Leita í fréttum mbl.is

Erindið sem ég setti saman fyrir fundinn í dag

Hvað hefur Paul Ramses gert til að réttlæta að honum sé vísað úr landi án þess að útlendingaeftirlitið geri sér svo lítið fyrir og fjalli um mál hans?

Ekkert annað en að voga sér að sækja um hæli á Íslandi sem er þekkt fyrir að taka nánast ekki á móti neinum flóttamönnum. Paul er fórnalamb ómennskrar stjórnsýslu, þar sem ónothæfum lagabókstöfum er brugðiðfyrir sig fimlega og án tilfinninga. Það er auðvitað ótækt að hægt sé að senda hann til Ítalíu vegna þess að það eru engin bein flug til Íslands frá Afríku og hann gerði þau mistök að taka tengiflug á Ítalíu. Ítalía er þekkt fyrir sínaómannúðlegu geymslustaði fyrir flóttamenn og er þeim nánast öllum vísað til baka til landsins sem þeir flúðu. Það er mikilvægt að leiðrétta þann misskilning að Paul eigi einhverjar rætur á Ítalíu. Hans viðvera þar var eingöngu út af tengiflugi.

Það vekur furðu og reiði að maðurinn fær ekki einu sinni umfjöllun um mál sitt hjá útlendingastofnun og er rifinn úr faðmi fjölskyldu sinnar og komið fram við hann sem um glæpamann væri að ræða. Hans eini glæpur er að hafa sótt um hæli hérlendis og tengjast landi og þjóð með því að starfa fyrir hjálparsamtökin ABC barnaþorp. Já slíka glæpamenn verður að geyma í fangelsi og senda í lögreglufylgd til annarra landa. Kona slíks glæpamanns á ekki skilið að fá upplýsingar um hvert er verið að brottnema hann, eða hvað?

Ætlum við að sætta okkur við að komið sé fram við fólk af slíkri mannvonsku og kulda? Nei, við krefjumst þess að Paul Ramses verði tafarlaust sendur aftur til Íslands og um mál hans verði fjallað þar sem fjölskylda hans býr. Við sættum okkur ekki við að lausnin á þessu heimagerða vandamáli Björns og Hauks sé að senda bara konuna og ungabarnið líka úr landi.

Við skorum á Björn Bjarnason að sýna mannúð í verki, það er allt í lagi að viðurkenna að um mistök hafi verið að ræða og sýna manndóm og leiðrétta þessi mistök nú þegar, áður en það verður of seint.

Ég vil vekja athygli á undirskrifarlista þar sem þessar kröfur eru settar fram á skýran hátt og verður undirskriftarlistinn færður Birni og Hauk eftir helgi.

 

 

 

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Rósa Aðalsteinsdóttir

Sæl og blessuð.

Flott erindi. Dugnaðarkona ertu að berjast fyrir þeim sem minna mega sín, bæði fyrir Tíbetum og einnig nú fyrir Paul og fjölskyldu hans.

Þvílík mannvonska og það hér í lýðræðislandi. Þetta minnir á mannvonskuna á fjórða og fimmta tug sl. aldar er stjórnvöld vísuðu gyðingum úr landi eða hömluðu að þeir kæmust hingað. Sumt af þessu fólk var sent til baka til Þýskalands í Útrýmingarbúðir Nasista. það var og er blettur sem aldrei verður afmáður af íslenskum stjórnvöldum og nú hefur Björn Bjarnason tekið upp hætti forvera sinna. Þetta er viðurstyggilegt.

Guð blessi þig og varðveiti.

Kær kveðja

Rósa Aðalsteinsdóttir, 4.7.2008 kl. 17:24

2 identicon

Vel orðað - er komin á listann ;)

Martha Elena Laxdal (IP-tala skráð) 4.7.2008 kl. 18:05

3 identicon

hér er frétt sem ég skrifaði og sendi til BBC Your News:

the world needs to put pressure on Iceland right now.
A man from Kenya, Paul Ramses has been deported, taken away from wife and 3 week old son, he applied for citizenship in Iceland after escaping Nairobi and threats of torture and death, he was campaign manager for the opposition and after their loss he was put on a "death list", he has ties with iceland, helped the ABC children's help to build a school in Nairobi, but we used the Dublin agreement to send him to Italy (notorious for bad treatment of their refugees) based on the fact that Italy should take care of the issue since he had a connecting flight in Italy to Iceland. A letter he was supposed to receive in April and dated on the 4th of ,stating that he was not going to be granted citzenship but with a 15 day appeal period, arrived on the 3rd of July, he was apprehended and put in prison for the night until he was taken to the airport, there have been protests and two men ran onto the airstrip to try and stop the plane from leaving.

the Icelandic government needs international pressure to overturn this horrendous decision, Italy is notorious for sending their refugees back to their home country, if they do, it is a step towards certain death for Paul Ramses. I appeal to you to look into the legal points of this story and the fact that basic human rights have been broken here, in the immigration law it states that if a refugee has ties with a country that country shall oversee the citizenship process, his case was never processed, we just coldly sent the man away, away from safety and his family. I hope this will be looked into and adressed, our government shouldn't be allowed to do this.

 ég  veit þetta er langt komment, en ég vil biðja fleiri um að fara á þessa slóð, senda beiðni um að þessi frétt verði skoðuð af BBC, efast um að Björn og Haukur vilji að umheimurinn komist að myrkraverkum þeirra, við þurfum að setja þrýsting á þá! hér er slóðin: http://news.bbc.co.uk/2/hi/talking_point/your_news/6719867.stm 

Íris (IP-tala skráð) 5.7.2008 kl. 10:45

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Birgitta Jónsdóttir
Birgitta Jónsdóttir

Ég vil gjarnan láta eitthvað gott af mér leiða í samfélagi manna. Ég mun einbeita mér að því að því að búa til vettvang fyrir þjóðina að vinna að þeim lýðræðisumbótum sem hún krefst og vill leggja sína krafta í. Ég starfa sem þingmaður og þingflokksformaður fyrir Hreyfinguna - fyrir fólkið í landinu. Ég er formaður vina Tíbets.

Ég vil hafa athugasemdakerfið opið - bið fólk samt um að tjá sig eins og það myndi gera ef við stæðum augnlitis til augnlitis. Ég mun því miður ekki alltaf hafa tíma til að svara kommentum eða tölvupósti en ég reyni að lesa allt með opnum huga. Vil gjarnan nota þetta sem vettvang fyrir fólk að koma með hugmyndir um hvað mætti betur fara í samfélginu okkar.

Ég aðhyllist engin sérstök trúarbrögð, ég tilheyri engu sérstöku flokkakerfi, ég tilheyri engu sérstöku nema þessu stórmerkilega mannkyni og þessari yndislegu jörð. Ég er þakklát fyrir að lifa á sögulegum tímum þar sem allt getur gerst. 

Netfang: birgitta@this.is

Bækur

Bækurnar mínar

  • Bók: Tuttugasta öldin og lærdómar hennar
    Mikhail Gorbatsjov og Daisaku Ikeda : Tuttugasta öldin og lærdómar hennar (ISBN: 9979-772-77-8 )
    Þýddi þessa ásamt Jóni Karli Stefánssyni
  • Bók: Lífsreglurnar fjórar - the Four Agreements
    don Miguel Ruiz: Lífsreglurnar fjórar - the Four Agreements (ISBN: 9979768835)
    Lífsreglurnar fjórar er ævaforn indjánaspeki sem hefur farið sigurför um heiminn. Bókin er byggð á fornri visku Tolteka-indjána og útskýrir sannindi sem er að finna í helgum dulspekihefðum víðsvegar um heim. Lesanda eru kynntar fjórar einfaldar en magnaðar lífsreglur sem vísa leiðina að frelsi og sjálfstæði einstaklingsins. Höfundurinn, don Miguel Ruiz, er af ætt græðara og seiðmanna sem hafa iðkað Toltekafræðin frá aldaöðli. Hann er heimsþekktur fyrir bækur sínar og fyrirlestra.
  • Bók: Dagbók kameljónsins
    Birgitta Jónsdóttir: Dagbók kameljónsins (ISBN: 9979973307)
    Dagbók kameljónsins er þroskasaga stúlku sem hefur þurft að berjast við að sogast ekki inn í geðveiki ættmenna sinna, en sjálfsvíg þeirrar manneskju sem hún leit á sem klettinn í lífi sínu verður til þess að hún gerir sér ljóst hve dýrmætt lífið er. Með því að þvinga sig til að muna fortíðina skapar hún möguleika á að eiga sér einhverja framtíð. Alkóhólismi móður hennar vegur jafnframt þungt í þessu verki og hefur afgerandi áhrif á sjálfmeðvitund söguhetjunnar sem á endanum öðlast þroska til að sjá manneskjuna handan sjúkdómsins sem brýst oft út í mikilli sjálfhverfu þess sem er haldin honum og skilur aðra fjölskyldumeðlimi eftir með því sem næst ósýnilegan geðrænan sjúkdóm sem jafnan er kenndur við meðvirkni. En þetta er engin venjuleg bók, hún er brimfull af von og lausnum, ævintýrum og einlægni og fellur aldrei inn í pytt sjálfsvorunnar. Bókin er tilraun til að brúa bilið á milli þess myndræna sem oft fyrirfinnst í dagbókum, en formið bíður upp á vægðarlausan heiðarleika og gefur lesandanum tækifæri á að nota sitt eigið hugarflug.

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (4.5.): 0
  • Sl. sólarhring: 4
  • Sl. viku: 25
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 25
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Nýjustu myndir

  • ...011-02-25_l
  • ...unknown
  • ...581_1050977
  • ...x-_28-of-81
  • ...490581
Maí 2024
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.