Leita í fréttum mbl.is

Kærufrestur á tillögu um virkjun á Hengilsvæðinu að renna út

- - Ég bendi ykkur öllum á nýja heimasíðu um Hengilssvæðið, hengill.nu

Það þarf að tala um Hengilssvæðið, það er á teikniborðinu þessa dagana, Orkuveita Reykjavíkur hyggst nú byggja 135 megavatta háhitavirkjun á Ölkelduhálsi.

Hengillinn er spölkorn frá höfuðborgarsvæðinu, svæðið býr yfir magnaðri öræfakyrrð og náttúrufegurð. Þarna eru eyðidalir, hverir og heitir lækir sem hægt er að baða sig í. Þetta er framtíðar útivistarsvæði höfuðborgarbúa, ósnortin víðerni, kyngimögnuð náttúra, ómetanlegir möguleikar, -svæðið verður að vernda fyrir ókomnar kynslóðir. Umhverfisráðherra staðfesti svæðið sem mikilvægt útivistarsvæði árið 2005.

Þetta svæði er eitt það al magnaðasta svæði sem ég hef heimsótt, við erum að tala um Reykjadal. Ef þið hafið ekki farið þangað enn, hvet ég ykkur til að labba um svæðið og sjá með eigin augum hverju á að fórna. Þetta er rétt hjá Hveragerði fyrir þá sem ekki vita og státar af slíkri fegurð og undrum að ég gæti aldrei fyrirgefið mér ef ég hefði ekkert gert til að stoppa þessa tilgangslausu atlögu að því.

Orkuveitan ætlar að virkja þarna nokkur megavött, sem svo á að gefa fyrirhuguðu álveri í Helguvík, á gjafaverði, ef marka má fordæmin. Orkuveitan borgar og framkvæmir umhverfismatið sjálf, spilling í fínum gæðaflokki.

Kærufrestur á tillöguna um virkjun er 9. nóv 2007, kærum öll hægri-vinstri, -það er ótrúlega auðvelt, sjá www.hengill.nu, þar er tilbúin kæra sem þarf að kvitta upp á / breyta ef þú vilt, og sendist svo sveitarfélaginu Ölfussi, Skipulagsstofnun og cc á umhverfisráðherra á tölvupósti.

Það skiptir máli að málsaðilar viti að fólki er ekki sama. Kærum fyrir 9 nóv og stöðvum þessi skemmdarverk áður en það verður og seint.

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Lára Hanna Einarsdóttir


Rányrkja á Hellisheiði

Skrifað af Framtíðarlandinu 30. okt. 07

Í tilefni af frummatsskýrslu um virkjanir OR á Hellisheiði vill Framtíðarlandið vekja máls á eftirfarandi:

Það er sláandi að í frummatsskýrslunni kemur fram að orkuvinnslan sé „ágeng“, eins og það er kallað. Á mannamáli heitir það að vinnslan stendur ekki undir sér til lengri tíma, heldur mun hitastig og vatnsborð fara stöðugt lækkandi. Í Bitruvirkjun er enda gert ráð fyrir að bora fyrst 27 vinnsluholur en síðan nýja holu á um það bil 3 ára fresti til að mæta minnkandi framleiðslugetu. Sambærileg vinnsla er einnig fyrirhuguð í Hverahlíðarvirkjun. Ef auðlindin sem um ræðir væri fiskur í sjónum væri þetta kallað rányrkja.

Þó er í skýrslunum staðhæft að um sjálfbæra vinnslu sé að ræða. Því er haldið fram að kynslóðir framtíðarinnar muni hafa aðgang að þróaðri tækni sem geri þeim kleift að sækja sjálfar orku í iður jarðar á þessum svæðum, þó svo að þessi tiltekna nýting éti sjálfa sig upp á einhverjum áratugum.

Á öðrum vettvangi hefur komið fram að þessi nýtingaraðferð – að nýta jarðvarma eingöngu til raforkuvinnslu – þýðir að um 88% orkunnar sem kemur upp er hent í formi varma út í umhverfið. Fari svo fram sem heldur verður Íslendingum æ erfiðara að rökstyðja að orkuvinnsla þeirra sé „sjálfbær“, en gagnrýnisraddir heyrast nú æ oftar um að þetta hugtak sé gróflega misnotað hér á landi, einkum í kynningarskini gagnvart hugsanlegum erlendum orkukaupendum.

Það má draga í efa að það sé almennt viðurkennd staðreynd í huga almennings að fyrirhugað sé að nýta jarðhitasvæði landsins þannig að mokað sé upp úr þeim eins og námu í 3-5 áratugi, 88% auðlindarinnar verði hent vegna aðstæðna, og að afgangnum sé ráðstafað í orkusölu til fáeinna álvera.

Góð ímynd Íslands er auðlind, en sé hún notuð án innistæðu verður hún fljótt uppurin, rétt eins og borholurnar á Hellisheiði.

Frummatsskýrslunar eru til skoðunar hér:
http://www.skipulag.is/focal/webguard.nsf/key2/frummatsskyrsla.html

Af vef Framtíðarlandsins: http://framtidarlandid.is/ranyrkja

Lára Hanna Einarsdóttir, 1.11.2007 kl. 11:54

2 Smámynd: Ásthildur Cesil Þórðardóttir

Er það ekki alveg ótrúlegt að þessi svokallaða vistvæma orka mengar meira en álverin í þessu landi.  Er ekki einhversstaðar pottur brotinn í þessu ferli ?

Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 1.11.2007 kl. 19:34

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Birgitta Jónsdóttir
Birgitta Jónsdóttir

Ég vil gjarnan láta eitthvað gott af mér leiða í samfélagi manna. Ég mun einbeita mér að því að því að búa til vettvang fyrir þjóðina að vinna að þeim lýðræðisumbótum sem hún krefst og vill leggja sína krafta í. Ég starfa sem þingmaður og þingflokksformaður fyrir Hreyfinguna - fyrir fólkið í landinu. Ég er formaður vina Tíbets.

Ég vil hafa athugasemdakerfið opið - bið fólk samt um að tjá sig eins og það myndi gera ef við stæðum augnlitis til augnlitis. Ég mun því miður ekki alltaf hafa tíma til að svara kommentum eða tölvupósti en ég reyni að lesa allt með opnum huga. Vil gjarnan nota þetta sem vettvang fyrir fólk að koma með hugmyndir um hvað mætti betur fara í samfélginu okkar.

Ég aðhyllist engin sérstök trúarbrögð, ég tilheyri engu sérstöku flokkakerfi, ég tilheyri engu sérstöku nema þessu stórmerkilega mannkyni og þessari yndislegu jörð. Ég er þakklát fyrir að lifa á sögulegum tímum þar sem allt getur gerst. 

Netfang: birgitta@this.is

Bækur

Bækurnar mínar

  • Bók: Tuttugasta öldin og lærdómar hennar
    Mikhail Gorbatsjov og Daisaku Ikeda : Tuttugasta öldin og lærdómar hennar (ISBN: 9979-772-77-8 )
    Þýddi þessa ásamt Jóni Karli Stefánssyni
  • Bók: Lífsreglurnar fjórar - the Four Agreements
    don Miguel Ruiz: Lífsreglurnar fjórar - the Four Agreements (ISBN: 9979768835)
    Lífsreglurnar fjórar er ævaforn indjánaspeki sem hefur farið sigurför um heiminn. Bókin er byggð á fornri visku Tolteka-indjána og útskýrir sannindi sem er að finna í helgum dulspekihefðum víðsvegar um heim. Lesanda eru kynntar fjórar einfaldar en magnaðar lífsreglur sem vísa leiðina að frelsi og sjálfstæði einstaklingsins. Höfundurinn, don Miguel Ruiz, er af ætt græðara og seiðmanna sem hafa iðkað Toltekafræðin frá aldaöðli. Hann er heimsþekktur fyrir bækur sínar og fyrirlestra.
  • Bók: Dagbók kameljónsins
    Birgitta Jónsdóttir: Dagbók kameljónsins (ISBN: 9979973307)
    Dagbók kameljónsins er þroskasaga stúlku sem hefur þurft að berjast við að sogast ekki inn í geðveiki ættmenna sinna, en sjálfsvíg þeirrar manneskju sem hún leit á sem klettinn í lífi sínu verður til þess að hún gerir sér ljóst hve dýrmætt lífið er. Með því að þvinga sig til að muna fortíðina skapar hún möguleika á að eiga sér einhverja framtíð. Alkóhólismi móður hennar vegur jafnframt þungt í þessu verki og hefur afgerandi áhrif á sjálfmeðvitund söguhetjunnar sem á endanum öðlast þroska til að sjá manneskjuna handan sjúkdómsins sem brýst oft út í mikilli sjálfhverfu þess sem er haldin honum og skilur aðra fjölskyldumeðlimi eftir með því sem næst ósýnilegan geðrænan sjúkdóm sem jafnan er kenndur við meðvirkni. En þetta er engin venjuleg bók, hún er brimfull af von og lausnum, ævintýrum og einlægni og fellur aldrei inn í pytt sjálfsvorunnar. Bókin er tilraun til að brúa bilið á milli þess myndræna sem oft fyrirfinnst í dagbókum, en formið bíður upp á vægðarlausan heiðarleika og gefur lesandanum tækifæri á að nota sitt eigið hugarflug.

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (11.5.): 1
  • Sl. sólarhring: 4
  • Sl. viku: 20
  • Frá upphafi: 508777

Annað

  • Innlit í dag: 1
  • Innlit sl. viku: 20
  • Gestir í dag: 1
  • IP-tölur í dag: 1

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Nýjustu myndir

  • ...011-02-25_l
  • ...unknown
  • ...581_1050977
  • ...x-_28-of-81
  • ...490581
Maí 2024
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband