Leita í fréttum mbl.is

Rangfærslur í fréttinni

Í fyrsta lagi er Tsewang ekki munkur og hefur aldrei sagt sig vera slíkan, hann er stjórnmálafræðingur. Það stóð skýrt og skilmerkilega í tölvupósti sem sendur var. Þetta viðtal við hann og hvernig unnið er úr þessu er afar illa gert. Ég ætla að láta fylgja hér bréfið hans sem hann sendi á íslenska fjölmiðla og svörin sem hann sendi blaðamanninum svo þið getið séð hve þessi frétt er undarlega unnin. Það er til dæmis furðulegt að segja að hann sé að biðja um einhverskonar áróður. Ég kalla eftir vandaðri vinnubrögðum, finnst illa unnið úr góðum efnivið.

1. It is my understanding that you encouraged the icelandic participants of the olympic games to protest the Chinese government by all means necassarry. Is that true, and why did you ask them to do that. Yes I did my best to contact them and encourage them to use their freedom of speech which the Tibetan people are denied of in their own country. I think it is a good opportunity to let the Chinese government know that the eyes of the world are watching. The voice of the Tibetan people might has been silenced in Tibet but those of us who enjoy the freedom of speech can become their voice. 2. Did anyone of the athletes promise to protest in Beijing? No, but if they did I would obviously not tell.

3. For many years athletes have signed an oath of upholding the olympic spirit, before going to the games. According to the oath, they can be deprived of their medals if they fail to uphold their oath. Do you think that there is some other contract, written by the Chinese government, that the contestants have to sign? A promise not to protest? And if so, can you prove that there is such a contract?

From what I have heard then they were made to sign a contract, maybe it is only the oath, I don´t know but according to what they signed, they are not allowed to blog, to go on certain websites and are not to talk about their views on things that might insult the Chines regime such as the issue of Tibet. I can´t prove anything since i am not going to the games, maybe it is better to ask those that are going to participate in the Olympic games. 4. How do you recommend that the athletes protest?

They can make a sign with their hands - some are commonly known such as the T with their index fingers and the nine fingers for free Tibet. They can also after they are done compeating they can for example make a t- shirt that says Free Tibet and wear it. Make small banners Be creative. Be courageous, because they enjoy freedom - they should use it.5. Do you feel that the olympics, an ancient, non-political sporting contest, should be the venue for political protest or propoganda?

Tibetans don´t see events in life as separated from one another - it is all interconnected. The Olympics are also part of life, it can not be separated from life for convenience sake. Tibetan struggle for freedom and basic human rights are not part of politics it is about survival and saving the culture and their lives from extinction. It is a matter of life and death. It is the basic instinct of the human being a wish to live in freedom and happiness, the same applies to the Tibetan people. It is not right to classify it and brush it off the table as simply politics. We do not see our struggle for survival as a political propaganda.6. Do you think that nations should boycott the olympics for political reasons? Is that fair to the contestants? Olympics are a symbol of friendship and brotherhood among nations of the world. So first of all it is a mistake to allow a regime like the communist Chinese government who is not worthy of holding games who signify everything they are not able to do, like the values of respect for human life and human rights. Everyone knew they couldn't keep their promises or rather, wouldn´t. As seen in how they have been getting more and more brutal in Tibet. And the human right record in China has actually gotten worse after they won the bid to hold the games according to Amnesty International. Don´t forget that Tibet is closed. What is really happening there? Tibet has been under such strict control since March. It might be hard for someone who lives in Iceland to imagine how it is. But the terror it inflicts on the people living in Tibet is so great that there has never before been such an exodus despite the danger of fleeing. 

I am not asking the athletes to boycott the olympics but to use their voice in an positive way and to remember that individuals can change the world. 

Ákall um frið í Tíbet - kveikjan að fréttinni 

Mig langar til að minna á orð forseta Evrópska þingsins Hans Gert Pottering, sem hvatti íþróttamenn til að sýna sannan íþróttaanda með því að andmæla mannréttindabrotum þegar þeir koma saman í Kína. Það geta þeir gert með því að sýna í verki að þeir hafi ekki “gleymt” Tíbet.  Hver og einn íþróttamaður getur gert það á sinn hátt, með því að gefa merki sem umheimurinn skilur. Engin opinber starfsmaður getur hindrað það. Þar fyrir utan, er þetta kjörið tækifæri til að gefa kínverskum stjórnvöldum tækifæri til að sýna heiminum að þau virði mannréttindi og hafa í raun og veru áhuga á að bæta ástandið í Tíbet. Kína ætti að vera fært um að höndla meiri ábyrgð með vaxandi áhrifamætti og völdum á alþjóðavísu. 

Ég, fyrir hönd allra þeirra Tíbeta sem hafa misst réttinn á að tjá sig undir kínverska einræðinu, langar til að biðja íþróttafólkið sem eru fulltrúar Íslands á Ólympíuleikunum í Peking um að sýna okkur stuðning ykkar á hvern þann hátt sem þeim finnst við hæfi. Þannig getur það lagt sitt að mörkum til að bæta stöðu mannréttinda í Kína og hvatt til að varanleg lausn finnist á málefnum Tíbets áður en menning þjóðar minnar þurrkast endanlega út. 

Yfir tvöhundruð Tíbetar hafa verið drepnir í kjölfar mótmælana í mars í Tíbet og þúsundir hafa verið fangelsaðir þar sem þeir eru pyntaðir fyrir það eitt að eiga mynd af Dalai Lama í fórum sínum. Til að auka aðförina á þjóð mína hefur landinu verið lokað fyrir fjölmiðlum þannig að ógerlegt er fyrir alþjóðasamfélagið að fá vitneskju um það harðræði sem Tíbetar búa við í dag, en samkvæmt fréttum sem smyglað er út úr landinu verður ástandið sífellt verra. 

Eina leiðin til að fá fréttir sem hægt er að treysta er frá þeim Tíbetum sem hefur tekist að flýja landið yfir Himalayafjöllin en það er um mánaðarganga yfir hæstu fjallagarða heimsins. Margir deyja á leiðinni, sérstaklega er mannfallið mikið meðal barna sem leggja í þessa háskaför til frelsis. 

Þetta er einlægt ákall til allra þeirra sem eru að fara á Ólympíuleikana í Peking sem og íslensku þjóðarinnar um að sína þjóð minni stuðning. Saman getum við gert þessa Ólympíuleika enn minnisstæðari með því að sýna samstöðu með frelsi og mannréttindum. Björgum Tíbet með því að auka meðvitund okkar um hvað er að gerast þar og ljá þeim röddum sem hafa verið þaggaðar rödd okkar.

Með friðarkveðju
Tsewang Namgyal

f.h. Tíbeta búsetta á Íslandi 


mbl.is Hvetur keppendur til mótmæla á ÓL
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Mér finnst orðið býsna alvarlegt hve fréttir á Mbl.is eru almennt illa skrifaðar. Sumar þeirra eru beinar þýðingar á fréttum af erlendum miðlum án þess að þess sé getið. Og það er eins og prófarkalestur sé á undanhaldi, tíðkist jafnvel ekki  lengur.

Ég veit vel að blaðamenn á Mogganum, 24 stundum og Mbl.is eru undir miklu vinnuálagi og sumir þeirra eru ungir og óreyndir til að halda launakostnaði hjá Árvakri í lágmarki.

Það eru þó takmörk fyrir því hve langt er hægt að ganga og samt er alltof oft gengið yfir þau mörk. 

Jónas Sen (IP-tala skráð) 9.8.2008 kl. 10:04

2 Smámynd: Birgitta Jónsdóttir

Kannski mun kreppan ala af sér betri blaðamenn. Ég held að eitt af stóru vandamálunum sem blöðin eiga við er endalaust gegnumstreymi af fólki og nánast engin leiðsögn. Þá er óþægilegt að vinna undir því álagi að vita aldrei hver verður næsti yfirmaður því skiptin á ritstjórum er svo ör.

Ég man nú ekki til þess að það hafi verið tekið við mig viðtal, sama hve lítið það er sem inniheldur ekki villur. Nýja stefnan hjá mörgum blaðamönnum er að vilja ekki leyfa manni að líta yfir til að leiðrétta villur.

Annars þá veit ég alveg að blaðamaðurinn var að gera sitt besta. Fannst svolítið fyndið að það væri búið að breyta mínum ágæta vini í munk og mun þetta verða ágætur efniviður í stríðni um nokkurt skeið:)

Birgitta Jónsdóttir, 10.8.2008 kl. 16:19

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Birgitta Jónsdóttir
Birgitta Jónsdóttir

Ég vil gjarnan láta eitthvað gott af mér leiða í samfélagi manna. Ég mun einbeita mér að því að því að búa til vettvang fyrir þjóðina að vinna að þeim lýðræðisumbótum sem hún krefst og vill leggja sína krafta í. Ég starfa sem þingmaður og þingflokksformaður fyrir Hreyfinguna - fyrir fólkið í landinu. Ég er formaður vina Tíbets.

Ég vil hafa athugasemdakerfið opið - bið fólk samt um að tjá sig eins og það myndi gera ef við stæðum augnlitis til augnlitis. Ég mun því miður ekki alltaf hafa tíma til að svara kommentum eða tölvupósti en ég reyni að lesa allt með opnum huga. Vil gjarnan nota þetta sem vettvang fyrir fólk að koma með hugmyndir um hvað mætti betur fara í samfélginu okkar.

Ég aðhyllist engin sérstök trúarbrögð, ég tilheyri engu sérstöku flokkakerfi, ég tilheyri engu sérstöku nema þessu stórmerkilega mannkyni og þessari yndislegu jörð. Ég er þakklát fyrir að lifa á sögulegum tímum þar sem allt getur gerst. 

Netfang: birgitta@this.is

Bækur

Bækurnar mínar

  • Bók: Tuttugasta öldin og lærdómar hennar
    Mikhail Gorbatsjov og Daisaku Ikeda : Tuttugasta öldin og lærdómar hennar (ISBN: 9979-772-77-8 )
    Þýddi þessa ásamt Jóni Karli Stefánssyni
  • Bók: Lífsreglurnar fjórar - the Four Agreements
    don Miguel Ruiz: Lífsreglurnar fjórar - the Four Agreements (ISBN: 9979768835)
    Lífsreglurnar fjórar er ævaforn indjánaspeki sem hefur farið sigurför um heiminn. Bókin er byggð á fornri visku Tolteka-indjána og útskýrir sannindi sem er að finna í helgum dulspekihefðum víðsvegar um heim. Lesanda eru kynntar fjórar einfaldar en magnaðar lífsreglur sem vísa leiðina að frelsi og sjálfstæði einstaklingsins. Höfundurinn, don Miguel Ruiz, er af ætt græðara og seiðmanna sem hafa iðkað Toltekafræðin frá aldaöðli. Hann er heimsþekktur fyrir bækur sínar og fyrirlestra.
  • Bók: Dagbók kameljónsins
    Birgitta Jónsdóttir: Dagbók kameljónsins (ISBN: 9979973307)
    Dagbók kameljónsins er þroskasaga stúlku sem hefur þurft að berjast við að sogast ekki inn í geðveiki ættmenna sinna, en sjálfsvíg þeirrar manneskju sem hún leit á sem klettinn í lífi sínu verður til þess að hún gerir sér ljóst hve dýrmætt lífið er. Með því að þvinga sig til að muna fortíðina skapar hún möguleika á að eiga sér einhverja framtíð. Alkóhólismi móður hennar vegur jafnframt þungt í þessu verki og hefur afgerandi áhrif á sjálfmeðvitund söguhetjunnar sem á endanum öðlast þroska til að sjá manneskjuna handan sjúkdómsins sem brýst oft út í mikilli sjálfhverfu þess sem er haldin honum og skilur aðra fjölskyldumeðlimi eftir með því sem næst ósýnilegan geðrænan sjúkdóm sem jafnan er kenndur við meðvirkni. En þetta er engin venjuleg bók, hún er brimfull af von og lausnum, ævintýrum og einlægni og fellur aldrei inn í pytt sjálfsvorunnar. Bókin er tilraun til að brúa bilið á milli þess myndræna sem oft fyrirfinnst í dagbókum, en formið bíður upp á vægðarlausan heiðarleika og gefur lesandanum tækifæri á að nota sitt eigið hugarflug.

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (21.5.): 0
  • Sl. sólarhring: 2
  • Sl. viku: 34
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 34
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Nýjustu myndir

  • ...011-02-25_l
  • ...unknown
  • ...581_1050977
  • ...x-_28-of-81
  • ...490581
Maí 2024
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband