Leita í fréttum mbl.is

Færsluflokkur: Bloggar

Andlegar og líkamlegar harðsperrur

Ég er ein af þeim sem hef haft óbifur á líkamsræktarstöðvum. Ég hef þó brotið odd af oflæti  mínu og er farin að venja komur mínar á eina slíka. Segja má að vetrarhörkur eigi sinn þátt í því. Uppáhalds hreyfingar mínar tengjast sundi og línuskautum, göngum og annarri útiveru. Ég er aftur á móti einnig mikil kuldaskræfa og veðurfarskveif. Þannig að ég var að springa úr innbyrgðri orku, því þessi vetur hefur verið sérdeilis óhentugur fyrir mína almennu líkamsrækt. 

Því grátbað ég vinkonu mína um að taka mig með sér í ropejóga, vissi að ég myndi aldrei fara ein, fann alltaf einhverja ástæðu til að gera ekkert:) Fer því í líkamsræktarstöð í jóga, læt yndælis rúmenskan harðstjóra pína mig áfram í klukkutíma í senn og hef uppgötvað ýmsar tegundir vöðva sem ég var ekki meðvituð um að ég hefði í líkama mínum, hef ég einna helst orðið vör við þessa vöðva í gegnum ægilegar harðsperrur. Það verður líka að segjast að ég er alveg týpískur hrútur. Píni mig alltaf aðeins meira en ég þarf í misskildum metnaði:) Et yfirleitt mínu kapphlaupi við sjálfa mig. Veit ekki hvort að það sé pínlegra en að etja kappi við eldri konurnar sem eru með mér í tímum:)

En ég er ekki aðeins með líkamlegar harðsperrur, ég er líka að ýta mér út á ystu nöf í minni andlegu vinnu. Er orðin svo innilega þreytt á að ferðast í hringi í lífi mínu og vera alltaf að upplifa sömu hlutina í nýjum búning. Þannig að segja má að suma daga sé ég að glíma við bæði andlegar og líkamlegar harðsperrur. Og það er eitthvað gott við það, þó að maður sé stöðugt að fá ný viðfangsefni og tækifæri til að verða betur fær á að takast á við harðsperrur á svæðum sem maður var ekki meðvitaður um að fyrir finndust í sál og líkama.

Þannig að segja má á ég sé landkönnuður sjálfs og líkama og sé stöðugt í leit að jafnvægi og kjölfestu, því lífið er úfinn sjór og ég fæ seint stjórnað úthöfum og stormum;) 


Þú gætir auðvitað sett þá í poka og kastað þeim í sjóinn!

Var eitt af ráðunum sem ég fékk frá starfsmanni gæludýraverslunarinnar sem ég keypti hamstrana hjá. Ég brást auðvitað ókvæða við og sagði að þetta væri það ósmekklegt að ég væri byrjuð að skrifa grein í huga mér og vildi samstundis fá að tala við eiganda verslunarinnar. Strákurinn baðst afsökunar og sagði að þetta hefði verið kaldhæðni. Hann fann svo ekki símanúmer hjá verslunarstórvesír. 

Ég vildi fá að skila karlinum, því ég ætlaði aldrei að vera með tvö kyn og ég ítrekað bað um að það væri tryggt áður en ég fór heim á leið með nagdýrin. Fékk þau tilsvör að þau myndu taka við honum. Fór svo langleiðir með hann og fékk þau tilsvör þegar ég innti eftir endurgreiðslu að ég fengi aðeins greitt til baka einn þriðja. Ég varð nú ekki hress með þessa þjónustu. Ég fékk ranga vöru og  þó nokkuð aukavesen í kaupbæti og einu bæturnar voru að láta mig fá einn þriðja. Ég sagði að það væri alls staðar þannig að maður fengi greitt til baka ef maður fengi gallaða vöru. Ég væri alveg til í vöruskipti. Ég gæti bara ekki sætt mig við þessi vinnubrögð og arfalélega þjónustu. Ef eitthvað væri, hefði verslunin átt að segja að hún gæti ekki tryggt rétt kyn eða eitthvað slíkt. Aumingja strákurinn gafst upp á mér, þegar ég krafðist þess að fá að tala við verslunarstjóra og sagðist ætla að taka það á sig að hann hefði greitt mér fullt verð fyrir vöruna sem ég bað aldrei um:) Rökin sem ég fékk fyrst voru þau að, kannski hafi kerlingin verið þunguð þegar ég keypti hana: En hey ég vildi alls ekki fá kerlingu, hvað þá ólétta! 

Finnst reyndar alveg ómögulegt að jafn mikilvægar verslanir og gæludýraverslanir, þar sem verið er að sýsla með lifandi dýr, séu aðeins mannaðar hálfstálpuðum unglingum. Finnst það bæði ábyrgðarleysi gagnvart þeim og dýrunum. 

Stundum borgar sig að vera ákveðinn og standa á rétti sínum, en það er leiðinleg þróun hvað það virðist hafa lækkað mikið þjónustustig samfélags okkar. Ráðlegg framtíðar gæludýrakaupendum að fá undir það skrifað að ef þeir fái vitlaust kyn að það sé á ábyrgð búðarinnar en ekki kaupandans og að hann hafi fullan skilarétt. 


Óvænt fjölgun í fjölskyldunni

Í gærkvöldi horfði ég á Men in Black með öðru auganu ásamt Delphin. Eftir myndina ákvað ég að setja nýtt hey hjá hamstrabræðrunum sem krakkarnir fengu í jólagjöf. Þegar ég keypti hamstrana, bað ég um tvo stráka. Stelpan kíkti ekki bara einu sinni heldur tvisvar og ég fór róleg heim. Snemma kom í ljós að annar var eins konar bully, var alltaf að ráðast á hinn sem vældi viðstöðulaust og flúði með öllum tiltækum ráðum frá stóra bróður sínum. Ákvað að prófa að skella þeim í sitt hvort búrið en eftir tvær þannig vikur ákvað ég að það væri kominn tími til að þeir lærðu að umgangast og sýndu hvor öðrum bróðurlegan kærleika.

Litli var samt alltaf að væla og vildi aldrei skríða í hendurnar hjá okkur og skoða heiminn. Hinn var aftur á móti fjörugur og var alltaf til í að koma út úr búrinu. Hlaupa um sófann og éta úr hendi mér. Ég hafði alvarlega hugsað út í að skila vælukjóanum en vildi samt gefa honum séns á að venjast okkur.

Nema hvað að ég tek lokið af búrinu og byrja að týna út dótið í búrinu til að fylla það með þessu líka yndislega ilmandi heyi. Hamstrarnir voru eitthvað skringilegir. Skyndilega þegar annar færir sig til kemur í ljós geimveruleg kös af bleikum búkum. Mér brá svo rosalega að ég hoppaði smá og gaf frá mér hálfkæft undrunaróp. Þeir sem þekkja mig vita að það er eiginlega ómögulegt fyrir nokkurn eða nokkuð til að koma mér á óvart. Kannski hafði geimverumyndin einhver áhrif á það hve brugðið mér var:)

Um leið og hamsturinn sem var eitt sinn karl en er það greinilega ekki miðað við iðandi kösina sem við nánari athugun er ótrúlega fallega ljót, nú þá stekkur hinn á bakið og ætlar að koma vilja sínum fram. Kvendýrið rétt nýbúið að eiga ungana... ég þreif hann kannski fullharkalega og skellti honum út fyrir búrið. Sá að það hafði verið búið til aukahreiður í búrinu, hélt þegar ég sá það fyrst að litli bróðirinn væri kannski ekki að fá að vera inn í húsinu sínu og hefði búið sér til svona utanáliggjandi herbergi.

Ég hreinsaði búrið án þess að koma of nálægt hreiðrinu, setti karlinn í Ikeabláan dótakassa með hey og mat og gaf mömmunni ferskmeti og meira efni til hreiðurgerðar.

En semsagt ef ég taldi rétt þá eru komnir 6 nýir hamstrar og það var alls ekki á planinu. Það sem er kannski merkilegast við þetta allt er að væluspóinn er karlinn og fjörugi ofurhuginn var kasólétt hamstramamma:)

Framhald á þessu á morgunn um undarlegar tillögur um lausnir á þessu og enn undarlegri viðbrögð hjá búðinni sem ég keypti hamstrana hjá.   


Var að fá heildarútgáfuna af tónlistinni

hennar mömmu í hús. Mikið er ég ánægð með hvernig þetta kemur út. Það var ekkert hægt að fá útprentaða próförk vegna þess hvað það var flókið að ganga frá settinu. Ég varð bara að bíða og vona að útlitið sem ég hannaði kæmi þokkalega út. Ég er mjög ánægð með þetta allt. Gott sound á lögunum, fallegur kassinn og gaman að sjá og handfjatla umslögin af plötunum svona pínulítil.

Yngri sonur minn fékk eitt sett og hélt dauðahaldi í það... hann var svo tengdur ömmu sinni. Svo kom ég að honum elsku krúttinu grátandi inní eldhúsi með mynd af sér og ömmu B að hlusta á fyrsta diskinn. Það var bæði svo fallegt og sorglegt.

Ég finn fyrir ákveðinni sátt gagnvart öllu sem erfitt er að setja í orð. Þakklát þeim velvilja og hlýju sem minningu mömmu hefur verið auðsýnd. Minningartónleikarnir voru ólýsanlega fullkomnir og ég hefði engu viljað breyta í þessari mögnuðu alkemíu sem þarna skapaðist fyrir viku síðan...

Takk allir sem tóku þátt í þessu, þessir tónleikar voru ekki síst magnaðir vegna þess hve áhorfendur voru frábærir. Allir sem voru með í að skapa þetta voru líka einstaklega jákvæðir og mikið ævintýri að fá að heyra þau klæða lögin í nýjan búning. 

Vegna þess að það seldist upp svo hratt og hve margar fyrirspurnir við höfum fengið um aukatónleika þá erum við á fulla að vinna að því. Þeir munu verða í mars. Set færslu um það hér og á Bergþórubloggi um leið og dagsetningarnar eru komnar á hreint. 


Auglýsingar og ekki auglýsingar á moggabloggi

Ég var ein af þeim sem hafði hátt þegar skyndilega auglýsing frá fyrirtæki sem ég er lítið hrifin af birtist á bloggi mínu. Moggabloggsstjórar hafa brugðist við athugasemdum bloggverja sem kærðu sig ekki um þetta og getur maður nú keypt auglýsingarnar burt af sinni síðu. Ég vil nota tækifærið og þakka fyrir það. Ég er ekki ein af þeim sem ætlast til að fá hlutina ókeypis en margir kverúlantar hafa talað niður til okkar sem vildum valkost og sagt okkur vera frekjur og nöldurskjóður. Ég hygg að margur haldi mig sig:)

Ég er allavega búin að kaupa þessa auglýsingu burt og býð mínum lesendum og vinum upp á auglýsingafrítt blogg:) og get þá farið að blogga af kappi á ný. Auðvitað hefur margt gott gerst í blogghléi og ég hef oft verið alveg að springa úr löngum að tala um það. Þetta svæði hefur verið einskonar tilraunasvæði í mannlegum samskiptum hjá mér og hefur mér fundist þessi tilraun í 99% skipta hafa verið mjög jákvæð upplifun. Ég hef alltaf haft mikinn áhuga á netheimum og verið forvitin um hvernig það þróast. Hélt meira að segja út bloggi í aðdraganda fyrstu margmiðlunarhátíð landsins árið 1996. Hygg að það hafi verið eitt af fyrstu bloggum landsins. Það er enn til í netheimum sem söguleg heimild. Skammast mín smá fyrir afleita ensku á því... en það er samt eins og mörg góð blogg einlægt og laust við hroka.

Enn og aftur : takk fyrir að hafa valkost:) 

 


Ástæðan fyrir því að hætti að borða kjöt

fyrir 21 ári. Ég veit að ástandið er ekki svona slæmt hérlendis, en þó eru dæmi þess að ákaflega illa sé farið með dýrin á hænsabúum hérlendis og það hefur verið vitað lengi. Er ekki að fara fram á að fólk hætti að borða kjöt, vildi bara gjarnan að fólk kannaði við hvernig aðbúnað dýrin sem það kýs að éta búi við. Þetta bandaríkska sláturhús sem hér er fjallað um hefur á sér ákveðinn góðmennsku stimpil og hafa voðaverkin verið framin undir þeim stimpli. Downed kýr, þýðir að dýrin eru orðin það veikburða að þau geta ekki gengið lengur.

Take actionnow!Yesterday, the USDA issued the largest recall of beef in U.S. history, the latest action in response to The Humane Society of the United States’ groundbreaking undercover investigation of a dairy cow slaughter plant in Southern California.

The recall of 143 million pounds of beef came two days after San Bernardino County District Attorney Michael Ramos filed criminal charges against slaughter plant workers caught on video torturing crippled cattle, and two weeks after the USDA shut down that slaughter plant.

Our undercover investigation revealed shocking abuses of "downed" dairy cows -- those who are too sick or injured to walk -- at the Hallmark Meat Packing Company slaughter plant. Cows too weak to stand were dragged along the ground, shocked with electric prods, rammed with forklifts, and even forced to endure water being forced into their noses and throats -- an act right out of the manual on water boarding.

 

Please watch our investigative video, and then take action today to stop this cruelty from happening again.

Our video of the cruelty is very difficult to watch. Even worse is the thought that an outfit like Hallmark Meat Packing Company got away with this kind of abuse every day, without proper oversight from the USDA.

Urge the USDA to tighten its lax enforcement of the downer rule and to close the rule's loophole -- so that cows who are obviously in no shape to walk are not brought to slaugherhouses in the first place and then abused once they are there. 


Moggabloggsverkfall vegna auglýsinga

Hætt að blogga, þangað til að mér verður boðinn samningur eða eitthvað slíkt, þar sem ég hef eitthvað að segja um hvort og eða hvernig auglýsingar birtast inni á mínu bloggi. Ég gæti ekki lifað með sjálfri mér ef það kæmi til dæmis Landsvirkjunar auglýsing eða Alcoa auglýsing inn á bloggið mitt, eða kjöt eða mjólk eða goldfinger.... listinn er of langur til að nokkur myndi nenna að lesa hann.
 
Ef fólk vill málefnalegri rök þá hefur hann Sigurður Þór sagt allt sem ég segja vil á sínu bloggi, nimbus.blog.is  
 
Mér finnst líka NOVA ömurlegasta fyrirtæki sem hefur rutt sér inn á íslenskan markað. Þeirra aðferðir eru svona in your face aðferðir sem fá mig til að sniðganga fyrirtækið um aldur og ævi. Kemur mér ekki á óvart að þeir skildu troða sér inn í bloggsamfélagið. Hvet ég alla sem koma hingað að sniðganga NOVA
 

Vetur konungur

Það er ágætt að vera minntur á það að maður er búsettur á landi þar sem allra veðra er von. En verð að viðurkenna að þrátt fyrir að vera alveg ýkt bjartsýn mannvera, þá er þessi vetur að slá öll met í að ögra þolinmæði minni. Það sem mér finnst bagalegast er að þurfa að hanga svona mikið inni. 

Finn að fátt gefur mér meiri lífsfyllingu en að þvælast úti, fara yfir heiðina til ömmu og kíkja á foss í hennar heimabæ, eða bara labba í hring um tjörn. 

Sumarið hlýtur að verða alveg rosalega gott. Og kannski erum við Íslendingar með svona mikið gullfiskaminni til að gleyma vondu veðurfari, annars væri þessi þjóð sennilega óhamingjusamasta þjóð í heimi en ekki hamingjusamasta. Það væri gaman ef að þjóðarpúls gallup tæki könnun á hamingjustuðli þjóðarinnar í dag. Hygg að hann væri allt öðruvísi í svona veðurfari en á sætum sumardegi. 

 


mbl.is Lægðir og úrkoma út mars?
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Kjötborg er besta búðin í borginni

Þeir bræður er þekktir fyrir að vera mikil gæðablóð og er það svo augljóst á Öskudaginn, því engin búð tekur eins vel á móti börnunum sem rata þar inn á þessum degi. Ég vona að þessi búð leggist ekki af, þarf að vera miklu duglegri að versla hjá þeim. Það nefnilega fæst allt á milli himins og jarðar hjá þeim. Alger ævintýraheimur þótt matvöruverslun sé þeirra aðal.

Langaði bara að þakka þeim Kjötborgarbræðrum fyrir að vera til og fyrir manngæskuna sem ég hef alltaf mætt þegar ég versla hjá þeim. 

 


« Fyrri síða | Næsta síða »

Höfundur

Birgitta Jónsdóttir
Birgitta Jónsdóttir

Ég vil gjarnan láta eitthvað gott af mér leiða í samfélagi manna. Ég mun einbeita mér að því að því að búa til vettvang fyrir þjóðina að vinna að þeim lýðræðisumbótum sem hún krefst og vill leggja sína krafta í. Ég starfa sem þingmaður og þingflokksformaður fyrir Hreyfinguna - fyrir fólkið í landinu. Ég er formaður vina Tíbets.

Ég vil hafa athugasemdakerfið opið - bið fólk samt um að tjá sig eins og það myndi gera ef við stæðum augnlitis til augnlitis. Ég mun því miður ekki alltaf hafa tíma til að svara kommentum eða tölvupósti en ég reyni að lesa allt með opnum huga. Vil gjarnan nota þetta sem vettvang fyrir fólk að koma með hugmyndir um hvað mætti betur fara í samfélginu okkar.

Ég aðhyllist engin sérstök trúarbrögð, ég tilheyri engu sérstöku flokkakerfi, ég tilheyri engu sérstöku nema þessu stórmerkilega mannkyni og þessari yndislegu jörð. Ég er þakklát fyrir að lifa á sögulegum tímum þar sem allt getur gerst. 

Netfang: birgitta@this.is

Bækur

Bækurnar mínar

  • Bók: Tuttugasta öldin og lærdómar hennar
    Mikhail Gorbatsjov og Daisaku Ikeda : Tuttugasta öldin og lærdómar hennar (ISBN: 9979-772-77-8 )
    Þýddi þessa ásamt Jóni Karli Stefánssyni
  • Bók: Lífsreglurnar fjórar - the Four Agreements
    don Miguel Ruiz: Lífsreglurnar fjórar - the Four Agreements (ISBN: 9979768835)
    Lífsreglurnar fjórar er ævaforn indjánaspeki sem hefur farið sigurför um heiminn. Bókin er byggð á fornri visku Tolteka-indjána og útskýrir sannindi sem er að finna í helgum dulspekihefðum víðsvegar um heim. Lesanda eru kynntar fjórar einfaldar en magnaðar lífsreglur sem vísa leiðina að frelsi og sjálfstæði einstaklingsins. Höfundurinn, don Miguel Ruiz, er af ætt græðara og seiðmanna sem hafa iðkað Toltekafræðin frá aldaöðli. Hann er heimsþekktur fyrir bækur sínar og fyrirlestra.
  • Bók: Dagbók kameljónsins
    Birgitta Jónsdóttir: Dagbók kameljónsins (ISBN: 9979973307)
    Dagbók kameljónsins er þroskasaga stúlku sem hefur þurft að berjast við að sogast ekki inn í geðveiki ættmenna sinna, en sjálfsvíg þeirrar manneskju sem hún leit á sem klettinn í lífi sínu verður til þess að hún gerir sér ljóst hve dýrmætt lífið er. Með því að þvinga sig til að muna fortíðina skapar hún möguleika á að eiga sér einhverja framtíð. Alkóhólismi móður hennar vegur jafnframt þungt í þessu verki og hefur afgerandi áhrif á sjálfmeðvitund söguhetjunnar sem á endanum öðlast þroska til að sjá manneskjuna handan sjúkdómsins sem brýst oft út í mikilli sjálfhverfu þess sem er haldin honum og skilur aðra fjölskyldumeðlimi eftir með því sem næst ósýnilegan geðrænan sjúkdóm sem jafnan er kenndur við meðvirkni. En þetta er engin venjuleg bók, hún er brimfull af von og lausnum, ævintýrum og einlægni og fellur aldrei inn í pytt sjálfsvorunnar. Bókin er tilraun til að brúa bilið á milli þess myndræna sem oft fyrirfinnst í dagbókum, en formið bíður upp á vægðarlausan heiðarleika og gefur lesandanum tækifæri á að nota sitt eigið hugarflug.

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (23.11.): 5
  • Sl. sólarhring: 5
  • Sl. viku: 16
  • Frá upphafi: 509140

Annað

  • Innlit í dag: 3
  • Innlit sl. viku: 9
  • Gestir í dag: 3
  • IP-tölur í dag: 3

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Nýjustu myndir

  • ...011-02-25_l
  • ...unknown
  • ...581_1050977
  • ...x-_28-of-81
  • ...490581
Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.