Leita í fréttum mbl.is

Smánarlegt

Það er þjóð minni ekki til sóma að lesa þessar tölur. Mig hefur þá minnt rétt, ég hélt að það gæti bara ekki verið að við höfum úthlutað hvorki meira né minna en EINNI manneskju stöðu flóttamanns... frá upphafi. Er þetta eitthvað sem við viljum að spyrjist út um heimsbyggð? Ég held að þetta passi ekki inn í Ímynd þá af Íslandi sem Geir H. Haarde lét gera fyrir sig og á að selja þjóðina sem friðelskandi náttúrubarnaþjóð. Þannig fólk er nefnilega ekki sama um náunga sinn eins og þessar tölur gefa til kynna að okkur sé. Eitthvað er Geir ekki alveg í sambandi við þjóð sína eða við erum ekki alveg í sambandi við ráðamenn okkar. 

Núna ættu sem flestir að vita af þessum smánarbletti og tími kominn til að þrýsta á hinn göfuglynda og hjartastóra Björn Bjarnason um að láta Paul Ramses fá stöðu flóttamanns númer 2 sem fær hæli hér.

Það verða mótmæli í Skuggasundinu hans Björns á eftir klukkan 12 og hvet ég fólk til að mæta. Hörður Torfason heldur utan um þetta og finnst mér þetta frábært framtak hjá honum. 

Um 1100 manneskjur hafa ritað nafn sitt á undirskriftarlistann sem fór í loftið í gær. Linkur í hann í tenglasafninu mínu hér á vinstri hönd.  


mbl.is Dublinarákvæðið mikið notað
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Björg Árnadóttir

Fjöldinn skiptir ekki máli, frekar hlutfallið. Held að það séu mjög eðlilegar landfræðilegar ástæður fyrir því að þeir séu færri en annars staðar sem sækja um pólitískt hæli hér á hjara veraldar. Hins vegar virðist augljóst að tilþess að fá hæli hér þá þurfirðu annað hvort að þekkja einhvern á réttum stöðum eða byssukallarnir að bíða tilbúnir uppí flugstöð. Ekki víst einu sinni að það dugi.

Björg Árnadóttir, 5.7.2008 kl. 11:53

2 Smámynd: Brynjar Jóhannsson

Bíddu

er þetta rétt hjá þér ? Bara einn politískur flóttamaður

eru sem sé þessar 30 palestínsku mæður sem eiga að setjast á Akureyri ekki pólitískir flóttamenn og júguslavanir sem var plantað úti á landi fyrir um áratugi síðan þegar stríðið í þarlendu landi stóð í algleymingi ? 

Brynjar Jóhannsson, 5.7.2008 kl. 12:25

3 Smámynd: Brynjar Jóhannsson

Ég ætlaði að segja Akranesi..

Brynjar Jóhannsson, 5.7.2008 kl. 12:25

4 Smámynd: Birgitta Jónsdóttir

Brynjar ég bendi þér á að lesa fréttina sem ég bloggaði við svo að þú getir séð útfrá hvaða tölum ég er að skrifa og mismunandi skilgreinar á flóttafólki sem kemur hingað að eigin frumkvæði eða þeirra sem boðið er hingað.

Birgitta Jónsdóttir, 5.7.2008 kl. 12:46

5 Smámynd: Lovísa

Áhugavert.

Lovísa , 5.7.2008 kl. 13:13

6 identicon

Hvað er það sem yfirvöld  óttast? Að ef Ramsesi og fjölskyldu hans er veitt pólitískt hæli hér til að bjarga lífi hans og halda fjölskyldunni saman, að þá gefi það fordæmi? Um að það skelli á flóðbylgja flóttamanna til landsins? Af hverju er ekki hægt að fjalla um mál fjölskyldunnar út frá aðstæðum hennar og tengslum hér á landi? Þau eiga ættingja og vini hér. Eftir því sem mér skilst er allt vitað um fortíð mannsins. Hvað er því til fyrirstöðu að veita þeim skjól hér ? Hver er munurinn á að sortera úr hópi flóttamanna erlendis ákveðinn fjölda til að bjóða velkomna og veita hér heimili eða því að ákveðnir aðilar fari fram á hjálp að eigin frumkvæði?  Er ekki hægt að setja sig í spor fjölskyldunnar sem leitaði hjálpar hér? T.d. með því að lesa bækur Böðvars Guðmundssonar um flótta Íslendinga hér á árum áður í leit að betra lífi í Kanada? Horfa fram á veginn? Framtíðina? Eða bara nútímann? Ein fjölskylda. Við Íslendingar erum nú meiri aumingjarnir ef við getum ekki tekið tillit til einnar lítillar fjölskyldu af þeim milljónum sem reika um heiminn í leit að heimili.  Eða hvað er það sem yfirvöld ÓTTAST í raun og veru? Eitthvað er það og það væri fróðlegt að fá að vita hvað það er.  Kveðja. NinaS

Jónína S. Guðmundsd. (IP-tala skráð) 5.7.2008 kl. 16:32

7 Smámynd: Snorri Bergz

Þetta er reyndar ekki rétt, þetta með "einn". Við veittum Pal Benkö hæli 1957. Þá spurði næstráðandi dómsmálaráðuneytis yfirmann sinn hvort það "mætti" skv. lögum taka við flóttamönnum. Það "mátti", en væri ekki æskilegt!

Saga Íslendinga í flóttamannamálum er afar ljót, miklu ljótari en menn gera sér grein fyrir. Spurning að maður fari að klára doktorsritgerðina sem var einmitt um þessi mál á fyrri helmingi aldarinnar.

Snorri Bergz, 5.7.2008 kl. 17:28

8 Smámynd: Guðrún Emilía Guðnadóttir

Merkilegt hvað maður getur lifað árin út, og haldið eitthvað sem er svo ekki satt.
Það fólk sem kom hér eftir stríð, hjúkrunarkonur, tónlistamenn og margir aðrir, ég kynntist sumu af þessu fólki, frændi minn einn giftist Þýskri hjúkrunarkonu, hún var frá Austur Berlín, vinkona foreldra minna giftist tónlistamanni og hitti ég þar af leiðandi mikið af þessu fólki heima hjá þeim, sem ég í mínum barnaskap hélt að hefðu fengið hér pólitískt hæli sem flóttamenn, spurði reyndar aldrei beint,
en alltaf var sagt að þau hefðu komið vegna ástandsins í sínu heimalandi.
Nú veit ég, orðin 65 ára, sannleikann, þau komu bara á eigin vegum,
þeim vantaði vinnu. Ekki þurfum við að sjá eftir því að fá þá hingað þá 
Paul Pampikler Pálsson og alla þá sem komu á svipuðum tíma og hann,
það hafa þeir gert fyrir okkur á tónlistasviðinu, sem allir hafa haft gaman af.

Maður þarf að kinna sér sögu flóttamanna á Íslandi betur.

Guðrún Emilía Guðnadóttir, 6.7.2008 kl. 11:11

9 identicon

Björg það er ekki það að fólk hafi ekki sótt um. Meira en 380 manns hafa sótt um hæli en aðeins einn fengið og það er lægra hlutfall en í nágrannaríkjunum. Af einhverjum dularfullum ástæðum er algengt að fólk dragi umsóknir sínar til baka. Það skyldi þó ekki vera að það mæti bara svo mikilli mótspyrnu hér að það gefist upp og fari annað?

Annað fólk sem hefur komið hingað hefur ekki fengið stöðu flóttamanns heldur verið veitt dvalarleyfi af mannúðarástæðum. Með því að afgreiða þetta sem dvalarleyfi halda stjórnvöld opnum þeim möguleika að losa sig við fólkið aftur.

Eva (IP-tala skráð) 6.7.2008 kl. 11:12

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Birgitta Jónsdóttir
Birgitta Jónsdóttir

Ég vil gjarnan láta eitthvað gott af mér leiða í samfélagi manna. Ég mun einbeita mér að því að því að búa til vettvang fyrir þjóðina að vinna að þeim lýðræðisumbótum sem hún krefst og vill leggja sína krafta í. Ég starfa sem þingmaður og þingflokksformaður fyrir Hreyfinguna - fyrir fólkið í landinu. Ég er formaður vina Tíbets.

Ég vil hafa athugasemdakerfið opið - bið fólk samt um að tjá sig eins og það myndi gera ef við stæðum augnlitis til augnlitis. Ég mun því miður ekki alltaf hafa tíma til að svara kommentum eða tölvupósti en ég reyni að lesa allt með opnum huga. Vil gjarnan nota þetta sem vettvang fyrir fólk að koma með hugmyndir um hvað mætti betur fara í samfélginu okkar.

Ég aðhyllist engin sérstök trúarbrögð, ég tilheyri engu sérstöku flokkakerfi, ég tilheyri engu sérstöku nema þessu stórmerkilega mannkyni og þessari yndislegu jörð. Ég er þakklát fyrir að lifa á sögulegum tímum þar sem allt getur gerst. 

Netfang: birgitta@this.is

Bækur

Bækurnar mínar

  • Bók: Tuttugasta öldin og lærdómar hennar
    Mikhail Gorbatsjov og Daisaku Ikeda : Tuttugasta öldin og lærdómar hennar (ISBN: 9979-772-77-8 )
    Þýddi þessa ásamt Jóni Karli Stefánssyni
  • Bók: Lífsreglurnar fjórar - the Four Agreements
    don Miguel Ruiz: Lífsreglurnar fjórar - the Four Agreements (ISBN: 9979768835)
    Lífsreglurnar fjórar er ævaforn indjánaspeki sem hefur farið sigurför um heiminn. Bókin er byggð á fornri visku Tolteka-indjána og útskýrir sannindi sem er að finna í helgum dulspekihefðum víðsvegar um heim. Lesanda eru kynntar fjórar einfaldar en magnaðar lífsreglur sem vísa leiðina að frelsi og sjálfstæði einstaklingsins. Höfundurinn, don Miguel Ruiz, er af ætt græðara og seiðmanna sem hafa iðkað Toltekafræðin frá aldaöðli. Hann er heimsþekktur fyrir bækur sínar og fyrirlestra.
  • Bók: Dagbók kameljónsins
    Birgitta Jónsdóttir: Dagbók kameljónsins (ISBN: 9979973307)
    Dagbók kameljónsins er þroskasaga stúlku sem hefur þurft að berjast við að sogast ekki inn í geðveiki ættmenna sinna, en sjálfsvíg þeirrar manneskju sem hún leit á sem klettinn í lífi sínu verður til þess að hún gerir sér ljóst hve dýrmætt lífið er. Með því að þvinga sig til að muna fortíðina skapar hún möguleika á að eiga sér einhverja framtíð. Alkóhólismi móður hennar vegur jafnframt þungt í þessu verki og hefur afgerandi áhrif á sjálfmeðvitund söguhetjunnar sem á endanum öðlast þroska til að sjá manneskjuna handan sjúkdómsins sem brýst oft út í mikilli sjálfhverfu þess sem er haldin honum og skilur aðra fjölskyldumeðlimi eftir með því sem næst ósýnilegan geðrænan sjúkdóm sem jafnan er kenndur við meðvirkni. En þetta er engin venjuleg bók, hún er brimfull af von og lausnum, ævintýrum og einlægni og fellur aldrei inn í pytt sjálfsvorunnar. Bókin er tilraun til að brúa bilið á milli þess myndræna sem oft fyrirfinnst í dagbókum, en formið bíður upp á vægðarlausan heiðarleika og gefur lesandanum tækifæri á að nota sitt eigið hugarflug.

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (24.4.): 0
  • Sl. sólarhring: 1
  • Sl. viku: 18
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 16
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Nýjustu myndir

  • ...011-02-25_l
  • ...unknown
  • ...581_1050977
  • ...x-_28-of-81
  • ...490581
Apríl 2024
S M Þ M F F L
  1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30        

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.