Færsluflokkur: Tónlist
15.2.2010 | 12:54
Árlegir minningartónleikar til heiðurs mömmu
Ég hlakka til að heyra lögin hennar mömmu færð í algerlega nýjan búning í kvöld. Hefði auðvitað átt að láta vita af þessu fyrr - en tíminn er eitthvað svo fljótur að renna úr greipum mínum þessa dagana. Lofa að skrifa næst um pólitík. Mamma hefði orðið 62 ára í dag og hennar er sárt saknað, sér í lagi á svona dögum.
Nýi Kvartettinn á árlegum minningartónleikum til heiðurs Bergþóru Árnadóttur
Frumfluttar verða nýjar útsetningar Nýja Kvartettsins á lögum Bergþóru við ljóð hennar og margra þjóðkunnra skálda. Hér verður einstakt tækifæri til að heyra nýjar og áður óþekktar hliðar á lögum Bergþóru í flutningi þeirra Gissurar Páls Gissurarsonar tenórs, Hjörleifs Valssonar fiðluleikara, Örnólfs Kristjánssonar sellóleikara og Árna Heiðars Karlssonar píanóleikara sem saman skipa Nýa Kvartettinn. Þeir eru allir mjög virkir í íslensku tónlistarlífi og hafa sem kvartett vakið athygli fyrir vandaðan flutning og skemmtilega sviðsframkomu.
Óhætt er að mæla með þessum sögulegu tónleikum sem hefjast í Salnum kl 20 á afmælisdegi Bergþóru 15. febrúar.
Hægt að kaupa miða hér: http://midi.is/tonleikar/1/5830/
Tónlist | Breytt s.d. kl. 12:55 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (4)
1.1.2010 | 16:29
Ísland, er í lagi?
Þegar kerfið hérna hrundi, þjóðin hræddist, þjóðin stundi.
Þetta var víst bara bóla, allt í plati, á Tortóla.
Nokkrir vinir fengu að græða, meðan hinir fengu að blæða.
Lánin þeirra látin hverfa, þeirra mínus munum erfa.
Ísland, er í lagi? Ísland, er í lagi? Er í lagi, Ísland?
Ísland, er í lagi? Ísland, er í lagi? Er í lagi, Ísland?
Ísland, er í lagi? Ekki láta þessa peyja
sem að allir hafa selt þig, nánast svelt þig, í svaðið beygja.
Þegar allt er við að hrynja, og hörmungar á dynja,
þá er rétt að rísa á fætur og rifja upp okkar rætur.
Ísland, er í lagi? Ísland, er í lagi? Er í lagi, Ísland?
Ísland, er í lagi? Ísland, er í lagi? Er í lagi, Ísland?
Þú varst svikið, þú varst tekið af skrúðkrimmunum!
Okkar sjóðir voru tæmdir, megi sekir verða dæmdir.
Næstu árin verða erfið, en við endurreisum kerfið.
Ísland, er í lagi? Ísland, er í lagi? o.s.frv.
Ísland, er í lagi? Ekki láta þessa peyja
sem að allir hafa selt þig, nánast svelt þig, í svaðið beygja.
Þegar allt er við að hrynja, og hörmungar á dynja,
þá er rétt að rísa á fætur og rifja upp okkar rætur.
Ísland, er í lagi? Ísland, er í lagi? o.s.frv.
Þú varst svikið, þú varst tekið af skrúðkrimmunum!
Ísland, er í lagi? Ekki láta þessa peyja
sem að allir hafa selt þig, nánast svelt þig, í svaðið beygja.
Þegar allt er við að hrynja, og hörmungar á dynja,
þá er rétt að rísa á fætur og rifja upp okkar rætur.
Ísland, er í lagi? Það lifir enn í glæðum.
Förum áfram út úr ryki, okkar striki, með eld í æðum.
Nú er rétt að herða upp huga, ekki drepast, heldur duga!
Saman verðum við að verjast öllu veseni og berjast - Ísland!
Ísland, er í lagi? Það lifir enn í glæðum.
Förum áfram út úr ryki, okkar striki, með eld í æðum.
Nú er rétt að herða upp huga, ekki drepast, heldur duga!
Saman verðum við að verjast öllu veseni og berjast - Ísland!
Bless 2009! Ég vona að ég sjái þig aldrei framar!
Meirihluti fyrir þjóðaratkvæði | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Tónlist | Breytt 3.1.2010 kl. 11:46 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (12)
14.6.2009 | 08:57
Ókeypis TíbetBíó í dag
Ég fór í gærkvöldi á ókeypis bíó sem skartaði hlaðborði af nýjustu myndum sem tengjast Tíbet. Þessar myndir eru hverri annarri betri og láta engan ósnortin. TíbetBíó er á vegum Vina Tíbets og liður í að kynna fyrir Íslendingum málefni Tíbets. Það voru sorglega fáir í gærkvöldi og því vil ég hvetja fólk til að mæta í dag því við munum ekki eiga kost á að sýna þessar myndir aftur í bráð án endurgjalds. TíbetBíó er haldið í kjallaranum á Kaffi Rót sem er staðsett að Hafnarstræti 17. Allir velkomnir á meðan húsrúm leyfir.
Nánari upplýsingar um bíómyndirnar hér fyrir neðan á ensku. Sýningar eru ókeypis en frjáls fjárframlög til styrktar Tíbetsku flóttafólki eru vel þegin.... Hlökkum til að sjá ykkur!
sun.14.júní, kl 16 - 17.20: The Unwinking Gaze (2008)
sun.14.júní, kl 17.20 - 17.40: Leaving Fear Behind (2008)
sun.14.júní, kl 17.40 - 18.30: Breaking the Wall of Silence (2008)
sun.14.júní, kl 18.30 - 19.20: Tibet´s Cry for Freedom (2008)
The Unwinking Gaze (2008): www.unwinkinggaze.com
The Unwinking Gaze was filmed over a period of three years with exceptional access showing the daily agonies of the [Dalai Lama] as he tries to strike a balance between his Buddhist vows and the realpolitik needed to placate China.
Leaving Fear Behind (2008): www.leavingfearbehind.com
Leaving Fear Behind (in Tibetan, Jigdrel) is a heroic film shot by Tibetans from inside Tibet, who longed to bring Tibetan voices to the Beijing Olympic Games. With the global spotlight on China as it rises to host the XXIX Olympics, Tibetans wish to tell the world of their plight and their heartfelt grievances against Chinese rule. The footage was smuggled out of Tibet under extraordinary circumstances. The filmmakers were detained soon after sending their tapes out, and remain in detention today.
Breaking the Wall of Silence (2008): www.mpowermedia.no
A small radio station in the Himalayas creates waves that rock Beijing: Voice of Tibet in Dharamsala in Northern India broadcasts free and independent news into Tibet daily. China is doing everything possible to stop it. Breaking the Wall of Silence is a documentary about a few that dare to challenge the monopoly of information in China...They are all speaking through Voice of Tibet, trying to break China's Great Wall of Censorship.
Tibet's Cry for Freedom (2008): www.tibetscryforfreedom.com
Through the eyes of the Dalai Lama and exiled Tibetans in 2007 and 2008, Tibet's Cry for Freedom explores both past and present in Tibet's long suffering non-violent freedom struggle. Discover the truth about Tibet's history and ponder the future of a nation whose time is fast running out.
Tónlist | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
14.2.2009 | 21:35
Minningartónleikar um mömmu: Bergþóru Árnadóttur
Kæru félagar - á morgunn sunnudaginn 15. febrúar verða haldnir tónleikar til að heiðra minningu móður minnar, Bergþóru Árnadóttur. Þetta er afmælisdagurinn hennar en hún hefði orðið 61 á morgunn. Hennar er sárt saknað en mikil gjöf að sjá lög hennar glædd lífi í flutningi frábærra listamanna. Komið nú endilega ef þið hafið tök á - þætti vænt um að sjá ykkur:) Hér er fréttatilkynningin:
Minningartónleikar um söngkonuna og tónsmiðinn Bergþóru Árnadóttur verða haldnir í Fríkirkjunni í Reykjavík sunnudaginn 15. febrúar kl. 20 Á tónleikunum verður eingöngu flutt efni eftir Bergþóru en tónleikana ber einmitt upp á afmælisdag hennar.
Þeir listamenn sem heiðra minningu Bergþóru að þessu sinni eru: Eyjólfur Kristjánsson, Ellen Kristjánsdóttir, Eyþór Gunnarsson, Hjörleifur Valsson, Guðrún Gunnarsdóttir og Valgeir Skagfjörð, Kristjana Stefánsdóttir, Svavar Knútur og þríeykið Elín Ey, Myrra Rós og Marta Sif, sem allar standa framarlega meðal ungra og upprennandi íslenskra söngvaskálda.
Á tónleikunum verður ennfremur brugðið upp mynd af Bergþóru gegnum stuttar frásagnir frá samverkamönnum, þar sem varpað verður ljósi á hina mannlegu þætti í hennar listamannsferli, hvort sem um er að ræða tregafulla eða gleðilega. Leitast verður við að sýna fram á þau áhrif sem Bergþóra hafði sem listamaður og einnig hvernig hún snerti líf samverkamanna sinna.
Það er nýstofnaður minningarsjóður um Bergþóru sem stendur að tónleikunum. Sjóðurinn var stofnaður í framhaldi af tvennum velheppnuðum tónleikum sem haldnir voru á síðasta ári og í kjölfar veglegrar heildarútgáfu með verkum söngkonunnar, en tilgangur sjóðsins er að stuðla að því að tónlist Bergþóru og minning lifi meðal þjóðarinnar.
Bergþóra Árnadóttir (1948-2007) var einn af frumkvöðlum vísnatónlistar á Íslandi og lengi vel atkvæðamesta konan í hópi söngvaskálda. Hún samdi gjarna lög við ljóð þekktra skálda, þ.á.m. Steins Steinarrs, Tómasar Guðmundssonar og Jóhannesar úr Kötlum. Á ferli sínum sendi hún frá sér sér allmargar hljómplötur og hélt fjölda tónleika hérlendis og í Skandinavíu.
Miðaverð krónur 1.500 og fer forsala aðgöngumiða á minningartónleikana fram á vefsíðunni midi.is.
Tónlist | Slóð | Facebook | Athugasemdir (13)
11.2.2009 | 10:31
Þöggun um mótmæli við SÍ
Ég hef ekki séð neitt um mótmælin við Seðlabanka Íslands í fjölmiðlum landsins í dag nema á RÚV, þar var að finna áhugaverða nýja taktík hjá lögreglunni. En hún hefur bannað hávaðamótmæli og fólk getur átt von á að verða handtekið ef það stundar búsáhaldamótmæli.
Gott væri að vita nákvæmlega hvað má og hvað má ekki varðandi mótmæli. Ég hef heyrt að ekki þurfi að fá leyfi til að mótmæla nema maður trufli umferð og þurfi aðstoð lögreglu og borgaryfirvalda. Ég hef heyrt að betra sé að láta lögreglu vita af mótmælum en það sé ekki nauðsynlegt. Ég hef ekki séð nein lög um það að bannað sé að vera með hávaðamótmæli. Gott væri að fá það svart á hvítu. Annars finnst mér stórkostlega skringilegt að starfi fólk fyrir almenn fyrirtæki og sé látið víkja að þá séu öryggisverðir látnir fylgja starfsfólki út - lokað sé fyrir fyrirtækjasíma sem og tölvupóst umsvifalaust en við losnum ekki við tröllið í himnabjörgum og ekki nóg með það þá fær hann sérstaka lögregluvernd sem og fær að nota bíl skattgreiðenda og starfsmenn til að fara í feluleik við mótmælendur og blaðasnápa.
Staðreyndin er þessi: Sá sem ekki má nefna hefur og er enn að valda þjóðinni mikinn skaða. Þjóðin er búin að segja honum upp. Við viljum að hann fari í frí og erum meira að segja til í að borga honum pening til að losna við hann, reyndar skrifaði hann sjálfur lögin sem tryggja honum og hans yfirstéttalífsstíl um aldur og ævi.
Hér er fréttin af RÚV. Myndirnar tók ég í gær og fyrradag af hættulegu mótmælendunum sem þurfa gæslu um 30 lögreglumanna með táragasbrúsa og kylfur sér við hönd.
"Lögreglan bannar læti við mótmæli
Um 30 manns eru við Seðlabanka Íslands og krefjast þess að Davíð Oddsson og Eiríkur Guðnason, seðlabankastjórar, segi af sér. Þetta er þriðji morgunninn í röð sem mótmælt er við bankann. Fólkið ber á potta og pönnur sem fyrr til að skapa sem mest læti. Lögreglan hefur dreift blaði til mótmælenda þar sem fram kemur að bannað sé að vera með læti á almannafæri og að sækja þurfi um leyfi til þess.
Hörður Torfason, talsmaður Radda fólksins, sagði í samtali við fréttastofu að mótmælunum verði haldið áfram.
Sturla Jónsson, vöruflutningabílstjóri sem hefur verið áberandi við mótmæli síðustu mánaða, segist búast við að verða handtekinn."
Tónlist | Slóð | Facebook | Athugasemdir (10)
18.1.2009 | 10:50
Mótmælafundur í Háskólabíói
Þjóðarsamstaða gegn fjöldamorðunum á Gaza
Sunnudaginn 18. janúar - kl 15.00
Fjölmörg félagasamtök, stjórnmálahreyfingar og fjöldasamtök gangast fyrir mótmælafundi í Háskólabíói á sunnudaginn undir kjörorðinu: ÞJÓÐARSAMSTAÐA GEGN FJÖLDMORÐUNUM Á GAZA.
Ræður flytja:
Guðfríður Lilja Grétarsdóttir, stjórnmálafræðingur
Jóhanna K. Eyjólfsdóttir, framkvæmdastjóri Íslandsdeildar Amnesty International
Kristín Helga Gunnarsdóttir, rithöfundur
Össur Skarphéðinsson, starfandi utanríkisráðherrra, flytur ávarp
Fundarstjóri er Arnar Jónsson leikari
Fjölbreytt tónlistardagskrá verður á fundinum:
Barnakór Kársnes
Lay Low
Hulda Björg Garðarsdóttir
Steinunn Birna Ragnarsdóttir
Trio Nordica
... og fleiri
Eftirtaldir hafa nú þegar staðfest aðild að fundinum:
ASÍ
BSRB
Félagið Ísland-Palestína
Frjálslyndi flokkurinn
KÍ
Landssamband sjálfstæðiskvenna
SFR
Samiðn
Samfylkingin
Starfsgreinasambandið
Ungir Vinstri-Grænir
Vinir Tíbets á Íslandi
Vinstri-Grænir
...og fleiri
Boð um aðild að fundinum hefur verið sent fjölda félagasamtaka og búist er við að fleiri eigi eftir að tilkynna þátttöku, enda öll félagasamtök, stjórnmálahreyfingar og fjöldasamtök hvött til að vera með.
Tónlist | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
21.11.2008 | 14:52
Hlátur á gapastokkum
Tónlist | Slóð | Facebook | Athugasemdir (3)
17.10.2008 | 19:12
Mig langar að heyra sannleika frá vörum ráðamanna
Þeim hefur tekist að rugla mig svo hressilega í ríminu að ég veit ekki lengur hvort að ég eigi að hamstra eða ekki. Ég veit ekki hvort að allt sé gufað upp eða hvort að við séum stöndug. Ég veit ekki hvort að við erum lögð í alheimseinelti eða hvort að við höfum kallað þessa hörku yfir okkur.
Eitt veit ég þó að ég harma ekki að við komumst ekki í öryggisráðið. Við þurfum að sýna aðhald í fjármunum og höfum ekki efni á einhverjum útávið flottræfilshætti lengur.
Annars þá ætla ég að frumflytja fyrsta kafla Kreppuljóða á Rosenberg í kvöld í samfloti við biblíubeltishljómsveitina Southside, sem státar stormhviðum eins og Mikka Pollock og Ron Whitehead.
Mun líka lesa Wake up ljóðið mitt sem ég samdi fyrir 10 árum síðan og er akkúrat um þessa tíma sem við erum að fara í gegnum núna... það er ekki hægt að þýða það með góðu móti en ég bjó til heila ljóðalistaverkabók með þessum titli. Heimavinnubók sem ég saumaði með ærum sársauka að japönsku sniði... nú er í tísku að gera heimagert, það er eins og ég segi alltaf, ef ég þrjóskast við að vera í samhljómi við sjálfa mig þá kemst ég alltaf að lokum í tísku;) engin ástæða að eltast við slíkt....
Rétt að fara í framboðið | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Tónlist | Slóð | Facebook | Athugasemdir (11)
15.10.2008 | 07:02
Takk kærlega
Afboðunin ákveðinn léttir | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Tónlist | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
13.10.2008 | 22:35
Ljóð án lags
Steinn Steinarr hafði ótrúlegt vald á skáldmálinu og djúpan skilning á því hvernig yrkja átti alþýðuljóð sem jafnframt höfðuðu til þeirra sem djúpvitrari þóttust vera. Var mér mikil fyrirmynd þegar ég var að stíga mín fyrstu skref á skáldabraut þegar ég var 14 ára. Margar tilfinningar hafa brunnið í brjósti mínu undanfarna daga og ef til vill lýsir þetta ljóð ágætlega hugarástandi landans í dag. Finnst sem fólk ráfi um í einskonar losti og virðist hafa týnt raust sinni og þeirri gæfu að vita að við getum öll haft áhrif á gang mála ef við stöndum saman, ekki til að hlusta á gleðibankann, heldur til að sýna í verki að okkur er nóg boðið. Ég hvet alla til að líta inn á bloggið hennar Láru Hönnu en þar kemur fram að á meðan þjóðinni blæðir sitja þeir enn að kjötkötlunum sem tóku þátt í braskinu, nú í boði ríkisstjórnarinnar. Tími til að finna röddina innra með okkur og láta almennilega í okkur heyra.
Setti síðan lagið við Ljóð án lags eftir Bergþóru Árnadóttur í tónhlöðuna, njótið vel.
Ljóð án lags
Ljóð: Steinn Steinarr
Ég reyndi að syngja
en rödd mín var stirð og hás,
eins og ryðgað járn
væri sorfið með ónýtri þjöl.
Og ég reyndi á ný,
og ég grét og ég bað eins og barn.
Og brjóst mitt var fullt af söng,
en hann heyrðist ekki.
Og brjóst mitt titraði
af brimgný æðandi tóna,
og blóð mitt ólgaði og svall
undir hljómfalli lagsins.
Það var söngur hins þjáða,
hins sjúka, hins vitfirrta lífs
í sótthita dagsins,
en þið heyrðuð það ekki.
Hvað sagði Davíð? | |
Tenging við þessa frétt hefur verið rofin vegna kvartana. |
Tónlist | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Tenglar
Nýja Ísland
Ég les:
Tíbet
- Fréttir frá Tibet
- Tibet Info Net An Independent Information Service on Contemporary Tibet
- Undercover in Tibet Ný heimildarmynd frá Channel 4 um hvernig ástandið er í raun og veru í Tíbet
- Leaving Fear Behind Viðtöl við Tíbeta í Tíbet stuttu fyrir mótmælin í mars
- Cry of the Snow Lion Margverðlaunuð heimildarmynd um Tíbet
- Yeti - heimildarmynd
- Yogis of Tibet Heimildarmynd um Jógameistara Tíbets sem eru óðum að hverfa
- Students for a Free Tibet
- Dalai Lama
- Tibetan Uprising
- Kerti fyrir Tíbet
- Tibet TV
- Central Tibetan Administration
- Om mani padme hum
Ýmsar slóðir
sem ég man eftir í andartakinu
- The Hunger Site
- THE MEATRIX
- Myspace síðan mín
- Úgáfan Beyond Borders Alþjóðleg útgáfa sem ég stofnaði árið 1999 í netheimum
- Hitt bloggið mitt
- Félagið Ísland-Palestína
- Womb of Creation Vefurinn minn sem ég hef haldið við síðan 1995
- Myspace síðan hennar mömmu
- Saving Iceland
- Be the change:)
- Náttúra vefur með umhverfisvitund
- Nattura info
- Care 2 make a Difference
Bækur
Bækurnar mínar
-
: Tuttugasta öldin og lærdómar hennar (ISBN: 9979-772-77-8 )
Þýddi þessa ásamt Jóni Karli Stefánssyni -
: Lífsreglurnar fjórar - the Four Agreements (ISBN: 9979768835)
Lífsreglurnar fjórar er ævaforn indjánaspeki sem hefur farið sigurför um heiminn. Bókin er byggð á fornri visku Tolteka-indjána og útskýrir sannindi sem er að finna í helgum dulspekihefðum víðsvegar um heim. Lesanda eru kynntar fjórar einfaldar en magnaðar lífsreglur sem vísa leiðina að frelsi og sjálfstæði einstaklingsins. Höfundurinn, don Miguel Ruiz, er af ætt græðara og seiðmanna sem hafa iðkað Toltekafræðin frá aldaöðli. Hann er heimsþekktur fyrir bækur sínar og fyrirlestra. -
: Dagbók kameljónsins (ISBN: 9979973307)
Dagbók kameljónsins er þroskasaga stúlku sem hefur þurft að berjast við að sogast ekki inn í geðveiki ættmenna sinna, en sjálfsvíg þeirrar manneskju sem hún leit á sem klettinn í lífi sínu verður til þess að hún gerir sér ljóst hve dýrmætt lífið er. Með því að þvinga sig til að muna fortíðina skapar hún möguleika á að eiga sér einhverja framtíð. Alkóhólismi móður hennar vegur jafnframt þungt í þessu verki og hefur afgerandi áhrif á sjálfmeðvitund söguhetjunnar sem á endanum öðlast þroska til að sjá manneskjuna handan sjúkdómsins sem brýst oft út í mikilli sjálfhverfu þess sem er haldin honum og skilur aðra fjölskyldumeðlimi eftir með því sem næst ósýnilegan geðrænan sjúkdóm sem jafnan er kenndur við meðvirkni. En þetta er engin venjuleg bók, hún er brimfull af von og lausnum, ævintýrum og einlægni og fellur aldrei inn í pytt sjálfsvorunnar. Bókin er tilraun til að brúa bilið á milli þess myndræna sem oft fyrirfinnst í dagbókum, en formið bíður upp á vægðarlausan heiðarleika og gefur lesandanum tækifæri á að nota sitt eigið hugarflug.
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (2.2.): 0
- Sl. sólarhring: 3
- Sl. viku: 17
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 12
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Tónhlaða
Bloggvinir
- ADHD
- Agný
- Alfreð Símonarson
- Andrea J. Ólafsdóttir
- Alexandra Briem
- Andrés Magnússon
- Anna Ragna Alexandersdóttir
- Anna Ólafsdóttir Björnsson
- Ari Sigurðsson
- Baldvin Björgvinsson
- Baldvin Jónsson
- Baldvin Jónsson
- Bara Steini
- Bergur Sigurðsson
- Bergur Thorberg
- Bergur Þór Ingólfsson
- Bergþóra Árnadóttir - RIP 15.2.48 - 8.3.07
- Binnan
- Birgir Þórarinsson
- Birna Rebekka Björnsdóttir
- Bjargandi Íslandi
- Bjarkey Gunnarsdóttir
- Björgvin R. Leifsson
- SVB
- Brjánn Guðjónsson
- Brosveitan - Pétur Reynisson
- Bryndís Ísfold Hlöðversdóttir
- Brynja skordal
- Brynjar Hólm Bjarnason
- Bókaútgáfan Salka ehf
- Dagrún Steinunn Ólafsdóttir
- Daníel Haukur
- Dorje
- Dísa Dóra
- Egill Bjarnason
- Egill Jóhannsson
- Einar Guðjónsson
- Einar Indriðason
- Einar Vignir Einarsson
- Einar Ólafsson
- Eiríkur Bergmann Einarsson
- Eldur Ísidór
- Elyas
- Elín Sigurðardóttir
- Elísabet Markúsdóttir
- Erna Friðriksdóttir
- Erna Hákonardóttir Pomrenke
- Eva Benjamínsdóttir
- Eydís Hentze Pétursdóttir
- Eyjólfur Kristinn Vilhjálmsson
- FLÓTTAMAÐURINN
- Finnur Bárðarson
- Friðrik Hansen Guðmundsson
- Friðrik Þór Guðmundsson
- Fríða Eyland
- Félag Anti-Rasista
- Félag um stafrænt frelsi á Íslandi
- Gaukur Úlfarsson
- Georg P Sveinbjörnsson
- Gerður Pálma
- Gestur Guðjónsson
- Goggi
- Greta Björg Úlfsdóttir
- Gunnar Pétursson
- Gunnar Rögnvaldsson
- Gunnar Skúli Ármannsson
- Gunnlaugur B Ólafsson
- Gunnlaugur Stefán Gíslason
- Guðjón Baldursson
- Guðjón Bergmann
- Guðjón Heiðar Valgarðsson
- Guðmundur Helgi Helgason
- Guðmundur M Ásgeirsson
- Guðmundur Ragnar Guðmundsson
- Guðmundur Steingrímsson
- Guðmundur Ásgeirsson
- Guðný Lára
- Guðrún S Sigurðardóttir
- Guðsteinn Haukur Barkarson
- Gísli Hjálmar
- Haffi
- Halldór Sigurðsson
- Hannibal Garcia Lorca
- Haukur Már Helgason
- Heidi Strand
- Heilsa 107
- Heiða Þórðar
- Helga Auðunsdóttir
- Kaleb Joshua
- Hildur Helga Sigurðardóttir
- Himmalingur
- Hilmar Gunnlaugsson
- Hjálmtýr V Heiðdal
- Hjörleifur Guttormsson
- Hlekkur
- Hlynur Hallsson
- Hlynur Jón Michelsen
- Hlédís
- Hrafnhildur Ýr Vilbertsdóttir
- Hrannar Baldursson
- Hrólfur Guðmundsson
- Hulla Dan
- Hólmfríður Guðlaug Einarsdóttir
- Hörður B Hjartarson
- Húmoristaflokkurinn
- Ingibjörg Álfrós Björnsdóttir
- Ingibjörg Helga
- Ingibjörg SoS
- Ingibjörg Stefánsdóttir
- Ingigerður Friðgeirsdóttir
- Isis
- Jakob Falur Kristinsson
- Jakob Smári Magnússon
- Jakob Þór Haraldsson
- Jakobína Ingunn Ólafsdóttir
- Jens Guð
- Johann Trast Palmason
- Jóhannes Ragnarsson
- Jón Bjarnason
- Jón Gerald Sullenberger
- Jón Sigurgeirsson
- Jón Svavarsson
- Jón Valur Jensson
- Jón Þór Ólafsson
- DÓNAS
- Katrín Mixa
- Katrín Snæhólm Baldursdóttir
- Ketill Sigurjónsson
- Ketilás
- Kjartan Pétur Sigurðsson
- Konráð Ragnarsson
- Kristbergur O Pétursson
- Kristján B. Jónasson
- Kristján Kristjánsson
- Kristján Logason
- Kristín Dýrfjörð
- Kristín Snorradóttir
- Krummi
- Kári Harðarson
- Landvernd
- Laufey Ólafsdóttir
- Lovísa
- Lára Hanna Einarsdóttir
- Lýður Árnason
- Mafía-- Linda Róberts.
- Margrét Guðjónsdóttir
- Margrét Lóa Jónsdóttir
- Margrét Sigurðardóttir
- Markús frá Djúpalæk
- María Kristjánsdóttir
- María Pétursdóttir
- Methúsalem Þórisson
- Morgunblaðið
- Myndlistarfélagið
- Mál 214
- Máni Ragnar Svansson
- Neo
- Oddi
- Paul Nikolov
- Perla
- Pjetur Hafstein Lárusson
- Pálmi Gunnarsson
- Pálmi Guðmundsson
- Ragnar Þór Ingólfsson
- Rannveig H
- Ransu
- Róbert Björnsson
- Rögnvaldur Hreiðarsson
- Rúnar Sveinbjörnsson
- Rúnar Þór Þórarinsson
- Salvör Kristjana Gissurardóttir
- Samstaða - bandalag grasrótarhópa
- SeeingRed
- Sema Erla Serdar
- Sigga
- Signý
- Sigrún Jónsdóttir
- Sigurgeir Orri Sigurgeirsson
- Sigurgeir Þór Hreggviðsson
- Sigurjón Sigurðsson
- Sigurður Hrellir
- Sigurður Sigurðsson
- Sigurður Þór Guðjónsson
- Skuldlaus
- Snorri Sturluson
- Soffía Valdimarsdóttir
- Stefán Friðrik Stefánsson
- Þorsteinn Briem
- Steinunn Helga Sigurðardóttir
- Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir
- Stríða
- Sveinbjörn Eysteinsson
- Sveinn Hjörtur
- Sveinn Ólafsson
- Sverrir Stormsker
- Swami Karunananda
- Sæmundur Bjarnason
- Sævar Finnbogason
- Sævar Einarsson
- Sæþór Helgi Jensson
- Sóldís Fjóla Karlsdóttir
- Sóley Tómasdóttir
- Sólveig Klara Káradóttir
- TARA
- Tilkynning
- Tinna Jónsdóttir
- Trausti Traustason
- Tryggvi Gunnar Hansen
- Tína
- TómasHa
- Valgeir Skagfjörð
- Valgerður Halldórsdóttir
- Vefritid
- Vilborg Eggertsdóttir
- Vilhelmina af Ugglas
- Vilhjálmur Árnason
- Villi Asgeirsson
- Vinir Tíbets
- Viðar Eggertsson
- Viðar Freyr Guðmundsson
- Vér Morðingjar
- Vésteinn Valgarðsson
- arnar valgeirsson
- fingurbjorg
- hreinsamviska
- leyla
- molta
- oktober
- Einhver Ágúst
- Ágústa Kolbrún Jónsdóttir
- Ár & síð
- Árni Þór Sigurðsson
- Ásgeir Rúnar Helgason
- Ásgerður
- Ásta Hafberg S.
- Ásthildur Cesil Þórðardóttir
- Ævar Rafn Kjartansson
- Íbúasamtökin Betra Breiðholt
- Ólaf de Fleur Jóhannesson
- Ólafur fannberg
- Ólöf de Bont
- Ómar Ragnarsson
- Óskar Arnórsson
- Örlygur Hnefill Örlygsson
- Þorsteinn Mar Gunnlaugsson
- Þröstur Unnar
- Þór Jóhannesson
- Þór Saari
- Þórhildur og Kristín
- Þórður Björn Sigurðsson
- Þórólfur S. Finnsson
- Andrés.si
- Anna Karlsdóttir
- Anna Margrét Bjarnadóttir
- Ari Jósepsson
- Aron Ingi Ólason
- Axel Þór Kolbeinsson
- Barði Bárðarson
- Bergþór Gunnlaugsson
- Billi bilaði
- Bjarki Steingrímsson
- Bjarni Kristjánsson
- Bogi Jónsson
- brahim
- Daði Ingólfsson
- Daníel Sigurður Eðvaldsson
- Dóra litla
- Dúa
- Einar Björn Bjarnason
- Elsabet Sigurðardóttir
- Esther Anna Jóhannsdóttir
- Frosti Sigurjónsson
- Grétar Eiríksson
- Guðbjörg Hrafnsdóttir
- Guðmundur Óli Scheving
- Gunnar Helgi Eysteinsson
- Héðinn Björnsson
- Hreyfingin
- Hulda Haraldsdóttir
- Högni Snær Hauksson
- Ingvi Rúnar Einarsson
- Ísleifur Gíslason
- Jack Daniel's
- Jóhann Ágúst Hansen
- Jóhannes Þór Skúlason
- Jóhann Pétur
- Jóna Kolbrún Garðarsdóttir
- Jónas Bjarnason
- Jón Kristófer Arnarson
- Jón Lárusson
- Karl Gauti Hjaltason
- Lísa Björk Ingólfsdóttir
- Lúðvík Lúðvíksson
- Madhav Davíð Goyal
- Magnús Ragnar (Maggi Raggi).
- Morten Lange
- Óðinn Kári Karlsson
- Ólafur Eiríksson
- Ólafur Ingi Hrólfsson
- Pjetur Stefánsson
- Rafn Gíslason
- Rannsóknarskýrslan
- Rúnar Freyr Þorsteinsson
- Sigurbjörn Svavarsson
- Sigurður Einarsson
- Sigurður Jónsson
- Sigurður Sigurðsson
- Sigurður Þórðarson
- Sigþrúður Þorfinnsdóttir
- Sveinbjörn Ragnar Árnason
- Vaktin
- Vilhjálmur Sveinn Björnsson
- ÞJÓÐARHEIÐUR - SAMTÖK GEGN ICESAVE
- Þorsteinn Helgi Steinarsson
- Þorsteinn Valur Baldvinsson