Leita í fréttum mbl.is

Viðrar vel til mótmæla

Fyrir þá sem halda að ég sé hætt að mæta fyrir utan kínverska sendiráðið að Víðimel á laugardögum klukkan 13 skal það upplýst að ég mun gera það uns kröfum mínum er mætt. Kröfurnar eru einfaldar: hleypið alþjóða mannréttindasamtökum sem og fjölmiðlum inn í Tíbet NÚNA.

Allir velkomnir. Það viðrar vel til að hittast og huga að því hvernig við getum gert eitthvað til að vekja athygli á málefnum Tíbets. Síðasta laugardag vorum við fá enda var rigning en núna er svo gott veður að ég trúi ekki öðru en að það verði fleiri sem eru til í að sýna kínverskum yfirvöldum að okkur er ekki sama um þau mannréttindabrot sem framin eru í Tíbet. Þó fjölmiðlar hafi nánast hætt að fjalla um Tíbet, halda voðaverkin áfram að gerast.

Við erum líka að skipuleggja fjáröflun fyrir flóttamannamóttökustöð í Dharmasala. Læt hér fylgja smá upplýsingar um þessa miðstöð.

frostbit

Móttökustöðin í Dharamsala var opnuð árið 1990 til að bregðast við auknum fjölda nýrra flóttamanna sem flúið höfðu Tíbet til að leita hælis í Indlandi. Stanslaus straumur fólks hefur verið í móttökustöðina frá opnun hennar og fer enn vaxandi. Talið er að um 3000 manneskjur nái að flýja Tíbet á hverju ári. 1/3 flóttafólksins eru börn og unglingar sem koma í 90% tilvika án forráðamanna. Allir eru þeir aðframkomnir af hungri og vosbúð eftir mánaðargöngu yfir hæstu fjöll heimsins. Þá er það fremur algengt að flóttafólkið missi tær, fingur eða fætur vegna frostbita. Móttökustöðin í Dharamsala er mikilvægur áfangi í að takast á við nýtt líf eftir þessa miklu háskaför að ógleymdum ómannúðlegum ástæðum flóttans frá hinu hernumda landi.

Á hverjum degi er móttökustöðin yfirfull af nýkomnum flóttamönnun en þar er þeim veitt húsaskjól, fæði og læknishjálp. Eftir nokkrar vikur í móttökustöðinni er flóttafólkið aðstoðað við að finna sér samastað í einhverja af þeim byggðum sem Tíbetar hafa byggt upp í Indlandi.

Móttökustöðin hjálpar nýkomnum flóttamönnum við að finna sér atvinnu, skóla eða klaustur. Auk þess veitir stöðin þjálfun og fjárhagsaðstoð til þeirra flóttanna sem reyna að koma á stofn eigin fyrirtækjum.

Ein saga af þúsund áþekktra fundin úr dagbók ferðamanns um ferðalag hans til Dharmasala nýverið.

"Ég er nýkomin frá flóttamannamóttökustöðinni þar sem ég tók viðtöl við tvo nýkomna flóttamenn. Snortin af sögu þeirra þvældist ég um göturnar til að fá ferskt loft og yfirsýn. Höfðu þær nýlokið göngu sem tók þær mánuð yfir Himalayafjöllin. Hin 23 ára gamla nunna, Ngima hafði farið vegna þess að hún hafði verið gerð brottræk úr klaustrinu sínu og hafði hún jafnframt verið þvinguð til að leggja kufli sínum vegna þess að hún neitaði að hafna Dalai Lama sem trúarleiðtoga. Svo var það Dadon, hún var bara 12 ára og hafði verið send af foreldrum sínum í þessa ferð svo hún ætti möguleika á að fá menntun á sínu eigin tungumáli, og læra um sögu og menningu sína.

Á meðan á flóttanum stóð, lenti hópurinn þeirra sem samanstóð af 30 flóttafólki í miklum snjóstormi. Ngima þurfti að bera 9 ára gamla stelpu sem hafði byrjað að dragast aftur úr hópnum. En barnið dó á bakinu á Ngima. Án annarra úrræða urðu þau sem eftir lifðu að skilja eftir líkama stúlkunnar sem og fjögurra annarra barna sem létust af vosbúð í snjónum sem náði þeim upp að mitti.

Dadon, eins og flest flóttafólkið gekk yfir fjöllin í tennisskóm, með fátæklegar eigur sínar í pokum. Hún missti allar tærnar sínar vegna frostbita. Þegar ég hitti hana var hún full tilhlökkunar vegna þess að draumur hennar um að fá að hitta Dalai Lama var við það að rætast. Allir flóttamenn sem dveljast í flóttamannamóttökustöðinni fá að hitta hann áður en þeim er komið fyrir í skólum eða klaustrum."

Markmið flóttamannmiðstöðvarinnar er að bjóða upp á ókeypis aðstöðu fyrir nýkomna flóttamenn fyrstu 30 dagana. Margir hafa orðið fyrir hremmingum eftir að þeir komu til Nepal, en maóískir hermenn sitja gjarnan fyrir þeim og stela af þeim því litla sem þau eiga, berja þau og nauðga konum og stúlkum.

Þá er það einnig markmiðið að bjóða upp á fría sjúkra meðhöndlun og endurhæfingu fyrir þá sem hafa verið pyntaðir. Þá er það almenna heilsugæslu og bólusetningar fyrir alla nýja flóttamenn, sér í lagi óléttar konur og ung börn.

Mikilvægt er að hjálpa börnunum að aðlagast og finna skóla fyrir þau sem og fóstur fyrir munaðarleysingja.

Mikið starf er framundan og er gegnumstreymið af flóttafólki stöðugt að aukast. Þessi markmið muni ekki nást að fullu nema með fjárhagsaðstoð velviljað fólks og stofnana. En S.Þ. styrkja flóttamannamiðstöðina en það hrekkur ekki til.

 

  


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Birgitta Jónsdóttir
Birgitta Jónsdóttir

Ég vil gjarnan láta eitthvað gott af mér leiða í samfélagi manna. Ég mun einbeita mér að því að því að búa til vettvang fyrir þjóðina að vinna að þeim lýðræðisumbótum sem hún krefst og vill leggja sína krafta í. Ég starfa sem þingmaður og þingflokksformaður fyrir Hreyfinguna - fyrir fólkið í landinu. Ég er formaður vina Tíbets.

Ég vil hafa athugasemdakerfið opið - bið fólk samt um að tjá sig eins og það myndi gera ef við stæðum augnlitis til augnlitis. Ég mun því miður ekki alltaf hafa tíma til að svara kommentum eða tölvupósti en ég reyni að lesa allt með opnum huga. Vil gjarnan nota þetta sem vettvang fyrir fólk að koma með hugmyndir um hvað mætti betur fara í samfélginu okkar.

Ég aðhyllist engin sérstök trúarbrögð, ég tilheyri engu sérstöku flokkakerfi, ég tilheyri engu sérstöku nema þessu stórmerkilega mannkyni og þessari yndislegu jörð. Ég er þakklát fyrir að lifa á sögulegum tímum þar sem allt getur gerst. 

Netfang: birgitta@this.is

Bækur

Bækurnar mínar

  • Bók: Tuttugasta öldin og lærdómar hennar
    Mikhail Gorbatsjov og Daisaku Ikeda : Tuttugasta öldin og lærdómar hennar (ISBN: 9979-772-77-8 )
    Þýddi þessa ásamt Jóni Karli Stefánssyni
  • Bók: Lífsreglurnar fjórar - the Four Agreements
    don Miguel Ruiz: Lífsreglurnar fjórar - the Four Agreements (ISBN: 9979768835)
    Lífsreglurnar fjórar er ævaforn indjánaspeki sem hefur farið sigurför um heiminn. Bókin er byggð á fornri visku Tolteka-indjána og útskýrir sannindi sem er að finna í helgum dulspekihefðum víðsvegar um heim. Lesanda eru kynntar fjórar einfaldar en magnaðar lífsreglur sem vísa leiðina að frelsi og sjálfstæði einstaklingsins. Höfundurinn, don Miguel Ruiz, er af ætt græðara og seiðmanna sem hafa iðkað Toltekafræðin frá aldaöðli. Hann er heimsþekktur fyrir bækur sínar og fyrirlestra.
  • Bók: Dagbók kameljónsins
    Birgitta Jónsdóttir: Dagbók kameljónsins (ISBN: 9979973307)
    Dagbók kameljónsins er þroskasaga stúlku sem hefur þurft að berjast við að sogast ekki inn í geðveiki ættmenna sinna, en sjálfsvíg þeirrar manneskju sem hún leit á sem klettinn í lífi sínu verður til þess að hún gerir sér ljóst hve dýrmætt lífið er. Með því að þvinga sig til að muna fortíðina skapar hún möguleika á að eiga sér einhverja framtíð. Alkóhólismi móður hennar vegur jafnframt þungt í þessu verki og hefur afgerandi áhrif á sjálfmeðvitund söguhetjunnar sem á endanum öðlast þroska til að sjá manneskjuna handan sjúkdómsins sem brýst oft út í mikilli sjálfhverfu þess sem er haldin honum og skilur aðra fjölskyldumeðlimi eftir með því sem næst ósýnilegan geðrænan sjúkdóm sem jafnan er kenndur við meðvirkni. En þetta er engin venjuleg bók, hún er brimfull af von og lausnum, ævintýrum og einlægni og fellur aldrei inn í pytt sjálfsvorunnar. Bókin er tilraun til að brúa bilið á milli þess myndræna sem oft fyrirfinnst í dagbókum, en formið bíður upp á vægðarlausan heiðarleika og gefur lesandanum tækifæri á að nota sitt eigið hugarflug.

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (18.5.): 3
  • Sl. sólarhring: 3
  • Sl. viku: 22
  • Frá upphafi: 508802

Annað

  • Innlit í dag: 3
  • Innlit sl. viku: 22
  • Gestir í dag: 3
  • IP-tölur í dag: 3

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Nýjustu myndir

  • ...011-02-25_l
  • ...unknown
  • ...581_1050977
  • ...x-_28-of-81
  • ...490581
Maí 2024
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband