Leita í fréttum mbl.is

Kínverjar hertóku Tíbet

Það gleymist allt og oft að nefna það í fréttum sem þessum. Hægt að sjá myndir sem teknar eru á síma á vefnum Tibetan Uprising frá Lhasa og einnig hægt að fá ítarlegri fréttir en yfirvöld í Kína gefa frá sér um þetta mál.
mbl.is Lögregla umkringir klaustur í Tíbet
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Útifundur: 5 ár síðan stríðið í Írak hófst

Stríðinu verður að linna

Laugardaginn 15. mars, kl. 13, verður útifundur á Ingólfstorgi til að mótmæla stríðinu í Írak og krefjast friðar þar og um heim allan. Þann 20. mars verða liðin fimm ár frá innrás Bandaríkjanna og bandamanna þeirra í Írak með stuðningi íslensku ríkisstjórnarinnar. Mótmælaaðgerðir verða víða um heim á laugardaginn og í næstu viku undir kjörorðinu „Allur heimurinn gegn stríðinu”! Sjá nánar á Friðarvefnum, www.fridur.is.

 

 

Ávörp:

Hjalti Hugason prófessor

Steinunn Rögnvaldsdóttir nemi

 

Tónlistarflutningur:

Hörður Torfason

 

Fjölmennum!

Stríðinu verður að linna!


Lýsandi frétt af CNN um mótmæli Tíbeta

 
 
12tibet_600
 
Hinir ógnvænlegu 100 munkar sem voru handteknir í gær.
Þeir eru nú í hungurverkfalli, með því að smella á Students for a free Tibet
getið þið sent bréf til að sýna að heimurinn er að fylgjast með.


Óþægilega grunnt á fréttaflutningi mbl.is

Hef verið að fylgjast með þessu í gegnum free Tibet og fleiri vefsvæðum sem mótmælendur halda úti. Það er hreinlega skaðlegt þegar fréttaflutningur er einfaldaður á þennan máta að ekkert samhengi er í fréttinni. Í gær fann ég frétt um mótmæli Tíbeta á Indlandi og var fyrirsögnin "Mótmælendur handteknir", hvar, hverjir? Ótrúlega knappur æsifréttastíll sem hjálpar manni ekki í að finna þær fréttir sem maður hefur áhuga að fylgjast með.

Á meðan á þessu stendur er púður lagt í að flytja Urban legends sögur eins og að einhver kona hafi gróið við klósettsetu og einhver var með bein í tösku. Reyndar eru þetta mest lesnu sögurnar á mbl.is og ber sorglegt vitni um hinn félagslega þroska þeirra sem lesa fréttavefinn. 

En ég fann mjög góða frétt um þessi mótmæli á Yahoo sem ég ætla að láta fylgja með til að fólk sem hefur áhuga á hvað er að gerast í Tíbet og meðal Tíbeta geti þá fengið aðeins gleggri fréttir af því sem er að gerast þarna. Finnst líka að við ættum í alvöru að athuga hvort það væri ekki rétt að taka ekki þátt í Ólympíuleikunum til að mótmæla glæpsamlegri hegðun Kínverskra stjórnvalda.

"BEIJING (Reuters) - Chinese authorities sealed off three monasteries in Tibet, reports said on Friday, after a wave of rare street protests in the remote, Buddhist region whose rule has become a focus for critics ahead of the Beijing Olympics

The demonstrations, which also spilled into Chinese provinces populated by Tibetans, began earlier this week after marches around the world to mark the 49th anniversary of a failed uprising against Communist rule.

"All three monasteries are closed off to tourists," the Washington-based International Campaign for Tibet said in a statement, citing tourism operators. "There is an intensified atmosphere of fear and tension in Tibet's capital."

On Monday, 500 monks from the Drepung monastery staged a march in Lhasa, which was later followed by action from monks at the Lhasa-area Sera and Ganden monasteries. Security personnel fired tear gas on at least one of the demonstrations, reports said.

Tibet's spiritual leader, the Dalai Lama, fled into exile in India after the uprising in 1959, nine years after Chinese troops invaded.

This week's shows of defiance are likely to worry China's leadership as it seeks to secure a stable environment for the Games, which open on August 8.

The U.S.-government funded Radio Free Asia (RFA) reported that monks from Sera were on a hunger strike, demanding the withdrawal of Chinese paramilitary force from the monastery compound and the release of monks detained earlier this week.

Two monks from Drepung were in critical condition after attempting suicide by slitting their wrists, RFA said.

The number of Tibetans detained could not be confirmed, but the watchdog groups said they expected government reprisals.

"There are indications that the authorities have begun a process of investigation in monasteries that could lead to detention and torture," the International Campaign for Tibet said.

The New York-based Human Rights Watch called on China, as well as Nepal and India, which have seen similar demonstrations, to release detained Tibetans.

"Peaceful demonstrations are protected under international and domestic laws and they should be permitted, not violently dispersed," Sophie Richardson, the group's Asia advocacy director, said in a statement.

(Reporting by Lindsay Beck; Editing by David Fox)"


mbl.is Óeirðir og skothríð í höfuðborg Tíbet
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Er svona mikil hætta af 100 búddistum?


Þetta finnst mér skammarlegt athæfi og sýnir hve skoðanakúgun er víðtæk þegar kemur að því að styggja ekki Kínverja. Er hægt að kalla þetta umburðarlyndi? 100 fólk labbar í mótmælaskyni, ekkert ofbeldi engin læti og það er handtekið fyrir vikið...

Það er kominn tími til að fólk hætti að horfa undan þegar kemur að Tíbet. Það sem hefur átt sér stað í Tíbet síðan það var hernumið er hræðilegt og hvet ég fólk til að kynna sér það. Það má léttilega flokka það undir þjóðernishreinsanir sem og markviss eyðilegging ævafornrar menningar Tíbetbúa. Nú er svo komið að fleiri Kínverjar búa í Tíbet en Tíbetar og óttast þeir mjög að þjóð þeirra verði endanlega útrýmt ef ekkert verður að gert.


mbl.is Mótmælendur handteknir
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Skynsamleg aðferðarfræði

sem án efa hefur hjálpað mörgum að ná tökum á lífi sínu, rétt eins og öll hin fjölmörgu afbrigði 12 spora starfs gera. Það er svo grunnt í fíknareðli manneskjunnar og 12 sporin eru bara tær snilld ef fólk er tilbúið að vinna þau af heiðarleika. 

Segja má að allar fíknir þegar þær hafa náð hámarki sínu séu óhugnanlegar, því fólk virðist missa algerlega tök á mennsku sinni. Ég er óendanlega þakklát fyrir að þessi spor eru til sem valkostur fyrir fólk sem er á ystu nöf. Hef séð mörg kraftaverkin eiga sér í stað með aðstoð þessara spora:)

Það er því mikið gleðiefni þegar læknar taka þau undir sinn væng sem leið til bata fyrir sjúklinga sína.

 


mbl.is Átröskun yfirbuguð eins og fíkn
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Ég er að þýða bókina the Mastery of Love... tillögur óskast að þýðingu á titlinum:)

13724489

Kæru bloggvinir, ég er búin að vera að hugsa um viðeigandi titil á þessari bók í hálft ár og nú væri gaman að sjá hvort að þið séuð með þetta, því ég er bara ekki að finna titilinn sem mér finnst passa:)

Ég er ákaflega þakklát fyrir að þýða þessa bók, hún er einskonar sjálfstætt framhald af Lífsreglunum fjórum sem ég þýddi fyrir rúmlega ári síðan. Að þýða bók af þessu tagi gefur manni tækifæri á að lesa hana aftur og aftur og læra að nýta sér þann lærdóm sem er að finna í viðkomandi bók. Ég hafði reyndar lesið Lífsreglurnar nokkrum sinnum áður en ég þýddi hana og enn les ég hana ef ég þarf leiðsögn um hugans kræklóttu stigu.

The Mastery of Love er alveg frábær leiðsögn um sambönd, sér í lagi sambandið við sjálfan sig, því ef maður er ekki með það á hreinu, þá er næsta víst að önnur sambönd verði nokkuð lituð af því:....:

Ef einhver nær því að draga fram rétta titilinn sem mér finnst passa mun viðkomandi fá að gjöf frá mér eintak af bókinni þegar hún kemur út. 

 

 


Margþætt vandamál verða til úr einhliða lausnum

Það hefur margoft verið lagt til að þetta gæti orðið útkoman ef við þenjum út hagkerfið okkar á þann hátt sem hér hefur viðgengist. Há staða krónu gegn til dæmis dollar er ekki einhlýtt. Flestir virðast halda að það þýða það eitt að við getum keypt meira dót fyrir minna í gegnum shop-usa. Fæstir nenna að horfast í augu við að þetta hefur slæm áhrif á þá sem ferðast hingað. Við afberum dýrtíðina vegna þess að bankarnir eru svo góðir við okkur að lána okkur okurlán og svo höldum við að það komi aldrei að skuldadögum.

Það hefur auðvitað áhrif á þennan stuðul WEF að við erum að iðnvæða landið á meðan aðrar þjóðir í hinum Vestræna heimi eru að horfast í augu við þá eyðileggingu sem þau ollu á sínu landi fyrir nokkrum áratugum. Okkur hefur gefist og gefst enn kostur að læra af mistökum annarra þjóða. Mikið myndi mitt litla hjarta gleðjast ef þjóðin mín hætti að vera svona frek og gráðug og hefði hugrekki til að taka ákvarðanir sem lituðust af einhverju öðru en gullfiskaminni og eiginhagsmunasemi.

Landið okkar höfum við að láni. Illt þætti mér að lána einhverjum eitthvað sem myndi skila mér því til baka eins og við erum að skila landinu af okkur til komandi kynslóða. 


mbl.is Ísland fellur um sjö sæti
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Ef rétt: þá gæti ég ekki verið ánægðari með það

Það er svo skammarlegt og ömurlegt að vita til þess, hvernig kínversk pólitík hefur farið með þá friðarþjóð sem í Tíbet býr. Hef séð of margar heimildarmyndir til að hafa ekki sterka skoðun á þessu og glaðst yfir öllum tilburðum til stuðnings þeim:)

Alþjóðasamfélagið hefur algerlega snúið baki við þessari þjóð og öryggisráð S.Þ. sýndi þegar Tíbet var hernumið hve lítils megnugt það er... 


mbl.is Björk tileinkaði Tíbetum lag
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Andlegar og líkamlegar harðsperrur

Ég er ein af þeim sem hef haft óbifur á líkamsræktarstöðvum. Ég hef þó brotið odd af oflæti  mínu og er farin að venja komur mínar á eina slíka. Segja má að vetrarhörkur eigi sinn þátt í því. Uppáhalds hreyfingar mínar tengjast sundi og línuskautum, göngum og annarri útiveru. Ég er aftur á móti einnig mikil kuldaskræfa og veðurfarskveif. Þannig að ég var að springa úr innbyrgðri orku, því þessi vetur hefur verið sérdeilis óhentugur fyrir mína almennu líkamsrækt. 

Því grátbað ég vinkonu mína um að taka mig með sér í ropejóga, vissi að ég myndi aldrei fara ein, fann alltaf einhverja ástæðu til að gera ekkert:) Fer því í líkamsræktarstöð í jóga, læt yndælis rúmenskan harðstjóra pína mig áfram í klukkutíma í senn og hef uppgötvað ýmsar tegundir vöðva sem ég var ekki meðvituð um að ég hefði í líkama mínum, hef ég einna helst orðið vör við þessa vöðva í gegnum ægilegar harðsperrur. Það verður líka að segjast að ég er alveg týpískur hrútur. Píni mig alltaf aðeins meira en ég þarf í misskildum metnaði:) Et yfirleitt mínu kapphlaupi við sjálfa mig. Veit ekki hvort að það sé pínlegra en að etja kappi við eldri konurnar sem eru með mér í tímum:)

En ég er ekki aðeins með líkamlegar harðsperrur, ég er líka að ýta mér út á ystu nöf í minni andlegu vinnu. Er orðin svo innilega þreytt á að ferðast í hringi í lífi mínu og vera alltaf að upplifa sömu hlutina í nýjum búning. Þannig að segja má að suma daga sé ég að glíma við bæði andlegar og líkamlegar harðsperrur. Og það er eitthvað gott við það, þó að maður sé stöðugt að fá ný viðfangsefni og tækifæri til að verða betur fær á að takast á við harðsperrur á svæðum sem maður var ekki meðvitaður um að fyrir finndust í sál og líkama.

Þannig að segja má á ég sé landkönnuður sjálfs og líkama og sé stöðugt í leit að jafnvægi og kjölfestu, því lífið er úfinn sjór og ég fæ seint stjórnað úthöfum og stormum;) 


Skáldahátíð á Kúbu

Var að fá í morgunn bréf þar sem mér er boðið að taka þátt í alþjóðlegu skáldahátíðinni á Kúbu. Mig langar alveg rosalega mikið að fara. Veit bara ekki hvort að ég geti samþætt Kúbu hátíð við hátíðina sem ég er að fara að taka þátt í Venesúela. Þyrfti að fá eins og eitt kraftaverk þegar kemur að pössun, það verður alveg nógu snúið að fá slíkt á meðan ég verð í Venesúela. 

Það eru bara svo spennandi og áhugaverðir tímar á Kúbu þessa stundina. Mikil undiralda og áhugavert að fá innsýn í hana frá þjóðskáldum Kúbu. Skáld og listamenn hafa yfirleitt aðra sýn á því sem gerist í kringum þá og ég hef oft fengið dýrmæta innsýn í líf þjóða sem við þekkjum lítið nema af einhliða fréttaflutningi.

Kynntist smá einu skáldi frá Kúbu meðan ég var í Níkaragúa í fyrra, ótrúlega skemmtileg og lifandi týpa. Ég hafði svo fá þýdd ljóð með mér og langaði að lesa eitt pólitískt ljóð þegar kom í ljós að ég ætti lesa upp í ljóðakarnavalinu stórkostlega. Hann ásamt þremur öðrum skáldum hjálpuðu mér að þýða ljóðið yfir morgunkaffinu. Það var ótrúlega skemmtilegt:) Svo hefur mig alltaf dreymt um að fara til Kúbu og upplifa landið öðru vísi en ferðamaður. Ég hef reyndar þá gullnu reglu að þegar ég ferðast að þekkja helst einhverja á staðnum, því ég kann ekki almennilega að vera ferðamaður og hef alltaf miklu meiri áhuga á að kynnast raunveruleika hvers staðar fyrir sig.

Veit einhver, hvort hægt sé að flúga til Kúbu frá Flórída? Eða þyrfti ég að taka flugið beint frá Venesúela?  


Þú gætir auðvitað sett þá í poka og kastað þeim í sjóinn!

Var eitt af ráðunum sem ég fékk frá starfsmanni gæludýraverslunarinnar sem ég keypti hamstrana hjá. Ég brást auðvitað ókvæða við og sagði að þetta væri það ósmekklegt að ég væri byrjuð að skrifa grein í huga mér og vildi samstundis fá að tala við eiganda verslunarinnar. Strákurinn baðst afsökunar og sagði að þetta hefði verið kaldhæðni. Hann fann svo ekki símanúmer hjá verslunarstórvesír. 

Ég vildi fá að skila karlinum, því ég ætlaði aldrei að vera með tvö kyn og ég ítrekað bað um að það væri tryggt áður en ég fór heim á leið með nagdýrin. Fékk þau tilsvör að þau myndu taka við honum. Fór svo langleiðir með hann og fékk þau tilsvör þegar ég innti eftir endurgreiðslu að ég fengi aðeins greitt til baka einn þriðja. Ég varð nú ekki hress með þessa þjónustu. Ég fékk ranga vöru og  þó nokkuð aukavesen í kaupbæti og einu bæturnar voru að láta mig fá einn þriðja. Ég sagði að það væri alls staðar þannig að maður fengi greitt til baka ef maður fengi gallaða vöru. Ég væri alveg til í vöruskipti. Ég gæti bara ekki sætt mig við þessi vinnubrögð og arfalélega þjónustu. Ef eitthvað væri, hefði verslunin átt að segja að hún gæti ekki tryggt rétt kyn eða eitthvað slíkt. Aumingja strákurinn gafst upp á mér, þegar ég krafðist þess að fá að tala við verslunarstjóra og sagðist ætla að taka það á sig að hann hefði greitt mér fullt verð fyrir vöruna sem ég bað aldrei um:) Rökin sem ég fékk fyrst voru þau að, kannski hafi kerlingin verið þunguð þegar ég keypti hana: En hey ég vildi alls ekki fá kerlingu, hvað þá ólétta! 

Finnst reyndar alveg ómögulegt að jafn mikilvægar verslanir og gæludýraverslanir, þar sem verið er að sýsla með lifandi dýr, séu aðeins mannaðar hálfstálpuðum unglingum. Finnst það bæði ábyrgðarleysi gagnvart þeim og dýrunum. 

Stundum borgar sig að vera ákveðinn og standa á rétti sínum, en það er leiðinleg þróun hvað það virðist hafa lækkað mikið þjónustustig samfélags okkar. Ráðlegg framtíðar gæludýrakaupendum að fá undir það skrifað að ef þeir fái vitlaust kyn að það sé á ábyrgð búðarinnar en ekki kaupandans og að hann hafi fullan skilarétt. 


Óvænt fjölgun í fjölskyldunni

Í gærkvöldi horfði ég á Men in Black með öðru auganu ásamt Delphin. Eftir myndina ákvað ég að setja nýtt hey hjá hamstrabræðrunum sem krakkarnir fengu í jólagjöf. Þegar ég keypti hamstrana, bað ég um tvo stráka. Stelpan kíkti ekki bara einu sinni heldur tvisvar og ég fór róleg heim. Snemma kom í ljós að annar var eins konar bully, var alltaf að ráðast á hinn sem vældi viðstöðulaust og flúði með öllum tiltækum ráðum frá stóra bróður sínum. Ákvað að prófa að skella þeim í sitt hvort búrið en eftir tvær þannig vikur ákvað ég að það væri kominn tími til að þeir lærðu að umgangast og sýndu hvor öðrum bróðurlegan kærleika.

Litli var samt alltaf að væla og vildi aldrei skríða í hendurnar hjá okkur og skoða heiminn. Hinn var aftur á móti fjörugur og var alltaf til í að koma út úr búrinu. Hlaupa um sófann og éta úr hendi mér. Ég hafði alvarlega hugsað út í að skila vælukjóanum en vildi samt gefa honum séns á að venjast okkur.

Nema hvað að ég tek lokið af búrinu og byrja að týna út dótið í búrinu til að fylla það með þessu líka yndislega ilmandi heyi. Hamstrarnir voru eitthvað skringilegir. Skyndilega þegar annar færir sig til kemur í ljós geimveruleg kös af bleikum búkum. Mér brá svo rosalega að ég hoppaði smá og gaf frá mér hálfkæft undrunaróp. Þeir sem þekkja mig vita að það er eiginlega ómögulegt fyrir nokkurn eða nokkuð til að koma mér á óvart. Kannski hafði geimverumyndin einhver áhrif á það hve brugðið mér var:)

Um leið og hamsturinn sem var eitt sinn karl en er það greinilega ekki miðað við iðandi kösina sem við nánari athugun er ótrúlega fallega ljót, nú þá stekkur hinn á bakið og ætlar að koma vilja sínum fram. Kvendýrið rétt nýbúið að eiga ungana... ég þreif hann kannski fullharkalega og skellti honum út fyrir búrið. Sá að það hafði verið búið til aukahreiður í búrinu, hélt þegar ég sá það fyrst að litli bróðirinn væri kannski ekki að fá að vera inn í húsinu sínu og hefði búið sér til svona utanáliggjandi herbergi.

Ég hreinsaði búrið án þess að koma of nálægt hreiðrinu, setti karlinn í Ikeabláan dótakassa með hey og mat og gaf mömmunni ferskmeti og meira efni til hreiðurgerðar.

En semsagt ef ég taldi rétt þá eru komnir 6 nýir hamstrar og það var alls ekki á planinu. Það sem er kannski merkilegast við þetta allt er að væluspóinn er karlinn og fjörugi ofurhuginn var kasólétt hamstramamma:)

Framhald á þessu á morgunn um undarlegar tillögur um lausnir á þessu og enn undarlegri viðbrögð hjá búðinni sem ég keypti hamstrana hjá.   


Þetta er frábært lag og texti

Finnst afar viðeigandi að hún hafi tileinkað íbúum Kosovo það. Björk hefur alltaf þorað að standa við sínar meiningar og fengið allskonar misgáfulegt skítkast fyrir. Ég man þegar ég heyrði þetta lag fyrst hve mikil áhrif það hafði á mig eins og svo mörg lög hennar. Hún er einstakur tónlistarmaður og nær alltaf að hreyfa við mér á djúpan hátt. Eins og tilfinningalegar jarðhræringar brjótist um þegar ég hlusta á þetta lag. Margir samlandar mínir virðast ekki gera sér grein fyrir hve mikil áhrif það hafði á okkur að vera undir hæl annarrar þjóðar. Hef aldrei skilið hvernig hægt sé að viðurkenna nýlendustefnu að neinu tagi í okkar svokallaða upplýsta nútíma heimi.

 


mbl.is Hætt við tónleika vegna orða Bjarkar um Kosovo
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Fyrri síða | Næsta síða »

Höfundur

Birgitta Jónsdóttir
Birgitta Jónsdóttir

Ég vil gjarnan láta eitthvað gott af mér leiða í samfélagi manna. Ég mun einbeita mér að því að því að búa til vettvang fyrir þjóðina að vinna að þeim lýðræðisumbótum sem hún krefst og vill leggja sína krafta í. Ég starfa sem þingmaður og þingflokksformaður fyrir Hreyfinguna - fyrir fólkið í landinu. Ég er formaður vina Tíbets.

Ég vil hafa athugasemdakerfið opið - bið fólk samt um að tjá sig eins og það myndi gera ef við stæðum augnlitis til augnlitis. Ég mun því miður ekki alltaf hafa tíma til að svara kommentum eða tölvupósti en ég reyni að lesa allt með opnum huga. Vil gjarnan nota þetta sem vettvang fyrir fólk að koma með hugmyndir um hvað mætti betur fara í samfélginu okkar.

Ég aðhyllist engin sérstök trúarbrögð, ég tilheyri engu sérstöku flokkakerfi, ég tilheyri engu sérstöku nema þessu stórmerkilega mannkyni og þessari yndislegu jörð. Ég er þakklát fyrir að lifa á sögulegum tímum þar sem allt getur gerst. 

Netfang: birgitta@this.is

Bækur

Bækurnar mínar

  • Bók: Tuttugasta öldin og lærdómar hennar
    Mikhail Gorbatsjov og Daisaku Ikeda : Tuttugasta öldin og lærdómar hennar (ISBN: 9979-772-77-8 )
    Þýddi þessa ásamt Jóni Karli Stefánssyni
  • Bók: Lífsreglurnar fjórar - the Four Agreements
    don Miguel Ruiz: Lífsreglurnar fjórar - the Four Agreements (ISBN: 9979768835)
    Lífsreglurnar fjórar er ævaforn indjánaspeki sem hefur farið sigurför um heiminn. Bókin er byggð á fornri visku Tolteka-indjána og útskýrir sannindi sem er að finna í helgum dulspekihefðum víðsvegar um heim. Lesanda eru kynntar fjórar einfaldar en magnaðar lífsreglur sem vísa leiðina að frelsi og sjálfstæði einstaklingsins. Höfundurinn, don Miguel Ruiz, er af ætt græðara og seiðmanna sem hafa iðkað Toltekafræðin frá aldaöðli. Hann er heimsþekktur fyrir bækur sínar og fyrirlestra.
  • Bók: Dagbók kameljónsins
    Birgitta Jónsdóttir: Dagbók kameljónsins (ISBN: 9979973307)
    Dagbók kameljónsins er þroskasaga stúlku sem hefur þurft að berjast við að sogast ekki inn í geðveiki ættmenna sinna, en sjálfsvíg þeirrar manneskju sem hún leit á sem klettinn í lífi sínu verður til þess að hún gerir sér ljóst hve dýrmætt lífið er. Með því að þvinga sig til að muna fortíðina skapar hún möguleika á að eiga sér einhverja framtíð. Alkóhólismi móður hennar vegur jafnframt þungt í þessu verki og hefur afgerandi áhrif á sjálfmeðvitund söguhetjunnar sem á endanum öðlast þroska til að sjá manneskjuna handan sjúkdómsins sem brýst oft út í mikilli sjálfhverfu þess sem er haldin honum og skilur aðra fjölskyldumeðlimi eftir með því sem næst ósýnilegan geðrænan sjúkdóm sem jafnan er kenndur við meðvirkni. En þetta er engin venjuleg bók, hún er brimfull af von og lausnum, ævintýrum og einlægni og fellur aldrei inn í pytt sjálfsvorunnar. Bókin er tilraun til að brúa bilið á milli þess myndræna sem oft fyrirfinnst í dagbókum, en formið bíður upp á vægðarlausan heiðarleika og gefur lesandanum tækifæri á að nota sitt eigið hugarflug.

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (19.7.): 0
  • Sl. sólarhring: 4
  • Sl. viku: 13
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 9
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Nýjustu myndir

  • ...011-02-25_l
  • ...unknown
  • ...581_1050977
  • ...x-_28-of-81
  • ...490581
Júlí 2025
S M Þ M F F L
    1 2 3 4 5
6 7 8 9 10 11 12
13 14 15 16 17 18 19
20 21 22 23 24 25 26
27 28 29 30 31    

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband