Leita í fréttum mbl.is

Færsluflokkur: Bloggar

Borgarafundur um persónukjör & kosningalög

Iðnó fimmtudagskvöldið 26. febrúar kl. 20:00

Ríkisstjórnin lofaði persónukjöri og breytum á kosningalögum. Er það mögulegt? Samstaða –bandalag grasrótarhópa,  boðar til almenns borgarafundar til að fá úr því skorið.

Ræður: Þorkell Helgason - útbjó núverandi kosningalög
Ómar Ragnarsson - talsmaður persónukjörs & breytinga á kosningalögum
Fundarstjóri: Hallfríður Þórarinsdóttir - mannfræðingur

Fulltrúar hafa verið boðaðir  á fundinn til að fá afdráttalaus svör varðandi þessi mál.

Þessir fulltrúar hafa boðað komu sína:


Guðjón A. Kristjánsson frá Frjálslynda flokknum

Helgi Hjörvar frá Samfylkingunni

Herbert Sveinbjörnsson frá Borgarahreyfingunni

Siv Friðleifsdóttir frá Framsóknarflokknum

Steingrímur J. Sigfússon frá VG

Hvaða flokkar ætla að verða við kröfum almennings um persónukjör? Mikilvægt er að almenningur fái skýr svör nú þegar. Nú er tækifæri fyrir almenning að fá svör við spurningum sínum.

Sýnum samstöðu og mætum öll

Þingmenn VG hafa gert þetta í mörg ár

Vil bara vekja athygli á því að þingmenn VG hafa birt tekjur og eignir á vefsvæði VG í mörg ár. Þetta er því ekkert nýnæmi - en auðvitað er þetta flott framtak hjá Sigríði og vonandi taka fleiri frambjóðendur sig til og geri hið sama.
mbl.is Birtir fjárráð sín á netinu
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Borgarafundur um persónukjör & kosningalög

Vil minna fólk á að ef það vill skýr svör varðandi kosningalög og möguleika á að breyta þeim þá heldur Samstaða bandalag grasrótarhópa almennan borgarafund í Iðnó þar sem formenn flokkana eru boðaðir til að svara þessum spurningum. Það er enn allt svo loðið með hvað bæði stjórn og stjórnarandstaða ætla sér varðandi þessi mál. Við vildum fá úr því skorið hvort að gömlum hefðum verði haldið við eða hvort að raunverulegur vilji til breytinga sem almenningur hefur kallað eftir verði að veruleika.

 Borgarafundur um persónukjör & kosningalög

Iðnó fimmtudagskvöldið 26. febrúar kl. 20:00

Ríkisstjórnin lofaði persónukjöri og breytingum á kosningalögum. Er það mögulegt? Samstaða –bandalag grasrótarhópa boðar til almenns borgarafundar til að fá úr því skorið.

Ræður: Þorkell Helgason - útbjó núverandi kosningalög
Ómar Ragnarsson - talsmaður persónukjörs & breytinga á kosningalögum
Fundarstjóri: Magnús  Björn Ólafsson - ritstjóri

Formenn flokkana hafa verið boðaðir  á fundinn til að fá afdráttalaus svör varðandi þessi mál. Hvaða flokkar ætla að verða við kröfum almennings um persónukjör? Mikilvægt er að almenningur fái skýr svör nú þegar. Nú er tækifæri fyrir almenning að fá svör við spurningum sínum.

Sýnum samstöðu og mætum öll
mbl.is Framsókn kynnir hugmyndir sínar í efnahagsmálum
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Einar Kr enn sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra

Stundum er erfitt að horfast í augu við veruleikann en er ekki full langt gengið að titla sig enn sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra á blogginu sínu?
Getur ekki einhver tölvufær vinur hans lagað þetta fyrir manninn? 
Finnst þetta eiginlega pínlegt.
 
picture_2.png

Þrælakistur - ruslakistur

trash_feature_796134.jpgÞað er kominn tími til að við förum aðeins að hugsa okkar gang hér í vestrinu. Við viljum fá ódýrt dót sem unnið er af barnaþrælum eða í þrælabúðum fyrir risafyrirtæki - flestir hugsa aldrei um aðbúnað þeirra sem vinna vöruna - eða raunvirði hennar. Við neytum svo mikið að við getum ekki lengur notað okkar eigin víðfeðmu lönd til að losa okkur við úrganginn okkar. Ég hef reyndar lesið það að vesturblokkin sendi ekki bara sorp til Afríku og Indlands, heldur sé vinsælt að senda þangað eiturefnaúrgang.

Þessar þjóðir sem voru ekki allt fyrir löngu undir hæl heimsvaldastefnu hafa aldrei losnað undan viðjum þrælahaldara sinna. Auðvelt er að semja við sveltandi þjóðir og viðhafa siðlausa viðskiptahætti.

Nú þegar við erum komin á sama level og þessar þjóðir ættum við að geta haft töluvert upp úr því að bjóða USA og Evrópu að losa sig við sorpið sitt hér - nóg er nú af óbyggðum bólum og margar sveitir nánast í eyði.


mbl.is Losa eitraðan úrgang í Afríku
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Að rekja IP tölur

Mun hér eftir birta raunnöfn þeirra sem skrifa óhróður í kommentakerfið mitt undir leyninöfnum. Þá vil ég bjóða þeim sem þurfa að láta rekja slíka orðsóða aðstoð mína að hafa upp á þeim með því að kenna þeim að gera það - það er afar einfalt - það er löglegt fyrir einstaklinga að rekja IP tölur samkvæmt grein úr visir.is frá því 2006.

Það er alveg dæmalaust hvað fólk getur leyft sér að ganga langt með skrifum sínum undir dulnefni - ég er reyndar algerlega fylgjandi því að fólk geti bloggað um skoðanir sínar undir dulnefni en þegar fólk er farið að segja meiðandi hluti og er jafnvel með hótanir þá er gott að vita af því að hægt er rekja viðkomandi. Það verður kannski til þess að þetta fólk hefur sig aðeins hægar.

Viðbót: Því miður er það þannig að ef fólk situr heima hjá sér að spinna róg og svívirðingar þá er ekki hægt að rekja það lengra en á símafyrirtækis þess  - ég hvet fólk sem verður fyrir hótunum eða ærumeiðingum að hafa samband við það símafyrirtæki og fá upplýsingar um viðkomandi eða setja viðvörun við viðkomandi. 

Ég hef aftur á móti rekist á nokkra sem hafa verið að koma með óheflaðar færslur inn til mín sem eru greinilega að blogga frá sínu fyrirtæki og þá eru þeir auðrekjanlegir. Aðal markmið mitt með þessari færslu er að vekja fólk til umhugsunar um það að það er enginn ósnertanlegur á netinu þó fólk ferðist undir fölsku flaggi.


Fullkomin tímasetning

340x-15Það er mikið fagnaðarefni að fá friðarhöfðingjann Dalai Lama til okkar á tímum sem þessum - Nú þegar réttlát reiðin kraumar, biturðin og vonleysið er hverjum manni gott að horfa á lífshlaup og hlusta á visku Dalai Lama.

Ég las ævisöguna hans fyrir margt löngu og hreifst að þeirri lífssýn hans að þó hörmungar þær sem kínversk yfirvöld hafa lagt á tíbesku þjóðina væru svo miklar að það séu vart til orð til að lýsa þeim, var hvergi að sjá biturð eða reiði gagnvart kínversku þjóðinni - Dalai Lama hefur þá gæfu að bera að hlægja dátt að vandamálunum og takast síðan á við þau, fordómalaust. 

Það er merkilegt til þess að hugsa að maður sem hefur fengið slík lífsins próf sem hann frá unga aldri hafi alltaf getað séð heildarmyndina og hvatt til friðsamlegrar lausnar á þeim hörmungum sem þjóðin hans hefur þurft að ganga í gegnum. 

Nú er staðan sú að Tíbetar eru minnihlutaþjóð í sínu eigin landi og enn horfir heimsbyggðin á og gerir ekki neitt. Hvet ykkur til að kynnast þeim bakgrunni sem skóp Dalai Lama - er með slatta af slóðum í heimildarmyndir um ástandið í Tíbet í dag. Ég vona að heimsókn hans til Íslands muni einnig vekja fólk til umhugsunar um þá áþján sem Tíbetar búa við í dag og hvetji okkar ráðamenn til að setja kröfur á kínversk yfirvöld um að í það minnsta hefja alvöru samræður við Dalai Lama um lausn á þeim kort af Tíbetgríðarlega mikla vanda sem Tíbet stendur frammi fyrir. Menningarlegt þjóðarmorð blasir við.

Tökum vel á móti Dalai Lama en fyrst og fremst opnum huga og hjarta fyrir þeirri visku sem hann býr yfir. Það er gott að fá leiðsögn og von í öllu þessu myrkri sem hefur lagst yfir þjóðina okkar eins og mara.

Þeir sem hafa áhuga á að vera virkir í starfi fyrir Tíbet ættu endilega að skrá sig í félagið Vinir Tíbets sem var stofnað í apríl í fyrra til að vekja athygli á ástandinu í Tíbet og treysta böndin á milli þjóðana.

Sendið mér bara línu ef áhugi er á að ganga í félagið: birgitta@tibet.is - tek það fram að Vinir Tíbets standa ekki að komu Dalai Lama þannig að ég get ekki reddað einu eða neinu varðandi hitting eða neitt slíkt:)


mbl.is Dalai Lama kemur til Íslands
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Kreppuljóð: úr byltingabálki

Á föstudagsmorgunn fór ég í stutt viðtal hjá Morgunvaktinni og spjallaði aðeins um stjórnmál og skáldskap. Þar viðurkenndi ég að ég hefði alltaf verið frekar hallærislegt skáld - því ég hef alltaf haft þörf á að skrifa pólitísk skotin ljóð:)

Ég hef verið að skrifa heilmikinn ljóðabálk sem heitir einfaldlega Kreppuljóð og hef haldið þeim sið að skrifa um tilveruna þegar hún er að rótast upp í nútímanum. Var orðin hundleið á að skrifa um fallið - gat loks skrifað um byltinguna okkar og ákvað korter fyrir viðtal að skrifa ljóð um byltinguna sem ég deili hér með ykkur.

byltingin

pottar og pönnur
lamin
í taktfastri reiði
undiraldan svo þung
að ekkert fær hana stoppað

skríllinn umbreyttist í hetjur
felldi vanhæfa ríkisstjórn

þúsundir streymdu út
óttaþögnin rofin

enda sverfur hungrið að
hungur eftir réttlæti
heiðarleika
von

og vonin vann
þegar þeir stigu niður úr hásætum
hroka og yfirgangs

og réttlætið mun sigra
stjórnsýslan skal verða spúluð
við erum ekki þögnuð
við erum rétt að vakna

flokkaveldið fellur
höggvum það fúatré spillingar niður
í herðar
með sannleika
með heiðarleika

við erum rétt að vakna
almenningur
ég og þú
við
verðum stórfljót
breytinga
á siðspilltu sjálfstökukerfi

við eigum kerfið
við erum þjóðin


Hve margir lögregluþjónar brutu lög?

Stundum vantar í umræðuna að margir lögregluþjónar, sér í lagi úr hinni svokölluðu óeirðarsveit brutu lög og fóru offorsi gegn mótmælendum. Þeirra ofbeldi var fyrst og fremst kveikjan af því að reiðialda braust út, því það er mikið óréttlæti að vita til þess sem brutu í það minnsta sínar eigin verklagsreglur munu aldrei þurfa að sæta ábyrgð.

Þetta fólk eyðileggur það traust sem almenningur ber til lögreglu og eyðileggur fyrir félögum sínum sem starfa við löggæslu landsins. Rétt eins og almenningur (mótmælendur) þarf að sæta ábyrgð stundum fyrir það eitt að vera á staðnum með líkamstjóni, finnst mér að þeir lögreglumenn sem höguðu sér langt fyrir utan þann ramma sem þeim ber og ollu fólki andlegu og líkamlegu tjóni án ástæðu eigi að sæta ábyrgð. Því kalla ég eftir tafarlausri rannsókn á þessu frá alþjóðasamtökum. Þá væri nú maklegt ef blaðamannafélagið fordæmi þá aðför sem greinileg var að ljósmyndurum og upptökufólki sem voru á staðnum. 

Tek það fram að ég er ekki fylgjandi ofbeldi í neinni mynd - hvort heldur hjá lögreglu eða mótmælendum. Það voru mistök að senda óeirðarsveitina á staðin - fólkið sem vinnur við þau störf virðast hafa fengið þjálfun sem á ekkert erinda á friðsamleg hávaðamótmæli.

Svo vil ég minna á að þeir sem sækja um vinnu við löggæslu ættu að vera meðvitaðir um það álag sem því getur fylgt. 

Ég hef rekist á minni lífsleið á marga lögregluþjóna sem eru vel gerðar manneskjur, rétt eins og í öllum starfsstéttum. En það væri nú skynsamlegt af yfirmönnum lögreglunnar að láta sitt fólk sem fór yfir strikið sæta ábyrgð. Nóg er til af ljósmyndum og vitnum af því.


mbl.is Sátt um hávaðamótmæli?
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Utanþingsstjórn takk

mynd eftir Jóhann ÞröstÞjóðstjórn er ekki boðlegt í þessari stöðu - það er líka hæpið að þjóðin treysti þeim sem eru inni á þingi til að gera nauðsynlegar breytingar til að uppræta þá spillingu sem hefur fengið að grassera í skjóli þingsins. Utanþingsstjórn er í mínum huga eina raunhæfa lausnin.

Þjóðin fagnar í dag að nú loks sjáum við fram á að alvöru breytingar - en við munum ekki þagna nema kröfum okkur um upprætingu spillingar verði mætt og að aðstoð erlendra sérfræðinga verði nýtt. Þarf varla að taka það fram að Davíð ætti að fara að pakka og að mér finnst alveg nauðsynlegt að Jónas hjá FME hætti samstundis. Ég er ekki alveg sátt við að borga honum 20 milljónir fyrir vanhæfni sína.

Núna ætla ég að fara niðrí bæ og fagna með þjóðinni:) Mikið er ég ánægð með að í fyrsta skipti í sögu okkar hafa mótmæli haft raunveruleg áhrif. Takk allir sem hafa staðið vaktina.

Stel hérna einni af eðalmyndunum hans Jóhanns Þrastar sem hann hefur tekið á mótmælum undanfarið.


mbl.is Fundað um framhaldið
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Fyrri síða | Næsta síða »

Höfundur

Birgitta Jónsdóttir
Birgitta Jónsdóttir

Ég vil gjarnan láta eitthvað gott af mér leiða í samfélagi manna. Ég mun einbeita mér að því að því að búa til vettvang fyrir þjóðina að vinna að þeim lýðræðisumbótum sem hún krefst og vill leggja sína krafta í. Ég starfa sem þingmaður og þingflokksformaður fyrir Hreyfinguna - fyrir fólkið í landinu. Ég er formaður vina Tíbets.

Ég vil hafa athugasemdakerfið opið - bið fólk samt um að tjá sig eins og það myndi gera ef við stæðum augnlitis til augnlitis. Ég mun því miður ekki alltaf hafa tíma til að svara kommentum eða tölvupósti en ég reyni að lesa allt með opnum huga. Vil gjarnan nota þetta sem vettvang fyrir fólk að koma með hugmyndir um hvað mætti betur fara í samfélginu okkar.

Ég aðhyllist engin sérstök trúarbrögð, ég tilheyri engu sérstöku flokkakerfi, ég tilheyri engu sérstöku nema þessu stórmerkilega mannkyni og þessari yndislegu jörð. Ég er þakklát fyrir að lifa á sögulegum tímum þar sem allt getur gerst. 

Netfang: birgitta@this.is

Bækur

Bækurnar mínar

  • Bók: Tuttugasta öldin og lærdómar hennar
    Mikhail Gorbatsjov og Daisaku Ikeda : Tuttugasta öldin og lærdómar hennar (ISBN: 9979-772-77-8 )
    Þýddi þessa ásamt Jóni Karli Stefánssyni
  • Bók: Lífsreglurnar fjórar - the Four Agreements
    don Miguel Ruiz: Lífsreglurnar fjórar - the Four Agreements (ISBN: 9979768835)
    Lífsreglurnar fjórar er ævaforn indjánaspeki sem hefur farið sigurför um heiminn. Bókin er byggð á fornri visku Tolteka-indjána og útskýrir sannindi sem er að finna í helgum dulspekihefðum víðsvegar um heim. Lesanda eru kynntar fjórar einfaldar en magnaðar lífsreglur sem vísa leiðina að frelsi og sjálfstæði einstaklingsins. Höfundurinn, don Miguel Ruiz, er af ætt græðara og seiðmanna sem hafa iðkað Toltekafræðin frá aldaöðli. Hann er heimsþekktur fyrir bækur sínar og fyrirlestra.
  • Bók: Dagbók kameljónsins
    Birgitta Jónsdóttir: Dagbók kameljónsins (ISBN: 9979973307)
    Dagbók kameljónsins er þroskasaga stúlku sem hefur þurft að berjast við að sogast ekki inn í geðveiki ættmenna sinna, en sjálfsvíg þeirrar manneskju sem hún leit á sem klettinn í lífi sínu verður til þess að hún gerir sér ljóst hve dýrmætt lífið er. Með því að þvinga sig til að muna fortíðina skapar hún möguleika á að eiga sér einhverja framtíð. Alkóhólismi móður hennar vegur jafnframt þungt í þessu verki og hefur afgerandi áhrif á sjálfmeðvitund söguhetjunnar sem á endanum öðlast þroska til að sjá manneskjuna handan sjúkdómsins sem brýst oft út í mikilli sjálfhverfu þess sem er haldin honum og skilur aðra fjölskyldumeðlimi eftir með því sem næst ósýnilegan geðrænan sjúkdóm sem jafnan er kenndur við meðvirkni. En þetta er engin venjuleg bók, hún er brimfull af von og lausnum, ævintýrum og einlægni og fellur aldrei inn í pytt sjálfsvorunnar. Bókin er tilraun til að brúa bilið á milli þess myndræna sem oft fyrirfinnst í dagbókum, en formið bíður upp á vægðarlausan heiðarleika og gefur lesandanum tækifæri á að nota sitt eigið hugarflug.

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (22.11.): 2
  • Sl. sólarhring: 2
  • Sl. viku: 14
  • Frá upphafi: 509133

Annað

  • Innlit í dag: 1
  • Innlit sl. viku: 8
  • Gestir í dag: 1
  • IP-tölur í dag: 1

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Nýjustu myndir

  • ...011-02-25_l
  • ...unknown
  • ...581_1050977
  • ...x-_28-of-81
  • ...490581
Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband