Færsluflokkur: Tónlist
12.10.2008 | 10:18
Afturhvarf
Var búin að lofa því að deila með ykkur ljóðum og tónlist á þessum sérkennilegu tímum... fannst þetta ljóð Steins við lag Bergþóru Árnadóttur eiga vel við gjörningaveðrið á flokksráðsfundi þeirra "sjálfstæðu". Lagið má finna í fluttningi Pálma Gunnars í tónhlöðunni.
Ljóð: Steinn Steinarr
Ó, græna jörð, ó, mjúka, raka mold,
sem myrkur langrar nætur huldi sýn.
Ég er þitt barn, sem villtist langt úr leið,
og loksins kem ég aftur heim til þín.
Ég viðurkenni mína synd og sekt:
ég sveikst frá öllum skyldum heiðvirðs manns
og elti vafurloga heimsku og hjóms
um hrjóstur naktra kletta og auðnir sands.
Mitt fólk, mitt land, minn himinn og mitt haf!
Heim kemst að lokum allt, sem burtu fer.
Ég drúpi höfði þreyttu í þögn og bæn:
Þú ert ég sjálfur. Fyrirgefðu mér!
Tár felld á flokksráðsfundi | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Tónlist | Slóð | Facebook | Athugasemdir (3)
11.10.2008 | 08:12
Eftirmæli Íslands
Ljóð: Steinn Steinarr
Lag: Bergþóra Árnadóttir
Þú varst bæði auralaus og illa klæddur maður,
með afar stóra fætur og raunalegar hendur.
Þú hafðir enga þýðingu í þjóðmálum sem slíkur,
og það veit enginn til hvers þú varst í heiminn sendur.
Og sjaldan heyrðist talað um sálargáfur þínar,
og sennilegt þær hafi frekar lítinn ávöxt borið.
Þú þekktir hvorki leyndardóma þessa heims ná annars.
Og það var ekki meira en svo að þú kynnir Faðirvorið.
Þú reyndir samt að bjarga þér. Og fékkst á yngri árum
við arðberandi fiskirí í Grindavík og Leiru.
En svo var eins og lukkan hefði lagt sig ögn til hliðar,
það lögðust á þig veikindi og skuldir, ásamt fleiru.
Þú áttir jafnvel stundum býsna örðugt með að lifa
og ennfremur var tóbaksleysið kunnugt heima hjá þér.
Og giktin, sem er launráð og lymskufull í skapi,
hún lagðist oft svo herfilega þungt í bakið á þér.
Þú kyntir stundum miðstöð fyrir kaupmanninn og prestinn,
og kaupið þitt var hærra en þér bar, að réttu lagi,
það var samt lítill vafi, að þig langaði í meira.
Þú lézt þér jafnvel sæma að kvarta um eigin hagi.
Það sást þó bezt í vetur, er þú týndir tóbaksbauknum
og tíkin komst í grautinn, sem læknisfrúin gaf þér,
hve hugur þinn var bundinn við heimsins lystisemdir,
og hörmulega lítils við gátum vonazt af þér.
Þú gerðist oft svo djarfur, að tala um toll á kaffi
og taldir þetta glæpsamlegt af stjórnarherrum landsins,
en slíkt er ekki ráðlegt fyrir ræfla af þínu tagi,
og reynist jafnvel skaðlegt fyrir trúargleði mannsins.
Þér hlotnuðust þó molarnir af höfðingjanna borðum,
en hamingjan má vita hvort þú skildir miskunn slíka,
og hvort þú hefir lifað samkvæmt lögmáli vors herra,
sem lætur þorskinn veiðast fyrir fátæka sem ríka.
En loksins ertu dauður, þú lítilsigldi maður,
og laun þín eru náttúrlega sanngjörn eins og hinna.
Við ætlum hvorki að forsmá þig né fella þunga dóma.
Þér fylgir inn í eilífðina kveðja bræðra þinna.
Tónlist | Slóð | Facebook | Athugasemdir (5)
3.9.2008 | 11:03
12 strengja steingítar
Fór í gær að skoða legsteininn sem snillingurinn Óskar hjá Sólsteinum vann fyrir okkur. Læt mynd fylgja af honum. Ég er svo ánægð með hvað þessi hugmynd hefur orðið falleg í hinu efnislega. Ef þið skoðið myndina vel - þá er að finna andlit í mynstrinu á steininum. Þeir sem þekkja muninn á 12 og 6 strengja gíturum geta séð að við klikkuðum ekki á að hafa hann 12 strengja.
Mér fannst vel við hæfi að hafa þetta vísubrot með - enda má segja að mamma blessunin hafi villst langt af leið til Danaveldis en er loksins komin aftur heim. Þá fannst mér steingítar vera vel við hæfi, hennar helsta skáld til lagagerðar var Steinn Steinarr - því er steingítarinn einskonar tilvísun í það...
Á von á að hann verði kominn upp við Kotströnd um helgina.
Tónlist | Slóð | Facebook | Athugasemdir (15)
28.8.2008 | 12:34
Raddir fyrir Tíbet - myndband
Á því er að finna ljósmyndir af öllum sem tróðu upp, myndbandsupptöku af Páli Óskari og Moniku að flytja "Betri líf" fyrir hörpu og rödd, dans snjóljónsins og þjóðsöng Tíbeta. Veisla fyrir augu, eyru og sálina:)
Hægt að horfa á það í high quality ef þið farið inn á youtube til að skoða það - mæli með því.
Tónlist | Breytt s.d. kl. 12:38 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
23.8.2008 | 18:20
Hilight Tribe - skemmtilega skringilegt myndband
Tónlist | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
19.8.2008 | 21:05
Raddir fyrir Tíbet
Þann 24.ágúst klukkan 20:00, standa vinir Tíbets fyrir viðburði til að styrkja flóttamannamiðstöð sem rekin er í Dharamsala.
KK, Jónas Sig, Svavar Knútur, Páll Óskar & Monica og Jón Tryggvi munu ljá málefninu rödd sína sem og Ögmundur Jónason, Birgitta Jónsdóttir og Tsewang Namgyal munu halda stutt erindi um Tíbet. Harpa Rut Harðardóttir mun sýna ljósmyndir sem hún tók á ferðalagi sínu nýverið í Tíbet í anddyri Salarins og verða myndirnar til sölu og mun andvirði þeirra renna í styrktarsjóðinn.
Allur ágóði af menningarveislunni Raddir fyrir Tíbet rennur til flóttamannamiðstöðvarinnar og gefa allir listamennirnir vinnu sína.
Miðar fást hér: http://salurinn.is/default.asp?page_id=7502&event_id=5911 og kosta 2000 krónur.
Tónlist | Breytt 20.8.2008 kl. 17:54 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
10.8.2008 | 16:37
Stundum sakna ég þeirra afskaplega mikið
Tónlist | Slóð | Facebook | Athugasemdir (14)
8.8.2008 | 20:52
Frábær ljósahátíð í gærkvöld
Það var eitthvað stórkostlegt við það að taka þátt í aðgerð fyrir friði með milljónum manna um heim allan og sýna þannig Tíbetum sem enn þjást í Tíbet að heimurinn hafi ekki gleymt þeim, þó oft á tíðum virðist svo vera.
Mér finnst þessi tími sem nú er að líða vera einhver sá mikilvægasti í sögu Tíbet. Af hverju? Jú, staðreyndin er þessi: Tíbetar eru nú í minnihluta í sínu eigin landi. Markvisst er verið að eyða menningu þeirra og lífi þeirra. Þeirra barátta fyrir frelsi snýst ekki um lúxusvandamál heldur um baráttu upp á líf og dauða heillar þjóðar. Ef ekkert verður að gert er öruggt að heimsbyggðin beri ábyrgð á þjóðarmorði. Ég vil ekki naga mig í handarbökin síðar og þess vegna er ég að gera eitthvað. Stundum fallast manni hendur, eins og eftir þessa yndislegu stund sem við áttum í gær með kertum og fólki á Lækjartorgi, heimsviðburður og allt það, þá lét enginn fjölmiðill sjá sig. Ég fékk ekki fréttatilkynningar birtar í netmiðlum og RÚV fjallaði ekki neitt um þetta.
Svo fór ég að hugsa um hver er drifkrafturinn á bak við aðgerðirnar fyrir Tíbet og hann er ósköp einfaldlega sá að mér finnst svo óendanlega fallegt að sjá Tíbetana örfáu sem búa hér eflast í sinni umleitan að viðhalda menningu sinni. Það er nefnilega þannig með Tíbeta að eina leiðin fyrir þá til að varðveita menningu sína er í útlegð og því finnst mér að við eigum að gera allt sem í okkar valdi stendur til að gefa þeim vettvang til þess.
Ég setti saman smá myndband frá hátíðinni okkar fábrotnu í gær og við sem vorum að skipuleggja Kerti fyrir Tíbet um allan heim fengum aðgang að tónlistinni sem er á Songs for Tibet - ég valdi Moby lagið því það passar bara eitthvað svo vel við stemmninguna sem var í gangi í gær meðal okkar milljónanna sem ekki eru frétta virði á Íslandi:) Minni svo á hin vikulegu mótmæli fyrir utan kínverska sendiráðið klukkan 13 á morgunn, Víðimel 29. Óformleg dagskrá - en núna er 23 eða 24 skiptið sem ég stend fyrir hitting á þessum slóðum til að minna á mannréttindabrot í Tíbet.
Tónlist | Breytt s.d. kl. 21:00 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
16.7.2008 | 13:06
Kerti fyrir Tíbet og Styrktartónleikar
Þar sem líður senn að Ólympíuleikunum hafa Vinir Tíbets skipulagt viðburði við upphaf og enda leikanna, til að vekja athygli á málstað Tíbeta og ekki síst sýna samstöðu með þeim á meðan á þeim stendur.
- Sett hefur verið af stað átak um allan heim sem kallast Candle for Tibet ( www.candle4tibet.org ) eða Kerti fyrir Tíbet og munu þá milljónir manns um heim allan kveikja á kertum til að sýna stuðning sinn við Tíbeta og friðsamlega frelsisbaráttu þeirra. Kertagjörningurinn fer fram 7. ágúst kl 21.00 og Vinir Tíbets ætla að taka þátt í þessu með því raða upp kertum í miðbæ Reykjavíkur.
Við hvetjum alla til að taka þátt í þessum viðburði með því að mæta á Lækjartorg og kveikja á kertum með okkur, en þeir sem geta ekki verið með eru hvattir til að taka þátt með því að kveikja á kertum á heimilum sínum eða fyrir utan þau þann 7. ágúst kl 21.00, en þetta er kvöldið fyrir opnunarhátíð Ólympíuleikanna.
Tónlist | Breytt s.d. kl. 13:07 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (4)
28.6.2008 | 23:27
Ógleymanlegir tónleikar
Ég var svo heppin að standa beint fyrir framan hátalarna og tónlistinn nötraði á tíðum eins og alvöru jarðskjálfti í gegnum mig. Það er mikill frumkraftur í Björk og mér finnst hún alltaf frábær á sviði. Það var gaman að sjá svona mikið margmenni og ég vona að alla vega stórt hlutfalla þeirra sem mættu gerðu það fyrir náttúruna okkar sem á svo sannarlega undir högg að sækja.
Ég kíkti á vefinn nattura.info og hann er mjög fróðlegur og alveg ótrúlega mikið af fallegum myndum af náttúrunni sem fórna á. Ég hvet fólk til að skoða vefinn og njóta þeirrar fræðslu sem þar er að finna.
Ég náði ekki að upplifa þrjú síðustu lögin, yngri sonurinn orðinn svo þreyttur að við laumuðumst heim áður en lagið sem ég var að bíða eftir alla tónleikana var spilað... Declare independence .... sá reyndar brot af því í beinni á national geographic webcastinu....
Óður til náttúrunnar í Laugardal | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Tónlist | Breytt 30.6.2008 kl. 14:25 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (5)
Tenglar
Nýja Ísland
Ég les:
Tíbet
- Fréttir frá Tibet
- Tibet Info Net An Independent Information Service on Contemporary Tibet
- Undercover in Tibet Ný heimildarmynd frá Channel 4 um hvernig ástandið er í raun og veru í Tíbet
- Leaving Fear Behind Viðtöl við Tíbeta í Tíbet stuttu fyrir mótmælin í mars
- Cry of the Snow Lion Margverðlaunuð heimildarmynd um Tíbet
- Yeti - heimildarmynd
- Yogis of Tibet Heimildarmynd um Jógameistara Tíbets sem eru óðum að hverfa
- Students for a Free Tibet
- Dalai Lama
- Tibetan Uprising
- Kerti fyrir Tíbet
- Tibet TV
- Central Tibetan Administration
- Om mani padme hum
Ýmsar slóðir
sem ég man eftir í andartakinu
- The Hunger Site
- THE MEATRIX
- Myspace síðan mín
- Úgáfan Beyond Borders Alþjóðleg útgáfa sem ég stofnaði árið 1999 í netheimum
- Hitt bloggið mitt
- Félagið Ísland-Palestína
- Womb of Creation Vefurinn minn sem ég hef haldið við síðan 1995
- Myspace síðan hennar mömmu
- Saving Iceland
- Be the change:)
- Náttúra vefur með umhverfisvitund
- Nattura info
- Care 2 make a Difference
Bækur
Bækurnar mínar
-
: Tuttugasta öldin og lærdómar hennar (ISBN: 9979-772-77-8 )
Þýddi þessa ásamt Jóni Karli Stefánssyni -
: Lífsreglurnar fjórar - the Four Agreements (ISBN: 9979768835)
Lífsreglurnar fjórar er ævaforn indjánaspeki sem hefur farið sigurför um heiminn. Bókin er byggð á fornri visku Tolteka-indjána og útskýrir sannindi sem er að finna í helgum dulspekihefðum víðsvegar um heim. Lesanda eru kynntar fjórar einfaldar en magnaðar lífsreglur sem vísa leiðina að frelsi og sjálfstæði einstaklingsins. Höfundurinn, don Miguel Ruiz, er af ætt græðara og seiðmanna sem hafa iðkað Toltekafræðin frá aldaöðli. Hann er heimsþekktur fyrir bækur sínar og fyrirlestra. -
: Dagbók kameljónsins (ISBN: 9979973307)
Dagbók kameljónsins er þroskasaga stúlku sem hefur þurft að berjast við að sogast ekki inn í geðveiki ættmenna sinna, en sjálfsvíg þeirrar manneskju sem hún leit á sem klettinn í lífi sínu verður til þess að hún gerir sér ljóst hve dýrmætt lífið er. Með því að þvinga sig til að muna fortíðina skapar hún möguleika á að eiga sér einhverja framtíð. Alkóhólismi móður hennar vegur jafnframt þungt í þessu verki og hefur afgerandi áhrif á sjálfmeðvitund söguhetjunnar sem á endanum öðlast þroska til að sjá manneskjuna handan sjúkdómsins sem brýst oft út í mikilli sjálfhverfu þess sem er haldin honum og skilur aðra fjölskyldumeðlimi eftir með því sem næst ósýnilegan geðrænan sjúkdóm sem jafnan er kenndur við meðvirkni. En þetta er engin venjuleg bók, hún er brimfull af von og lausnum, ævintýrum og einlægni og fellur aldrei inn í pytt sjálfsvorunnar. Bókin er tilraun til að brúa bilið á milli þess myndræna sem oft fyrirfinnst í dagbókum, en formið bíður upp á vægðarlausan heiðarleika og gefur lesandanum tækifæri á að nota sitt eigið hugarflug.
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (2.2.): 0
- Sl. sólarhring: 3
- Sl. viku: 17
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 12
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Tónhlaða
Bloggvinir
- ADHD
- Agný
- Alfreð Símonarson
- Andrea J. Ólafsdóttir
- Alexandra Briem
- Andrés Magnússon
- Anna Ragna Alexandersdóttir
- Anna Ólafsdóttir Björnsson
- Ari Sigurðsson
- Baldvin Björgvinsson
- Baldvin Jónsson
- Baldvin Jónsson
- Bara Steini
- Bergur Sigurðsson
- Bergur Thorberg
- Bergur Þór Ingólfsson
- Bergþóra Árnadóttir - RIP 15.2.48 - 8.3.07
- Binnan
- Birgir Þórarinsson
- Birna Rebekka Björnsdóttir
- Bjargandi Íslandi
- Bjarkey Gunnarsdóttir
- Björgvin R. Leifsson
- SVB
- Brjánn Guðjónsson
- Brosveitan - Pétur Reynisson
- Bryndís Ísfold Hlöðversdóttir
- Brynja skordal
- Brynjar Hólm Bjarnason
- Bókaútgáfan Salka ehf
- Dagrún Steinunn Ólafsdóttir
- Daníel Haukur
- Dorje
- Dísa Dóra
- Egill Bjarnason
- Egill Jóhannsson
- Einar Guðjónsson
- Einar Indriðason
- Einar Vignir Einarsson
- Einar Ólafsson
- Eiríkur Bergmann Einarsson
- Eldur Ísidór
- Elyas
- Elín Sigurðardóttir
- Elísabet Markúsdóttir
- Erna Friðriksdóttir
- Erna Hákonardóttir Pomrenke
- Eva Benjamínsdóttir
- Eydís Hentze Pétursdóttir
- Eyjólfur Kristinn Vilhjálmsson
- FLÓTTAMAÐURINN
- Finnur Bárðarson
- Friðrik Hansen Guðmundsson
- Friðrik Þór Guðmundsson
- Fríða Eyland
- Félag Anti-Rasista
- Félag um stafrænt frelsi á Íslandi
- Gaukur Úlfarsson
- Georg P Sveinbjörnsson
- Gerður Pálma
- Gestur Guðjónsson
- Goggi
- Greta Björg Úlfsdóttir
- Gunnar Pétursson
- Gunnar Rögnvaldsson
- Gunnar Skúli Ármannsson
- Gunnlaugur B Ólafsson
- Gunnlaugur Stefán Gíslason
- Guðjón Baldursson
- Guðjón Bergmann
- Guðjón Heiðar Valgarðsson
- Guðmundur Helgi Helgason
- Guðmundur M Ásgeirsson
- Guðmundur Ragnar Guðmundsson
- Guðmundur Steingrímsson
- Guðmundur Ásgeirsson
- Guðný Lára
- Guðrún S Sigurðardóttir
- Guðsteinn Haukur Barkarson
- Gísli Hjálmar
- Haffi
- Halldór Sigurðsson
- Hannibal Garcia Lorca
- Haukur Már Helgason
- Heidi Strand
- Heilsa 107
- Heiða Þórðar
- Helga Auðunsdóttir
- Kaleb Joshua
- Hildur Helga Sigurðardóttir
- Himmalingur
- Hilmar Gunnlaugsson
- Hjálmtýr V Heiðdal
- Hjörleifur Guttormsson
- Hlekkur
- Hlynur Hallsson
- Hlynur Jón Michelsen
- Hlédís
- Hrafnhildur Ýr Vilbertsdóttir
- Hrannar Baldursson
- Hrólfur Guðmundsson
- Hulla Dan
- Hólmfríður Guðlaug Einarsdóttir
- Hörður B Hjartarson
- Húmoristaflokkurinn
- Ingibjörg Álfrós Björnsdóttir
- Ingibjörg Helga
- Ingibjörg SoS
- Ingibjörg Stefánsdóttir
- Ingigerður Friðgeirsdóttir
- Isis
- Jakob Falur Kristinsson
- Jakob Smári Magnússon
- Jakob Þór Haraldsson
- Jakobína Ingunn Ólafsdóttir
- Jens Guð
- Johann Trast Palmason
- Jóhannes Ragnarsson
- Jón Bjarnason
- Jón Gerald Sullenberger
- Jón Sigurgeirsson
- Jón Svavarsson
- Jón Valur Jensson
- Jón Þór Ólafsson
- DÓNAS
- Katrín Mixa
- Katrín Snæhólm Baldursdóttir
- Ketill Sigurjónsson
- Ketilás
- Kjartan Pétur Sigurðsson
- Konráð Ragnarsson
- Kristbergur O Pétursson
- Kristján B. Jónasson
- Kristján Kristjánsson
- Kristján Logason
- Kristín Dýrfjörð
- Kristín Snorradóttir
- Krummi
- Kári Harðarson
- Landvernd
- Laufey Ólafsdóttir
- Lovísa
- Lára Hanna Einarsdóttir
- Lýður Árnason
- Mafía-- Linda Róberts.
- Margrét Guðjónsdóttir
- Margrét Lóa Jónsdóttir
- Margrét Sigurðardóttir
- Markús frá Djúpalæk
- María Kristjánsdóttir
- María Pétursdóttir
- Methúsalem Þórisson
- Morgunblaðið
- Myndlistarfélagið
- Mál 214
- Máni Ragnar Svansson
- Neo
- Oddi
- Paul Nikolov
- Perla
- Pjetur Hafstein Lárusson
- Pálmi Gunnarsson
- Pálmi Guðmundsson
- Ragnar Þór Ingólfsson
- Rannveig H
- Ransu
- Róbert Björnsson
- Rögnvaldur Hreiðarsson
- Rúnar Sveinbjörnsson
- Rúnar Þór Þórarinsson
- Salvör Kristjana Gissurardóttir
- Samstaða - bandalag grasrótarhópa
- SeeingRed
- Sema Erla Serdar
- Sigga
- Signý
- Sigrún Jónsdóttir
- Sigurgeir Orri Sigurgeirsson
- Sigurgeir Þór Hreggviðsson
- Sigurjón Sigurðsson
- Sigurður Hrellir
- Sigurður Sigurðsson
- Sigurður Þór Guðjónsson
- Skuldlaus
- Snorri Sturluson
- Soffía Valdimarsdóttir
- Stefán Friðrik Stefánsson
- Þorsteinn Briem
- Steinunn Helga Sigurðardóttir
- Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir
- Stríða
- Sveinbjörn Eysteinsson
- Sveinn Hjörtur
- Sveinn Ólafsson
- Sverrir Stormsker
- Swami Karunananda
- Sæmundur Bjarnason
- Sævar Finnbogason
- Sævar Einarsson
- Sæþór Helgi Jensson
- Sóldís Fjóla Karlsdóttir
- Sóley Tómasdóttir
- Sólveig Klara Káradóttir
- TARA
- Tilkynning
- Tinna Jónsdóttir
- Trausti Traustason
- Tryggvi Gunnar Hansen
- Tína
- TómasHa
- Valgeir Skagfjörð
- Valgerður Halldórsdóttir
- Vefritid
- Vilborg Eggertsdóttir
- Vilhelmina af Ugglas
- Vilhjálmur Árnason
- Villi Asgeirsson
- Vinir Tíbets
- Viðar Eggertsson
- Viðar Freyr Guðmundsson
- Vér Morðingjar
- Vésteinn Valgarðsson
- arnar valgeirsson
- fingurbjorg
- hreinsamviska
- leyla
- molta
- oktober
- Einhver Ágúst
- Ágústa Kolbrún Jónsdóttir
- Ár & síð
- Árni Þór Sigurðsson
- Ásgeir Rúnar Helgason
- Ásgerður
- Ásta Hafberg S.
- Ásthildur Cesil Þórðardóttir
- Ævar Rafn Kjartansson
- Íbúasamtökin Betra Breiðholt
- Ólaf de Fleur Jóhannesson
- Ólafur fannberg
- Ólöf de Bont
- Ómar Ragnarsson
- Óskar Arnórsson
- Örlygur Hnefill Örlygsson
- Þorsteinn Mar Gunnlaugsson
- Þröstur Unnar
- Þór Jóhannesson
- Þór Saari
- Þórhildur og Kristín
- Þórður Björn Sigurðsson
- Þórólfur S. Finnsson
- Andrés.si
- Anna Karlsdóttir
- Anna Margrét Bjarnadóttir
- Ari Jósepsson
- Aron Ingi Ólason
- Axel Þór Kolbeinsson
- Barði Bárðarson
- Bergþór Gunnlaugsson
- Billi bilaði
- Bjarki Steingrímsson
- Bjarni Kristjánsson
- Bogi Jónsson
- brahim
- Daði Ingólfsson
- Daníel Sigurður Eðvaldsson
- Dóra litla
- Dúa
- Einar Björn Bjarnason
- Elsabet Sigurðardóttir
- Esther Anna Jóhannsdóttir
- Frosti Sigurjónsson
- Grétar Eiríksson
- Guðbjörg Hrafnsdóttir
- Guðmundur Óli Scheving
- Gunnar Helgi Eysteinsson
- Héðinn Björnsson
- Hreyfingin
- Hulda Haraldsdóttir
- Högni Snær Hauksson
- Ingvi Rúnar Einarsson
- Ísleifur Gíslason
- Jack Daniel's
- Jóhann Ágúst Hansen
- Jóhannes Þór Skúlason
- Jóhann Pétur
- Jóna Kolbrún Garðarsdóttir
- Jónas Bjarnason
- Jón Kristófer Arnarson
- Jón Lárusson
- Karl Gauti Hjaltason
- Lísa Björk Ingólfsdóttir
- Lúðvík Lúðvíksson
- Madhav Davíð Goyal
- Magnús Ragnar (Maggi Raggi).
- Morten Lange
- Óðinn Kári Karlsson
- Ólafur Eiríksson
- Ólafur Ingi Hrólfsson
- Pjetur Stefánsson
- Rafn Gíslason
- Rannsóknarskýrslan
- Rúnar Freyr Þorsteinsson
- Sigurbjörn Svavarsson
- Sigurður Einarsson
- Sigurður Jónsson
- Sigurður Sigurðsson
- Sigurður Þórðarson
- Sigþrúður Þorfinnsdóttir
- Sveinbjörn Ragnar Árnason
- Vaktin
- Vilhjálmur Sveinn Björnsson
- ÞJÓÐARHEIÐUR - SAMTÖK GEGN ICESAVE
- Þorsteinn Helgi Steinarsson
- Þorsteinn Valur Baldvinsson