Leita í fréttum mbl.is

Færsluflokkur: Bloggar

Rangfærslur í fréttinni

Í fyrsta lagi er Tsewang ekki munkur og hefur aldrei sagt sig vera slíkan, hann er stjórnmálafræðingur. Það stóð skýrt og skilmerkilega í tölvupósti sem sendur var. Þetta viðtal við hann og hvernig unnið er úr þessu er afar illa gert. Ég ætla að láta fylgja hér bréfið hans sem hann sendi á íslenska fjölmiðla og svörin sem hann sendi blaðamanninum svo þið getið séð hve þessi frétt er undarlega unnin. Það er til dæmis furðulegt að segja að hann sé að biðja um einhverskonar áróður. Ég kalla eftir vandaðri vinnubrögðum, finnst illa unnið úr góðum efnivið.

1. It is my understanding that you encouraged the icelandic participants of the olympic games to protest the Chinese government by all means necassarry. Is that true, and why did you ask them to do that. Yes I did my best to contact them and encourage them to use their freedom of speech which the Tibetan people are denied of in their own country. I think it is a good opportunity to let the Chinese government know that the eyes of the world are watching. The voice of the Tibetan people might has been silenced in Tibet but those of us who enjoy the freedom of speech can become their voice. 2. Did anyone of the athletes promise to protest in Beijing? No, but if they did I would obviously not tell.

3. For many years athletes have signed an oath of upholding the olympic spirit, before going to the games. According to the oath, they can be deprived of their medals if they fail to uphold their oath. Do you think that there is some other contract, written by the Chinese government, that the contestants have to sign? A promise not to protest? And if so, can you prove that there is such a contract?

From what I have heard then they were made to sign a contract, maybe it is only the oath, I don´t know but according to what they signed, they are not allowed to blog, to go on certain websites and are not to talk about their views on things that might insult the Chines regime such as the issue of Tibet. I can´t prove anything since i am not going to the games, maybe it is better to ask those that are going to participate in the Olympic games. 4. How do you recommend that the athletes protest?

They can make a sign with their hands - some are commonly known such as the T with their index fingers and the nine fingers for free Tibet. They can also after they are done compeating they can for example make a t- shirt that says Free Tibet and wear it. Make small banners Be creative. Be courageous, because they enjoy freedom - they should use it.5. Do you feel that the olympics, an ancient, non-political sporting contest, should be the venue for political protest or propoganda?

Tibetans don´t see events in life as separated from one another - it is all interconnected. The Olympics are also part of life, it can not be separated from life for convenience sake. Tibetan struggle for freedom and basic human rights are not part of politics it is about survival and saving the culture and their lives from extinction. It is a matter of life and death. It is the basic instinct of the human being a wish to live in freedom and happiness, the same applies to the Tibetan people. It is not right to classify it and brush it off the table as simply politics. We do not see our struggle for survival as a political propaganda.6. Do you think that nations should boycott the olympics for political reasons? Is that fair to the contestants? Olympics are a symbol of friendship and brotherhood among nations of the world. So first of all it is a mistake to allow a regime like the communist Chinese government who is not worthy of holding games who signify everything they are not able to do, like the values of respect for human life and human rights. Everyone knew they couldn't keep their promises or rather, wouldn´t. As seen in how they have been getting more and more brutal in Tibet. And the human right record in China has actually gotten worse after they won the bid to hold the games according to Amnesty International. Don´t forget that Tibet is closed. What is really happening there? Tibet has been under such strict control since March. It might be hard for someone who lives in Iceland to imagine how it is. But the terror it inflicts on the people living in Tibet is so great that there has never before been such an exodus despite the danger of fleeing. 

I am not asking the athletes to boycott the olympics but to use their voice in an positive way and to remember that individuals can change the world. 

Ákall um frið í Tíbet - kveikjan að fréttinni 

Mig langar til að minna á orð forseta Evrópska þingsins Hans Gert Pottering, sem hvatti íþróttamenn til að sýna sannan íþróttaanda með því að andmæla mannréttindabrotum þegar þeir koma saman í Kína. Það geta þeir gert með því að sýna í verki að þeir hafi ekki “gleymt” Tíbet.  Hver og einn íþróttamaður getur gert það á sinn hátt, með því að gefa merki sem umheimurinn skilur. Engin opinber starfsmaður getur hindrað það. Þar fyrir utan, er þetta kjörið tækifæri til að gefa kínverskum stjórnvöldum tækifæri til að sýna heiminum að þau virði mannréttindi og hafa í raun og veru áhuga á að bæta ástandið í Tíbet. Kína ætti að vera fært um að höndla meiri ábyrgð með vaxandi áhrifamætti og völdum á alþjóðavísu. 

Ég, fyrir hönd allra þeirra Tíbeta sem hafa misst réttinn á að tjá sig undir kínverska einræðinu, langar til að biðja íþróttafólkið sem eru fulltrúar Íslands á Ólympíuleikunum í Peking um að sýna okkur stuðning ykkar á hvern þann hátt sem þeim finnst við hæfi. Þannig getur það lagt sitt að mörkum til að bæta stöðu mannréttinda í Kína og hvatt til að varanleg lausn finnist á málefnum Tíbets áður en menning þjóðar minnar þurrkast endanlega út. 

Yfir tvöhundruð Tíbetar hafa verið drepnir í kjölfar mótmælana í mars í Tíbet og þúsundir hafa verið fangelsaðir þar sem þeir eru pyntaðir fyrir það eitt að eiga mynd af Dalai Lama í fórum sínum. Til að auka aðförina á þjóð mína hefur landinu verið lokað fyrir fjölmiðlum þannig að ógerlegt er fyrir alþjóðasamfélagið að fá vitneskju um það harðræði sem Tíbetar búa við í dag, en samkvæmt fréttum sem smyglað er út úr landinu verður ástandið sífellt verra. 

Eina leiðin til að fá fréttir sem hægt er að treysta er frá þeim Tíbetum sem hefur tekist að flýja landið yfir Himalayafjöllin en það er um mánaðarganga yfir hæstu fjallagarða heimsins. Margir deyja á leiðinni, sérstaklega er mannfallið mikið meðal barna sem leggja í þessa háskaför til frelsis. 

Þetta er einlægt ákall til allra þeirra sem eru að fara á Ólympíuleikana í Peking sem og íslensku þjóðarinnar um að sína þjóð minni stuðning. Saman getum við gert þessa Ólympíuleika enn minnisstæðari með því að sýna samstöðu með frelsi og mannréttindum. Björgum Tíbet með því að auka meðvitund okkar um hvað er að gerast þar og ljá þeim röddum sem hafa verið þaggaðar rödd okkar.

Með friðarkveðju
Tsewang Namgyal

f.h. Tíbeta búsetta á Íslandi 


mbl.is Hvetur keppendur til mótmæla á ÓL
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Frábær ljósahátíð í gærkvöld

Kerti fyrir Tíbet

Það var eitthvað stórkostlegt við það að taka þátt í aðgerð fyrir friði með milljónum manna um heim allan og sýna þannig Tíbetum sem enn þjást í Tíbet að heimurinn hafi ekki gleymt þeim, þó oft á tíðum virðist svo vera. 

Mér finnst þessi tími sem nú er að líða vera einhver sá mikilvægasti í sögu Tíbet. Af hverju? Jú, staðreyndin er þessi: Tíbetar eru nú í minnihluta í sínu eigin landi. Markvisst er verið að eyða menningu þeirra og lífi þeirra. Þeirra barátta fyrir frelsi snýst ekki um lúxusvandamál heldur um baráttu upp á líf og dauða heillar þjóðar. Ef ekkert verður að gert er öruggt að heimsbyggðin beri ábyrgð á þjóðarmorði. Ég vil ekki naga mig í handarbökin síðar og þess vegna er ég að gera eitthvað. Stundum fallast manni hendur, eins og eftir þessa yndislegu stund sem við áttum í gær með kertum og fólki á Lækjartorgi, heimsviðburður og allt það, þá lét enginn fjölmiðill sjá sig. Ég fékk ekki fréttatilkynningar birtar í netmiðlum og RÚV fjallaði ekki neitt um þetta. 

Svo fór ég að hugsa um hver er drifkrafturinn á bak við aðgerðirnar fyrir Tíbet og hann er ósköp einfaldlega sá að mér finnst svo óendanlega fallegt að sjá Tíbetana örfáu sem búa hér eflast í sinni umleitan að viðhalda menningu sinni. Það er nefnilega þannig með Tíbeta að eina leiðin fyrir þá til að varðveita menningu sína er í útlegð og því finnst mér að við eigum að gera allt sem í okkar valdi stendur til að gefa þeim vettvang til þess.

Ég setti saman smá myndband frá hátíðinni okkar fábrotnu í gær og við sem vorum að skipuleggja Kerti fyrir Tíbet um allan heim fengum aðgang að tónlistinni sem er á Songs for Tibet - ég valdi Moby lagið því það passar bara eitthvað svo vel við stemmninguna sem var í gangi í gær meðal okkar milljónanna sem ekki eru frétta virði á Íslandi:) Minni svo á hin vikulegu mótmæli fyrir utan kínverska sendiráðið klukkan 13 á morgunn, Víðimel 29. Óformleg dagskrá - en núna er 23 eða 24 skiptið sem ég stend fyrir hitting á þessum slóðum til að minna á mannréttindabrot í Tíbet.


Kerti fyrir Tíbet í kvöld

Minni á kerti fyrir Tíbet í kvöld klukkan 21:00 - á Lækjartorgi, heima hjá þér, í vinnunni þinni.

Nánari upplýsingar og skráning á candle4tibet.org  

Frjálst Tíbet 

 Auðvitað er stórmerkilegt að heyra einn harðstjóra gagnrýna annan eins og þessi frétt ber með sér. En ég kýs að blanda ekki saman mínum aðgerðum varðandi stríðsrekstur bandarísku ríkisstjórninni við þetta málefni. Vinsamlegast virðið það. Getum spjallað um það á öðrum þræði, en komið endilega í kvöld á Lækjartorg eða kveikið á kerti heima hjá ykkur. Hægt að fá ódýr kerti í Bónus, bæði úti og inni kerti. 


mbl.is Segir að frelsi muni koma
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Yfir 100 milljón manneskjur tendra kerti fyrir Tíbet

Kerti fyrir Tíbet, hið alþjóðlega framtak Ísraelans David Califa hefur nú laðað að sér 100 milljón manneskjur sem hafa staðfest þátttöku sína í verkefninu. Dalai Lama og Robert Thurman hafa opinberað stuðning sinn við verkefnið og hvatt aðra til að taka þátt í þessu alþjóðafriðarátaki fyrir málstað Tíbeta.

 
Vinir Tíbets á Íslandi skipuleggja ljósahátíð í Reykjavík sem lið í þessu verkefni. Hátíðin hefst á Lækjartorgi klukkan 21:00 á fimmtudagskvöldið 7. ágúst. Kveikt verður á kertum víðsvegar um heiminn klukkan 21:00 að staðartíma. Allir eru velkomnir og hægt að kaupa stormkerti á kostnaðarverði. Kertin verða notuð til að skrifa stórum stöfum “Save Tibet”. Þeir sem ekki hafa tök á að taka þátt í ljósahátíðinni geta samt sem áður sýnt ákalli Tíbeta um frelsi og að mannréttindi þeirra séu virt, stuðning með því að skrá sig á http://candle4tibet.org og kveikt á kerti á heimili sínu – best er að setja kertið út í glugga til að það verði öðrum sýnilegt.
 
Ljósahátíðinni er ekki ætlað að vera mótmæli gegn Ólympíuleikunum, heldur fremur að beina kastljósinu að því sem er að gerast í Tíbet en landið er enn lokað fyrir umheiminum og stöðugt berast fréttir af harðnandi aðgerðum gagnvart þjóðinni, sérstaklega gagnvart munkum og nunnum. Þá er þetta ekki heldur aðför gagnvart kínversku þjóðinni en mannréttindi eru víða brotin á kínverjum í heimalandi þeirra.
 
Með því að taka þátt í alþjóðaljósahátíðinni erum við að ljá þeim rödd okkar sem hafa ekki frelsi til að segja skoðanir sínar. Tökum ekki málfrelsi okkar sem sjálfsögðum hlut, notum þennan rétt til að segja hug okkar og lánum þeim sem hafa misst þennan rétt til að fræða aðra um hlutskipti þeirra.
 
Ljósahátíðin er öllum opin og er fólk hvatt til að skrá sig á http://candle4tibet.org - Þegar hátíðin er yfirstaðin á heimsvísu verður tekið saman hve margir skráðu sig frá Íslandi og yfirvöldum afhent bréf þess efnis og hvött til aðgerða til að stuðla að bættum mannréttindum í Tíbet.
kertifyrirtibet

Ákall um frið í Tíbet

Frá vini mínum Tsewang til íslensku þjóðarinnar.

Vinir Tíbets

Mig langar til að minna á að orð forseta Evrópska þingsins Hans Gert Pottering, sem hvatti íþróttamenn til að sýna sannan íþróttaanda með því að andmæla mannréttindabrotum þegar þeir koma saman í Kína. Það geta þeir gert með því að sýna í verki að þeir hafi ekki “gleymt” Tíbet.  Hver og einn íþróttamaður getur gert það á sinn hátt, með því að gefa merki sem umheimurinn skilur. Engin opinber starfsmaður getur hindrað það. Þar fyrir utan, er þetta kjörið tækifæri til að gefa kínverskum stjórnvöldum tækifæri til að sýna heiminum að þau virði mannréttindi og hafa í raun og veru áhuga á að bæta ástandið í Tíbet. Kína ætti að vera fært um að höndla meiri ábyrgð með vaxandi áhrifamætti og völdum á alþjóðavísu. 

Ég, fyrir hönd allra þeirra Tíbeta sem hafa misst réttinn á að tjá sig undir kínverska einræðinu, langar til að biðja íþróttafólkið sem eru fulltrúar Íslands á Ólympíuleikunum í Peking um að sýna okkur stuðning ykkar á hvern þann hátt sem þeim finnst við hæfi. Þannig getur það lagt sitt að mörkum til að bæta stöðu mannréttinda í Kína og hvatt til að varanleg lausn finnist á málefnum Tíbets áður en menning þjóðar minnar þurrkast endanlega út. 

Yfir tvöhundruð Tíbetar hafa verið drepnir í kjölfar mótmælana í mars í Tíbet og þúsundir hafa verið fangelsaðir þar sem þeir eru pyntaðir fyrir það eitt að eiga mynd af Dalai Lama í fórum sínum. Til að auka aðförina á þjóð mína hefur landinu verið lokað fyrir fjölmiðlum þannig að ógerlegt er fyrir alþjóðasamfélagið að fá vitneskju um það harðræði sem Tíbetar búa við í dag, en samkvæmt fréttum sem smyglað er út úr landinu verður ástandið sífellt verra. 

Eina leiðin til að fá fréttir sem hægt er að treysta er frá þeim Tíbetum sem hefur tekist að flýja landið yfir Himalayafjöllin en það er um mánaðarganga yfir hæstu fjallagarða heimsins. Margir deyja á leiðinni, sérstaklega er mannfallið mikið meðal barna sem leggja í þessa háskaför til frelsis. 

Þetta er einlægt ákall til allra þeirra sem eru að fara á Ólympíuleikana í Peking sem og íslensku þjóðarinnar um að sína þjóð minni stuðning. Saman getum við gert þessa Ólympíuleika enn minnisstæðari með því að sýna samstöðu með frelsi og mannréttindum. Björgum Tíbet með því að auka meðvitund okkar um hvað er að gerast þar og ljá þeim röddum sem hafa verið þaggaðar rödd okkar.

Með friðarkveðju
Tsewang Namgyal
f.h. Tíbeta búsetta á Íslandi

 


Arnarfjörður og arnarunginn

Friðgeir að mynda þvottaplan

Ég fór í örferðalag í vikunni og er enn að melta allt það sem ég fékk að upplifa. Hápunktarnir voru án efa Arnarfjörður og arnarunginn sem ég hitti á Snæfellsnesi.

Ég og einn besti vinur minn hann Friðgeir ásamt Neptúnusi og Delphin fórum á jazzbílnum Vernharði á vesturland til að byrja með. Tókum stefnuna á bóndabæ á Snæfellsnesi. Þar á stjúpi minn hlut í gömlum bóndabæ rétt við hafið. Við lögðum í hann á þriðjudag og vorum komin með góðum hléum um eftirmiðdaginn. Það var alveg yndisleg blíða og stillur. Fórum með Valda í smá ferð um spegilslétt hafið á gúmmíbát. Ætlunin var að fara í litla eyju og kíkja á arnarunga og athuga hvort að við myndum sjá selina sem synda þarna um. Og viti menn þrír selir kíktu á furðulega fólkið sem var á ferð. Lyftu sér hátt upp af forvitni og létu sig hverfa bara til að koma aðeins nær.

Arnarunginn

Það var að fjara svo við þurftum að drífa okkur út í eyju, yfir henni hringsólaði magnaðasti fuglinn í ríki fugla; örninn. Við fórum á eyjuoddann og sáum þar ófleygan arnarunga. Hann var þó engin smásmíði og vænghafið ótrúlega umfangsmikið. Greinilega vel nærður, stór kjötstykki í hreiðri og rándýrsblik í augum. Ég var hjá honum ein í smástund, fékk að ræna hann einni fjöður sem hann hafði misst og hugsaði um indíánablóðið í æðum mínum á meðan ég horfði í augu hans um stund. Það var á einhvern hátt eins og helgistund. Hljómar kannski furðulega en ég er auðvitað náttúrudýrkandi og fannst mikil forréttindi að fá að horfast í augu við örn um stund:)

Marglyttur við Flatey

Við skoðuðum lundana sem voru svo þungir af öllu æti dagsins að þeir ætluðu varla að geta hafið sig til flugs. Tókum svo stefnuna heim á bæ að fá okkur sjálf eitthvað í gogginn. Kíktum svo aðeins við á Stykkishólm í blíðunni og keyptum ís til að snæða með grilluðum banönum og suðusúkkulaði. Ég var orðin eitthvað veik en góður nætursvefn hressti mig við. Vaknaði klukkan 6 og náði að skrifa eitt ljóð í dagbókina mína, drakk í mig fegurðina allt um kring og vakti svo mannskapinn. Ég hafði sem betur fer keypt miða í ferjuna Baldur áður en ég fór á netinu - nokkrir þurftu greinilega frá að snúa. En strax klukkan hálf 9 var löng biðröð í ferjuna. Merkilegt hvað er hægt að troða mörgum bílum í þessa litlu ferju. Það er reyndar skömm frá því að segja að ég hafi aldrei farið í ferjuna áður á þann stað á landinu sem ég ber svo miklar og stórar tilfinningar til, þ.e.a.s. vestfjarða. 

Delphin inní styttunni

Mér finnst ferjan snilld og ætla að notfæra mér þessa þjónustu oft og mörgu sinnum. Það var gjóla og frekar kalt um morguninn en þegar við náðum landi á Brjánslæk var orðið vel heitt og kom síðar í ljós að slegin voru hitamet þennan dag líka fyrir vestan.  

Stefnan var tekin á Arnarfjörð en mér lék forvitni að sjá þann stað sem búið er að taka frá fyrir olíuhreinsunarstöð. Við fórum fyrst yfir Dynjandisheiði og sáum þar líka þessa merkilega flottu styttu. Kom í ljós að hún var gerð af vegavinnumönnunum sem unnu við gerð brúarinnar yfir Pennu árið 1958. Mér finnst þetta flottasta stytta sem ég hef séð á vegum úti hérlendis. 

Við stöldruðum aðeins við í botni Þernudals og hámuðum í okkur allskonar spikfeit ber. Delphin ofurhugi vildi endilega leggjast til sunds í kaldri ánni. Hann var á sundskýlunni mest allan daginn, alsæll í þessari vatnaveröld. Sá bregða fyrir stórum löxum í ljósgrænum hyl. Skemmtum okkur vel þarna í gróðurreit á hjara veraldar. Ofurhuginn varð reyndar svo yfir sig hræddur við geitung að það þurfti að bera hann að hellisbúa sið upp úr litla gilinu. 

Við komum við í Bíldudal eftir að hafa heillast af glæsilegum flugvelli við bæjarmörkin. Ég reyndar heillaðist enn frekar af Bíldudal. Yndislegur bær og mér þótti furðu sæta að þar var enga ferðamenn að finna á þessum fallega degi. Ég mun með sanni koma aftur til 

Við upphaf ferðalagsins

Bíldudals og vonandi hafa tök á að dvelja um einhvern tíma þar. Við rákumst á athafnamanninn Jón Þórðarson sem rekur skemmtilegt gallerí og vefsíðu bæjarins, hvet alla til að kíkja á vefinn, bildudalur.is. Ég ætla að skrifa meira um ferðalagið mitt. Þetta er bara að verða svo mikil ritgerð. Setti inn slatta af myndum frá ferðalaginu en á eftir að setja inn myndirnar frá Selárdal.

Verð að hætta núna en tek upp þráðinn á morgunn. Er að fara að hitta fyrsta internet vin minn sem ég kynntist árið 1995 og hef ekki enn hitt. Hlakka til að sjá hann í þrívídd:) Hann er skemmtilegur persónuleika af netnördakyni sem ferðast um heiminn með brúðleikhús í sérkennilegri kantinum.  


Ég ætla að dansa indíánadans um verslunarmannahelgina

Ég hef aldrei verið mikið fyrir það að fara út úr bænum um verslunarmannahelgina en ætla að bregða út af vananum í ár og taka þátt í þessu. 

 

Hjörtu okkar og hjarta jarðarinnar eru eitt.

 

Sunray námskeið  haldið að Búlandi A Landeyjum

Verslunarmannahelgina 1-3  ágúst.

 

INDÍÁNA ÆFINGAR,  dans HÖFUÐÁTTANNA,

OG HUGLEIÐSLA

 

Á tímamótum mikilla umbreytinga á jörðinni og hjá mannkyninu fáum við nú tækifæri til að marka spor friðar og jafnvægis  í sérvöldum huldum náttúruperlum  í næsta nágrenni við Búland.

 

Ven Dhyany Ywahoo hefur tjáð okkur að Ísland sé að kalla eftir hjálp hún hefur beðið okkur að hlusta á landið okkar.

 

Við hjónin á Búlandi  ákváðum að bregðumst við því með  því að bjóða  þátttakendum Sunray  aðstöðu  á Búlandi.

 

Angelika  Salberg   Sunray kennari leiðir námskeiðið.

Ven Dhyany Ywahoo Indíánahöfðingja Cherokee ættbálksins

var  barn  að aldri valin af þeim eldri innan ættbálksins, til að kenna áfram heilög fræði forfeðra þeirra um samspil mannsins við himininn,  jörðina og mannkynið.

 

Þetta nám hæfir öllum  aldurshópum. Hafir þú áhuga á að taka þátt í að  styrkja, styðja  og hreinsa okkar yndislega land af áhrifum sem hafa orðið af manna eða náttúruvöld þá er þetta.

Einstakt tækifæri til gera eitthvað algerlega öðruvísi, komast í snertingu við sjálfan sig  án vímuefna í faðmi  fjölskyldunnar og náttúrunnar.

Verð:  21.000 fyrir hjón

Einstaklingar 11.000

Ókeypis fyrir 18 ára og yngri.

 

Skráning.

Guðný Halla / Guðmundur  4878527 - 8936698   -8684500

buland@emax.is

 

Mótmæli fyrir utan dómsmálaráðuneytið

Á morgunn 4. júlí á milli 12 og 13 verða mótmæli fyrir utan dómsmálaráðuneytið. Við skorum á Björn Bjarnason og Hauk Guðmundsson að snúa Paul Ramses heim og fjalla um mál hans hérlendis þar sem fjölskylda hans er. Við krefjumst þess að Paul fái hér pólitískt hæli og að vinnubrögð  eins og í máli hans muni ekki endurtaka sig.

Síðastliðinn desember tók Paul þátt í borgarstjórnarkosningum í Naíróbí, en flokkur hans náði ekki kosningu. Eftir kosningarnar urðu margir stjórnarandstæðingar fyrir ofsóknum. Vegna ótta um líf sitt kom Paul hingað til lands í janúar og sótti um pólitískt hæli. Honum barst aldrei svar við beiðni sinni, jafnvel þó Katrín Theodórsdóttir héraðsdómslögmaður hafií mars ítrekað beiðni um að mál Pauls væri tekið upp. 

Í gær komu lögregluþjónar fyrirvaralaust á heimi Pauls og handtóku hann fyrir framan konu hans og þriggja vikna sonar þeirra. Hann var færður á lögreglustöðina á Hverfisgötu þar sem hann eyddi nóttinni. Í morgun var hann svo sendur til Ítalíu og mál hans sett í hendur stjórnvalda þar í landi, en samkvæmt Dyflinnarsamningnum hafa íslensk stjórnvöld leyfi til þess að senda hann til Ítalíu, 
vegna þess að Paul millilenti þar á leið sinni til Íslands.

Það er engin ástæða til þess að efast um trúverðugleika Pauls og auðveldlega hefði verið hægt að veita honum pólitískt hæli hér á landi. En Útlendingastofnun og Dómsmálaráðuneytið ákváðu samt að hunsa mál hans, einungis vegna þess að þau geta það. 

Hér á landi er sífellt hamrað á því að íslensk samfélag sé samfélag friðar, frelsis og jafnréttis, en brottvísun Pauls sannar að svo er ekki. Margfalt fleiri sækja um pólitískt hæli á Ítalíu en á Íslandi og því miklar líkur á því að hann verði einfaldlega sendur aftur til Kenía, þar sem bíða hans ofsóknir og hætta á því að hann verði drepinn. Fjölskylda hefur verið slitin í sundur og lífi manns stefnt í hættu; allt í boði íslenskra stjórnvalda.

Aðspurð sagði Ingibjörg Sólrún Gísladóttir, utanríkisráðherra að Utanríkisráðuneytið hafi ekkert með málið að gera en sagðist krefjast þess að Útlendingastofnun og Dómsmálaráðuneytið rökstyðji ákvörðun sína. Það er ekki nóg! Það þarf ekki að rökstyðja þess ákvörðun, heldur draga hana til baka og hleypa Paul aftur inn í landið og koma í veg fyrir að þetta gerist aftur.

Hittumst öll fyrir utan Dómsmálaráðuneytið á morgun, milli kl. 12:00 og 13:00 og krefjumst þess að Paul verði snúið aftur til Íslands. Sýnum íslenskum stjórnvöldum reiði okkar og andstöðu gegn þessari óafsakanlegri hegðun! 

Komið með trommur, hljóðfæri eða annað til þess að skapa hávaða, ef þið hafið áhuga á því. Það verður dagskrá og er verið að finna snjalla ræðumenn. Síðan má búast við örleikriti og ýmsu öðru.

Við verðum að sýna Birni í verki að okkur finnst þessi vinnubrögð forkastanleg og hvetjum hann til að sýna mannúð í verki. Hvet ykkur til að lesa mjög fræðandi og góða grein um mál Paul Ramses sem ég fann inn á blogginu hans Sigurðar Þórs Guðjónssonar. Smellið hér til að lesa hana.

Ég er að undirbúa undirskrifarlista fyrir þá sem komast ekki á mótmælin en það er lang sterkast að gera eitthvað eins og skrifa eða hringja í dómsmálaráðuneytið og útlendingastofnum. Sendið þeim bréf, föx, biðjið um viðtal við kappana. Sýnið að við sem þjóð samþykkjum ekki svona mannvonsku, mætum á mótmælin á morgunn, öll sem eitt. 

 


Vinir Tíbets sýna kvikmyndina Kundun

Fimmtudaginn 3.júlí n.k. klukkan 20:00 mun félagið Vinir Tíbets sýna stórmyndinni Kundun í Kaffi Hljómalind frá árinu 1997. Leikstjóri myndarinnar er hinn margrómaði Martin Scorsese en tónlistin er úr smiðju Philip Glass. Myndin var tilnefnd til fjögurra óskarsverðlauna árið 1998. Myndin er 134 mínútur og eftirá verður mögulegt að fræðast um ástandið í Tíbet í dag sem og menningu landsins.

Um myndina: Árið 1937 í afskektu héraði nálægt landamærum Kína var lítill tveggja ára drengur útnefndur hinn fjórtándi Dalai Lama eða Kundun, sem merkir “Nærveran” á tíbetsku. Tveimur árum síðar var hann fluttur til Lhasa, höfuðborgar Tíbet, þar sem hann fær þjálfun og er undir það búinn að taka við hlutverki þjóðhöfðingja. Scorsese gerir umbyltingarsömum tímum fyrir Tíbetsku þjóðina skil í þessari mynd en kínversks yfirvöld gerðu innrás í Tíbet árið 1950 þegar Dalai Lama var aðeins 14 ára gamall.

 

kundunbio
 

 

 


Þar sem sólin skín

DSCF2742

Ég verð alltaf jafn hissa þegar ég vakna og það er svokölluð Bongóblíða í höfuðborginni, dag eftir dag. Ég fyllist jafnan miklu eirðarleysi í slíku veðri og finnst það jaðra við helgispjöll að vera inni í svona veðri, það hefur yfirleitt verið þannig að svona dagar koma ekki í pörum, hvað þá vikupörum hérlendis. 

Allt fær á sig einhvern framandi blæ þegar sólin skín í borginni. Grámyglan sem hefur tekið á sig fasta mynd á gráum húsveggjum vestur í bæ sem búið er að friða og má ekki mála, er horfin inn í trjágróður sem skyndilega er þakinn litríkum og ilmsterkum blómum. 

Ég var úti í allan gærdag, í allskonar aðgerðum, fyrst fyrir utan kínverska sendiráðið, meðal Vina Tíbets, síðan tók ég þátt í menningarhátíðinni RÚST á Lækjartorgi. Þar skemmti ég mér við að hlusta á það hvernig fjöldi fræðimanna og kvenna sá fyrir sér ímynd Íslands, í boði forsætisráðuneytisins. Samkvæmt þessari skýrslu erum við varla til sem þjóð, nema að eiga sterka ímynd og vera þekkt stærð erlendis. Því er um að gera að dæla miklum fjármunum í ímyndarsköpun, enda ekki vanþörf á að bjarga þessum íslensku útrásarfyrirtækjum sem fóru í útrás án þess að eiga gott ímyndarbakland. Hvet fólk til að kynna sér þessa skýrslu á vef forsætisráðuneytisins. Þar kemur fram að við erum villt náttúrbörn sem jafnframt erum full af óbeisluðum krafti sem líkja mætti við hver, best í heimi og getum nýtt okkur börn frá stríðshrjáðum löndum til að efla ímynd okkar sem friðarþjóð. Fá þessa krakka til að koma og njóta friðar á Íslandi í viku og senda þau svo aftur heim í stríðshrjáða landið sitt, sem friðarsendiherra Íslands... 

Ég og yngri sonur minn sátum í góðum félagskap eftir lesturinn en ég fékk að lesa niðurlag ímyndarskýrslunnar fyrir vegfarendur sem sumir hverjir stöldruðu við. Elísabet Jökuls las sinn þátt eins og henni er einni lagið - náði að fanga þessi paník sem virtist einkenna ímyndina okkar hálfkaraða og ósastillta. Það er alveg rosalega langt síðan að ég hef notið þess að gera ekki neitt, eins og í gær. Hitti mikinn fjölda af fólki sem flokkast sem vinir og kunningjar sem voru greinilega með "ég verð að fara út í góða veðrið" óþreyjuna. Þetta var hið fullkomna líf.

Ég gleymi því oftast að ég þurfi að nota sólarvörn á Íslandi og er því með nokkuð rautt nef og bringu eftir 5 tíma útiveru í sólinni. En ég er svo lánsöm að eiga gríðarlega stóra aloa vera plöntu sem ég fæ að nota í neyð til að hlúa að brunasárum fjölskyldunnar:)  

Nú verð ég bara að fara út og skoða þessi fallegu ský sem kúra yfir Esjunni og fanga sólina á meðan tími gefst. Vona að helgin ykkar hafi verið endurnærandi og gefandi og geymi í það minnsta eitt lífsins ævintýr.   


« Fyrri síða | Næsta síða »

Höfundur

Birgitta Jónsdóttir
Birgitta Jónsdóttir

Ég vil gjarnan láta eitthvað gott af mér leiða í samfélagi manna. Ég mun einbeita mér að því að því að búa til vettvang fyrir þjóðina að vinna að þeim lýðræðisumbótum sem hún krefst og vill leggja sína krafta í. Ég starfa sem þingmaður og þingflokksformaður fyrir Hreyfinguna - fyrir fólkið í landinu. Ég er formaður vina Tíbets.

Ég vil hafa athugasemdakerfið opið - bið fólk samt um að tjá sig eins og það myndi gera ef við stæðum augnlitis til augnlitis. Ég mun því miður ekki alltaf hafa tíma til að svara kommentum eða tölvupósti en ég reyni að lesa allt með opnum huga. Vil gjarnan nota þetta sem vettvang fyrir fólk að koma með hugmyndir um hvað mætti betur fara í samfélginu okkar.

Ég aðhyllist engin sérstök trúarbrögð, ég tilheyri engu sérstöku flokkakerfi, ég tilheyri engu sérstöku nema þessu stórmerkilega mannkyni og þessari yndislegu jörð. Ég er þakklát fyrir að lifa á sögulegum tímum þar sem allt getur gerst. 

Netfang: birgitta@this.is

Bækur

Bækurnar mínar

  • Bók: Tuttugasta öldin og lærdómar hennar
    Mikhail Gorbatsjov og Daisaku Ikeda : Tuttugasta öldin og lærdómar hennar (ISBN: 9979-772-77-8 )
    Þýddi þessa ásamt Jóni Karli Stefánssyni
  • Bók: Lífsreglurnar fjórar - the Four Agreements
    don Miguel Ruiz: Lífsreglurnar fjórar - the Four Agreements (ISBN: 9979768835)
    Lífsreglurnar fjórar er ævaforn indjánaspeki sem hefur farið sigurför um heiminn. Bókin er byggð á fornri visku Tolteka-indjána og útskýrir sannindi sem er að finna í helgum dulspekihefðum víðsvegar um heim. Lesanda eru kynntar fjórar einfaldar en magnaðar lífsreglur sem vísa leiðina að frelsi og sjálfstæði einstaklingsins. Höfundurinn, don Miguel Ruiz, er af ætt græðara og seiðmanna sem hafa iðkað Toltekafræðin frá aldaöðli. Hann er heimsþekktur fyrir bækur sínar og fyrirlestra.
  • Bók: Dagbók kameljónsins
    Birgitta Jónsdóttir: Dagbók kameljónsins (ISBN: 9979973307)
    Dagbók kameljónsins er þroskasaga stúlku sem hefur þurft að berjast við að sogast ekki inn í geðveiki ættmenna sinna, en sjálfsvíg þeirrar manneskju sem hún leit á sem klettinn í lífi sínu verður til þess að hún gerir sér ljóst hve dýrmætt lífið er. Með því að þvinga sig til að muna fortíðina skapar hún möguleika á að eiga sér einhverja framtíð. Alkóhólismi móður hennar vegur jafnframt þungt í þessu verki og hefur afgerandi áhrif á sjálfmeðvitund söguhetjunnar sem á endanum öðlast þroska til að sjá manneskjuna handan sjúkdómsins sem brýst oft út í mikilli sjálfhverfu þess sem er haldin honum og skilur aðra fjölskyldumeðlimi eftir með því sem næst ósýnilegan geðrænan sjúkdóm sem jafnan er kenndur við meðvirkni. En þetta er engin venjuleg bók, hún er brimfull af von og lausnum, ævintýrum og einlægni og fellur aldrei inn í pytt sjálfsvorunnar. Bókin er tilraun til að brúa bilið á milli þess myndræna sem oft fyrirfinnst í dagbókum, en formið bíður upp á vægðarlausan heiðarleika og gefur lesandanum tækifæri á að nota sitt eigið hugarflug.

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (23.11.): 2
  • Sl. sólarhring: 4
  • Sl. viku: 13
  • Frá upphafi: 509137

Annað

  • Innlit í dag: 1
  • Innlit sl. viku: 7
  • Gestir í dag: 1
  • IP-tölur í dag: 1

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Nýjustu myndir

  • ...011-02-25_l
  • ...unknown
  • ...581_1050977
  • ...x-_28-of-81
  • ...490581
Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband