Leita í fréttum mbl.is

Fullvirkjun Íslands

Af hverju þurfum við að fá nýja ríkisstjórn?

1. Miðað við loforð núverandi ríkisstjórnar um orkusölu til álbræðslu þá þarf að fullvirkja landið. Tölur um þetta og kort má finna í bækling Íslandsvina sem dreift var á öll heimili landsins í síðustu viku.

2. Einkavæða á heilbrigðiskerfið.

3. Selja á Landsvirkjun, en fyrirtækið er sameign þjóðarinnar en hefur því miður ekki gætt hagsmuna eiganda sinnar og selt risafyrirtækjum eins og Alcoa orkuna okkar á skammarlegu verði. Hvað ef Alcoa eignast Alcan? Heldur fólk virkilega að það hafi engin áhrif hérlendis. Þá mun eitt fyrirtæki sem á sér miður fallega sögu í umhverfisspjöllum og broti á mannréttindum í öðrum löndum, hafa fáránlega mikill völd hérlendis. Hvað ef Alcoa eignast stóran hlut í Landsvirkjun þegar það verður sett á útsölu? Ekki hugnast mér heldur ef Rio Tinto myndi eignast Alcan. Það er fyrirtæki með jafnvel enn svartari samvisku en Alcoa. Hvet fólk til að afla sér upplýsinga um þessi fyrirtæki á netinu áður en það ákveður sig að koma með komment :) um ágæti þeirra... hægt til dæmis að googla alcoa fines og þá fær maður athyglisverðar upplýsingar.

4. Velsældin og einkavinavæðingin hefur ekki skilað sér til almennings. Var að lesa tölur um það að rekja má aukna neyslu landsmanna til aukinnar skuldsetningar heimila landsins. Aldrei hefur verið eins auðvelt að ná sér í lánsfé og flestir búnir að þenja sitt skuldaþol svo mjög að ekkert má út af bregða. Þess vegna þarf fólk að vinna enn meir, og fólk hefur enn minni tíma til að sinna fjölskyldum sínum, sér í lagi börnum og eldri fjölskyldumeðlimum sínum. Hagsæld er ekki endilega að maður geti keypt sér 40" plasmasjónvarp. Hef ekki þekkt nokkurn mann eða konu sem hefur fundið til varanlegrar hamingju út af dótinu sem það á.
Það sem hefur gerst í valdatíð hægri manna er að aldrei hafa fleiri börn verið greind með þunglyndi, aldrei hafa fleiri börn verið einmanna, aldrei hafa fleiri þurft að sækja á náðir mæðrastyrksnefndar, aldrei hafa fleiri verið á geðlyfjum, aldrei hafa verið eins margir ungir eiturlyfjaneytendur, aldrei hefur verið eins dýrt að hafa barn sitt í grunnskóla, ég gæti lengið haldið áfram. En ef þetta kallast hagsæld þá vel ég hiklaust að þurfa að skoða mína neyslu og minka hana og eiga meiri tíma með mínum börnum og ömmu minni, sem er einmanna eins og svo margt fólk sem er komið á hennar aldur, og sárfátæk þrátt fyrir að hafa unnið eins og þræll allt sitt líf.

5. Við þurfum að læra að þroska með okkur samfélagsvitund. Þessi ríkisstjórn vill ekki að við gerum slíkt heldur vill hún að hver hugsi aðeins um sig og að einkaframtakið sé hin eina rétta leið. Velferðarsamfélag rúmast ekki innan þeirra hugmyndafræði.

6. Við erum að kjósa um tvö stór mál: Hið fyrsta er Norrænt velferðarsamfélag versus Ameríska einkavæðingarmódelið. Hef búið bæði í Norðurlöndum og Norður Ameríku. Ég flutti frá USA vegna þess að ég vildi ekki ala mín börn upp í samfélagi sem er byggt upp á ótta, þar sem allt gengur út á að vera vel tryggður og að enginn geti farið í skaðabótamál við mann. Hvað ætli mörg prósent bandaríkjamanna lifi í hinum ameríska draumi? Passar það hinni íslensku þjóðarsál að eltast við drauma annarra þjóða?

Hitt málið sem við erum að kjósa um er fullvirkjun landsins versus sjálfbær þróun. Lesa má sér til um sjálfbæra þróun og vistvernd í verki hjá aðilum eins og Landvernd og VG.

Studdi ég stríðið gegn Írak og að Ísland væri sett á lista hinna viljugu? NEI! Ríkisstjórnin er ábyrg fyrir því.
Studdi ég Kárahnjúkafórnina? NEI! Ríkisstjórnin er ábyrg fyrir henni.
Studdi ég einkavæðingu grunnnets símans? NEI! Ríkisstjórnin er ábyrg fyrir henni.
Styð ég bág kjör aldraðra og öryrkja? NEI! Ríkisstjórnin er ábyrg fyrir þeim.
Styð ég stóriðjuáform, styð ég virkjanaáformin, styð ég óafturkræfar fórnir á auðlindum landsins fyrir skyndigróða. NEI! Ríkisstjórnin er ábyrg og mun halda áfram á þessari braut. Ekki láta blekkjast af fagurgala fyrir kosningar. Ekki gleyma að öll gætum við þurft á einhverjum punkti í lífi okkar að treysta á almannakerfið okkur til stuðnings. Allt er fallvalt, ekkert er öruggt, og þeir peningar sem fólk er að brenna í dag eru ekki trygging fyrir betra lífi komandi kynslóða. Hvernig ætlar fólk að skila landinu til komandi kynslóða. Ég kýs velferð þessa lands, en ekki bara í dag heldur um ókomna daga. Ég ber ábyrgð rétt eins og allir aðrir á að skila af mér landinu eins og ég tók við því. Því miður er landið í sárum vegna skyndilausna núverandi ríkisstjórnar. Því miður verður ekki hægt að spóla til baka og laga þau skemmdarverk sem hafa verið unnin. Þess vegna verðum við að axla ábyrgð og hugsa líka með hjartanu en ekki bara með buddunni. Ég reyndar skil ekki af hverju þessi blessaða ríkisstjórn hefur ekki haft burði til að laga brýnustu vandamál þessa samfélags, eins og skammarlega biðlista, ónýta vegi á landsbyggðinni og kjör þeirra sem minnst eiga, ef að ríkissjóður stendur svona vel.
Ah auðvitað það má ekkert gera til að rugga bátnum því þenslan er svo mikil. Allar framkvæmdir nema stóriðja þurfa að bíða svo hagkerfið springi ekki... og hve lengi eruð þið landsmenn góðir tilbúnir að bíða... 4 ár! Ég lofa ykkur því að ef núverandi ríkisstjórn heldur velli, þá mun biðin halda áfram ... og munið að XD bera jafnmikla ábyrgð og XB á því.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Birgitta Jónsdóttir
Birgitta Jónsdóttir

Ég vil gjarnan láta eitthvað gott af mér leiða í samfélagi manna. Ég mun einbeita mér að því að því að búa til vettvang fyrir þjóðina að vinna að þeim lýðræðisumbótum sem hún krefst og vill leggja sína krafta í. Ég starfa sem þingmaður og þingflokksformaður fyrir Hreyfinguna - fyrir fólkið í landinu. Ég er formaður vina Tíbets.

Ég vil hafa athugasemdakerfið opið - bið fólk samt um að tjá sig eins og það myndi gera ef við stæðum augnlitis til augnlitis. Ég mun því miður ekki alltaf hafa tíma til að svara kommentum eða tölvupósti en ég reyni að lesa allt með opnum huga. Vil gjarnan nota þetta sem vettvang fyrir fólk að koma með hugmyndir um hvað mætti betur fara í samfélginu okkar.

Ég aðhyllist engin sérstök trúarbrögð, ég tilheyri engu sérstöku flokkakerfi, ég tilheyri engu sérstöku nema þessu stórmerkilega mannkyni og þessari yndislegu jörð. Ég er þakklát fyrir að lifa á sögulegum tímum þar sem allt getur gerst. 

Netfang: birgitta@this.is

Bækur

Bækurnar mínar

  • Bók: Tuttugasta öldin og lærdómar hennar
    Mikhail Gorbatsjov og Daisaku Ikeda : Tuttugasta öldin og lærdómar hennar (ISBN: 9979-772-77-8 )
    Þýddi þessa ásamt Jóni Karli Stefánssyni
  • Bók: Lífsreglurnar fjórar - the Four Agreements
    don Miguel Ruiz: Lífsreglurnar fjórar - the Four Agreements (ISBN: 9979768835)
    Lífsreglurnar fjórar er ævaforn indjánaspeki sem hefur farið sigurför um heiminn. Bókin er byggð á fornri visku Tolteka-indjána og útskýrir sannindi sem er að finna í helgum dulspekihefðum víðsvegar um heim. Lesanda eru kynntar fjórar einfaldar en magnaðar lífsreglur sem vísa leiðina að frelsi og sjálfstæði einstaklingsins. Höfundurinn, don Miguel Ruiz, er af ætt græðara og seiðmanna sem hafa iðkað Toltekafræðin frá aldaöðli. Hann er heimsþekktur fyrir bækur sínar og fyrirlestra.
  • Bók: Dagbók kameljónsins
    Birgitta Jónsdóttir: Dagbók kameljónsins (ISBN: 9979973307)
    Dagbók kameljónsins er þroskasaga stúlku sem hefur þurft að berjast við að sogast ekki inn í geðveiki ættmenna sinna, en sjálfsvíg þeirrar manneskju sem hún leit á sem klettinn í lífi sínu verður til þess að hún gerir sér ljóst hve dýrmætt lífið er. Með því að þvinga sig til að muna fortíðina skapar hún möguleika á að eiga sér einhverja framtíð. Alkóhólismi móður hennar vegur jafnframt þungt í þessu verki og hefur afgerandi áhrif á sjálfmeðvitund söguhetjunnar sem á endanum öðlast þroska til að sjá manneskjuna handan sjúkdómsins sem brýst oft út í mikilli sjálfhverfu þess sem er haldin honum og skilur aðra fjölskyldumeðlimi eftir með því sem næst ósýnilegan geðrænan sjúkdóm sem jafnan er kenndur við meðvirkni. En þetta er engin venjuleg bók, hún er brimfull af von og lausnum, ævintýrum og einlægni og fellur aldrei inn í pytt sjálfsvorunnar. Bókin er tilraun til að brúa bilið á milli þess myndræna sem oft fyrirfinnst í dagbókum, en formið bíður upp á vægðarlausan heiðarleika og gefur lesandanum tækifæri á að nota sitt eigið hugarflug.

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (6.5.): 0
  • Sl. sólarhring: 3
  • Sl. viku: 22
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 22
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Nýjustu myndir

  • ...011-02-25_l
  • ...unknown
  • ...581_1050977
  • ...x-_28-of-81
  • ...490581
Maí 2024
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband