Leita í fréttum mbl.is

Meðalaldur íbúa á Gaza er 17 ár

gaza85.jpgÉg hvet fólk til að horfa á viðtal við norska lækninn Mads Gilbert í Kastljósi frá því í gærkvöldi. Þar kom fram að meðalaldur íbúa Gaza er 17 ár. 750 þúsund íbúa Gaza eru börn undir 15 ára aldri. Á Gaza eru 1.5 milljón íbúar.

Hann líkti þessu við fangabúðir þar sem enginn kemst út - Á Gaza eru aðeins 2 vitni frá öðrum löndum, Mads er annar þeirra, hinn er einnig læknir. Báðir starfa þeir sem sjálfboðaliðar. 

Hvet fólk sem er nóg boðið að mæta fyrir utan bandaríska sendiráðið. Ef þið komist ekki en viljið sína börnunum og fólkinu á Gaza ykkar stuðning - þá gætuð þið kveikt á kerti fyrir þau á þessum tíma og beðið fyrir þeim. 

Ég tek það fram að ég styð ekki Hamas - ég á fullt af vinum sem eru gyðingar og ég frábið mér öll haturskomment. Ég lýsi yfir minni innri þjóðarsorg út af þessu og öllum öðrum voðaverkum í heiminum. 


mbl.is Ráðaleysi í Öryggisráðinu
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Thetta stenzt ekki ad medalaldur íbúa Gaza sé 17 ár. Ad vísu er um helmingur íbúa í Gaza undir átján ára aldri en hvada rugl er thetta med 750 íbúa??

S.H. (IP-tala skráð) 8.1.2009 kl. 06:57

2 Smámynd: Birgitta Jónsdóttir

Nafnlaus ert þú með betri heimildir um aldurssamsetningu íbúa Gaza - ef svo er vildir þú þá vera svo vænn að senda mér þær heimildir?

Ég gleymdi að setja inn eitt orð... búin að leiðrétta nú stendur 750.000 af 1.5 milljón íbúa Gaza.

Birgitta Jónsdóttir, 8.1.2009 kl. 07:05

3 identicon

Du måste förstå att din teori om medelålder på femton år faller på sin egen orimlighet, även om man i Gaza nu på morgonen började skjuta av menta kollobaratörer med Israel. Nio personer avrättades. Jag förmodar att de var över 18 år. Vad tror du?

Och bespara oss den antisemitiska klyschan om "att många av mina vänner är judar"

S.H. (IP-tala skráð) 8.1.2009 kl. 07:12

4 Smámynd: Birgitta Jónsdóttir

nafnlaus - þetta segir mér ekki neitt- hvar ertu með alvöru heimildir - Mads er á Gaza - hvar ert þú?

Birgitta Jónsdóttir, 8.1.2009 kl. 07:16

5 Smámynd: Ingibjörg SoS

Birgitta!

Finnst þér ekki orðið áberandi meir um það hvað hrannast inn af ósyppatiskum einstaklingum með tittlingaskíts athugasemdir við manneskjulegar og málefnalegar færslur?

S.H.!  Ertu með hjartað staðsett inni í krepptum hnefum þínum!

ps. Já, Birgitta, ég umbreyttist í haf

Ingibjörg SoS, 8.1.2009 kl. 10:27

6 Smámynd: Birgitta Jónsdóttir

Það er nokkuð til í því Ingbjörg - en svo koma svona ljósgeislar eins og þú og það bætir upp fyrir 1000 tröll með kreppta óværuhnefa:)

Birgitta Jónsdóttir, 8.1.2009 kl. 10:51

7 Smámynd: Rut Sumarliðadóttir

Ég lýsi líka yfir þjóðarsorg í mínu hjarta, grét með þér við að horfa á þetta viðtal. Syndir feðranna...

Rut Sumarliðadóttir, 8.1.2009 kl. 13:29

8 Smámynd: Jónas Rafnar Ingason

S.H, Jeg har ingen Jödiske venner og jeg forbeholder min rett til å kritisere Israels aksjoner på Gaza uten å være antisemetisk. 

Það finnst mér Birgitta líka geta!

Jónas Rafnar Ingason, 8.1.2009 kl. 14:47

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Birgitta Jónsdóttir
Birgitta Jónsdóttir

Ég vil gjarnan láta eitthvað gott af mér leiða í samfélagi manna. Ég mun einbeita mér að því að því að búa til vettvang fyrir þjóðina að vinna að þeim lýðræðisumbótum sem hún krefst og vill leggja sína krafta í. Ég starfa sem þingmaður og þingflokksformaður fyrir Hreyfinguna - fyrir fólkið í landinu. Ég er formaður vina Tíbets.

Ég vil hafa athugasemdakerfið opið - bið fólk samt um að tjá sig eins og það myndi gera ef við stæðum augnlitis til augnlitis. Ég mun því miður ekki alltaf hafa tíma til að svara kommentum eða tölvupósti en ég reyni að lesa allt með opnum huga. Vil gjarnan nota þetta sem vettvang fyrir fólk að koma með hugmyndir um hvað mætti betur fara í samfélginu okkar.

Ég aðhyllist engin sérstök trúarbrögð, ég tilheyri engu sérstöku flokkakerfi, ég tilheyri engu sérstöku nema þessu stórmerkilega mannkyni og þessari yndislegu jörð. Ég er þakklát fyrir að lifa á sögulegum tímum þar sem allt getur gerst. 

Netfang: birgitta@this.is

Bækur

Bækurnar mínar

  • Bók: Tuttugasta öldin og lærdómar hennar
    Mikhail Gorbatsjov og Daisaku Ikeda : Tuttugasta öldin og lærdómar hennar (ISBN: 9979-772-77-8 )
    Þýddi þessa ásamt Jóni Karli Stefánssyni
  • Bók: Lífsreglurnar fjórar - the Four Agreements
    don Miguel Ruiz: Lífsreglurnar fjórar - the Four Agreements (ISBN: 9979768835)
    Lífsreglurnar fjórar er ævaforn indjánaspeki sem hefur farið sigurför um heiminn. Bókin er byggð á fornri visku Tolteka-indjána og útskýrir sannindi sem er að finna í helgum dulspekihefðum víðsvegar um heim. Lesanda eru kynntar fjórar einfaldar en magnaðar lífsreglur sem vísa leiðina að frelsi og sjálfstæði einstaklingsins. Höfundurinn, don Miguel Ruiz, er af ætt græðara og seiðmanna sem hafa iðkað Toltekafræðin frá aldaöðli. Hann er heimsþekktur fyrir bækur sínar og fyrirlestra.
  • Bók: Dagbók kameljónsins
    Birgitta Jónsdóttir: Dagbók kameljónsins (ISBN: 9979973307)
    Dagbók kameljónsins er þroskasaga stúlku sem hefur þurft að berjast við að sogast ekki inn í geðveiki ættmenna sinna, en sjálfsvíg þeirrar manneskju sem hún leit á sem klettinn í lífi sínu verður til þess að hún gerir sér ljóst hve dýrmætt lífið er. Með því að þvinga sig til að muna fortíðina skapar hún möguleika á að eiga sér einhverja framtíð. Alkóhólismi móður hennar vegur jafnframt þungt í þessu verki og hefur afgerandi áhrif á sjálfmeðvitund söguhetjunnar sem á endanum öðlast þroska til að sjá manneskjuna handan sjúkdómsins sem brýst oft út í mikilli sjálfhverfu þess sem er haldin honum og skilur aðra fjölskyldumeðlimi eftir með því sem næst ósýnilegan geðrænan sjúkdóm sem jafnan er kenndur við meðvirkni. En þetta er engin venjuleg bók, hún er brimfull af von og lausnum, ævintýrum og einlægni og fellur aldrei inn í pytt sjálfsvorunnar. Bókin er tilraun til að brúa bilið á milli þess myndræna sem oft fyrirfinnst í dagbókum, en formið bíður upp á vægðarlausan heiðarleika og gefur lesandanum tækifæri á að nota sitt eigið hugarflug.

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (1.11.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku: 3
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 3
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Nýjustu myndir

  • ...011-02-25_l
  • ...unknown
  • ...581_1050977
  • ...x-_28-of-81
  • ...490581
Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband