Gripið verði til neyðarráðstafana í þágu heimila og fyrirtækja
1. Alvarleg staða heimilanna verði tafarlaust lagfærð með því að færa vísitölu verðtryggingar handvirkt fram fyrir hrun hagkerfisins (janúar 2008) og hækkanir höfuðstóls og afborganir húsnæðislána til samræmis við það. Raunvextir á verðtryggðum lánum verði að hámarki 2% - 3% og afborgunum af húsnæðislánum verði hægt að fresta um tvö ár með lengingu lánsins um þann tíma. Náð verði samkomulagi við eigendur verðtryggðra húsnæðislána um að þeim verði breytt í skuldabréf með föstum vöxtum og verðtryggingarákvæði í lánasamningum verði bönnuð.
2. Leitað verði leiða til að leysa myntvanda Íslands með myntbandalagi við aðrar þjóðir eða ef með þarf með einhliða upptöku annars gjaldmiðils.
3. Atvinnulaust fólk verði hvatt til að stunda vinnu með samfélagslegu markmiði til að koma í veg fyrir að tengsl þess við vinnumarkaðinn rofni. Sett verði á stofn víðtæk aðstoð við atvinnulausa um allt land með það að markmiði að aðstoða þá að nýta atvinnuleysið.
4. Illa skuldsett fyrirtæki verða boðin til sölu og tilboðum aðeins tekið ef ásættanlegt verð fæst. Annars verði starfsfólkinu leyft að taka yfir lífvænleg fyrirtæki sem ekki fæst ásættanlegt verð fyrir. Skuldir eigenda verði ekki felldar niður sjálkrafa en nota á endurreisnarsjóð atvinnulífsins til að veita hagstæð lán og breyta skuldum lífvænlegra fyrirtækja í hlutafé í eigu ríkisins frekar en að afskrifa skuldir.
5. Halla á ríkissjóði verði mætt með endurskoðun skattkerfisins, m.a. með fjölgun skattþrepa, hátekjuskatti og breytingum á virðisaukaskatti, frekar en niðurskurði í heilbrigðis- og velferðarþjónustu. AGS fái ekki að ráða ferðinni með stöðu ríkissjóðs.
6. Strax verði hafist handa við að meta heildarskuldir þjóðarbúsins og að því loknu gert upp við lánardrottna eftir bestu getu og skynsemi. ICESAVE reikningar Landsbankans og aðrar skuldir bankanna erlendis verði ekki greiddar fyrr en álit óháðra sérfræðinga liggur fyrir um skyldur Íslands og m.t.t. þess að sennilega hafi verið um svikamyllu að ræða en ekki eðlilega bankastarfsemi. Rannsakað verði hvað varð um allar innlagnir á reikningana, fjármunirnir sóttir og þeim skilað til eigenda. Stjórnendur og eigendur bankanna verði gerðir persónulega ábyrgir fyrir því sem vantar upp á. Samið verður um það sem út af stendur m.t.t. neyðarástands og reynt að fá þær skuldir niðurfelldar. Samhliða því verði gefið loforð um framlag af hálfu Íslands sem nemi 2% af VLF, renni til þróunaraðstoðar á ári næstu tíu ár til að sýna góðan vilja íslendinga til að verða ábyrg þjóð meðal þjóða.
Landsmenn semji sína eigin stjórnarskrá
2. Bera skal alla samninga undir þjóðaratkvæðagreiðslu sem mögulega framselja vald.
3. Rofin verði óeðlileg hagsmunatengsl milli viðskiptaheims og þingheims.
4. Viðurkenna skal þau sjálfsögðu mannréttindi sbr. 1. gr. Mann-réttingayfirlýsingar S. Þ. að vægi atkvæða í alþingiskosningum verði jafnt enda væri það í samræmi við hugmyndir um að auka vægi þjóðaratkvæðis um einstök mál enda augljóst að ekki væri hægt að láta suma landsmenn hafa meira vægi en aðra við þjóðaratkvæðagreiðslu.
5. Fjöldi þingmanna miðist við fjölda á kjörskrá í hlutfallinu 1/4000 sem væri í samræmi við algengt hlutfall í öðrum löndum. Þetta myndi þýða nokkra fækkun þingmanna í dag en hægfara fjölgun þeirra í framtíðinni með vaxandi fólksfjölda sem væri rökrétt.
6. Kjördæmaskipan verði endurskoðuð og kjördæmum fækkað á suðvesturhorninu.
7. Tryggð verði skipting valdsins milli löggjafarvalds og framkvæmdavalds, m.a. þannig að ráðherrar sitji ekki á þingi.
8. Ráðherrar, þingmenn og æðstu embættismenn framkvæmdavaldsins, nema dómarar, gegni embætti í mesta lagi í átta ár eða tvö kjörtímabil samfellt.
9. Fyrsta málsgrein 76. greinar stjórnarskrárinnar verði breytt til samræmis við Mannréttindayfirlýsingu S. Þ. um réttinn til lífskjara sem nauðsynleg eru til verndar heilsu og velliðan allra. Grein 76 muni þá hljóða svona eftir breytingu. Öllum skal tryggður rétttur til grunn lífskjara sem nauðsynleg eru til verndar heilsu og lífsviðurværi þeirra sjálfra og fjölskyldu þeirra Grunn lífskjör teljast vera nauðsynlegt fæði, hreint vatn, klæði, húsnæði, læknishjálp og nauðsynleg félagsleg þjónusta, svo og réttur til öryggis vegna atvinnuleysis, veikinda, fötlunar, fyrirvinnumissis, elli eða annars sem skorti veldur og menn geta ekki við gert. Öllum skal tryggður í lögum réttur til almennrar menntunar og fræðslu við sitt hæfi. Börnum skal tryggð í lögum sú vernd og umönnun sem velferð þeirra krefst.
10. Allar náttúruauðlindir verða í þjóðareigu og óheimilt að framleigja þær nema tímabundið og þá aðeins með viðurkenndum gagnsæjum aðferðum þar sem fyllsta jafnræðis og arðs er gætt.
Trúverðug rannsókn undir stjórn og á ábyrgð óháðra erlendra sérfræðinga á íslenska efnahagshruninu verði hrundið af stað og fari fram fyrir opnum tjöldum. Frysta eignir grunaðra auðmanna STRAX meðan á rannsókn stendur
Lögfest verði fagleg, gegnsæ og réttlát stjórnsýsla
2. Ráðningatími (skipunartími) og þ.a.l. uppsagnarfrestur allra embættismanna sé í samræmi við það sem almennt gerist hjá stjórnendum á vinnumarkaði skv. nánari útfærslu sem verði í höndum Kjararáðs.
3. Tiltekinn minnihluti þingmanna geti boðað til þjóðaratkvæðagreiðslu um lagafrumvörp sem Alþingi hefur samþykkt.
4. Hæfi umsækjenda um störf hæstaréttar- og héraðsdómara verði metið af hlutlausri fagnefnd skipaðri af Alþingi eftir tilnefningu hæstaréttar. Fagnefndin geti lagt fyrir umsækjendur próf til að skera úr um þá hæfustu og að ráðherra beri að velja dómara úr hópi þeirra sem fagnefndin telur hæfasta.
5. Æðstu embættismenn verði valdir á faglegum forsendum.
6. Fastanefndir þingsins verði efldar. Nefndarfundir verð almennt haldnir í heyranda hljóði. Gerð verði krafa um að fastanefndir afgreiði öll mál og skili niðurstöðu innan ákveðins tíma.
7. Settar verði siðarreglur fyrir alþingismenn, ráðherra og æðstu embættismenn framkvæmdavaldsins sem m.a. geri grein fyrir eign sinni í fyrirtækjum og stjórnarsetu fyrir kosningar og upplýsi umsvifalaust um allar breytingar á þessu sviði.
Við viljum innleiða hugtakið : pólitísk ábyrgð
Lýðræðisumbætur STRAX
1. Stjórnlagaþing fólksins í haust
2. Persónukjör til Alþingiskosninga
3. Afnema 5% þröskuldinn
4. Þjóðaratkvæðagreiðslur
5. Ný framboð fái sama tíma í fjölmiðlum og sama stuðning og aðrir stjórnmálaflokkar
Borgarahreyfingin leggur sig niður og hættir störfum þegar þessum markmiðum hefur verið náð eða augljóst er að þeim verður ekki náð






Við héldum opinn fund í Iðnó til að kynna framboðið. Mætingin var góð þrátt fyrir að við auglýstum hann helst í netheimum og í útvarpi. Herbert Sveinbjörnsson, Birgitta Jónsdóttir og Hjálmar Hjálmarsson héldu ræður við góðar undirtektir. Eftir það var fólki útí sal boðið að spyrja fólkið í pallborðinu sem samanstóð af fyrrnefndum ásamt Þór Saari, út í stefnu og markmið Borgarahreyfingarinnar - þjóðin á þing. Spurningarnar voru jafn fjölbreyttar og fólkið var margt.















ADHD
Agný
Alfreð Símonarson
Andrea J. Ólafsdóttir
Alexandra Briem
Andrés Magnússon
Anna Ragna Alexandersdóttir
Anna Ólafsdóttir Björnsson
Baldvin Björgvinsson
Baldvin Jónsson
Baldvin Jónsson
Bara Steini
Bergur Sigurðsson
Bergur Thorberg
Bergþóra Árnadóttir - RIP 15.2.48 - 8.3.07
Binnan
Birgir Þórarinsson
Birna Rebekka Björnsdóttir
Bjarkey Gunnarsdóttir
SVB
Brjánn Guðjónsson
Brosveitan - Pétur Reynisson
Bryndís Ísfold Hlöðversdóttir
Brynja skordal
Dagrún Steinunn Ólafsdóttir
Daníel Haukur
Dísa Dóra
Egill Bjarnason
Egill Jóhannsson
Einar Indriðason
Einar Vignir Einarsson
Eiríkur Bergmann Einarsson
Eldur Ísidór
Elyas
Elísabet Markúsdóttir
Erna Friðriksdóttir
Erna Hákonardóttir Pomrenke
Eva Benjamínsdóttir
Eydís Hentze Pétursdóttir
Eyjólfur Kristinn Vilhjálmsson
FLÓTTAMAÐURINN
Finnur Bárðarson
Friðrik Hansen Guðmundsson
Friðrik Þór Guðmundsson
Fríða Eyland
Georg P Sveinbjörnsson
Gerður Pálma
Goggi
Greta Björg Úlfsdóttir
Gunnar Pétursson
Gunnar Rögnvaldsson
Gunnar Skúli Ármannsson
Gunnlaugur B Ólafsson
Guðjón Baldursson
Guðjón Bergmann
Guðmundur Helgi Helgason
Guðmundur M Ásgeirsson
Guðmundur Steingrímsson
Guðmundur Ásgeirsson
Guðsteinn Haukur Barkarson
Gísli Hjálmar
Halldór Sigurðsson
Haukur Már Helgason
Heidi Strand
Heiða Þórðar
Helga Auðunsdóttir
Kaleb Joshua
Hildur Helga Sigurðardóttir
Himmalingur
Hjálmtýr V Heiðdal
Hjörleifur Guttormsson
Hlekkur
Hlynur Hallsson
Hlynur Jón Michelsen
Hlédís
Hrafnhildur Ýr Vilbertsdóttir
Hrannar Baldursson
Hulla Dan
Hörður B Hjartarson
Ingibjörg Álfrós Björnsdóttir
Ingibjörg SoS
Ingigerður Friðgeirsdóttir
Isis
Jakob Falur Kristinsson
Jakob Smári Magnússon
Jakob Þór Haraldsson
Jakobína Ingunn Ólafsdóttir
Jens Guð
Johann Trast Palmason
Jóhannes Ragnarsson
Jón Bjarnason
Jón Sigurgeirsson
Jón Svavarsson
Jón Valur Jensson
Jón Þór Ólafsson
DÓNAS
Katrín Mixa
Katrín Snæhólm Baldursdóttir
Ketill Sigurjónsson
Ketilás
Kjartan Pétur Sigurðsson
Konráð Ragnarsson
Kristján B. Jónasson
Kristján Kristjánsson
Kristján Logason
Kristín Dýrfjörð
Kristín Snorradóttir
Krummi
Kári Harðarson
Landvernd
Laufey Ólafsdóttir
Lovísa
Lára Hanna Einarsdóttir
Lýður Árnason
Mafía-- Linda Róberts.
Margrét Guðjónsdóttir
Margrét Sigurðardóttir
Markús frá Djúpalæk
María Kristjánsdóttir
María Pétursdóttir
Methúsalem Þórisson
Morgunblaðið
Myndlistarfélagið
Mál 214
Máni Ragnar Svansson
Neo
Oddi
Paul Nikolov
Perla
Pjetur Hafstein Lárusson
Pálmi Gunnarsson
Pálmi Guðmundsson
Ragnar Þór Ingólfsson
Rannveig H
Ransu
Róbert Björnsson
Rögnvaldur Hreiðarsson
Rúnar Sveinbjörnsson
Salvör Kristjana Gissurardóttir
Samstaða - bandalag grasrótarhópa
SeeingRed
Sema Erla Serdar
Sigga
Signý
Sigrún Jónsdóttir
Sigurgeir Orri Sigurgeirsson
Sigurgeir Þór Hreggviðsson
Sigurjón Sigurðsson
Sigurður Hrellir
Sigurður Þór Guðjónsson
Skuldlaus
Stefán Friðrik Stefánsson
Þorsteinn Briem
Steinunn Helga Sigurðardóttir
Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir
Stríða
Sveinbjörn Eysteinsson
Sveinn Hjörtur
Sveinn Ólafsson
Swami Karunananda
Sæmundur Bjarnason
Sævar Finnbogason
Sævar Einarsson
Sóldís Fjóla Karlsdóttir
Sóley Tómasdóttir
TARA
Tilkynning
Tinna Jónsdóttir
Trausti Traustason
Tína
TómasHa
Valgeir Skagfjörð
Vefritid
Vilhelmina af Ugglas
Villi Asgeirsson
Vinir Tíbets
Viðar Eggertsson
Viðar Freyr Guðmundsson
Vér Morðingjar
Vésteinn Valgarðsson
arnar valgeirsson
hreinsamviska
molta
Einhver Ágúst
Ár & síð
Árni Þór Sigurðsson
Ásgeir Rúnar Helgason
Ásgerður
Ásta Hafberg S.
Ásthildur Cesil Þórðardóttir
Ævar Rafn Kjartansson
Íbúasamtökin Betra Breiðholt
Ólaf de Fleur Jóhannesson
Ólafur fannberg
Ómar Ragnarsson
Óskar Arnórsson
Örlygur Hnefill Örlygsson
Þorsteinn Mar Gunnlaugsson
Þröstur Unnar
Þór Saari
Þórhildur og Kristín
Þórður Björn Sigurðsson
Andrés.si
Anna Karlsdóttir
Ari Jósepsson
Aron Ingi Ólason
Axel Þór Kolbeinsson
Bergþór Gunnlaugsson
Bjarki Steingrímsson
Bjarni Kristjánsson
Bogi Jónsson
brahim
Daði Ingólfsson
Daníel Sigurður Eðvaldsson
Dóra litla
Dúa
Einar Björn Bjarnason
Esther Anna Jóhannsdóttir
Frosti Sigurjónsson
Grétar Eiríksson
Guðmundur Óli Scheving
Gunnar Helgi Eysteinsson
Hreyfingin
Högni Snær Hauksson
Jack Daniel's
Jóhann Ágúst Hansen
Jóhannes Þór Skúlason
Jóna Kolbrún Garðarsdóttir
Jón Kristófer Arnarson
Jón Lárusson
Karl Gauti Hjaltason
Lísa Björk Ingólfsdóttir
Lúðvík Lúðvíksson
Magnús Ragnar (Maggi Raggi).
Morten Lange
Ólafur Eiríksson
Pjetur Stefánsson
Rafn Gíslason
Rúnar Freyr Þorsteinsson
Sigurbjörn Svavarsson
Sigurður Jónsson
Sigurður Sigurðsson
Sigurður Þórðarson
Sigþrúður Þorfinnsdóttir
Sveinbjörn Ragnar Árnason
Vaktin
Vilhjálmur Sveinn Björnsson
ÞJÓÐARHEIÐUR - SAMTÖK GEGN ICESAVE
Þorsteinn Helgi Steinarsson
Þorsteinn Valur Baldvinsson