Leita í fréttum mbl.is

Færsluflokkur: Stjórnmál og samfélag

Hef tekið eftir þessu í Þingholtunum

með hús sem eru að grotna niður. Var einmitt að tala um þetta við vin minn. Ég labba oft um Þingholtin og hef rekið augun í þann fjölda húsa sem eru í algerri niðurníðslu, sér í lagi á Njálsgötu og á Grettisgötu. Eru eins og skemmdar tennur meðal tanna sem búið er að setja á ofurhvítuefni. Sum húsin eins og bernskuheimili mitt að Njálsgötu eru mjög faglega gerð upp og hafa sennilega aldrei verið í eins góðu ástandi. Veit til þess að ein vinkona mín sem býr á Lindargötu hefur verið undir samskonar þrýstingi og Hörður og það er því miður satt að þessir verktakar haga sér eins og Mafía og virðast svífast einskis.

Vona að Herði takist að vekja nógu mikla athygli á þessu, en synd væri að mínir gömlu heimahagar verði endanlegar eyðilagðir, því það er svo mikil saga þarna og mörg húsin svo miklar perlur.  


mbl.is Flytja óreglufólk inn til að gera nágrönnum lífið leitt
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Því miður var þetta fyrirséð

Og ein meginástæða þess að ég lagði blóð, svita og tár í skipulagningu á aðgerðum til að mótmæla yfirvofandi stríði á sínum tíma. En nú er mál að linni. Við megum ekki undir neinum kringumstæðum sem meðlimir alþjóðasamfélagsins kaupa það, að réttlætanlegt verði að fara í stríð við Íran.

Manni skortir eiginlega orð, en ég veit að við sem þjóð áttum okkar þátt í þessu stríði með því að samþykkja sömu ríkisstjórn til valda stuttu eftir að tveir "flokkshöfðingjar" settu okkur gegn vilja okkar á lista hina viljugu ríkja. Því berum við ábyrgð. Við munum vonandi læra af reynslunni.

Setti þessa færslu óvart undir bergþórublogg, smá morgunsársmisktök... gleymi stundum að skrá mig út af hennar stjórnborði:) hún reyndar var sama sinnis og ég, en kannski óþarfi að ljá látnum orð í munn...
mbl.is 151.000 sagðir hafa fallið í Írak
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Það er mjög öflugt AA starf á Hrauninu sem og í Hegningarhúsinu

Auðvitað er mikil neysla á þessum stofnunum, en aldrei fyrr né síðar hefur verið eins öflugt AA starf inn á þessum stofnunum. Það hefði alveg mátt koma fram í þessari frétt. Það eru fyrst og fremst fangarnir sjálfir sem standa fyrir þessari vakningu í fangelsum landsins og samkvæmt því sem ég kemst næst þá eru starfsmenn himinlifandi vegna þessa, því fólk í bata er bæði heiðarlegra og ábyrgara á sinni hegðan.

Að sjálfsögðu eru ekki allir fangar í prógrammi, en það er samt tækifæri fyrir alla að snúa blaðinu sínu við, og ekki má gleyma því, þó heimur dópista sé harður, þá eru þetta engir aumingjar sem hafa ákveðið að taka á sínum málum. Hægt að sækja sér stuðning þar ef maður er að farast úr hræðslu gagnvart sínum veikleikum og brestum. En ef maður er með svona hugarfar eins og virðist viðloðandi við þá sem teknir eru í viðtöl hjá fjölmiðlum, þ.e.a.s. fórnarlambshugarfarið þá er næsta víst að illa fari.

Hvernig væri nú að fjölmiðlar taki sig saman í andlitinu og hætti að vera að birta endalaus viðtöl við fólk sem hangir inn í þessu hugarástandi, sumir kalla það paranoju á háu stigi sem fólk fær ef það er í mikilli neyslu. Aðrir kalla það einfaldlega sjálfsvorkunn.

Eitt er það sem gjarnan gleymist í þessu öllu er að fangar á Litla-Hrauni hafa að því virðist ótakmarkaðan aðgang að læknadópi sem fangelsislæknirinn skrifar út á þá. Mig minnir að einn af Breiðavíkurmönnunum hafi látið loka sig í einangrunarklefa til að sleppa undan neyslufreistingum. Fannst það bráðsnjallt hjá honum og sýndi mikinn viljastyrk. Þá var líka ekki eins öflugt AA starf í gangi í fangelsinu og fólk þurfti meira og minna að vera eitt í þessu, en það er bara ekki þannig núna.


mbl.is Erfitt að vera edrú á Hrauninu
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Breiðavíkurmálið og pólitíkin í kringum það

Það sem mér fannst ef til vill mest sláandi við þessa mynd fyrir utan þá persónulegu harmleiki sem áttu sér þar stað og skefjalausa mannvonskuna, var að án efa var þetta allt af sérhagsmunagæslu sprottið og sýnir í hnotskurn að ekki er gæfulegt að ráðherrar hygli að sínum heimabyggðum. Sú staðreynd að ekkert var að gert hefur án efa haft mikið að gera með hve gott sveitarfélagið hafði úr þessu og ef til vill sá ótti að sveitin myndi leggjast af ef þeir fengju ekki greitt með þeim drengjum sem voru vistaðir þarna.

Mig langar að votta þessum hugrökku mannverum sem hafa stigið fram og sagt sögu sína varðandi þessi hörmungar úrræði þjóðarinnar gagnvart ungu fólki, nafnbótina Hetjur. Það kostar ekki lítið hugrekki að horfast í augu við fortíð sem þessa.

Langaði aðeins að tuða yfir einu varðandi heimildarmyndina. Textavinnsla á henni var afar illa úr garði gerð. Það var lífsins ómögulegt að lesa upplýsingatexta nema maður væri ofan í sjónvarpinu, því stafirnir voru svo litlir. Þetta hefur án efa virkað vel í bíó en var alveg ónýtt í meðalstóru sjónvarpstæki. Hefði verið ráð hjá RÚV að láta laga þetta áður en þetta var sýnt alþjóð. Þá fannst mér fullmikið af lausum endum í henni sem auðvelt hefði verið að laga.  


Frábær ræða 13 ára gamallar stúlku

sem hún flutti fyrir fulltrúa UN árið 1992. Hún á jafn mikið erindi við okkur í dag og þá. Ágætt veganesti inn í nýtt ár. Megi hver dagur þessa nýja árs verða tilefni til þakklætis kæra samferðafólk í netheimum. 

 
This is an amazing message by Severin Suzuki, daughter of Dr David Suzuki, at the age of 13, at the UN

Til hamingju Svandís mín

Þú átt þetta svo sannarlega skilið:)

Gott val hjá þjóðinni, enda hér ekki aðeins mikill kvenskörungur á ferð, heldur líka mikil gæðamanneskja með stórt hjarta og eðal húmoristi. Þegar ég var að vinna fyrir VG fyrr á þessu ári fékk ég að upplifa að það er innistæða fyrir þessu hóli mínu gagnvart henni Svandísi.


mbl.is Svandís maður ársins
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Tsunami ljóð

Ég gleymi seint þessum hryllilegu dögum fyrir þremur árum síðan. Ég held að þetta hafi haft svona mikil áhrif á mig því ég vissi nákvæmlega hvernig aðstandendum þeirra sem voru hrifsaðir á haf út í einhverri ægilegustu greip Ægis í sögu mannkyns. Gleymi ekki þessari tilfinningu þegar var verið að leita að pabba á jólunum vitandi að hann hafi labbað út í ísakalda ánna ósyndur. Það eina sem maður gat haldið í var von sem hékk á þunnum þræði. 

Ég samdi strax ljóð sem ég hef tileinkað aðstandendum þeirra sem fórust. Það ánægulega við þetta ljóð er að það hefur ferðast um heiminn í sinni ensku frummynd og oftar enn einu sinni endað á ströndum Indónesíu. Var notað í litlu þorpi sem fór illa út úr flóðunum til að setja á boli sem bæjarbúar seldu til að byggja upp þorpið sitt. Það hefur líka verið notað í fyrirlestrum hjá manni frá Indónesíu sem vinnur að gerð nýrri tæki flóðvarnagarða fyrir heimaland sitt. Hugur minn verður meðal fólksins í Indónesíu í dag. 

En hér er ljóðið og nýlegt lag sem Jón Tryggvi samdi við það er að finna í tónhlöðunni.

Flóðbylgja 

Þögult hafið
skyndilegur veggur eyðileggingar

Sofandi í mjúkum sandi
fjöldagröf
Þúsundir sálna
–skerandi hvítt ljós
vefur sig milli heima

Sársaukabrot skerst
              djúpt 
inn í hjartað

Vaxandi fjöldi
lífvana

Tómar skeljar

Stærri en lífið sjálft
eru hlutföllin

Allt sem ég hef að gefa er
                                   von
á þessum myrkustu tímum

Allt sem ég hef að gefa er
hafsjór gleði
við jaðar dagrenningar


Tsunami
The silent ocean
suddenly a wall of destruction

Sleeping in the soft sand
mass grave
1000 upon 1000's of souls
brilliant flash of light
spiraling in a world between worlds

Fragments of pain
                deep 
into the heart 

Mounting numbers 
of lifelessness

Empty shells


Larger than life
proportions

All I have to offer is 
                       hope
in those darkest of times

All I have to offer is
oceans of joy 

 


mbl.is Fórnarlamba flóðbylgju minnst
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Af furðulegum dekkjaævintýrum og brotinni rúðu

Þrívíðar piparkökur

Þegar veðrið var vitlaust þá brotnaði bílrúða á jazzinum mínum. Ég fékk alveg frábæra þjónustu hjá Honda umboðinu og þurfti lítið að vesenast í kringum þetta og var sem betur fer tryggð allan hringinn. Kosturinn við brotnu rúðuna var að það kom í ljós að afturhjólin voru gjörsamlega ónýt. Ég varð afar hissa enda fékk ég að heyra þetta í vor þegar ég fór með bílinn í dekkjastillingu og fyrir vikið keypti ég splúnkuný dekk allan hringinn. Skildi reyndar ekki að mér fannst bíllinn aldrei neitt miklu betri í keyrslu eftir að hafa fengið ný dekk. Sennilega gölluð dekk var niðurstaða þeirra sem ég talaði við í gær. Fer með hann í skoðun á dekkjaverkstæðið sem ég fékk dekkin hjá og kemur þá í ljós að gleymst hafði að setja ný dekk aftan á bílinn á sínum tíma, þrátt fyrir að ég keypti 4 stykki. Alger heppni að ekki skildi fara eitthvað úrskeiðið á öllum mínum keyrslum á milli borgar og Grímsness í haust, því dekkin voru algerlega í henglum, með bólgukýli og vírana lafandi út úr sér. Fékk að sjálfsögðu dekkin mín undir án endurgjalds þó nýr eigandi væri kominn með dekkjaverkstæðið. Merkilegt nokk þá fann ég kvittunina þegar ég var að fara í gegnum blaðahrúgu í vikunni og rétt gat bjargað henni úr endurvinnslunni:)

Enn og aftur sannaðist gildi fjölskyldumottósins, "fátt er svo með öllu illt að ekki boði nokkuð gott."

Annars þá er þetta heimili algerlega frjálst frá jólastressi. Maður eyðir pínuponsu um efni fram en ég ekki með visa kort þannig að ég þarf ekki að fara á febrúarbömmer:) Skemmtilegast finnst mér að fá að vera 13 jólasveinar og taka þátt í gleði og spenning barna minna. Hér er mikið étið af kökudeigi og eitthvað bakað af smákökum. En fyrst og fremst þá er þetta góður tími til að styrkja sinn innri mann og athuga hvort að maður hafi nú staðið við eitthvað af öllum fyrirheitum sínum gagnvart lífinu og tilverunni.


Ánægjuleg þróun...

en það þarf að gerast eitthvað stórkostlegt kraftaverk til þess að almenningur geri sér grein fyrir mikilvægi þess að leggja sitt af mörkum til að hindra frekari hörmungar á heimsvísu.

Ég bý í fjölbýlishúsi í vesturbæ Reykjavíkur og er með ábyrgð á ruslageymslunni í desember. Ég var að vonast eftir því að nágrannar mínir væru farnir að endurvinna eitthvað og að dagblöðin færu í það minnsta í endurvinnslupokann sem ég kom fyrir á ganginum. En svo er ekki þegar ég tók við var full tunna af dagblöðum eftir eina viku og sú var ekki blá sem tók á móti mér. Fólk hendir öllu í ruslið og það virðist vera sama hve mikið er auglýst og hve mikið er talað um þessi mál það eru sárafáir sem nenna að endurvinna blöð, hvað þá að flokka eins og ég geri. Ég er með stóra fjölskyldu en mér er samt að takast að flokka þannig að ég er bara að fara með einn burðarpoka af rusli til urðunar á viku. Að endurvinna allt sem mögulega er hægt að endurvinna fylgir smá vinna, en það er lítilvægt miðað við vandamálin sem að okkur steðja ef við gerum ekki neitt. Allir verða að gera eitthvað. Það er ekki nóg að ráðamenn og konur skrifi undir eitthvað plagg, held reyndar að þjóðin mín sé að falast eftir undanþágum á losun koltvístringi sem mér finnst alveg ferlegt.

Þegar ég bjó í USA fyrir margt löngu voru þeir með frábært kerfi varðandi endurvinnslu í mínu samfélagi. Þó að 16 ár séu liðin síðan ég bjó þar þá voru þeir að hvetja og stuðla að endurvinnslu á öllu. Það var náð í blöðin til okkar, dósir, gler og svo mætti lengi telja. Hér er þetta frekar flókið og lítið gert til að hvetja fólk dáða. Það væri til dæmis bara snilld að láta flokkun hefjast í ruslageymslum fjölbýlishúsanna. Af hverju eru ekki plasttunnur, umbúðatunnur og pappírstunnur þar og af hverju er þetta ekki gert án endurgjalds. Umbúðir sem ekki eru urðaðar eru verðmæti og það hlýtur að kosta minna fyrir borgir og bæi að sleppa við svona mikla urðun og fá hráefni til útflutnings. 

Finnst þessi tilraun með ókeypis strætó fyrir framhaldsskólanema vera skref í rétta átt, en betur má ef duga skal. Það eru enn of fáar ferðir á stofnleiðum sem stoppa við skólana og veit um nokkur dæmi þess að fólk hefur gefist upp á öllum troðningnum og fallið í bílafreistingar.  

Hlýnun jarðar er að gerast með miklum hraða og mun hraðar en jafnvel svartsýnustu vísindamenn þorðu að spá um. Miklar hörmungar munu eiga sér stað og eiga sér nú þegar stað meðal fátækustu þjóða heims. Þó fólk hugsi sem svo að þetta fólk komi þeim ekki neitt við, enda aldrei hitt það, þá ætti hið sama fólk að hafa það hugfast að þessar miklu veðurfarssveiflur, flóð og þurrkar hefur áhrif á uppskeru og þegar miklir uppskerubrestir eru á heimsvísu þá hækkar verð á matvælum hérlendis.

Það er ekki hægt að horfa fram hjá því að allt sem gerist á þessari jörð hefur áhrif á okkur á einn eða annan máta. Hygg þó að nærtækast sé að byrja á stórfelldum breytingum hérlendis með því að virkja og fræða almenning um hvaða áhrif það hefði ef allir gerðu eitthvað. Það mætti líka vera hvetjandi á jákvæðan máta og það mætti líka vera einhver umbun sem því fylgdi að sýna ábyrga hegðun gagnvart umhverfi sínu. Það þarf að stórefla umhverfisvitund almennings og ég hef engin einföld svör við því hvernig það ætti að fara fram. Held samt að fræðsla eigi alltaf mikinn þátt í að stuðla að breyttu hugarfari. 

 


mbl.is Bandaríkin skrifa undir
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Ekki fara í frí, ráðamenn, fyrr en málið er leyst!

Ég var að vona að með því að fá Jóhönnu í ráðuneyti og með því að fá vinstrisveiflu í borgarmálin að svona skammarlegum málum á velferðarsviði myndi fækka. En svo er bara alls ekki raunin. Hvað er að kæru ráðamenn og konur? Er hægt að verja það á einn eða annan máta að láta svona mikilvæga og margsannaða starfsemi þurfa að lamast vegna framtaksleysis ykkar? Foreldrahús rekur einu raunhæfu eftirmeðferðina fyrir unga fíkla. Þessir krakkar eiga ekki í mörg hús að vernda eftir að þau koma út eftir oft á tíðum langar meðferðir. Foreldrahús er gagnvart fjölmörgum fjölskyldum fíkla eini fasti og trausti punkturinn í tilverunni þegar kemur að stuðning og eflingu sem þau með sanni þurfa á að halda til að byggja sig upp til að geta tekist á við afar erfiðar aðstæður. Það er heilmargt annað sem Foreldrahús stendur fyrir og mikið starf sem þarna hefur verið innt af hendi af frumkvæði og drifkrafti sem ber að styðja en ekki rífa niður með því að hunsa þörf þeirra á húsnæði til að reka áfallalaust þessa frábæru starfsemi. Það dugar ekkert minna en að skaffa þessum samtökum eigið húsnæði og ekki síðar en strax. Nóg er af fjármagni til og þjóðin samkvæmt ráðafólki og bankafólki aldrei verið í eins blússandi góðæri. Ég skora á borgaryfirvöld að gera eitthvað núna og svo auðvitað á hana Jóhönnu sem sögð er vera skörungur mikill þegar kemur að því að drífa í málunum. Ekki una ykkur hvíldar og ekki fara í frí fyrr en búið er að leysa þetta mál.
mbl.is Foreldrahúsi lokað um áramót
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Fyrri síða | Næsta síða »

Höfundur

Birgitta Jónsdóttir
Birgitta Jónsdóttir

Ég vil gjarnan láta eitthvað gott af mér leiða í samfélagi manna. Ég mun einbeita mér að því að því að búa til vettvang fyrir þjóðina að vinna að þeim lýðræðisumbótum sem hún krefst og vill leggja sína krafta í. Ég starfa sem þingmaður og þingflokksformaður fyrir Hreyfinguna - fyrir fólkið í landinu. Ég er formaður vina Tíbets.

Ég vil hafa athugasemdakerfið opið - bið fólk samt um að tjá sig eins og það myndi gera ef við stæðum augnlitis til augnlitis. Ég mun því miður ekki alltaf hafa tíma til að svara kommentum eða tölvupósti en ég reyni að lesa allt með opnum huga. Vil gjarnan nota þetta sem vettvang fyrir fólk að koma með hugmyndir um hvað mætti betur fara í samfélginu okkar.

Ég aðhyllist engin sérstök trúarbrögð, ég tilheyri engu sérstöku flokkakerfi, ég tilheyri engu sérstöku nema þessu stórmerkilega mannkyni og þessari yndislegu jörð. Ég er þakklát fyrir að lifa á sögulegum tímum þar sem allt getur gerst. 

Netfang: birgitta@this.is

Bækur

Bækurnar mínar

  • Bók: Tuttugasta öldin og lærdómar hennar
    Mikhail Gorbatsjov og Daisaku Ikeda : Tuttugasta öldin og lærdómar hennar (ISBN: 9979-772-77-8 )
    Þýddi þessa ásamt Jóni Karli Stefánssyni
  • Bók: Lífsreglurnar fjórar - the Four Agreements
    don Miguel Ruiz: Lífsreglurnar fjórar - the Four Agreements (ISBN: 9979768835)
    Lífsreglurnar fjórar er ævaforn indjánaspeki sem hefur farið sigurför um heiminn. Bókin er byggð á fornri visku Tolteka-indjána og útskýrir sannindi sem er að finna í helgum dulspekihefðum víðsvegar um heim. Lesanda eru kynntar fjórar einfaldar en magnaðar lífsreglur sem vísa leiðina að frelsi og sjálfstæði einstaklingsins. Höfundurinn, don Miguel Ruiz, er af ætt græðara og seiðmanna sem hafa iðkað Toltekafræðin frá aldaöðli. Hann er heimsþekktur fyrir bækur sínar og fyrirlestra.
  • Bók: Dagbók kameljónsins
    Birgitta Jónsdóttir: Dagbók kameljónsins (ISBN: 9979973307)
    Dagbók kameljónsins er þroskasaga stúlku sem hefur þurft að berjast við að sogast ekki inn í geðveiki ættmenna sinna, en sjálfsvíg þeirrar manneskju sem hún leit á sem klettinn í lífi sínu verður til þess að hún gerir sér ljóst hve dýrmætt lífið er. Með því að þvinga sig til að muna fortíðina skapar hún möguleika á að eiga sér einhverja framtíð. Alkóhólismi móður hennar vegur jafnframt þungt í þessu verki og hefur afgerandi áhrif á sjálfmeðvitund söguhetjunnar sem á endanum öðlast þroska til að sjá manneskjuna handan sjúkdómsins sem brýst oft út í mikilli sjálfhverfu þess sem er haldin honum og skilur aðra fjölskyldumeðlimi eftir með því sem næst ósýnilegan geðrænan sjúkdóm sem jafnan er kenndur við meðvirkni. En þetta er engin venjuleg bók, hún er brimfull af von og lausnum, ævintýrum og einlægni og fellur aldrei inn í pytt sjálfsvorunnar. Bókin er tilraun til að brúa bilið á milli þess myndræna sem oft fyrirfinnst í dagbókum, en formið bíður upp á vægðarlausan heiðarleika og gefur lesandanum tækifæri á að nota sitt eigið hugarflug.

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (30.8.): 0
  • Sl. sólarhring: 2
  • Sl. viku: 16
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 9
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Nýjustu myndir

  • ...011-02-25_l
  • ...unknown
  • ...581_1050977
  • ...x-_28-of-81
  • ...490581
Ágúst 2025
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30
31            

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.