Leita í fréttum mbl.is

Færsluflokkur: Bloggar

Af tónleikum og lífsins gangi

Spennandi tímar framundan í tengslum við minningartónleikana hennar mömmu. Rás 2 ætlar að taka þá upp. Óli Palli sagði að það hefðu verið svo mikil viðbrögð við þættinum hennar Andreu Jóns um mömmu að við værum með allt of lítinn tónleikastað:) Það yljaði mér um hjartarætur að heyra það. Gott að minning hennar lifi, og allra best ef tónlistin hennar lifi... 

Nú er að koma heildarmynd á tónleikana. Við erum næstum því búin að útdeila lögunum á söngvarana, en eigum enn eftir að skera nokkuð niður af lögum, svo þetta verði nú ekki allt of langir tónleikar. Ég er alveg rosalega spennt að sjá hvernig lögin munu lifna við í flutningi annarra. Mamma var nú alltaf frekar nísk á að láta lögin sín í annarra hendur og raddbönd...

Ekki fékk ég ritlaun til að geta unnið að ævisögu mömmu. Ég verð þá bara að bretta upp ermarnar og vinna að henni þegar borgin sefur. Bókin sú arna er að taka á sig mynd í hugarskoti eftir að hafa verið að þaulskoða myndafjöll, bréf og tala við vini hennar og samferðamenn. Ég get alla vega lofað ykkur því að þetta verður ekki eins og nein ævisögubók sem þið hafið áður lesið. Ætla að reyna að hafa hana í þeim anda sem við mamma höfðum talað um áður en hún dó. Fullt af skemmtilegum sögum, myndum og viðtölum bíða þess að verða dregnar saman í einskonar þrívíða lífsbók:) Hún mun verða jafn ríkulega þrædd myndum og skáldsagan mín og ætla ég að láta myndir og orð tvinnast saman helst á hverri síðu.

Ég ætla núna fram að tónleikum að skella lagi dagsins inn í tónhlöðu Bergþóru sem er að finna á blogginu hennar, ásamt ljóði. Þá mun ég tilgreina hvaða söngvari tekur viðkomandi lag á tónleikunum...  

tónhlöðuna er að finna á bergthora.blog.is 

 


Tryggð

afiogamma

Einu sinni þegar amma var að kvarta yfir því hve afi gat verið erfiður á köflum, spurði ég hana, "af hverju skildir þú ekki bara við hann?" Þá leit hún á mig með furðusvip og sagði, "maður yfirgefur ekki veika vini sína."

Að einhverju leiti finnst mér þetta jaðra við brjálsemi, og samt fannst þér þetta eitthvað svo falleg hugsun og hefur án efa fleytt þeim yfir erfiða hjalla. Hef verið mikið að skoða mátt hugans og hve auðveldlega maður getur fallið í pyttina ef maður heldur sér ekki meðvitaður um hvað hann er mikill bragðarefur: hugurinn.

Ég er mjög hrifin af gömlu fólki. Það mætti auðsýna eldra fólki miklu mun stærri hlutverk og virðingu í samfélagi okkar. Amma hefur alltaf haldið tryggð við afa, þrátt fyrir alla hans bresti og oft á tíðum alveg svakalega undarleg samskipti. Þá var þarna einhver fegurð sem enn er til staðar þó hann sé ekki lengur meðal okkar.

 


Trúnaður

Var að tala við ömmu í gær og við komumst að þeirri niðurstöðu að ef eitthvað virðist hafið algerlega í vaskinn í nútímanum, þá er það trúnaður meðal manna. Þetta er bæði áberandi í samböndum á milli fólks sem virðist gefast upp við fyrsta mótbyr og hið sama má segja á atvinnumarkaði.

Ekkert virðist sjálfsagðara en að slíta samböndum út af hinum smávægilegustu þráhyggjum, þó svo að eftirköstin geti oft verið afar meiðandi í barnafjölskyldum. Oft eru sambandsslit af hinu góða, sér í lagi ef um ofbeldi er að ræða en oft eru ástæðurnar fyrir makaskiptum svo langsóttar og á svo mikilli eigingirni byggðar að meira að segja ég verða hálf kjaftstopp:)

Svo virðist sem nútímamaðurinn sé einskonar rekald sem höndlar afar lítið mótlæti. Flest okkar vandamál hérlendis eru til dæmis svokölluð lúxus vandamál. Við eigum nóg að bíta og brenna og afþreyingin er svo mikil að enginn ætti í raun og veru að þurfa að upplifa þetta tóm sem maður hefur stundum dottið í. En það er sama hve mjög manni langar að flýja sinn innri mann, þá er það hreinlega ekki hægt. Því má segja að fólk noti einmitt streituvalda, sem oft eru tengdir breytingum til að fá um eitthvað annað að hugsa en sjálfan sig. Það er að sumu leiti hið besta mál, en þetta virðist hafa farið út í frekar mikla öfga hér á eyjunni okkar. Breytingar eru oftast af hinu góða og gott verkfæri til að öðlast þroska. En breytingar sem eru eingöngu notaðar sem flóttatæki frá sér sjálfum er innantómar og engum til gagns. 

Heiðarleiki er nátengdur þessu fyrirbæri ístöðuleysis. Orð skulu standa er hugtak sem er algerlega úrelt. Svo í orði sem á borði er að sama skapi búið að glata merkingu sinni. Hef svo oft rekið mig á það að fólk segir eitt og meinar eitthvað allt annað. Svokölluð heiðarleika hentistefna ríkjandi stefna hér, sama hvert maður lítur. Það er í lagi að ljúga smá, stundum!? Hvenær er lygi hvít og hvenær er hún svört. Er ekki lygi alltaf lygi? Það er með ólíkindum hve sannleikurinn er fljótur að snúast í höndunum á fólki og það virðist alveg sama þó fólk sé að tala um ástandið á fjármálamörkuðum eða ástina. 

Ég hef sjálf logið, vegna þess að ég óttast viðbrögð annarra ef ég segi sannleikann, ég hef logið vegna þess að mér finnst vont að viðurkenna að ég hafi gert mistök. En það er ekkert sem réttlætir það. Og mér hefur aldrei liðið vel ef ég hef logið sama hve mikið ég hef reynt að réttlæta það. Lygi og sérhverfa eru einhverjir ömurlegustu mannlegu eiginleikarnir. Að gera slíkt getur kennt manni sitthvað en það þýðir ekki að maður getur ekki orðið fullnuma í því og snúið sér að því að stefna að vægðarlausum heiðarleika. En kannski er heiðarleikinn einmitt eitthvað sem er algerlega afstætt og ekkert okkar hefur sömu mælikvarðana á hvað heiðarleiki er.

Getur maður treyst einhverjum sem ekki treystir sjálfum sér? Getur maður elskað einhvern sem ekki elskar sjálfan sig, án þess að ljúga að sjálfum sér og er maður þá eitthvað skárri?

 


Skemmtilegasta árshátíðin til þessa

Fór á alveg geðveikislega skemmtilega árshátíð í gærkvöldi með Hollywood thema. Ég hló svo mikið að ég er næstum ennþá með hlaupasting. Þetta var árshátíð Alanó og ef eitthvað fólk kann að skemmta sér þá er það fólkið sem var þarna samankomið. 

Maturinn var meiriháttar og ég af öllu fólki dansaði við diskó enda mitt "date" á árshátíðina góðu, að syngja diskóið og er hann svo góður í þeirri iðjan að meira segja ég, forni pönkarinn gat brotið odd af oflæti mínu og sungið hástöfum með og gert heiðarlega tilraun til að skoppa við diskó.

Þrátt fyrir að hafa verið hryggbrotin fyrir réttri viku er ég ákaflega jákvæð og sannfærð um að allt sé eins og það eigi að vera, því alltaf þegar maður horfir á heildarmyndina þá er hún allt öðruvísi en nærmynd nútímans. Lífsins þræðir vefa sig í hin ólíklegustu mynstur og ekkert er sem maður ætlar.

Ég er alltaf að fá efnivið í fleiri bækur. Spurningin er hvenær ég finni tíma til að skrifa þær:)

 

 

 

 


Blessaður karlinn

Þótti nú alltaf svolítið vænt um hann þó ég hefði aldrei hitt hann í persónu. Ég aftur á móti fyrir hönd Hróksins hélt úti undirskrifalista undir yfirskriftinni "Free Bobby" og var vel með á nótunum varðandi allt þetta mál í Japan. Það var farið illa með hann þar og án efa ýtt undir veikindi hans. Gleðilegt að hann fékk að vera hérna hjá okkur smælingjunum undir lokin. Hann átti marga alvöru vini hér.
mbl.is Bobby Fischer látinn
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Lífsins þráður

 

Styrkist strengur

í gagnverki lífsins

 

Vefur hljóm

einum þræði spunninn

sem ofar öllu

er samofinn kennd

sem er í senn

jarðhræring

snjóflygsa

 

Bráðnar inn í mig

hrærir mig til tára

til hláturs

og ég sleppi

öllu sem ég var

til að verða

loks

titrandi strá

á berangri lífsins

í fullkomnu æðruleysi

gagnvart vályndum veðrum

eða blíðum sumarvindum

 

Og þessi þráður

hljómar eins og

hinni hreini tónn

í hamslausu flæði

með hljómagangi lífsins

án mannlegrar hugsunar

án orða

 

Kvika kennda

og heiðskíru


Frumlegasta Nígeríubréfið sem ég hef fengið

Var að fá þetta skemmtilega Nígeríubréf. Hef fengið ansi mörg í gegnum árin vegna þess að tölvupóstfangið mitt er komið til ára sinna. Fékk það árið 1995 og hef haldið því æ síðan. Fæ þar af leiðandi um 500 ruslpósta á dag. Neyðist til að líta snöggt í gegnum síjuna vegna þess að oft slæðast alvöru bréf inn á milli. 

 

From:   reimbursementcommitte@zenithbank.com

Subject: REIMBURSEMENT PROGRAMME IN FAVOUR OF NIGERIAN SCAM VICTIMS?

Date: 16. janúar 2008 18:52:05 GMT+00:00

Reply-To:   un.reimbursementcommitte@live.com

 

THE BENEFICIARY.

SCAM VICTIMS/$150,000 REIMBURSEMENT.

OUR REF: 10667FV

YOUR REF: 06654

 

ATTENTION,

 

                                 SCAM VICTIMS REIMBURSEMENT PROGRAMME BY U.N/EFCC.

 

We write to bring to your notice as a delegate from the Nigerian Government Reimbursement Committe under the strict supervision of the United Nations to

pay 230 Nigerian 419 scam victims the sum of $150,000 USD (One Hundred and Fifty Thounsand Dollars) each. You are however listed as one of the beneficiaries for these payments. You are expected to get back to us for your immediate reimbursement.

 

As a result of this laudable recommedations, you are hereby informed that during the last U.N. meeting held in Abuja, Nigeria, it was alarmed so much by the

rest of the world on the loss of funds by various foreigners to the scam artists operating in syndicates all over the world today. In other to redeem the good image of our country, the newly elected President (President Umaru Yar'Adua) has ordered the immediate payment of $150,000 USD to each of the affected victims in accordance with the U.N recommendations. Due to the corrupt and inefficient Banking Systems in Nigeria, these payments are to be made by ZINETH BANK PLC, Nigeria and CO-OPERATIVE BANK PLC, UK as the corresponding paying bank under the funding assistance of the Central Bank of Nigeria.

 

Presently, 184 Beneficiaries have been paid, more than 50% of the victims are from the United States, while about 40% are from other parts of the world. Your

particulars were among those mentioned by some of the Syndicates that were apprehended in Lagos, Nigeria as one of the victims of the operations, you are

hereby warned not to communicate or duplicate this message to anybody for any reason whatsoever as the U.S. secret service in conjunction with The Economic

and Financial Crimes Commission (EFCC) that are in action to track this criminals down. Once again, you are expected to keep it secret until these criminals are all apprehended. The Economic and Financial Crimes Commission (EFCC) (Motto: No Body is above the Law) have combined effort with the United Nation Anti-crime Commission to alleviate the plight of these victims as well as redeeming the image of our honorable oil rich country.

 

Many Banks, Universal firms, Companies and individuals have been in bankrupcy today due to the activities of these hoodlums. However, a thorough investigation have revealed that these people has vitimized over 500,000 innocent people across the world, after collecting their money falsely, many as a result of this have committed suicide, while others are now living in abject poverty.

 

As regards these ongoing developmental strive, we have over 200 suspects at hand, 135 in kirikri prisons. While many are awaiting trial, we are still in

search of others who think they are wise by looting people via the internet, and hope that you will assist by giving any vital information that could lead to the apprehension of these con artists.

 

You can receive your reimbursement via any of these options you Choose, DRAFT/CHEQUE/ATM PAYMENTS, WESTERN UNION or WIRE TRANSFER. We shall be waiting to hearing from you been certain that your response will be that you are satisfied and willing to claim your $150,000 USD (One Hundred and Fifty Thounsand Dollars) reimbursement funds.

 

Your urgent response toward our email will be highly appreciated by us and beneficial to you.

 

Yours faithfully,

MR ADEBAYOR WILLIAMS.

 

Processing/Transfer Officer,

FRAUD VICTIMS/$150,000 BENEFICIARIES DEPT.

ZINETH INTERNATIONAL BANK PLC.


Eitt ár í lífi Birgittu er eins og sjö ár hjá öðrum

Kápan af bókinni

sagði eitt sinn spök eldri kona við mig. Og það er margt til í þessu. Þegar ég lít yfir eitt ár frá og með nú hefur ótrúlega margt gerst og ég ætti með sanni að vera í viðstöðulausu taugaáfalli. Því lífið svo sannarlega gefur og lífið svo sannarlega tekur. 

Ég nenni ekki að fara í smáatriði yfir þessi áföll á svona opinberum vettvangi en segja má að draumur minn hafi verið byggður á lygum, þá sér í lagi lygum er snúa að mér sjálfri. Ég hef víst erft það frá henni móður minni að vera allt of hrekklaus og trúa öllu sem mér er sagt. Í ofan á lag er ég algerlega vonlaus í því að ljúga. Það sést langar leiðir ef ég reyni að svara beinskeyttri spurningu með hvítri eða svartri lygi.

En alltaf þegar eitthvað tekur enda, þá þýðir það nýtt upphaf. Hver einasta reynsla er tækifæri á að verða fullnuma í sérhverjum kringumstæðum. Ég hef fengið nokkur hressileg áföll á þessu ári í miðjum deadlinum og á einhvern undraverðan máta tekist að halda fókus og sjá mitt í þessum krísum jákvæða pólinn á þeim. Fyrir það er ég þakklát. Segja má að þátttaka mín í samtökum sem eiga sér slagorðið "eymd er valkostur" hafi gefið mér þann styrk að þora að velja eitthvað annað en eymd og sjálfsvorkunn.

Ég er búin að vinna eins og brjáluð manneskja við að setja upp 64 síðna bækling sem fylgja á heildarútgáfu á tónlistinni hennar mömmu. Ég þurfti að fara aftur og aftur í gegnum fjöll af ljósmyndum til að gæða hann myndrænu lífi og það í sjálfu sér var frekar erfitt. Það eru svo margir draugar í þessum myndahrúgum. Frekar óþægilegt að vera alltaf minntur á að maður man ekki einu sinni lengur hvernig röddin þeirra hljómaði eða blik augna þeirra. Þess vegna er ég svo þakklát að eiga tónlistina hennar mömmu og sjónvarpsþættina.

Annars þá er ég mjög stolt af útliti og áferð á heildarútgáfunni. Það var algert kraftaverk að ná að láta þetta allt smella í fyrirfram gefna stærð. Að treysta innsæi er eiginleiki sem ég er þakklát fyrir að kunna að láta mig flæða áfram í lífsins ólgusjó eins og dropi sem ekki er ofaukið og hafa gaman að í leiðinni. Það hefur verið gefandi að vinna með fornvini mömmu, honum Aðalsteini Ásberg. Ég er mjög ánægð með að þetta er gefið undir hans útgáfu, mamma hefði verið mjög ánægð með það. 

Framundan er að vera innan handar við tónleika undirbúning og byrja á að taka viðtöl fyrir æviminningabókina. Þetta ár verður árið sem ég helga ævistarfi mömmu. Hlakka ég bæði til að upplifa það og þegar það tekur enda:)


Því miður var þetta fyrirséð

Og ein meginástæða þess að ég lagði blóð, svita og tár í skipulagningu á aðgerðum til að mótmæla yfirvofandi stríði á sínum tíma. En nú er mál að linni. Við megum ekki undir neinum kringumstæðum sem meðlimir alþjóðasamfélagsins kaupa það, að réttlætanlegt verði að fara í stríð við Íran.

Manni skortir eiginlega orð, en ég veit að við sem þjóð áttum okkar þátt í þessu stríði með því að samþykkja sömu ríkisstjórn til valda stuttu eftir að tveir "flokkshöfðingjar" settu okkur gegn vilja okkar á lista hina viljugu ríkja. Því berum við ábyrgð. Við munum vonandi læra af reynslunni.

Setti þessa færslu óvart undir bergþórublogg, smá morgunsársmisktök... gleymi stundum að skrá mig út af hennar stjórnborði:) hún reyndar var sama sinnis og ég, en kannski óþarfi að ljá látnum orð í munn...
mbl.is 151.000 sagðir hafa fallið í Írak
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Það er mjög öflugt AA starf á Hrauninu sem og í Hegningarhúsinu

Auðvitað er mikil neysla á þessum stofnunum, en aldrei fyrr né síðar hefur verið eins öflugt AA starf inn á þessum stofnunum. Það hefði alveg mátt koma fram í þessari frétt. Það eru fyrst og fremst fangarnir sjálfir sem standa fyrir þessari vakningu í fangelsum landsins og samkvæmt því sem ég kemst næst þá eru starfsmenn himinlifandi vegna þessa, því fólk í bata er bæði heiðarlegra og ábyrgara á sinni hegðan.

Að sjálfsögðu eru ekki allir fangar í prógrammi, en það er samt tækifæri fyrir alla að snúa blaðinu sínu við, og ekki má gleyma því, þó heimur dópista sé harður, þá eru þetta engir aumingjar sem hafa ákveðið að taka á sínum málum. Hægt að sækja sér stuðning þar ef maður er að farast úr hræðslu gagnvart sínum veikleikum og brestum. En ef maður er með svona hugarfar eins og virðist viðloðandi við þá sem teknir eru í viðtöl hjá fjölmiðlum, þ.e.a.s. fórnarlambshugarfarið þá er næsta víst að illa fari.

Hvernig væri nú að fjölmiðlar taki sig saman í andlitinu og hætti að vera að birta endalaus viðtöl við fólk sem hangir inn í þessu hugarástandi, sumir kalla það paranoju á háu stigi sem fólk fær ef það er í mikilli neyslu. Aðrir kalla það einfaldlega sjálfsvorkunn.

Eitt er það sem gjarnan gleymist í þessu öllu er að fangar á Litla-Hrauni hafa að því virðist ótakmarkaðan aðgang að læknadópi sem fangelsislæknirinn skrifar út á þá. Mig minnir að einn af Breiðavíkurmönnunum hafi látið loka sig í einangrunarklefa til að sleppa undan neyslufreistingum. Fannst það bráðsnjallt hjá honum og sýndi mikinn viljastyrk. Þá var líka ekki eins öflugt AA starf í gangi í fangelsinu og fólk þurfti meira og minna að vera eitt í þessu, en það er bara ekki þannig núna.


mbl.is Erfitt að vera edrú á Hrauninu
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Fyrri síða | Næsta síða »

Höfundur

Birgitta Jónsdóttir
Birgitta Jónsdóttir

Ég vil gjarnan láta eitthvað gott af mér leiða í samfélagi manna. Ég mun einbeita mér að því að því að búa til vettvang fyrir þjóðina að vinna að þeim lýðræðisumbótum sem hún krefst og vill leggja sína krafta í. Ég starfa sem þingmaður og þingflokksformaður fyrir Hreyfinguna - fyrir fólkið í landinu. Ég er formaður vina Tíbets.

Ég vil hafa athugasemdakerfið opið - bið fólk samt um að tjá sig eins og það myndi gera ef við stæðum augnlitis til augnlitis. Ég mun því miður ekki alltaf hafa tíma til að svara kommentum eða tölvupósti en ég reyni að lesa allt með opnum huga. Vil gjarnan nota þetta sem vettvang fyrir fólk að koma með hugmyndir um hvað mætti betur fara í samfélginu okkar.

Ég aðhyllist engin sérstök trúarbrögð, ég tilheyri engu sérstöku flokkakerfi, ég tilheyri engu sérstöku nema þessu stórmerkilega mannkyni og þessari yndislegu jörð. Ég er þakklát fyrir að lifa á sögulegum tímum þar sem allt getur gerst. 

Netfang: birgitta@this.is

Bækur

Bækurnar mínar

  • Bók: Tuttugasta öldin og lærdómar hennar
    Mikhail Gorbatsjov og Daisaku Ikeda : Tuttugasta öldin og lærdómar hennar (ISBN: 9979-772-77-8 )
    Þýddi þessa ásamt Jóni Karli Stefánssyni
  • Bók: Lífsreglurnar fjórar - the Four Agreements
    don Miguel Ruiz: Lífsreglurnar fjórar - the Four Agreements (ISBN: 9979768835)
    Lífsreglurnar fjórar er ævaforn indjánaspeki sem hefur farið sigurför um heiminn. Bókin er byggð á fornri visku Tolteka-indjána og útskýrir sannindi sem er að finna í helgum dulspekihefðum víðsvegar um heim. Lesanda eru kynntar fjórar einfaldar en magnaðar lífsreglur sem vísa leiðina að frelsi og sjálfstæði einstaklingsins. Höfundurinn, don Miguel Ruiz, er af ætt græðara og seiðmanna sem hafa iðkað Toltekafræðin frá aldaöðli. Hann er heimsþekktur fyrir bækur sínar og fyrirlestra.
  • Bók: Dagbók kameljónsins
    Birgitta Jónsdóttir: Dagbók kameljónsins (ISBN: 9979973307)
    Dagbók kameljónsins er þroskasaga stúlku sem hefur þurft að berjast við að sogast ekki inn í geðveiki ættmenna sinna, en sjálfsvíg þeirrar manneskju sem hún leit á sem klettinn í lífi sínu verður til þess að hún gerir sér ljóst hve dýrmætt lífið er. Með því að þvinga sig til að muna fortíðina skapar hún möguleika á að eiga sér einhverja framtíð. Alkóhólismi móður hennar vegur jafnframt þungt í þessu verki og hefur afgerandi áhrif á sjálfmeðvitund söguhetjunnar sem á endanum öðlast þroska til að sjá manneskjuna handan sjúkdómsins sem brýst oft út í mikilli sjálfhverfu þess sem er haldin honum og skilur aðra fjölskyldumeðlimi eftir með því sem næst ósýnilegan geðrænan sjúkdóm sem jafnan er kenndur við meðvirkni. En þetta er engin venjuleg bók, hún er brimfull af von og lausnum, ævintýrum og einlægni og fellur aldrei inn í pytt sjálfsvorunnar. Bókin er tilraun til að brúa bilið á milli þess myndræna sem oft fyrirfinnst í dagbókum, en formið bíður upp á vægðarlausan heiðarleika og gefur lesandanum tækifæri á að nota sitt eigið hugarflug.

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (24.11.): 0
  • Sl. sólarhring: 5
  • Sl. viku: 15
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 8
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Nýjustu myndir

  • ...011-02-25_l
  • ...unknown
  • ...581_1050977
  • ...x-_28-of-81
  • ...490581
Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband