Færsluflokkur: Bloggar
20.6.2008 | 06:55
Nóg að gera hjá aðgerðasinna á næstu dögum
Í kvöld 20. júní er opinn félagsfundur hjá Vinum Tíbets - við munum hittast á Kaffi Hljómalind klukkan 20:00. Allir velkomnir.
Á morgunn 21. júní verður okkar vikulega staða fyrir utan kínverska sendiráðið klukkan 13:00. Þetta er mikill örlagadagur fyrir Tíbeta, því Ólympíukyndillinn sem á að vera táknrænn fyrir frið og sameiningu þjóða mun þrátt fyrir allt fara í gegnum Tíbet. Kínversk yfirvöld hafa hótað engri miskunn þeim sem voga sér að mótmæla ástandinu í landinu á meðan hlaupið verður með kyndilinn í gegnum Lhasa. Krafa okkar er enn hin sama: við viljum að alþjóðafjölmiðlum verði hleypt inn í Tíbet nú þegar.
Ég mun jafnframt eftir stöðuna fyrir utan kínverska sendiráðið taka þátt í RÚST - og lesa upp úr ímyndarskýrslunni sem forsætisráðherra okkar lét gera og er vægast sagt undarleg og óþægileg lesning. Þessi skýrsla hljómar afar fallega ef maður gleymir því að þetta er markaðssetningarskýrsla. En mikilvægt er að gleyma því ekki og mikilvægt að þjóðin viti meira um þessa skýrslu.
Ég ætla svo að taka þátt í alheimsföstu á sunnudaginn ... undir yfirskriftinni.... heilbrigði og menntun, ekkert stjörnustríð.
Svo fer ég í barnaafmæli og mun þurfa að hefja hina miklu leit að leikföngum sem ekki eru búin til í Kína... Það er ekki auðvelt, eyddi heilum klukkutíma í það um daginn... fann bara eitt púsl sem búið var til í Tékklandi og eina barnabók sem var prentuð annarsstaðar en í þrælakistu heimsins.
Fór í gær að skoða leiðið hennar mömmu. Við ætlum að láta búa til gítar úr steini. Táknrænt að sjálfsögðu enda samdi hún flest lögin sín við ljóð Steins Steinars:)
Í nótt dreymdi mig Dalai Lama. Þetta var skringilegur en magnaður draumur. Þarf að finna draumaráðningarmanneskju hið fyrsta.
Finnst ekkert eins mikilvægt á þessari stundu í heiminum okkar en að við náum sem flest að verða meðvituð um að hamingja okkar er fólgin í því að komast handan sjálfshyggjunnar og leggja okkar á vogskálarnar í að skapa hamingjuríka framtíð fyrir alla, ekki aðeins okkur sjálf. Já ég veit að þetta hljómar fremur væmið en svona er Birgitta - alveg hrikalega væmin mannvera þrátt fyrir pönkið í mér:)
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
18.6.2008 | 05:35
Röng frétt
Var að lesa mér til um þetta á vef anarkista og þar kemur í ljós að þessi fyrirsögn og frétt er röng. Fáninn var ekki skorinn, heldur bandið sem heldur honum uppi til að koma hinum fánanum á bandið. Íslenska flaggið var alveg ósnortið og ekkert vanhelgað eins og bloggheimur hefur verið að lepja upp eftir þessari frétt.
Ég bara skil ekki svona vinnubrögð hjá vinsælustu netfréttaveitu landsins. Ég tek það fram að ég hef nákvæmlega enga skoðun á þessari aðgerð sem slíkri og hef ekki tíma til að þrasa um vanvirðingu eður ei því ég er sjálf að standa fyrir annarri aðgerð í dag og tengist hún auðvitað Tíbet.
Í dag ætlum við að taka þátt í alþjóðaaðgerðum til að vekja athygli á ástandinu í Tíbet - hætt hefur verið við að hlaupa með kyndilinn um skjálftasvæðin í Tíbet í dag en kínversk yfirvöld ætla að fara með hann til Lhasa næstkomandi laugardag. Þrátt fyrir miklar tilraunir til að hafa áhrif á IOC til að þrýsta á CCP um að hætt verið við að fara með kyndilinn til Tíbets hafa þeir hunsað þá ósk, en óttast er að þessi athöfn verði tilefni mótmæla í Tíbet og það þýðir aðeins eitt: fleiri handtökur og jafnvel morð á þeim sem andmæla þessari táknrænu athöfn um yfirráð CCP á Tíbet. Við höfum fengið að láni alvöru Ólympuleikakyndil frá síðustu Ólympíuleikum og ætlum að fara frá kínverska sendiráðinu til stjórnarráðsins. Hittumst við kínverska sendiráðið klukkan 17:30 í dag.
Skar íslenska fánann á Stjórnarráðinu | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (9)
17.6.2008 | 12:04
Ísland og Tíbet
Eigum við eitthvað sameiginlegt með landinu sem snertir himininn? Ef til vill meira en okkur grunar?
Einu sinni vorum við ekki sjálfstæð þjóð. Við vorum dönsk nýlenda eins og Færeyjar og Grænland eru enn þann daginn í dag. Hvernig væri ástandið á Íslandi ef Danir hefðu ekki verið hernumdir og við hefðum ekki með notfært okkur það til að öðlast okkar frelsi? Varla hefðum við getað farið í stríð við Dani, vopna og herlaus þjóðin? Við erum smá en kná, friðarþjóð rétt eins og Tíbetar. Við eigum fornt tungumál sem við keppumst við að vernda, rétt eins og Tíbetar. Við eigum forna menningu sem ímynd okkar er samofin, rétt eins og Tíbetar. Eini munurinn er að við fengum frelsi, en ekki Tíbetar.
Hvað ef Danir myndu ákveða að þeir ættu tilkall til Íslands vegna sögulegra staðreynda varðandi það að við vorum eitt sinn nýlenda þeirra og í kjölfarið myndu þeir hernema landið?
Tíbet var frjálst land þegar það var hernumið af Kína. Þeir áttu í mun nánari viðskiptatengslum við Mongólíu en Kína. Dalai er mongólskt orð enda voru það Mongólar sem gáfu fyrsta Dalai Lama heiti sitt. Tíbetar voru með sinn eigin gjaldmiðil og tungumál þeirra á ekkert sammerkt kínversku. Tíbetar líkjast Kínverjum ekkert í útliti og menning þeirra er gerólík. En Tíbet átti eitthvað sem Kína skorti, ósnortna náttúru og fullkomna staðsetningu til að treysta ítök sín og völd enn frekar gagnvart nágrannalöndum Kína. Kjarnaorkukapphlaupið á milli Indlands og Pakistan á rætur sínar að rekja til ótta Indverja við kjarnavopn Kína, en þeim er beint að Indlandi frá hinu hálenda Tíbet. Kínversk yfirvöld hafa jafnframt eytt með ógnarhraða gríðarlega stórum fornum skógum og talað er um að þær aðgerðir hafi meðal annars haft þau áhrif að Kínverjar eru í auknum mæli að upplifa verstu flóð sögunnar á láglendinu kínverska.
Rökin sem Kína færir fyrir því að þeir eigi Tíbet eru þau sömu og ef Danmörk myndi gera tilkall til Íslands. Þegar Tíbet var hernumið var niðurstaða lögfræðingateymis S.Þ. að þetta væri hernám. Alþjóðasamfélagið hefur brugðist Tíbet og látið hernámið viðgangast í meira en hálfa öld. Margvíslegar útskýringar eru á því af hverju ekkert hefur verið gert til að aðstoða Tíbet en það breytir ekki staðreynd málsins; Tíbet er hernumið land. Þjóðmenning þeirra er að hverfa. Kínversk yfirvöld senda sífellt fleiri Kínverja til Tíbet og ætla sér að þurrka út menningu landsins og er þeim að takast það áætlunarverk sitt. Nú eru fleiri Kínverjar í Tíbet en Tíbetar. Tíbetar sem ekki læra kínversku eiga enga möguleika á háskólamenntun eða vel launaðri vinnu.
Kínversk yfirvöld hafa einn lögreglumann á hverja tuttugu Tíbeta. Mikill fjöldi Tíbeta er í fangelsum vegna trúarskoðana, ef þú neitar að hafna Dalai Lama sem trúarleiðtoga ertu sendur í fangelsi. Þessi fangelsi eru þekkt fyrir pyntingar sem eru svo svæsnar að munkar og nunnur fremja fremur sjálfsvíg en að láta loka sig þar inni til margra ára. Börn eru send í þessi fangelsi ef þau reyna að flýja Tíbet og koma þaðan illa leikin á sál og líkama.
Okkur tókst að öðlast sjálfstæði án blóðsúthellinga og tökum frelsi okkar sem sjálfsögðum hlut. Við vorum lánsöm að losna undan því að eiga allt okkar undir annarri þjóð. Okkur ætti því að finnast það sjálfsagður hlutur að aðstoða smáríki eins og Tíbet þegar það kallar á hjálp til að losna undan hervaldi annarrar þjóðar í sínu eigin landi. Mig grunar þó að eitt atkvæði til að komast í öryggisráð S.Þ. vegi þyngra en að standa vörð um mannréttindi, samt eru rökin fyrir því að fá sæti í þessu vitagagnslausa öryggisráði að stuðla að mannréttindum, þrátt fyrir þá staðreynd að öryggisráðið hefur ekki getað sýnt þeim löndum sem þurfa hve mest á stuðning heimsins að halda neinn stuðning, því Kína og USA hafa svokallaðan veto rétt og hafa notað hann óspart til að þjóna hagsmunum sínum.
Verum hugrakka þjóðin og sínum Tíbetum stuðning í verki með því að formlega krefjast þess að alþjóðlegum fjölmiðlum verði hleypt inn í landið tafarlaust.
Tökum ekki frelsi okkar sem sjálfsögðum hlut. Tíbetar hafa sent út neyðarkall til heimsins um aðstoð. Höfum manndóm til að þora að verða við því kalli og krefjum kínversk yfirvöldum að hefja viðræður við munkinn Dalai Lama um framtíð Tíbets. Ef við gerum ekki neitt erum við samsek um þjóðarmorð.
Forsætisráðherra bjartsýnn | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Breytt s.d. kl. 12:13 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
15.6.2008 | 19:40
Homepage Hall of Fame 1998
Eitt sinn var vefurinn minn Womb of Creation ákaflega vinsæll viðkomustaður og fékk margskonar skringilegar alþjóða viðurkenningar í netsamfélaginu. Gróf þetta myndskeið upp af myndbandi og skemmti mér svo vel yfir þessu að ég mátti til með að deila þessu með bloggvinum mínum. Það getur vel verið að ég skelli líka tónlistarmyndbandi sem við Graham Smith gerðum saman þegar ég var 17 ára hér á bloggið ef ég kemst yfir aulahrollinn. Eitt af fyrstu tónlistarmyndböndunum sem gerð voru hérlendis og er ekki að eldast vel:)
Bloggar | Breytt s.d. kl. 22:15 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
11.6.2008 | 12:23
Og hún hló, og hún skelli skelli hló!
Það er að segja ég...
þessi ljósmynd er bara snilld. Er einmitt búin að liggja í MAD sérútgáfu tileinkaðri Star Wars síðustu daga og þessi mynd gæti einmitt verið teikning eftir einhverja af MAD mönnunum, en ekkert er þeim heilagt. Ég vona að fólk fari nú ekki að hneykslast á þessu, því þetta er bara fyndið.
Fyrir þá sem vilja vita meira um Tíbet, þá setti ég fullt af slóðum á efni því tengdu sem og slóðir í heimildarmyndir á google video... Vona að fleiri taki sig til og kynni sér hvað er í gangi þarna og hefur fengið að viðgangast allt of lengi.
Svarthöfði á vegum félagsmanna í Vantrú | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Breytt s.d. kl. 13:25 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (8)
10.6.2008 | 18:28
Ítarleg grein um ekki neitt
Ætla mætti að hin illræmda gúrkutíð sé hafin. Þessi frétt er byggð á tölum sem alveg á eftir að vinna og segja manni nákvæmlega ekki neitt. Það er til hafsjór af málefnum sem krefjast ekki mikillar yfirlegu sem mættu alveg fá meira vægi þegar gúrkutíðin ríður yfir eins og stormsveipur af einskisverðum fréttum. Til dæmis Tíbet. Finnst alþjóðasamfélag blaðamanna hafa brugðist þeim sem og öðrum löndum þar sem engir fjölmiðlar fá aðgengi. Er það sennilega vegna þess að alþjóðafréttaveitur dæla ekki út greinum sem auðvelt er að þýða án mikillar rökhugsunar eða þekkingar. En þekkingarskortur háir nútíma blaðamennsku svo mikið að telja má að það sé nokkuð hættuleg þróun, því fólk virðist ekki vera duglegt að leita sér heimilda handan þess sem það les í þessum alþjóðahring helstu fjölmiðla.
Eins og áður kemur fram fæ ég alltaf mín fréttaskeyti varðandi Tíbet frá google. Það þýðir að ég hef ágæta yfirsýn yfir hvað er að gerast varðandi landið. En þessi skeyti eru harla einsleit og oft sama fréttin umskrifuð á fjölda tungumála. En ég fæ samt um 15 skeyti á dag. Flest skeytin hafa nokkrar fréttir. En skeytunum fækkar stöðugt og greinilegt að heimsbyggðin er að gleyma því sem er í gangi í landinu. Vona því að það verði hressileg mótmæli, því það er það eina sem virðist koma Tíbet á kortið. Netið er líka allt vaðandi í áróðri frá valdaklíkunni í Kína.
Það er annað sem ég hef rekið mig á eftir að hafa átt fullt af samtölum við fólk frá öllum heimshornum sem flest þekkir einhverja Kínverja persónulega og það er samróma álit allra að vinir þeirra kínversku eru afar gagnrýnir á stjórnvöld í Kína varðandi mannréttindabrot enda flestir flúið landið út af einskonar ofsóknum. En þegar kemur að málefnum Tíbets þá er þeim fyrirmunað að horfast í augu við að þeir séu beittir sömu kúgun og samlandar þeirra. Og þeir eru algerlega fastir í þeirri sýn að í Tíbet séu allir að "deyja" úr hamingju. Merkilegt.
Ég kalla eftir innihaldsríkum og fræðandi fréttum í gúrkutíð. Ég kalla líka eftir jákvæðum fréttum, því heimurinn okkar er stöðug kraftaverkamaskína og má alveg minna á það miklu oftar.
Set hér svo með mynd af paradísarblómi og mun án efa skrifa færslu um plöntur, því það er enn eitt dæmið um eitthvað sem er stöðugt að gleða mann, með litum, lykt og fegurð. (Ég er mjög væmin inn við beinið):)
Aukin sala á áfengi | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Breytt s.d. kl. 18:57 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
4.6.2008 | 07:04
Í skugga hamfara viðgangast enn voðaverk í Tíbet
Nánast engar fréttir hafa borist frá Tíbet í íslenskum fjölmiðlum undanfarnar vikur. Ég er með google news alert og fæ allar fréttir sem tengjast Tíbet í pósthólfið mitt. Ljóst er að voðaverkin halda áfram í Tíbet. Gleymum því ekki að jarðskjálftinn reið einnig yfir Tíbet og þar er fólk líka í sárum.
Á meðan heimsbyggðin beinir augum sínum að hamförunum í Kína er þeim nánast ekkert beint að Tíbet. Þar er enn fjöldi fólks handtekinn, sér í lagi munkar og nunnur og skotið er á þá sem voga sér að mótmæla. Enn hafa engir fjölmiðlar aðgang að landinu og ekkert, ekki neitt hefur verið gert af íslenskum yfirvöldum til að fordæma þessi voðaverk. Atkvæði Kína til að koma okkur í vita gagnslaust öryggisráð virðist vega svo þungt í huga utanríkisráðherra Íslands að það vegur þyngra en mannréttindi.
Því má með sanni segja að Ingibjörg styðji mannréttindabrot kínverskra yfirvalda og ég hef ekki séð neitt sem sýnir hið gagnstæða frá hennar ráðuneyti nema síður sé. Hún lýsti því yfir opinberlega að hún styddi Eitt Kína. Taka átti málefni Tíbets fyrir í utanríkisnefnd en það eins og svo mörg mál sem lenda þar inn á borði virðist hafa dottið út af borðinu. Margir þingmenn hafa sagst ætla að fjalla um Tíbet inn á þingi, ég hef bara ekki séð neinn fordæma kínversk yfirvöld eða kalla eftir einum né neinum aðgerðum til að tryggja mannréttindi í Tibet nema síður sé. Einn ráðherra sýndi þessi málefni áhuga: Björgvin viðskiptaráðherra og á hann heiður skilið fyrir sína framgöngu, en það er allt og sumt.
Svo virðist sem öllum ráðamönnum sem boðið er á opnunarhátíð Ólympíuleikana ætli að fara og með því að taka þátt í blessun sinni á því að CCP hefur þverbrotið alla samninga sem urðu til þess að þeir fengu leyfi til að halda þessa hátíð.
Ég mun halda áfram að mæta fyrir utan kínverska sendiráðið á hverjum laugardegi. Næsta laugardag ætla ég að reyna að vekja athygli á fórnarlömbum jarðskjálftans mikla frá Tíbet en gott væri að fá staðfestingu á hvort að Tíbet njóti sömu aðstoðar og þeir sem kínverskir eru.
Þeir sem hafa áhuga á að fylgjast með fréttum frá Tíbet, bendi ég á að kíkja á http://www. phayul.com og þeir sem hafa áhuga á sýna Tíbetum stuðning sinn bendi ég á að kíkja á samstöðufundina fyrir utan kínverska sendiráðið á laugardögum klukkan 13.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (5)
4.6.2008 | 05:55
Ónauðsynlegt
Nýverið voru hvítabirnir friðaðir vegna þess að þeir eru í útrýmingarhættu. Rök þeirra sem skutu björninn halda ekki vatni. Engin ógn var af þessu dýri ef rétt hefði verið staðið af verki. Allir sem tóku þátt í þessari lúalegu athöfn eru ábyrgir. Ef vilji hefði verið fyrir hendi og almenn þekking á atferli dýrsins þá hefði verið hægt að koma honum til síns heima án þess að illa færi fyrir neinum.
Heyrst hefur að það hefði orðið honum til miska að flytja hann á haf út. Fannst mér sem þau rök séu fremur afsökun en eitthvað sem ekki hefði verið hægt að koma í veg fyrir. Ef aðal ógnin af dýrinu var að þefa af skotglöðu veiðimönnunum, af hverju fóru þeir þá ekki fjær og földu sig fyrir honum? Það var allt fullt af fólki þarna og harla eðlilegt að björninn nasaði af mannfjöldanum. Af hverju var svæðinu ekki lokað fyrir almenning? Ég hef heyrt ágætis rök og lausnir á því hvernig við hefðum getað bjargað honum frá þessum örlögum og þykir mér leitt að sjá virðingarleysið gagnvart birninum þar sem karlarnir fimm stilla sér upp með bráð sína sem um einhvern safaríleik hefði verið um að ræða.
Ég þarf varla að taka það fram að ég veit gjörla að hvítabirnir eru hættuleg dýr og langt í frá að vera krúttlegir bangsar sem hægt er að knúsa, en þó dýr séu mönnum hættuleg, þá skulum við ekki gleyma hvaða dýr er öllum hættulegast: maðurinn sjálfur.
Annars var gærdagurinn hálfgerður sorgardagur ef maður hefur í huga kvöldfréttir sjónvarpsins. Fyrst þetta tilhæfulausa dráp og síðan stórkallalegar yfirlýsingar um olíuhreinsunarstöð á Vestfjörðum. Ég var einmitt að skoða eina slíka fyrir viku síðan í Venezúela og hvet ég fólk sem berst sem harðast fyrir þessu að kíkja í heimsókn í slíka stöð - er þetta framtíðarsýn Vestfjarða? Ég sem á ættir mínar að rekja þangað og hef dvalið vetrarlangt í Dýrafirði á ekki orð yfir skammsýni og rörsýni varðandi þetta mál.
Nú er góðærið að víkja fyrir samdrætti fyrir austan. Illa gengur að manna álverið og sér maður stöðugar auglýsingar frá Alcoa eftir verkafólki til að vinna hjá óskabarninu sjálfu. Hátækniálverinu sem átti að bjarga austurlandi frá volæði og vesæld. Hverjir maka krókinn fyrir austan og ætti ekki að banna þeim sem hæst góluðu eftir stóriðju þar á bæ að flytja til annarra landshluta ef herða fer á sultarólinni?
Nákvæmlega sama ferlið mun verða á Vestfjörðum, nokkrir munu græða mikið og sumir smá um stutta stund en þeir sem þurfa mest á því að halda munu ekki græða nokkurn skapaðan hlut enda gleymir fólk því allt og oft að þegar það er að eiga við stórfyrirtæki, hvort sem þau eru frá Evrópu, USA eða Rússlandi að þessi fyrirtæki hafa aðeins eitt markmið: tafarlausan gróða fyrir sig. Ég var að lesa merkilegar greinar sem tengjast banana-stórfyrirtækjunum sem eru við það að eyðileggja sjálfan bananann eins og við þekkjum hann. Plantan sem hann elur hefur þróað með sér einskonar myglu sem ekki er hægt að útrýma og er þessi fungi við það að ganga frá stofninum. En þeim er alveg sama svo framarlega sem þeir græði sem mest NÚNA; Samskonar hugsunarháttur einkennir öll þessi fyrirtæki og fyrir þá sem efast og halda að fyrirtæki eins og Alcoa eða rússamafían sé umhugað um samfélagið sem það nær í sína greip. Ég bendi hinum sömu að sjá hina stórgóðu mynd "the Corporation" eða "the Yes Men".
Ég vil líka taka það fram við þá sem ætla að byrja á vælinu: maður borðar ekki falleg fjöll og þú hefur ekki komið með betri lausn fyrir Vestfirði að ég hafði reyndar í samfloti við annað fólk lagt fram tilboð að rekstri fyrsta sjálfbæra samfélagsins á landinu, í mínum gamla heimavistarskóla í Dýrafirði en greinilegt var að taka átti fjörðinn frá fyrir olíuhreinsunarstöð, því engum af tilboðum þeim sem bárust nefndinni var tekið. Við ætluðum einnig að stofna til sumarskóla þarna með menningarlegu ívafi og eco-tourism en hópurinn af fólkinu sem tók þátt í verkefninu var skemmtileg blanda af fólki sem var tilbúið að flytja þarna vestur úr stórborginni og skapa atvinnutækifæri en það virðist best að flæma fólk burt sem hefur áhuga á einhverju öðru en stóriðju og skyndilausnum.
Ég var að vona að fórnin mikla fyrir austan væri nóg til að fólk gæti lært af öllum þeim mistökum sem hafa átt sér stað í þeim landshluta. Í gær sá ég að búið var að leggja niður stöðu blaðamanns Morgunblaðsins og Iceland Express hætt með beinar ferðir frá Egilsstöðum til Köben... Austurland mun hægt og sígandi fara í sama horf og fyrir fórnina miklu sem er miklu verri og meiri en flestir þar á bæ vildu horfast í augu við. Lögurinn fallegi orðinn að Gruggi og sorglegt verður að horfa upp á gróðurinn kafna undan dauðasallinu úr Hálsalóni.
Elsku þjóðin mín: berum virðingu fyrir landinu okkar. Án gjafa þess, hefðum við ekki neitt.
Einmana og villtur hvítabjörn | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (5)
14.5.2008 | 11:12
Lama Tenzin á Kaffi Hljómalind
næstkomandi fimmtudagskvöld... 15. maí klukkan 21:00. Það er ekki á hverjum degi sem við fáum tækifæri á að hitta lama frá Tíbet en næstkomandi fimmtudagskvöld eiga við þess kost. Vinir Tíbets verða með upplýsingakvöld um Tíbet, um félagið og síðast en ekki síst mun Lama Tenzin kynna skóla sem hann rekur á Indlandi fyrir fátæk og munaðarlaus börn. Allir velkomnir, ókeypis aðgangur á meðan húsrúm leyfir.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
13.5.2008 | 14:52
Tsunami:
Allur þessi fjöldi andvana maður verður eitthvað svo magnvana
Ég man þegar allt þetta fólk lést út af risaflóðbylgjunni við strendur Indónesíu - hvað mér leið eins og ég gæti ekkert gert. Ákvað samt að semja ljóðastúf og skellti á netið. Ljóðið náði að skola á land sem ofur lítill vonargneisti á strönd Indónesíu og prýddi boli í smáþorpi sem fólk búsett þar seldi til að afla fjár til uppbyggingar. Þó að manni líði sem það sé nánast ekkert sem maður geti gert, þá er alltaf betra að gera eitthvað en ekki neitt. Ein lítil bæn, smá fjármunir, kerti, hugleiðsla, allt telur þetta...
Læt fylgja með þetta ljóð og í tónhlöðunni má heyra mig lesa það í hljóðheimi Jóns Tryggva vinar míns.
Þögult hafið
skyndilegur veggur eyðileggingar
Sofandi í mjúkum sandi
fjöldagröf
Þúsundir sálna
skerandi hvítt ljós
vefur sig milli heima
Sársaukabrot skerst
djúpt
inn í hjartað
Vaxandi fjöldi
lífvana
Tómar skeljar
Stærri en lífið sjálft
eru hlutföllin
Allt sem ég hef að gefa er von
á þessum myrkustu tímum
Yfir 34 þúsund látnir á Búrma | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Tenglar
Nýja Ísland
Ég les:
Tíbet
- Fréttir frá Tibet
- Tibet Info Net An Independent Information Service on Contemporary Tibet
- Undercover in Tibet Ný heimildarmynd frá Channel 4 um hvernig ástandið er í raun og veru í Tíbet
- Leaving Fear Behind Viðtöl við Tíbeta í Tíbet stuttu fyrir mótmælin í mars
- Cry of the Snow Lion Margverðlaunuð heimildarmynd um Tíbet
- Yeti - heimildarmynd
- Yogis of Tibet Heimildarmynd um Jógameistara Tíbets sem eru óðum að hverfa
- Students for a Free Tibet
- Dalai Lama
- Tibetan Uprising
- Kerti fyrir Tíbet
- Tibet TV
- Central Tibetan Administration
- Om mani padme hum
Ýmsar slóðir
sem ég man eftir í andartakinu
- The Hunger Site
- THE MEATRIX
- Myspace síðan mín
- Úgáfan Beyond Borders Alþjóðleg útgáfa sem ég stofnaði árið 1999 í netheimum
- Hitt bloggið mitt
- Félagið Ísland-Palestína
- Womb of Creation Vefurinn minn sem ég hef haldið við síðan 1995
- Myspace síðan hennar mömmu
- Saving Iceland
- Be the change:)
- Náttúra vefur með umhverfisvitund
- Nattura info
- Care 2 make a Difference
Bækur
Bækurnar mínar
-
: Tuttugasta öldin og lærdómar hennar (ISBN: 9979-772-77-8 )
Þýddi þessa ásamt Jóni Karli Stefánssyni -
: Lífsreglurnar fjórar - the Four Agreements (ISBN: 9979768835)
Lífsreglurnar fjórar er ævaforn indjánaspeki sem hefur farið sigurför um heiminn. Bókin er byggð á fornri visku Tolteka-indjána og útskýrir sannindi sem er að finna í helgum dulspekihefðum víðsvegar um heim. Lesanda eru kynntar fjórar einfaldar en magnaðar lífsreglur sem vísa leiðina að frelsi og sjálfstæði einstaklingsins. Höfundurinn, don Miguel Ruiz, er af ætt græðara og seiðmanna sem hafa iðkað Toltekafræðin frá aldaöðli. Hann er heimsþekktur fyrir bækur sínar og fyrirlestra. -
: Dagbók kameljónsins (ISBN: 9979973307)
Dagbók kameljónsins er þroskasaga stúlku sem hefur þurft að berjast við að sogast ekki inn í geðveiki ættmenna sinna, en sjálfsvíg þeirrar manneskju sem hún leit á sem klettinn í lífi sínu verður til þess að hún gerir sér ljóst hve dýrmætt lífið er. Með því að þvinga sig til að muna fortíðina skapar hún möguleika á að eiga sér einhverja framtíð. Alkóhólismi móður hennar vegur jafnframt þungt í þessu verki og hefur afgerandi áhrif á sjálfmeðvitund söguhetjunnar sem á endanum öðlast þroska til að sjá manneskjuna handan sjúkdómsins sem brýst oft út í mikilli sjálfhverfu þess sem er haldin honum og skilur aðra fjölskyldumeðlimi eftir með því sem næst ósýnilegan geðrænan sjúkdóm sem jafnan er kenndur við meðvirkni. En þetta er engin venjuleg bók, hún er brimfull af von og lausnum, ævintýrum og einlægni og fellur aldrei inn í pytt sjálfsvorunnar. Bókin er tilraun til að brúa bilið á milli þess myndræna sem oft fyrirfinnst í dagbókum, en formið bíður upp á vægðarlausan heiðarleika og gefur lesandanum tækifæri á að nota sitt eigið hugarflug.
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (23.11.): 2
- Sl. sólarhring: 4
- Sl. viku: 13
- Frá upphafi: 509137
Annað
- Innlit í dag: 1
- Innlit sl. viku: 7
- Gestir í dag: 1
- IP-tölur í dag: 1
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Tónhlaða
Bloggvinir
- ADHD
- Agný
- Alfreð Símonarson
- Andrea J. Ólafsdóttir
- Alexandra Briem
- Andrés Magnússon
- Anna Ragna Alexandersdóttir
- Anna Ólafsdóttir Björnsson
- Ari Sigurðsson
- Baldvin Björgvinsson
- Baldvin Jónsson
- Baldvin Jónsson
- Bara Steini
- Bergur Sigurðsson
- Bergur Thorberg
- Bergur Þór Ingólfsson
- Bergþóra Árnadóttir - RIP 15.2.48 - 8.3.07
- Binnan
- Birgir Þórarinsson
- Birna Rebekka Björnsdóttir
- Bjargandi Íslandi
- Bjarkey Gunnarsdóttir
- Björgvin R. Leifsson
- SVB
- Brjánn Guðjónsson
- Brosveitan - Pétur Reynisson
- Bryndís Ísfold Hlöðversdóttir
- Brynja skordal
- Brynjar Hólm Bjarnason
- Bókaútgáfan Salka ehf
- Dagrún Steinunn Ólafsdóttir
- Daníel Haukur
- Dorje
- Dísa Dóra
- Egill Bjarnason
- Egill Jóhannsson
- Einar Guðjónsson
- Einar Indriðason
- Einar Vignir Einarsson
- Einar Ólafsson
- Eiríkur Bergmann Einarsson
- Eldur Ísidór
- Elyas
- Elín Sigurðardóttir
- Elísabet Markúsdóttir
- Erna Friðriksdóttir
- Erna Hákonardóttir Pomrenke
- Eva Benjamínsdóttir
- Eydís Hentze Pétursdóttir
- Eyjólfur Kristinn Vilhjálmsson
- FLÓTTAMAÐURINN
- Finnur Bárðarson
- Friðrik Hansen Guðmundsson
- Friðrik Þór Guðmundsson
- Fríða Eyland
- Félag Anti-Rasista
- Félag um stafrænt frelsi á Íslandi
- Gaukur Úlfarsson
- Georg P Sveinbjörnsson
- Gerður Pálma
- Gestur Guðjónsson
- Goggi
- Greta Björg Úlfsdóttir
- Gunnar Pétursson
- Gunnar Rögnvaldsson
- Gunnar Skúli Ármannsson
- Gunnlaugur B Ólafsson
- Gunnlaugur Stefán Gíslason
- Guðjón Baldursson
- Guðjón Bergmann
- Guðjón Heiðar Valgarðsson
- Guðmundur Helgi Helgason
- Guðmundur M Ásgeirsson
- Guðmundur Ragnar Guðmundsson
- Guðmundur Steingrímsson
- Guðmundur Ásgeirsson
- Guðný Lára
- Guðrún S Sigurðardóttir
- Guðsteinn Haukur Barkarson
- Gísli Hjálmar
- Haffi
- Halldór Sigurðsson
- Hannibal Garcia Lorca
- Haukur Már Helgason
- Heidi Strand
- Heilsa 107
- Heiða Þórðar
- Helga Auðunsdóttir
- Kaleb Joshua
- Hildur Helga Sigurðardóttir
- Himmalingur
- Hilmar Gunnlaugsson
- Hjálmtýr V Heiðdal
- Hjörleifur Guttormsson
- Hlekkur
- Hlynur Hallsson
- Hlynur Jón Michelsen
- Hlédís
- Hrafnhildur Ýr Vilbertsdóttir
- Hrannar Baldursson
- Hrólfur Guðmundsson
- Hulla Dan
- Hólmfríður Guðlaug Einarsdóttir
- Hörður B Hjartarson
- Húmoristaflokkurinn
- Ingibjörg Álfrós Björnsdóttir
- Ingibjörg Helga
- Ingibjörg SoS
- Ingibjörg Stefánsdóttir
- Ingigerður Friðgeirsdóttir
- Isis
- Jakob Falur Kristinsson
- Jakob Smári Magnússon
- Jakob Þór Haraldsson
- Jakobína Ingunn Ólafsdóttir
- Jens Guð
- Johann Trast Palmason
- Jóhannes Ragnarsson
- Jón Bjarnason
- Jón Gerald Sullenberger
- Jón Sigurgeirsson
- Jón Svavarsson
- Jón Valur Jensson
- Jón Þór Ólafsson
- DÓNAS
- Katrín Mixa
- Katrín Snæhólm Baldursdóttir
- Ketill Sigurjónsson
- Ketilás
- Kjartan Pétur Sigurðsson
- Konráð Ragnarsson
- Kristbergur O Pétursson
- Kristján B. Jónasson
- Kristján Kristjánsson
- Kristján Logason
- Kristín Dýrfjörð
- Kristín Snorradóttir
- Krummi
- Kári Harðarson
- Landvernd
- Laufey Ólafsdóttir
- Lovísa
- Lára Hanna Einarsdóttir
- Lýður Árnason
- Mafía-- Linda Róberts.
- Margrét Guðjónsdóttir
- Margrét Lóa Jónsdóttir
- Margrét Sigurðardóttir
- Markús frá Djúpalæk
- María Kristjánsdóttir
- María Pétursdóttir
- Methúsalem Þórisson
- Morgunblaðið
- Myndlistarfélagið
- Mál 214
- Máni Ragnar Svansson
- Neo
- Oddi
- Paul Nikolov
- Perla
- Pjetur Hafstein Lárusson
- Pálmi Gunnarsson
- Pálmi Guðmundsson
- Ragnar Þór Ingólfsson
- Rannveig H
- Ransu
- Róbert Björnsson
- Rögnvaldur Hreiðarsson
- Rúnar Sveinbjörnsson
- Rúnar Þór Þórarinsson
- Salvör Kristjana Gissurardóttir
- Samstaða - bandalag grasrótarhópa
- SeeingRed
- Sema Erla Serdar
- Sigga
- Signý
- Sigrún Jónsdóttir
- Sigurgeir Orri Sigurgeirsson
- Sigurgeir Þór Hreggviðsson
- Sigurjón Sigurðsson
- Sigurður Hrellir
- Sigurður Sigurðsson
- Sigurður Þór Guðjónsson
- Skuldlaus
- Snorri Sturluson
- Soffía Valdimarsdóttir
- Stefán Friðrik Stefánsson
- Þorsteinn Briem
- Steinunn Helga Sigurðardóttir
- Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir
- Stríða
- Sveinbjörn Eysteinsson
- Sveinn Hjörtur
- Sveinn Ólafsson
- Sverrir Stormsker
- Swami Karunananda
- Sæmundur Bjarnason
- Sævar Finnbogason
- Sævar Einarsson
- Sæþór Helgi Jensson
- Sóldís Fjóla Karlsdóttir
- Sóley Tómasdóttir
- Sólveig Klara Káradóttir
- TARA
- Tilkynning
- Tinna Jónsdóttir
- Trausti Traustason
- Tryggvi Gunnar Hansen
- Tína
- TómasHa
- Valgeir Skagfjörð
- Valgerður Halldórsdóttir
- Vefritid
- Vilborg Eggertsdóttir
- Vilhelmina af Ugglas
- Vilhjálmur Árnason
- Villi Asgeirsson
- Vinir Tíbets
- Viðar Eggertsson
- Viðar Freyr Guðmundsson
- Vér Morðingjar
- Vésteinn Valgarðsson
- arnar valgeirsson
- fingurbjorg
- hreinsamviska
- leyla
- molta
- oktober
- Einhver Ágúst
- Ágústa Kolbrún Jónsdóttir
- Ár & síð
- Árni Þór Sigurðsson
- Ásgeir Rúnar Helgason
- Ásgerður
- Ásta Hafberg S.
- Ásthildur Cesil Þórðardóttir
- Ævar Rafn Kjartansson
- Íbúasamtökin Betra Breiðholt
- Ólaf de Fleur Jóhannesson
- Ólafur fannberg
- Ólöf de Bont
- Ómar Ragnarsson
- Óskar Arnórsson
- Örlygur Hnefill Örlygsson
- Þorsteinn Mar Gunnlaugsson
- Þröstur Unnar
- Þór Jóhannesson
- Þór Saari
- Þórhildur og Kristín
- Þórður Björn Sigurðsson
- Þórólfur S. Finnsson
- Andrés.si
- Anna Karlsdóttir
- Anna Margrét Bjarnadóttir
- Ari Jósepsson
- Aron Ingi Ólason
- Axel Þór Kolbeinsson
- Barði Bárðarson
- Bergþór Gunnlaugsson
- Billi bilaði
- Bjarki Steingrímsson
- Bjarni Kristjánsson
- Bogi Jónsson
- brahim
- Daði Ingólfsson
- Daníel Sigurður Eðvaldsson
- Dóra litla
- Dúa
- Einar Björn Bjarnason
- Elsabet Sigurðardóttir
- Esther Anna Jóhannsdóttir
- Frosti Sigurjónsson
- Grétar Eiríksson
- Guðbjörg Hrafnsdóttir
- Guðmundur Óli Scheving
- Gunnar Helgi Eysteinsson
- Héðinn Björnsson
- Hreyfingin
- Hulda Haraldsdóttir
- Högni Snær Hauksson
- Ingvi Rúnar Einarsson
- Ísleifur Gíslason
- Jack Daniel's
- Jóhann Ágúst Hansen
- Jóhannes Þór Skúlason
- Jóhann Pétur
- Jóna Kolbrún Garðarsdóttir
- Jónas Bjarnason
- Jón Kristófer Arnarson
- Jón Lárusson
- Karl Gauti Hjaltason
- Lísa Björk Ingólfsdóttir
- Lúðvík Lúðvíksson
- Madhav Davíð Goyal
- Magnús Ragnar (Maggi Raggi).
- Morten Lange
- Óðinn Kári Karlsson
- Ólafur Eiríksson
- Ólafur Ingi Hrólfsson
- Pjetur Stefánsson
- Rafn Gíslason
- Rannsóknarskýrslan
- Rúnar Freyr Þorsteinsson
- Sigurbjörn Svavarsson
- Sigurður Einarsson
- Sigurður Jónsson
- Sigurður Sigurðsson
- Sigurður Þórðarson
- Sigþrúður Þorfinnsdóttir
- Sveinbjörn Ragnar Árnason
- Vaktin
- Vilhjálmur Sveinn Björnsson
- ÞJÓÐARHEIÐUR - SAMTÖK GEGN ICESAVE
- Þorsteinn Helgi Steinarsson
- Þorsteinn Valur Baldvinsson