Leita í fréttum mbl.is

Undirskriftarlisti fyrir Paul Ramses

Ég er búin að smíða undirskriftarlista fyrir Paul Ramses. Hér er slóðin í hann:http://www.thepetitionsite.com/1/PaulRamses

Áskorunin er eftirfarandi og vona ég að sem flestir muni skrifa undir hann STRAX. Undirskriftarlistinn verður afhendur Birni og Hauki eftir helgi. 

 Við skorum á Björn Bjarnason, dómsmálaráðherra og Hauk Guðmundsson, forstöðumann útlendingastofnunar að snúa Paul Ramses heim til Íslands nú þegar og að um mál hans verði fjallað hér á landi, þar sem fjölskylda hans dvelur.

Við skorum jafnframt á Björn og Hauk að sýna mannúð í verki, en Paul á fjölskyldu hérlendis og var hrifsaður á brott frá 3 vikna gömlu barni sínu og eiginkonu aðfaranótt 3. júlí. 

Minni svo á mótmæli í dag fyrir utan Dómsmálaráðuneytið á milli 12 og 13. Tek það fram að ég stend ekki fyrir mótmælunum, er bara að leggja mitt á vogarskálarnar við að hjálpa við þau:) 


mbl.is Fjölskyldu fleygt úr landi
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Hlynur Hallsson

Takk fyrir að benda á þetta Birgitta. Bestu kveðjur,

Hlynur Hallsson, 4.7.2008 kl. 08:11

2 identicon

Takk fyrir, Birgitta.

Burt með lögregluríkið.

Mennskan lifi.

Þráinn Bertelsson (IP-tala skráð) 4.7.2008 kl. 08:22

3 Smámynd: Toshiki Toma

Já, ég þakka þér fyrir þetta líka. Gott hjá þér, Brigitta!

Toshiki Toma, 4.7.2008 kl. 08:39

4 Smámynd: Guðsteinn Haukur Barkarson

Glæsilegt Birgitta, er búinn að kvitta á undirskriftalistann og tek mér bessaleyfi að auglýsa hann.

Guðsteinn Haukur Barkarson, 4.7.2008 kl. 08:44

5 Smámynd: Birgitta Jónsdóttir

Takk fyrir hlýju orðin strákar ...

og takk fyrir að vekja athygli á undirskriftarlistanum Guðsteinn Haukur

Birgitta Jónsdóttir, 4.7.2008 kl. 08:56

6 identicon

Búin að kvitta undir listann og senda áfram.  Þessi aðgerð stjórnvaldar er algjörlega til háborinnar skammar - enda ekki nauðsyn skv. lögum.

Hrefna Gunnarsdóttir (IP-tala skráð) 4.7.2008 kl. 09:46

7 Smámynd: Sveinn Ingi Lýðsson

Ónefndur stjórnmálamaður sagði eitt sinn orð sem síðan hafa orðið fley:

"Svona gera menn ekki"

Geri nú orð hans að mínum.

Sveinn Ingi Lýðsson, 4.7.2008 kl. 09:49

8 identicon

Ég þoli ekki hvernig opinbert starfsfólk (margir ekki allir)brýtur endalaust á minni máttar.Og kemst upp með það.Búin að kvitta og kem á eftir

Birna Dis Vilbertsdóttir (IP-tala skráð) 4.7.2008 kl. 10:11

9 Smámynd: Bergur Thorberg

:etta er ekki að virka. Það poppar alltaf upp .us þegar ég skris .is fyrir e mailinn. Afhverju?

Bergur Thorberg, 4.7.2008 kl. 10:21

10 Smámynd: Birgitta Jónsdóttir

hefur einhver annar átt í sama vanda og Bergur?

ég átti ekki í neinum vandræðum með mína this.is addressu

Birgitta Jónsdóttir, 4.7.2008 kl. 10:30

11 Smámynd: Linda

Búin að skrifa undir og skella þessu inn á bloggið mitt, sem og Facebook.

Takk fyrir þetta frábæra framtak.

 kv.

Linda, 4.7.2008 kl. 10:43

12 Smámynd: Laufey Ólafsdóttir

Ég er að hlaupa niðureftir á mótmælin... er búin að kvitta! Þetta er algerlega ömurlegt og í alla staði ljótt mál. Ég á eiginlega ekki til orð.

Laufey Ólafsdóttir, 4.7.2008 kl. 11:37

13 identicon

Sæl Birgitta! Frábært framtak hjá þér. Ég lenti líka í þessu .us dæmi. Skiptir þetta einhverju máli fyrir þátttökuna í undirskriftasöfnuninni? Er maður að gefa upp netfangið til að staðfesta þátttökuna, eða eitthvað svoleiðis?

Kær kveðja

Ásdís Emilía Björgvinsdóttir (IP-tala skráð) 4.7.2008 kl. 11:39

14 Smámynd: Birgitta Jónsdóttir

takk öll yndislega fólk:) látið bara us vera... það hefur engin áhrif á niðurstöðuna...

Birgitta Jónsdóttir, 4.7.2008 kl. 11:43

15 identicon

Bestu þakkir fyrir að hafa frumkvæði að þessari undirskriftasöfnun. Vonandi skrifa mörg þúsund manns undir.

Atli Harðarson (IP-tala skráð) 4.7.2008 kl. 13:59

16 identicon

Búin að kvitta

rut sumarliðadóttir (IP-tala skráð) 4.7.2008 kl. 14:08

17 Smámynd: Rósa Aðalsteinsdóttir

Sæl Birgitta.

Búin að kvitta og segja fleirum frá undirskriftarlistanum.

Ég er mjög ósátt með hvernig íslensk stjórnvöld geta tekið sér svona bessaleyfi og farið og tekið manninn í skjóli myrkurs og sent hann úr landi beint í opinn dauðann. Hann fékk ekki einu sinni að hitta lögfræðing.

Ég hef rifjað upp hvað íslensk stjórnvöld aðhöfðust á fjórða og fimmta tug sl. aldar á blogginu mínu. Gyðingum var vísað úr landi og þau send til Þýskalands og sum enduðu í Útrýmingarbúðum Nasista. Það var og er blettur sem ekki er hægt að afmá af íslenskum stjórnvöldum og nú hefur Björn Bjarnason og hans fylgisfiskar gert slíkt hið sama.

Þvílík mannvonska og það hér í þessu landi sem á að vera ágætlega upplýst.

Guð blessi þig, varðveiti og launi fyrir dugnað.

Baráttukveðjur

Rósa Aðalsteinsdóttir, 4.7.2008 kl. 17:59

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Birgitta Jónsdóttir
Birgitta Jónsdóttir

Ég vil gjarnan láta eitthvað gott af mér leiða í samfélagi manna. Ég mun einbeita mér að því að því að búa til vettvang fyrir þjóðina að vinna að þeim lýðræðisumbótum sem hún krefst og vill leggja sína krafta í. Ég starfa sem þingmaður og þingflokksformaður fyrir Hreyfinguna - fyrir fólkið í landinu. Ég er formaður vina Tíbets.

Ég vil hafa athugasemdakerfið opið - bið fólk samt um að tjá sig eins og það myndi gera ef við stæðum augnlitis til augnlitis. Ég mun því miður ekki alltaf hafa tíma til að svara kommentum eða tölvupósti en ég reyni að lesa allt með opnum huga. Vil gjarnan nota þetta sem vettvang fyrir fólk að koma með hugmyndir um hvað mætti betur fara í samfélginu okkar.

Ég aðhyllist engin sérstök trúarbrögð, ég tilheyri engu sérstöku flokkakerfi, ég tilheyri engu sérstöku nema þessu stórmerkilega mannkyni og þessari yndislegu jörð. Ég er þakklát fyrir að lifa á sögulegum tímum þar sem allt getur gerst. 

Netfang: birgitta@this.is

Bækur

Bækurnar mínar

  • Bók: Tuttugasta öldin og lærdómar hennar
    Mikhail Gorbatsjov og Daisaku Ikeda : Tuttugasta öldin og lærdómar hennar (ISBN: 9979-772-77-8 )
    Þýddi þessa ásamt Jóni Karli Stefánssyni
  • Bók: Lífsreglurnar fjórar - the Four Agreements
    don Miguel Ruiz: Lífsreglurnar fjórar - the Four Agreements (ISBN: 9979768835)
    Lífsreglurnar fjórar er ævaforn indjánaspeki sem hefur farið sigurför um heiminn. Bókin er byggð á fornri visku Tolteka-indjána og útskýrir sannindi sem er að finna í helgum dulspekihefðum víðsvegar um heim. Lesanda eru kynntar fjórar einfaldar en magnaðar lífsreglur sem vísa leiðina að frelsi og sjálfstæði einstaklingsins. Höfundurinn, don Miguel Ruiz, er af ætt græðara og seiðmanna sem hafa iðkað Toltekafræðin frá aldaöðli. Hann er heimsþekktur fyrir bækur sínar og fyrirlestra.
  • Bók: Dagbók kameljónsins
    Birgitta Jónsdóttir: Dagbók kameljónsins (ISBN: 9979973307)
    Dagbók kameljónsins er þroskasaga stúlku sem hefur þurft að berjast við að sogast ekki inn í geðveiki ættmenna sinna, en sjálfsvíg þeirrar manneskju sem hún leit á sem klettinn í lífi sínu verður til þess að hún gerir sér ljóst hve dýrmætt lífið er. Með því að þvinga sig til að muna fortíðina skapar hún möguleika á að eiga sér einhverja framtíð. Alkóhólismi móður hennar vegur jafnframt þungt í þessu verki og hefur afgerandi áhrif á sjálfmeðvitund söguhetjunnar sem á endanum öðlast þroska til að sjá manneskjuna handan sjúkdómsins sem brýst oft út í mikilli sjálfhverfu þess sem er haldin honum og skilur aðra fjölskyldumeðlimi eftir með því sem næst ósýnilegan geðrænan sjúkdóm sem jafnan er kenndur við meðvirkni. En þetta er engin venjuleg bók, hún er brimfull af von og lausnum, ævintýrum og einlægni og fellur aldrei inn í pytt sjálfsvorunnar. Bókin er tilraun til að brúa bilið á milli þess myndræna sem oft fyrirfinnst í dagbókum, en formið bíður upp á vægðarlausan heiðarleika og gefur lesandanum tækifæri á að nota sitt eigið hugarflug.

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (19.4.): 0
  • Sl. sólarhring: 5
  • Sl. viku: 25
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 25
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Nýjustu myndir

  • ...011-02-25_l
  • ...unknown
  • ...581_1050977
  • ...x-_28-of-81
  • ...490581
Apríl 2024
S M Þ M F F L
  1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30        

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.