Leita í fréttum mbl.is

Eitt ár í lífi Birgittu er eins og sjö ár hjá öðrum

Kápan af bókinni

sagði eitt sinn spök eldri kona við mig. Og það er margt til í þessu. Þegar ég lít yfir eitt ár frá og með nú hefur ótrúlega margt gerst og ég ætti með sanni að vera í viðstöðulausu taugaáfalli. Því lífið svo sannarlega gefur og lífið svo sannarlega tekur. 

Ég nenni ekki að fara í smáatriði yfir þessi áföll á svona opinberum vettvangi en segja má að draumur minn hafi verið byggður á lygum, þá sér í lagi lygum er snúa að mér sjálfri. Ég hef víst erft það frá henni móður minni að vera allt of hrekklaus og trúa öllu sem mér er sagt. Í ofan á lag er ég algerlega vonlaus í því að ljúga. Það sést langar leiðir ef ég reyni að svara beinskeyttri spurningu með hvítri eða svartri lygi.

En alltaf þegar eitthvað tekur enda, þá þýðir það nýtt upphaf. Hver einasta reynsla er tækifæri á að verða fullnuma í sérhverjum kringumstæðum. Ég hef fengið nokkur hressileg áföll á þessu ári í miðjum deadlinum og á einhvern undraverðan máta tekist að halda fókus og sjá mitt í þessum krísum jákvæða pólinn á þeim. Fyrir það er ég þakklát. Segja má að þátttaka mín í samtökum sem eiga sér slagorðið "eymd er valkostur" hafi gefið mér þann styrk að þora að velja eitthvað annað en eymd og sjálfsvorkunn.

Ég er búin að vinna eins og brjáluð manneskja við að setja upp 64 síðna bækling sem fylgja á heildarútgáfu á tónlistinni hennar mömmu. Ég þurfti að fara aftur og aftur í gegnum fjöll af ljósmyndum til að gæða hann myndrænu lífi og það í sjálfu sér var frekar erfitt. Það eru svo margir draugar í þessum myndahrúgum. Frekar óþægilegt að vera alltaf minntur á að maður man ekki einu sinni lengur hvernig röddin þeirra hljómaði eða blik augna þeirra. Þess vegna er ég svo þakklát að eiga tónlistina hennar mömmu og sjónvarpsþættina.

Annars þá er ég mjög stolt af útliti og áferð á heildarútgáfunni. Það var algert kraftaverk að ná að láta þetta allt smella í fyrirfram gefna stærð. Að treysta innsæi er eiginleiki sem ég er þakklát fyrir að kunna að láta mig flæða áfram í lífsins ólgusjó eins og dropi sem ekki er ofaukið og hafa gaman að í leiðinni. Það hefur verið gefandi að vinna með fornvini mömmu, honum Aðalsteini Ásberg. Ég er mjög ánægð með að þetta er gefið undir hans útgáfu, mamma hefði verið mjög ánægð með það. 

Framundan er að vera innan handar við tónleika undirbúning og byrja á að taka viðtöl fyrir æviminningabókina. Þetta ár verður árið sem ég helga ævistarfi mömmu. Hlakka ég bæði til að upplifa það og þegar það tekur enda:)


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Hrafnhildur Ýr Vilbertsdóttir

Úff.... ég hef svo sannarlega farið í gegnum svona öldudali þar sem eitt áfallið tekur við af öðru, en með réttu viðhorfi og Guðs hjálp getur maður orðið betri meiri og sterkari einstaklingur. Gangi þér allt í haginn.

Hrafnhildur Ýr Vilbertsdóttir, 15.1.2008 kl. 19:44

2 Smámynd: Birgitta Jónsdóttir

Takk Hrafnhildur mín fyrir hlý orð:) og án þess að hika myndi ég segja að ég myndi engu vilja breyta:)

ég er 286 ára herra fullur, sonur minn trúir því reyndar að ég sé 1000 og eitthvað:)...

Birgitta Jónsdóttir, 15.1.2008 kl. 20:00

3 Smámynd: Kristín Snorradóttir

Þegar ein hurð lokast, opnast önnur og þar er aldrei að vita nema að miklir og skemmtilegir leyndardómar kunni að finnast. Ég veit að þú ert þannig kona að nýta þér áföllinn til að læra af og þroskast, en þú gefur líka fallega frá þér til annara. Stráir litlum fræum sem dafna og gefa öðrum von og það er ekki lítil gjöf.

Takk fyrir fræin sem þú hefur sáð í minni sál.

Hlakka til að sjá þig í kvöld

Kristín Snorradóttir, 16.1.2008 kl. 10:13

4 Smámynd: Birgitta Jónsdóttir

Elsku Kristín mín, mikið ertu dásamleg mannvera. Finnst ótrúlega gaman að fá að kynnast þér, því þú ert ekki síður gefandi. Þú sáðir litlu fræi í huga mér á mánudaginn. Það er alveg magnað hvað orð geta verið mikil galdratæki: hlakka sömuleiðis til að sjá þig í kvöld....

Birgitta Jónsdóttir, 16.1.2008 kl. 10:47

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Birgitta Jónsdóttir
Birgitta Jónsdóttir

Ég vil gjarnan láta eitthvað gott af mér leiða í samfélagi manna. Ég mun einbeita mér að því að því að búa til vettvang fyrir þjóðina að vinna að þeim lýðræðisumbótum sem hún krefst og vill leggja sína krafta í. Ég starfa sem þingmaður og þingflokksformaður fyrir Hreyfinguna - fyrir fólkið í landinu. Ég er formaður vina Tíbets.

Ég vil hafa athugasemdakerfið opið - bið fólk samt um að tjá sig eins og það myndi gera ef við stæðum augnlitis til augnlitis. Ég mun því miður ekki alltaf hafa tíma til að svara kommentum eða tölvupósti en ég reyni að lesa allt með opnum huga. Vil gjarnan nota þetta sem vettvang fyrir fólk að koma með hugmyndir um hvað mætti betur fara í samfélginu okkar.

Ég aðhyllist engin sérstök trúarbrögð, ég tilheyri engu sérstöku flokkakerfi, ég tilheyri engu sérstöku nema þessu stórmerkilega mannkyni og þessari yndislegu jörð. Ég er þakklát fyrir að lifa á sögulegum tímum þar sem allt getur gerst. 

Netfang: birgitta@this.is

Bækur

Bækurnar mínar

  • Bók: Tuttugasta öldin og lærdómar hennar
    Mikhail Gorbatsjov og Daisaku Ikeda : Tuttugasta öldin og lærdómar hennar (ISBN: 9979-772-77-8 )
    Þýddi þessa ásamt Jóni Karli Stefánssyni
  • Bók: Lífsreglurnar fjórar - the Four Agreements
    don Miguel Ruiz: Lífsreglurnar fjórar - the Four Agreements (ISBN: 9979768835)
    Lífsreglurnar fjórar er ævaforn indjánaspeki sem hefur farið sigurför um heiminn. Bókin er byggð á fornri visku Tolteka-indjána og útskýrir sannindi sem er að finna í helgum dulspekihefðum víðsvegar um heim. Lesanda eru kynntar fjórar einfaldar en magnaðar lífsreglur sem vísa leiðina að frelsi og sjálfstæði einstaklingsins. Höfundurinn, don Miguel Ruiz, er af ætt græðara og seiðmanna sem hafa iðkað Toltekafræðin frá aldaöðli. Hann er heimsþekktur fyrir bækur sínar og fyrirlestra.
  • Bók: Dagbók kameljónsins
    Birgitta Jónsdóttir: Dagbók kameljónsins (ISBN: 9979973307)
    Dagbók kameljónsins er þroskasaga stúlku sem hefur þurft að berjast við að sogast ekki inn í geðveiki ættmenna sinna, en sjálfsvíg þeirrar manneskju sem hún leit á sem klettinn í lífi sínu verður til þess að hún gerir sér ljóst hve dýrmætt lífið er. Með því að þvinga sig til að muna fortíðina skapar hún möguleika á að eiga sér einhverja framtíð. Alkóhólismi móður hennar vegur jafnframt þungt í þessu verki og hefur afgerandi áhrif á sjálfmeðvitund söguhetjunnar sem á endanum öðlast þroska til að sjá manneskjuna handan sjúkdómsins sem brýst oft út í mikilli sjálfhverfu þess sem er haldin honum og skilur aðra fjölskyldumeðlimi eftir með því sem næst ósýnilegan geðrænan sjúkdóm sem jafnan er kenndur við meðvirkni. En þetta er engin venjuleg bók, hún er brimfull af von og lausnum, ævintýrum og einlægni og fellur aldrei inn í pytt sjálfsvorunnar. Bókin er tilraun til að brúa bilið á milli þess myndræna sem oft fyrirfinnst í dagbókum, en formið bíður upp á vægðarlausan heiðarleika og gefur lesandanum tækifæri á að nota sitt eigið hugarflug.

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (18.5.): 15
  • Sl. sólarhring: 15
  • Sl. viku: 34
  • Frá upphafi: 508814

Annað

  • Innlit í dag: 15
  • Innlit sl. viku: 34
  • Gestir í dag: 15
  • IP-tölur í dag: 4

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Nýjustu myndir

  • ...011-02-25_l
  • ...unknown
  • ...581_1050977
  • ...x-_28-of-81
  • ...490581
Maí 2024
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.