Færsluflokkur: Bloggar
28.11.2008 | 07:05
Sameinuð stöndum við - sundruð föllum við
Það virðast enn vera til manneskjur hér á landi sem sætta sig við það hvernig á málum er haldið í stjórnsýslunni - þetta fólk fer stórum í bloggfærslum og kommentakerfum. Það vinnur markvisst að því að reyna að sundra þeirri samstöðu sem í landinu ríkir um að ástandið sé með öllu ólíðandi. Það sem ég held að fari mest fyrir brjóstið á fólki er sú staðreynd að enginn hefur verið látinn sæta ábyrgð á fallinu og sú staðreynd að bankatopparnir eru enn við völd í bönkunum, þó þeir hafi snyrtilega verið færðir til eins og í refaskák.
Það var því sérstakt fagnaðarefni þegar allir hinir ólíku hópar sem hafa staðið fyrir einhverri andspyrnu við ríkjandi ástand ákváðu að standa saman um eina aðgerð. Þjóðfundurinn 1. desember sýnir að ólíkir hópar geta unnið saman að einu markmiði þó þeir komi frá eins ólíkum áttum og þeir sem kvitta fyrir samstöðuna. (sjá færsluna hér á undan)
Við verðum að standa saman á þessum erfiðu tímum - ef myndlíking ráðherra er rétt að við séum í fárviðri eða hamförum er þá ekki eðlilegt að fólk standi saman? Hamfarir snerta alla - við erum ef til vill að upplifa einhverjar þær mestu hamfarir af manna völdum sem þjóðin hefur nokkru sinni staðið frammi fyrir. Því er brýnt að við stöndum saman. Þjóðfundurinn snýst um þær eðlilegu kröfur að einhver verði að sæta ábyrgð en hann snýst fyrst og fremst um samstöðu.
Fullveldi okkar verður 90 ára 1. desember næstkomandi - því miður þá er ekki mikill fögnuður í brjóstum okkar - miklu frekar uggur um þá tíma sem eru á næsta leiti. Látum það ekki eftir okkur að draga fólk í dilka vegna ólíkra skoðana - látum það miklu frekar eftir okkur að finna þá fleti sem við getum verið sammála um. Við getum verið sammála um að samstaða okkar skiptir máli.
Við erum komin nóg af spillingu og valdaklíkum - ekki satt. Við getum allavega verið sammála um það?
Ég hvet ykkur elsku þjóðin mín að hætta að einblína á smáatriðin sem sundra okkur - reynið frekar að finna það sem sameinar okkur. Við almenningur erum öll á sama báti - það erum við sem þurfum að bera byrðarnar sem settar eru á okkur að okkur forspurðum.
Ég er venjuleg manneskja - mér var ekki gefið andóf við spillingu eða mannréttindabrot í vöggugjöf. Við skiptum öll jafn miklu máli - það á ekki að vera til einhver stétt fólks sem lítur svo á að það eigi meiri rétt á að geta brauðfætt börnin sín og veitt þeim húsaskjól.
Nelson Mandela sagði: When those in power deny you of freedom, the only path to freedom is power. Gleymum ekki að valdið er fólksins ekki öfugt.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (10)
26.11.2008 | 07:57
Hvað er að vera pólitískur hælisleitandi
Það hefur vantað mikið upp á að fólk sem tjáir sig hér á moggablogginu sé almennt meðvitað um hvað það er að vera pólitískur flóttamaður. Ég skal útskýra það í fáum orðum: viðkomandi hefur flúið land því lífi hans er ógnað - hann á ekki afturkvæmt heim til sín - ef hann er sendur til baka þá erum við tæknilega séð með þá vitneskju sem við höfum eða þeir sem um mál hans fjalla að senda hann út í opinn dauðann.
Ég þekki aðeins sögu annars af þessum tveimur sem hafa verið í hungurverkfalli - sá maður er eftirlýstur af fyrrum vinnustað sínum - þeas leynisþjónustunni í Íran. Ef fólk veit ekki hvað það þýðir þá er hægt að útskýra það með einu orði: dauðadæmdur. Ég hef aðeins kynnt mér meðferð á pólitískum föngum í Íran og það er ástæða fyrir því að blessaður maðurinn vill frekar deyja í rúmi sínu á hælinu Fit en að þurfa að sæta þær pyntingar sem þar fara fram áður en þeir drepa fangann.
Að vera pólískur hælisleitandi hérlendis er auðvitað vonlaus staða því við höfum ekki séð sóma okkar í því að veita fólki sem bankar á hurðina okkar í dauðans angist tækifæri á að lifa - nei frekar sendum við það með tímasprengju um sig miðja út í opinn dauðann. En hér er ekki fylgst með þeim sem við sendum til baka enda ekki hægt - en mikið væri áhugavert að vita hve margir þeirra sem við sendum til baka séu enn á lífi.
Auðvitað eru mál sérhvers hælisleitanda einstök og svartir sauðir þar á meðal sem og annarsstaðar - en höfum við virkilega efni á að setja út á aðrar þjóðir? Erum við ekki aðhlátursefni út um víða veröld og viljum við að þegar við biðjum um hæli sem efnahagsflóttamenn að við okkur verði komið fram eins og þá sem sækja hér um hæli því lífi þeirra er ógnað?
Ég frábið mér komment frá fólki sem lítur á okkur æðri öðru fólki í heiminum. En ég kalla eftir aðgerðum - hér er enn enginn að deyja út af efnahagsástandinu - en þessir menn eru að deyja - horfum ekki upp á það þegjandi og hljóðalaust - svona mál leysa sig ekki að sjálfu sér.
Ég ætla að gera eitthvað - fyrsta skrefið var að skrifa þennan litla pistil - næsta er að fara og hitta þá og þar næsta að óska eftir aðstoð ykkar - okkur tókst að knýja það í gegn að Paul Ramses fékk í það minnsta tækifæri á að sameinast fjölskyldu sinni hér og að um hans mál yrði fjallað.
Að vera pólitískur flóttamaður á Íslandi þýðir: bið oft til margra ára eftir að málið sé afgreitt - málið afgreitt og viðkomandi er sendur aftur heim - eða annað til að bíða áfram í fangelsum sem kölluð búðir... Annar þessara manna hefur verið hér í 4 ár og ekki fengið leyfi til að vinna - hann er því búinn í 4 ár að bíða í óvissu og ótta - ekki ósvipað og við sem þjóð erum að upplifa núna: vitum að framtíðin verður kröpp en ekki hvernig - vitum ekki hvort að við missum allt eða ekkert - en munurinn á honum og okkur er að hann bíður þess að fá svar við hvort að hann fái að lifa eða deyja.
Enn í hungurverkfalli | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
22.11.2008 | 19:39
Ég var gösuð
Ég fór eins og fjöldi annarra upp að lögreglustöð til að mótmæla handtöku Hauks. Það var mikil reiði í fólki enda vissu allir að aðgerðin sem slík væri næsta gagnslaus þegar kæmi að því að fá pólitískan fanga lausan. Því það má ekki gleymast í öllum fordæmingunum sem ég hef séð hér að Haukur hafði ekkert annað brotið af sér en að stunda borgaraleg mótmæli gegn Kárahnjúkavirkjun. Handtaka hans var bara til að kveikja eld í báli reiðinnar sem þegar er til staðar í samfélaginu.
Vil taka það skírt fram að Hörður Torfason hafði ekkert með þessi mótmæli að gera og fáránlegt að vera að kenna honum um að tilkynna að fyrirhugað væri að mótmæla þarna eftir hin. Hann tilkynnti fullt af öðrum mótmælum á fundinum sem fyrirhuguð eru.
Hópur fólks ætlaði að þrýsta sér inn á lögreglustöðina og fá að tala við einhvern og reyna að frelsa Hauk. Við vorum alveg pökkuð í litla anddyrinu og það var ekki möguleiki á að komast út. Skyndilega var komið með stóra spýtu og átti að nota hana til að brjóta leið inn - þegar ég sá það - ætlaði ég að forða mér sem og aðrir í kringum mig en það var ekki hægt að komast út vegna mannfjölda. Þá tók löggan upp á því að piparúða okkur fyrirvaralaust í þessu litla rými - þannig að fólk fékk þetta nánast beint í augun og þetta var eins og þeir væru með vatnsbyssur - þvílíkur var krafturinn í þessu.
Ég var svo heppin að það voru nokkrir stæðilegir karlmenn fyrir framan mig og ég náði að beygja mig niður þegar ég hljóp út - ég fékk þetta samt í andlitið en augun mín sluppu nánast. En mikið rosalega er þetta andstyggilegt tæki til að dreifa fólki. Það hefði náðst sami árangur með því að notast við vatn. Eða bara hreinlega vara fólk við að þeir væru að fara að úða. Þessi aðgerð lögreglunnar var algerlega tilhæfulaus. Ég aðstoðaði ungan strák við að finna vatn en hann fékk mikinn piparúða í augun og var viðþolslaus af kvöldum.
Hringt var í 911 til að biðja um sjúkrabíl en konunni sem hringdi var tjáð að það kæmi ekki sjúkrabíll því að löggan hafði sagt að þeir hefði bara spúlað vatni á mótmælendur - löngu seinna kom svo loks sjúkrabíll - en maður sá fólk liggja kvalið í götunni - en sem betur fer var þarna fólk með vatn til að hjálpa við að skola úr augum og taka mesta sviðann úr andlitum. En það sem gerist er að þetta fer mjög illa í slímhúð í nefi og munni. Þessu er best líst sem miklum bruna og sviða í húðinni.
Ég er orðin góð núna - fór í sjúkrabílinn þegar ég frétti að hann var kominn og fékk þá til að skola á mér ennið því piparúðinn var farinn að leka í augun á mér út af rigningunni. Ég var bara mjög heppin að fá þetta ekki full on í augun.
Ég skil reiði fólksins mjög vel - ég var alveg logandi reið eftir að vera gösuð án viðvörunar. Ég reyndi að tala við lögguna - spyrja þá hvort að þeir væru ekki að fara eins illa út úr þessu og við. Í löndum þar sem mikil spilling hefur leitt til slíks þjóðargjaldþrots þá eru mörg dæmi þess að lögreglan snúist með mótmælendum. Mér finnst að lögreglan ætti að hugleiða það - að það er verið að troða á þeirra réttindum rétt eins mikið og á okkar. Það er verið að veðsetja þeirra vinnu rétt eins og okkar langt inn í framtíðina fyrir skuldir manna sem brutu á þjóðinni án þess að blikna og eru enn að kasta bolta ábyrgðar sín á milli eins og í einhverjum leik - og boltinn er fjöregg þjóðarinnar.
Ég hrópaði að þeim: skamm: því þeir ráðast á sitt eigið fólk á meðan glæpamennirnir ganga lausir og halda áfram að valda óbætanlegum skaða gagnvart þjóðinni. Af hverju er í lagi að handtaka mótmælenda fyrirvaralaust án þess að fara eftir landslögum við slíka handtöku? Af hverju er í lagi að ljúga aftur og aftur eins og lögreglustjórinn gerði og af hverju ganga fjölmiðlamenn ekki harðar að þessu fólki sem þeir vita að ljúga upp í opið geðið á þeim og alþjóð?
Ég er búin að fá svo mikið upp í kok að ég er tilbúin að segja að ég vil byltingu - ég vil þetta fólk í burt og ef það er ekki tilbúið að fara þá ber okkur að bera það út eins og þeir þúsundir íslendinga sem munu missa heimili sín vegna þess að valdhafar eru vanhæfir til að huga að þjóðarheillum - til þess er þetta fólk bara of tengt inn í valdaklíkur fjárglæframannanna.
Mótmæli við lögreglustöðina | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (60)
22.11.2008 | 11:28
Hvar er þessi frétt?
Ég hef bara ekki séð neina umfjöllun um dæmalausa handtöku á mótmælanda sem fór fram í gærkvöld. Það er aðeins DV og Nei sem fjalla um það. Ekkert á visir.is ekkert á eyjan.is, ruv.is eða mbl.is
Eru þessir fjölmiðlar að bíða eftir tilkynningu frá löggunni sem þeir geta copy peistað inn á miðla sína? Það er reyndar ekki neitt fjallað um þetta í dagbókum sem kenndar eru við lögregluna. Það þykir alltaf svo fréttnæmt að stútar séu teknir.
Ég veit ekki með ykkur, en ég er búin að fá upp í kok af fréttamennsku sem viðgengst hér á landi - kalla eftir minna stýrðum umfjöllunum hjá helstu fréttaveitum landans. Hvet ykkur til að lesa bloggið hennar Evu og svo er afar góð umfjöllun um undarlegar áherslur í meðferð "glæpamanna" hjá Láru Hönnu sem tekst alltaf að setja hlutina í vitrænt samhengi.
Ungi maðurinn sem handtekinn var í gær er sá sem flaggaði Bónusfána á flaggstöng alþingishússins við mikinn fögnuð þeirra þúsunda mótmælenda sem voru á staðnum og annarra sem ekki upplifðu gjörninginn. En ætlun gjörningsins var að sýna fram á hin nánu tengsl ráðherra og þeirra sem eiga allt hérlendis. Miðað við hve seint gengur að klófesta þá er stolið hafa milljörðum frá þjóðinni - þá virðist þessi gjörningur vera algerlega réttlætanlegur en vafalaust hefur hann komið við einhverja dulda kennd í brjóstum ráðamanna og því brýnt að koma stráknum á bak við lás og slá svo hann taki ekki upp á því að mótmæla meira, eins og til dæmis í dag.
Mætti kalla gjörning lögreglu og yfirvalds gerræðislegan? Allir út að mótmæla klukkan 15. Við höfum engu að tapa.
Hætti að greiða af lánum sínum | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (11)
22.11.2008 | 07:49
Hroki Geirs Haard (e)
Óska eftir launalækkun | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Breytt s.d. kl. 07:58 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
21.11.2008 | 14:52
Hlátur á gapastokkum
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (3)
21.11.2008 | 07:23
Allir þræðir liggja til ...
Saga Sterling öll | |
Tenging við þessa frétt hefur verið rofin vegna kvartana. |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (6)
19.11.2008 | 17:38
Fréttaritarinn Björn Bjarna
Rétt skal vera rétt. Eggjum var kastað af einum einstaklingi, það hafði ekkert að gera með skjaldborgarmótmælin á vegum Nýrra tíma. Jón Magnússon sá það sjálfur að þarna var bara einn maður með einn lítinn eggjabakka að fá útrás fyrir reiði sína.
Það er alltaf betra að kanna hvað er að baki slíkum fréttum áður en dregnar eru rangar ályktanir. Ég ætla hvorki að mæla á með eða móti eggjakasti. En vegna þess að ég tók þátt í að koma þessari skjaldborg saman þá finnst mér betra að upplýsa að ekki var kallað eftir eggjakasti né neinu öðru kasti. Þetta voru þögul mótmæli og tilraun til að standa vörð um lýðræðið sem virðist eiginlega vera dautt.
Ég persónulega hefði ekkert á móti því að henda eggjum, steinum, fjöllum í spillingarliðið en eins og kurteis og spéhræddur Íslendingur myndi ég seint láta það eftir mér.
p.s. fyrst að Björn er svona duglegur fréttaritari, þá gæti hann kannski upplýst okkur um af hverju Rússar vilja lána okkur mest, jafnvel meira en allir hinir samanlagt og af hverju hér eru nærri 30 rússneskir auðmenn að skemmta sér og hafa tekið 101 hótelið hans Jóns Ásgeirs á leigu út af fyrir sig?
p.s. p.s. rússneskir sjónvarpsfréttamenn tjáðu mér að enginn af ráðherraliðinu vildi tala við þá. Lýðræðið okkar fannst þeim vera keimlíkt sínum.
Eggjum kastað í ráðherrabifreið Björns Bjarnasonardi | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (21)
19.11.2008 | 07:15
Vanhæft fólk
Sagt er að ríkisstjórnir séu spegill þjóðarsálar. Hvað finnst ykkur, er þetta vanhæfa fólk spegillinn ykkar? Enginn tekur á sig ábyrgð - við eigum að taka alla ábyrgðina segja þau með því að láta blóðmjólka okkur enn frekar.
Róm er að brenna kæra þjóð og það er búið að taka bitið úr sverðum okkar - rétt eins og hjá nývíkingum er berjast af mikilli færni sýndarbardaga. Erum við að gera hið sama, er allt málskrúðið okkar bitlaus sverð. Það er ekkert annað hægt að gera en að brýna sverðin og leggja til atlögu án miskunnar. Sverð okkar eru raddir okkar, sverð okkar eru fjöldi okkar, sverð okkar eru samhæfðar aðgerðir okkar. Það er ekki nóg að brotabrot mæti á laugardögum, það er ekki nóg að blogga, það er ekki nóg að mæta á borgarafundi. Við þurfum að gera eitthvað samhæft og stórt á hverjum degi. Við þurfum að horfast í augu við lygalaupana. Mætum fyrir utan þinghúsið í dag og horfumst í augu við þingheim og krefjumst þess að þau láti hæfara fólki það verk í hendur að reisa landið við.
Í dag fá spilafíklarnir í yfirstjórn landsins milljónir að láni til að spila krónupóker með sem við eigum að borga, hvort heldur að krónan muni sökkva eða fljóta.
Ég bið ykkur kæra fólk sem þykist hafa vald til að stjórna að fara. Þið eruð svo upptekin af því að hvítþvo ykkur að þið eruð ekki stjórntæk.
6 fundir með seðlabankastjórn | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (5)
18.11.2008 | 10:47
Skömm
Það er eina orðið sem ég finn til að lýsa því hvernig mér líður sem Íslending þessa dagana. Kannski finnst þarna líka skömm. Ég skammast mín fyrir að búa í landi þar sem hælisleitendur eru meðhöndlaðir eins og glæpamenn. Ég skammast mín að búa í landi þar sem við hikum ekki við að hlaupast frá okkar eigin manngerðu vandamálum og ætlumst til að önnur lönd taki við okkur sem efnahagslegum flóttamönnum. Höfum við sýnt því erlenda fólki sem hér hefur komið í sömu erindagjörðum virðingu eða mannúð?
Það vita allir svarið við því.
Ég fór og heimsótti hælisleitendur um daginn og ég fór heim með svo mikla hryggð í hjartanu, því vonleysi mannanna þar um að fá réttláta meðferð hér var algert. Margir hafa verið hér árum saman í heljargreipum óvissu um örlög sín. Nú er íslenska þjóðin að upplifa mikla óvissu um örlög sín, því ættum við að geta fundið þann stað í hjarta okkar sem skilgreindur er sem samhygð og við ættum að sýna fólkinu sem hefur búið hér í ótta og smán vinarbragð og krefjast þess að það fái tækifæri á að hefja nýtt líf þar sem það þarf ekki að óttast pyntingar og hryllilegan dauðadaga.
Ég styð þessa friðsamlegu leið Mehdi Kavyan til að fá athygli á þeirri ómennsku sem hann þarf að búa við hér og vildi með sanni að ég gæti gert eitthvað til að hjálpa honum og þessum örfáu manneskjum sem hér hafa sótt um hæli til að fá að vera hluti af samfélaginu okkar. Sendi þessu hugrakka fólki birtu og samkennd. En það er ekki nóg. Hvað get ég gert meira?
Vill frekar deyja en snúa aftur | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (6)
Tenglar
Nýja Ísland
Ég les:
Tíbet
- Fréttir frá Tibet
- Tibet Info Net An Independent Information Service on Contemporary Tibet
- Undercover in Tibet Ný heimildarmynd frá Channel 4 um hvernig ástandið er í raun og veru í Tíbet
- Leaving Fear Behind Viðtöl við Tíbeta í Tíbet stuttu fyrir mótmælin í mars
- Cry of the Snow Lion Margverðlaunuð heimildarmynd um Tíbet
- Yeti - heimildarmynd
- Yogis of Tibet Heimildarmynd um Jógameistara Tíbets sem eru óðum að hverfa
- Students for a Free Tibet
- Dalai Lama
- Tibetan Uprising
- Kerti fyrir Tíbet
- Tibet TV
- Central Tibetan Administration
- Om mani padme hum
Ýmsar slóðir
sem ég man eftir í andartakinu
- The Hunger Site
- THE MEATRIX
- Myspace síðan mín
- Úgáfan Beyond Borders Alþjóðleg útgáfa sem ég stofnaði árið 1999 í netheimum
- Hitt bloggið mitt
- Félagið Ísland-Palestína
- Womb of Creation Vefurinn minn sem ég hef haldið við síðan 1995
- Myspace síðan hennar mömmu
- Saving Iceland
- Be the change:)
- Náttúra vefur með umhverfisvitund
- Nattura info
- Care 2 make a Difference
Bækur
Bækurnar mínar
-
: Tuttugasta öldin og lærdómar hennar (ISBN: 9979-772-77-8 )
Þýddi þessa ásamt Jóni Karli Stefánssyni -
: Lífsreglurnar fjórar - the Four Agreements (ISBN: 9979768835)
Lífsreglurnar fjórar er ævaforn indjánaspeki sem hefur farið sigurför um heiminn. Bókin er byggð á fornri visku Tolteka-indjána og útskýrir sannindi sem er að finna í helgum dulspekihefðum víðsvegar um heim. Lesanda eru kynntar fjórar einfaldar en magnaðar lífsreglur sem vísa leiðina að frelsi og sjálfstæði einstaklingsins. Höfundurinn, don Miguel Ruiz, er af ætt græðara og seiðmanna sem hafa iðkað Toltekafræðin frá aldaöðli. Hann er heimsþekktur fyrir bækur sínar og fyrirlestra. -
: Dagbók kameljónsins (ISBN: 9979973307)
Dagbók kameljónsins er þroskasaga stúlku sem hefur þurft að berjast við að sogast ekki inn í geðveiki ættmenna sinna, en sjálfsvíg þeirrar manneskju sem hún leit á sem klettinn í lífi sínu verður til þess að hún gerir sér ljóst hve dýrmætt lífið er. Með því að þvinga sig til að muna fortíðina skapar hún möguleika á að eiga sér einhverja framtíð. Alkóhólismi móður hennar vegur jafnframt þungt í þessu verki og hefur afgerandi áhrif á sjálfmeðvitund söguhetjunnar sem á endanum öðlast þroska til að sjá manneskjuna handan sjúkdómsins sem brýst oft út í mikilli sjálfhverfu þess sem er haldin honum og skilur aðra fjölskyldumeðlimi eftir með því sem næst ósýnilegan geðrænan sjúkdóm sem jafnan er kenndur við meðvirkni. En þetta er engin venjuleg bók, hún er brimfull af von og lausnum, ævintýrum og einlægni og fellur aldrei inn í pytt sjálfsvorunnar. Bókin er tilraun til að brúa bilið á milli þess myndræna sem oft fyrirfinnst í dagbókum, en formið bíður upp á vægðarlausan heiðarleika og gefur lesandanum tækifæri á að nota sitt eigið hugarflug.
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (23.11.): 0
- Sl. sólarhring: 4
- Sl. viku: 11
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 6
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Tónhlaða
Bloggvinir
- ADHD
- Agný
- Alfreð Símonarson
- Andrea J. Ólafsdóttir
- Alexandra Briem
- Andrés Magnússon
- Anna Ragna Alexandersdóttir
- Anna Ólafsdóttir Björnsson
- Ari Sigurðsson
- Baldvin Björgvinsson
- Baldvin Jónsson
- Baldvin Jónsson
- Bara Steini
- Bergur Sigurðsson
- Bergur Thorberg
- Bergur Þór Ingólfsson
- Bergþóra Árnadóttir - RIP 15.2.48 - 8.3.07
- Binnan
- Birgir Þórarinsson
- Birna Rebekka Björnsdóttir
- Bjargandi Íslandi
- Bjarkey Gunnarsdóttir
- Björgvin R. Leifsson
- SVB
- Brjánn Guðjónsson
- Brosveitan - Pétur Reynisson
- Bryndís Ísfold Hlöðversdóttir
- Brynja skordal
- Brynjar Hólm Bjarnason
- Bókaútgáfan Salka ehf
- Dagrún Steinunn Ólafsdóttir
- Daníel Haukur
- Dorje
- Dísa Dóra
- Egill Bjarnason
- Egill Jóhannsson
- Einar Guðjónsson
- Einar Indriðason
- Einar Vignir Einarsson
- Einar Ólafsson
- Eiríkur Bergmann Einarsson
- Eldur Ísidór
- Elyas
- Elín Sigurðardóttir
- Elísabet Markúsdóttir
- Erna Friðriksdóttir
- Erna Hákonardóttir Pomrenke
- Eva Benjamínsdóttir
- Eydís Hentze Pétursdóttir
- Eyjólfur Kristinn Vilhjálmsson
- FLÓTTAMAÐURINN
- Finnur Bárðarson
- Friðrik Hansen Guðmundsson
- Friðrik Þór Guðmundsson
- Fríða Eyland
- Félag Anti-Rasista
- Félag um stafrænt frelsi á Íslandi
- Gaukur Úlfarsson
- Georg P Sveinbjörnsson
- Gerður Pálma
- Gestur Guðjónsson
- Goggi
- Greta Björg Úlfsdóttir
- Gunnar Pétursson
- Gunnar Rögnvaldsson
- Gunnar Skúli Ármannsson
- Gunnlaugur B Ólafsson
- Gunnlaugur Stefán Gíslason
- Guðjón Baldursson
- Guðjón Bergmann
- Guðjón Heiðar Valgarðsson
- Guðmundur Helgi Helgason
- Guðmundur M Ásgeirsson
- Guðmundur Ragnar Guðmundsson
- Guðmundur Steingrímsson
- Guðmundur Ásgeirsson
- Guðný Lára
- Guðrún S Sigurðardóttir
- Guðsteinn Haukur Barkarson
- Gísli Hjálmar
- Haffi
- Halldór Sigurðsson
- Hannibal Garcia Lorca
- Haukur Már Helgason
- Heidi Strand
- Heilsa 107
- Heiða Þórðar
- Helga Auðunsdóttir
- Kaleb Joshua
- Hildur Helga Sigurðardóttir
- Himmalingur
- Hilmar Gunnlaugsson
- Hjálmtýr V Heiðdal
- Hjörleifur Guttormsson
- Hlekkur
- Hlynur Hallsson
- Hlynur Jón Michelsen
- Hlédís
- Hrafnhildur Ýr Vilbertsdóttir
- Hrannar Baldursson
- Hrólfur Guðmundsson
- Hulla Dan
- Hólmfríður Guðlaug Einarsdóttir
- Hörður B Hjartarson
- Húmoristaflokkurinn
- Ingibjörg Álfrós Björnsdóttir
- Ingibjörg Helga
- Ingibjörg SoS
- Ingibjörg Stefánsdóttir
- Ingigerður Friðgeirsdóttir
- Isis
- Jakob Falur Kristinsson
- Jakob Smári Magnússon
- Jakob Þór Haraldsson
- Jakobína Ingunn Ólafsdóttir
- Jens Guð
- Johann Trast Palmason
- Jóhannes Ragnarsson
- Jón Bjarnason
- Jón Gerald Sullenberger
- Jón Sigurgeirsson
- Jón Svavarsson
- Jón Valur Jensson
- Jón Þór Ólafsson
- DÓNAS
- Katrín Mixa
- Katrín Snæhólm Baldursdóttir
- Ketill Sigurjónsson
- Ketilás
- Kjartan Pétur Sigurðsson
- Konráð Ragnarsson
- Kristbergur O Pétursson
- Kristján B. Jónasson
- Kristján Kristjánsson
- Kristján Logason
- Kristín Dýrfjörð
- Kristín Snorradóttir
- Krummi
- Kári Harðarson
- Landvernd
- Laufey Ólafsdóttir
- Lovísa
- Lára Hanna Einarsdóttir
- Lýður Árnason
- Mafía-- Linda Róberts.
- Margrét Guðjónsdóttir
- Margrét Lóa Jónsdóttir
- Margrét Sigurðardóttir
- Markús frá Djúpalæk
- María Kristjánsdóttir
- María Pétursdóttir
- Methúsalem Þórisson
- Morgunblaðið
- Myndlistarfélagið
- Mál 214
- Máni Ragnar Svansson
- Neo
- Oddi
- Paul Nikolov
- Perla
- Pjetur Hafstein Lárusson
- Pálmi Gunnarsson
- Pálmi Guðmundsson
- Ragnar Þór Ingólfsson
- Rannveig H
- Ransu
- Róbert Björnsson
- Rögnvaldur Hreiðarsson
- Rúnar Sveinbjörnsson
- Rúnar Þór Þórarinsson
- Salvör Kristjana Gissurardóttir
- Samstaða - bandalag grasrótarhópa
- SeeingRed
- Sema Erla Serdar
- Sigga
- Signý
- Sigrún Jónsdóttir
- Sigurgeir Orri Sigurgeirsson
- Sigurgeir Þór Hreggviðsson
- Sigurjón Sigurðsson
- Sigurður Hrellir
- Sigurður Sigurðsson
- Sigurður Þór Guðjónsson
- Skuldlaus
- Snorri Sturluson
- Soffía Valdimarsdóttir
- Stefán Friðrik Stefánsson
- Þorsteinn Briem
- Steinunn Helga Sigurðardóttir
- Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir
- Stríða
- Sveinbjörn Eysteinsson
- Sveinn Hjörtur
- Sveinn Ólafsson
- Sverrir Stormsker
- Swami Karunananda
- Sæmundur Bjarnason
- Sævar Finnbogason
- Sævar Einarsson
- Sæþór Helgi Jensson
- Sóldís Fjóla Karlsdóttir
- Sóley Tómasdóttir
- Sólveig Klara Káradóttir
- TARA
- Tilkynning
- Tinna Jónsdóttir
- Trausti Traustason
- Tryggvi Gunnar Hansen
- Tína
- TómasHa
- Valgeir Skagfjörð
- Valgerður Halldórsdóttir
- Vefritid
- Vilborg Eggertsdóttir
- Vilhelmina af Ugglas
- Vilhjálmur Árnason
- Villi Asgeirsson
- Vinir Tíbets
- Viðar Eggertsson
- Viðar Freyr Guðmundsson
- Vér Morðingjar
- Vésteinn Valgarðsson
- arnar valgeirsson
- fingurbjorg
- hreinsamviska
- leyla
- molta
- oktober
- Einhver Ágúst
- Ágústa Kolbrún Jónsdóttir
- Ár & síð
- Árni Þór Sigurðsson
- Ásgeir Rúnar Helgason
- Ásgerður
- Ásta Hafberg S.
- Ásthildur Cesil Þórðardóttir
- Ævar Rafn Kjartansson
- Íbúasamtökin Betra Breiðholt
- Ólaf de Fleur Jóhannesson
- Ólafur fannberg
- Ólöf de Bont
- Ómar Ragnarsson
- Óskar Arnórsson
- Örlygur Hnefill Örlygsson
- Þorsteinn Mar Gunnlaugsson
- Þröstur Unnar
- Þór Jóhannesson
- Þór Saari
- Þórhildur og Kristín
- Þórður Björn Sigurðsson
- Þórólfur S. Finnsson
- Andrés.si
- Anna Karlsdóttir
- Anna Margrét Bjarnadóttir
- Ari Jósepsson
- Aron Ingi Ólason
- Axel Þór Kolbeinsson
- Barði Bárðarson
- Bergþór Gunnlaugsson
- Billi bilaði
- Bjarki Steingrímsson
- Bjarni Kristjánsson
- Bogi Jónsson
- brahim
- Daði Ingólfsson
- Daníel Sigurður Eðvaldsson
- Dóra litla
- Dúa
- Einar Björn Bjarnason
- Elsabet Sigurðardóttir
- Esther Anna Jóhannsdóttir
- Frosti Sigurjónsson
- Grétar Eiríksson
- Guðbjörg Hrafnsdóttir
- Guðmundur Óli Scheving
- Gunnar Helgi Eysteinsson
- Héðinn Björnsson
- Hreyfingin
- Hulda Haraldsdóttir
- Högni Snær Hauksson
- Ingvi Rúnar Einarsson
- Ísleifur Gíslason
- Jack Daniel's
- Jóhann Ágúst Hansen
- Jóhannes Þór Skúlason
- Jóhann Pétur
- Jóna Kolbrún Garðarsdóttir
- Jónas Bjarnason
- Jón Kristófer Arnarson
- Jón Lárusson
- Karl Gauti Hjaltason
- Lísa Björk Ingólfsdóttir
- Lúðvík Lúðvíksson
- Madhav Davíð Goyal
- Magnús Ragnar (Maggi Raggi).
- Morten Lange
- Óðinn Kári Karlsson
- Ólafur Eiríksson
- Ólafur Ingi Hrólfsson
- Pjetur Stefánsson
- Rafn Gíslason
- Rannsóknarskýrslan
- Rúnar Freyr Þorsteinsson
- Sigurbjörn Svavarsson
- Sigurður Einarsson
- Sigurður Jónsson
- Sigurður Sigurðsson
- Sigurður Þórðarson
- Sigþrúður Þorfinnsdóttir
- Sveinbjörn Ragnar Árnason
- Vaktin
- Vilhjálmur Sveinn Björnsson
- ÞJÓÐARHEIÐUR - SAMTÖK GEGN ICESAVE
- Þorsteinn Helgi Steinarsson
- Þorsteinn Valur Baldvinsson