Leita í fréttum mbl.is

Ég sagði NEI við þessu frumvarpi

ásamt Þór Saari. Við vorum einu þingmennirnir sem greiddu atkvæði gegn þessu frumvarpi. Það hve hratt svona flókið frumvarp átti að fara í gegnum þingið finnst mér algerlega óásættanleg vinnubrögð. Þónokkuð hefur borið á því að það eigi að keyra frumvörp í gegn á afbrigðum síðan þing var sett. Mér finnst að það eigi að vera til algerra undantekninga en ekki eitthvað sem maður á að greiða atkvæði með nánast á degi hverjum. Ég mun því uns þetta verklag verður lagað sitja hjá eða greiða atkvæði gegn flýtimeðferð á frumvörpum í gegnum þingið. Skil reyndar ekki af hverju restin af stjórnarandstöðuflokkunum greiddu ekki atkvæði gegn þessu tiltekna frumvarpi sem greinilega var þess eðlis að margt óljóst og afar stórt í sniðum er varðar þjóðarhag hékk á spýtunni.

p.s. Margrét og Þráinn voru forfölluð og útskýrir það af hverju þau tóku ekki þátt í atkvæðagreiðslunni.


mbl.is Þingmenn fá ekkert að vita
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Góðan dag; Birgitta !

Samt; sem áður, munu svik ykkar, við íslenzka Alþýðu verða lengi í minnum höfð. Þið; ''Borgara hreyfingar'' fólk, velflest, hafið selt fordæðunni Jóhönnu Sigurðardóttur, og hinum lúmska Þistilfirðingi, Steingrími J. Sigfússyni, aumar sálir ykkar, og mun hefnast grimmilega, þó síðar verði.

Undirlægjuskapur ykkar; gagnvart ESB og AGS dekrinu, hérlendis, er geymt en ekki gleymt - svo skýrt; og undanbragða laust, sé orðað.

Þá; allir óþjóðhollir - sem Landvættanna fjendur og Fjallkonu okkar, eru á braut gengnir - þá fyrst; mun verða tímabært, að ræða uppbyggingu hér, á ný.

Með; afar snúðugum kveðjum, úr Árnesþingi /

Óskar Helgi Helgason, frá Gamla Hrauni og Hvítárvöllum   

Óskar Helgi Helgason (IP-tala skráð) 30.5.2009 kl. 16:49

2 Smámynd: Páll A. Þorgeirsson

Rétt ákvörðun hjá ykkur.

Að samþykkja eitthvað sem maður ekki veit segir mér mikið um flokksræðið á Alþingi.

Gott dæmi um það er síðasta áfengis og tóbakshækkun þegar Lilja Mósesdóttir bað um nettótekjur ríkisins af hækkuninni og Steingrímur ásamt öðrum stjórnarliðum virtust ekkert hafa spáð í það. 

Steingrímur á víst að hafa tekið Lilju á eintal og sagt, svona gerir maður ekki Lilja, svo hér eftir er hún undir flokksaga.

Páll A. Þorgeirsson, 30.5.2009 kl. 16:50

3 Smámynd: Birgitta Jónsdóttir

Hvaða bull og vitleysa er þetta í þér Óskar minn. Betra væri að kynna sér aðeins betur hvað við stöndum fyrir áður en þú ferð að draga ályktanir. Ef þú vissir eitthvað um mig þá væri þér það ljóst að ég er búin um langa hríð að vara þjóðina við AGS. Ef þú heldur að ég sé einhver ESB dekrari þá ferðu jafnframt villur vegar. Ég væri hlynntari könnunarviðræðum um samningsdrög en aðildarviðræðum. Ég svo bara ekki hvað þú ert að vitna í varðandi undirlægjuhátt en margur heldur mig sig.

Birgitta Jónsdóttir, 30.5.2009 kl. 18:21

4 Smámynd: Brjánn Guðjónsson

sagði Gulli Já?

Brjánn Guðjónsson, 30.5.2009 kl. 18:40

5 Smámynd: Brjánn Guðjónsson

ekki veit ég hvort Óskar Helgi er fullur erða bara hann sé svona að jafnaði.

ég endursendi alla hans orðræðu þangað sem hún á heima.

Í fyrsta sinn í sögu lýðveldisins, á fólk sér alvöru málsvara á Alþingi. fólk sem talar síðan opinberlega um þingstörfin. upplýsir kjósendur sína.

hér tala ég auðvitað um Birgittu, Margréti og Þór og Þráinn.

Vildi þau væri fleiri.

Brjánn Guðjónsson, 30.5.2009 kl. 18:45

6 Smámynd: Birgitta Jónsdóttir

Gulli og allir hinir sögðu JÁ - sátu ekki einu sinni hjá!

Birgitta Jónsdóttir, 30.5.2009 kl. 19:48

7 Smámynd: Anna Benkovic Mikaelsdóttir

...sé enn sárar eftir að hafa ekki kosið Borgarahreyfinguna!

Anna Benkovic Mikaelsdóttir, 30.5.2009 kl. 19:53

8 identicon

Komið þið sæl, á ný !

Birgitta og Brjánn ! Ódýrar afsakanir ykkar, sem svigurmæli, hafa ekkert með málefnalega orðræðu að gera.

Þið; sem ljáið máls, ''á viðræðum'' við Nazistana í Brussel, eruð heldur lítilsigld, í mínum huga, vægt,, til orða tekið.

Brjánn ! Ég ákvað, 12 ára gamall (1970), að ónáða ekki, ódáminn Bakkus, og hefi staðið við, síðan. Reyki; því mun meir - 1 til 2pk. á dag. Annars,.... væri ég löngu dauður úr leiðindum , ágæti drengur.

Með; fremur þurrum kveðjum /

Óskar Helgi Helgason

Óskar Helgi Helgason (IP-tala skráð) 30.5.2009 kl. 19:54

9 Smámynd: Anna Benkovic Mikaelsdóttir

Óskar, hvað ertu að skrifa um?

Anna Benkovic Mikaelsdóttir, 30.5.2009 kl. 20:03

10 identicon

Komið þið sæl; enn !

Anna Benkovic !

Far þú; inn á síðu mína - þér til glöggvunar.

Vona; að þið lítið ekki á O lista liðið (Samfylkingar viðhengin) , sem einhverjar Goðum bornar ósnertanlegar fígúrur, hverjar ei megi snerta, sökum einhvers uppskrúfaðs heilagleika, gott fólk.

Með; þurrum kveðjum, sem fyrr /

Óskar Helgi Helgason

Óskar Helgi Helgason (IP-tala skráð) 30.5.2009 kl. 20:40

11 Smámynd: Sóldís Fjóla Karlsdóttir

Birgitta....það er frábært og traustvekjandi að eiga málssvara á Alþingi. Þú stendur þig vel.

Sóldís Fjóla Karlsdóttir, 30.5.2009 kl. 21:53

12 Smámynd: Marteinn Unnar Heiðarsson

Ég setti smá athugasemd á bloggið mitt í gær,það er mín skoðun.Maður vill fá að vita hvort heilög Jóhanna er að ljúga að okkur varðandi AGS,þeir virðast vera farnir að stjórna hér og ef svo heldur áfram þá spyr ég bara i hvaða höndum munu okkar auðlindir lenda svo sem Landsvirkjun Orkuveitan og fiskurinn í kringum landið okkar.Svona vinnur AGS setja þvinganir á lönd og taka síðan veð í því sem dýrmætast er í hverju landi og koma því svo fyrir að aldrei sé hægt að borga og þá er veðskuldin tekin og nýtt til fullnustu.Mín skoðun er sú að senda AGS burt og það strax áður en það verður of seint,gera bankana upp stofna einn ríkisbanka hann dugar landinu alveg,sparisjóðirnir meiga halda sér og önnur smærri fjármálafyrirtæki.Við getum aldrei borgað þessar skuldir þessara pókermanna sem töpuðu og ef ríkisstjórnin ætlar að borga þetta þá eru öll okkar auðæfi farin fyrir eigin hagsmuni en ekki þjóðarinnar.Við þurfum að losna við þessa landráðastjórn strax og fá menn með dug og þor sem geta tekið ákvarðanir sem koma þjóðinni best.

Marteinn Unnar Heiðarsson, 30.5.2009 kl. 23:59

13 Smámynd: Birgitta Jónsdóttir

Óskar minn þú ert bara sár útaf því lénsskipulagið riðlaðist og XD og XB eru í minnihluta:)

Sammála þér Marteinn Unnar - við verðum að gera eitthvað núna - finnst þessar tillögur þínar miklu mun betri en bútasaumur ríkisstjórnarinnar.

Takk ævinlega fyrir hlý orð og traustið...

Birgitta Jónsdóttir, 31.5.2009 kl. 00:39

14 identicon

Sæl Birgitta !

Ég er stoltur kjósnadi Borgarahreifingarinar í síðustu kosningum  !

Vil bara segja ykkur eftir að þið hafið afið störf á alþinig , þá valdið þið mér ekki vonbrgrygðum  !

Það eruð aðrir sem gera það !

Eitt sem ég vil segja við þig, ekki gera það sem þú sérð eftir !!!

JR (IP-tala skráð) 31.5.2009 kl. 01:21

15 identicon

Komið þið sæl; enn og aftur !

Birgitta !

Margt; má nú upp á mig klaga, en stuðningsmaður B og D lista, hefi ég aldrei verið, og mun ei verða, úr þessu.

Það; sem gremur mig helzt, er þessi lágkúrulega fylgisspekt ykkar, við ESB landráða fyrirætlunum kratanna, og,, að þið skuluð dirfast, að verða dús, við þau Jóhönnu og Steingrím, Það mun verða ykkur, til ævarandi skammar, hvar kjósendur þeir, sem ég veit, að studdu ykkur, gerðu sér miklar væntingar, með ykkar hóp, í upphafi, en,...... lengi skal manninn reyna, sem á daginn kom.

Tilhlýðilegra hefði mér þókt; að vopnabræður mínir, í sjóhunda- og bændanna hliðhollu þungavigtarsveit Frjálslynda flokksins, hefðu náð, að koma stefnumálum áfram, með nokkrum hópi, umfram þá, sem áður voru - með 100 þúsund tonna aukningu þorskveiða; STRAX og byggingu áburðarverksmiðju, norður við Hrútafjörð, til þess að vega, gegn ofurgjöldum áburðarverðsins, en,..... það, er varla, mikið áhyggjuefni ykkar 4, hver nú sitjið, fyrir liðónýtan O lista, hver viðhengi reynist vera; ódýrt, við ESB krata hyskið, þá á reyndi.

Með; afar nöprum kveðjum stórreykinga þjóðernis sinna, hvers hlakkar til þeirrar stundar - að þurfa ekki, að sjá smetti ónýtra stjórnmála manna, geifla sig, öllu oftar - í liðónýtum fjölmiðlum þessa lands, ágæta lista kona - þó engin sért þú stjórnmála jöfurinn /

Þakka þér samt; fölskvalausa baráttuna, fyrir réttindum hins landlausa Kenýu manns, á liðnu sumri, árið 2008. Manndóms bragur þar að, Birgitta. 

Og; að endingu. Þú sýnir þann drengskap, að svara pílum mínum, hér á síðu þinni - annað; en Þór Saari, á hans síðu, og varð hann þó spjallvinur minn, skömmu fyrir kosningar.

Óskar Helgi Helgason   

Óskar Helgi Helgason (IP-tala skráð) 31.5.2009 kl. 01:36

16 identicon

Birgitta,

Mér finnst skrýtið að hvorki þú né aðrir hér nefna það eina sem skiptir máli; hvers vegna þú greiddir atkvæði gegn þessu frumvarpi?

Geturðu kannski sagt okkur það?

Þ.e. efnislega, hvað hefurðu á móti þessu? - því ekki getum verið greitt atkvæði gegn einhverju, bara ef það er vegna flýtimeðferðar, er það...?

Þorfinnur (IP-tala skráð) 31.5.2009 kl. 02:11

17 identicon

Afhverju segið þið EKKI NEI við ESB LANDRÁÐAFRUMVARPI ÖSSURAR !

Þar lítur út fyrir að þið hafið verið verið keypt til þjónustu, eða hvað ?

Annað finnst mér í raun engu máli skipta lengur, hvorki vinstri eða hægri eða norður né niður.

                             ÁFRAM ÍSLAND - EKKERT ESB !

Gunnlaugur Ingvarsson (IP-tala skráð) 31.5.2009 kl. 07:26

18 identicon

Birgitta það er ánægju legt að fylgjast með ykkur fra´Borgarahreyfingunni þarna á þingi, ekki tilbúin að beygja ykkur og hneigja gegn ykkar sannfæringu.

Margir þarna eru aðeins strengjabrúður fárra valdsjúkra.

Ég skil ekki ummæli eins og þessi Óskar Helgi hérna er að láta út úr sér, varðandi ESB þá er það einfalt, það á að ganga til viðræðna, sjá hvað út úr þeim kemur, og leyfa síðan þjóðinni að kjósa um samninginn. Þetta er mjög einfalt og lýðræðislegt.

Varðandi AGS þá held ég að það hafi verið stór mistök að gangast undir hans stefnu, og við ættum að skoða það að skila þeim fénu og hætta að greiða þeim himinháa vexti sem af láni sem ekki er verið að nota hvort eð er, þykir líklegt að með þvi að fella niður vaxtagjöldin af þessu láni þá fengist meira í kassann heldur en með því að auka álögur á fjölskyldurnar í landinu. 

Það er kominn tími á niðurfellingu skulda heimilanna ellegar aðra byltingu

Steinar Immanúel Sörensson (IP-tala skráð) 31.5.2009 kl. 09:25

19 Smámynd: Kolbrún Baldursdóttir

Sæl, annars vegar er kvartað yfir því að ekki sé unnið nógu hratt og síðan er kvartað yfir að unnið sé of hratt. Það er aldrei neitt nógu gott virðist vera.

Þótt mál teljist flókið er oft ekki þar með sagt að það reynist farsælla að verja meiri tíma í það.  Auk þess það sem einum finnst flókið finnst öðrum kannski bara sáraeinfalt.

Ég ætla bara rétt að vona að þið standið við þá stefnu sem þið lögðuð af stað með og þá sérstaklega varðandi ESB málin og þá man ég ekki betur en rætt hafi verið um aðildarviðræður.

Að tala um könnunarviðræður er bara útúrsnúningur, enda ekkert slíkt í boði. Ég sem borgari vil fá að vita hvað stendur á svona plaggi. Hef fengið nóg af því að hlusta á alla besservissanna sem segja mér að þeir viti það nú þegar. Það er mál að linni hvað þetta varðar, við þurfum að koma þessu af stað og kjósa síðan um þetta. 

Kolbrún Baldursdóttir, 31.5.2009 kl. 11:10

20 identicon

Komið þið sæl; enn og aftur !

Steinar Immanúel !

Fyrir hvaða sakir; skyldum við undirganagst ok Nazistanna, í Fjórða ríkinu á Brussel völlum ?

Gleymdu ekki; þeim fórnum, sem þorri heimsbyggðarinnar lagði á sig, til þess að sigrast á Þriðja ríki þessarra andskota, 1945.

Þetta samansafn; gömlu Evrópsku nýlenduveldanna sjá aðeins eitt; og bara EITT - auðlindir okkar, hér á Norðurhjaranum, sem þeir hyggjast komast yfir - með góðu; eða þá illu. Skoða þú, mál öll, í víðasta samhengi, nema; O - S eða þá V lista fólkið, sé búið að menga þinn huga svo, að þú kunnir ei, að greina rétt frá röngu, ágæti drengur.

Með; þurrum kveðjum - sem fyrr og áður /

Óskar Helgi Helgason 

Óskar Helgi Helgason (IP-tala skráð) 31.5.2009 kl. 17:04

21 Smámynd: Elfur Logadóttir

Birgitta, var ekki önnur af tveimur helstu ástæðum þess að keyra þurfti málið í gegn í liðinni viku, að útborgun launa starfsmanna þeirra banka sem heyra undir skilanefndir er á morgun?

Sáu menn ekki fram á að skilanefndirnar voru búnar að ákveða að borga ekki launin, því þeir töldu sig ekki mega það á grundvelli lagabreytingarinnar frá því í apríl?

Þar fyrir utan þá held ég að það sé betra fyrir okkur til framtíðar að ganga frá þeim skuldbindingum sem við þó getum í dag, því það sparar okkur vaxtakostnaðinn - og hafi frágenginn samningur skilanefndar Kaupþings við innistæðieigendur í Þýskalandi staðið ógn af þessum lagaákvæðum, þá er það í mínum huga "added bonus" - en útborganir launa starfsmanna fallinna banka er í mínum huga aðalatriðið.

Elfur Logadóttir, 31.5.2009 kl. 17:41

22 Smámynd: Vilhelmina af Ugglas

Sæl Birgitta!

þó ég sé ósammála þér um Dalai Lama og telji hann karlpung og fulltrúa klerkaveldis og kúgunar sem á að leggja niður, þá er ég sammála þér um margt:)

Ég kaus þig og ykkur í Borgarahreyfingunni og ég er sammála þessari færslu þinni.

En hvað um það. Það er eitthvað rotið í Samfylkingunni. Það fólk þar sem var í útrásarliðinu er nú sama fólkið sem er hvað ákafast í að koma Íslandi í ESB.

Það er einna helst að kona trúi því að þetta fólk hafi eitthvað að fela?

Vilhelmina af Ugglas, 31.5.2009 kl. 21:19

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Birgitta Jónsdóttir
Birgitta Jónsdóttir

Ég vil gjarnan láta eitthvað gott af mér leiða í samfélagi manna. Ég mun einbeita mér að því að því að búa til vettvang fyrir þjóðina að vinna að þeim lýðræðisumbótum sem hún krefst og vill leggja sína krafta í. Ég starfa sem þingmaður og þingflokksformaður fyrir Hreyfinguna - fyrir fólkið í landinu. Ég er formaður vina Tíbets.

Ég vil hafa athugasemdakerfið opið - bið fólk samt um að tjá sig eins og það myndi gera ef við stæðum augnlitis til augnlitis. Ég mun því miður ekki alltaf hafa tíma til að svara kommentum eða tölvupósti en ég reyni að lesa allt með opnum huga. Vil gjarnan nota þetta sem vettvang fyrir fólk að koma með hugmyndir um hvað mætti betur fara í samfélginu okkar.

Ég aðhyllist engin sérstök trúarbrögð, ég tilheyri engu sérstöku flokkakerfi, ég tilheyri engu sérstöku nema þessu stórmerkilega mannkyni og þessari yndislegu jörð. Ég er þakklát fyrir að lifa á sögulegum tímum þar sem allt getur gerst. 

Netfang: birgitta@this.is

Bækur

Bækurnar mínar

  • Bók: Tuttugasta öldin og lærdómar hennar
    Mikhail Gorbatsjov og Daisaku Ikeda : Tuttugasta öldin og lærdómar hennar (ISBN: 9979-772-77-8 )
    Þýddi þessa ásamt Jóni Karli Stefánssyni
  • Bók: Lífsreglurnar fjórar - the Four Agreements
    don Miguel Ruiz: Lífsreglurnar fjórar - the Four Agreements (ISBN: 9979768835)
    Lífsreglurnar fjórar er ævaforn indjánaspeki sem hefur farið sigurför um heiminn. Bókin er byggð á fornri visku Tolteka-indjána og útskýrir sannindi sem er að finna í helgum dulspekihefðum víðsvegar um heim. Lesanda eru kynntar fjórar einfaldar en magnaðar lífsreglur sem vísa leiðina að frelsi og sjálfstæði einstaklingsins. Höfundurinn, don Miguel Ruiz, er af ætt græðara og seiðmanna sem hafa iðkað Toltekafræðin frá aldaöðli. Hann er heimsþekktur fyrir bækur sínar og fyrirlestra.
  • Bók: Dagbók kameljónsins
    Birgitta Jónsdóttir: Dagbók kameljónsins (ISBN: 9979973307)
    Dagbók kameljónsins er þroskasaga stúlku sem hefur þurft að berjast við að sogast ekki inn í geðveiki ættmenna sinna, en sjálfsvíg þeirrar manneskju sem hún leit á sem klettinn í lífi sínu verður til þess að hún gerir sér ljóst hve dýrmætt lífið er. Með því að þvinga sig til að muna fortíðina skapar hún möguleika á að eiga sér einhverja framtíð. Alkóhólismi móður hennar vegur jafnframt þungt í þessu verki og hefur afgerandi áhrif á sjálfmeðvitund söguhetjunnar sem á endanum öðlast þroska til að sjá manneskjuna handan sjúkdómsins sem brýst oft út í mikilli sjálfhverfu þess sem er haldin honum og skilur aðra fjölskyldumeðlimi eftir með því sem næst ósýnilegan geðrænan sjúkdóm sem jafnan er kenndur við meðvirkni. En þetta er engin venjuleg bók, hún er brimfull af von og lausnum, ævintýrum og einlægni og fellur aldrei inn í pytt sjálfsvorunnar. Bókin er tilraun til að brúa bilið á milli þess myndræna sem oft fyrirfinnst í dagbókum, en formið bíður upp á vægðarlausan heiðarleika og gefur lesandanum tækifæri á að nota sitt eigið hugarflug.

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (30.4.): 2
  • Sl. sólarhring: 5
  • Sl. viku: 14
  • Frá upphafi: 508740

Annað

  • Innlit í dag: 2
  • Innlit sl. viku: 14
  • Gestir í dag: 2
  • IP-tölur í dag: 2

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Nýjustu myndir

  • ...011-02-25_l
  • ...unknown
  • ...581_1050977
  • ...x-_28-of-81
  • ...490581
Apríl 2024
S M Þ M F F L
  1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30        

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.