Leita í fréttum mbl.is

Breiðavíkurmálið og pólitíkin í kringum það

Það sem mér fannst ef til vill mest sláandi við þessa mynd fyrir utan þá persónulegu harmleiki sem áttu sér þar stað og skefjalausa mannvonskuna, var að án efa var þetta allt af sérhagsmunagæslu sprottið og sýnir í hnotskurn að ekki er gæfulegt að ráðherrar hygli að sínum heimabyggðum. Sú staðreynd að ekkert var að gert hefur án efa haft mikið að gera með hve gott sveitarfélagið hafði úr þessu og ef til vill sá ótti að sveitin myndi leggjast af ef þeir fengju ekki greitt með þeim drengjum sem voru vistaðir þarna.

Mig langar að votta þessum hugrökku mannverum sem hafa stigið fram og sagt sögu sína varðandi þessi hörmungar úrræði þjóðarinnar gagnvart ungu fólki, nafnbótina Hetjur. Það kostar ekki lítið hugrekki að horfast í augu við fortíð sem þessa.

Langaði aðeins að tuða yfir einu varðandi heimildarmyndina. Textavinnsla á henni var afar illa úr garði gerð. Það var lífsins ómögulegt að lesa upplýsingatexta nema maður væri ofan í sjónvarpinu, því stafirnir voru svo litlir. Þetta hefur án efa virkað vel í bíó en var alveg ónýtt í meðalstóru sjónvarpstæki. Hefði verið ráð hjá RÚV að láta laga þetta áður en þetta var sýnt alþjóð. Þá fannst mér fullmikið af lausum endum í henni sem auðvelt hefði verið að laga.  


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Kristín Snorradóttir

Þetta mál er bara ömurlegt í alla staði. Pólitíkinn þar er undarlegt fyrirbæri með meiru sem rétt væri að kafa vel í en  við erum jú á Íslandi og það kafar ekki alltaf djúpt í pólitískar hamfarir.

Sorglega er að þessir drengir missa mannréttindi sín ungir og heija hrikalega lífsbaráttu, sammála því að það þarf hugrekki til að opna þessi sár og tek undir hetjutitilinn þar.

Hvað ruv varðar þá var þessi texti bara brandari, ekki möguleiki að sjá hann og þess vegna sýning myndarinnar ekki eins og hún átti að vera.

Eigðu góðan dag mín kæra..... þú ert búin að fá mig til að reka upp hlátur í dag... klóni af Pétri : )

Kærleikskveðja.

Kristín Snorradóttir, 4.1.2008 kl. 12:58

2 identicon

Ég gat ekki lesið eitt orð í textanum í þessari mynd.Ég þekkti mann sem var í þessum þætti.Hann Ella.Blessuð sé minning hans.Hann höndlaði ekki að hafa þessa lífsreynslu og það kostaði hann lífið.

Birna Dis Vilbertsdóttir (IP-tala skráð) 4.1.2008 kl. 13:57

3 Smámynd: Hrafnhildur Ýr Vilbertsdóttir

Þetta er ömurlegt mál...... líf fjölda manna var eyðilagt, finnst þessi kenning þín þó vel geta staðist um það að sveitarfélagið væri að hagnast á þessu.

Hrafnhildur Ýr Vilbertsdóttir, 4.1.2008 kl. 14:56

4 Smámynd: Laufey Ólafsdóttir

Ég er sammála þér Birgitta. Ég horfði á myndina hjá mömmu í frekar litlu sjónvarpi og sá ekkert af textanum. Það hefði mátt gera ráð fyrir þessu eða einfaldlega texta myndina t.d. með þýðingartexta fyrir sjónvarpið.

Þetta mál er hreinlega alger vitleysa frá A til Ö og dæmi um mjög undarleg vinnubrögð og virðingarleysi við börn og foreldra sem eiga erfitt. Ég held því miður að Breiðavík hafi ekki verið einsdæmi og finnst að rannsókn ætti að fara fram á öllum stofnunum sem þjónuðu svipuðum tilgangi. Ég á góða vini í Bretlandi sem ólust upp á svipuðum stofnunum og þar var áralöng misnotkun og harðræði kærð og fyrrverandi starfsmenn dæmdir fyrir gjörðir sínar. Ekkert slíkt hefur verið gert hér enda dómar í svona málum svo sorglegir hvort eða er.  Þessi mál gera mig svo reiða enda eru þarna líf einstaklinga lögð í rúst.

Gleðilegt nýtt ár annars kæra Birgitta og takk fyrir bloggvináttuna á liðnu ári!

Laufey Ólafsdóttir, 8.1.2008 kl. 18:47

5 Smámynd: Erna Friðriksdóttir

Jág ég held að það þurfi mikinn kjark til að koma fram í heimildarmynd sem þessari,  þetta hefur verið í alla staði hræðilegt og er ........ er ég líka sammála því að ég held að þetta sé miður ekki einsdæmi. Þetta er bara viðbjóður hvernig hægt er að brjóta á ´börnum og ungmennum. Textin var nú bara til skammar og tel ég mig nú ekki vera með lítið sjónvarpstæki og bara fína sjón.

Erna Friðriksdóttir, 9.1.2008 kl. 22:10

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Birgitta Jónsdóttir
Birgitta Jónsdóttir

Ég vil gjarnan láta eitthvað gott af mér leiða í samfélagi manna. Ég mun einbeita mér að því að því að búa til vettvang fyrir þjóðina að vinna að þeim lýðræðisumbótum sem hún krefst og vill leggja sína krafta í. Ég starfa sem þingmaður og þingflokksformaður fyrir Hreyfinguna - fyrir fólkið í landinu. Ég er formaður vina Tíbets.

Ég vil hafa athugasemdakerfið opið - bið fólk samt um að tjá sig eins og það myndi gera ef við stæðum augnlitis til augnlitis. Ég mun því miður ekki alltaf hafa tíma til að svara kommentum eða tölvupósti en ég reyni að lesa allt með opnum huga. Vil gjarnan nota þetta sem vettvang fyrir fólk að koma með hugmyndir um hvað mætti betur fara í samfélginu okkar.

Ég aðhyllist engin sérstök trúarbrögð, ég tilheyri engu sérstöku flokkakerfi, ég tilheyri engu sérstöku nema þessu stórmerkilega mannkyni og þessari yndislegu jörð. Ég er þakklát fyrir að lifa á sögulegum tímum þar sem allt getur gerst. 

Netfang: birgitta@this.is

Bækur

Bækurnar mínar

  • Bók: Tuttugasta öldin og lærdómar hennar
    Mikhail Gorbatsjov og Daisaku Ikeda : Tuttugasta öldin og lærdómar hennar (ISBN: 9979-772-77-8 )
    Þýddi þessa ásamt Jóni Karli Stefánssyni
  • Bók: Lífsreglurnar fjórar - the Four Agreements
    don Miguel Ruiz: Lífsreglurnar fjórar - the Four Agreements (ISBN: 9979768835)
    Lífsreglurnar fjórar er ævaforn indjánaspeki sem hefur farið sigurför um heiminn. Bókin er byggð á fornri visku Tolteka-indjána og útskýrir sannindi sem er að finna í helgum dulspekihefðum víðsvegar um heim. Lesanda eru kynntar fjórar einfaldar en magnaðar lífsreglur sem vísa leiðina að frelsi og sjálfstæði einstaklingsins. Höfundurinn, don Miguel Ruiz, er af ætt græðara og seiðmanna sem hafa iðkað Toltekafræðin frá aldaöðli. Hann er heimsþekktur fyrir bækur sínar og fyrirlestra.
  • Bók: Dagbók kameljónsins
    Birgitta Jónsdóttir: Dagbók kameljónsins (ISBN: 9979973307)
    Dagbók kameljónsins er þroskasaga stúlku sem hefur þurft að berjast við að sogast ekki inn í geðveiki ættmenna sinna, en sjálfsvíg þeirrar manneskju sem hún leit á sem klettinn í lífi sínu verður til þess að hún gerir sér ljóst hve dýrmætt lífið er. Með því að þvinga sig til að muna fortíðina skapar hún möguleika á að eiga sér einhverja framtíð. Alkóhólismi móður hennar vegur jafnframt þungt í þessu verki og hefur afgerandi áhrif á sjálfmeðvitund söguhetjunnar sem á endanum öðlast þroska til að sjá manneskjuna handan sjúkdómsins sem brýst oft út í mikilli sjálfhverfu þess sem er haldin honum og skilur aðra fjölskyldumeðlimi eftir með því sem næst ósýnilegan geðrænan sjúkdóm sem jafnan er kenndur við meðvirkni. En þetta er engin venjuleg bók, hún er brimfull af von og lausnum, ævintýrum og einlægni og fellur aldrei inn í pytt sjálfsvorunnar. Bókin er tilraun til að brúa bilið á milli þess myndræna sem oft fyrirfinnst í dagbókum, en formið bíður upp á vægðarlausan heiðarleika og gefur lesandanum tækifæri á að nota sitt eigið hugarflug.

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (20.9.): 2
  • Sl. sólarhring: 2
  • Sl. viku: 9
  • Frá upphafi: 509057

Annað

  • Innlit í dag: 2
  • Innlit sl. viku: 8
  • Gestir í dag: 2
  • IP-tölur í dag: 2

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Nýjustu myndir

  • ...011-02-25_l
  • ...unknown
  • ...581_1050977
  • ...x-_28-of-81
  • ...490581
Sept. 2024
S M Þ M F F L
1 2 3 4 5 6 7
8 9 10 11 12 13 14
15 16 17 18 19 20 21
22 23 24 25 26 27 28
29 30          

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband