Leita í fréttum mbl.is

Kjósa takk

Mikið er rætt um, meðal annars hér á blogginu mínu að hér skulu ekki verða galdrabrennur. Það er sniðugt að nota þetta orð, runnið undan rifjum þeirra sem vilja að við tökum því sem hefur gerst hér án þess að segja neitt, gera neitt, eða krefjast neins. Kannski er vita gagnslaust að mótmæla, en ég hef séð það að ef nógu margir sýna í orði og á borði að þeir vilji breytingar að það virkar.

Ég vil ekki galdrabrennur, ég vil ekki tjarga neinn EN ég vil ekki að sama fólkið sjái um endurreisn sem felldi þetta samfélag. Ég held að fólk geri sér ekki grein fyrir hvaða áhrif allt þetta sukk og einkavinavæðingarbull hefur kallað yfir okkur.

Sumum finnst það rangt að krefjast þess að Davíð byrji á því að fara frá völdum. Allt eða ekkert segja sumir og satt best að segja hefði ég viljað að mótmælin á morgun myndu fjalla um allan pakkann... ég vil fá að kjósa, ég vil nýja stjórn yfir allan seðlabankann, ég vil að þeir auðmenn sem tóku þátt í fallinu fái að gjalda fyrir það, selji eigur sínar og borgi skuldir sínar til þjóðarinnar. 

Ég veit ekki hvort að fangelsi sé lausnin, en það væri ágætt ef við myndum senda þetta fólk út í Papey og leifum þeim að búa við meinlætalifnað um stund, eða fá þau í samfélagsþjónustu í nokkur ár. 

Ég hafði aldrei neitt sérstakt traust til ríkisstjórnar, banka eða auðmanna. Ég vil fá að kjósa, ég held að Þorgerður hafi rangt fyrir sér þegar hún reynir að bjarga eigin skinni og vill ekki leyfa okkur að kjósa fyrr en eftir 3 ár. Ríkisstjórnin og sér í lagi XD er vanhæft til að fara í naflaskoðun án þess að færa einhverjar fórnir. Þetta er eins og alki segist ætla að fara í meðferð eftir næsta fyllerí. 

Ég vil fá að kjósa, ég vil hreinsun, en ég verð að viðurkenna að ég held að ég muni skila auðu. Ég lýsi vantrú á allt og alla. Ég er þreytt á atvinnupólitíkusum, ég er þreytt á því að þeir sem stjórna hér eru í engum tengslum við veruleikann. Ég er þreytt á því að heyra stöðugt talað um veruleika minn af einhverjum greiningardeildum, af fólki sem getur ekki skilið hvað það er að missa allt og eiga ekki fyrir mat eða öruggt húsaskjól. 

Ég tek það fram að ég á ekkert og hef engu tapað, en þarf eins og aðrir að þrengja sultarólina, því allt hefur hækkað svo mikið, sér í lagi matvara og það er harla erfitt að sleppa því.  Ég hefði ekkert á móti því að styrkari stoðum yrði veitt undir okkar landbúnað. Synd að sjá öll gróðurhúsin sem eru að grotna niður í Hveragerði. 

Ég vil sjá alvöru breytingar hér, við þurfum að læra að vera sjálfbær, við þurfum að leggja metnað í að búa til samfélag sem er ekki háð olíu og nánast öllum hráefnum til að geta staðið af okkur storma af þessum tagi. 

Ég vil sjá alvöru samfélagsbreytingar, þar sem við lærum aftur að hafa samábyrgðartilfinningar og að samfélagsábyrgðin er ekki á fárra höndum. Samfélög okkar eru alltaf byggð á sjálfum okkur. Kannski ættum við að reka þjóðina eins og hún leggur sig. Ráðamenn segja að við höfum öll tekið þátt í sukkinu og svínaríinu og allir hafi notið góðs af góðærinu. Ef svo er ... þá erum við öll vanhæf.


mbl.is Ísland standi við alþjóðlegar skuldbindingar
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

tek undir þetta....og mæti á mótmælin á morgun. Það vantar svona mótmælasíðu þar sem öll plönuð mótmæli eru auglýst, það er svo margt sem þarf að mótmæla þessa daga....

Gunnar B.K. (IP-tala skráð) 17.10.2008 kl. 07:44

2 identicon

Þakka þér fyrir Birgitta. Þetta er eins og talað út úr mínu hjarta, ekki síst þetta:

"Ég er þreytt á atvinnupólitíkusum, ég er þreytt á því að þeir sem stjórna hér eru í engum tengslum við veruleikann. Ég er þreytt á því að heyra stöðugt talað um veruleika minn af einhverjum greiningardeildum..."

Mætti ég bæta því við að ég er orðinn yfir mig þreyttur á öllum spunakerlingunum og allri lyginni sem hellt er yfir mann á hverjum degi.  Ég segi eins og Hannes Pétursson:

"Gefðu mér dag sem geislar eins og brimströnd"!

Benedikt (IP-tala skráð) 17.10.2008 kl. 08:42

3 Smámynd: Birgitta Jónsdóttir

ég held að flestir séu orðnir þreyttir og mæddir á lygunum - enginn veit hvað skal halda og hvernig á að bregðast við þessu öllu - ég held að fólk sé hálflamað - það er á svona stundu sem fólk þarf að passa sig á að einangra sig ekki í sinni angist - við megum ekki við því að láta ótta við framtíðina éta okkur inn að beini en við megum heldur ekki við því að horfa fram hjá vandamálum þeim er steðja að og halda að þetta reddist án þess að það verði gerð tiltekt á æðstu stöðum.

Birgitta Jónsdóttir, 17.10.2008 kl. 10:40

4 Smámynd: Sigrún Jónsdóttir

Tek undir hvert einasta orð í þínum pistli.

Sigrún Jónsdóttir, 17.10.2008 kl. 11:28

5 Smámynd: Katrín Snæhólm Baldursdóttir

Hundrað prósent sammála.....skila oftast auðu eða kýs hreinlega ekki þar sem trú mín á þessum stjórnmálaflokkum er minni en engin. Hreyfast allir sama hvað þeir heita eftir eiginhagsmunapotaramælinum....!!! Vil fá menn og málefni til að kjósa um...hæft fólk með hjarta og haus á réttum stað sem kann sitt fag.

Katrín Snæhólm Baldursdóttir, 17.10.2008 kl. 11:39

6 identicon

Við ættum kannski að fara að vetnisvæða fiskiflotann á meðan okkur er það fært, olían gæti orðið okkur dýrkeypt og/eða ófáanleg.

Vopnum Ísland...

.

Fornafn (IP-tala skráð) 17.10.2008 kl. 12:38

7 Smámynd: Brjánn Guðjónsson

æ, breytir það miklu að gefa upp á nýtt. í spilastokknum eru hvort eð er eintómir svartir Pétrar.

það þarf hinsvegar að skilja að löggjafar- og framkvæmdavaldið. óþolandi að vera þingmenn að stýra. þeir eiga að setja lög og punktur. eins að ráða fagmenn í seðlabankann.

Brjánn Guðjónsson, 17.10.2008 kl. 12:41

8 Smámynd: Jenný Anna Baldursdóttir

Sammála alla leið Birgitta.

Jenný Anna Baldursdóttir, 17.10.2008 kl. 13:25

9 Smámynd: Ásthildur Cesil Þórðardóttir

Tek heilshugar undir þetta, og ég vona svo sannarlega að við fáum að hreinsa til hér áður en uppbyggingin hefst.  Og ég mun verða með ykkur í huganum niður í miðborginni á eftir.  Megi allir góðir vættir vera með ykkur, og vonandi mætir múgur og margmenni. Áfram Ísland !

Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 17.10.2008 kl. 14:45

10 Smámynd: Signý

Eins og talað frá mínu hjarta!

AMEN!

Signý, 17.10.2008 kl. 17:12

11 Smámynd: Birgitta Jónsdóttir

takk fyrir kæru bloggvinir, að svara og segja ykkar hug. auðvitað eru allir líka komnir með nett ógeð á þessari umræðu en við megum ekki láta þeim takast að kæfa okkur í orðræði, skrifræði, verðum að halda áfram að vera vakandi fyrir því hvað þau eru að bauka í efstu lögum þríhyrningsins...

Birgitta Jónsdóttir, 17.10.2008 kl. 17:23

12 Smámynd: halkatla

stórkostlegur pistill, takk takk

halkatla, 17.10.2008 kl. 18:59

13 Smámynd: Jakob Falur Kristinsson

Ég er sammála öllu í þinni grein,  Hafðu þökk fyrir.

Jakob Falur Kristinsson, 18.10.2008 kl. 10:37

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Birgitta Jónsdóttir
Birgitta Jónsdóttir

Ég vil gjarnan láta eitthvað gott af mér leiða í samfélagi manna. Ég mun einbeita mér að því að því að búa til vettvang fyrir þjóðina að vinna að þeim lýðræðisumbótum sem hún krefst og vill leggja sína krafta í. Ég starfa sem þingmaður og þingflokksformaður fyrir Hreyfinguna - fyrir fólkið í landinu. Ég er formaður vina Tíbets.

Ég vil hafa athugasemdakerfið opið - bið fólk samt um að tjá sig eins og það myndi gera ef við stæðum augnlitis til augnlitis. Ég mun því miður ekki alltaf hafa tíma til að svara kommentum eða tölvupósti en ég reyni að lesa allt með opnum huga. Vil gjarnan nota þetta sem vettvang fyrir fólk að koma með hugmyndir um hvað mætti betur fara í samfélginu okkar.

Ég aðhyllist engin sérstök trúarbrögð, ég tilheyri engu sérstöku flokkakerfi, ég tilheyri engu sérstöku nema þessu stórmerkilega mannkyni og þessari yndislegu jörð. Ég er þakklát fyrir að lifa á sögulegum tímum þar sem allt getur gerst. 

Netfang: birgitta@this.is

Bækur

Bækurnar mínar

  • Bók: Tuttugasta öldin og lærdómar hennar
    Mikhail Gorbatsjov og Daisaku Ikeda : Tuttugasta öldin og lærdómar hennar (ISBN: 9979-772-77-8 )
    Þýddi þessa ásamt Jóni Karli Stefánssyni
  • Bók: Lífsreglurnar fjórar - the Four Agreements
    don Miguel Ruiz: Lífsreglurnar fjórar - the Four Agreements (ISBN: 9979768835)
    Lífsreglurnar fjórar er ævaforn indjánaspeki sem hefur farið sigurför um heiminn. Bókin er byggð á fornri visku Tolteka-indjána og útskýrir sannindi sem er að finna í helgum dulspekihefðum víðsvegar um heim. Lesanda eru kynntar fjórar einfaldar en magnaðar lífsreglur sem vísa leiðina að frelsi og sjálfstæði einstaklingsins. Höfundurinn, don Miguel Ruiz, er af ætt græðara og seiðmanna sem hafa iðkað Toltekafræðin frá aldaöðli. Hann er heimsþekktur fyrir bækur sínar og fyrirlestra.
  • Bók: Dagbók kameljónsins
    Birgitta Jónsdóttir: Dagbók kameljónsins (ISBN: 9979973307)
    Dagbók kameljónsins er þroskasaga stúlku sem hefur þurft að berjast við að sogast ekki inn í geðveiki ættmenna sinna, en sjálfsvíg þeirrar manneskju sem hún leit á sem klettinn í lífi sínu verður til þess að hún gerir sér ljóst hve dýrmætt lífið er. Með því að þvinga sig til að muna fortíðina skapar hún möguleika á að eiga sér einhverja framtíð. Alkóhólismi móður hennar vegur jafnframt þungt í þessu verki og hefur afgerandi áhrif á sjálfmeðvitund söguhetjunnar sem á endanum öðlast þroska til að sjá manneskjuna handan sjúkdómsins sem brýst oft út í mikilli sjálfhverfu þess sem er haldin honum og skilur aðra fjölskyldumeðlimi eftir með því sem næst ósýnilegan geðrænan sjúkdóm sem jafnan er kenndur við meðvirkni. En þetta er engin venjuleg bók, hún er brimfull af von og lausnum, ævintýrum og einlægni og fellur aldrei inn í pytt sjálfsvorunnar. Bókin er tilraun til að brúa bilið á milli þess myndræna sem oft fyrirfinnst í dagbókum, en formið bíður upp á vægðarlausan heiðarleika og gefur lesandanum tækifæri á að nota sitt eigið hugarflug.

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (30.4.): 3
  • Sl. sólarhring: 4
  • Sl. viku: 15
  • Frá upphafi: 508741

Annað

  • Innlit í dag: 3
  • Innlit sl. viku: 15
  • Gestir í dag: 3
  • IP-tölur í dag: 3

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Nýjustu myndir

  • ...011-02-25_l
  • ...unknown
  • ...581_1050977
  • ...x-_28-of-81
  • ...490581
Apríl 2024
S M Þ M F F L
  1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30        

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.