Leita í fréttum mbl.is

Óvænt fjölgun í fjölskyldunni

Í gærkvöldi horfði ég á Men in Black með öðru auganu ásamt Delphin. Eftir myndina ákvað ég að setja nýtt hey hjá hamstrabræðrunum sem krakkarnir fengu í jólagjöf. Þegar ég keypti hamstrana, bað ég um tvo stráka. Stelpan kíkti ekki bara einu sinni heldur tvisvar og ég fór róleg heim. Snemma kom í ljós að annar var eins konar bully, var alltaf að ráðast á hinn sem vældi viðstöðulaust og flúði með öllum tiltækum ráðum frá stóra bróður sínum. Ákvað að prófa að skella þeim í sitt hvort búrið en eftir tvær þannig vikur ákvað ég að það væri kominn tími til að þeir lærðu að umgangast og sýndu hvor öðrum bróðurlegan kærleika.

Litli var samt alltaf að væla og vildi aldrei skríða í hendurnar hjá okkur og skoða heiminn. Hinn var aftur á móti fjörugur og var alltaf til í að koma út úr búrinu. Hlaupa um sófann og éta úr hendi mér. Ég hafði alvarlega hugsað út í að skila vælukjóanum en vildi samt gefa honum séns á að venjast okkur.

Nema hvað að ég tek lokið af búrinu og byrja að týna út dótið í búrinu til að fylla það með þessu líka yndislega ilmandi heyi. Hamstrarnir voru eitthvað skringilegir. Skyndilega þegar annar færir sig til kemur í ljós geimveruleg kös af bleikum búkum. Mér brá svo rosalega að ég hoppaði smá og gaf frá mér hálfkæft undrunaróp. Þeir sem þekkja mig vita að það er eiginlega ómögulegt fyrir nokkurn eða nokkuð til að koma mér á óvart. Kannski hafði geimverumyndin einhver áhrif á það hve brugðið mér var:)

Um leið og hamsturinn sem var eitt sinn karl en er það greinilega ekki miðað við iðandi kösina sem við nánari athugun er ótrúlega fallega ljót, nú þá stekkur hinn á bakið og ætlar að koma vilja sínum fram. Kvendýrið rétt nýbúið að eiga ungana... ég þreif hann kannski fullharkalega og skellti honum út fyrir búrið. Sá að það hafði verið búið til aukahreiður í búrinu, hélt þegar ég sá það fyrst að litli bróðirinn væri kannski ekki að fá að vera inn í húsinu sínu og hefði búið sér til svona utanáliggjandi herbergi.

Ég hreinsaði búrið án þess að koma of nálægt hreiðrinu, setti karlinn í Ikeabláan dótakassa með hey og mat og gaf mömmunni ferskmeti og meira efni til hreiðurgerðar.

En semsagt ef ég taldi rétt þá eru komnir 6 nýir hamstrar og það var alls ekki á planinu. Það sem er kannski merkilegast við þetta allt er að væluspóinn er karlinn og fjörugi ofurhuginn var kasólétt hamstramamma:)

Framhald á þessu á morgunn um undarlegar tillögur um lausnir á þessu og enn undarlegri viðbrögð hjá búðinni sem ég keypti hamstrana hjá.   


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Laufey Ólafsdóttir

Haha! Til hamingju með nýju fjölskylduna Úff, held þú viljir ekki hafa þá neitt mikið saman aftur. Gangi ykkur vel!

Laufey Ólafsdóttir, 24.2.2008 kl. 02:23

2 Smámynd: Heidi Strand

Til hamingju! Þetta heitir visst að koma skemmtilegt á óvart.

Við fengum óvæntan glaðningur oftar en einu sinni á naggrisaárunum í fjölskyldunni, en í þeim tilvíkum komu bara ein til tveir í einu.
 

Heidi Strand, 24.2.2008 kl. 08:47

3 Smámynd: Ásthildur Cesil Þórðardóttir

Hahaha skemmtileg fjölgun í fjölskyldunni.

Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 24.2.2008 kl. 14:19

4 Smámynd: Soffía Valdimarsdóttir

Þetta er bara fyndið - og alltaf að gerast.

Einu sinni fórum við fjölskyldan í bústað nema hvað stelpan mín harðneitaði að fara nema hamstrarnir kæmu með (tvær kellingar héldum við). Svo um morgunin þegar halda skyldi heim á leið voru komnir 7 nýir kjúklingar í búrið. Það verkaðist ekki betur en svo að á leiðinni voru

3 og hálfur étinn og barnið grét og grét í bland af sorg yfir missinum og kannski líka af ógeði yfir þessum hálfa.

Soffía Valdimarsdóttir, 24.2.2008 kl. 15:38

5 Smámynd: Birgitta Jónsdóttir

Laufey... ég var fljót að losa mig við vælukjóann:) Vona að hann finni góða fjölskyldu.

Það er svo sem ekkert grín að finna út úr því hvað er kall eða kona á svona smáverum... en fann samt alveg ljómandi flottar teikningar af því á netinu. Þannig að það er enginn þjóðsaga þetta með að hamstrarnir éti börnin sín;( Ég hef reyndar heyrt að það sé ef þeir eru óöryggir... kannski hafi bílferðin haft þessi áhrif á þá...

Birgitta Jónsdóttir, 24.2.2008 kl. 16:07

6 Smámynd: Heidi Strand

Ég mæli með naggrísir næst. Þeir vaka á daginn og ungarnir eru fullbúnir þegar þeir fæðast.
http://siggahilmars.blog.is/blog/siggahilmars/ færslan heitir barnabörnin

Heidi Strand, 24.2.2008 kl. 16:21

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Birgitta Jónsdóttir
Birgitta Jónsdóttir

Ég vil gjarnan láta eitthvað gott af mér leiða í samfélagi manna. Ég mun einbeita mér að því að því að búa til vettvang fyrir þjóðina að vinna að þeim lýðræðisumbótum sem hún krefst og vill leggja sína krafta í. Ég starfa sem þingmaður og þingflokksformaður fyrir Hreyfinguna - fyrir fólkið í landinu. Ég er formaður vina Tíbets.

Ég vil hafa athugasemdakerfið opið - bið fólk samt um að tjá sig eins og það myndi gera ef við stæðum augnlitis til augnlitis. Ég mun því miður ekki alltaf hafa tíma til að svara kommentum eða tölvupósti en ég reyni að lesa allt með opnum huga. Vil gjarnan nota þetta sem vettvang fyrir fólk að koma með hugmyndir um hvað mætti betur fara í samfélginu okkar.

Ég aðhyllist engin sérstök trúarbrögð, ég tilheyri engu sérstöku flokkakerfi, ég tilheyri engu sérstöku nema þessu stórmerkilega mannkyni og þessari yndislegu jörð. Ég er þakklát fyrir að lifa á sögulegum tímum þar sem allt getur gerst. 

Netfang: birgitta@this.is

Bækur

Bækurnar mínar

  • Bók: Tuttugasta öldin og lærdómar hennar
    Mikhail Gorbatsjov og Daisaku Ikeda : Tuttugasta öldin og lærdómar hennar (ISBN: 9979-772-77-8 )
    Þýddi þessa ásamt Jóni Karli Stefánssyni
  • Bók: Lífsreglurnar fjórar - the Four Agreements
    don Miguel Ruiz: Lífsreglurnar fjórar - the Four Agreements (ISBN: 9979768835)
    Lífsreglurnar fjórar er ævaforn indjánaspeki sem hefur farið sigurför um heiminn. Bókin er byggð á fornri visku Tolteka-indjána og útskýrir sannindi sem er að finna í helgum dulspekihefðum víðsvegar um heim. Lesanda eru kynntar fjórar einfaldar en magnaðar lífsreglur sem vísa leiðina að frelsi og sjálfstæði einstaklingsins. Höfundurinn, don Miguel Ruiz, er af ætt græðara og seiðmanna sem hafa iðkað Toltekafræðin frá aldaöðli. Hann er heimsþekktur fyrir bækur sínar og fyrirlestra.
  • Bók: Dagbók kameljónsins
    Birgitta Jónsdóttir: Dagbók kameljónsins (ISBN: 9979973307)
    Dagbók kameljónsins er þroskasaga stúlku sem hefur þurft að berjast við að sogast ekki inn í geðveiki ættmenna sinna, en sjálfsvíg þeirrar manneskju sem hún leit á sem klettinn í lífi sínu verður til þess að hún gerir sér ljóst hve dýrmætt lífið er. Með því að þvinga sig til að muna fortíðina skapar hún möguleika á að eiga sér einhverja framtíð. Alkóhólismi móður hennar vegur jafnframt þungt í þessu verki og hefur afgerandi áhrif á sjálfmeðvitund söguhetjunnar sem á endanum öðlast þroska til að sjá manneskjuna handan sjúkdómsins sem brýst oft út í mikilli sjálfhverfu þess sem er haldin honum og skilur aðra fjölskyldumeðlimi eftir með því sem næst ósýnilegan geðrænan sjúkdóm sem jafnan er kenndur við meðvirkni. En þetta er engin venjuleg bók, hún er brimfull af von og lausnum, ævintýrum og einlægni og fellur aldrei inn í pytt sjálfsvorunnar. Bókin er tilraun til að brúa bilið á milli þess myndræna sem oft fyrirfinnst í dagbókum, en formið bíður upp á vægðarlausan heiðarleika og gefur lesandanum tækifæri á að nota sitt eigið hugarflug.

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (30.4.): 1
  • Sl. sólarhring: 5
  • Sl. viku: 13
  • Frá upphafi: 508739

Annað

  • Innlit í dag: 1
  • Innlit sl. viku: 13
  • Gestir í dag: 1
  • IP-tölur í dag: 1

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Nýjustu myndir

  • ...011-02-25_l
  • ...unknown
  • ...581_1050977
  • ...x-_28-of-81
  • ...490581
Apríl 2024
S M Þ M F F L
  1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30        

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.