Leita í fréttum mbl.is

Hjartanlega sammála Kristjáni

Það hefur verið ömurlegt að horfa upp á þá aðför sem hefur verið höfð í frammi gagnvart atvinnulausu fólki. Það gleymist oft hve erfitt það er að þurfa að fá atvinnuleysisbætur og sjá ekki fram á að finna vinnu. Margir finna til þunglyndis og dagarnir verða æði langir hjá þeim. Síðan bætast við áhyggjur af fjármálum og framtíðinni. Það er kominn tími til að þessari aðför ríkisvaldsins linni. Meirihluti þeirra sem eru á bótum eru ekki að svindla á kerfinu og eru rétt eins og þeir sem hafa misst eigur sínar í hrunadansinum, fórnarlömb þessa algera kerfishruns sem við erum að glíma við.

Það er margt sem betur mætti fara í kerfinu hjá Vinnumiðlun - hvernig væri að fá eitthvað af atvinnulausa fólkinu sem hefur reynslu af mannauðstjórnun og tölvukerfum til að vinna að úrbótum til að kerfið verði mannlegra og skilvirkara?


mbl.is Atvinnulaust fólk-ekki skrokkar
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Haukur Nikulásson

Þar sem ég starfa við að taka á móti avinnuleitendum þá gremst mér að ýjað sé að því að við séum almennt að líta á skjólstæðinga okkar sem glæpamenn og séum í "aðför" að þeim. Þetta er ekki í fyrsta skipti sem þú ert meira en lítið fjarri sannleikanum um málefni Vinnumálastofnunar.

Gleymdu því ekki að við stöndum þessu fólki talsvert nær heldur en þið þingmennirnir. Við stöndum nefnilega í því alla daga að taka móti því og sinna þörfum þess að bestu getu. Það erum við sem erum oft eina ráðgjöfin sem þeim býðst. Mörg okkar höfðu áður komið sem skjólstæðingar og þekkjum því málin báðum megin borðsins.

Ég hef áður lagt til við þig á þessum sama vettvangi að þú kynnir þér málin áður en þú ferð í sleggjudóma af þessu tagi. Þú hefur ekki sýnilegan áhuga á því heldur notar tækifærið til að hnýta í þá sem sinna málunum í einhverjum óskiljanlegum tilgangi.

Ég tek fram að ég er ekki talsmaður Vinnumálastofnunar og hér er því aðeins um einkaskoðun að ræða. Ástæðan fyrir því að ég legg hér orð í belg er til að varna því að þú espir skjólstæðinga ómaklega gegn okkur sem erum að sinna þessu fólki af alvöru, alúð og mestu velvild. Okkur er engin greiði gerður, í nógu vandasömu starfi samt, að þingmaður rói í því að fólk komi til okkar bálreitt með svona ranghugmyndir.

Þú mátt hins vegar nota aðstöðu þína og hvetja stjórnvöld til að setja tímabundið meira fé til Vinnumálastofnunar svo hún geti bætt þjónustu sína. Ekki er vanþörf á því.

Haukur Nikulásson, 26.8.2009 kl. 20:32

2 Smámynd: Anna Benkovic Mikaelsdóttir

það er hörmung að vera atvinnulaus!...en meiri hörmung að SVINDLA með það, en það gera aðallega atvinnurekendur!

Anna Benkovic Mikaelsdóttir, 26.8.2009 kl. 20:38

3 Smámynd: Birgitta Jónsdóttir

Haukur það vill svo til að ég var ein af þessum atvinnulausu manneskjum áður en ég fór inn á þing og ég þekki ágætlega til hve það eru margar brotalamir í þessu kerfi og hef því miður orðið fyrir dónaskap frá starfsfólki vinnumiðlunar - þó svo ég hafi líka fengið ágæta þjónustu.

Helsti áhuginn hjá fulltrúum vinnumiðlunar virðist vera að fá meira fjármagn til að finna aðila sem svindla á kerfinu - þetta er því miður blákaldur veruleikinn Haukur.

Birgitta Jónsdóttir, 26.8.2009 kl. 20:41

4 Smámynd: Haukur Nikulásson

Það er ágætt að þú þarft ekki að kynna þér þetta neitt frekar Birgitta. Það er mjög gott að hafa svona alvitra þingmenn eins og þig. Ég vildi að ég gæti lifað í jafn einföldum heimi og þú.

Haukur Nikulásson, 26.8.2009 kl. 20:48

5 identicon

HAUKUR NIKULÁSONN FER MEÐ RÉTT MÁL ,,,,,,,,,,,,,,

Ég er einn af þessum aumingjum sem hef þurt að sækja til vinnumálastofnunar eftir 30 til 40 ára vinnu,

ÞAR ER BARA YNDISLEGT FÓLK VALIN MAÐUR Í HVERJU RÚMI...

Haukur er einn af þeim

BIRGITTA þú ert kominn á réttan stað fyrir bullið, 

sigurður helgason (IP-tala skráð) 26.8.2009 kl. 20:58

6 Smámynd: Ásgerður

"Helsti áhuginn hjá fulltrúum vinnumiðlunar virðist vera að fá meira fjármagn til að finna aðila sem svindla á kerfinu - þetta er því miður blákaldur veruleikinn Haukur"

Ertu ekki að grínast Birgitta?? Og hverjir eru þá þessir fulltrúar,,líklega yfirmenn stofnunarinnar, en ekki starfsfólkið sem reynir eftir bestu getu að aðstoða fólk í vanda.

Ég vinn sjálf hjá Vinnumálastofnun og reyni eftir bestu getu að aðstoða fólk sem þangað kemur, en ekki að efast um heiðarleika, og við mætum oft reiðu og sáru fólki og fáum að heyra ýmislegt miður fallegt, en að fá svona frá þingmanni, það kemur mér á óvart.

Mikil vonbrigði Birgitta, ég sem hafði trú á þér.

Ásgerður , 27.8.2009 kl. 07:25

7 Smámynd: Birgitta Jónsdóttir

Til að vera skýr: þá á ég við æðstu yfirmenn þessa stofnunar, en ekki fólkið á gólfinu. Ég veit vel að það hefur verið ómanneskjulegt álag hjá vinnumiðlun og fólk hefur staðið sig vel undir þessu álagi. Það hafa samt sem áður verið gerð mörg mistök sem eru ekki ykkar. Ég skil ekki af hverju það þarf að líta á það sem eitthvað neikvætt að gagnrýna þessa stofnun - það mætti til dæmis nýta það til að þjónustan gæti orðið betri. Ég trúi því ekki að ykkur finnist allt vera fullkomið hjá vinnumiðlun. Það er ekki verið að gagnrýna fólkið á gólfinu - en segið mér í fullri hreinskilni hvort að ykkur finnist það virkilega að það sé ekkert sem betur má fara hjá vinnumiðlun?

Ég vinn til dæmis á vinnustað sem er stöðugt verið að gagnrýna og ekki dettur mér í hug að halda því fram að ekkert mætti betur fara hjá okkur.

Birgitta Jónsdóttir, 27.8.2009 kl. 08:02

8 Smámynd: Haukur Nikulásson

Birgitta, það má ýmislegt laga, en til þess þurfið þið á Alþingi að veita til þess meira fé. Við stöndum á öndinni í þessum málum og líka æðstu yfirmenn stofnunarinnar sem ég tel standa sig með prýði.

Þeir þurfa að taka að sér það óvinsæla hlutverk að eiga við þá sem svindla á kerfinu vegna þess að það þeirra lögbundna hlutverk.

Við erum stöðugt að reyna að bæta vinnubrögðin og koma með tillögur að því sem betur má fara. Það fer sína réttu leið til yfirmanna og síðan ráðherra og þings. Endurskoðun laga um atvinnuleysistryggingar er stöðugt í gangi, þú hlýtur að verða vör við það upp úr næstu áramótum og þá máttu leggja málunum lið.

Haukur Nikulásson, 27.8.2009 kl. 08:46

9 Smámynd: Birgitta Jónsdóttir

ég mun með sanni gera allt sem í mínu valdi stendur til að leggja málinu lið og ef þú hefur einhverjar tillögur Haukur þá er þér velkomið að vera í sambandi.

Birgitta Jónsdóttir, 27.8.2009 kl. 10:19

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Birgitta Jónsdóttir
Birgitta Jónsdóttir

Ég vil gjarnan láta eitthvað gott af mér leiða í samfélagi manna. Ég mun einbeita mér að því að því að búa til vettvang fyrir þjóðina að vinna að þeim lýðræðisumbótum sem hún krefst og vill leggja sína krafta í. Ég starfa sem þingmaður og þingflokksformaður fyrir Hreyfinguna - fyrir fólkið í landinu. Ég er formaður vina Tíbets.

Ég vil hafa athugasemdakerfið opið - bið fólk samt um að tjá sig eins og það myndi gera ef við stæðum augnlitis til augnlitis. Ég mun því miður ekki alltaf hafa tíma til að svara kommentum eða tölvupósti en ég reyni að lesa allt með opnum huga. Vil gjarnan nota þetta sem vettvang fyrir fólk að koma með hugmyndir um hvað mætti betur fara í samfélginu okkar.

Ég aðhyllist engin sérstök trúarbrögð, ég tilheyri engu sérstöku flokkakerfi, ég tilheyri engu sérstöku nema þessu stórmerkilega mannkyni og þessari yndislegu jörð. Ég er þakklát fyrir að lifa á sögulegum tímum þar sem allt getur gerst. 

Netfang: birgitta@this.is

Bækur

Bækurnar mínar

  • Bók: Tuttugasta öldin og lærdómar hennar
    Mikhail Gorbatsjov og Daisaku Ikeda : Tuttugasta öldin og lærdómar hennar (ISBN: 9979-772-77-8 )
    Þýddi þessa ásamt Jóni Karli Stefánssyni
  • Bók: Lífsreglurnar fjórar - the Four Agreements
    don Miguel Ruiz: Lífsreglurnar fjórar - the Four Agreements (ISBN: 9979768835)
    Lífsreglurnar fjórar er ævaforn indjánaspeki sem hefur farið sigurför um heiminn. Bókin er byggð á fornri visku Tolteka-indjána og útskýrir sannindi sem er að finna í helgum dulspekihefðum víðsvegar um heim. Lesanda eru kynntar fjórar einfaldar en magnaðar lífsreglur sem vísa leiðina að frelsi og sjálfstæði einstaklingsins. Höfundurinn, don Miguel Ruiz, er af ætt græðara og seiðmanna sem hafa iðkað Toltekafræðin frá aldaöðli. Hann er heimsþekktur fyrir bækur sínar og fyrirlestra.
  • Bók: Dagbók kameljónsins
    Birgitta Jónsdóttir: Dagbók kameljónsins (ISBN: 9979973307)
    Dagbók kameljónsins er þroskasaga stúlku sem hefur þurft að berjast við að sogast ekki inn í geðveiki ættmenna sinna, en sjálfsvíg þeirrar manneskju sem hún leit á sem klettinn í lífi sínu verður til þess að hún gerir sér ljóst hve dýrmætt lífið er. Með því að þvinga sig til að muna fortíðina skapar hún möguleika á að eiga sér einhverja framtíð. Alkóhólismi móður hennar vegur jafnframt þungt í þessu verki og hefur afgerandi áhrif á sjálfmeðvitund söguhetjunnar sem á endanum öðlast þroska til að sjá manneskjuna handan sjúkdómsins sem brýst oft út í mikilli sjálfhverfu þess sem er haldin honum og skilur aðra fjölskyldumeðlimi eftir með því sem næst ósýnilegan geðrænan sjúkdóm sem jafnan er kenndur við meðvirkni. En þetta er engin venjuleg bók, hún er brimfull af von og lausnum, ævintýrum og einlægni og fellur aldrei inn í pytt sjálfsvorunnar. Bókin er tilraun til að brúa bilið á milli þess myndræna sem oft fyrirfinnst í dagbókum, en formið bíður upp á vægðarlausan heiðarleika og gefur lesandanum tækifæri á að nota sitt eigið hugarflug.

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (16.5.): 0
  • Sl. sólarhring: 3
  • Sl. viku: 17
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 17
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Nýjustu myndir

  • ...011-02-25_l
  • ...unknown
  • ...581_1050977
  • ...x-_28-of-81
  • ...490581
Maí 2024
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.