Leita í fréttum mbl.is

Formleg beiðni um skjöl, minnisblöð og samninga vegna Icesave

Reykjavík  15.06.09

Ég sendi eftirfarandi beiðni til Forsætis- og Fjármálaráðuneytis í gær. Það verður spennandi að vita hvort að upplýsingalögin og stjórnsýslulögin verði virt í þessu tilfelli.

"Með vísan til Upplýsingalaga nr. 50/1996 og Stjórnsýslulaga nr. 37/1993 óska ég hér með eftir því að fá afhent öll skjöl er varða samninga yfirvalda á Íslandi við yfirvöld í Bretlandi og Hollandi um ábyrgðir Íslenska ríkisins á innistæðum sparifjáreigenda í þessum löndum, þar með talin gögn og skjöl sem urðu til við samskipti yfirvalda í október 2008 og síðar, ásamt endanlegum samningi sem nú er til umfjöllunar á Alþingi, sem og minnisblöðum nefndarinnar og álitsgerðum sérfræðinga sem voru yfirvöldum til stuðnings við samningagerðina.


Virðingarfyllst,

Birgitta Jónsdóttir

þingflokksformaður Borgarahreyfingarinnar"


mbl.is Bréf Þjóðverja til Kaupþings birt
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Jenný Stefanía Jensdóttir

Sjálfsögð og eðlileg krafa í lýðræðisþjóðfélagi,  bíddu ... hvað skyldi þjóðfélag kallast, þar sem bréf á borð við þitt þarf að berast á borð nefndar.  Myndi skilja ef þetta varðaði einhver óþægileg persónuleg mál eins þingsmanns (perraskap o.þ.h.) en ekki hér þegar þið eigið að samþykkja SKULDAKLAFA sem líklegur er til að ganga af fullveldinu, lýðræðinu, sjálfstæðinu dauðu, ef verstu líkur rætast.

Og höfum við ekki prýðilega reynslu af "worst case scenario" og hvernig okkar fjármálakerfi var undir það búið?

Áfram Birgitta!  Samkvæm eigin sannfæringu, það er það sem beðið er um.

Jenný Stefanía Jensdóttir, 16.6.2009 kl. 07:02

2 Smámynd: Sóldís Fjóla Karlsdóttir

Frábært Birgitta....þú stendur þig vel.......!!!!!

Sóldís Fjóla Karlsdóttir, 16.6.2009 kl. 08:37

3 Smámynd: Sveinn Ríkarður Jóelsson

Frábært og gott að vita. Ég furða mig gjarnan á svona leynd ... hvað er verið að fela og til hvers? Er ekki betra að margir viti en fáir?

Ég veit að fólk réttlætir leynd yfir hinum og þessum gjörningum til að gæta hagsmuna sinna en er það ekki bara vitleysa sem byggir á hræðslu eða einhverju þaðan af verra.

Ég kýs mér fulltrúa ekki leiðtoga og ég vildi helst að fulltrúar okkar upplýstu okkur bara með afar opinskáum hætti og það í rauntíma (eins og kostur er). Ég held það væri bara hressandi að blása burtu setningum á borð við: " ... þetta er samt á viðkvæmu stigi ... ". Hvað með það? Þá er það á viðkvæmu stigi og allir fá að vita það.

Við ættum ekki að standa í viðskiptum við aðila sem krefjast leyndar ... þá er ég e.t.v. að hugsa til framtíðar frekar en samtíðar ... en samt ...

Allavegana finnst mér gott að vita af þessu hjá þér og takk fyrir :)

Sveinn Ríkarður Jóelsson, 16.6.2009 kl. 09:38

4 identicon

Eg bid med ondina i halsinum :-)

Bestu kvedjur

Islendingur (IP-tala skráð) 16.6.2009 kl. 10:32

5 identicon

Þakka þér fyrir þetta og að leyfa okkur að fylgjast með.

Það þarf að finna aðra færa leið en þá sem nú liggur fyrir.

Ef kostirnir eru skilyrtir, verður að upplýsa það. 

Guðríður Adda Ragnarsdóttir (IP-tala skráð) 16.6.2009 kl. 13:54

6 identicon

Þessa grein fann ég áðan á forsíðu www.pressan.is og ef þetta er raunin þá erum við í djúpum skít......eða kviksandi.

Icesave-samningurinn: Fullur af gildrum breskra lögspekinga?

Icesave-samningurinn við Breta er einhliða nauðasamningur, fullur af gildrum breskra lögspekinga, faldar í óvenjuerfiðu ensku lagamáli. Ísland afsalaði sér þjóðréttarlegri stöðu sinni með samningum.

Þessu heldur Ívar Pálsson, viðskiptafræðingur og útflytjandi, fram og vitnar í heimildarmenn sína í íslenska kerfinu.  Orðrétt segir Ívar:

„Fólk djúpt innan kerfisins sem þekkir til Icesave- bardagans, staðfestir að þetta er einhliða nauðasamningur. Nú þegar greinar hans birtast lögspekingum kemur í ljós að allt morar í gryfjum gegn Íslandi. Gryfjurnar eru faldar í óvenju- erfiðu ensku lagamáli. Helst þar má nefna afsal Íslands á þjóðréttarlegri stöðu sinni, þar sem Bretum tókst að færa málið úr þjóðarétti, samningum á milli þjóða, yfir í breskan einkarétt. Lögsagan yrði í raun bresk, í stað þess að vera þjóðréttarleg. Þetta er gert með því að draga íslenska ríkið inn í einkaréttarsamninga á milli banka og tryggingarsjóðsins, sem er einkaaðili. Fyrir vikið missir íslenska ríkið flestan þann rétt og þá stöðu sem fyrir hendi er í dag í þessu máli. Nær ómögulegt yrði að koma viðhlítandi vörnum við frá okkar hendi. Mál þessi fengjust ekki rædd t.d. hjá Sameinuðu þjóðunum, þar sem um einkarétt yrði að ræða. Mál með rakinn rétt Íslands yrðu að engu með afsalinu stóra.“

Ívar segir að vegna þessa fái Bretar í raun ýmsar eignir íslenska ríkisins að veði ef greiðslubrestur verði á samningnum. Þannig gætu Bretar í raun gengið að ýmsum eignum fjármálaráðuneytisins sjálfs.

„Breska ríkið setti raðir lögfróðs fólks, sérfræðinga í það að semja hverja grein samningsins. Hér er mjög undirmannað og eðlilegir umsagnaraðilar fá hvorki samninginn né þá ráðrúm til þess að skoða hann. Brotið er á grundvallarrétti manna með þessari samningagerð. Maður ber ekki ábyrgð á gjörðum annarra nema að maður hafi skrifað undir slíka ábyrgð.“


Ívar segir samninginn bera augljós merki þess að vera einhliða gjörningur breska ríkisins...



„...nauðungarsamningur sem íslenska samninganefndin telur sig hafa orðið að verða við vegna stjórnmálalegs þrýstings, í stað jafnhliða samnings á milli þjóða. Þrýstingurinn að ljúka málinu er svo mikill að augljóslega varð djöfullinn eftir í smáatriðunum.“

anna (IP-tala skráð) 16.6.2009 kl. 16:45

7 Smámynd: Guðjón Sigþór Jensson

Sitthvað fleira mætti spyrja um og gera opinberlegt:

Enskur ríkisborgari gekk út með 280 milljarða út úr Kaupþingi með aðstoð íslenskra vina sinna í viðskiptum og prettum. Þessi maður er í stjórn Exista og virðist vera í miklum metum hjá ýmsum athafnamönnum íslenskum.

Skyldi hann hafa komið við sögu hjá Scotland Yard og þá í tengslum við hvítflybbabrot? 

Akurinn er gríðarlega stór, við verðum að treysta ríkisstjórninni að hún feti rétta leið. Því er ekki gott að þvælast meira fyrir en nauðsyn ber til.

Bestu kveðjur til Þráins. Hans er sárt saknað eftir að hann hvarf úr fjölmiðlum og inn í þetta landsins frægasta karphús.

Mosi

Guðjón Sigþór Jensson, 16.6.2009 kl. 17:39

8 Smámynd: Ásthildur Cesil Þórðardóttir

Birgitta mín mikið er ég glöð að þið eruð þarna inni og gefið okkur innsýn í hvað er að gerast.  Þið eruð alveg nauðsynleg og synd að þið skyldur ekki fá fleiri þingmenn, og ennþá meiri synd að Frjálslyndir skyldu ekki fá inn menn.  Þið hefðuð geta stutt hvort annað, Guðjón Arnar með góða reynslu og þið sem nýjir vendir sem sópa best.  En takk fyrir að vera þarna fyrir okkur öll.  Ég er viss um að mamma þín hefði verið rosalega stolt af stelpunni sinni.

Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 16.6.2009 kl. 23:49

9 Smámynd: Jóna Kolbrún Garðarsdóttir

Frábær beiðni hjá þér.  Það er spurning hvort þessi upplýsinga og stjórnsýslulög séu bara plat, lög til þess að villa um fyrir fólki.  Maður spyr sig. 

Jóna Kolbrún Garðarsdóttir, 17.6.2009 kl. 02:34

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Birgitta Jónsdóttir
Birgitta Jónsdóttir

Ég vil gjarnan láta eitthvað gott af mér leiða í samfélagi manna. Ég mun einbeita mér að því að því að búa til vettvang fyrir þjóðina að vinna að þeim lýðræðisumbótum sem hún krefst og vill leggja sína krafta í. Ég starfa sem þingmaður og þingflokksformaður fyrir Hreyfinguna - fyrir fólkið í landinu. Ég er formaður vina Tíbets.

Ég vil hafa athugasemdakerfið opið - bið fólk samt um að tjá sig eins og það myndi gera ef við stæðum augnlitis til augnlitis. Ég mun því miður ekki alltaf hafa tíma til að svara kommentum eða tölvupósti en ég reyni að lesa allt með opnum huga. Vil gjarnan nota þetta sem vettvang fyrir fólk að koma með hugmyndir um hvað mætti betur fara í samfélginu okkar.

Ég aðhyllist engin sérstök trúarbrögð, ég tilheyri engu sérstöku flokkakerfi, ég tilheyri engu sérstöku nema þessu stórmerkilega mannkyni og þessari yndislegu jörð. Ég er þakklát fyrir að lifa á sögulegum tímum þar sem allt getur gerst. 

Netfang: birgitta@this.is

Bækur

Bækurnar mínar

  • Bók: Tuttugasta öldin og lærdómar hennar
    Mikhail Gorbatsjov og Daisaku Ikeda : Tuttugasta öldin og lærdómar hennar (ISBN: 9979-772-77-8 )
    Þýddi þessa ásamt Jóni Karli Stefánssyni
  • Bók: Lífsreglurnar fjórar - the Four Agreements
    don Miguel Ruiz: Lífsreglurnar fjórar - the Four Agreements (ISBN: 9979768835)
    Lífsreglurnar fjórar er ævaforn indjánaspeki sem hefur farið sigurför um heiminn. Bókin er byggð á fornri visku Tolteka-indjána og útskýrir sannindi sem er að finna í helgum dulspekihefðum víðsvegar um heim. Lesanda eru kynntar fjórar einfaldar en magnaðar lífsreglur sem vísa leiðina að frelsi og sjálfstæði einstaklingsins. Höfundurinn, don Miguel Ruiz, er af ætt græðara og seiðmanna sem hafa iðkað Toltekafræðin frá aldaöðli. Hann er heimsþekktur fyrir bækur sínar og fyrirlestra.
  • Bók: Dagbók kameljónsins
    Birgitta Jónsdóttir: Dagbók kameljónsins (ISBN: 9979973307)
    Dagbók kameljónsins er þroskasaga stúlku sem hefur þurft að berjast við að sogast ekki inn í geðveiki ættmenna sinna, en sjálfsvíg þeirrar manneskju sem hún leit á sem klettinn í lífi sínu verður til þess að hún gerir sér ljóst hve dýrmætt lífið er. Með því að þvinga sig til að muna fortíðina skapar hún möguleika á að eiga sér einhverja framtíð. Alkóhólismi móður hennar vegur jafnframt þungt í þessu verki og hefur afgerandi áhrif á sjálfmeðvitund söguhetjunnar sem á endanum öðlast þroska til að sjá manneskjuna handan sjúkdómsins sem brýst oft út í mikilli sjálfhverfu þess sem er haldin honum og skilur aðra fjölskyldumeðlimi eftir með því sem næst ósýnilegan geðrænan sjúkdóm sem jafnan er kenndur við meðvirkni. En þetta er engin venjuleg bók, hún er brimfull af von og lausnum, ævintýrum og einlægni og fellur aldrei inn í pytt sjálfsvorunnar. Bókin er tilraun til að brúa bilið á milli þess myndræna sem oft fyrirfinnst í dagbókum, en formið bíður upp á vægðarlausan heiðarleika og gefur lesandanum tækifæri á að nota sitt eigið hugarflug.

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (2.5.): 1
  • Sl. sólarhring: 2
  • Sl. viku: 19
  • Frá upphafi: 508746

Annað

  • Innlit í dag: 1
  • Innlit sl. viku: 19
  • Gestir í dag: 1
  • IP-tölur í dag: 1

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Nýjustu myndir

  • ...011-02-25_l
  • ...unknown
  • ...581_1050977
  • ...x-_28-of-81
  • ...490581
Maí 2024
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband