Leita í fréttum mbl.is

Myndir og fréttaskýringar blaðamanna á Gaza

29786.jpgÉg hef fundið nákvæmar fréttir af ástandinu af fréttafólki frá Al Jazeera en þau fara huldu höfði og leggja líf sitt í hættu til að flytja fréttir af því sem raunverulega er að gerast þarna.

Það er líka hægt að sjá sögur af venjulegum fjölskyldum sem lifir við þessa miklu vá - í húsum sínum án rafmagns og á því erfitt með að vita hvað er að gerast fyrir utan - veit ekki hvort að þeirra hverfi verði næst fyrir árásum, á Youtube

Fékk líka senda slóð á vef sem haldið er úti af palestínskum mæðrum. Þar eru myndir frá átakasvæðinu - vara við þeim - en þær sýna auðvitað veruleika þeirra sem búa á svæðinu.

 

 
Úff var að horfa á þetta myndskeið þar sem börnin fengu skjól í þessum skóla S.Þ. og fletti svo á visir.is og sá þá þessa nýju frétt: "Í það minnsta fjörtíu eru látnir og tugir sárir eftir að ísraelskar skriðdrekasveitir réðust á skóla á Gaza. Sameinuðu þjóðirnar reka skólann, og hafði fólk leitað skjóls þar fyrir bardögunum.

Tvær skriðdrekasprengjur sprungu fyrir utan skólahúsið og dreifðu sprengjubrotum á fólk innan og utan skólans. Læknar á Gaza ströndinni segja alla hina látnu hafa verið almenna borgara sem hafi verið að flýja bardaga milli Ísraels manna og vígamanna Hamas samtakanna.

Læknar á Gaza segja að tæplega sex hundruð Palestínumenn hafi fallið frá því Ísrael hóf hernaðaraðgerðir sínar gegn Hamas samtökunum."

mbl.is Báðust afsökunar á myndskeiði frá Gaza
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Ævar Rafn Kjartansson

Ísraelar passa sig á að hleypa engum blaðamönnum inn á svæðið og allar fréttir þaðan eru þeirra fréttir rétt eins og Bandaríkjamenn gerðu í Íraksstríðinu. Hef verið að viða að mér efni um þetta í grein og það er svo margt ótrúlegt sem ég er búinn að finna eins og td. að Bandarískir dómstólar hafa bannað málaferli þar sem ísraelar keyrðu jarðýtu yfir bandaríska stelpu sem var að mótmæla niðurrifi á palestínskum húsum, breskan blaðamann sem var skotinn  af færi í höfuðið þrátt fyrir að vera vel merktur ofl. Óhugnaðurinn er yfirgengilegur og því miður virðast allir vestrænir fjölmiðlar horfa í hina áttina.

Ævar Rafn Kjartansson, 6.1.2009 kl. 16:09

2 Smámynd: Birgitta Jónsdóttir

Mig setti hljóða - vitandi að þetta fólk sem talað var við fyrr í dag og sést á þessu myndbandi var sprengt í tætlur stuttu seinna í dag. Öll þessi börn og konur eru sennilega í blóðbaði núna.

Birgitta Jónsdóttir, 6.1.2009 kl. 18:13

3 Smámynd: Vilhjálmur Örn Vilhjálmsson

Birgitta, hvarflar ekki að þér að fleiri af þeim myndum sem við fáum frá "Gaza" geti verið sama marki brenndar, og jafnvel enn umdeildari, en þær sem frönsk sjónvarpsstöð reyndi að pretta áhorfendur sínar með. Ertu búin að gleyma hvað gerðist í síðasta stríði Hizbollah við Ísrael? Eða vilt þú ekki  heyra, sjá og vita.

Vilhjálmur Örn Vilhjálmsson, 6.1.2009 kl. 18:44

4 Smámynd: Birgitta Jónsdóttir

Hvaða endalausu dylgjur eru þetta í þér Vilhjálmur - alltaf að reyna að snappa fæting - þú ættir frekar að biðja fyrir þeim sem hafa fallið í dag.

Birgitta Jónsdóttir, 6.1.2009 kl. 19:07

5 Smámynd: Ómar Bjarki Kristjánsson

Já, alvöru fréttamennska hjá aljazeera.  Það er nefnilega málið.  Bandarísku stöðvarnar tipla á tánum í kringum israela.    BBC að sumu leiti skárra.

Eins og greinin í Huffington Post sagði, án aljazeera vantaði stærsta hlua sögunnar í umfjöllun fjölmiðla.

Þetta er nefnilega dáldið breyting.  Áður gátu israel og US bara stjórnað því hvaða mynd almenningur á vesturlöndum fékk af glæpaverkum israela.  Nú geta þeir það ekki.

Nú getur almenningur (ef hann vill) nálgast ískaldan raunveruleikann.

Annars sko, þá þyrfti maður ekkert að vera hissa á því sem fyrirber (þó það sé auðvitað sjokkerandi að sjá það)  Segir sig sjálft þegar F16 skjótandi fullkonum flugskeitum þangað sem þeim dettur í hug, apache þyrlur dritnadi morðtólum, skriðdrekar skóta á allt sem hreifist og ekki hreifist o.s.frv.  inní og yfir afar þéttbýlu svæði - Afleiðingin hlýtur að vera Helvti á Jörðu. 

Staðreyndin er sú að þetta er svo mikill barbarismi að engi orð ná yfir það.  Stjórnvöld í israel eru augljóslega 1. Vitfirrt eða 2. Fasískir barbarar. 3. Sambland af 1 og 2 

Nú á að tala við norskan lækni á ruv eftir.  Segir að þetta sé eins og í Helvíti.

Ómar Bjarki Kristjánsson, 6.1.2009 kl. 19:13

6 Smámynd: Vilhjálmur Örn Vilhjálmsson

Nei Árni, lestu þetta: http://postdoc.blog.is/blog/postdoc/entry/763911/

Ætlar þú að koma með lista yfir börnin sem myrt hafa verið á Gaza og virða minningu þeirra... jafnvel líka af þeim sem voru á gömlu fréttunum á frönsku sjónvarpstöðinni.

Vilhjálmur Örn Vilhjálmsson, 6.1.2009 kl. 20:52

7 Smámynd: Björgvin R. Leifsson

Kíkti á bloggfærsluna hjá þér Vilhjálmur. Ég sé engan mun á því að myrða ísraelsk eða palestínsk börn. Sérð ÞÚ einhvern mun?

Björgvin R. Leifsson, 6.1.2009 kl. 21:04

8 Smámynd: Máni Ragnar Svansson

Vilhjálmur !  Hvað sagðirðu við mömmu þína fyrir jólin ?  Mamma ég vil fá hjálm í jólagjöf.  Ég........vil hjálm.....vil-hjálm.  Vilhjálmur þú færð ekki enn einn hjálm þessi jól, sagði þá mútta gamla.  Nú er kreppa og þú átt nóg af hjálmum Vilhjálmur Örn og ef þú hættir ekki þessu relli þá færðu bara flugmiða í Jólagjöf til Palestínu og það verður sko bara aðra leiðina skaltu vita og þar er ekki nóg bara að vera með hjálm ofverndaða erkisens smábarnið þitt bætti mamman við, nei þar springur maður í tætlur þó maður sé með hjálm, en farðu nú út í búð fyrir mig á þríhjólinu og keyptu snúð og mundu að vera með hjálm.  Jááááá.....mamma

Máni Ragnar Svansson, 6.1.2009 kl. 21:32

9 Smámynd: Ingibjörg SoS

Finnst allt sem kemur frá þessum einstaklingi, Vilhjálmi, sjúklegt og með eindæmum ósympatiskt. Hef mínar hugmyndir um hver orsökin er. Eitt er á hreinu. Hann er ekki með athugasemdum sínum að taka þátt í samræðum. Ekki að upplýsast eða fræðast. Ekki að skiptast á skoðunum. Hann er að nota bloggsíður einstaklinga til að ausa úr sér miklum óhreinindum, svo ég taki vægt til orða. Viljum við að einstaklingar helli úr daunillri ruslafötu sinni yfir okkur! Ætlum við að láta það viðgangast! Hver væru eðlilegustu viðbrögð við slíku?

Ingibjörg SoS, 7.1.2009 kl. 00:40

10 Smámynd: Ingibjörg SoS

Hef skoðað allt myndefni sem þú hefur sett hér inn á færslurnar þínar, Birgitta. Þær eru eitthvað það skelfilegasta af öllu skelfilegu sem ég hef séð. Öll mannvonska í heiminum í aldir alda, hverjir sem eiga í hlut. Ekkert fær fær réttlætt. Ekkert fær afsakað.

HVAÐ GET ÉG GERT! jÚ, ÉG GET MARGT GERT. - KEMUR Í LJÓS

Ingibjörg SoS, 7.1.2009 kl. 03:34

11 Smámynd: Birgitta Jónsdóttir

Bíð spennt eftir að sjá Ingibjörg:)

Ef Vilhjálmur þessi heldur áfram að haga sér eins og tröll þá verður hann bara að sætta sig við það að ég loki á komment frá honum. Hef ítrekað beðið hann um að hætta og hann virðir það ekki. Ekki er ég að troða mér inn á bloggið hans með svívirðingum og dónaskap eins og hann gerir hér og um moggabloggheima alla.

Þakka ykkur annars fyrir að skrifa - ég fékk bréf frá einum vini mínum sem býr á Gaza og er vinnur að mannréttindamálum - ég óttast að hætta að fá bréf frá honum - enginn er óhultur sem býr á Gaza.

Ég vildi að ég gæti gert eitthvað meira - kannski ætti maður að skipuleggja mótmæli fyrir utan bandaríska sendiráðið - þeir bera jú mikla ábyrgð á þessari stöðu mála á Gaza.

Segir maður í Gaza eða á Gaza?

Birgitta Jónsdóttir, 7.1.2009 kl. 09:28

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Birgitta Jónsdóttir
Birgitta Jónsdóttir

Ég vil gjarnan láta eitthvað gott af mér leiða í samfélagi manna. Ég mun einbeita mér að því að því að búa til vettvang fyrir þjóðina að vinna að þeim lýðræðisumbótum sem hún krefst og vill leggja sína krafta í. Ég starfa sem þingmaður og þingflokksformaður fyrir Hreyfinguna - fyrir fólkið í landinu. Ég er formaður vina Tíbets.

Ég vil hafa athugasemdakerfið opið - bið fólk samt um að tjá sig eins og það myndi gera ef við stæðum augnlitis til augnlitis. Ég mun því miður ekki alltaf hafa tíma til að svara kommentum eða tölvupósti en ég reyni að lesa allt með opnum huga. Vil gjarnan nota þetta sem vettvang fyrir fólk að koma með hugmyndir um hvað mætti betur fara í samfélginu okkar.

Ég aðhyllist engin sérstök trúarbrögð, ég tilheyri engu sérstöku flokkakerfi, ég tilheyri engu sérstöku nema þessu stórmerkilega mannkyni og þessari yndislegu jörð. Ég er þakklát fyrir að lifa á sögulegum tímum þar sem allt getur gerst. 

Netfang: birgitta@this.is

Bækur

Bækurnar mínar

  • Bók: Tuttugasta öldin og lærdómar hennar
    Mikhail Gorbatsjov og Daisaku Ikeda : Tuttugasta öldin og lærdómar hennar (ISBN: 9979-772-77-8 )
    Þýddi þessa ásamt Jóni Karli Stefánssyni
  • Bók: Lífsreglurnar fjórar - the Four Agreements
    don Miguel Ruiz: Lífsreglurnar fjórar - the Four Agreements (ISBN: 9979768835)
    Lífsreglurnar fjórar er ævaforn indjánaspeki sem hefur farið sigurför um heiminn. Bókin er byggð á fornri visku Tolteka-indjána og útskýrir sannindi sem er að finna í helgum dulspekihefðum víðsvegar um heim. Lesanda eru kynntar fjórar einfaldar en magnaðar lífsreglur sem vísa leiðina að frelsi og sjálfstæði einstaklingsins. Höfundurinn, don Miguel Ruiz, er af ætt græðara og seiðmanna sem hafa iðkað Toltekafræðin frá aldaöðli. Hann er heimsþekktur fyrir bækur sínar og fyrirlestra.
  • Bók: Dagbók kameljónsins
    Birgitta Jónsdóttir: Dagbók kameljónsins (ISBN: 9979973307)
    Dagbók kameljónsins er þroskasaga stúlku sem hefur þurft að berjast við að sogast ekki inn í geðveiki ættmenna sinna, en sjálfsvíg þeirrar manneskju sem hún leit á sem klettinn í lífi sínu verður til þess að hún gerir sér ljóst hve dýrmætt lífið er. Með því að þvinga sig til að muna fortíðina skapar hún möguleika á að eiga sér einhverja framtíð. Alkóhólismi móður hennar vegur jafnframt þungt í þessu verki og hefur afgerandi áhrif á sjálfmeðvitund söguhetjunnar sem á endanum öðlast þroska til að sjá manneskjuna handan sjúkdómsins sem brýst oft út í mikilli sjálfhverfu þess sem er haldin honum og skilur aðra fjölskyldumeðlimi eftir með því sem næst ósýnilegan geðrænan sjúkdóm sem jafnan er kenndur við meðvirkni. En þetta er engin venjuleg bók, hún er brimfull af von og lausnum, ævintýrum og einlægni og fellur aldrei inn í pytt sjálfsvorunnar. Bókin er tilraun til að brúa bilið á milli þess myndræna sem oft fyrirfinnst í dagbókum, en formið bíður upp á vægðarlausan heiðarleika og gefur lesandanum tækifæri á að nota sitt eigið hugarflug.

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (18.5.): 0
  • Sl. sólarhring: 7
  • Sl. viku: 19
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 19
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Nýjustu myndir

  • ...011-02-25_l
  • ...unknown
  • ...581_1050977
  • ...x-_28-of-81
  • ...490581
Maí 2024
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband