Leita í fréttum mbl.is

Þversagnir í þessari frétt

Það er ómögulegt að draga neinar ályktanir af þessari frétt. Í henni kemur fram
að met sé í uppboði íbúða en bankarnir segja að metið sé í þveröfuga átt:
aldrei verið minna um vanskil. Um hvað er þá þessi frétt. Ekki neitt?
Núlla þessar þverstæður ekki bara hvor aðra út?

Veit einhver hvenær ófremdarástandi á fasteignamarkaði, lánamarkaði muni ljúka?
Kannski veit völva Vikunnar eða er búið að skipta henni út með
starfsfólki frá greiningadeildum bankanna, þau eru okkar
nútímana völvur? Svörin um framtíðina og fjármálin eru alla vega alltaf
jafn dulkóðuð í froðusnakki sem enginn heilvita manneskja
er fær um að skilja.

Svo bætir að sjálfsögðu ekki svona fréttafluttningur úr skák.
Hvað er þetta með fréttir nú til dags, af hverju eru þær alltaf
svona grunnar. Enginn vinna lögð í að kanna hvað liggur að
baki orðunum. Kannski hefur það að gera með að flestir
blaðamenn sitja í stól sínum dagsferðina langa
og vinna allar sínar fréttir upp úr sömu gögnunum
þeas netinu og einstaka símtölum.
Þeir hitta nánast aldrei viðmælendur sína
og allir vita að auðveldara er að
froðusnakka í gegnum síma
en þegar maður
horfir framan í
einhvern.


mbl.is Fjöldi eigna undir hamarinn
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Kári Harðarson

Greiningardeildir bankanna vita betur en að tala niður verðið á eignasafninu hjá sér.  Ég trúi sýslumanninum betur.

Kári Harðarson, 4.12.2007 kl. 07:33

2 identicon

Satt segur´ðu, Birgitta! Hver er svo fréttin eiginlega? Hvers vegna hafa uppboð hjá sýslumanninum á Selfossi aukist svona mikið en annarsstaðar er allt í þessu fína? Það ætti frekar einhver rannsóknarblaðamaður (þeir eru kannski ekki svo margir!) að fara á stúfana og athuga orsökina á bakvið það. Varð t.d. einhver stór atvinnurekandi gjaldþrota þannig að margir misstu vinnuna eða eitthvað slíkt?!? Vel skrifuð athugasemd hjá þér. Það verð ég að segja ;o) Ég kíki oft á mbl.is héðan frá Svíþjóð og opna þá stundum bloggsíður. Fer næstum að gráta yfir öllum stafsetningavillunum sem ég sé þar. Segi samt ekkert að ég sé fullkomin sjálf en samt. Fólk ættu að kunna EINFÖLDUSTU reglur. Nóg komið af rausi í bili! Farðu síðan vel með þig.

Kær kveðja frá Svíaríki

Svava Gunnarsdóttir

Svava Gunnarsdóttir, Svíþjóð (IP-tala skráð) 4.12.2007 kl. 07:39

3 Smámynd: Birgitta Jónsdóttir

Takk Svava mín og bestu kveðjur til Svíaríkis:) bjó þar eitt sinn sjálf fyrir margt löngu.

Kár: Jamm auðvitað er sýslumaðurinn trúverðugri í þessu samhengi. Á einhversstaðar eðal límiða sem á stendur

"Bankanum þínum er sama um þig" í boði Andspyrnuhreyfingarinnar:)

Birgitta Jónsdóttir, 4.12.2007 kl. 07:47

4 Smámynd: Grisemor

Það er reyndar eitt sem ""gleymist"" að taka fram í þessari frétt. Yfirdráttarskuldir heimilanna eru líka í sögulegu hámarki og ef vöxtur yfirdráttarlána til heimila er settur í graf á móti minnkun vanskila, þá færðu út  graf sem lítur út eins og X sem þýðir að þarna virðist vera bein tenging á milli.

Grisemor, 4.12.2007 kl. 08:46

5 Smámynd: Birgitta Jónsdóttir

Þar liggur einmitt hundurinn grafinn og er undirstaða gagnrýni á þessa frétt. Þetta er svona ekki frétt, bara yfirborðslegar þversagnir. Fjölmargir einstaklingar út í bæ gætu hæglega gert betri frétt byggða á þessum efnivið en blaðamaðurinn gerir að þessu sinni og er alltof algeng vinnubrögð við fréttafluttning hérlendis.

Birgitta Jónsdóttir, 4.12.2007 kl. 08:53

6 identicon

Mikið ósköp er gott að einhver annar en ég hef tekið eftir þessari grunnhyggni í íslensku samfélagi.

Frét um daginn í 24 st sem ég gubbaði næstum yfir.

Tekið var dæmi af húsi í 101 sem keypt var fyrir 13 árum á 15 millur en ásett verð í dag væri 75 millur. Svo var þetta notað sem dæmi um að fasteignaverð hefði hækkað 5 falt á þessum tíma.

Hefði ekki verið ráð að selja húsið fyrst á ásettu verði?

Jóhannes (IP-tala skráð) 5.12.2007 kl. 21:26

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Birgitta Jónsdóttir
Birgitta Jónsdóttir

Ég vil gjarnan láta eitthvað gott af mér leiða í samfélagi manna. Ég mun einbeita mér að því að því að búa til vettvang fyrir þjóðina að vinna að þeim lýðræðisumbótum sem hún krefst og vill leggja sína krafta í. Ég starfa sem þingmaður og þingflokksformaður fyrir Hreyfinguna - fyrir fólkið í landinu. Ég er formaður vina Tíbets.

Ég vil hafa athugasemdakerfið opið - bið fólk samt um að tjá sig eins og það myndi gera ef við stæðum augnlitis til augnlitis. Ég mun því miður ekki alltaf hafa tíma til að svara kommentum eða tölvupósti en ég reyni að lesa allt með opnum huga. Vil gjarnan nota þetta sem vettvang fyrir fólk að koma með hugmyndir um hvað mætti betur fara í samfélginu okkar.

Ég aðhyllist engin sérstök trúarbrögð, ég tilheyri engu sérstöku flokkakerfi, ég tilheyri engu sérstöku nema þessu stórmerkilega mannkyni og þessari yndislegu jörð. Ég er þakklát fyrir að lifa á sögulegum tímum þar sem allt getur gerst. 

Netfang: birgitta@this.is

Bækur

Bækurnar mínar

  • Bók: Tuttugasta öldin og lærdómar hennar
    Mikhail Gorbatsjov og Daisaku Ikeda : Tuttugasta öldin og lærdómar hennar (ISBN: 9979-772-77-8 )
    Þýddi þessa ásamt Jóni Karli Stefánssyni
  • Bók: Lífsreglurnar fjórar - the Four Agreements
    don Miguel Ruiz: Lífsreglurnar fjórar - the Four Agreements (ISBN: 9979768835)
    Lífsreglurnar fjórar er ævaforn indjánaspeki sem hefur farið sigurför um heiminn. Bókin er byggð á fornri visku Tolteka-indjána og útskýrir sannindi sem er að finna í helgum dulspekihefðum víðsvegar um heim. Lesanda eru kynntar fjórar einfaldar en magnaðar lífsreglur sem vísa leiðina að frelsi og sjálfstæði einstaklingsins. Höfundurinn, don Miguel Ruiz, er af ætt græðara og seiðmanna sem hafa iðkað Toltekafræðin frá aldaöðli. Hann er heimsþekktur fyrir bækur sínar og fyrirlestra.
  • Bók: Dagbók kameljónsins
    Birgitta Jónsdóttir: Dagbók kameljónsins (ISBN: 9979973307)
    Dagbók kameljónsins er þroskasaga stúlku sem hefur þurft að berjast við að sogast ekki inn í geðveiki ættmenna sinna, en sjálfsvíg þeirrar manneskju sem hún leit á sem klettinn í lífi sínu verður til þess að hún gerir sér ljóst hve dýrmætt lífið er. Með því að þvinga sig til að muna fortíðina skapar hún möguleika á að eiga sér einhverja framtíð. Alkóhólismi móður hennar vegur jafnframt þungt í þessu verki og hefur afgerandi áhrif á sjálfmeðvitund söguhetjunnar sem á endanum öðlast þroska til að sjá manneskjuna handan sjúkdómsins sem brýst oft út í mikilli sjálfhverfu þess sem er haldin honum og skilur aðra fjölskyldumeðlimi eftir með því sem næst ósýnilegan geðrænan sjúkdóm sem jafnan er kenndur við meðvirkni. En þetta er engin venjuleg bók, hún er brimfull af von og lausnum, ævintýrum og einlægni og fellur aldrei inn í pytt sjálfsvorunnar. Bókin er tilraun til að brúa bilið á milli þess myndræna sem oft fyrirfinnst í dagbókum, en formið bíður upp á vægðarlausan heiðarleika og gefur lesandanum tækifæri á að nota sitt eigið hugarflug.

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (19.5.): 0
  • Sl. sólarhring: 15
  • Sl. viku: 31
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 31
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Nýjustu myndir

  • ...011-02-25_l
  • ...unknown
  • ...581_1050977
  • ...x-_28-of-81
  • ...490581
Maí 2024
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.