhorninu er því haldið fram að hugmyndafræðingurinn að baki kaupum Rauðsólar á fjölmiðlahluta 365 hf. sé Sigurjón Þ. Árnason, fyrrum bankastjóri Landsbankans. Fullyrt er að hann vinni nú ötullega að því að greiða úr skuldaflækjum fyrirtækja sem tengjast Baugi við Landsbankann. Sigurjón er sagður vinna náið með Jóni Ásgeiri og tengdum aðilum en Sigurjón og Ari Edwald, forstjóri 365, eru gamlir samherjar í háskólapólitík og Sambandi ungra sjálfstæðismanna. Þeir sem standa á götuhorninu og velta fyrir sér hvernig kaupin gerast á eyrinni eftir að ríkið yfirtók bankana velta því fyrir sér hvort og þá með hvaða hætti fyrrum yfirmenn banka, sem nú eru í þrotum, koma að málum varðandi uppgjör skulda einstakra viðskiptavina.
Andrés Jónsson fjallaði um störf Sigurjóns á bloggi sínu þann 5. nóvember: Meðal viðskiptavina Sigurjóns (auk Baugs og Rauðsólar) eru Samson, stór breskur banki og stór þýskur banki. Einnig einhverjir fleiri erlendir og innlendir aðilar. Þeir treysti engum betur en Sigurjóni til að gæta hagsmuna sinna í tengslum við Landsbankann, enda hafi hann verið sá sem setti öll þessi viðskipti saman á sínum tíma.
Ég sem blaðamaður var stöðvaður, grein mín ekki birt og ég svo beðinn um að tala ekki um það. Með hliðsjón af því sem hefur meðal annars komið fram í forystugreinum DV um að allt yrði að vera uppi á borðinu fannst mér þetta skjóta skökku við. Blekkingin sem svo mjög hefur verið gagnrýnd var allt í einu farin að ná inn á ritstjórn DV.
Í leiðara DV þann 10 október segir einnig: DV mun í framhaldinu sýna aukna harðfylgni í samskiptum við stjórnmálamenn og viðskiptamenn. Þeir verða ekki látnir komast upp með að ljúga að þjóðinni athugasemdalaust. Því þeir sem ljúga að fjölmiðlum ljúga líka að almenningi. Blekkinguna verður að uppræta, því hún er meinið sem varð þjóðinni að falli.
Ég tek undir þetta og svara hérmeð kalli blaðsins. Ég hvet fleiri blaðamenn, sem hafa látið stöðva fréttirnar sínar, til að stíga fram, og að lokum vil ég ítreka kröfuna um að eftirfarandi spurningum verði svarað:
Hvers eðlis er hótunin sem ritstjóri DV var beittur, og hver eða hverjir hótuðu?
Greinin sem var stöðvuð
Sigurjón Þ. Árnason fyrrverandi bankastjóri Landsbankans kom sér fyrir á þriðju hæð í skrifstofuhúsnæði Landsbankans á Pósthússtræti fyrir nokkrum dögum. Þetta staðfestir hann við DV. Hann segist ekki vera að vinna fyrir bankann, heldur sjálfan sig.
Aðspurður um það hvaða starfsemi fari fram á skrifstofunni segist hann vera að koma á fót litlu ráðgjafafyrirtæki. Sko. Það sem ég er að reyna að sjá er hvort maður eigi möguleika á því að vinna ráðgjöf fyrir hina og þessa. Maður er að reyna að búa sér til vinnu, segir Sigurjón og bætir því við að hann vilji helst halda því fyrir sjálfan sig hvað hann ætli sér að gera með fyrirtækið.
Leigir af Landsbanka
Sigurjón leigir skrifstofuna af Landsbankanum. Hann segir þó að Landsbankinn hafi leigt húsnæðið af fyrirtæki sem eigi fasteignir út um alla borg. Hann segir skrifstofuhúsnæðið vera tómt og að verið sé að yfirgefa skrifstofur Landsbankans í húsnæðinu. Þetta er allt meira og minna tómt núna, segir hann.
Blaðamaður DV heimsótti húsnæðið í gær. Á fjórðu hæðinni, fyrir ofan nýja skrifstofu fyrrverandi bankastjórans, voru skrifstofur Landsbankans en þar var ennþá starfsemi í gangi. Þegar Sigurjón var spurður út í þetta sagði hann; þá er bara ekki búið að færa það. Annars veit ég það ekki nákvæmlega. Ég held að það eigi að leigja þetta út fyrir einhverja nýsköpunarstarfsemi, segir hann.
Vonast eftir verkefnum
Sigurjón segir að hinar og þessar deildir Landsbankans hafi verið í húsinu. Hann vill þó ekki fara nánar út í það. Á skilti sem er á veggnum fyrir utan dyr húsnæðisins kemur fram að á þriðju hæðinni, þar sem skrifstofa Sigurjóns er, sé lögfræðisvið bankans staðsett. Þegar hann er spurður hvort að hann sé byrjaður að gefa Landsbankanum ráðgjöf svarar hann; já ég ætla að vona að ég geti fengið einhver verkefni þar eins og annars staðar. Að sjálfsögðu.
Hann tekur fram að það geti vel farið svo að að hann komi að einhverjum verkefnum til aðstoðar bankanum. Aðspurður um það hvort að hann hafi átt bréf í bankanum segir hann svo ekki hafa verið. Sigurjón segist undanfarið hafa skráð niður það sem gerðist í aðdraganda hrunsins til þess að það lægi fyrir og til að tryggja að menn hafi réttar upplýsingar. Ég er auðvitað alltaf boðinn og búinn til að hjálpa Landsbankanum. Ég er alltaf tilbúinn til þess að gera það, segir hann að lokum.
Frétt DV stöðvuð | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Breytt s.d. kl. 14:42 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (16)
30.11.2008 | 06:09
Hvað getur ÞÚ gert?
Ég finn fyrir ákveðnu vonleysi eins og margir aðrir hér í samfélaginu - Enginn hefur verið dreginn til ábyrgðar - enginn hefur axlað ábyrgð. Geir er skipstjóri í björgunarleiðangri að sokkinni þjóðarskútu sem hann sigldi í strand. Nú siglir þessi blindi maður björgunarbátnum í strand á sömu skerjunum sem þjóðarskútan marar í kafi.
Þjóðin kallar eftir því að Geir og restin af þinginu fari - að seðlabankastjóri fari - að fjármálaeftirlitið fari - að fjárglæframennirnir í bönkunum fari - að hér fari fram rannsókn af erlendum ÓHÁÐUM fagaðilum en ekkert gerist - Geir og ISG líta af vanþóknun á mótmælendur og þátttakendur á borgarafundum sem um skítugu börnin hennar Evu sé að ræða í stað þess að horfast í augu við að meirihluti þjóðarinnar treystir þeim ekki lengur og vill þau burt.
Fólk hefur gert ýmislegt til að sameina þjóðina til að hætta að láta kúga sig til hlýðni. En ekki hefur það tekist. Þjóðin mín er vön að láta taka ákvarðanir fyrir sig og nennir ekki að standa í þessu mótmælaveseni. Það geta aðrir séð um það. En það er ekki þannig. Það kemur enginn okkur til bjargar nema við sjálf. Fólk er duglegt að hengja sig í smáatriðunum og segist ekki mótmæla ástandinu ef ákveðið orðalag er notað, eða þessi eða hinn er með, fólk notar allar mögulegar afsakanir til að bjarga sér EKKI vegna þess að það hefur enga trú á að það sé mögulegt. En það er ekki rétt. Ef við stöndum saman þá erum við gríðarlega mikið afl sem hvorki stjórnvöld eða útrásarvíkingar hafa bolmagn til að hunsa. En hvað þarf til að þjóðin standi saman? Ég veit það ekki. Ég held að það sé kominn tími til að þeir sem ákveða að gera ekki neitt en vonast til að þetta reddist geri sér grein fyrir að þetta mun ekki reddast í þetta sinn, nema að við tökum til hendinni og gerum eitthvað sem ekki er hægt að horfa fram hjá.
Nú er búið að boða til þjóðfundar þann 1. desember klukkan 15. Ég skora á fólk að mæta, ég skora á fólk að skoða innra með sér hvaða rök það hefur EKKI fyrir því að mæta og spyrja sig svo hverju það hefur að tapa. Í hverri vikunni sem líður sökkvum við dýpra niður í hyldýpi skulda og smánar. Alvarleg mistök eru framin sí og æ af ráðherraliðinu. Heimsbyggðin er dolfallinn yfir langlundargeði okkar gagnvart þeirri spillingu sem upplýst samfélag myndi aldrei láta yfir sig ganga án aðgerða.
Hvað þarf til að þú standir upp og segir: hingað og ekki lengra? Við skiptum öll máli og ég er sannfærð um ef við mætum svo tugum þúsunda skiptir á Arnarhól á mánudaginn að það verði á okkur hlustað. Ef við viljum breytingar og ætlum að vonast til þess að einhver annar sjái um það fyrir okkur, þá erum við á villigötum.
Ég er búin að fá nóg af siðspillingu og krosstengslum. Mér finnst þessi ríkisstjórn og allt liðið inni á alþingi vanhæft vegna ofangreindra atriða. Ég kalla eftir neyðarstjórn og kosningum í vor og ætla að gera allt sem er í mínu mannlega valdi til þess að það verði að veruleika. Ég vil ekki flokkaklíkur inn á þing. Ég kalla eftir núllstillingu á kerfinu svo hægt sé að fyrirbyggja áþekk afglöp og hér hafa farið fram. Ég kalla eftir nýju kerfi þar sem einstaklingar eru ráðnir í þessar mikilvægu stöður og miklu ráðvandari lögum í kringum stjórnsýsluna. Við verðum að smíða lög sem gera ráð fyrir krosstengslum viðskipalífs og þingheims.
Valið er á milli þess að ekkert breytist: þjóðargjaldþrot og landsflótti verður afleiðing þess eða algera og gagngera uppstokkun á því kerfi sem við búum við: ef fólk heldur að það valdi óstöðugleika, þá spyr ég getum við búið við meiri óstöðugleika en nú?
Ef fólk trúir því að þeir sem stjórna núna séu best til þess fallnir þá verðum við bara að búa við það. En ef ÞÚ vilt breytingar, gerðu þá eitthvað, enginn gerir þetta fyrir okkur - við verðum að gera eitthvað. Sameiningarmáttur okkar er eina vopn okkar að svo stöddu.
Ég kalla eftir hugmyndum um hvað skal gera - þær þurfa að vera einfaldar og auðveldar í framkvæmd en síðast en ekki síst þá þarf að felast í þeim sameiningarmáttur. Elsku, elsku þjóðin mín, hættum að láta þeim eftir valdið - það er augljóst að þau valda því ekki.
Allt opið í gjaldeyrismálum | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Breytt s.d. kl. 06:12 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
Tenglar
Nýja Ísland
Ég les:
Tíbet
- Fréttir frá Tibet
- Tibet Info Net An Independent Information Service on Contemporary Tibet
- Undercover in Tibet Ný heimildarmynd frá Channel 4 um hvernig ástandið er í raun og veru í Tíbet
- Leaving Fear Behind Viðtöl við Tíbeta í Tíbet stuttu fyrir mótmælin í mars
- Cry of the Snow Lion Margverðlaunuð heimildarmynd um Tíbet
- Yeti - heimildarmynd
- Yogis of Tibet Heimildarmynd um Jógameistara Tíbets sem eru óðum að hverfa
- Students for a Free Tibet
- Dalai Lama
- Tibetan Uprising
- Kerti fyrir Tíbet
- Tibet TV
- Central Tibetan Administration
- Om mani padme hum
Ýmsar slóðir
sem ég man eftir í andartakinu
- The Hunger Site
- THE MEATRIX
- Myspace síðan mín
- Úgáfan Beyond Borders Alþjóðleg útgáfa sem ég stofnaði árið 1999 í netheimum
- Hitt bloggið mitt
- Félagið Ísland-Palestína
- Womb of Creation Vefurinn minn sem ég hef haldið við síðan 1995
- Myspace síðan hennar mömmu
- Saving Iceland
- Be the change:)
- Náttúra vefur með umhverfisvitund
- Nattura info
- Care 2 make a Difference
Bækur
Bækurnar mínar
-
: Tuttugasta öldin og lærdómar hennar (ISBN: 9979-772-77-8 )
Þýddi þessa ásamt Jóni Karli Stefánssyni -
: Lífsreglurnar fjórar - the Four Agreements (ISBN: 9979768835)
Lífsreglurnar fjórar er ævaforn indjánaspeki sem hefur farið sigurför um heiminn. Bókin er byggð á fornri visku Tolteka-indjána og útskýrir sannindi sem er að finna í helgum dulspekihefðum víðsvegar um heim. Lesanda eru kynntar fjórar einfaldar en magnaðar lífsreglur sem vísa leiðina að frelsi og sjálfstæði einstaklingsins. Höfundurinn, don Miguel Ruiz, er af ætt græðara og seiðmanna sem hafa iðkað Toltekafræðin frá aldaöðli. Hann er heimsþekktur fyrir bækur sínar og fyrirlestra. -
: Dagbók kameljónsins (ISBN: 9979973307)
Dagbók kameljónsins er þroskasaga stúlku sem hefur þurft að berjast við að sogast ekki inn í geðveiki ættmenna sinna, en sjálfsvíg þeirrar manneskju sem hún leit á sem klettinn í lífi sínu verður til þess að hún gerir sér ljóst hve dýrmætt lífið er. Með því að þvinga sig til að muna fortíðina skapar hún möguleika á að eiga sér einhverja framtíð. Alkóhólismi móður hennar vegur jafnframt þungt í þessu verki og hefur afgerandi áhrif á sjálfmeðvitund söguhetjunnar sem á endanum öðlast þroska til að sjá manneskjuna handan sjúkdómsins sem brýst oft út í mikilli sjálfhverfu þess sem er haldin honum og skilur aðra fjölskyldumeðlimi eftir með því sem næst ósýnilegan geðrænan sjúkdóm sem jafnan er kenndur við meðvirkni. En þetta er engin venjuleg bók, hún er brimfull af von og lausnum, ævintýrum og einlægni og fellur aldrei inn í pytt sjálfsvorunnar. Bókin er tilraun til að brúa bilið á milli þess myndræna sem oft fyrirfinnst í dagbókum, en formið bíður upp á vægðarlausan heiðarleika og gefur lesandanum tækifæri á að nota sitt eigið hugarflug.
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (23.11.): 0
- Sl. sólarhring: 4
- Sl. viku: 11
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 6
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Tónhlaða
Bloggvinir
- ADHD
- Agný
- Alfreð Símonarson
- Andrea J. Ólafsdóttir
- Alexandra Briem
- Andrés Magnússon
- Anna Ragna Alexandersdóttir
- Anna Ólafsdóttir Björnsson
- Ari Sigurðsson
- Baldvin Björgvinsson
- Baldvin Jónsson
- Baldvin Jónsson
- Bara Steini
- Bergur Sigurðsson
- Bergur Thorberg
- Bergur Þór Ingólfsson
- Bergþóra Árnadóttir - RIP 15.2.48 - 8.3.07
- Binnan
- Birgir Þórarinsson
- Birna Rebekka Björnsdóttir
- Bjargandi Íslandi
- Bjarkey Gunnarsdóttir
- Björgvin R. Leifsson
- SVB
- Brjánn Guðjónsson
- Brosveitan - Pétur Reynisson
- Bryndís Ísfold Hlöðversdóttir
- Brynja skordal
- Brynjar Hólm Bjarnason
- Bókaútgáfan Salka ehf
- Dagrún Steinunn Ólafsdóttir
- Daníel Haukur
- Dorje
- Dísa Dóra
- Egill Bjarnason
- Egill Jóhannsson
- Einar Guðjónsson
- Einar Indriðason
- Einar Vignir Einarsson
- Einar Ólafsson
- Eiríkur Bergmann Einarsson
- Eldur Ísidór
- Elyas
- Elín Sigurðardóttir
- Elísabet Markúsdóttir
- Erna Friðriksdóttir
- Erna Hákonardóttir Pomrenke
- Eva Benjamínsdóttir
- Eydís Hentze Pétursdóttir
- Eyjólfur Kristinn Vilhjálmsson
- FLÓTTAMAÐURINN
- Finnur Bárðarson
- Friðrik Hansen Guðmundsson
- Friðrik Þór Guðmundsson
- Fríða Eyland
- Félag Anti-Rasista
- Félag um stafrænt frelsi á Íslandi
- Gaukur Úlfarsson
- Georg P Sveinbjörnsson
- Gerður Pálma
- Gestur Guðjónsson
- Goggi
- Greta Björg Úlfsdóttir
- Gunnar Pétursson
- Gunnar Rögnvaldsson
- Gunnar Skúli Ármannsson
- Gunnlaugur B Ólafsson
- Gunnlaugur Stefán Gíslason
- Guðjón Baldursson
- Guðjón Bergmann
- Guðjón Heiðar Valgarðsson
- Guðmundur Helgi Helgason
- Guðmundur M Ásgeirsson
- Guðmundur Ragnar Guðmundsson
- Guðmundur Steingrímsson
- Guðmundur Ásgeirsson
- Guðný Lára
- Guðrún S Sigurðardóttir
- Guðsteinn Haukur Barkarson
- Gísli Hjálmar
- Haffi
- Halldór Sigurðsson
- Hannibal Garcia Lorca
- Haukur Már Helgason
- Heidi Strand
- Heilsa 107
- Heiða Þórðar
- Helga Auðunsdóttir
- Kaleb Joshua
- Hildur Helga Sigurðardóttir
- Himmalingur
- Hilmar Gunnlaugsson
- Hjálmtýr V Heiðdal
- Hjörleifur Guttormsson
- Hlekkur
- Hlynur Hallsson
- Hlynur Jón Michelsen
- Hlédís
- Hrafnhildur Ýr Vilbertsdóttir
- Hrannar Baldursson
- Hrólfur Guðmundsson
- Hulla Dan
- Hólmfríður Guðlaug Einarsdóttir
- Hörður B Hjartarson
- Húmoristaflokkurinn
- Ingibjörg Álfrós Björnsdóttir
- Ingibjörg Helga
- Ingibjörg SoS
- Ingibjörg Stefánsdóttir
- Ingigerður Friðgeirsdóttir
- Isis
- Jakob Falur Kristinsson
- Jakob Smári Magnússon
- Jakob Þór Haraldsson
- Jakobína Ingunn Ólafsdóttir
- Jens Guð
- Johann Trast Palmason
- Jóhannes Ragnarsson
- Jón Bjarnason
- Jón Gerald Sullenberger
- Jón Sigurgeirsson
- Jón Svavarsson
- Jón Valur Jensson
- Jón Þór Ólafsson
- DÓNAS
- Katrín Mixa
- Katrín Snæhólm Baldursdóttir
- Ketill Sigurjónsson
- Ketilás
- Kjartan Pétur Sigurðsson
- Konráð Ragnarsson
- Kristbergur O Pétursson
- Kristján B. Jónasson
- Kristján Kristjánsson
- Kristján Logason
- Kristín Dýrfjörð
- Kristín Snorradóttir
- Krummi
- Kári Harðarson
- Landvernd
- Laufey Ólafsdóttir
- Lovísa
- Lára Hanna Einarsdóttir
- Lýður Árnason
- Mafía-- Linda Róberts.
- Margrét Guðjónsdóttir
- Margrét Lóa Jónsdóttir
- Margrét Sigurðardóttir
- Markús frá Djúpalæk
- María Kristjánsdóttir
- María Pétursdóttir
- Methúsalem Þórisson
- Morgunblaðið
- Myndlistarfélagið
- Mál 214
- Máni Ragnar Svansson
- Neo
- Oddi
- Paul Nikolov
- Perla
- Pjetur Hafstein Lárusson
- Pálmi Gunnarsson
- Pálmi Guðmundsson
- Ragnar Þór Ingólfsson
- Rannveig H
- Ransu
- Róbert Björnsson
- Rögnvaldur Hreiðarsson
- Rúnar Sveinbjörnsson
- Rúnar Þór Þórarinsson
- Salvör Kristjana Gissurardóttir
- Samstaða - bandalag grasrótarhópa
- SeeingRed
- Sema Erla Serdar
- Sigga
- Signý
- Sigrún Jónsdóttir
- Sigurgeir Orri Sigurgeirsson
- Sigurgeir Þór Hreggviðsson
- Sigurjón Sigurðsson
- Sigurður Hrellir
- Sigurður Sigurðsson
- Sigurður Þór Guðjónsson
- Skuldlaus
- Snorri Sturluson
- Soffía Valdimarsdóttir
- Stefán Friðrik Stefánsson
- Þorsteinn Briem
- Steinunn Helga Sigurðardóttir
- Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir
- Stríða
- Sveinbjörn Eysteinsson
- Sveinn Hjörtur
- Sveinn Ólafsson
- Sverrir Stormsker
- Swami Karunananda
- Sæmundur Bjarnason
- Sævar Finnbogason
- Sævar Einarsson
- Sæþór Helgi Jensson
- Sóldís Fjóla Karlsdóttir
- Sóley Tómasdóttir
- Sólveig Klara Káradóttir
- TARA
- Tilkynning
- Tinna Jónsdóttir
- Trausti Traustason
- Tryggvi Gunnar Hansen
- Tína
- TómasHa
- Valgeir Skagfjörð
- Valgerður Halldórsdóttir
- Vefritid
- Vilborg Eggertsdóttir
- Vilhelmina af Ugglas
- Vilhjálmur Árnason
- Villi Asgeirsson
- Vinir Tíbets
- Viðar Eggertsson
- Viðar Freyr Guðmundsson
- Vér Morðingjar
- Vésteinn Valgarðsson
- arnar valgeirsson
- fingurbjorg
- hreinsamviska
- leyla
- molta
- oktober
- Einhver Ágúst
- Ágústa Kolbrún Jónsdóttir
- Ár & síð
- Árni Þór Sigurðsson
- Ásgeir Rúnar Helgason
- Ásgerður
- Ásta Hafberg S.
- Ásthildur Cesil Þórðardóttir
- Ævar Rafn Kjartansson
- Íbúasamtökin Betra Breiðholt
- Ólaf de Fleur Jóhannesson
- Ólafur fannberg
- Ólöf de Bont
- Ómar Ragnarsson
- Óskar Arnórsson
- Örlygur Hnefill Örlygsson
- Þorsteinn Mar Gunnlaugsson
- Þröstur Unnar
- Þór Jóhannesson
- Þór Saari
- Þórhildur og Kristín
- Þórður Björn Sigurðsson
- Þórólfur S. Finnsson
- Andrés.si
- Anna Karlsdóttir
- Anna Margrét Bjarnadóttir
- Ari Jósepsson
- Aron Ingi Ólason
- Axel Þór Kolbeinsson
- Barði Bárðarson
- Bergþór Gunnlaugsson
- Billi bilaði
- Bjarki Steingrímsson
- Bjarni Kristjánsson
- Bogi Jónsson
- brahim
- Daði Ingólfsson
- Daníel Sigurður Eðvaldsson
- Dóra litla
- Dúa
- Einar Björn Bjarnason
- Elsabet Sigurðardóttir
- Esther Anna Jóhannsdóttir
- Frosti Sigurjónsson
- Grétar Eiríksson
- Guðbjörg Hrafnsdóttir
- Guðmundur Óli Scheving
- Gunnar Helgi Eysteinsson
- Héðinn Björnsson
- Hreyfingin
- Hulda Haraldsdóttir
- Högni Snær Hauksson
- Ingvi Rúnar Einarsson
- Ísleifur Gíslason
- Jack Daniel's
- Jóhann Ágúst Hansen
- Jóhannes Þór Skúlason
- Jóhann Pétur
- Jóna Kolbrún Garðarsdóttir
- Jónas Bjarnason
- Jón Kristófer Arnarson
- Jón Lárusson
- Karl Gauti Hjaltason
- Lísa Björk Ingólfsdóttir
- Lúðvík Lúðvíksson
- Madhav Davíð Goyal
- Magnús Ragnar (Maggi Raggi).
- Morten Lange
- Óðinn Kári Karlsson
- Ólafur Eiríksson
- Ólafur Ingi Hrólfsson
- Pjetur Stefánsson
- Rafn Gíslason
- Rannsóknarskýrslan
- Rúnar Freyr Þorsteinsson
- Sigurbjörn Svavarsson
- Sigurður Einarsson
- Sigurður Jónsson
- Sigurður Sigurðsson
- Sigurður Þórðarson
- Sigþrúður Þorfinnsdóttir
- Sveinbjörn Ragnar Árnason
- Vaktin
- Vilhjálmur Sveinn Björnsson
- ÞJÓÐARHEIÐUR - SAMTÖK GEGN ICESAVE
- Þorsteinn Helgi Steinarsson
- Þorsteinn Valur Baldvinsson