Leita í fréttum mbl.is

Ísland, er í lagi?

Snilldarskaup - sér í lagi góður endir sem ég ætla að deila hér með ykkur:) Gleðilegt nýtt ár! 
 
 

Þegar kerfið hérna hrundi, þjóðin hræddist, þjóðin stundi. 
Þetta var víst bara bóla, allt í plati, á Tortóla. 
Nokkrir vinir fengu að græða, meðan hinir fengu að blæða. 
Lánin þeirra látin hverfa, þeirra mínus munum erfa. 

Ísland, er í lagi? Ísland, er í lagi? Er í lagi, Ísland? 
Ísland, er í lagi? Ísland, er í lagi? Er í lagi, Ísland? 

Ísland, er í lagi? Ekki láta þessa peyja 
sem að allir hafa selt þig, nánast svelt þig, í svaðið beygja. 
Þegar allt er við að hrynja, og hörmungar á dynja, 
þá er rétt að rísa á fætur og rifja upp okkar rætur. 

Ísland, er í lagi? Ísland, er í lagi? Er í lagi, Ísland? 
Ísland, er í lagi? Ísland, er í lagi? Er í lagi, Ísland?

Þú varst svikið, þú varst tekið af skrúðkrimmunum!

Okkar sjóðir voru tæmdir, megi sekir verða dæmdir. 
Næstu árin verða erfið, en við endurreisum kerfið. 

Ísland, er í lagi? Ísland, er í lagi? o.s.frv. 

Ísland, er í lagi? Ekki láta þessa peyja 
sem að allir hafa selt þig, nánast svelt þig, í svaðið beygja. 
Þegar allt er við að hrynja, og hörmungar á dynja, 
þá er rétt að rísa á fætur og rifja upp okkar rætur. 

Ísland, er í lagi? Ísland, er í lagi? o.s.frv.

Þú varst svikið, þú varst tekið af skrúðkrimmunum!

Ísland, er í lagi? Ekki láta þessa peyja 
sem að allir hafa selt þig, nánast svelt þig, í svaðið beygja. 
Þegar allt er við að hrynja, og hörmungar á dynja, 
þá er rétt að rísa á fætur og rifja upp okkar rætur. 

Ísland, er í lagi? Það lifir enn í glæðum. 
Förum áfram út úr ryki, okkar striki, með eld í æðum. 
Nú er rétt að herða upp huga, ekki drepast, heldur duga! 
Saman verðum við að verjast öllu veseni og berjast - Ísland! 

Ísland, er í lagi? Það lifir enn í glæðum. 
Förum áfram út úr ryki, okkar striki, með eld í æðum. 
Nú er rétt að herða upp huga, ekki drepast, heldur duga! 
Saman verðum við að verjast öllu veseni og berjast - Ísland! 

Bless 2009! Ég vona að ég sjái þig aldrei framar! 

Gleðilegt nýtt ár Ísland! 

mbl.is Meirihluti fyrir þjóðaratkvæði
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Þorsteinn Ingimarsson

Sæl birgitta, þú sendir mér jólakveðjur og nýárskveðjur  hérna á blog.is rétt fyrir jólin. Því miður verð ég að tilkynna þér að ég afþakka allar svona kveðjur af þinni hálfu um alla framtíð.

Þorsteinn Ingimarsson, 1.1.2010 kl. 16:35

2 Smámynd: hilmar  jónsson

Hverjir hafa selt okkur ? Svolítið óljóst. Hvað lagðir þú annars upp með þegar þú baust þig fram fyrir Borgarahreyfinguna, núna bara Hreyfinguna ?

hilmar jónsson, 1.1.2010 kl. 16:49

3 Smámynd: Birgitta Jónsdóttir

ég er nú bara að vísa í textann með áramótaskaupinu Hilmar

Þorsteinn þér ber engin skylda að lesa bloggið mitt og ég sendi lesendum bloggsins sem og vinum mínum hér almennt þessa kveðju og þú þarft bara alls ekki að taka hana til þín.

Birgitta Jónsdóttir, 1.1.2010 kl. 17:10

4 Smámynd: Jónas Bjarnason

Þú stóðst þig vel á gamlaárskvöldi, í kryddsíldinni, sem enga síld hafði.  Innan um forystuliðið, formennina, flokkakertin, sem voru með sitt flokkakall.  Auðvitað voru þeir með ýktan málflutning hver um sig.  Það er bara ekki framtíðin.  Menn eiga að ræða um staðreyndir og hafa þær óýktar, hreinar og heiðarlegar.  Á meðan þeir gera það ekki eru þeir bara að hamara gamla Ísland og stagast á því.  Nú eigið þið í Hreyfingunni, má ég skrifa hana með stórum staf?, að ganga bara beint til verks og fara fram á lagabreytingar um t.d. fjármálastarfsemi, um hreinar línur í sjávarútvegi og breytingar á eftirlitsstofnunum.  Meira en þrír fjórðu Íslendinga eru á móti kvótakerfinu, en þeir fá ekki að kjósa um sjávarútvegsmál.  Afskriftaregla Samfylkingar er þannig, að hún hefur ekki manndóm til að fylgja henni eftir.  Sjáum til.

 Með hjartanlegri nýárskveðju, Jónas Bjarnason

Jónas Bjarnason, 1.1.2010 kl. 17:42

5 Smámynd: Páll Höskuldsson

Birgitta láttu ekki deigan síga. Þú finnur úrtölu fólk allstaðar. Halltu áfram á sömu braut. Ég óska þér gleðilegs nýsárs.

Páll Höskuldsson, 1.1.2010 kl. 17:45

6 Smámynd: Óskar Arnórsson

Afþakka jólakveðjur? Ertu ekki í lagi Þorsteinn? Fólk má hafa hvaða skoðanir sem er og um það sníst póltík um.

Ég vona að Birgitta haldi áfram á sömu braut og mér er alveg nákvæmlega sama hvað flokkurinn heitir sem hún er í.

Ef það hefur einhverntíma verið þörf á að hafa persónukosningar, þá er það núna ða þessum hörmulegu tímum þegar ákvarðanir eru teknar til að bjarga pólitíoskum flokki á kostnað allrar þjóðarinnar...

Birgitta fær mitt atkvæði vegna þess að það skína heilindi í gegnum hennar skrif. 

Óskar Arnórsson, 1.1.2010 kl. 18:20

7 Smámynd: hilmar  jónsson

Ókey. þú ert búin að breyta færslunni þinni, þannig að fyrra komment mitt á ekki lengur við Birgitta.

Bæ the way..Gleðilegt nýtt ár.

hilmar jónsson, 1.1.2010 kl. 20:17

8 identicon

Jónas, Birgitta var ekki í Kryddsíldinni.

Annars verð ég að segja að þetta skaup var alveg æðislegt! Allt saman!

Ágúst Valves Jóhannesson (IP-tala skráð) 2.1.2010 kl. 02:28

9 Smámynd: Ásthildur Cesil Þórðardóttir

Ég skal segja þér Birgitta mín að það sparkar enginn í hundshræ.  Það að fólk skuli bregðast svona við eins og hér má sjá að ofan, segir bara að þú sért á réttri leið.  Haltu áfram að vera heiðarleg sterk og fylgja sannfæringu þinni, það er jú einmitt það sem þú lofaðir að gera ekki satt?  Ég er þakklát ykkur í Hreyfingunni fyrir að standa vaktina með fólkinu í landinu.  Margrét stóð sig afar vel í kryddsíldinni, sem er raunar tekið upp úr dönsku og hefur ekkert með síld að gera. 

Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 2.1.2010 kl. 13:08

10 Smámynd: Birgitta Jónsdóttir

elsku Ásthildur mín - þakka þér fyrir hvað þú ert alltaf góð við mig:) ég skal gera mitt besta til að halda mínu striki.

Birgitta Jónsdóttir, 3.1.2010 kl. 11:35

11 Smámynd: Jónas Bjarnason

Ágúst Valves.  Þú segir réttilega að Birgitta hafi ekki komið fram í kryddsíldinni.  En hún talaði í röð formanna á þinginu í lok umræðunnar um Icesave.  Það ruglaði mig svolítið.  Ég held að þetta geri ekki mikið til.

Jónas Bjarnason, 3.1.2010 kl. 11:41

12 Smámynd: Birgitta Jónsdóttir

Þér er algerlega fyrirgefið Jónas:) en takk fyrir að leiðrétta Ágúst:)

Birgitta Jónsdóttir, 3.1.2010 kl. 12:27

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Birgitta Jónsdóttir
Birgitta Jónsdóttir

Ég vil gjarnan láta eitthvað gott af mér leiða í samfélagi manna. Ég mun einbeita mér að því að því að búa til vettvang fyrir þjóðina að vinna að þeim lýðræðisumbótum sem hún krefst og vill leggja sína krafta í. Ég starfa sem þingmaður og þingflokksformaður fyrir Hreyfinguna - fyrir fólkið í landinu. Ég er formaður vina Tíbets.

Ég vil hafa athugasemdakerfið opið - bið fólk samt um að tjá sig eins og það myndi gera ef við stæðum augnlitis til augnlitis. Ég mun því miður ekki alltaf hafa tíma til að svara kommentum eða tölvupósti en ég reyni að lesa allt með opnum huga. Vil gjarnan nota þetta sem vettvang fyrir fólk að koma með hugmyndir um hvað mætti betur fara í samfélginu okkar.

Ég aðhyllist engin sérstök trúarbrögð, ég tilheyri engu sérstöku flokkakerfi, ég tilheyri engu sérstöku nema þessu stórmerkilega mannkyni og þessari yndislegu jörð. Ég er þakklát fyrir að lifa á sögulegum tímum þar sem allt getur gerst. 

Netfang: birgitta@this.is

Bækur

Bækurnar mínar

  • Bók: Tuttugasta öldin og lærdómar hennar
    Mikhail Gorbatsjov og Daisaku Ikeda : Tuttugasta öldin og lærdómar hennar (ISBN: 9979-772-77-8 )
    Þýddi þessa ásamt Jóni Karli Stefánssyni
  • Bók: Lífsreglurnar fjórar - the Four Agreements
    don Miguel Ruiz: Lífsreglurnar fjórar - the Four Agreements (ISBN: 9979768835)
    Lífsreglurnar fjórar er ævaforn indjánaspeki sem hefur farið sigurför um heiminn. Bókin er byggð á fornri visku Tolteka-indjána og útskýrir sannindi sem er að finna í helgum dulspekihefðum víðsvegar um heim. Lesanda eru kynntar fjórar einfaldar en magnaðar lífsreglur sem vísa leiðina að frelsi og sjálfstæði einstaklingsins. Höfundurinn, don Miguel Ruiz, er af ætt græðara og seiðmanna sem hafa iðkað Toltekafræðin frá aldaöðli. Hann er heimsþekktur fyrir bækur sínar og fyrirlestra.
  • Bók: Dagbók kameljónsins
    Birgitta Jónsdóttir: Dagbók kameljónsins (ISBN: 9979973307)
    Dagbók kameljónsins er þroskasaga stúlku sem hefur þurft að berjast við að sogast ekki inn í geðveiki ættmenna sinna, en sjálfsvíg þeirrar manneskju sem hún leit á sem klettinn í lífi sínu verður til þess að hún gerir sér ljóst hve dýrmætt lífið er. Með því að þvinga sig til að muna fortíðina skapar hún möguleika á að eiga sér einhverja framtíð. Alkóhólismi móður hennar vegur jafnframt þungt í þessu verki og hefur afgerandi áhrif á sjálfmeðvitund söguhetjunnar sem á endanum öðlast þroska til að sjá manneskjuna handan sjúkdómsins sem brýst oft út í mikilli sjálfhverfu þess sem er haldin honum og skilur aðra fjölskyldumeðlimi eftir með því sem næst ósýnilegan geðrænan sjúkdóm sem jafnan er kenndur við meðvirkni. En þetta er engin venjuleg bók, hún er brimfull af von og lausnum, ævintýrum og einlægni og fellur aldrei inn í pytt sjálfsvorunnar. Bókin er tilraun til að brúa bilið á milli þess myndræna sem oft fyrirfinnst í dagbókum, en formið bíður upp á vægðarlausan heiðarleika og gefur lesandanum tækifæri á að nota sitt eigið hugarflug.

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (29.3.): 1
  • Sl. sólarhring: 3
  • Sl. viku: 10
  • Frá upphafi: 508655

Annað

  • Innlit í dag: 1
  • Innlit sl. viku: 10
  • Gestir í dag: 1
  • IP-tölur í dag: 1

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Nýjustu myndir

  • ...011-02-25_l
  • ...unknown
  • ...581_1050977
  • ...x-_28-of-81
  • ...490581
Mars 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30
31            

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.