Leita í fréttum mbl.is

Mótmæli fyrir utan dómsmálaráðuneytið

Á morgunn 4. júlí á milli 12 og 13 verða mótmæli fyrir utan dómsmálaráðuneytið. Við skorum á Björn Bjarnason og Hauk Guðmundsson að snúa Paul Ramses heim og fjalla um mál hans hérlendis þar sem fjölskylda hans er. Við krefjumst þess að Paul fái hér pólitískt hæli og að vinnubrögð  eins og í máli hans muni ekki endurtaka sig.

Síðastliðinn desember tók Paul þátt í borgarstjórnarkosningum í Naíróbí, en flokkur hans náði ekki kosningu. Eftir kosningarnar urðu margir stjórnarandstæðingar fyrir ofsóknum. Vegna ótta um líf sitt kom Paul hingað til lands í janúar og sótti um pólitískt hæli. Honum barst aldrei svar við beiðni sinni, jafnvel þó Katrín Theodórsdóttir héraðsdómslögmaður hafií mars ítrekað beiðni um að mál Pauls væri tekið upp. 

Í gær komu lögregluþjónar fyrirvaralaust á heimi Pauls og handtóku hann fyrir framan konu hans og þriggja vikna sonar þeirra. Hann var færður á lögreglustöðina á Hverfisgötu þar sem hann eyddi nóttinni. Í morgun var hann svo sendur til Ítalíu og mál hans sett í hendur stjórnvalda þar í landi, en samkvæmt Dyflinnarsamningnum hafa íslensk stjórnvöld leyfi til þess að senda hann til Ítalíu, 
vegna þess að Paul millilenti þar á leið sinni til Íslands.

Það er engin ástæða til þess að efast um trúverðugleika Pauls og auðveldlega hefði verið hægt að veita honum pólitískt hæli hér á landi. En Útlendingastofnun og Dómsmálaráðuneytið ákváðu samt að hunsa mál hans, einungis vegna þess að þau geta það. 

Hér á landi er sífellt hamrað á því að íslensk samfélag sé samfélag friðar, frelsis og jafnréttis, en brottvísun Pauls sannar að svo er ekki. Margfalt fleiri sækja um pólitískt hæli á Ítalíu en á Íslandi og því miklar líkur á því að hann verði einfaldlega sendur aftur til Kenía, þar sem bíða hans ofsóknir og hætta á því að hann verði drepinn. Fjölskylda hefur verið slitin í sundur og lífi manns stefnt í hættu; allt í boði íslenskra stjórnvalda.

Aðspurð sagði Ingibjörg Sólrún Gísladóttir, utanríkisráðherra að Utanríkisráðuneytið hafi ekkert með málið að gera en sagðist krefjast þess að Útlendingastofnun og Dómsmálaráðuneytið rökstyðji ákvörðun sína. Það er ekki nóg! Það þarf ekki að rökstyðja þess ákvörðun, heldur draga hana til baka og hleypa Paul aftur inn í landið og koma í veg fyrir að þetta gerist aftur.

Hittumst öll fyrir utan Dómsmálaráðuneytið á morgun, milli kl. 12:00 og 13:00 og krefjumst þess að Paul verði snúið aftur til Íslands. Sýnum íslenskum stjórnvöldum reiði okkar og andstöðu gegn þessari óafsakanlegri hegðun! 

Komið með trommur, hljóðfæri eða annað til þess að skapa hávaða, ef þið hafið áhuga á því. Það verður dagskrá og er verið að finna snjalla ræðumenn. Síðan má búast við örleikriti og ýmsu öðru.

Við verðum að sýna Birni í verki að okkur finnst þessi vinnubrögð forkastanleg og hvetjum hann til að sýna mannúð í verki. Hvet ykkur til að lesa mjög fræðandi og góða grein um mál Paul Ramses sem ég fann inn á blogginu hans Sigurðar Þórs Guðjónssonar. Smellið hér til að lesa hana.

Ég er að undirbúa undirskrifarlista fyrir þá sem komast ekki á mótmælin en það er lang sterkast að gera eitthvað eins og skrifa eða hringja í dómsmálaráðuneytið og útlendingastofnum. Sendið þeim bréf, föx, biðjið um viðtal við kappana. Sýnið að við sem þjóð samþykkjum ekki svona mannvonsku, mætum á mótmælin á morgunn, öll sem eitt. 

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Frábært og gott framtak.

Höfum við ekki leyfi þitt til að kópípeista þennan texta um víðan völl?

Jesús Kristur (IP-tala skráð) 3.7.2008 kl. 19:35

2 Smámynd: Birgitta Jónsdóttir

auðvitað:) þetta er ekki einu sinni alfarið minn texti - verð að rjúka núna, Vinir Tíbets eru að standa fyrir bíókvöldi á kaffi hljómalind klukkan 20:::::: bjartar baráttukveðjur til þín Hesususuusus

Birgitta Jónsdóttir, 3.7.2008 kl. 19:44

3 identicon

Takk fyrir og sömuleiðis :-)

Jesús Kristur (IP-tala skráð) 3.7.2008 kl. 19:49

4 Smámynd: Jenný Anna Baldursdóttir

Mæti á morgun.

Jenný Anna Baldursdóttir, 3.7.2008 kl. 19:56

5 Smámynd: AK-72

Reikna með að mæta.

AK-72, 3.7.2008 kl. 20:32

6 identicon

Blessuð nafna.  Ég rak augun í þessa bloggsíðu í frétt á Vísir.is og fannst möst að kvitta fyrir komuna.

Birgitta Sif Jónsdóttir (IP-tala skráð) 3.7.2008 kl. 21:37

7 Smámynd: Guðsteinn Haukur Barkarson

Hreint frábært framtak Birgitta. Ég er búinn að auglýsa þetta líka.

Guðsteinn Haukur Barkarson, 3.7.2008 kl. 23:19

8 identicon

plís ekki láta hanka ykkur á ólöglegum mótmælum.

Minni á 3. málsgrein 74. greinar stjórnarskrárinnar:


"Rétt eiga menn á að safnast saman vopnlausir. Lögreglunni er heimilt að vera við almennar samkomur. Banna má mannfundi undir berum himni ef uggvænt þykir að af þeim leiði óspektir."

Kolli (IP-tala skráð) 4.7.2008 kl. 00:02

9 Smámynd: Birgitta Jónsdóttir

Ég tek það fram að ég á ekki frumkvæði að þessum mótmælum heldur er ég bara að hjálpa þeim sem sem standa fyrir þeim:) En auðvitað eru mótmæli þess eðlis að þau eru allra sem mæta.

Birgitta Jónsdóttir, 4.7.2008 kl. 07:38

10 identicon

Hjálpið þið hvítu menn

hjálpið því nú dey ég senn

gæti Keníamanninum Paul Ramses sem staddur er í Róm

verið að segja þessa stundina

og kannski líka

þið eruð mín síðasta von.

Bræður og systur og öll þið hin

sem látið mannréttindi einhverju varða

er ekki kominn tími til að í ykkur heyrist

ekki bíða ,biðin getur verið of dýrkeypt

fyrir þessa fjölskyldu. fyrir mína hönd

og annara vandamanna.

Guðni Pétursson

Gudni Petursson (IP-tala skráð) 6.7.2008 kl. 10:51

11 Smámynd: Birgitta Jónsdóttir

Ég hvet alla til að setja nafnið sitt á undirskriftarlistann... nú eru rúmlega 1200 búnir að skrá sig - en ég vil sjá að minnsta kosti 10000 nöfn áður en ég loka listanum á föstudagsmorgunn... og vona að sem flestir mæti þegar hann verður afhenndur BB og HJ síðar sama dag.

Birgitta Jónsdóttir, 6.7.2008 kl. 10:57

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Birgitta Jónsdóttir
Birgitta Jónsdóttir

Ég vil gjarnan láta eitthvað gott af mér leiða í samfélagi manna. Ég mun einbeita mér að því að því að búa til vettvang fyrir þjóðina að vinna að þeim lýðræðisumbótum sem hún krefst og vill leggja sína krafta í. Ég starfa sem þingmaður og þingflokksformaður fyrir Hreyfinguna - fyrir fólkið í landinu. Ég er formaður vina Tíbets.

Ég vil hafa athugasemdakerfið opið - bið fólk samt um að tjá sig eins og það myndi gera ef við stæðum augnlitis til augnlitis. Ég mun því miður ekki alltaf hafa tíma til að svara kommentum eða tölvupósti en ég reyni að lesa allt með opnum huga. Vil gjarnan nota þetta sem vettvang fyrir fólk að koma með hugmyndir um hvað mætti betur fara í samfélginu okkar.

Ég aðhyllist engin sérstök trúarbrögð, ég tilheyri engu sérstöku flokkakerfi, ég tilheyri engu sérstöku nema þessu stórmerkilega mannkyni og þessari yndislegu jörð. Ég er þakklát fyrir að lifa á sögulegum tímum þar sem allt getur gerst. 

Netfang: birgitta@this.is

Bækur

Bækurnar mínar

  • Bók: Tuttugasta öldin og lærdómar hennar
    Mikhail Gorbatsjov og Daisaku Ikeda : Tuttugasta öldin og lærdómar hennar (ISBN: 9979-772-77-8 )
    Þýddi þessa ásamt Jóni Karli Stefánssyni
  • Bók: Lífsreglurnar fjórar - the Four Agreements
    don Miguel Ruiz: Lífsreglurnar fjórar - the Four Agreements (ISBN: 9979768835)
    Lífsreglurnar fjórar er ævaforn indjánaspeki sem hefur farið sigurför um heiminn. Bókin er byggð á fornri visku Tolteka-indjána og útskýrir sannindi sem er að finna í helgum dulspekihefðum víðsvegar um heim. Lesanda eru kynntar fjórar einfaldar en magnaðar lífsreglur sem vísa leiðina að frelsi og sjálfstæði einstaklingsins. Höfundurinn, don Miguel Ruiz, er af ætt græðara og seiðmanna sem hafa iðkað Toltekafræðin frá aldaöðli. Hann er heimsþekktur fyrir bækur sínar og fyrirlestra.
  • Bók: Dagbók kameljónsins
    Birgitta Jónsdóttir: Dagbók kameljónsins (ISBN: 9979973307)
    Dagbók kameljónsins er þroskasaga stúlku sem hefur þurft að berjast við að sogast ekki inn í geðveiki ættmenna sinna, en sjálfsvíg þeirrar manneskju sem hún leit á sem klettinn í lífi sínu verður til þess að hún gerir sér ljóst hve dýrmætt lífið er. Með því að þvinga sig til að muna fortíðina skapar hún möguleika á að eiga sér einhverja framtíð. Alkóhólismi móður hennar vegur jafnframt þungt í þessu verki og hefur afgerandi áhrif á sjálfmeðvitund söguhetjunnar sem á endanum öðlast þroska til að sjá manneskjuna handan sjúkdómsins sem brýst oft út í mikilli sjálfhverfu þess sem er haldin honum og skilur aðra fjölskyldumeðlimi eftir með því sem næst ósýnilegan geðrænan sjúkdóm sem jafnan er kenndur við meðvirkni. En þetta er engin venjuleg bók, hún er brimfull af von og lausnum, ævintýrum og einlægni og fellur aldrei inn í pytt sjálfsvorunnar. Bókin er tilraun til að brúa bilið á milli þess myndræna sem oft fyrirfinnst í dagbókum, en formið bíður upp á vægðarlausan heiðarleika og gefur lesandanum tækifæri á að nota sitt eigið hugarflug.

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (2.5.): 1
  • Sl. sólarhring: 2
  • Sl. viku: 19
  • Frá upphafi: 508746

Annað

  • Innlit í dag: 1
  • Innlit sl. viku: 19
  • Gestir í dag: 1
  • IP-tölur í dag: 1

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Nýjustu myndir

  • ...011-02-25_l
  • ...unknown
  • ...581_1050977
  • ...x-_28-of-81
  • ...490581
Maí 2024
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband