Leita í fréttum mbl.is

Ekkert persónukjör í boði XD?

Samstaða - bandalag grasrótarhópa hélt almennan borgarafund um persónukjör og kosningalög á fimmtudagskvöldið. Ekki tókst okkur að fá neinar fréttatilkynningar birtar í fjölmiðlum þrátt fyrir að þær hefði verið ítrekað sendar. Þannig að þeir sem vissu af fundinum voru allt of fáir og fyrir vikið missti fólk af afar fróðlegum fundi - en enginn fulltrúi fjölmiðla mætti á staðinn til að fræðast um málefni sem ég hélt satt best að segja að brynni á þjóðinni. Kannski skiptir persónukjör ekki neinu máli - en ég í einfeldni minni hélt að það hefði verið háværar kröfur um það meðal almennings undanfarið. Niðurstaða fundarins var því miður þess eðlis að ljóst er að það verður ekki í boði fyrir þessar kosningar sem verða í apríl.

Þorkell Helgason stærðfræðingur flutti afar fræðandi erindi varðandi persónukjör en hann var ráðgjafi núverandi kosningalaga og er ef til vill manna fróðastur um hverju er gerlegt að breyta. Erindi hans og viðbrögð þeirra sem sátu fyrir svörum, sér í lagi Birgis Ármannssonar frá XD staðfestu að það verður ekkert úr því að við kjósendur fáum að raða sjálf á listana.

Mér finnst heillandi að geta sleppt því að vera flokksbundin til að fá að taka prófkjöri þess flokks sem mér finnst álitlegastur hverju sinni. Birgir bar því við að ástæða þess að XD vilji ekki styðja breytingu á kosningalögum þess efnis að prófkjörin fari fram í kjörklefanum að þeir væru komnir svo langt í prófkjörsbaráttunni og að það þyrfti að fjalla um þessi mál vel og lengi og taka yfirvegaðar ákvarðanir. Það er allt gott og gilt en skilar ekki prófkjörsbarátta þeirra sér þá bara í kjörklefanum? Eða snýst þetta bara um að tryggja sér efsta sæti til að eiga séns á ráðherraembætti samkvæmt gömlu góðu valdatröppunum?

Siv, Steingrímur J og Helgi Hjörvar voru öll á því að þau styddu persónukjör en gerðu samt ráð fyrir að það myndi ekki ganga upp og því eru allir flokkar að undirbúa prófkjör. Ef þessir flokkar hefðu með sanni verið alvara með þetta þá hefðu þau átt að setja pressu á að breytingin ætti sér í alvöru stað en væri ekki orðin tóm með því að gera bara ráð fyrir að þetta færi fram í kjörklefanum. 

Ég ætla að vitna í blogg Ómars Ragnarssonar sem flutti frábært erindi um kosningalögin sem eru hryllilega gölluð og virðast vera til þess sköpuð að viðhalda valdablokkunum inn á þingi.

"Þorkell Helgason upplýsti að lögfræðinga greindi á um hvort 2/3 þingmanna þyrfti til að samþykkja breytingar á kosningalögunum, en ef slíkan aukinn meirihluta þarf, fella Sjálfstæðismenn frumvarpið auðveldlega ef þeir vilja.

Eina lögfræðilega haldreipið með þessari kröfu um 2/3 virðist vera sú að enda þótt lögin sjálf bendi til þess að ekki þurfi aukinn meirihluta, finnst hið gagnstæða í fylgiskjali á fyrri stigum málsins.

Mér finnst fljótt á litið eðlilegra að þetta skrýtna fylgiskjal verði ekki látið ráða.

Í ljós kom að þessi framboð haga undirbúningi sínum þannig að þau séu viðbúin bæði óbreyttum reglum eða breyttum, allt eftir því hver verða afdrif málsins á Alþingi.

Það er alveg skýrt í stjórnarskrá hvernig skuli stand að breytingum á kosningalögum og stjórnarskrá er það sem ræður. Þetta segir í stjórnarskrá um málið." af bloggi Ómars Ragnars.

Það er því alveg ljóst að forræðishyggja XD mun fella þessar breytingar og deginum ljósara að þeir styðji ekki þær breytingar sem nauðsynlegar eru til viðreisnar. Þeir treysta sem sagt ekki kjósendum sínum. 

Þess má geta að nýju framboðið Borgarahreyfingin -þjóðin á þing og L-listinn eru á öndverði meiði með þetta. Það er skýlaus krafa Borgarahreyfingarinnar að við fáum persónukjör en L-listinn er sammála XD um að það sé ekki tímabært. 

Í gær ákvað svo Ómar að renna inn í Samfylkinguna og ekki ósennilegt að sú staðreynd að það verði ekki að umræddum breytingum á kosningalögum ásamt þeirri staðreynd að ekki verður hægt að breyta 5% reglunni fyrir þessar kosningar hafi haft þar áhrif á.

Við tókum borgarafundinn upp og mun hann verða aðgengilegur á YouTube innan tíðar. Læt ykkur vita hér á blogginu:)

 

 

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Sigurður Þórðarson

Birgita, við vitum að öll kerfi hafa galla og kosti. 

Margir hafa eingöngu talið fram kosti persónukjörs þannig að mér finnst nokkuð halla á.

Ég spyr hvort persónukjör myndi ekki draga úr vægi og áhrifum þeirra þúsunda Íslendinga sem starfa  í stjórnmálaflokkum?

Myndi persónukjör ekki auka áhrif fimmta valdsins?  Við sjáum það gjarnan í prófkjörum að fimmta valdið  (auðmenn) kaupa þá frambjóðendur sem þeir vilja.  Ég þekki dæmi um að fyrirtæki kosti prófkjörsbaráttu frambjóðenda t.d. í Samfylkingunni.  Þannig gengur þetta fyrir sig t.d. í USA. 

Við skulum ekki afnema gallað kerfi til þess eins að taka upp annað verra. 

Sigurður Þórðarson, 28.2.2009 kl. 13:43

2 identicon

„Ekki tókst okkur að fá neinar fréttatilkynningar birtar í fjölmiðlum þrátt fyrir að þær hefði verið ítrekað sendar.“

Tilkynning um þennan fund birtist tvisvar sinnum í Smugunni(http://www.smugan.is/frettir/tilkynningar/nr/1066 og http://www.smugan.is/frettir/tilkynningar/nr/1106)

En kannski lítur þú ekki á Smuguna sem fjölmiðil?

Elías Jón Guðjónsson (IP-tala skráð) 28.2.2009 kl. 17:17

3 Smámynd: Birgitta Jónsdóttir

Smugan var eini miðillinn sem birti eitthvað um þetta - kann þeim bestu þakkir - hefði auðvitað átti að minnast á það :) takk fyrir að minna mig á það Elías.

Sigurður: eru ekki þeir sem atast í prófkjörsslag og hafa tilhneigingu til spillingar nú þegar í vasa 5 valdsins?

Birgitta Jónsdóttir, 28.2.2009 kl. 18:06

4 Smámynd: Sigurður Þórðarson

Jú mig grunar það. Alla vega væri það í samræmi við reynsluna.

Sigurður Þórðarson, 28.2.2009 kl. 22:33

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Birgitta Jónsdóttir
Birgitta Jónsdóttir

Ég vil gjarnan láta eitthvað gott af mér leiða í samfélagi manna. Ég mun einbeita mér að því að því að búa til vettvang fyrir þjóðina að vinna að þeim lýðræðisumbótum sem hún krefst og vill leggja sína krafta í. Ég starfa sem þingmaður og þingflokksformaður fyrir Hreyfinguna - fyrir fólkið í landinu. Ég er formaður vina Tíbets.

Ég vil hafa athugasemdakerfið opið - bið fólk samt um að tjá sig eins og það myndi gera ef við stæðum augnlitis til augnlitis. Ég mun því miður ekki alltaf hafa tíma til að svara kommentum eða tölvupósti en ég reyni að lesa allt með opnum huga. Vil gjarnan nota þetta sem vettvang fyrir fólk að koma með hugmyndir um hvað mætti betur fara í samfélginu okkar.

Ég aðhyllist engin sérstök trúarbrögð, ég tilheyri engu sérstöku flokkakerfi, ég tilheyri engu sérstöku nema þessu stórmerkilega mannkyni og þessari yndislegu jörð. Ég er þakklát fyrir að lifa á sögulegum tímum þar sem allt getur gerst. 

Netfang: birgitta@this.is

Bækur

Bækurnar mínar

  • Bók: Tuttugasta öldin og lærdómar hennar
    Mikhail Gorbatsjov og Daisaku Ikeda : Tuttugasta öldin og lærdómar hennar (ISBN: 9979-772-77-8 )
    Þýddi þessa ásamt Jóni Karli Stefánssyni
  • Bók: Lífsreglurnar fjórar - the Four Agreements
    don Miguel Ruiz: Lífsreglurnar fjórar - the Four Agreements (ISBN: 9979768835)
    Lífsreglurnar fjórar er ævaforn indjánaspeki sem hefur farið sigurför um heiminn. Bókin er byggð á fornri visku Tolteka-indjána og útskýrir sannindi sem er að finna í helgum dulspekihefðum víðsvegar um heim. Lesanda eru kynntar fjórar einfaldar en magnaðar lífsreglur sem vísa leiðina að frelsi og sjálfstæði einstaklingsins. Höfundurinn, don Miguel Ruiz, er af ætt græðara og seiðmanna sem hafa iðkað Toltekafræðin frá aldaöðli. Hann er heimsþekktur fyrir bækur sínar og fyrirlestra.
  • Bók: Dagbók kameljónsins
    Birgitta Jónsdóttir: Dagbók kameljónsins (ISBN: 9979973307)
    Dagbók kameljónsins er þroskasaga stúlku sem hefur þurft að berjast við að sogast ekki inn í geðveiki ættmenna sinna, en sjálfsvíg þeirrar manneskju sem hún leit á sem klettinn í lífi sínu verður til þess að hún gerir sér ljóst hve dýrmætt lífið er. Með því að þvinga sig til að muna fortíðina skapar hún möguleika á að eiga sér einhverja framtíð. Alkóhólismi móður hennar vegur jafnframt þungt í þessu verki og hefur afgerandi áhrif á sjálfmeðvitund söguhetjunnar sem á endanum öðlast þroska til að sjá manneskjuna handan sjúkdómsins sem brýst oft út í mikilli sjálfhverfu þess sem er haldin honum og skilur aðra fjölskyldumeðlimi eftir með því sem næst ósýnilegan geðrænan sjúkdóm sem jafnan er kenndur við meðvirkni. En þetta er engin venjuleg bók, hún er brimfull af von og lausnum, ævintýrum og einlægni og fellur aldrei inn í pytt sjálfsvorunnar. Bókin er tilraun til að brúa bilið á milli þess myndræna sem oft fyrirfinnst í dagbókum, en formið bíður upp á vægðarlausan heiðarleika og gefur lesandanum tækifæri á að nota sitt eigið hugarflug.

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (5.11.): 1
  • Sl. sólarhring: 1
  • Sl. viku: 4
  • Frá upphafi: 509100

Annað

  • Innlit í dag: 1
  • Innlit sl. viku: 4
  • Gestir í dag: 1
  • IP-tölur í dag: 1

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Nýjustu myndir

  • ...011-02-25_l
  • ...unknown
  • ...581_1050977
  • ...x-_28-of-81
  • ...490581
Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband