Leita í fréttum mbl.is

Færsluflokkur: Bloggar

Dásamleg lítil örsaga úr smiðju Gandhi

Hafið endilega yndislega helgi kæru bloggfélagar - ætla að reyna að blogga ekkert um helgina. Lofa samt engu. Maður er svo forfallinn fréttafíkill og hættulega skoðanastór:) Fannst þessi dæmisaga alveg í takt við hvernig ég vil lifa og vera. Gaman væri að sjá okkar ráðamenn gera hið sama.

"We must be the change we wish to see."
Mahatma Gandhi, 20th century Indian spiritual & political leader

A woman travels across India to see Gandhi.


After waiting all day to speak to him, she asks him to tell her child to stop eating sugar. He tells her to come back in a week.

She travels to see Gandhi the following week. She asks him to tell her son to stop eating sugar. He says to the child,"Son, stop eating sugar."

The mother asks Gandhi why she had to wait a week and travel such a great distance for the second time.

He tells her, "A week ago, I was still eating sugar."


12 strengja steingítar

Fór í gær að skoða legsteininn sem snillingurinn Óskar hjá Sólsteinum vann fyrir okkur. Læt mynd fylgja af honum. Ég er svo ánægð með hvað þessi hugmynd hefur orðið falleg í hinu efnislega. Ef þið skoðið myndina vel - þá er að finna andlit í mynstrinu á steininum. Þeir sem þekkja muninn á 12 og 6 strengja gíturum geta séð að við klikkuðum ekki á að hafa hann 12 strengja.

Mér fannst vel við hæfi að hafa þetta vísubrot með - enda má segja að mamma blessunin hafi villst langt af leið til Danaveldis en er loksins komin aftur heim. Þá fannst mér steingítar vera vel við hæfi, hennar helsta skáld til lagagerðar var Steinn Steinarr - því er steingítarinn einskonar tilvísun í það...

Á von á að hann verði kominn upp við Kotströnd um helgina.

 

Steingítar Bergþóru

 


Legsteinn og Snæljón

Jæja þá er lokins að koma mynd á legsteininn fyrir hana mömmu. Þetta verður að sjálfsögðu enginn venjulegur legsteinn enda var hún engin venjuleg mannvera:) Fannst við hæfi að hafa grjótið í laginu eins og tólf strengja gítar og brot úr ljóði Steins Steinars ... Afturhvarfi á honum. Tek ljósmynd af listaverkinu þegar hann er klár, sem ætti að vera í næstu viku.

Annars þá finnst mér þetta orð legsteinn eitthvað svo niðurdrepandi - komið endilega með tillögur að betra orði. Ég breytti orðinu jarðaför í himnaför þegar við kvöddum mömmu. Væri gaman að fá áþekktan umsnúning:)

51r26dvszsl.jpgÉg þarf að hafa mikið fyrir því að horfa á heimildarmyndir um Tíbet og sé það alltaf betur og betur að aðgerða er þörf núna og ég heiti því að ég muni gera allt sem í mínu mannlega valdi er til að hjálpa þessari sérstæðu og friðelskandi þjóð til að öðlast frelsi til að fá að lifa og stunda sína menningu.

Ég var að horfa á mynd áðan sem heitir "The Cry of the Snow Lion". Ég var eiginlega komin með ekka á fyrstu mínútunum vegna þeirra miklu fórnar sem þessi þjóð hefur fært til þess eins að vera refsað fyrir umburðarlyndi sitt og þann einstaka hæfileika að geta fyrirgefið þeim sem brjóta á þeim. 

Myndin er annars ekki tilefni til eintómra tára, gefur manni einstaka innsýn í þessa merku menningu og ég hló líka innilega og hreyfst. Ég er svo þakklát fyrir að hafa tekið þessa stefnu að gera eitthvað fyrir Tíbeta. Þakklát vegna þess að ég hef þráð að kynnast þessari menningu um langa hríð en ekki vitað hvernig og um leið og ég fór að gera eitthvað þá má segja að Tíbet hafi komið til mín. Lífið er töfrum líkast og hvert sem maður fer og hvað sem maður gerir blasa við lítil kraftaverk til að örva gleðistöðvarnar sem og samkenndina með öllu lífi, nema kannski moskítóflugum:) 

Hér er slóð í myndina: Cry of the Snow Lion

 


Kerti fyrir Tíbet

Kerti fyrir Tíbet
Laugardagskvöldið 23. ágúst klukkan 21:00 taka vinir Tíbets þátt í alþjóðaaðgerðum til að sýna fram á að heimsbyggðin hefur EKKI gleymt Tíbet, þó kínversk yfirvöld hafi gert sitt besta til að hindra aðgang að upplýsingum um ástand mála þar. Kveikt verður á kertum fyrir utan kínversk sendiráð um allan heim, en 215 sendiráð hafa nú þegar verið staðfest sem samkomustaðir. 

Vinir Tíbets ætla að tendra kerti til að minnast þeirra sem þjást í Tíbet en samkvæmt fréttum hefur landinu verið haldið í herkví á meðan á Ólympíuleikunum stendur og eru stór svæði Tíbets eins og fangelsi. Milljónir manna um heim allan tendra kerti á sama tíma, hvort heldur er heima hjá sér, meðal vina eða fyrir utan sendiráð. Hvetjum alla sem láta mannréttindi sig varða að mæta og taka þátt í kertastundinni með okkur. Nánari upplýsingar á candle4tibet.org.

Myndband sem vinir Tíbets settu saman eftir síðustu ljósahátíð var sérstaklega valið fyrir aðalsíðu Candle for Tibet Social Network. Í þeirri aðgerð tóku tugir milljóna þátt og von er á álíka mörgum þátttakendum núna. Dalai Lama hefur lagt blessun sína yfir þessa alþjóðlegu aðgerð og the Art for Peace Foundation hefur jafnframt stutt hana með því að gefa skipuleggjendum kertaaðgerða aðgang að tónlistinni af Songs for Tibet án endurgjalds, en fjölmargir heimsfrægir tónlistarmenn hafa gefið vinnu sína til að styrkja baráttu Tíbeta til að fá um mál sín fjallað á alþjóðavettvangi. 

40 íþróttamenn sem taka þátt í Ólympíuleikunum hafa sótt sér tónlistina af disknum til að sýna í verki samstöðu með Tíbetum. Nú hafa kínversk yfirvöld fengið iTunes til að taka þátt í umdeildri aðgerð með því að loka fyrir aðgang að tónlistinni af Songs for Tibet úr netverslun iTunes ef þú ert staddur í Kína.

Opinberað hefur verið að í lokaathöfn Ólympíuleikana verði ópera sem fjallar um hve dásamlegt lífið er í Tíbet eftir hernámið og því varla hægt að tala um að ekki sé verið að nota íþróttavettvang til pólitískra aðgerða. Vinir Tíbets hvetja forseta Íslands til að taka upp málefni Tíbets við forseta Kína þegar þeir hittast á föstudaginn 22. ágúst.
 
 
Myndband frá "Kerti fyrir Tíbet" sem haldið var á Lækjartorgi 7. ágúst 
 

Tannrótarbólgan sem lagði mig að velli

Ég er búin að vera eins og drusla í heilan mánuð - alltaf eitthvað slöpp og hitasækin. Komst svo loks í gær að ástæðunni: tannrótarbólgusýkingarskrímsli hafði laumast í gegnum klakatönnina mína. 

Ég átti reyndar ekki að fá tíma fyrr en í september en kraftaverksfyrirspurn minni var svarað í gær og ég fékk að hitta eina af uppáhalds frænkum mínum sem mundaði bora og sprautur og hjakkaði á rótarskömminni eins og brjáluð væri svo ég myndi sleppa við að taka fúkkalyf. Ég var orðin svo aum að ég næstum farin að grenja þegar deyfingin komst loks inn fyrir bólgna taugaenda. En ég var vafinn inn í mjúkt bleikt teppi og fékk smá vorkunn frá mínum yndislega tannlækni.

Mætti svo heim með þrefalda deyfingu og íbúfen og stalst til að sofa ekki en liðast um eins og þokuslæða og vera óendanlega þakklát fyrir að hafa ekki sýkingaróværuna að lama úr mér alla löngun til að skrifa.

Ég er ein af þeim sem er alltaf óskaplega ánægð að hafa efni á því að fara til tannlæknis og finnst alveg ótrúlega furðulegt að tennur og munnmál séu ekki hluti af því sem fellur undir skatta þá sem ég borga í kerfið. Það er nánast eina læknaþjónustan sem ég nota eitthvað. Og ég upplifi með sanni að tannvernd er ekki síður hluti af almennri heilsuvernd en aðrir líkamshlutar. 


Borgarstarfsmenn

xb hummer

Það sem er lang alvarlegast í skugga valdníðslunnar er sú staðreynd að starfsumhverfi borgarstarfsmanna hefur verið nánast lamað. Sífellt verið að koma með nýjar áherslur sem hver deild þarf að laga sig að. Þetta er erfitt fyrir skóla, félagsþjónustu og aðrar stoðgreinar borgarinnar. Miðað við hve fast er haldið utan um budduna þegar kemur að málefnum barna, sjúklinga og eldri borgara þá finnst manni ólíðandi að borgin borgi 4 borgarstjórum laun á sama tíma. 

Ég vil fá að kjósa aftur en veit ekki hvort að það væri leggjandi á borgarstarfsmenn að fá yfir sig enn eina stjórnina á svona stuttum tíma.

Veit um fólk sem hefur þurft að sækja í sjóði borgarinnar fyrir rekstur á samfélagstengdum námskeiðum og í hvert skipti sem fundað er með borginni þarf að tala við ný andlit og byrja upp á nýtt að útskýra allan pakkann. Hvað ætli mikið af dýrmætum persónutíma hafi glatast við sundurþykkjuna og valdabröltið við Tjörnina. Það er táknrænt að Tjörnin sé morandi í saurgerlum því slíkt valdabrölt lýsir vel saurugri græðgi sem hefur ekkert með velferð borgarbúa að gera og hýsillinn tengdist flokknum sem ábyrgur er fyrir þessu bruðli með fé borgarbúa eins og það sé hans eigið.

Ef einhverjum er vorkunn þá eru það blessaðir borgarstarfsmennirnir. Þetta fer að verða eins og blaðamannabransanum, maður mætir í vinnuna og veit ekkert hver er í brúnni í lok dagsins. Þetta skapar óvissu og óþægindi og er til háborinnar skammar.

Varðandi umhverfismálin, þá er maður því miður orðinn þannig að maður fagnaði ekki þegar Birtuhálsvirkjun var slegin af borðinu og sagt að hún yrði aldrei að veruleika. Stóru yfirlýsingarnar sem komið hafa úr börkum stjórnmálamanna eru ekki einu sinni þess megnuð að sannfæra auðtrúa manneskju eins og mig.

Ef þetta er lýðræði, þá er það sem mig var farið að gruna fyrir margt löngu: löngu dautt! 

 

 


mbl.is Hanna Birna borgarstjóri
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Alvöru þjóðskáld

Vinkona mín gaf mér eitt sinn safn ljóða eftir þetta magnaða skáld. Bókin heitir, "Unfortunately, it was Paradise" og ljóðin hans náðu að taka sér bólfestu í hjarta mínu og leyfa mér að skyggnast inn í þjóðarsál sem aðeins þjóðskáld eru fær um.

Hér er eitt af ljóðum hans sem ég hreyfst af.


I Come From There
 
 
 I come from there and I have memories 
Born as mortals are, I have a mother 
And a house with many windows, 
I have brothers, friends, 
And a prison cell with a cold window. 
Mine is the wave, snatched by sea-gulls, 
I have my own view, 
And an extra blade of grass. 
Mine is the moon at the far edge of the words, 
And the bounty of birds, 
And the immortal olive tree. 
I walked this land before the swords 
Turned its living body into a laden table. 

I come from there. I render the sky unto her mother 
When the sky weeps for her mother. 
And I weep to make myself known 
To a returning cloud. 
I learnt all the words worthy of the court of blood 
So that I could break the rule. 
I learnt all the words and broke them up 
To make a single word: Homeland..... 


mbl.is Þúsundir við jarðarför ljóðskálds
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Stundum sakna ég þeirra afskaplega mikið

Blessuð sé minning þeirra
Mamma aka Bergþóra Árnadóttir -
tekið upp úr sjónvarpsþættinum í kjallaranum frá því að ég held 1976
 
 Pabbi aka Jón Ólafsson - kvikmyndað af bróður hennar mömmu Bergi - tekið upp á skipinu hans pabba, Skálafelli. Pabbi er gaurinn með flottu bartana í skipstjórnarstólnum:) Tekið upp 1974
 

Áhugaverð heimildarmynd um olíukreppuna yfirvofandi

Myndin heitir the end of Suburbia eða endir úthverfana og er ótrúlega forspá - mikið af áhugaverðum punktum í henni og áhugavert að vera að upplifa það sem er um fjallað í henni. Það verður áhugavert að fylgjast með þróuninni hér en margt af því sem hækkandi olíuverð hefur í för með sér er í sjálfu sér afar jákvætt ef maður lítur heildstætt á framtíðina. Aðgerða er þörf en þær fela ekki í sér lækkun á olíu eða meiri neyslu. Það er kominn tími til að við hugleiðum hvaða áhrif öll þessi neysla okkar hefur á umhverfið og framtíð barna og barnabarna. Vonandi verður þetta allt saman til þess að fólk hægi á og fari að njóta betur þess sem það þegar á, því það er ekkert smá;) 
 

Lánum Tíbetum rödd okkar

DSCF2081

Tíbetar geta ekki um frjálst höfuð strokið í sínu eigin heimalandi. Í raun og veru eru Tíbet eins og risastórt fangelsi þar sem Tíbetar lifa í stöðugum ótta. 

Það gleður mitt litla hjarta að sjá þetta fallega flagg í hjarta borgarinnar minna. Leyfum því að staldra við um stund til að minna okkur á að það er bannað að flagga þessu flaggi í Tíbet. Minnum okkur á að í Tíbet ríkir ekki trúfrelsi, skoðanafrelsi né tjáningarfrelsi.

Sínum þessari einstöku þjóð sem er í útrýmingarhættu að okkur er ekki sama og verðum við kalli þeirra um hjálp. Lánum þeim rödd okkar, við sem megum tjá okkur án þess að eiga á hættu að verða fangelsuð. Munum að með frelsi fylgir ábyrgð.  


mbl.is Fáni Tíbet blaktir við Hallgrímskirkju
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Fyrri síða | Næsta síða »

Höfundur

Birgitta Jónsdóttir
Birgitta Jónsdóttir

Ég vil gjarnan láta eitthvað gott af mér leiða í samfélagi manna. Ég mun einbeita mér að því að því að búa til vettvang fyrir þjóðina að vinna að þeim lýðræðisumbótum sem hún krefst og vill leggja sína krafta í. Ég starfa sem þingmaður og þingflokksformaður fyrir Hreyfinguna - fyrir fólkið í landinu. Ég er formaður vina Tíbets.

Ég vil hafa athugasemdakerfið opið - bið fólk samt um að tjá sig eins og það myndi gera ef við stæðum augnlitis til augnlitis. Ég mun því miður ekki alltaf hafa tíma til að svara kommentum eða tölvupósti en ég reyni að lesa allt með opnum huga. Vil gjarnan nota þetta sem vettvang fyrir fólk að koma með hugmyndir um hvað mætti betur fara í samfélginu okkar.

Ég aðhyllist engin sérstök trúarbrögð, ég tilheyri engu sérstöku flokkakerfi, ég tilheyri engu sérstöku nema þessu stórmerkilega mannkyni og þessari yndislegu jörð. Ég er þakklát fyrir að lifa á sögulegum tímum þar sem allt getur gerst. 

Netfang: birgitta@this.is

Bækur

Bækurnar mínar

  • Bók: Tuttugasta öldin og lærdómar hennar
    Mikhail Gorbatsjov og Daisaku Ikeda : Tuttugasta öldin og lærdómar hennar (ISBN: 9979-772-77-8 )
    Þýddi þessa ásamt Jóni Karli Stefánssyni
  • Bók: Lífsreglurnar fjórar - the Four Agreements
    don Miguel Ruiz: Lífsreglurnar fjórar - the Four Agreements (ISBN: 9979768835)
    Lífsreglurnar fjórar er ævaforn indjánaspeki sem hefur farið sigurför um heiminn. Bókin er byggð á fornri visku Tolteka-indjána og útskýrir sannindi sem er að finna í helgum dulspekihefðum víðsvegar um heim. Lesanda eru kynntar fjórar einfaldar en magnaðar lífsreglur sem vísa leiðina að frelsi og sjálfstæði einstaklingsins. Höfundurinn, don Miguel Ruiz, er af ætt græðara og seiðmanna sem hafa iðkað Toltekafræðin frá aldaöðli. Hann er heimsþekktur fyrir bækur sínar og fyrirlestra.
  • Bók: Dagbók kameljónsins
    Birgitta Jónsdóttir: Dagbók kameljónsins (ISBN: 9979973307)
    Dagbók kameljónsins er þroskasaga stúlku sem hefur þurft að berjast við að sogast ekki inn í geðveiki ættmenna sinna, en sjálfsvíg þeirrar manneskju sem hún leit á sem klettinn í lífi sínu verður til þess að hún gerir sér ljóst hve dýrmætt lífið er. Með því að þvinga sig til að muna fortíðina skapar hún möguleika á að eiga sér einhverja framtíð. Alkóhólismi móður hennar vegur jafnframt þungt í þessu verki og hefur afgerandi áhrif á sjálfmeðvitund söguhetjunnar sem á endanum öðlast þroska til að sjá manneskjuna handan sjúkdómsins sem brýst oft út í mikilli sjálfhverfu þess sem er haldin honum og skilur aðra fjölskyldumeðlimi eftir með því sem næst ósýnilegan geðrænan sjúkdóm sem jafnan er kenndur við meðvirkni. En þetta er engin venjuleg bók, hún er brimfull af von og lausnum, ævintýrum og einlægni og fellur aldrei inn í pytt sjálfsvorunnar. Bókin er tilraun til að brúa bilið á milli þess myndræna sem oft fyrirfinnst í dagbókum, en formið bíður upp á vægðarlausan heiðarleika og gefur lesandanum tækifæri á að nota sitt eigið hugarflug.

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (23.11.): 2
  • Sl. sólarhring: 4
  • Sl. viku: 13
  • Frá upphafi: 509137

Annað

  • Innlit í dag: 1
  • Innlit sl. viku: 7
  • Gestir í dag: 1
  • IP-tölur í dag: 1

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Nýjustu myndir

  • ...011-02-25_l
  • ...unknown
  • ...581_1050977
  • ...x-_28-of-81
  • ...490581
Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband