Færsluflokkur: Bloggar
26.2.2009 | 15:51
Borgarafundur um persónukjör & kosningalög
Iðnó fimmtudagskvöldið 26. febrúar kl. 20:00
Ríkisstjórnin lofaði persónukjöri og breytum á kosningalögum. Er það mögulegt? Samstaða bandalag grasrótarhópa, boðar til almenns borgarafundar til að fá úr því skorið.
Ræður: Þorkell Helgason - útbjó núverandi kosningalög
Ómar Ragnarsson - talsmaður persónukjörs & breytinga á kosningalögum
Fundarstjóri: Hallfríður Þórarinsdóttir - mannfræðingur
Fulltrúar hafa verið boðaðir á fundinn til að fá afdráttalaus svör varðandi þessi mál.
Þessir fulltrúar hafa boðað komu sína:
Guðjón A. Kristjánsson frá Frjálslynda flokknum
Helgi Hjörvar frá Samfylkingunni
Herbert Sveinbjörnsson frá Borgarahreyfingunni
Siv Friðleifsdóttir frá Framsóknarflokknum
Steingrímur J. Sigfússon frá VG
Hvaða flokkar ætla að verða við kröfum almennings um persónukjör? Mikilvægt er að almenningur fái skýr svör nú þegar. Nú er tækifæri fyrir almenning að fá svör við spurningum sínum.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (3)
26.2.2009 | 12:14
Þingmenn VG hafa gert þetta í mörg ár
Birtir fjárráð sín á netinu | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (6)
23.2.2009 | 09:49
Borgarafundur um persónukjör & kosningalög
Vil minna fólk á að ef það vill skýr svör varðandi kosningalög og möguleika á að breyta þeim þá heldur Samstaða bandalag grasrótarhópa almennan borgarafund í Iðnó þar sem formenn flokkana eru boðaðir til að svara þessum spurningum. Það er enn allt svo loðið með hvað bæði stjórn og stjórnarandstaða ætla sér varðandi þessi mál. Við vildum fá úr því skorið hvort að gömlum hefðum verði haldið við eða hvort að raunverulegur vilji til breytinga sem almenningur hefur kallað eftir verði að veruleika.
Borgarafundur um persónukjör & kosningalög
Ríkisstjórnin lofaði persónukjöri og breytingum á kosningalögum. Er það mögulegt? Samstaða bandalag grasrótarhópa boðar til almenns borgarafundar til að fá úr því skorið.
Ræður: Þorkell Helgason - útbjó núverandi kosningalög
Ómar Ragnarsson - talsmaður persónukjörs & breytinga á kosningalögum
Fundarstjóri: Magnús Björn Ólafsson - ritstjóri
Formenn flokkana hafa verið boðaðir á fundinn til að fá afdráttalaus svör varðandi þessi mál. Hvaða flokkar ætla að verða við kröfum almennings um persónukjör? Mikilvægt er að almenningur fái skýr svör nú þegar. Nú er tækifæri fyrir almenning að fá svör við spurningum sínum.
Sýnum samstöðu og mætum öll
Framsókn kynnir hugmyndir sínar í efnahagsmálum | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Breytt s.d. kl. 11:02 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
19.2.2009 | 19:53
Einar Kr enn sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (4)
18.2.2009 | 20:38
Þrælakistur - ruslakistur
Það er kominn tími til að við förum aðeins að hugsa okkar gang hér í vestrinu. Við viljum fá ódýrt dót sem unnið er af barnaþrælum eða í þrælabúðum fyrir risafyrirtæki - flestir hugsa aldrei um aðbúnað þeirra sem vinna vöruna - eða raunvirði hennar. Við neytum svo mikið að við getum ekki lengur notað okkar eigin víðfeðmu lönd til að losa okkur við úrganginn okkar. Ég hef reyndar lesið það að vesturblokkin sendi ekki bara sorp til Afríku og Indlands, heldur sé vinsælt að senda þangað eiturefnaúrgang.
Þessar þjóðir sem voru ekki allt fyrir löngu undir hæl heimsvaldastefnu hafa aldrei losnað undan viðjum þrælahaldara sinna. Auðvelt er að semja við sveltandi þjóðir og viðhafa siðlausa viðskiptahætti.
Nú þegar við erum komin á sama level og þessar þjóðir ættum við að geta haft töluvert upp úr því að bjóða USA og Evrópu að losa sig við sorpið sitt hér - nóg er nú af óbyggðum bólum og margar sveitir nánast í eyði.
Losa eitraðan úrgang í Afríku | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Breytt s.d. kl. 21:00 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (3)
18.2.2009 | 13:37
Að rekja IP tölur
Mun hér eftir birta raunnöfn þeirra sem skrifa óhróður í kommentakerfið mitt undir leyninöfnum. Þá vil ég bjóða þeim sem þurfa að láta rekja slíka orðsóða aðstoð mína að hafa upp á þeim með því að kenna þeim að gera það - það er afar einfalt - það er löglegt fyrir einstaklinga að rekja IP tölur samkvæmt grein úr visir.is frá því 2006.
Það er alveg dæmalaust hvað fólk getur leyft sér að ganga langt með skrifum sínum undir dulnefni - ég er reyndar algerlega fylgjandi því að fólk geti bloggað um skoðanir sínar undir dulnefni en þegar fólk er farið að segja meiðandi hluti og er jafnvel með hótanir þá er gott að vita af því að hægt er rekja viðkomandi. Það verður kannski til þess að þetta fólk hefur sig aðeins hægar.
Viðbót: Því miður er það þannig að ef fólk situr heima hjá sér að spinna róg og svívirðingar þá er ekki hægt að rekja það lengra en á símafyrirtækis þess - ég hvet fólk sem verður fyrir hótunum eða ærumeiðingum að hafa samband við það símafyrirtæki og fá upplýsingar um viðkomandi eða setja viðvörun við viðkomandi.
Ég hef aftur á móti rekist á nokkra sem hafa verið að koma með óheflaðar færslur inn til mín sem eru greinilega að blogga frá sínu fyrirtæki og þá eru þeir auðrekjanlegir. Aðal markmið mitt með þessari færslu er að vekja fólk til umhugsunar um það að það er enginn ósnertanlegur á netinu þó fólk ferðist undir fölsku flaggi.
Bloggar | Breytt s.d. kl. 17:13 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (30)
10.2.2009 | 06:56
Fullkomin tímasetning
Það er mikið fagnaðarefni að fá friðarhöfðingjann Dalai Lama til okkar á tímum sem þessum - Nú þegar réttlát reiðin kraumar, biturðin og vonleysið er hverjum manni gott að horfa á lífshlaup og hlusta á visku Dalai Lama.
Ég las ævisöguna hans fyrir margt löngu og hreifst að þeirri lífssýn hans að þó hörmungar þær sem kínversk yfirvöld hafa lagt á tíbesku þjóðina væru svo miklar að það séu vart til orð til að lýsa þeim, var hvergi að sjá biturð eða reiði gagnvart kínversku þjóðinni - Dalai Lama hefur þá gæfu að bera að hlægja dátt að vandamálunum og takast síðan á við þau, fordómalaust.
Það er merkilegt til þess að hugsa að maður sem hefur fengið slík lífsins próf sem hann frá unga aldri hafi alltaf getað séð heildarmyndina og hvatt til friðsamlegrar lausnar á þeim hörmungum sem þjóðin hans hefur þurft að ganga í gegnum.
Nú er staðan sú að Tíbetar eru minnihlutaþjóð í sínu eigin landi og enn horfir heimsbyggðin á og gerir ekki neitt. Hvet ykkur til að kynnast þeim bakgrunni sem skóp Dalai Lama - er með slatta af slóðum í heimildarmyndir um ástandið í Tíbet í dag. Ég vona að heimsókn hans til Íslands muni einnig vekja fólk til umhugsunar um þá áþján sem Tíbetar búa við í dag og hvetji okkar ráðamenn til að setja kröfur á kínversk yfirvöld um að í það minnsta hefja alvöru samræður við Dalai Lama um lausn á þeim gríðarlega mikla vanda sem Tíbet stendur frammi fyrir. Menningarlegt þjóðarmorð blasir við.
Tökum vel á móti Dalai Lama en fyrst og fremst opnum huga og hjarta fyrir þeirri visku sem hann býr yfir. Það er gott að fá leiðsögn og von í öllu þessu myrkri sem hefur lagst yfir þjóðina okkar eins og mara.
Þeir sem hafa áhuga á að vera virkir í starfi fyrir Tíbet ættu endilega að skrá sig í félagið Vinir Tíbets sem var stofnað í apríl í fyrra til að vekja athygli á ástandinu í Tíbet og treysta böndin á milli þjóðana.
Sendið mér bara línu ef áhugi er á að ganga í félagið: birgitta@tibet.is - tek það fram að Vinir Tíbets standa ekki að komu Dalai Lama þannig að ég get ekki reddað einu eða neinu varðandi hitting eða neitt slíkt:)
Dalai Lama kemur til Íslands | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Breytt s.d. kl. 06:57 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (3)
1.2.2009 | 10:50
Kreppuljóð: úr byltingabálki
Ég hef verið að skrifa heilmikinn ljóðabálk sem heitir einfaldlega Kreppuljóð og hef haldið þeim sið að skrifa um tilveruna þegar hún er að rótast upp í nútímanum. Var orðin hundleið á að skrifa um fallið - gat loks skrifað um byltinguna okkar og ákvað korter fyrir viðtal að skrifa ljóð um byltinguna sem ég deili hér með ykkur.
byltingin
pottar og pönnur
lamin
í taktfastri reiði
undiraldan svo þung
að ekkert fær hana stoppað
skríllinn umbreyttist í hetjur
felldi vanhæfa ríkisstjórn
þúsundir streymdu út
óttaþögnin rofin
enda sverfur hungrið að
hungur eftir réttlæti
heiðarleika
von
og vonin vann
þegar þeir stigu niður úr hásætum
hroka og yfirgangs
og réttlætið mun sigra
stjórnsýslan skal verða spúluð
við erum ekki þögnuð
við erum rétt að vakna
flokkaveldið fellur
höggvum það fúatré spillingar niður
í herðar
með sannleika
með heiðarleika
við erum rétt að vakna
almenningur
ég og þú
við
verðum stórfljót
breytinga
á siðspilltu sjálfstökukerfi
við eigum kerfið
við erum þjóðin
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (11)
27.1.2009 | 07:43
Hve margir lögregluþjónar brutu lög?
Stundum vantar í umræðuna að margir lögregluþjónar, sér í lagi úr hinni svokölluðu óeirðarsveit brutu lög og fóru offorsi gegn mótmælendum. Þeirra ofbeldi var fyrst og fremst kveikjan af því að reiðialda braust út, því það er mikið óréttlæti að vita til þess sem brutu í það minnsta sínar eigin verklagsreglur munu aldrei þurfa að sæta ábyrgð.
Þetta fólk eyðileggur það traust sem almenningur ber til lögreglu og eyðileggur fyrir félögum sínum sem starfa við löggæslu landsins. Rétt eins og almenningur (mótmælendur) þarf að sæta ábyrgð stundum fyrir það eitt að vera á staðnum með líkamstjóni, finnst mér að þeir lögreglumenn sem höguðu sér langt fyrir utan þann ramma sem þeim ber og ollu fólki andlegu og líkamlegu tjóni án ástæðu eigi að sæta ábyrgð. Því kalla ég eftir tafarlausri rannsókn á þessu frá alþjóðasamtökum. Þá væri nú maklegt ef blaðamannafélagið fordæmi þá aðför sem greinileg var að ljósmyndurum og upptökufólki sem voru á staðnum.
Tek það fram að ég er ekki fylgjandi ofbeldi í neinni mynd - hvort heldur hjá lögreglu eða mótmælendum. Það voru mistök að senda óeirðarsveitina á staðin - fólkið sem vinnur við þau störf virðast hafa fengið þjálfun sem á ekkert erinda á friðsamleg hávaðamótmæli.
Svo vil ég minna á að þeir sem sækja um vinnu við löggæslu ættu að vera meðvitaðir um það álag sem því getur fylgt.
Ég hef rekist á minni lífsleið á marga lögregluþjóna sem eru vel gerðar manneskjur, rétt eins og í öllum starfsstéttum. En það væri nú skynsamlegt af yfirmönnum lögreglunnar að láta sitt fólk sem fór yfir strikið sæta ábyrgð. Nóg er til af ljósmyndum og vitnum af því.
Sátt um hávaðamótmæli? | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (61)
26.1.2009 | 15:33
Utanþingsstjórn takk
Þjóðstjórn er ekki boðlegt í þessari stöðu - það er líka hæpið að þjóðin treysti þeim sem eru inni á þingi til að gera nauðsynlegar breytingar til að uppræta þá spillingu sem hefur fengið að grassera í skjóli þingsins. Utanþingsstjórn er í mínum huga eina raunhæfa lausnin.
Þjóðin fagnar í dag að nú loks sjáum við fram á að alvöru breytingar - en við munum ekki þagna nema kröfum okkur um upprætingu spillingar verði mætt og að aðstoð erlendra sérfræðinga verði nýtt. Þarf varla að taka það fram að Davíð ætti að fara að pakka og að mér finnst alveg nauðsynlegt að Jónas hjá FME hætti samstundis. Ég er ekki alveg sátt við að borga honum 20 milljónir fyrir vanhæfni sína.
Núna ætla ég að fara niðrí bæ og fagna með þjóðinni:) Mikið er ég ánægð með að í fyrsta skipti í sögu okkar hafa mótmæli haft raunveruleg áhrif. Takk allir sem hafa staðið vaktina.
Stel hérna einni af eðalmyndunum hans Jóhanns Þrastar sem hann hefur tekið á mótmælum undanfarið.
Fundað um framhaldið | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Breytt s.d. kl. 15:41 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (12)
Tenglar
Nýja Ísland
Ég les:
Tíbet
- Fréttir frá Tibet
- Tibet Info Net An Independent Information Service on Contemporary Tibet
- Undercover in Tibet Ný heimildarmynd frá Channel 4 um hvernig ástandið er í raun og veru í Tíbet
- Leaving Fear Behind Viðtöl við Tíbeta í Tíbet stuttu fyrir mótmælin í mars
- Cry of the Snow Lion Margverðlaunuð heimildarmynd um Tíbet
- Yeti - heimildarmynd
- Yogis of Tibet Heimildarmynd um Jógameistara Tíbets sem eru óðum að hverfa
- Students for a Free Tibet
- Dalai Lama
- Tibetan Uprising
- Kerti fyrir Tíbet
- Tibet TV
- Central Tibetan Administration
- Om mani padme hum
Ýmsar slóðir
sem ég man eftir í andartakinu
- The Hunger Site
- THE MEATRIX
- Myspace síðan mín
- Úgáfan Beyond Borders Alþjóðleg útgáfa sem ég stofnaði árið 1999 í netheimum
- Hitt bloggið mitt
- Félagið Ísland-Palestína
- Womb of Creation Vefurinn minn sem ég hef haldið við síðan 1995
- Myspace síðan hennar mömmu
- Saving Iceland
- Be the change:)
- Náttúra vefur með umhverfisvitund
- Nattura info
- Care 2 make a Difference
Bækur
Bækurnar mínar
-
: Tuttugasta öldin og lærdómar hennar (ISBN: 9979-772-77-8 )
Þýddi þessa ásamt Jóni Karli Stefánssyni -
: Lífsreglurnar fjórar - the Four Agreements (ISBN: 9979768835)
Lífsreglurnar fjórar er ævaforn indjánaspeki sem hefur farið sigurför um heiminn. Bókin er byggð á fornri visku Tolteka-indjána og útskýrir sannindi sem er að finna í helgum dulspekihefðum víðsvegar um heim. Lesanda eru kynntar fjórar einfaldar en magnaðar lífsreglur sem vísa leiðina að frelsi og sjálfstæði einstaklingsins. Höfundurinn, don Miguel Ruiz, er af ætt græðara og seiðmanna sem hafa iðkað Toltekafræðin frá aldaöðli. Hann er heimsþekktur fyrir bækur sínar og fyrirlestra. -
: Dagbók kameljónsins (ISBN: 9979973307)
Dagbók kameljónsins er þroskasaga stúlku sem hefur þurft að berjast við að sogast ekki inn í geðveiki ættmenna sinna, en sjálfsvíg þeirrar manneskju sem hún leit á sem klettinn í lífi sínu verður til þess að hún gerir sér ljóst hve dýrmætt lífið er. Með því að þvinga sig til að muna fortíðina skapar hún möguleika á að eiga sér einhverja framtíð. Alkóhólismi móður hennar vegur jafnframt þungt í þessu verki og hefur afgerandi áhrif á sjálfmeðvitund söguhetjunnar sem á endanum öðlast þroska til að sjá manneskjuna handan sjúkdómsins sem brýst oft út í mikilli sjálfhverfu þess sem er haldin honum og skilur aðra fjölskyldumeðlimi eftir með því sem næst ósýnilegan geðrænan sjúkdóm sem jafnan er kenndur við meðvirkni. En þetta er engin venjuleg bók, hún er brimfull af von og lausnum, ævintýrum og einlægni og fellur aldrei inn í pytt sjálfsvorunnar. Bókin er tilraun til að brúa bilið á milli þess myndræna sem oft fyrirfinnst í dagbókum, en formið bíður upp á vægðarlausan heiðarleika og gefur lesandanum tækifæri á að nota sitt eigið hugarflug.
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (22.11.): 2
- Sl. sólarhring: 2
- Sl. viku: 14
- Frá upphafi: 509133
Annað
- Innlit í dag: 1
- Innlit sl. viku: 8
- Gestir í dag: 1
- IP-tölur í dag: 1
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Tónhlaða
Bloggvinir
- ADHD
- Agný
- Alfreð Símonarson
- Andrea J. Ólafsdóttir
- Alexandra Briem
- Andrés Magnússon
- Anna Ragna Alexandersdóttir
- Anna Ólafsdóttir Björnsson
- Ari Sigurðsson
- Baldvin Björgvinsson
- Baldvin Jónsson
- Baldvin Jónsson
- Bara Steini
- Bergur Sigurðsson
- Bergur Thorberg
- Bergur Þór Ingólfsson
- Bergþóra Árnadóttir - RIP 15.2.48 - 8.3.07
- Binnan
- Birgir Þórarinsson
- Birna Rebekka Björnsdóttir
- Bjargandi Íslandi
- Bjarkey Gunnarsdóttir
- Björgvin R. Leifsson
- SVB
- Brjánn Guðjónsson
- Brosveitan - Pétur Reynisson
- Bryndís Ísfold Hlöðversdóttir
- Brynja skordal
- Brynjar Hólm Bjarnason
- Bókaútgáfan Salka ehf
- Dagrún Steinunn Ólafsdóttir
- Daníel Haukur
- Dorje
- Dísa Dóra
- Egill Bjarnason
- Egill Jóhannsson
- Einar Guðjónsson
- Einar Indriðason
- Einar Vignir Einarsson
- Einar Ólafsson
- Eiríkur Bergmann Einarsson
- Eldur Ísidór
- Elyas
- Elín Sigurðardóttir
- Elísabet Markúsdóttir
- Erna Friðriksdóttir
- Erna Hákonardóttir Pomrenke
- Eva Benjamínsdóttir
- Eydís Hentze Pétursdóttir
- Eyjólfur Kristinn Vilhjálmsson
- FLÓTTAMAÐURINN
- Finnur Bárðarson
- Friðrik Hansen Guðmundsson
- Friðrik Þór Guðmundsson
- Fríða Eyland
- Félag Anti-Rasista
- Félag um stafrænt frelsi á Íslandi
- Gaukur Úlfarsson
- Georg P Sveinbjörnsson
- Gerður Pálma
- Gestur Guðjónsson
- Goggi
- Greta Björg Úlfsdóttir
- Gunnar Pétursson
- Gunnar Rögnvaldsson
- Gunnar Skúli Ármannsson
- Gunnlaugur B Ólafsson
- Gunnlaugur Stefán Gíslason
- Guðjón Baldursson
- Guðjón Bergmann
- Guðjón Heiðar Valgarðsson
- Guðmundur Helgi Helgason
- Guðmundur M Ásgeirsson
- Guðmundur Ragnar Guðmundsson
- Guðmundur Steingrímsson
- Guðmundur Ásgeirsson
- Guðný Lára
- Guðrún S Sigurðardóttir
- Guðsteinn Haukur Barkarson
- Gísli Hjálmar
- Haffi
- Halldór Sigurðsson
- Hannibal Garcia Lorca
- Haukur Már Helgason
- Heidi Strand
- Heilsa 107
- Heiða Þórðar
- Helga Auðunsdóttir
- Kaleb Joshua
- Hildur Helga Sigurðardóttir
- Himmalingur
- Hilmar Gunnlaugsson
- Hjálmtýr V Heiðdal
- Hjörleifur Guttormsson
- Hlekkur
- Hlynur Hallsson
- Hlynur Jón Michelsen
- Hlédís
- Hrafnhildur Ýr Vilbertsdóttir
- Hrannar Baldursson
- Hrólfur Guðmundsson
- Hulla Dan
- Hólmfríður Guðlaug Einarsdóttir
- Hörður B Hjartarson
- Húmoristaflokkurinn
- Ingibjörg Álfrós Björnsdóttir
- Ingibjörg Helga
- Ingibjörg SoS
- Ingibjörg Stefánsdóttir
- Ingigerður Friðgeirsdóttir
- Isis
- Jakob Falur Kristinsson
- Jakob Smári Magnússon
- Jakob Þór Haraldsson
- Jakobína Ingunn Ólafsdóttir
- Jens Guð
- Johann Trast Palmason
- Jóhannes Ragnarsson
- Jón Bjarnason
- Jón Gerald Sullenberger
- Jón Sigurgeirsson
- Jón Svavarsson
- Jón Valur Jensson
- Jón Þór Ólafsson
- DÓNAS
- Katrín Mixa
- Katrín Snæhólm Baldursdóttir
- Ketill Sigurjónsson
- Ketilás
- Kjartan Pétur Sigurðsson
- Konráð Ragnarsson
- Kristbergur O Pétursson
- Kristján B. Jónasson
- Kristján Kristjánsson
- Kristján Logason
- Kristín Dýrfjörð
- Kristín Snorradóttir
- Krummi
- Kári Harðarson
- Landvernd
- Laufey Ólafsdóttir
- Lovísa
- Lára Hanna Einarsdóttir
- Lýður Árnason
- Mafía-- Linda Róberts.
- Margrét Guðjónsdóttir
- Margrét Lóa Jónsdóttir
- Margrét Sigurðardóttir
- Markús frá Djúpalæk
- María Kristjánsdóttir
- María Pétursdóttir
- Methúsalem Þórisson
- Morgunblaðið
- Myndlistarfélagið
- Mál 214
- Máni Ragnar Svansson
- Neo
- Oddi
- Paul Nikolov
- Perla
- Pjetur Hafstein Lárusson
- Pálmi Gunnarsson
- Pálmi Guðmundsson
- Ragnar Þór Ingólfsson
- Rannveig H
- Ransu
- Róbert Björnsson
- Rögnvaldur Hreiðarsson
- Rúnar Sveinbjörnsson
- Rúnar Þór Þórarinsson
- Salvör Kristjana Gissurardóttir
- Samstaða - bandalag grasrótarhópa
- SeeingRed
- Sema Erla Serdar
- Sigga
- Signý
- Sigrún Jónsdóttir
- Sigurgeir Orri Sigurgeirsson
- Sigurgeir Þór Hreggviðsson
- Sigurjón Sigurðsson
- Sigurður Hrellir
- Sigurður Sigurðsson
- Sigurður Þór Guðjónsson
- Skuldlaus
- Snorri Sturluson
- Soffía Valdimarsdóttir
- Stefán Friðrik Stefánsson
- Þorsteinn Briem
- Steinunn Helga Sigurðardóttir
- Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir
- Stríða
- Sveinbjörn Eysteinsson
- Sveinn Hjörtur
- Sveinn Ólafsson
- Sverrir Stormsker
- Swami Karunananda
- Sæmundur Bjarnason
- Sævar Finnbogason
- Sævar Einarsson
- Sæþór Helgi Jensson
- Sóldís Fjóla Karlsdóttir
- Sóley Tómasdóttir
- Sólveig Klara Káradóttir
- TARA
- Tilkynning
- Tinna Jónsdóttir
- Trausti Traustason
- Tryggvi Gunnar Hansen
- Tína
- TómasHa
- Valgeir Skagfjörð
- Valgerður Halldórsdóttir
- Vefritid
- Vilborg Eggertsdóttir
- Vilhelmina af Ugglas
- Vilhjálmur Árnason
- Villi Asgeirsson
- Vinir Tíbets
- Viðar Eggertsson
- Viðar Freyr Guðmundsson
- Vér Morðingjar
- Vésteinn Valgarðsson
- arnar valgeirsson
- fingurbjorg
- hreinsamviska
- leyla
- molta
- oktober
- Einhver Ágúst
- Ágústa Kolbrún Jónsdóttir
- Ár & síð
- Árni Þór Sigurðsson
- Ásgeir Rúnar Helgason
- Ásgerður
- Ásta Hafberg S.
- Ásthildur Cesil Þórðardóttir
- Ævar Rafn Kjartansson
- Íbúasamtökin Betra Breiðholt
- Ólaf de Fleur Jóhannesson
- Ólafur fannberg
- Ólöf de Bont
- Ómar Ragnarsson
- Óskar Arnórsson
- Örlygur Hnefill Örlygsson
- Þorsteinn Mar Gunnlaugsson
- Þröstur Unnar
- Þór Jóhannesson
- Þór Saari
- Þórhildur og Kristín
- Þórður Björn Sigurðsson
- Þórólfur S. Finnsson
- Andrés.si
- Anna Karlsdóttir
- Anna Margrét Bjarnadóttir
- Ari Jósepsson
- Aron Ingi Ólason
- Axel Þór Kolbeinsson
- Barði Bárðarson
- Bergþór Gunnlaugsson
- Billi bilaði
- Bjarki Steingrímsson
- Bjarni Kristjánsson
- Bogi Jónsson
- brahim
- Daði Ingólfsson
- Daníel Sigurður Eðvaldsson
- Dóra litla
- Dúa
- Einar Björn Bjarnason
- Elsabet Sigurðardóttir
- Esther Anna Jóhannsdóttir
- Frosti Sigurjónsson
- Grétar Eiríksson
- Guðbjörg Hrafnsdóttir
- Guðmundur Óli Scheving
- Gunnar Helgi Eysteinsson
- Héðinn Björnsson
- Hreyfingin
- Hulda Haraldsdóttir
- Högni Snær Hauksson
- Ingvi Rúnar Einarsson
- Ísleifur Gíslason
- Jack Daniel's
- Jóhann Ágúst Hansen
- Jóhannes Þór Skúlason
- Jóhann Pétur
- Jóna Kolbrún Garðarsdóttir
- Jónas Bjarnason
- Jón Kristófer Arnarson
- Jón Lárusson
- Karl Gauti Hjaltason
- Lísa Björk Ingólfsdóttir
- Lúðvík Lúðvíksson
- Madhav Davíð Goyal
- Magnús Ragnar (Maggi Raggi).
- Morten Lange
- Óðinn Kári Karlsson
- Ólafur Eiríksson
- Ólafur Ingi Hrólfsson
- Pjetur Stefánsson
- Rafn Gíslason
- Rannsóknarskýrslan
- Rúnar Freyr Þorsteinsson
- Sigurbjörn Svavarsson
- Sigurður Einarsson
- Sigurður Jónsson
- Sigurður Sigurðsson
- Sigurður Þórðarson
- Sigþrúður Þorfinnsdóttir
- Sveinbjörn Ragnar Árnason
- Vaktin
- Vilhjálmur Sveinn Björnsson
- ÞJÓÐARHEIÐUR - SAMTÖK GEGN ICESAVE
- Þorsteinn Helgi Steinarsson
- Þorsteinn Valur Baldvinsson