Leita í fréttum mbl.is

Færsluflokkur: Bloggar

Meðmæli, stuðningsfundur, upplestur, erindi... fyrir Tíbet

Ron Whitehead
Vikulegir útifundir til stuðnings baráttu Tíbeta fyrir mannréttinum halda áfram fyrir utan kínverska sendiráðið að Víðimel 29. Hefð hefur skapast fyrir því að hittast fyrir utan sendiráðið á laugardögum klukkan 13:00. Fundirnir eru óformlegir en fólk sem hefur áhuga á að kynna sér málefni Tíbets hvatt til að koma og spyrja spurninga. Fundirnir verða haldnir uns íbúum Tíbet verður tryggð mannréttindi og hinu skipulagða þjóðarmorði verði hætt. 

Tsewang Namgyal stjórnmálafræðingur frá Tíbet heldur erindi hlutverk og sögu útlagastjórnar Tíbets. Þá munu bandaríska beat skáldið Ron Whitehead og Birgitta Jónsdóttir flytja saman hið heimsþekkta ljóð "Aldrei gefast upp" á íslensku og ensku en ljóðið samdi Ron með Dalai Lama.


Aukatónleikar til heiðurs minningu mömmu

Kápan af bókinni

Minni alla á að nú fer að líða að aukatónleikunum til heiðurs Bergþóru Árnadóttur. Tónleikarnir verða á laugardaginn kemur og verða þeir haldnir í Grafarvogskirkju klukkan 20:30. Tónleikarnir verða með sama sniði og síðast en státa tveimur auka söngvurum: Páli Óskari og Jóni Tryggva Unnarssyni. Markmið okkar sem stöndum fyrir tónleikunum er að gefa tónlistarfólki vettvang og tónlistarlega umgjörð með hinu frábæra bandi sem Hjörleifur Valsson valdi saman, en hljómsveitina skipa: Ástvaldur Traustason á píanó, Birgir Bragason á bassa og kontrabassa, Björgvin Gíslason á gítar og sítar, Hjörleifur Valsson á fiðlu, Steingrímur Guðmundsson á slagverk og Tatu Kantomaa á harmonikku.

Okkar leið til að heiðra minningu Bergþóru er að hvetja annað tónlistarfólk flytja tónlistina hennar en lögin hennar eru tímalaus og völundarsmíð sem fallið getur inn í hvaða tónlistarstefnu sem er. Það sem ef til vill er einkennandi við lögin hennar er hin mikla virðing sem hún bar til ljóða en þau voru ómissandi efniviður laga hennar. 

Söngvar sem voru með síðast og verða með aftur: Ragnheiður Gröndal, Hansa, Magga Stína, Jónas Sig og Svavar Knútur.

Hægt er að fá miða á midi.is, við innganginn, í verslunum Skífunnar og í völdum BT búðum á landsbyggðinni.

Meiri upplýsingar um tónleikana og tónlist Bergþóru er hægt að finna á Bergþórubloggi. 


Frábært framtak

Mótmæli og aðgerðir af einhverju tagi út af þessu málefni hafa átt sér stað daglega hérlendis undanfarna viku. Hópur fólks hefur kíkt við fyrir utan sendiráðið dag hvern, kveikt á kertum og farið með bréf, slagorð hrópuð eða ræður haldnar. Minni enn og aftur á hve krítískur tími þetta er fyrir Tíbeta. Nú er með sanni tími til að heimsbyggðin bregðist við.
mbl.is Jóga fyrir Tíbet
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Hver á Tíbet?

Vaknaði klukkan hálf fimm í morgunn til að skrifa grein sem Ögmundur hvatti mig til að skrifa um ástandið í Tíbet. Hann var svo almennilegur að setja hana inn á vefsvæðið sitt áðan og auglýsa fyrir mig mótmælin sem ég er að standa fyrir í dag fyrir utan kínverska sendiráðið. 

Smellið hér til að lesa greinina mína á vefnum hans Ögmundur. Ég er bara nokkuð ánægð með hana. Besti tími til skrifta svona í morgunsárið áður en veröldin  í kringum mig vaknar.

Ég hef rekið mig á að það er eitthvað svona hægri vinstri dæmi í kringum Tíbet. Það á ekki að vera þannig. Finnst þess vegna frábært að sjá að Ögmundur er ekki undir slíka hugsanakreddur ofurseldur. Það er mikilvægt að fólk átti sig á að burtséð frá því hvar í flokki það stendur að fordæma ber brot á mannréttindum og þjóðarmorð. 

Því vildi ég gjarnan að við myndum einbeita okkur að því hvað við getum gert til að styðja við Tíbeta, fremur enn að byrja á einhverju hægri vinstri flokka nuddi. Það er bara ekki viðeigandi.

Ég er að skipuleggja mótmælin við sendiráðið og vekja athygli á því sem er að gerast í Tíbet til að styðja Tíbeta og það eru einu forsendur þessa aðgerða minna.  


Mótmæli fyrir utan sendiráð Kína í gær

Ég stóð fyrir óformlegum mótmælum fyrir utan sendiráð Kína í gær. Talaði við fólk sem var statt á öðrum mótmælum og hvatti þau að fyglja mér að sendiráðinu. Við vorum ekkert sérstaklega mörg en þó nógu mörg til að fá tvær löggur á mótorhjólum og einn lögreglubíl til að vera hjá okkur. Miðað við aðfarir Kínverskra stjórnvalda þá var ég ekki viss hvort að þeir voru þarna til að vernda okkur eða fremur mannlaust sendiráð. Það svaraði alla vega enginn þegar við hringdum á bjöllunni:) Vil þakka öllum þeim sem komu með mér í gær, en þar var fólk á öllum aldri og frá allskonar póltískum bakgrunni.

Ég hvet alla sem ofbýður þessi voðaverk Kínverskra yfirvalda til að kíkja við hjá sendiráðinu og láta í ljósi vanþóknun sína og fordæma það sem er í gangi í Tíbet. Enginn mannréttindasamtök hafa fengið að fara til Kína til að fylgjast með aðstöðu fanga í fangelsum og þeir sem hafa þurft að afplána, eins og til dæmis nunnur eða munkar í Tíbet, tala um hræðilegar pyntingar og sýna áverka sem eru hræðilegir. Nóg er að hafa mynd af H.H. Dalai Lama heima hjá sér til að eiga von á fangelsum.

Búið er að loka Lhasa af, fólki er smalað hús úr húsi af hermönnum og hvatt til að uppljóstra um óvini Kínverska Alþýðuveldisins, sem voguðu sér að taka þátt í mótmælum.

Ég ætla að skreppa fyrir utan sendiráðið dag hvern og fordæma þetta, allir velkomnir sem vilja taka þátt. Ég hvet líka fólk til að skrifa Sendiherranum og hringja ef það kýs að mæta ekki fyrir utan sendiráðið en finnur sig knúið til að gera eitthvað. Svo tek ég undir orð Mats um að við ættum að sniðganga Ólympíuleikana. Ég vil hvetja íslensk stjórnvöld til að fordæma þessi voðaverk og hræðilegu kúgun á hinni tíbesku þjóð. 

Þeir sem vilja tala um að kínversk stjórnvöld hafi frelsað Tíbeta undan trúarlegu oki ættu þá að geta réttlætt innrásina í Írak, því þar giltu áþekk rök. 


mbl.is 80 létust í átökum í Tíbet
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Óþægilega grunnt á fréttaflutningi mbl.is

Hef verið að fylgjast með þessu í gegnum free Tibet og fleiri vefsvæðum sem mótmælendur halda úti. Það er hreinlega skaðlegt þegar fréttaflutningur er einfaldaður á þennan máta að ekkert samhengi er í fréttinni. Í gær fann ég frétt um mótmæli Tíbeta á Indlandi og var fyrirsögnin "Mótmælendur handteknir", hvar, hverjir? Ótrúlega knappur æsifréttastíll sem hjálpar manni ekki í að finna þær fréttir sem maður hefur áhuga að fylgjast með.

Á meðan á þessu stendur er púður lagt í að flytja Urban legends sögur eins og að einhver kona hafi gróið við klósettsetu og einhver var með bein í tösku. Reyndar eru þetta mest lesnu sögurnar á mbl.is og ber sorglegt vitni um hinn félagslega þroska þeirra sem lesa fréttavefinn. 

En ég fann mjög góða frétt um þessi mótmæli á Yahoo sem ég ætla að láta fylgja með til að fólk sem hefur áhuga á hvað er að gerast í Tíbet og meðal Tíbeta geti þá fengið aðeins gleggri fréttir af því sem er að gerast þarna. Finnst líka að við ættum í alvöru að athuga hvort það væri ekki rétt að taka ekki þátt í Ólympíuleikunum til að mótmæla glæpsamlegri hegðun Kínverskra stjórnvalda.

"BEIJING (Reuters) - Chinese authorities sealed off three monasteries in Tibet, reports said on Friday, after a wave of rare street protests in the remote, Buddhist region whose rule has become a focus for critics ahead of the Beijing Olympics

The demonstrations, which also spilled into Chinese provinces populated by Tibetans, began earlier this week after marches around the world to mark the 49th anniversary of a failed uprising against Communist rule.

"All three monasteries are closed off to tourists," the Washington-based International Campaign for Tibet said in a statement, citing tourism operators. "There is an intensified atmosphere of fear and tension in Tibet's capital."

On Monday, 500 monks from the Drepung monastery staged a march in Lhasa, which was later followed by action from monks at the Lhasa-area Sera and Ganden monasteries. Security personnel fired tear gas on at least one of the demonstrations, reports said.

Tibet's spiritual leader, the Dalai Lama, fled into exile in India after the uprising in 1959, nine years after Chinese troops invaded.

This week's shows of defiance are likely to worry China's leadership as it seeks to secure a stable environment for the Games, which open on August 8.

The U.S.-government funded Radio Free Asia (RFA) reported that monks from Sera were on a hunger strike, demanding the withdrawal of Chinese paramilitary force from the monastery compound and the release of monks detained earlier this week.

Two monks from Drepung were in critical condition after attempting suicide by slitting their wrists, RFA said.

The number of Tibetans detained could not be confirmed, but the watchdog groups said they expected government reprisals.

"There are indications that the authorities have begun a process of investigation in monasteries that could lead to detention and torture," the International Campaign for Tibet said.

The New York-based Human Rights Watch called on China, as well as Nepal and India, which have seen similar demonstrations, to release detained Tibetans.

"Peaceful demonstrations are protected under international and domestic laws and they should be permitted, not violently dispersed," Sophie Richardson, the group's Asia advocacy director, said in a statement.

(Reporting by Lindsay Beck; Editing by David Fox)"


mbl.is Óeirðir og skothríð í höfuðborg Tíbet
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Er svona mikil hætta af 100 búddistum?


Þetta finnst mér skammarlegt athæfi og sýnir hve skoðanakúgun er víðtæk þegar kemur að því að styggja ekki Kínverja. Er hægt að kalla þetta umburðarlyndi? 100 fólk labbar í mótmælaskyni, ekkert ofbeldi engin læti og það er handtekið fyrir vikið...

Það er kominn tími til að fólk hætti að horfa undan þegar kemur að Tíbet. Það sem hefur átt sér stað í Tíbet síðan það var hernumið er hræðilegt og hvet ég fólk til að kynna sér það. Það má léttilega flokka það undir þjóðernishreinsanir sem og markviss eyðilegging ævafornrar menningar Tíbetbúa. Nú er svo komið að fleiri Kínverjar búa í Tíbet en Tíbetar og óttast þeir mjög að þjóð þeirra verði endanlega útrýmt ef ekkert verður að gert.


mbl.is Mótmælendur handteknir
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Skynsamleg aðferðarfræði

sem án efa hefur hjálpað mörgum að ná tökum á lífi sínu, rétt eins og öll hin fjölmörgu afbrigði 12 spora starfs gera. Það er svo grunnt í fíknareðli manneskjunnar og 12 sporin eru bara tær snilld ef fólk er tilbúið að vinna þau af heiðarleika. 

Segja má að allar fíknir þegar þær hafa náð hámarki sínu séu óhugnanlegar, því fólk virðist missa algerlega tök á mennsku sinni. Ég er óendanlega þakklát fyrir að þessi spor eru til sem valkostur fyrir fólk sem er á ystu nöf. Hef séð mörg kraftaverkin eiga sér í stað með aðstoð þessara spora:)

Það er því mikið gleðiefni þegar læknar taka þau undir sinn væng sem leið til bata fyrir sjúklinga sína.

 


mbl.is Átröskun yfirbuguð eins og fíkn
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Margþætt vandamál verða til úr einhliða lausnum

Það hefur margoft verið lagt til að þetta gæti orðið útkoman ef við þenjum út hagkerfið okkar á þann hátt sem hér hefur viðgengist. Há staða krónu gegn til dæmis dollar er ekki einhlýtt. Flestir virðast halda að það þýða það eitt að við getum keypt meira dót fyrir minna í gegnum shop-usa. Fæstir nenna að horfast í augu við að þetta hefur slæm áhrif á þá sem ferðast hingað. Við afberum dýrtíðina vegna þess að bankarnir eru svo góðir við okkur að lána okkur okurlán og svo höldum við að það komi aldrei að skuldadögum.

Það hefur auðvitað áhrif á þennan stuðul WEF að við erum að iðnvæða landið á meðan aðrar þjóðir í hinum Vestræna heimi eru að horfast í augu við þá eyðileggingu sem þau ollu á sínu landi fyrir nokkrum áratugum. Okkur hefur gefist og gefst enn kostur að læra af mistökum annarra þjóða. Mikið myndi mitt litla hjarta gleðjast ef þjóðin mín hætti að vera svona frek og gráðug og hefði hugrekki til að taka ákvarðanir sem lituðust af einhverju öðru en gullfiskaminni og eiginhagsmunasemi.

Landið okkar höfum við að láni. Illt þætti mér að lána einhverjum eitthvað sem myndi skila mér því til baka eins og við erum að skila landinu af okkur til komandi kynslóða. 


mbl.is Ísland fellur um sjö sæti
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Fyrri síða | Næsta síða »

Höfundur

Birgitta Jónsdóttir
Birgitta Jónsdóttir

Ég vil gjarnan láta eitthvað gott af mér leiða í samfélagi manna. Ég mun einbeita mér að því að því að búa til vettvang fyrir þjóðina að vinna að þeim lýðræðisumbótum sem hún krefst og vill leggja sína krafta í. Ég starfa sem þingmaður og þingflokksformaður fyrir Hreyfinguna - fyrir fólkið í landinu. Ég er formaður vina Tíbets.

Ég vil hafa athugasemdakerfið opið - bið fólk samt um að tjá sig eins og það myndi gera ef við stæðum augnlitis til augnlitis. Ég mun því miður ekki alltaf hafa tíma til að svara kommentum eða tölvupósti en ég reyni að lesa allt með opnum huga. Vil gjarnan nota þetta sem vettvang fyrir fólk að koma með hugmyndir um hvað mætti betur fara í samfélginu okkar.

Ég aðhyllist engin sérstök trúarbrögð, ég tilheyri engu sérstöku flokkakerfi, ég tilheyri engu sérstöku nema þessu stórmerkilega mannkyni og þessari yndislegu jörð. Ég er þakklát fyrir að lifa á sögulegum tímum þar sem allt getur gerst. 

Netfang: birgitta@this.is

Bækur

Bækurnar mínar

  • Bók: Tuttugasta öldin og lærdómar hennar
    Mikhail Gorbatsjov og Daisaku Ikeda : Tuttugasta öldin og lærdómar hennar (ISBN: 9979-772-77-8 )
    Þýddi þessa ásamt Jóni Karli Stefánssyni
  • Bók: Lífsreglurnar fjórar - the Four Agreements
    don Miguel Ruiz: Lífsreglurnar fjórar - the Four Agreements (ISBN: 9979768835)
    Lífsreglurnar fjórar er ævaforn indjánaspeki sem hefur farið sigurför um heiminn. Bókin er byggð á fornri visku Tolteka-indjána og útskýrir sannindi sem er að finna í helgum dulspekihefðum víðsvegar um heim. Lesanda eru kynntar fjórar einfaldar en magnaðar lífsreglur sem vísa leiðina að frelsi og sjálfstæði einstaklingsins. Höfundurinn, don Miguel Ruiz, er af ætt græðara og seiðmanna sem hafa iðkað Toltekafræðin frá aldaöðli. Hann er heimsþekktur fyrir bækur sínar og fyrirlestra.
  • Bók: Dagbók kameljónsins
    Birgitta Jónsdóttir: Dagbók kameljónsins (ISBN: 9979973307)
    Dagbók kameljónsins er þroskasaga stúlku sem hefur þurft að berjast við að sogast ekki inn í geðveiki ættmenna sinna, en sjálfsvíg þeirrar manneskju sem hún leit á sem klettinn í lífi sínu verður til þess að hún gerir sér ljóst hve dýrmætt lífið er. Með því að þvinga sig til að muna fortíðina skapar hún möguleika á að eiga sér einhverja framtíð. Alkóhólismi móður hennar vegur jafnframt þungt í þessu verki og hefur afgerandi áhrif á sjálfmeðvitund söguhetjunnar sem á endanum öðlast þroska til að sjá manneskjuna handan sjúkdómsins sem brýst oft út í mikilli sjálfhverfu þess sem er haldin honum og skilur aðra fjölskyldumeðlimi eftir með því sem næst ósýnilegan geðrænan sjúkdóm sem jafnan er kenndur við meðvirkni. En þetta er engin venjuleg bók, hún er brimfull af von og lausnum, ævintýrum og einlægni og fellur aldrei inn í pytt sjálfsvorunnar. Bókin er tilraun til að brúa bilið á milli þess myndræna sem oft fyrirfinnst í dagbókum, en formið bíður upp á vægðarlausan heiðarleika og gefur lesandanum tækifæri á að nota sitt eigið hugarflug.

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (23.11.): 3
  • Sl. sólarhring: 3
  • Sl. viku: 14
  • Frá upphafi: 509138

Annað

  • Innlit í dag: 2
  • Innlit sl. viku: 8
  • Gestir í dag: 2
  • IP-tölur í dag: 2

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Nýjustu myndir

  • ...011-02-25_l
  • ...unknown
  • ...581_1050977
  • ...x-_28-of-81
  • ...490581
Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.