Færsluflokkur: Stjórnmál og samfélag
9.2.2008 | 10:07
Vetur konungur
Það er ágætt að vera minntur á það að maður er búsettur á landi þar sem allra veðra er von. En verð að viðurkenna að þrátt fyrir að vera alveg ýkt bjartsýn mannvera, þá er þessi vetur að slá öll met í að ögra þolinmæði minni. Það sem mér finnst bagalegast er að þurfa að hanga svona mikið inni.
Finn að fátt gefur mér meiri lífsfyllingu en að þvælast úti, fara yfir heiðina til ömmu og kíkja á foss í hennar heimabæ, eða bara labba í hring um tjörn.
Sumarið hlýtur að verða alveg rosalega gott. Og kannski erum við Íslendingar með svona mikið gullfiskaminni til að gleyma vondu veðurfari, annars væri þessi þjóð sennilega óhamingjusamasta þjóð í heimi en ekki hamingjusamasta. Það væri gaman ef að þjóðarpúls gallup tæki könnun á hamingjustuðli þjóðarinnar í dag. Hygg að hann væri allt öðruvísi í svona veðurfari en á sætum sumardegi.
![]() |
Lægðir og úrkoma út mars? |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 11:10 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
6.2.2008 | 14:55
Kjötborg er besta búðin í borginni
Þeir bræður er þekktir fyrir að vera mikil gæðablóð og er það svo augljóst á Öskudaginn, því engin búð tekur eins vel á móti börnunum sem rata þar inn á þessum degi. Ég vona að þessi búð leggist ekki af, þarf að vera miklu duglegri að versla hjá þeim. Það nefnilega fæst allt á milli himins og jarðar hjá þeim. Alger ævintýraheimur þótt matvöruverslun sé þeirra aðal.
Langaði bara að þakka þeim Kjötborgarbræðrum fyrir að vera til og fyrir manngæskuna sem ég hef alltaf mætt þegar ég versla hjá þeim.
6.2.2008 | 09:04
Rangfærslur
Ég átti í stappi við mannanafnanefnd í mörg ár, vegna úrskurðar þeirra um að heimila ekki nafn eldri sonar míns. Nafnið féll undir allar þessar meginreglur sem tilgreindar eru. Rökin sem við fengum voru þau að honum gæti verið strítt ef hann fengi að halda nafninu. En það er hægt að stríða öllum börnum á nöfnum sínum. Meira að segja venjuleg nöfn eins og Anna er til þess fallin að nota til að uppnefna. Það eru abstrakt rök sem við gátum ekki fellt okkur við. Neptúnusi hefur ekki verið strítt meira en öðrum börnum á nafninu sínu. Hann hefur alla tíð verið mjög ánægður með þetta nafn og alveg ferlegt að þurfa að nota leppnafn á opinberum skjölum í mörg ár. Átta árum eftir fyrsta úrskurð var loks komið annað fólk í þessa nefnd sem feldi sig við rök mín og nafnið fékkst á endanum samþykkt eftir mikið vesen í kerfinu.
Þegar ég var ólétt af Neptúnusi dreymdi mig í tvígang drauma þess efnis að sonur minn vildi þetta nafn. Og hér á landi er hefð fyrir því að virða draumanöfn. Nafnið féll algerlega að íslenskum málfari, enda ekkert nýyrði. Beygt eins og Markús eða Júlíus og frá sömu rótum runnið. En ekki dugðu þau rök á sínum tíma og ef ég væri ekki alveg afskaplega þrjósk manneskja og ef hann hefði sjálfur ekki óskað þess svo innilega að fá að hafa þetta nafn þá er ekki ólíklegt að maður hefði gefist upp.
Skil ekki af hverju Curver má ekki fá nafnið sitt samþykkt. Held að þetta hafi einmitt meira með skoðanir að gera en eitthvað sem faglegt mætti teljast.
Satt best að segja þá held ég að tími sé kominn á að leggja þessa nefnd niður, hún er allt of forræðishyggjuleg og hennar úrskurðir eru æði mistækir og lituð af skoðunum þeirra sem í henni sitja.
![]() |
Guja og Vár en ekki Curver |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
3.2.2008 | 10:10
Ég elska Laugaveginn

Ég viðurkenni fúslega, að ég elska Laugaveginn. Því varð ég fyrir verulegu áfalli þegar ég fletti í gegnum myndir af öllum húsunum sem fyrirhugað er að rífa eða fjarlægja frá götunni sem ég elska að labba og hef arkað svo oft að ég hef ekki tölu á því.
Ég átti eitt sinn heima í einum af þessum sérdeilis sérstöku húsum sem til stendur að taka í burtu. Það eru 20 ár síðan og þá stóð einmitt til að rífa húsið. Ekki var mikið gert fyrir húsið á þessum tíma vegna þess að það átti að rífa það einhvern næsta daginn. En mikið var rosalega góður andi í þessu húsi og tréð sem slútti yfir innganginn er víst næst elsta tré borgarinnar. Þetta hús er Laugavegur 21 og hefur hýst alls konar merkilega og manngöfgandi starfsemi síðan ég leigði þar. Nú síðast hefur Hljómalind verið með vinalegasta kaffihús bæjarins í húsinu og tréð aldrei fallegra. Á sumrin er portið iðandi af lífi og oft opið inn í Sirkusportið og alls konar skemmtilegir markaðir þar sem hægt er að kaupa sögulega nútíma hluti. Ég get ekki sætt við mig að það eigi að endanlega ganga frá þessari götu sem er einmitt skemmtileg vegna þess að þessi hús grípa augað með sögu sinni og handverki.
Hver hefur ekki farið í Brynju til að fá aukasett af lyklum og eins og einn nagla. Það sem er kannski sorglegast við þetta allt saman er sú staðreynd að þeir sem ákváðu að það væri í lagi að rífa og breyta, sjá ekki að sérstaða Laugavegins er þessi fullkomna alkemía þess gamla og nýja. Það er stór hópur fólks sem fer aldrei í verslunarmiðstöðvar vegna þess að þeim hugnast ekki hve ópersónulegar þær eru. Laugavegurinn er persónuleg gata, þar sem hægt er að fá hluti sem fást ekki annars staðar í borginni okkar.
Ég er frekar fúl yfir þeim mistökum sem gerð voru þegar hin ólýðræðislega einveldisborgarstjórn tók upp á því að kaupa tvö hús um daginn fyrir 600 milljónir, þetta eru í raun og veru lang ljótustu húsin sem stendur til að rífa eða færa. Af hverju var ekki hægt að bíða eftir úrskurði Menntamálaráðherra? Ég kemst ekki hjá því að hugsa um maðka í mysu. Veit ekkert hverjir þessir maðkar eru en þetta er bara svo mikið ofurklúður að maður á bágt með að trúa því að fólk geti klúðrað svona stórt án þess að gera það að yfirlögðu ráði!
Mér finnst þessi ákvörðun veikja möguleikana stórum á að hægt sé að bjarga götunni minni, en sem betur fer þá eru fullt af duglegu og kláru fólki að vinna að því að hindra þetta slys. Hér er slóð í vefinn Laugavegur og nágrenni, þar sem hægt er að skoða húsin sem eru á útrýmingarlistanum. Þau eru í afar misjöfnu ástandi en þau eiga að það skilið að vera gerð upp og sýnd virðing. Við eigum alveg nóg af götum í borginni sem eru einsleitar. Þeir sem sækja í stóru verslunarmiðstöðvarnar, fara hvort er eð ekki að spássera um Laugaveginn í verslunarerindum.
Það sem mætti gera fyrir Laugaveginn væri að leyfa honum að vera eins og hann er. Þessi gata þarfnast einskis, nema skilning á að húsin megi standa og eitthvað verði gert fyrir þau. Það er nóg af bílastæðum, gönguleiðum, skringilegum og skemmtilegum verslunum, kaffihúsum og veitingastöðum til að halda áfram að laða að sér mannfólk um langa hríð.
Læt hér fylgja með ljóð úr smákverabók minni Reykjavík sem ég skrifaði þegar ég bjó
Við Laugaveg
Hvít hönd
strýkur burt frostrós.
Börn borgar
ljós borgar
í einum punkti
í miðju borgar.
Bros mót götuvitum
og sól við tjörn.
Augu anda og svana
fyllt grátklökkum
saknaðartárum
þegar vorið sem
aldrei varð
sekkur í djúpin.
Þá rís upp úr
vatninu
andi horfinna tíma.
Kallast á við fuglana.
En svanirnir synda um
í blúndugardínu í glugga
sem vísar út á lífið.
Tileinkað húsinu að Laugavegi 21
þar sem þetta ljóð var skrifað 1988.
28.1.2008 | 07:06
Beinar Aðgerðir og Borgaraleg Óhlýðni
Siggi nokkur pönk var að gefa út bókina Beinar Aðgerðir og Borgaraleg Óhlýðni, ætla að tryggja mér eintak, þó svo maður hefur lesið fjölmargar bækur um þessi hluti þá er alltaf gaman að lesa þá í samhengi við okkar sérstæða og gjörspillta samfélag:) Mæli með að þeim sem er nóg boðið í tengslum við valdaránið í borgarstjórn fengju sér þessa bók... Læt tilkynninguna sem ég fékk frá honum fylgja...
"Út er komin ný bók frá Anarkistaútgáfunni Andspyrnu. Hún heitir "Beinar Aðgerðir og Borgaraleg Óhlýðni" og er kynning á friðsamlegum mótmælum, beinum aðgerðum og borgaralegri óhlýðni sem verkfærum almennings til varnar sínu samfélagi. Meðal annars er sagt frá hvernig rannsaka má fyrirtæki, skipuleggja grasrótarhópa og undirbúa aðgerðir, stöðva vinnu, hindra aðgang að afmörkuðum svæðum, fjallað er um mótmælabúðir, réttarstöðu mótmælenda, consensus og kulnun í aktivistahlutverki.
Þessi bók kemur út á réttum tíma, þar sem mikil umræða hefur átt sér stað um náttúru og tilgang mótmælaaðgerða og óflokksbundinnar stjórnmálaþátttöku, sem náði ákveðnu hámarki þegar mótmælendur stöðvuðu fund nýs meirihluta í borgarstjórn í síðustu viku.
Af bókarkápu:Andspyrna við valdbeitingu og óréttlæti er náttúrulegt og eðlilegt ferli í samfélögum manna. Því erum við ekki að berjast fyrir náttúruna þegar við myndum andspyrnuhópa gegn stóriðju heldur erum við náttúran að svara fyrir sig.
Við erum heldur ekki beint að berjast fyrir betra samfélagi þegar við myndum hópa sem verja mannréttindi, heldur erum við samfélag að verja sig.
Bók þessi fjallar um beinar aðgerðir og borgaralega óhlýðni sem verkfæri þeirra sem vilja hafa áhrif í sínu samfélagi en hafa hvorki opinber völd né áhuga á þeim.
Hér er meðal annars fjallað um og leitað svara við eftirtöldum atriðum: Hver er munurinn á friðsamlegum mótmælum, borgaralegri óhlýðni og beinum aðgerðum? Hverning má stöðva vinnu á afmörkuðum svæðum og gæta eigin öryggis um leið? Hvernig er gott að standa að skipulagi aðgerða og aðgerðahópa. Hvernig geta borgarar myndað þrýstihópa, rannsakað starfsemi fyrirtækja og ef til vill hent rjómatertum í stjórnmálamenn. Er hægt að taka yfir götur og breyta þeim í útivistarsvæði?
Við getum aldrei myndað hið fullkomna samfélag-en það er rétt að reyna hvað maður getur til þess.
-Í raun fjallar þessi bók um ábyrgð og hugrekki.
"Beinar Aðgerðir og Borgaraleg Óhlýðni" er ríkulega skreytt myndum og skýringamyndum. Hún er 100 bls og kostar rétt rúmlega 1000 kr (fer nokkuð eftir mismunandi álagi ólíkra útsölustaða). Hún fæst m.a. í Hljómalind, 12 Tónum, Nexus, Ranimosk og nokkrum verslunum Pennans/Máls og Menningar."
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 15:45 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (5)
27.1.2008 | 18:12
Ó, borg, mín borg, söng paradísafuglinn og hló og gelti
Mikið hefur verið rætt um borgarmálin og var ég rétt í þessu að horfa á alveg bráðskemmtilegt Silfur Egils tileinkuðu farsa að hætti Dario Fo. Ég hló miklu mun meira af því sem þar fór fram enn af umdeildum Spaugstofuþætti, sem note bene, mér fannst bara ekkert leiðinlegur, þó þeir hefðu mátt fara mildari höndum um núverandi borgarstjóra.
Það var með ólíkindum að horfa upp á sumt fólkið sem þarna var, réttlæta það sem undan er gengið. Finnst einmitt það sem Dagur vék að vera afar heilbrigð sýn á þessi mál. Ólafur er notaður sem skjöldur, á meðan aðal átökin ættu að vera á milli xD og xS.
Hvert klúðrið á fætur öðru hefur ungast út eftir valdaránið í vikunni. Ég hef reyndar haft litla trú á því að ég búi við lýðræði undanfarin ár, en hef aldrei áður fengið jafn mikla sönnun á því að ég búi við einveldi.
Mér fannst sorglegt að fylgjast með fulltrúum Íslandshreyfingarinnar í þessum þætti. Þau virðast alveg jafn áfjáð í völd eins og hinir, sama hve fórnarkostnaðurinn er mikill. Hvað með borgarbúa, hvað með alla borgarstarfsmennina sem þurfa enn einu sinni að byrja upp á nýtt út af síbreytingum sem ekki aðeins núllstilla allt of margt, heldur eru jafnframt afar kostnaðarsöm fyrir okkur. Hvernig er hægt að réttlæta 600 milljónirnar fyrir Laugaveg 4-6, svona stuttu áður en Menntamálaráðherra myndi afgreiða málið. Hvernig er hægt að réttlæta að við fáum ekki að kjósa um nýja borgarstjórn, þegar svo stórt hlutfall borgarbúa vill ekki þetta fólk í þau embætti sem þau hafa tekið sér með glórulausri valdafíkn? Það sem mér finnst kannski alvarlegast enn sem komið er, var að borgarstjórninn setti konu yfir barnaverndarnefnd að henni forspurði og sú hin sama hafði bara alls ekki hug á því embætti. Þetta er einmitt viðkæmasta nefndin og afar mikilvægt að hún sé starfshæf. Þá finnst mér einkennilegt hve mikið er um að sama fólkið sé sett yfir nefndir, en forsenda þess að afgreiða málefni á nefndarfundum er, hefði ég haldið að formaður nefndar sé til staðar. Úff þetta er nú meira ruglið.
Ég finn að ég er óhemju gröm yfir þessu og vildi óska þess að samborgarar mínir leggi nú meira á sig en að tala bara um þetta. Við megum ekki gera þeim þetta valdarán auðvelt. Mér finnst ég eiga rétt á að fá að kjósa og hygg að ég muni senda allavega eitt eða tvö bréf á dag á þessa borgarstjórn og biðja um slíkt.
24.1.2008 | 08:12
Skora á nýja borgarstjórn
að breyta lögunum svo hægt verði að kjósa um nýja borgarstjórn NÚNA. Borgarbúar hafa lýst vantrausti á ykkur og höfða ég til réttlætiskenndar og siðferðisvitundar ykkar. Ef þið gerið það ekki, þá er augljóst að þið hafið ekki áhuga á raunverulegu lýðræði nema þegar ykkur hentar og er slíkt kallað einræði.
Mér finnst það mikill galli á stjórnkerfinu hér að ekki sé hægt að boða til kosninga í miðju kjörtímabili þegar augljóst er vantraust er á annað hvort borgarstjórn eða ríkisstjórn. Það er kominn tími til að hafa þessi lög lýðræðislegri.
![]() |
25,9% Reykvíkinga styðja nýjan meirihluta |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
22.1.2008 | 10:42
Nóg boðið - skrifa undir!
NÚ ER OKKUR NÓG BOÐIÐ! Við undirrituð mótmælum þeim vinnubrögðum sem viðhöfð voru við myndun meirihluta Sjálfstæðisflokks og Ólafs F. Magnússonar. Við mótmælum borgarstjóra með 6527 atkvæði á bak við sig sem enginn veit hvort eru til komin vegna Frjálslynda flokksins, málefna hans eða kjörþokka Ólafs sem einstaklings. Hluti þessara atkvæða var augljóslega ætlaður Margréti Sverrisdóttur sem ekki styður nýjan meirihluta Ólafs F. Magnússonar og Sjálfstæðisflokks. Við látum þetta ekki yfir okkur ganga hljóðalaust. GERUM ALLT SEM Í OKKAR VALDI STENDUR TIL AÐ SPYRNA VIÐ FÓTUM OG SÝNA Í VILJA OG VERKI AÐ ÞETTA VILJUM VIÐ EKKI! Til stendur að safna undirskriftum og afhenda nýjum meirihluta á opnum fundi Borgarstjórnar á fimmtudag. Þar sem ekki er "Í BOÐI" að blása til nýrra kosninga er okkur ekki stætt á örðu en að sýna fram á hversu lítinn stuðning þessi meirihluti hefur og hversu lítinn stuðning þessi vinnubrögð hafa! Ef Ólafur vitnar í sín 6527 atkvæði skulum við gera slíkt hið sama - söfnum jafnmörgum undirskriftum!!! Sendið áfram og skrifið undir, http://www.petitiononline.com/nogbodid/
![]() |
Ingibjörg Sólrún: telur nýjan meirihluta óstarfhæfan |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
21.1.2008 | 08:31
Trúnaður
Var að tala við ömmu í gær og við komumst að þeirri niðurstöðu að ef eitthvað virðist hafið algerlega í vaskinn í nútímanum, þá er það trúnaður meðal manna. Þetta er bæði áberandi í samböndum á milli fólks sem virðist gefast upp við fyrsta mótbyr og hið sama má segja á atvinnumarkaði.
Ekkert virðist sjálfsagðara en að slíta samböndum út af hinum smávægilegustu þráhyggjum, þó svo að eftirköstin geti oft verið afar meiðandi í barnafjölskyldum. Oft eru sambandsslit af hinu góða, sér í lagi ef um ofbeldi er að ræða en oft eru ástæðurnar fyrir makaskiptum svo langsóttar og á svo mikilli eigingirni byggðar að meira að segja ég verða hálf kjaftstopp:)
Svo virðist sem nútímamaðurinn sé einskonar rekald sem höndlar afar lítið mótlæti. Flest okkar vandamál hérlendis eru til dæmis svokölluð lúxus vandamál. Við eigum nóg að bíta og brenna og afþreyingin er svo mikil að enginn ætti í raun og veru að þurfa að upplifa þetta tóm sem maður hefur stundum dottið í. En það er sama hve mjög manni langar að flýja sinn innri mann, þá er það hreinlega ekki hægt. Því má segja að fólk noti einmitt streituvalda, sem oft eru tengdir breytingum til að fá um eitthvað annað að hugsa en sjálfan sig. Það er að sumu leiti hið besta mál, en þetta virðist hafa farið út í frekar mikla öfga hér á eyjunni okkar. Breytingar eru oftast af hinu góða og gott verkfæri til að öðlast þroska. En breytingar sem eru eingöngu notaðar sem flóttatæki frá sér sjálfum er innantómar og engum til gagns.
Heiðarleiki er nátengdur þessu fyrirbæri ístöðuleysis. Orð skulu standa er hugtak sem er algerlega úrelt. Svo í orði sem á borði er að sama skapi búið að glata merkingu sinni. Hef svo oft rekið mig á það að fólk segir eitt og meinar eitthvað allt annað. Svokölluð heiðarleika hentistefna ríkjandi stefna hér, sama hvert maður lítur. Það er í lagi að ljúga smá, stundum!? Hvenær er lygi hvít og hvenær er hún svört. Er ekki lygi alltaf lygi? Það er með ólíkindum hve sannleikurinn er fljótur að snúast í höndunum á fólki og það virðist alveg sama þó fólk sé að tala um ástandið á fjármálamörkuðum eða ástina.
Ég hef sjálf logið, vegna þess að ég óttast viðbrögð annarra ef ég segi sannleikann, ég hef logið vegna þess að mér finnst vont að viðurkenna að ég hafi gert mistök. En það er ekkert sem réttlætir það. Og mér hefur aldrei liðið vel ef ég hef logið sama hve mikið ég hef reynt að réttlæta það. Lygi og sérhverfa eru einhverjir ömurlegustu mannlegu eiginleikarnir. Að gera slíkt getur kennt manni sitthvað en það þýðir ekki að maður getur ekki orðið fullnuma í því og snúið sér að því að stefna að vægðarlausum heiðarleika. En kannski er heiðarleikinn einmitt eitthvað sem er algerlega afstætt og ekkert okkar hefur sömu mælikvarðana á hvað heiðarleiki er.
Getur maður treyst einhverjum sem ekki treystir sjálfum sér? Getur maður elskað einhvern sem ekki elskar sjálfan sig, án þess að ljúga að sjálfum sér og er maður þá eitthvað skárri?
16.1.2008 | 10:45
Vá, hvað þetta er út fyrir öll mörk

![]() |
Lifandi auglýsingar |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Tenglar
Nýja Ísland
Ég les:
Tíbet
- Fréttir frá Tibet
- Tibet Info Net An Independent Information Service on Contemporary Tibet
- Undercover in Tibet Ný heimildarmynd frá Channel 4 um hvernig ástandið er í raun og veru í Tíbet
- Leaving Fear Behind Viðtöl við Tíbeta í Tíbet stuttu fyrir mótmælin í mars
- Cry of the Snow Lion Margverðlaunuð heimildarmynd um Tíbet
- Yeti - heimildarmynd
- Yogis of Tibet Heimildarmynd um Jógameistara Tíbets sem eru óðum að hverfa
- Students for a Free Tibet
- Dalai Lama
- Tibetan Uprising
- Kerti fyrir Tíbet
- Tibet TV
- Central Tibetan Administration
- Om mani padme hum
Ýmsar slóðir
sem ég man eftir í andartakinu
- The Hunger Site
- THE MEATRIX
- Myspace síðan mín
- Úgáfan Beyond Borders Alþjóðleg útgáfa sem ég stofnaði árið 1999 í netheimum
- Hitt bloggið mitt
- Félagið Ísland-Palestína
- Womb of Creation Vefurinn minn sem ég hef haldið við síðan 1995
- Myspace síðan hennar mömmu
- Saving Iceland
- Be the change:)
- Náttúra vefur með umhverfisvitund
- Nattura info
- Care 2 make a Difference
Bækur
Bækurnar mínar
-
: Tuttugasta öldin og lærdómar hennar (ISBN: 9979-772-77-8 )
Þýddi þessa ásamt Jóni Karli Stefánssyni -
: Lífsreglurnar fjórar - the Four Agreements (ISBN: 9979768835)
Lífsreglurnar fjórar er ævaforn indjánaspeki sem hefur farið sigurför um heiminn. Bókin er byggð á fornri visku Tolteka-indjána og útskýrir sannindi sem er að finna í helgum dulspekihefðum víðsvegar um heim. Lesanda eru kynntar fjórar einfaldar en magnaðar lífsreglur sem vísa leiðina að frelsi og sjálfstæði einstaklingsins. Höfundurinn, don Miguel Ruiz, er af ætt græðara og seiðmanna sem hafa iðkað Toltekafræðin frá aldaöðli. Hann er heimsþekktur fyrir bækur sínar og fyrirlestra. -
: Dagbók kameljónsins (ISBN: 9979973307)
Dagbók kameljónsins er þroskasaga stúlku sem hefur þurft að berjast við að sogast ekki inn í geðveiki ættmenna sinna, en sjálfsvíg þeirrar manneskju sem hún leit á sem klettinn í lífi sínu verður til þess að hún gerir sér ljóst hve dýrmætt lífið er. Með því að þvinga sig til að muna fortíðina skapar hún möguleika á að eiga sér einhverja framtíð. Alkóhólismi móður hennar vegur jafnframt þungt í þessu verki og hefur afgerandi áhrif á sjálfmeðvitund söguhetjunnar sem á endanum öðlast þroska til að sjá manneskjuna handan sjúkdómsins sem brýst oft út í mikilli sjálfhverfu þess sem er haldin honum og skilur aðra fjölskyldumeðlimi eftir með því sem næst ósýnilegan geðrænan sjúkdóm sem jafnan er kenndur við meðvirkni. En þetta er engin venjuleg bók, hún er brimfull af von og lausnum, ævintýrum og einlægni og fellur aldrei inn í pytt sjálfsvorunnar. Bókin er tilraun til að brúa bilið á milli þess myndræna sem oft fyrirfinnst í dagbókum, en formið bíður upp á vægðarlausan heiðarleika og gefur lesandanum tækifæri á að nota sitt eigið hugarflug.
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (29.8.): 2
- Sl. sólarhring: 2
- Sl. viku: 18
- Frá upphafi: 509746
Annað
- Innlit í dag: 1
- Innlit sl. viku: 10
- Gestir í dag: 1
- IP-tölur í dag: 1
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Tónhlaða
Bloggvinir
-
ADHD
-
Agný
-
Alfreð Símonarson
-
Andrea J. Ólafsdóttir
-
Alexandra Briem
-
Andrés Magnússon
-
Anna Ragna Alexandersdóttir
-
Anna Ólafsdóttir Björnsson
-
Ari Sigurðsson
-
Baldvin Björgvinsson
-
Baldvin Jónsson
-
Baldvin Jónsson
-
Bara Steini
-
Bergur Sigurðsson
-
Bergur Thorberg
-
Bergur Þór Ingólfsson
-
Bergþóra Árnadóttir - RIP 15.2.48 - 8.3.07
-
Binnan
-
Birgir Þórarinsson
-
Birna Rebekka Björnsdóttir
-
Bjargandi Íslandi
-
Bjarkey Gunnarsdóttir
-
Björgvin R. Leifsson
-
SVB
-
Brjánn Guðjónsson
-
Brosveitan - Pétur Reynisson
-
Bryndís Ísfold Hlöðversdóttir
-
Brynja skordal
-
Brynjar Hólm Bjarnason
-
Bókaútgáfan Salka ehf
-
Dagrún Steinunn Ólafsdóttir
-
Daníel Haukur
-
Dorje
-
Dísa Dóra
-
Egill Bjarnason
-
Egill Jóhannsson
-
Einar Guðjónsson
-
Einar Indriðason
-
Einar Vignir Einarsson
-
Einar Ólafsson
-
Eiríkur Bergmann Einarsson
-
Eldur Ísidór
-
Elyas
-
Elín Sigurðardóttir
-
Elísabet Markúsdóttir
-
Erna Friðriksdóttir
-
Erna Hákonardóttir Pomrenke
-
Eva Benjamínsdóttir
-
Eydís Hentze Pétursdóttir
-
Eyjólfur Kristinn Vilhjálmsson
-
FLÓTTAMAÐURINN
-
Finnur Bárðarson
-
Friðrik Hansen Guðmundsson
-
Friðrik Þór Guðmundsson
-
Fríða Eyland
-
Félag Anti-Rasista
-
Félag um stafrænt frelsi á Íslandi
-
Gaukur Úlfarsson
-
Georg P Sveinbjörnsson
-
Gerður Pálma
-
Gestur Guðjónsson
-
Goggi
-
Greta Björg Úlfsdóttir
-
Gunnar Pétursson
-
Gunnar Rögnvaldsson
-
Gunnar Skúli Ármannsson
-
Gunnlaugur B Ólafsson
-
Gunnlaugur Stefán Gíslason
-
Guðjón Baldursson
-
Guðjón Bergmann
-
Guðjón Heiðar Valgarðsson
-
Guðmundur Helgi Helgason
-
Guðmundur M Ásgeirsson
-
Guðmundur Ragnar Guðmundsson
-
Guðmundur Steingrímsson
-
Guðmundur Ásgeirsson
-
Guðný Lára
-
Guðrún S Sigurðardóttir
-
Guðsteinn Haukur Barkarson
-
Gísli Hjálmar
-
Haffi
-
Halldór Sigurðsson
-
Hannibal Garcia Lorca
-
Haukur Már Helgason
-
Heidi Strand
-
Heilsa 107
-
Heiða Þórðar
-
Helga Auðunsdóttir
-
Kaleb Joshua
-
Hildur Helga Sigurðardóttir
-
Himmalingur
-
Hilmar Gunnlaugsson
-
Hjálmtýr V Heiðdal
-
Hjörleifur Guttormsson
-
Hlekkur
-
Hlynur Hallsson
-
Hlynur Jón Michelsen
-
Hlédís
-
Hrafnhildur Ýr Vilbertsdóttir
-
Hrannar Baldursson
-
Hrólfur Guðmundsson
-
Hulla Dan
-
Hólmfríður Guðlaug Einarsdóttir
-
Hörður B Hjartarson
-
Húmoristaflokkurinn
-
Ingibjörg Álfrós Björnsdóttir
-
Ingibjörg Helga
-
Ingibjörg SoS
-
Ingibjörg Stefánsdóttir
-
Ingigerður Friðgeirsdóttir
-
Isis
-
Jakob Falur Kristinsson
-
Jakob Smári Magnússon
-
Jakob Þór Haraldsson
-
Jakobína Ingunn Ólafsdóttir
-
Jens Guð
-
Johann Trast Palmason
-
Jóhannes Ragnarsson
-
Jón Bjarnason
-
Jón Gerald Sullenberger
-
Jón Sigurgeirsson
-
Jón Svavarsson
-
Jón Valur Jensson
-
Jón Þór Ólafsson
-
DÓNAS
-
Katrín Mixa
-
Katrín Snæhólm Baldursdóttir
-
Ketill Sigurjónsson
-
Ketilás
-
Kjartan Pétur Sigurðsson
-
Konráð Ragnarsson
-
Kristbergur O Pétursson
-
Kristján B. Jónasson
-
Kristján Kristjánsson
-
Kristján Logason
-
Kristín Dýrfjörð
-
Kristín Snorradóttir
-
Krummi
-
Kári Harðarson
-
Landvernd
-
Laufey Ólafsdóttir
-
Lovísa
-
Lára Hanna Einarsdóttir
-
Lýður Árnason
-
Mafía-- Linda Róberts.
-
Margrét Guðjónsdóttir
-
Margrét Lóa Jónsdóttir
-
Margrét Sigurðardóttir
-
Markús frá Djúpalæk
-
María Kristjánsdóttir
-
María Pétursdóttir
-
Methúsalem Þórisson
-
Morgunblaðið
-
Myndlistarfélagið
-
Mál 214
-
Máni Ragnar Svansson
-
Neo
-
Oddi
-
Paul Nikolov
-
Perla
-
Pjetur Hafstein Lárusson
-
Pálmi Gunnarsson
-
Pálmi Guðmundsson
-
Ragnar Þór Ingólfsson
-
Rannveig H
-
Ransu
-
Róbert Björnsson
-
Rögnvaldur Hreiðarsson
-
Rúnar Sveinbjörnsson
-
Rúnar Þór Þórarinsson
-
Salvör Kristjana Gissurardóttir
-
Samstaða - bandalag grasrótarhópa
-
SeeingRed
-
Sema Erla Serdar
-
Sigga
-
Signý
-
Sigrún Jónsdóttir
-
Sigurgeir Orri Sigurgeirsson
-
Sigurgeir Þór Hreggviðsson
-
Sigurjón Sigurðsson
-
Sigurður Hrellir
-
Sigurður Sigurðsson
-
Sigurður Þór Guðjónsson
-
Skuldlaus
-
Snorri Sturluson
-
Soffía Valdimarsdóttir
-
Stefán Friðrik Stefánsson
-
Þorsteinn Briem
-
Steinunn Helga Sigurðardóttir
-
Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir
-
Stríða
-
Sveinbjörn Eysteinsson
-
Sveinn Hjörtur
-
Sveinn Ólafsson
-
Sverrir Stormsker
-
Swami Karunananda
-
Sæmundur Bjarnason
-
Sævar Finnbogason
-
Sævar Einarsson
-
Sæþór Helgi Jensson
-
Sóldís Fjóla Karlsdóttir
-
Sóley Tómasdóttir
-
Sólveig Klara Káradóttir
-
TARA
-
Tilkynning
-
Tinna Jónsdóttir
-
Trausti Traustason
-
Tryggvi Gunnar Hansen
-
Tína
-
TómasHa
-
Valgeir Skagfjörð
-
Valgerður Halldórsdóttir
-
Vefritid
-
Vilborg Eggertsdóttir
-
Vilhelmina af Ugglas
-
Vilhjálmur Árnason
-
Villi Asgeirsson
-
Vinir Tíbets
-
Viðar Eggertsson
-
Viðar Freyr Guðmundsson
-
Vér Morðingjar
-
Vésteinn Valgarðsson
-
arnar valgeirsson
-
fingurbjorg
-
hreinsamviska
-
leyla
-
molta
-
oktober
-
Einhver Ágúst
-
Ágústa Kolbrún Jónsdóttir
-
Ár & síð
-
Árni Þór Sigurðsson
-
Ásgeir Rúnar Helgason
-
Ásgerður
-
Ásta Hafberg S.
-
Ásthildur Cesil Þórðardóttir
-
Ævar Rafn Kjartansson
-
Íbúasamtökin Betra Breiðholt
-
Ólaf de Fleur Jóhannesson
-
Ólafur fannberg
-
Ólöf de Bont
-
Ómar Ragnarsson
-
Óskar Arnórsson
-
Örlygur Hnefill Örlygsson
-
Þorsteinn Mar Gunnlaugsson
-
Þröstur Unnar
-
Þór Jóhannesson
-
Þór Saari
-
Þórhildur og Kristín
-
Þórður Björn Sigurðsson
-
Þórólfur S. Finnsson
-
Andrés.si
-
Anna Karlsdóttir
-
Anna Margrét Bjarnadóttir
-
Ari Jósepsson
-
Aron Ingi Ólason
-
Axel Þór Kolbeinsson
-
Barði Bárðarson
-
Bergþór Gunnlaugsson
-
Billi bilaði
-
Bjarki Steingrímsson
-
Bjarni Kristjánsson
-
Bogi Jónsson
-
brahim
-
Daði Ingólfsson
-
Daníel Sigurður Eðvaldsson
-
Dóra litla
-
Dúa
-
Einar Björn Bjarnason
-
Elsabet Sigurðardóttir
-
Esther Anna Jóhannsdóttir
-
Frosti Sigurjónsson
-
Grétar Eiríksson
-
Guðbjörg Hrafnsdóttir
-
Guðmundur Óli Scheving
-
Gunnar Helgi Eysteinsson
-
Héðinn Björnsson
-
Hreyfingin
-
Hulda Haraldsdóttir
-
Högni Snær Hauksson
-
Ingvi Rúnar Einarsson
-
Ísleifur Gíslason
-
Jack Daniel's
-
Jóhann Ágúst Hansen
-
Jóhannes Þór Skúlason
-
Jóhann Pétur
-
Jóna Kolbrún Garðarsdóttir
-
Jónas Bjarnason
-
Jón Kristófer Arnarson
-
Jón Lárusson
-
Karl Gauti Hjaltason
-
Lísa Björk Ingólfsdóttir
-
Lúðvík Lúðvíksson
-
Madhav Davíð Goyal
-
Magnús Ragnar (Maggi Raggi).
-
Morten Lange
-
Óðinn Kári Karlsson
-
Ólafur Eiríksson
-
Ólafur Ingi Hrólfsson
-
Pjetur Stefánsson
-
Rafn Gíslason
-
Rannsóknarskýrslan
-
Rúnar Freyr Þorsteinsson
-
Sigurbjörn Svavarsson
-
Sigurður Einarsson
-
Sigurður Jónsson
-
Sigurður Sigurðsson
-
Sigurður Þórðarson
-
Sigþrúður Þorfinnsdóttir
-
Sveinbjörn Ragnar Árnason
-
Vaktin
-
Vilhjálmur Sveinn Björnsson
-
ÞJÓÐARHEIÐUR - SAMTÖK GEGN ICESAVE
-
Þorsteinn Helgi Steinarsson
-
Þorsteinn Valur Baldvinsson