Leita í fréttum mbl.is

Færsluflokkur: Bloggar

Holocaust II

Það eina sem mér dettur í hug að bera þessi voðaverk saman við er Holocaust hið fyrra. Nú er nóg komið - ég skora á Ingibjörgu Sólrúnu að slíta stjórnmálasamstarf nú þegar við Ísrael. Ég skora á Björgvin að slíta á öll viðskipti við Ísrael - ég skora á þjóð mína og þjóðir heims að láta í sér heyra út af þessum voðaverkum. Gleymum ekki skólunum þremur sem þeir sprengdu - þó þeir væru rækilega merktir S.Þ. og fólk hafði verið hvatt til að leita sér þar skjóls.
 

mbl.is Sprengdu hús fullt af fólki
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Viðskiptabann

Ég veit að það er erfitt fyrir ríkisstjórnina að slíta stjórnmálasambandi við Ísrael. EN það hljóta að vera komnar nægilegar forsendur fyrir því að slíta viðskiptatengsl við Ísrael. Við flytjum inn vörur og hráefni frá Ísrael fyrir 600 milljónir á ári. Við getum hætt viðskiptum við þá og notað sömu tækni og þjóðir heims notuðu til að binda enda á aðskilnaðarstefnu Suður-Afríku.

Ég hvet fólk sem er búið að fá nóg af barnamorðunum á Gaza að skrifa viðskiptaráðherra og höfða til mannúðar og réttlætiskenndar hans. Ég ætla að gera það. 

Það er afar erfitt að horfa upp á fjöldamorð í beinni og sjá hvað öryggisráðið virðist vera vita gagnslaust - hef nú reyndar vitað það lengi og skildi ekki af hverju við vorum að reyna að komast þarna inn með tilheyrandi kostnaði sem og atkvæðaveiðum hjá vafasömum aðilum. Öryggisráðið er gjörsamlega gagnslaust á meðan að þjóðir eins og USA og Kína hafa neitunarvald. 

Getum við sem einstaklingar gert eitthvað til að stöðva þessi voðaverk? Já, við getum í það minnsta sent Björgvini bréf og hvatt til viðskiptabanns. Við getum skrifað undir Stop the Bloodshed hjá alþjóðasamtökunum Avaaz.org. Þar hafa rúmlega 340.000 skrifað undir. Markmiðið er að ná 500.000 eins hratt og mögulegt er - hver dagur sem líður kostar fleiri mannslíf og börnin eru nú þegar orðin allt of mörg sem hafa verið myrt eða eru stjörf að hræðslu - stöndum með börnunum á Gaza - þau hafa ekki gert neitt sem réttlætir þann hrylling sem þau búa við.

 

picture_15.png
 palestinian20mother20and20her20two20babie.jpg
 

 


mbl.is Öryggisráðið krefst vopnahlés
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Meðalaldur íbúa á Gaza er 17 ár

gaza85.jpgÉg hvet fólk til að horfa á viðtal við norska lækninn Mads Gilbert í Kastljósi frá því í gærkvöldi. Þar kom fram að meðalaldur íbúa Gaza er 17 ár. 750 þúsund íbúa Gaza eru börn undir 15 ára aldri. Á Gaza eru 1.5 milljón íbúar.

Hann líkti þessu við fangabúðir þar sem enginn kemst út - Á Gaza eru aðeins 2 vitni frá öðrum löndum, Mads er annar þeirra, hinn er einnig læknir. Báðir starfa þeir sem sjálfboðaliðar. 

Hvet fólk sem er nóg boðið að mæta fyrir utan bandaríska sendiráðið. Ef þið komist ekki en viljið sína börnunum og fólkinu á Gaza ykkar stuðning - þá gætuð þið kveikt á kerti fyrir þau á þessum tíma og beðið fyrir þeim. 

Ég tek það fram að ég styð ekki Hamas - ég á fullt af vinum sem eru gyðingar og ég frábið mér öll haturskomment. Ég lýsi yfir minni innri þjóðarsorg út af þessu og öllum öðrum voðaverkum í heiminum. 


mbl.is Ráðaleysi í Öryggisráðinu
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Myndir og fréttaskýringar blaðamanna á Gaza

29786.jpgÉg hef fundið nákvæmar fréttir af ástandinu af fréttafólki frá Al Jazeera en þau fara huldu höfði og leggja líf sitt í hættu til að flytja fréttir af því sem raunverulega er að gerast þarna.

Það er líka hægt að sjá sögur af venjulegum fjölskyldum sem lifir við þessa miklu vá - í húsum sínum án rafmagns og á því erfitt með að vita hvað er að gerast fyrir utan - veit ekki hvort að þeirra hverfi verði næst fyrir árásum, á Youtube

Fékk líka senda slóð á vef sem haldið er úti af palestínskum mæðrum. Þar eru myndir frá átakasvæðinu - vara við þeim - en þær sýna auðvitað veruleika þeirra sem búa á svæðinu.

 

 
Úff var að horfa á þetta myndskeið þar sem börnin fengu skjól í þessum skóla S.Þ. og fletti svo á visir.is og sá þá þessa nýju frétt: "Í það minnsta fjörtíu eru látnir og tugir sárir eftir að ísraelskar skriðdrekasveitir réðust á skóla á Gaza. Sameinuðu þjóðirnar reka skólann, og hafði fólk leitað skjóls þar fyrir bardögunum.

Tvær skriðdrekasprengjur sprungu fyrir utan skólahúsið og dreifðu sprengjubrotum á fólk innan og utan skólans. Læknar á Gaza ströndinni segja alla hina látnu hafa verið almenna borgara sem hafi verið að flýja bardaga milli Ísraels manna og vígamanna Hamas samtakanna.

Læknar á Gaza segja að tæplega sex hundruð Palestínumenn hafi fallið frá því Ísrael hóf hernaðaraðgerðir sínar gegn Hamas samtökunum."

mbl.is Báðust afsökunar á myndskeiði frá Gaza
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Andvaka

_45329554_cry_getty466b.jpgÞað er ekki oft sem ég á erfitt með svefn. En voðaverkin í Gaza trufla mig meira en orð fá lýst. Sú staðreynd að verið sé að drepa fólk þarna sem ekkert getur flúið í beinni útsendingu án þess að heimsbyggðin bregðist við nema með innantómum orðum hryggir mig. Nú er staðfest að búið er að myrða 80 börn frá upphafi þessa óafsakanlega stríðs. Er virkilega ekkert sem við getum gert? Er virkilega til fólk sem réttlætir þessi voðaverk?

Til að fyrirbyggja að yfir mig hellist vel meinandi skilaboð um hvað Hamas eru vondir - þá er ég ágætlega upplýst um ástandið þarna og styð ekki aðgerðir Hamas.

Fékk þessi skilaboð í smessi í gær og vegna þess að ég er frekar ömurlegur smessari þá ætla ég að deila þessu með ykkur hér:

Mads Gilbert, læknir frá Tromsö sem vinnur sjálfboðavinnu við sjúkrahúsið í Shifa á Gazaströnd sendi svohljóðandi skeyti í gær:

"Takk fyrir allan stuðning.. Þeir sprengdu grænmetismarkaðinn í miðbæ Gazaborgar fyrir tveim tímum síðan. 80 slasaðir, 20 fallnir, öll komu þau hingað til Shifa, Hades! Við syndum, syndum í dauða, blóði og afrifnum útlimum. Fjöldi barna. Ólétt kona. Ég hef aldrei fyrr upplifað nokkuð svo skelfilegt. Nú heyrum við í skriðdrekum. Látið alla vita, sendið áfram, hrópið þetta áfram. Hvað sem er! GERIÐ EITTHVAÐ! GERIÐ MEIR! Við lifum í sögubókunum nú, öll sömul! Mads G, 13.50, Gaza, Palestínu".

Það er mjög erfitt að fá almenningar og greinagóðar lýsingar á ástandinu - því engir erlendir fjölmiðlamenn fá aðgang að Gaza, fann þó þessa frétt á Washington Post, með því að google news eyewitness gaza

 

1_771423_1_34.jpg

 

 


mbl.is 5 börn féllu á Gasasvæðinu
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Að vera eða vera ekki á moggabloggi

Viðbót: Tómas Ha og eyjan.is hafa gagnrýnt mig fyrir að fordæma ritskoðun á mbl.is á meðan ég stunda hið sama sjálf. Mér finnst þetta ekki sambærilegt: Mér finnst mikill munur á að loka á einstaka ruddaleg komment og að loka fyrir alla sem vilja tjá sig hjá mér en það gerði mbl.is, þeir lokuðu á alla sem vildu tjá sig um fréttina. Það að loka á komment sem í raun og veru gera fréttina enn meiri stórfrétt finnst mér alvarlegt. Þ.e.a.s. að maður sem er náinn vinur og samstarfsmaður Davíðs Oddsonar að veitast að sáru fólki þá er það vel. Mér finnst það bara óásættanlegt. Það hefði verið hægt að setja inn eða taka viðtal við fólkið sem Ólafur veittist að til að skapa jafnvægi í fréttinni. 

Ég ákvað á sínum tíma að fá mér aðsetur hér á mbl.is til að nýta mér frábæra tækni sem þeir hafa þróað til að búa til tengslanet og til að koma fréttum og skoðunum á framfæri. Ég hef mælt með því við fjölda manns að fá sér moggablogg vegna þess að mér hefur fundist þeirra vefsvæði bjóða upp á bestu möguleikana til að vera í samskiptum og fylgjast með nokkrum firnagóðum bloggurum.

Ég hef lagt mikla vinnu í bloggið mitt og oft fundist frábært að geta haft aðstöðu til að blogga við fréttir, því þar hefur maður haft kost á að leiðrétta ef rangt er farið með staðreyndir í fréttum og kannski bæta einhverju við ef upp á vantar. 

En það hefur líka sína ókosti að blogga hér -inn á bloggið mitt flæðir oft mikill flaumur af svokölluðum tröllum - fólk sem eys úr sér þvílíkum viðbjóði og mannvonsku að í fyrstu fékk maður hland fyrir hjartað þegar þetta flæddi inn í innboxið mitt og á síðu sem ég ber ábyrgð á.

Í fyrstu reyndi ég að svara þessu fólki á málefnalegan máta en sá að það var hræðilegur tímaþjófur og þetta fólk var ekki tilbúið að hlusta á nein rök - heldur vildi lík og Ólafur Klemm snappa sér fæting.

Því hef ég lokað á nokkur af þessum tröllum og hafa þau ekki aðgang að kommentakerfi mínu - segja má að það sé einskonar ritskoðun. Tek það fram að það er eingöngu fólk sem hefur verið með persónulega níð á mig eða aðra sem tjá sig á bloggi mínu.

Í fyrradag og í gær varð ég vitni af einhverju sem ég get ekki sætt við mig hér á mbl.is. Ritskoðun sem er ófyrirgefanleg. Lokað var við og allar tengingar við færslur er lúta að fréttum er tengdust ofbeldisfullri hegðun bræðranna Klemensson við mótmælendur á gamlársdag. Þegar fréttin kom fyrst fram á mbl.is var ekki vitað hverjir þessir menn voru - það afhjúpaðist síðan hér í bloggheimum að mennirnir sem ógnuðu fólki sem var verið að hlúa að eftir að hafa fengið piparúða í augun, væru opinberir starfsmenn. Ekki nóg með það - þá kom í ljós að annar þessara manna var svæfingarlæknir og hinn hagfræðingur í Seðlabankanum - ásamt því að vera persónulegur og náinn vinur Davíðs Oddssonar sem og Geirs Haarde. 

Þegar þetta var orðið augljóst og mennirnir harðlega gagnrýndir fyrir ofbeldisfulla hegðun og fjöldi vitna komin fram sem urðu fyrir barðinu á þeim lýst sinni reynslu - þá ákvað ritstjórn mbl.is að loka og fjarlægja tengingar við fréttina. Fyrst var bara fjarlægt það sem stóð við fréttina "Taldi sér ógnað", síðan sá ég að einnig væri búið fjarlægja möguleikann á að tengja við fyrstu fréttina og myndbandið af bræðrunum að ógna og stugga við fólki sem er ekki að gera þeim neitt. 

Svör ritstjórnar mbl.is eru aumlegt yfirklór en hér er svar frá þeim: "Við þessa frétt og aðra til voru skrifaðar svívirðingar og hótanir við nafngreindan einstakling sem ekki þótti hæfa að birta á mbl.is.
Með kveðju,
Árni Matthíasson"

Það hefði verið snyrtilegra og meiri viska í því hjá ritstjórn mbl.is að fjarlægja aðeins þau blogg sem innihéldu slíkt en flest þau blogg sem voru tengd við þessar fréttir innihéldu ekkert sem flokka mætti undir sem hótanir. Þau innihéldu aftur á móti mikilvægar viðbætur við þessar fréttir af hendi sjónarvotta, sem og um hverjir þessir menn væru.

Mér finnst að mbl.is ætti að biðja lesendur sína afsökunar um að hreinlega halda viljandi frá því mikilvæga viðbót við frétt sem í löndum með siðferði á öllu hærra stigi, þætti stórfrétt. 

Ég er alvarlega að íhuga að taka saman poka minn hér á mbl.is og fara á önnur mið. Finnst það leitt en ég get ekki lagt nafn mitt við slíka ritskoðun sem augljóslega er aðeins út af þrýstingi að ofan. Það er bara svo augljóst. Það er annars svo merkilegt að fylgjast með því að það er alger þöggun um þetta í öðrum fjölmiðlum. En hægt að fá greinagóða útlistun á this.is/nei.

Ég óska eftir hugmyndum um hvert væri sniðugt að færa sig, ég hef ekki áhuga á að vera inni á visir.is 

p.s. Skora á fólk að skoða myndbönd sem hægt er að finna hjá sumum er tengja við þessa frétt, þar sem sýnt er hvernig Kínverjar hamfletta dýrin á meðan þau eru lifandi. Það er alls ekki fyrir viðkvæmt fólk - ég varð að slökkva á þessu áður en myndbandið var að fullu búið...

 


mbl.is Harma umfjöllun um Cintamani
Tenging við þessa frétt hefur verið rofin vegna kvartana.

Skrílinn úr Seðlabankanum

Það sést vel á myndbandsupptöku mbl.is að þessi maður var ekki í vörn heldur réðst hann á fólkið. Þessi maður ætti að taka poka sinn á mánudaginn. Ekki beint að haga sér eins og virðulegur opinber starfsmaður úr Seðlabankanum. Frétti líka að Ólafur sé með tattú á upphandlegg sínum þar sem stendur "White Pride Only". Hver er eiginlega með honum? Veit það einhver?

En svona er nú Ísland í dag skrílin finnast flest í okkar opinberu stofnunum. Af hverju má þessi maður lumbra á telpu og dreng sem honum finnst afturhaldskommatittir án nokkurra eftirmála? Mér finnst að allir sem frömdu líkamlegt ofbeldi þennan dag, mótmælendur, lögga og aðrir opinberir starfsmenn eigi að sæta ábyrgð.

n682104622_1878755_5368.jpg
 
Frásögn mannsins sem Ólafur ætlar að lumbra á:
12 Smámynd: Þór Jóhannesson

Svona ykkur að segja var þetta alveg ótrúleg innkoma þessarar manna. Þeir gengu þarna um og hrintu og bæði konum (eins og sést á myndbandinu) og örðum um koll sem á vegi þeirra urðu. Annar reyndi að sparka í liggjandi mann sem var verið að hlúa að og hafði orðið fyrir piparúða. Þá spurði ég hann hvort það væri allt í lagi með kollinn á honum og þá hrinti hann mér ég snéri mér undan og horði í augun á honum og sagði "Gjörðu svo vel og gefðu mér á kjafinn ef þér líður betur með það" þá reiddi hann til höggsins (og þar hefur myndavélin náð atvikinu og sést það á stillimyndinni á undan fréttinni). Hann hins vegar hætti við að kýla mig og hrinti þess í stað konunni sem næst var. Svona gengu þeir í gegnum ca. 500 manna hóp mótmælenda og hrintu og ýttu þeim sem fyrir urðu - og í raun er ótrúlegt að þessir hrottar hafi farið í gegnum hópinn án þess að nokkur svo mikið sem ýtti til baka (og það segir e.t.v. hversu mikið mótmælendurinir voru tilbúnir að beita ofbeldi þarna fyrir framan Hótel Borg).

Þór Jóhannesson, 2.1.2009 kl. 21:23

 

mbl.is Taldi sér ógnað
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Að vera eða vera ekki með hettu?

Miklar umræður hafa spunnist um það hvort að fólki sé stætt á því að láta sjá sig á almannafæri með hettur. Það þykir samkvæmt fjölmörgum sem tjáð hafa sig um það, fádæma dónaskapur að mæta með hettu eða klút fyrir vitum sér ef maður mætir í mótmæli. 

Hér er myndasyrpa af hettumönnum Íslands og ég spyr af hverju eru þeir með hettur? Er það kannski af sömu forsendum og sumir mótmælendur kjósa að hylja andlit sitt? Það þýðir lítið fyrir mig að hylja andlit mitt en ég mun mæta í næstu mótmæli með trefil og sundgleraugu - bara svona til öryggis - vil helst ekki fá piparúða aftur í mitt smetti. 

Ég hef kynnst henni Evu í gegnum mitt andóf undanfarið árið og finnst þar fara sómakona með hjartað á réttum stað. Ég mun strika út komment ef þau eru níð á þessa góðu konu eða son hennar sem mér finnst alveg frábærlega gaman að spjalla við. Ég skora á fólk að mæta á námskeið í borgaralegri óhlýðni, lesa um borgaralega óhlýðni, hægt að finna margar góðar greinar um það á netinu.

Það hefði nú verið miklu mun flottara hjá þeim sem fóru í skjóli nætur og brutu rúður af slíku offorsi að þeir hinir sömu kæmu nú fram undir nafni og útskýrðu verknað sinn. Kannski gætu þeir sent frá sér yfirlýsingu eða eigum við kannski að fremja borgaralega handtöku á þeim - hélt að það væri í verkahring lögreglunnar en mér skilst á því sem ég hef lesið að þeir hafi engan áhuga á því. 

9912.jpg c_documents_and_settings_notandi_my_documents_my_pictures_rls3.jpgc_documents_and_settings_notandi_my_documents_my_pictures_rls2.jpg3787.jpgpicture_9.pngsersveit-m3.jpgpicture_8.png


mbl.is Ráðist gegn Nornabúðinni
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Er okkur viðbjargandi?

island2009.jpgÉg veit ekki hvort að fólk hafi tekið eftir því að í fjórða sæti yfir mann ársins höfðu hlustendur Rásar 2 valið Jón Ásgeir Jóhannsson og tíunda sætið vermdi Jóhannes faðir hans.

Það sem er líka merkilegt er sú orðræða sem spinnst með miklum offorsi varðandi mótmæli. Það er greinilegt að bestu mótmælin eru þau að gera ekki neitt. Ef einhver manneskja ætlaði að reyna skapa vettvang fyrir þessa þjóð svo allir yrðu sáttir þá yrði sennilega að hafa 320.000 tegundir af mótmælum því enginn virðist geta komið sér saman um aðferð eða áherslur. 

Þegar mótmælt er fyrir utan seðlabankann, hrópar fólk: af hverju ekki fyrir utan Baug. Þegar mótmælt er í bönkunum, hrópar fólk: af hverju er ekki mótmælt fyrir utan Ráðherrabústaðinn og svona gengur hringavitleysan áfram dag eftir dag á meðan verið er að fremja hryðjuverk á okkur sjálfum af því fólki sem einhverjum datt í hug að kjósa til að stjórna hérna. 

Ég er alveg á því að fólk sem tjáir sig um hvernig hlutirnir ættu betur að fara, já þið sem alltaf gagnrýnið en gerið ekki neitt, þið ættum að framkvæma það sem ykkur finnst betri leið til að mótmæla. 

bananalydveldi_707953.jpgÉg held annars að okkur sé ekki viðbjargandi. Ég held að það muni ekkert breytast hérna. Ég held að við séum siðferðislega gjaldþrota en getum ekki horfst í augu við það og munum halda áfram að ana áfram í skammtímalausnum og vinapoti uns yfir líkur. 

Við mótmælum aldrei neinu fyrr en það er orðið of seint. Skömmumst frekar út í fólk sem hylur andlit sitt en ég er alveg viss um að engum finnst neitt athugavert við að Víkingasveitin hylji andlit sín.

Mótmælendur hafa þurft að sitja undir hótunum um líkamsmeiðingar og annað ofbeldi. Ég get alveg skilið að fólk hylji andlit sín. Þetta fólk hefur aldrei sagst vera að mótmæla fyrir einn eða neinn nema sig sjálf. Samt hefst alltaf kórsöngurinn: "Þetta fólk er ekki að mótmæla fyrir mig!" 

3024567315_a3eef0e99a_o_730801.jpgSumir koma fram og fara miklum um það af hverju fólk kæri ekki bara lögguna fyrir að ganga of langt. Ég spyr á móti, hve oft hefur lögreglan fengið á sig dóm um vítaverða hegðun í starfi? Þó til séu myndbönd af henni að missa sig þá er það ekki nóg. 

Ég verð svo að gagnrýna aðeins hann Steingrím J., hvað var hann að gera í þætti sem er styrktur af RIO Tinto - mesta umhverfisósóma í áliðnaðinum í heimi. Fyrirtæki sem hefur yfir sér fjöldamargar kærur og hefur verið kært víða um heim fyrir að fara ekki að lögum. Ég hefði nú bara afþakkað að taka þátt í Kryddsíldinni ef ég hefði verið í hans sporum. 

En satt best að segja þá skiptir þetta allt svo sem engu máli - á þessu ári verður allt gleymt - við fáum bara kosningar eftir þeirra forskrift ef það passar þeirra stefnu - aka samfylkingarinnar. 

Icelandic government - pimps of natureEf við fáum ekki kosningar þá fer fólk bara að fjargviðrast yfir einhverri heimatilbúinni gúrku um dauð bjarndýr eða hvort að hugsanlega mögulega það sé ekki bara gott að hafa svona fólk eins og Jón Ásgeir og Björgúlf Thor til að hjálpa okkur aftur á flot. Kannski ættum við að taka þetta alla leið og fá þá bara til að reka landið eins og fyrirtækin sín. Kannski er það einmitt þannig nú þegar....

Bestu kveðjur frá Stóru-Sikiley þar sem ekkert er kallað sínum réttu nöfnum. 


mbl.is 96 rúður brotnar í skólanum
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Fyrri síða | Næsta síða »

Höfundur

Birgitta Jónsdóttir
Birgitta Jónsdóttir

Ég vil gjarnan láta eitthvað gott af mér leiða í samfélagi manna. Ég mun einbeita mér að því að því að búa til vettvang fyrir þjóðina að vinna að þeim lýðræðisumbótum sem hún krefst og vill leggja sína krafta í. Ég starfa sem þingmaður og þingflokksformaður fyrir Hreyfinguna - fyrir fólkið í landinu. Ég er formaður vina Tíbets.

Ég vil hafa athugasemdakerfið opið - bið fólk samt um að tjá sig eins og það myndi gera ef við stæðum augnlitis til augnlitis. Ég mun því miður ekki alltaf hafa tíma til að svara kommentum eða tölvupósti en ég reyni að lesa allt með opnum huga. Vil gjarnan nota þetta sem vettvang fyrir fólk að koma með hugmyndir um hvað mætti betur fara í samfélginu okkar.

Ég aðhyllist engin sérstök trúarbrögð, ég tilheyri engu sérstöku flokkakerfi, ég tilheyri engu sérstöku nema þessu stórmerkilega mannkyni og þessari yndislegu jörð. Ég er þakklát fyrir að lifa á sögulegum tímum þar sem allt getur gerst. 

Netfang: birgitta@this.is

Bækur

Bækurnar mínar

  • Bók: Tuttugasta öldin og lærdómar hennar
    Mikhail Gorbatsjov og Daisaku Ikeda : Tuttugasta öldin og lærdómar hennar (ISBN: 9979-772-77-8 )
    Þýddi þessa ásamt Jóni Karli Stefánssyni
  • Bók: Lífsreglurnar fjórar - the Four Agreements
    don Miguel Ruiz: Lífsreglurnar fjórar - the Four Agreements (ISBN: 9979768835)
    Lífsreglurnar fjórar er ævaforn indjánaspeki sem hefur farið sigurför um heiminn. Bókin er byggð á fornri visku Tolteka-indjána og útskýrir sannindi sem er að finna í helgum dulspekihefðum víðsvegar um heim. Lesanda eru kynntar fjórar einfaldar en magnaðar lífsreglur sem vísa leiðina að frelsi og sjálfstæði einstaklingsins. Höfundurinn, don Miguel Ruiz, er af ætt græðara og seiðmanna sem hafa iðkað Toltekafræðin frá aldaöðli. Hann er heimsþekktur fyrir bækur sínar og fyrirlestra.
  • Bók: Dagbók kameljónsins
    Birgitta Jónsdóttir: Dagbók kameljónsins (ISBN: 9979973307)
    Dagbók kameljónsins er þroskasaga stúlku sem hefur þurft að berjast við að sogast ekki inn í geðveiki ættmenna sinna, en sjálfsvíg þeirrar manneskju sem hún leit á sem klettinn í lífi sínu verður til þess að hún gerir sér ljóst hve dýrmætt lífið er. Með því að þvinga sig til að muna fortíðina skapar hún möguleika á að eiga sér einhverja framtíð. Alkóhólismi móður hennar vegur jafnframt þungt í þessu verki og hefur afgerandi áhrif á sjálfmeðvitund söguhetjunnar sem á endanum öðlast þroska til að sjá manneskjuna handan sjúkdómsins sem brýst oft út í mikilli sjálfhverfu þess sem er haldin honum og skilur aðra fjölskyldumeðlimi eftir með því sem næst ósýnilegan geðrænan sjúkdóm sem jafnan er kenndur við meðvirkni. En þetta er engin venjuleg bók, hún er brimfull af von og lausnum, ævintýrum og einlægni og fellur aldrei inn í pytt sjálfsvorunnar. Bókin er tilraun til að brúa bilið á milli þess myndræna sem oft fyrirfinnst í dagbókum, en formið bíður upp á vægðarlausan heiðarleika og gefur lesandanum tækifæri á að nota sitt eigið hugarflug.

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (22.11.): 4
  • Sl. sólarhring: 4
  • Sl. viku: 16
  • Frá upphafi: 509135

Annað

  • Innlit í dag: 2
  • Innlit sl. viku: 9
  • Gestir í dag: 2
  • IP-tölur í dag: 2

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Nýjustu myndir

  • ...011-02-25_l
  • ...unknown
  • ...581_1050977
  • ...x-_28-of-81
  • ...490581
Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband